4) Bútar fyrir Halldór og Hannes I - síđari hluti - Bölvun Nóbelsins

1955_Halldor_tekur_vi_nobelsverlaunum

Earl Parker Hanson, hélt áfram sjálfskipađri baráttu sinni fyrir Nóbelsverđlaunum til handa Jorge Amado (1912-2001) sem byrjađ var ađ greina frá í greininni hér á undan. Hann ritađi Halldóri Laxness bréf dags. 18. febrúar 1974 (sjá hér).

Hanson komst sömuleiđis í samband viđ Amado, en Jorge sá ekki fram á ađ geta komist í bráđ til Puerto Rico, ţar sem hann var byrjađur á nýrri bók og hefđi ţví nógu ađ sinna. Ţeir skiptust á fleiri bréfum og Amado ţakkađi Hanson innilega fyrir hugulsemina og međmćlin til Nóbelsverđlaunanna. 

Jorge Amado

Jorge Amado 1912-2001

John heitinn Steinbeck svarađi Hanson skiljanleg aldrei, en sem betur fór var Earl Hanson ekki alveg húmorlaus, ţví hann skýrđi Amado frá ţví ađ hann hefđi sent Steinbeck bréf en ekki vitađ ađ hann vćri látinn: Hanson batt ţví síđustu vonarstrengi sína viđ Halldór Laxness, Reykjavík, Iceland.

Hanson barst loks svar frá Laxness, sem var ódagssett. Hanson átti greinlega ljósritunarvél, eđa hafđi góđan ađgang ađ einni slíkri. Hann skellti bréfi Laxness beint í ljósritunarvólina og sent áfram til Amados og annarra.

Hér má sjá ţađ sem Laxness ritađi Hanson (sjá einnig hér)

Laxness til Hanson

Fyrir utan allt vol Laxness um hve mikla bölvan Nóbelinn hafđi fćrt honum međ hrunda markađi í BNA í kjölfariđ - sem auđvitađ er einhvers konar hótfyndni og skáldskapur ađ hluta til, ţó stundum meini menn ţađ innst inni sem ţeir vćla um í bréfum til ókunnugra manna - ţá er athyglisvert ađ Halldór Laxness taki upp á ţví ađ hafa njósnir af möguleikum Amados fyrir Hanson:

I will be in Stockholm in a forthnight or so, and having some annuated acquaintances ("old chums") in this academy, I will go and find out if Amado has chances. I have your address and I will write you about it.

Laxness gerđi sér vitaskuld ekki grein fyrir ţví ađ Hanson var óđur notandi ljósritunarvélar og sendi bréf hans ut og suđur og áfram til Amados og Alfred Knopfs í New York. 

Laxness I think was always an odd kind of fellow

nobelsverlaunin

 Bölvuđ verđlaunin sem "eyđilögđu" Laxness í Bandaríkjunum, fyrir utan lausasilfriđ.

Hanson furđađi sig mjög á sorgarsögu Laxness um afleiđingar Nóbelverđlaunanna. Ţví svarađi Knopf, en á hann voru runnar tvćr grímur, og hann var hćttur ađ láta Gretchen Bloch ritara sinn svara bréfum Hansons:

Dear Mr. Hanson:

Many thanks for you kind letter of March twenty-seventh. Laxness I think was always an odd kind of fellow, and his letter doesn´t really surprice me. The truth of course is -- and I am quite cetain this is so-- than the only book of his which had any sale to speak of in the English langueage was "Independent People", and this did credit to the taste of American readers at any rate, because Indeed my suspicion (and if I find this is a mistaken one I´ll say so in a postscript) is that only "Independent People" was published over here (Sjá hér).

Kannski fór Laxness bitrum orđum um söluhrun sitt og kennir Nóbelnum um. En metsölubókakjaftćđiđ um Sjálfstćtt fólk  Laxness í BNA sem grasserađi á Íslandi vegna ţess ađ bókin var útnefnd sem "Book of the month" af eigin forlagi (sjá hér og í síđari grein hér á Fornleifi), var alíslensk ímyndun. Book of the Month var aldrei mćlihvarđi á hve vel bćkur seldust í Bandaríkjunum. Nokkrir fagurkerar á bókmenntir völdu bćkur sem ţeim ţótti variđ í og útnefndu sem Book of the Month. Smekkur hins venjulega Kana var hins vegar oft langt frá skinbragđi og gildismati nokkurra listavina, sem margir hverjir voru bornir og barnsfćddir í Evrópu en ekki í BNA.

Hansson rauk beint í ljósritunarvélina og sendi Dr. Austregésilo de Athayde, Presidente de Academia Brasileira de Letras línu og greindi ţ. 18. apríl ađ Laxness hefđi lofađ ađ hafa njósnir af ţví hvađa möguleika Amado hefđi í Nóbelinn. Og bölvun ljósritunarvélar Hansons var einnig dreift til Amado sjálfs, sem fékk ljósrit af bréfi Laxness međ bréfi sem sömuleiđis var sent frá Puerto Rico ţ. 18. apríl (Sjá bréfiđ hér).

Hinn mikla bréfaskriftaţörf Hansons ţann 18. apríl 1974 ćtlađi engan enda ađ taka. Nixon og Watergate-hneyksliđ var ofarlega í hugum manna og greinilega einnig í huga Hansons ţegar hann skrifađi Knopf í nćsta sinn. Í leiđinni leitađi einhvers umbođsađila sem gćti fariđ í gegnum handrit ađ ćvisögu sem hann var ađ skrifa, eđa ćtlađi sér ađ skrifa, sem hann var ađ ţreifa fyrir sér um hjá Knopf. Hanson ritađir:

I was happy to see your name among those who are actively pushing for Tricky Dickie´s impeachment. The younger of my two sons, David who is a professor of Political Science in Western Michigan University, is having a wonderful time, organizing anti-Nixon movements. As a proud Papa I take personal credit for the Republican defeats in that state, including the most recent one. I know that David was there pitching. Now that he has committed the worst possible of political sins -- that of castin a smirch on the GOP -- his impeachment seems nearer. Every Republican member of the Congress will have to vote for it except those who are sold out to the same people who bought Nixon and who, like the President, are no longer their own men, capable of acting according to their personal judgments. 

Here´s for the Swedish Academy showing good judgement in its next award for literature!

"Little men in black pyjama[s]" - hvađa fordómar voru ţetta hjá HKL?

Laxness tók viđ ţessu hressa og hápólitíska áliti Hansons og fór međ bréfiđ međ sér til útlanda. Fyrst var hann í Svíţjóđ, en skrifar bréfiđ í Kaupmannahöfn (Sjá hér) ţar sem hann var gestur á Hotel 3 Falke, (nú Scandic Falconer) í Falconer Centret á Friđriksbergi).

Dear Mr. Hanson:

    From "usually relibale sources" in Stock-

holm I gathered that Sara Lidman was almost unanimously

in favor as this year´s  Nobel Laureate, one more score

for North Vietnam, as this wonderful authoress practically

gave up writing for years because of her devotion to the

cause of "the little men in black pyjama". Some years,

especially if too much leaks out too early about the Aca-

demy´s choice, they would change their minds in middle

stream and pick another man, but I understand that Amado

is not in focus now.

 I am going to Germany now and hope to be in Iceland in the

middle of May. Let us see you both if you are around with

Mrs. Hanson, preferably after Midsummer.

                                    With kind regards,

                                    Halldór Laxness

Laxness hafđi mörgum árum áđur skrifađ um Lidmann (1923-2004) til Auđar konu sinnar. Hver birti ţađ bréf međ leyfi, eins og konan í Vesturbćnum spurđi gjarnan í gamla daga?

Sara Lidmann

Halldór Laxness var greinilega lítt hrifinn af drengjakollum á konum. Me too. Ţćr verđa svo aulalegar eins og karlar međ ţá hártísku, nema ađ viđ séum ađ tala um hina sönnu, bónuđu skalla.

Jú, Halldór Guđmundsson segir frá fundi ţeirra Lidmanns og Laxness í bók sinni um Laxness og vitnar í bréf skáldsins til Auđar. Lýsti Laxness Söru sem snođklipptri bóndakonu upp í sveit, en lét síđan eitthvert djevítis karlrembuálit á Lidmann flakka í pistlinum til Auđar, sem ég er ekkert ađ hafa eftir, ţví ég er ekki međ leyfi fyrir slíku. - En ég er viss um ađ í dag myndu einhverjir hrópa "Metoo" á torgum viđ karlpungaskrifum Nóbelsskáldsins íslenska um snođklipptar konur.

Álit Laxness á Lidmann, sem hann var ađ nefna viđ Hanson á Puerto Rico, var ef til vill keimlíkt áliti Alfreds Knopfs á Laxness (ef "A odd kind of fellow" er haft í huga), eđa álit Laxness á Ţórbergi Ţórđarsyni sem hann sletti sem hinstu kveđju í minningargrein um meistara Ţórberg, en í góđu. Ţá var hćgt ađ hafa skođanir án ţess ađ fólk trylltist á "samfélagsmiđlum". Laxness ritađi:

... Viđ héldum áfram ađ vera vinir í fjarska eftir fall Unuhúss, og á ţá vináttu brá ekki skugga ţó hann vćri sá mađur sem mér hefur fundist einna óskiljanlegast saman settur allra sem ég hef kynst; og honum áreiđanlega sýnst hiđ sama um mig...

Ţarna er kannski kominn innsti kjarninn í ţessum fyrstu bútum mínum um Laxness handa Hannesi og Halldóri.

Who the hell´s Sara Lidman?

Hanson setti strax bréf Laxness og önnur bréf í ljósritunarvélina góđu á Puerto Rico og sendi ţau síđan umsvifaflaust ţann .. maí 1974 til Alfred Abraham Knopfs í New York. Hanson spurđi m.a.:

Do you know Sara Lidman? Have you perhaps published her? I am ashamed that I know nothing about her but, offhand, she sounds to me like a good potential bet as a Knopf author. Just in case you are interested in going after her -- and in case she writes in Danish or Norwegian, I may even try for the job of translating her.

Alfred-A-Knopf

Alfred A. Knopf eldri: Laxness I think was always an odd kind of fellow. Ţar höfum viđ ţađ. Í síđari greinum gröfum viđ ađeins í ţađ álit. Var ţađ FBI, Hoover og Bjarna Ben ađ kenna? Eđa var ţađ bara persónulegt og bókmenntalegt álit útgefanda?

Knopf svarađi um hćl í bréfi dags. 14. maí:

Dear Mr. Hanson:

    Many thanks for yours of May ninth. Laxness´ letter seems to border on the indiscreet. At any rate, I have never seen the Prize awarded to anyone who was rumored ´way in advance to be the most likely recipient.

I am sorry that I have never heard of Sara Lidman, much less published her.  We are setting about trying to find out what we can  [find] out about her.

Alfred A. Knopf bađ ţarnćst trúfastann ritara sinn, Gretchen Bloch, um ađ senda eftirfarandi upplýsingar ţann 24. maí:

    "Mr. Knopf asked me to drop you a line to report that we still have not found anyone who knws anyting about or has heard of Sara Lidman. An the current "Books in Print" does not list any titles of hers available in the English language.

Just for the Hell of it

Leiđ nú og beiđ. Íslendingar héldu upp á Landnámiđ áriđ 874, um sumariđ, ţví ţá var samsćriskenningin um landnám fyrir landnám og stórstöđvar útrásarvíkinga austur á landi og í Vestmannaeyjum ekki búin ađ ná hređjataki á nokkrum fornleifafrćđingum sem ekki hafa lćrt heimilda og lágmarks sjálfsgagnrýni.

Hinn ritóđi Earl Parker Hanson, sem greinilega bráđvantađi blogg eins og ţau sem sumir óđir menn hafa í dag, skrifađi grein sem birtist í blađinu San Juan Star (1. ágúst 1974) um plön sín um ađ um hefja Jorge Amado til skýjanna.

Hanson var líklegast farinn ađ lippast allur í Nóbelshugleiđingum sínum en skrifađi Knopf samt línu ţann 2. ágúst 1974 međ hjálögđu ljósriti af grein sinni í ţví ágćta blađi San Juan Star. Bréfiđ birti ég hér í heild sinni (sjá einnig hér). 

EH 2. august 1974

Eins og helmingur allra Bandaríkjamanna - eđa 48% ţeirra - var Hanson hallur undir samsćriskenningar. Hann var farinn ađ halda ađ ţví ađ Halldór vćri ađ skemmta sjálfum sér á kostnađ ţeirra Knopfs - JUST FOR THE HELL OF IT.

Útgefandinn Alfred A. Knopf, sem sumir Íslendingar telja ađ hafi ekki ţorađ ađ gefa út Atómstöđina í Bandaríkjunum vegna ţess ađ FBI, J. Edgar Hoover, Bjarni Ben og ađrir álíka skuggalegir karkterar beittu sér gegn Laxness og sjálfskipađri hirđ hans á Íslandi - og ţađ ţrátt fyrir meinta, gífurlega velgengni Sjálfstćđs Fólks í Bandaríkjunum - svarađi 6. ágúst 1974.

Knopf var enn ađ hugsa um Söru Lidman. Hann var líklega ađ hugsa um mögulega metsölubók, sem hann gćti loks grćtt eitthvađ á, ef vera kynni ađ vísbending Laxness vćri sönn. Halldór Laxness var hinsvegar afgreiddur sem ćringi uppi á Íslandi, sem skemmti sér međ ţví ađ senda mönnum "hagnýtan brandara":

Dear Mr. Hanson

We have been able to learn nothing about Sara Lidman. However, I would´t put inventing her beyond Laxness

Ţar međ lýkur ţessum allar fyrsta búti í tveimur bitum handa Halldóri Guđmundssyni og Hannesi Hólmsteini. Ađrir bútar og bitlingar koma brátt. Ég vona ađ ćviriturum Laxness, međ og án leyfa, hafi ţótt ţetta nokkuđ frćđandi.

Prívat og persónulega finnst mér uppátćki Laxness gagnvart Íslandsvininum Earl drepfyndiđ. Laxness hefur hćkkađ töluvert í verđi í einkaverđhöll minni.

Nóbelskáliđ hafđi kannski flóknari húmor en margir gera sér grein fyrir. Honum ţótti gaman ađ segja sögur, annars stađar en á bók, og greinilega líka ađ ýta orđrómi um sjálfan sig og ađra úr vör. Viđ vitum, ađ ţegar Laxness skrifađi ýmis ćvisögubrot sín, var sannleikurinn ekki endilega leiđarljósiđ. Ég held ekki ađ nokkuđ skáld geti greint á milli fakta og fíktjónar, og allra síst í sjálfsćvisögum. Ţess vegna eru ćvisögur um skáld ósköp ónákvćmar bókmenntir, sama hvort ţćr eru ritađar af ţeim sjálfum, eđa af öđrum - međ leyfi eđa án ţess.

Einnig tel ég mig sjá, ađ Halldór Laxness hafi veriđ ţreyttur af fólki sem spígsporađi og bukkađi í kringum hann eins og gaggandi hćnur; ađ niđurlotum kominn vegna snobbliđs, sem fannst ţađ eiga hann, og sem gerđi sér ekki grein fyrir ţví ađ rithöfundar hafa lítinn tíma ... ţeir eru ađ skrifa til ađ lifa á ţví. Fólk sem bađ um međmćlabréf til Nóbelsverđlauna-nefndarinnar í Stokkhólmi átti skiliđ sérmeđferđ hjá spaugfyglinu Kiljan. En kannski skjátlast mér.

Laxlecheln

Lok

Ef einhver hefur veriđ ađ velta ţví fyrir sér, hver fékk Nóbelsverđlaunin fyrir bókmenntir áriđ 1974, og eyđilagđi ţar međ alla sölu á bókum sínum í BNA til frambúđar, ţá var ţađ hvorki Amado né Lidmann. Verđlaununum var deilt á milli tveggja vćnna heimalninga, Eyvind Johnson og Harry Martinson. Var nokkurn tíma gefiđ eitthvađ út eftir ţá ágćtu menn hjá íslensku bókmenntaţjóđinni? Sćnska mafían hlýtur ađ vita allt um ţađ. Líkast til veit enginn enn hverjir ţeir Johnson og Martinson eru. En ţeir hljóma óneitanlega eins og lélegt sćnskt bóluefni.


3) Bútar fyrir Halldór og Hannes I - Fyrirspurnin frá Puerto Rico, fyrri hluti

Laxness Tímamynd

Hér í sumar mun ritstjórn Fornleifs af og til skemmta sér í djúpum bókmenntahugleiđingum.

Ţađ gerist afar sjaldan, enda ritstjórnin öll lítiđ gefin fyrir alls kyns uppspuna og lygaverk. Aftur á móti verđur grafiđ frekar djúpt fyrir fornleifafrćđing og hjálparkokka hans, myndu sumir ćtla. Lagi eftir lagi verđur flett úr gleymsku fortíđarinnar međ undirristuspöđum og teskeiđum eins og fornleifafrćđinga er siđur. 

Ađ ţessu sinni skal eigi grafiđ í eitthvađ ómerkilegt kotbýli á afdal. Ég leyfi mér ađ grafa í eitt helgasta vé landsins, meginstöđ íslenskrar menningar, sjálfan Laxness, enda ţarf ég engin leyfi eins og Halldór og Hannes. Hér verđur ţó ekki krufiđ og krukkađ í leyfisleysi eins og Hannes gerđi.

Ég ćtla ađ vona ađ útvarđasveit HÍ í gúmmísellum hvalbeinsturna sinna, eđa enn síđur hlerunardeild afturhaldsboru íhaldsins, fari ekki úr límingunni, ţó ég bćti ýmsu viđ upplýsingar bíógrafara Laxness - ţeirra Halldórs međ leyfiđ og Hannesar hins leyfislausa. Stór verk ţeirra standa fyllilega fyrir sínu, hver á sinn hátt, en ýmislegt vantar upp á eins og oft gerist, og ţá er nú gott ađ ađ hafa fornleifafrćđinga til ađ grafa dýpra. Ég mun bćta viđ nokkrum bútum, sem bókmenntafrćđingar kalla svo, og heimilda skal svo sannarlega getiđ.

Ritstjóri Fornleifs viđurkennir strax og fúslega, ađ hann er enginn Laxness-alfrćđingur líkt og sumir landar hans. Hann hefir aldrei lesiđ Laxness spjaldanna á milli eđa upphátt fyrir konuna mína í rúminu á kvöldin. Hann er ekki einn af ţessum mönnum sem telja sig vita hvađ Laxness hugsađi. Ég er ekki einu sinni međ rykfallinn Laxness uppi í hillu viđ hliđina á Íslendingasögum líkt og margir góđir Íslendingar.

Einnig má taka til, ađ sumt ţađ sem ég hef lesiđ eftir Laxness finnst mér sannast sagna harla leiđinlegt og misjafnt ađ gćđum. En vitaskuld verđskuldađi karlinn Nóbelinn sinn, svo ekki sé minnst á ţjóđina sem hann lýsti.

Ég hef fengiđ gögn í hendurnar sem bćta örlitlu viđ söguna sem menn reyna ađ steypa saman um Laxness, og ég reyni ađ segja frá ţeim af auđmýkt.

Fyrirspurn frá Puerto Rico

Fyrsti búturinn - ja kannski er ţetta vćn sneiđ af ţjóđlegri brauđtertu - fjallar um beiđni sem H.K. Laxness barst snemma árs 1974, vegnar frćgđar sinnar. Ţá hafđi samband viđ Laxness mađur, búsettur suđur á Puerto Rico. Karl sá hét Earl Parker Hanson (1899-1978).

Hanson var eins konar heimsborgari; Bandaríkjamađur ćttađur frá Danmörku, fćddur í Berlín en ólst upp í Milwaukee í Wisconsin. Afi hans og amma höfđuđ flust til Vesturheims, nánar tiltekiđ á flatneskjur Wisconsinfylkis. Sonur ţeirra Albert Hanson (f. 1864) fćddist í Korsřr á Vestur-Sjálandi, áđur en fjölskyldan flutti yfir Atlantsála. Móđir Eeals, Adelaide (Lida) Erika Fernanda Siboni (f. 1870), var komin af ítölskum óperusöngvara sem sungiđ hafđi sig inn í hjörtu Kaupmannahafnarbúa kringum 1800.

Víkingnum í Albert Hansen (Hanson) dauđleiddist í borubćnum Milwaukee og hann strauk á 22. ári til Danmerkur, ţar sem hann kvćntist áđurgreindri Lidu Siboni. Albert leiddist líka í Danmörku, ţar sem hann var viđ verkfrćđinám. Ađ ţví loknu flutti hann til Berlínar ţar sem hann var uppfinningarmađur. Í Berlín fćddist ţeim Hanson-hjónum sonur, sem skírđur var Earl Parker Hanson. Og ţađ var svo mađurinn sem skrifađi Laxness bréf áriđ 1974.

Eerlie in Transformation

Earl Parker Hanson póserar á forsíđu bókar sinnar um Puerto Rico.

Síma-Hanson

Áđur en Laxness kemst ađ, verđur ađ geta ţess, ađ bćđi Albert Hanson og sonur hans höfđu gert stopp á Íslandi.

Albert hafđi sjarmađ heldri manna stúlkur upp úr sauđskinnsskónum ţegar hann dvaldi hér í átta mánuđi áriđ 1885. Var hann ađ sögn sonarins, Earls, sem getur auđvitađ hafa logiđ ţví, kallađur "Fallegi Hanson" af íslenskum kvenpeningi.

Eftir ađ hafa lokiđ verkfrćđinámi í Kaupmannahöfn, og nýfluttur Berlínar, lét Albert sig dreyma um ađ snúa til Íslands á vit ćvintýranna. Ţađ rćttist líka eins og oftast hjá ćvintýramönnum. Skrifađi hann á undan sér til ráđamanna og spurđi, hvort áhugi vćri á ritsímavćđingu í landinu. Menn sýndu ţví lítinn áhuga vegna fjármagnsleysis. Albert fór ţví sjálfur til Íslands og "mćldi fyrir símanum á eigin kostnađ" eins og sonur hans greindi frá í Tímanum áriđ 1977 .

Síđar koma Albert aftur upp til Íslands og mćldi meira. En ţegar loks kom ađ ţví ađ Íslendingar fylltust meiri áhuga á sćstrengjum en ţegar Bjřrnstjerne Bjřrnson hafđi nefnt ţá fyrst viđ Íslendinga, gat Albert Hanson ekki tekiđ verkiđ ađ sér á Íslandi en danskt fyrirtćki mun hafa notađ teikningar hans. Nánar má lesa um fyrstu áratugi rit- og talsímans á Íslandi í Andvara í janúar 1905, ţar sem lítillega er minnst á hlut Hansons í ađ koma til landsins besta hjálpartćki íslendinga, fyrr og síđar, fyrir orđróm, kjaftagang og slúđur.

Sonur Alberts, Earl Parker Hanson, sá er ritađi Laxness bréf, áriđ 1974, var einnig nokkuđ merkilegur karl. Hann hafđi mikla útţrá, líkt og danskir og ítalskir forfeđur hans, og dauđleiddist í Milwaukee eins og nágrannastúlkunni Goldu Mabovitch. En hún kemur ekkert viđ sögu. Vara bara sett hér inn til ađ ćsa sumt fólk upp.

10558966566Earl fór sjálfur til Íslands á 3. áratug aldarinnar, ţar sem hann ferđađist um međ syni konu sem "Fallegi Hanson" hafđi sjarmađ á Íslandi. Sá piltur kenndi honum blautar, íslenskar drykkjuvísur. Earl kunni enn og söng fyrir blađamann Tímans áriđ 1977, er hann heimsótti Ísland ásamt konu sinni.

Hanson hafđi ţekkt Vilhjálm Stefánsson persónulega og skrifađi ćvisögu hans. Ţađ gladdi Íslendinga svo mikiđ ađ Earl Parker Hanson fékk fálkaorđu fyrir áriđ 1953. Annars starfađi hann lengst af fyrir Bandaríkjastjórn og sem ráđunautur í Líberíu í Afríku, í Puerto Rico og í Kanada. Ef ekki vćri fyrir ţessa grein, hefđi hann líklega alveg gleymst eftir nokkur ár.

Aftur ađ efninu

Nú var ég nćrri búinn ađ gleyma mér í ćttfrćđihrauni um Íslandsvininn Earl Hanson.

Erindi Earls viđ Laxness, sem ekki má gleyma, var bókmenntalegs eđlis. Hanson vildi fá stuđning Laxness til ađ hafa áhrif á Nóbelsnefndina í Stokkhólmi. Hann vildi láta hana gefa brasilíska skáldinu og kommúnistanum Jorge Amado (1912-2004) verđlaunin 1974. Amado var í miklu uppáhaldi hjá Hanson og mörgum öđrum. Laxness ţekkti t.d. Amado.

Earl Hansen hefur einhvern tíma snemma árs 1974 haft ţađ á orđi viđ rektor háskólans á Puerto Rico, Arturo Morales Corrión,  hve gott skáld honum ţćtti Amado. Rektorinn skrifađi Hanson og sagđi ţađ prýđisgóđa hugmynd ađ bjóđa honum til Puerto Rico til ađ kynna Amado fyrir eyjaskeggjum (sjá hér).

Earl 1977Hanson (myndin hér til vinstri var tekin af ljósmyndara Tímans, er Hanson heimsótti Ísland haustiđ 1977) rauk ţá strax til og ritađi til forlag sem gefiđ hafđi út eina af bókum hans sjálfs. Ţađ var sama forlag og löngu áđur hafđi gefiđ út Sjálfstćtt fólk í Bandaríkjunum - Alfred A. Knopf Inc. Ţađ var mikill hamur í Hanson, sem var nýrisinn upp úr veikindum. Hann bađ Alfred Knopf um heimilisfang Amados. Forlag Alfred A. Knopfs hafđi nýveriđ gefiđ út eina af bókum Amados.

Einkaritari Alfred A. Knopfs, Gretchen Bloch, kona af gyđingaćttum, eins og ţađ heitir á íslensku, međ kattargleraugu, sendi Hanson heimilisfang Amados um hćl, ţví ţá seldist bók Amados víst ekkert sérstaklega vel í Bandaríkjunum, jafnvel verr en Indipendent People Laxness hér um áriđ.

Ţar sem Hanson líkađi svo vel viđ skrif Amados, stakk Gretchen Bloch upp á ţví í bréfi sínu, ađ Hanson hafi samband viđ Nóbelsnefndina í Stokkhólmi og mćlti međ Amado til bókmenntaverđlaunanna (sjá hér) - og ţađ gerđi Hanson ţegar í stađ ţann 7. febrúar 1974 (Sjá hér).

SteinbeckHanson bćtti um betur og ritađi einnig John Steinbeck (sjá hér), sem sýnir ađ Hansom hafi ef til vill orđiđ Elli kellingu ađ bráđ í nýyfirstađinni sjúkdómslegu sinni. John Steinbeck gekk nefnilega í gegnum sáluhliđiđ á himnum áriđ 1968. Steinbeck svarađi ţví ekki erindi Hansons eftir hefđbundnum leiđum.

Hanson sendir ţvínćst Laxness línu, enda nefnir hann Laxness í bréfi sínu til Nóbelsverđlaunanefndarinnar. Hann biđur Knopf um heimilisfang Laxness, en ritari Knopfs sagđist ekki getađ hjálpađ honum međ ţađ, ţar sem forlagiđ hefđi ekkert samband viđ Laxness lengur.

Earl dó hins vegar ekki ráđalaus og ritađi Laxness, Reykjavík, Iceland utan á bréf sitt til Laxness, enda kominn af dönsku gáfufólki. Og viti menn, Laxness fékk bréfiđ, ţví ţá vissu  allir Íslendingar međ lágmarksgreind hvar hann bjó og ađ hann ćtti hvítan Jagúar, sem var nćsti bćr viđ Rolls Royce.

Sko - takk Illugi J. fyrir ţetta frábćra stílbragđ - bútinn međ bréfaskiptum Hansons viđ Laxness fá ţeir Halldór og Hannes ekki fyrr en í nćstu fćrslu, eftir svona tvo daga, sirkabát. Ţeir mega vitna í ţessa búta mína í endurútgáfum sínum á ćvisögum Laxness, ef ţeir gera ţađ kórrétt. Fjölskylda Laxness má líka hlađa ţessu niđur í leyfisleysi.

Ég er hins vegar enn í vafa um, hvort turnbúar HÍ megi lesa ţessar heitu fréttir. Ći jú. Ţeim verđur vart meint af ţví, en ţeir verđa ađ sćkja um sérstakt leyfi í ţríriti og leggja viđ bólusetningarvottorđ á skrifstofu rektors, ţegar hann kemur úr sumarfríi.


Fađir minn gefur kanínu mótefni fyrir 75 árum síđan

Pabbi og Kanínan á Fríslandi c

Fađir minn Vilhjálmur Vilhjálmsson - ekki söngvari, hefđi orđiđ 95 ára í dag hefđi hann lifađ. En ţađ er meira en aldarfjórđungur síđan hann dó.

Hér er mynd af honum í lok 5. áratugarins. Hann er í heimsókn hjá  dýralćkni og fjölskyldu hans á Fríslandi. Sú fjölskylda var ein af ţremur fjölskyldum sem skutu skjólshúsi yfir pabba í stríđinu. Fram til 1941 bjó pabbi í den Haag og áđur, fyrir 1936, á tveimur stöđum í Amsterdam.

Hér bregđur fađir minn á leik međ kanínu. Hár pabba var mikiđ og rautt, og ekki er veriđ ađ reyna ađ stćla hinn frćga brúđuleikara, Beaker, ef einhver heldur ţađ.

44168517_10214680746164937_7862014798710439936_n-0


Ísland skuldbatt sig - og Ísland sveik

Simone Veil,

Í lok árs 2002 ritađi ég menntamálráđuneytinu stuttan tölvupóst og spurđist fyrir um stefnu í kennslu um helförina (Holocaust / Shoah) á Íslandi, ţ.e.a.s. um evrópsku morđölduna sem margar Evrópuţjóđir steyptu yfir gyđinga og fólk af gyđingaćttum á 4. og 5. áratug síđustu aldar.

Ísland lofađi hátíđlega á ráđstefnu í Stokkhólmi áriđ 2000 ađ hefja frćđslu/kennslu um helförina og sjá til ţess ađ henni yrđu gerđ skil í sögubókum/námsefni sem kennt er á Íslandi.

Frćđsla er besta ráđiđ gegn fávisku

Starfsmađur í Menntamálráđuneytinu, Sólrún Jensdóttir (skrifstofustjóri), svarađi mér í byrjun 2003;(Sjá hér og neđanmálsgrein 44). Eftir ţađ svar ég nokkuđ vongóđur.

En nokkrum árum síđar, ţegar ég hringdi til ađ fylgja eftir fyrirspurn minni og til ađ heyra hvađ gerst hefđi á vakt ráđherranna Tómasar Inga Olrichs og Ţorgerđar Katrínar Gunnarsdóttur - kom greinilega í ljós ađ akkúrat ekkert hafđi gerst. Ég bađ um ađ fá ađ vita međ hvađa hćtti loforđinu hafđi veriđ framfylgt.

En ljós kom ađ Ísland hafđi enn eina ferđina blekkt ađrar ţjóđir. Ég lét ţá skođun mína í ljós í samtali viđ Sigrúnu Jensdóttur, sem ţá fór algjörlega úr böndunum og hellti yfir mig alls kyns ósmekklegheitum og lét m.a. ţau orđ falla ađ "ekki ţurfti minnast neins međan ađ Ísraelsmenn höguđu sér eins og ţeir gerđu".

Sólrún Jensdóttir upplýsti 7. janúar 2003 ađ Ísland hefđi ákveđiđ ađ halda minningardag um Helförina í skólum frá og međ árinu 2003 í samrćmi viđ ákvörđun sem tekin var á fundi sem fór fram  á vegum Evrópuráđsins í Strasbourg 17-19 október 2002. Fundurinn bar heitiđ “Teaching about the Holocaust and Artistic Creation” (sjá hér; Myndin efst viđ ţessa grein sýnir Simone Veil halda erindi á ráđstefnunni).

Algjörlega óhćfir íslenskir embćttismenn

Jens Benediktsson

Ţó ég undirstriki ađ frćđsla um helförina sé ađalatriđiđ, verđ ég ađ geta ţessa ađ Sólrún Jensdóttir fyrrverandi skrifstofustjóri í Menntamálaráđuneytinu er dóttir Jens Benediktssonar guđfrćđings og nasista (1910-1946).

Sólrún hefur sjálf veriđ viđlođandi flokk sem Viđreisn kallast. Sá stjórnmálaflokkur stjórnast af börnum karla, sem á einn og annan hátt tengdust Ţýskalandi nasismans međ félagsskap í nasistaflokki eđa međ veru sinni í Ţýskalandi á stríđsárunum.

Sem dćmi má taka föđur eins stofnanda flokksins, sem nú hefur veriđ settur út af sakramentinu af félögum hans í flokknum.  Fađir formannsins stundađi nám í Ţýskalandi nasismans og vann á góđum Reichsmarkslaunum  fyrir alrćmda verksmiđju í Ţýskalandi sem notađi ţrćla sem vinnuafl (sjá hér).

Sólrún hefur um langt skeiđ veriđ stjórnarmađur í íslenska Richard Wagner-félaginu. Minningu Wagners hefur Sólrún eflt meira í frístundum sínum en hún efldi minninguna um helförina í opinberu starfi sínu. Eins og flestir vita var Wagner blessađur gerđur ađ undirleikara í helförinni (algjörlega óviljugur), enda Hitler mjög hrifinn af tónlist hans - en kannski ekki á sama hátt og félagsmenn í Richard Wagner félagsskapnum á Íslandi.

Nú, aftur ađ svikum Íslands, lands sem EKKI hefur hafiđ frćđslu um helförina líkt og ríkistjórn landsins lofađi fyrir rúmum tveimur áratugum síđan. Ég tel ađ augljóst samband sé á milli ţeirra svika/gleymsku og ţess ţegar gyđingahatriđ blossar upp á Íslandi í hvert skipti og öfgamenn hefja árásir á Ísraelsríki.

Öfgamennirnir vilja útrýma gyđingum í Ísrael sem og gyđingum annars stađar. En gleymum ekki, ađ ţegar sumir Íslendingar fara algjörlega úr límingunni og tjá sig um ađ "Hitler hefđi átt ađ ljúka ćtlunarverki sínu" og álíka óţverra og styđja viđ samtök sem hafa útrýmingu ţjóđar á stefnuskránni er ţađ kannski vegna ţess ađ frćđslunni í landinu er ábótavant. Fólk er illa upplýst, skólarnir og Menntamálaráđuneytiđ hafa brugđist. Ţví segir fólk óyfirvegađ hrćđilega hluti sem ţađ myndi ekki gera, ef ţađ ţekkti sögu 20. aldar.

Lengi vel var lítiđ minnst á helförina í kennslubókum um sögu Evrópu á 20. öld og hve lítilfjörlegt ţađ efni var má lesa um í stuttri en hnitmiđađri skýrslu frá Háskólanum á Akureyri frá 2004, Report on Holocaust education in Iceland (sjá hér).

Börnin hafa svo sem fyrir ţeim er haft - en ţegar skólakerfiđ bregst og ráđuneytin svíkja alţjóđlega loforđ er ekki nema ađ vona ađ hatur á gyđingum sé enn landlćgt í sumum afkimum valdastéttarinnar á Íslandi, ţar sem pabbastelpur og -strákar, jafnt til hćgri og vinstri, stjórna landinu ađ gamalli venju í gamla ţjóđrembustílnum.

Gaman vćri ađ sjá, hvađ íslensk yfirvöld hafa gert til ađ efla kennslu um helförina í grunnskólum og framhaldsskólum.

Ég veit ađ háskólinn á Akureyri hefur reynt ađ kenna um helförina og áriđ 2006 var haldin ráđstefna um helförina á Akureyri, ţar sem mér var bođiđ ađ taka ţátt. Sérfrćđingur um sögu 20. aldar og helförina, sem er prófessor á Akureyri, Markus Meckl hefur sýnt málinu mikinn áhuga.

Ţađ eru ekki bara börnin sem vita lítiđ um mestu ódćđisverk 20. aldar. Kannski hafa Íslendingar aldrei haft áhuga á sögu annarra en sjálfra sinna. Ţađ grunar mig. 

Ţegar ég hugsa um ţessa hluti, ţakka ég mínu sćla fyrir ađ Íslendingar búa á eyju. Ţađ hefđi orđiđ ljótur vígvöllur ef nasistagerpin á Íslandi hefđu búiđ nćr átrúnađargođinu sínu.

Ég verđ ađ nefna ađ nokkrir alţingismenn hafa reyndar óskađ eftir árlegum minningardegi um helförina. Sjá hér. Ţađ er prýđileg ef úr verđur, en ţegar sömu ţingmenn lýsa yfir stuđningi viđ öfl eins og Hamas, eru slíkar óskir vitanlega alls endis óskiljanlegar og jafnvel afar ósmekklegar.

Samfélag gyđinga á Íslandi, undir vćng Chabad-samtakanna, hefur haldiđ minningardag í janúar sl. 2 ár í samstarfi viđ sendiráđ fjögurra landa á Íslandi. Síđara áriđ (2021) var athöfnin án gesta en henni var streymt. Fyrsta áriđ var ég viđstaddur. Gyđingahatarar misnotuđu ţá athöfnina sem fór fram í pólska sendiráđinu í Reykjavík (sjá hér). Fjölmiđlar á Íslandi ákváđu ađ ţaga um ţann hluta athafnarinnar, alveg eins og fjölmiđlar ţögđu samtaka um stríđsglćpamanninn Evald Miksons (Eđvald Hinriksson),sem stóđ ađ morđum á gyđingum í Eistlandi. Ađeins einn blađamađur hafđi siđferđislegan styrk til ađ segja frá. Ţađ var Ţór Jónsson, en sumir yfirmenn hans höfđu í hótunum viđ hann fyrir ađ gera ţađ. 

Og enn er logiđ...

Hér má lesa hvernig nýir embćttismenn á Íslandi ljúga ađ hluta til ađ Evrópuráđinu í skýrslu áriđ 2019. og hver stefnan er í raun, ţvert á ţađ sem lofađ var áriđ 2003. Kannski er lygin ekki ćtlunarverk og líklegast ţekkja ţeir sem vinna fyrir Ísland í Evrópuráđin ekki sögu sína.

Mađur neyđist ţó til ađ spyrja hvađa embćttismađur hefur framreitt ţessar lygar fyrir Evrópuráđiđ - og ekki síst hvađa ráđherra hefur lagt blessun sína yfir bulliđ (Ţađ var reyndar hún Lilja Alfređs, sem ekki tímdi ađ bjóđa fyrsta gyđingnum sem fćddist á Íslandi á 80 ára afmćli hans. Honum var vísađ úr landi af flokksfélögum hennar). Ég mun hafa samband viđ Evrópuráđiđ og fá nauđsynlegar upplýsingar, ef blókin sem skrifađi ţetta gefur sig ekki fram og skýrir mál sitt.

Helförin er ekki framandi Íslendingum. Gyđingar voru sendir úr landi frá Íslandi međ ţeim skilabođum til danskra yfirvalda, ađ ef ţau vildu ekki vernda gyđinga ţá sem Íslendingar sendu úr landi, vćri Ísland viljugt til ađ borga fyrir ađ senda flóttafólkiđ áfram til Ţýskalands. Íslensk yfirvöld frömdu einfaldlega glćp. Í dag segjast yfirvöldin ekkert vita og ekkert muna, međan flokkur forsćtisráđherrans langar ađ minnast helfararinnar. En sami flokkur lýsir yfir stuđningi viđ öfl sem ćtla sér ađ útrýma gyđingum og ríki ţeirra Ísrael.

Hluti af ţví gyđingahatri sem menn svala sér og öđrum međ í "stuđningi" sínum viđ öfgasamtök Palestínuaraba, er ósköp einfaldlega íslenskum yfirvöldum ađ kenna. Ţau hafa trassađ frćđslu sem ţau höfđu lofađ ađ veita - frćđslu sem hefđi getađ komiđ í veg fyrir öfgar fólks sem styđja útrýmingu eina lýđrćđisríkisins fyrir botni Miđjarđarhafs.

Lágt er flogiđ og mikiđ logiđ.

Mitt framlag:

Höfundur ţessarar greinar hefur aldrei sćtt sig viđ ađferđ íslenskra stjórnvalda ađ ţaga mál í hel. Ađ bestu getu hef ég reynt ađ gera ţví skil, hvernig Ísland tengdist helförinni beint eđa óbeint.

productKafli í bókinni Medaljens Bagside (sem má finna á nokkrum bókasöfnum á Íslandi) er helguđ Íslandi. Hér má einnig lesa grein um sögu gyđinga á Íslandi og í bókinni Antisemitism in the North má lesa grein eftir mig um gyđingahatur á Íslandi. Frćđsla er eina vopniđ gegn gyđingahatri. Ísland hefur hingađ til komiđ í veg fyrir frćđslu um efniđ, ţó landiđ hafiđ hátíđlega lofađ öđru.

 

Vinsamlegast lesiđ einnig ýmsa ţćtti um íslenska nasista sem ekki hafa birst annar stađar áđur, hér á dálkinum til vinstri. Ég gćti kannski veriđ ađ skrifa um pabba ykkar.


My Daddy was a Soldier Boy

IMG_20210529_0002 b

But only for a very short while. Og eiginlega ţyrfti ţessi saga ekki ađ vera mikiđ lengri. Herskylda föđur míns var afar stutt. Hann sagđi mér ađ hann hefđi óttast mjög ađ vera sendur til Indónesíu. En ţar sem hann var sonur ekkju og hafđi ţolađ ýmislegt óţćgilegt á árunum 1940-45, var hann undanţeginn ţví ađ verđa sendur í stríđ í nýlendum Hollendinga.

IMG_20210529_0007 dFađir minn henti gaman ađ herskyldu sinni. Hann gat, ađ eigin sögn, ekki gengiđ í takt, var einstaklega léleg skytta og tókst ađ laska trukk sem var veriđ ađ reyna ađ kenna honum ađ aka. Hann bakkađi út í skurđ, eyđilagđi skurđinn, trukkinn og sitthvađ fleira. Mannfall varđ sem betur fór ekki. Ţá var hann settur inn á skrifstofu, ţví hann var góđur ađ leggja saman og deila og gat vélritađ eins og hríđskotabyssa. Síđar var hann í lok herskyldunnar sendur til Parísar ţar sem hann var skrifstofublók og frímerkjasleikir hjá hernađarsendifulltrúanum í hollenska sendiráđinu, ţví hann var ađ sögn góđur í frönsku.

Pabbi i Paris b

Afi minn (sjá s.l. hérna), sem meldađi sig í herinn međ metnađi, eftir meira en ţúsund ára hernađarandstöđu í fjölskyldunni, hefđi ekki veriđ stoltur af hermennsku pabba. Ţeir voru afar ólíkir feđgarnir ađ ţví er sagan hermir.

WILLEM FLOKKUR A fćrdigreduceret mindre skćrpet

Litli karlinn međ háa hattinn er afi. Hann stóđ á tánum.

Fornleifur er hins vegar afar herskár og ţađ mun ekkert minnka međ árunum, nema síđur sé. Vopnabúriđ er stórt.

IMG_20210529_0009 f

Hérna er pabbi í friđsamlegri pósisjón, nćrri öndum í díki.


Erlendur aftur genginn

193315880_10225666637510904_1084081600680305205_n

Hulda Björk Guđmundsdóttir fornleifafrćđingur, kennari og hundasérfrćđingur hefur undanfarnar vikur veriđ ađ grafa sig niđur í bćjarhauginn á Árbćjarsafni. Á fasbók sinni sýnir hún fólki myndir af áhugasömu sauđfé, sem horfir furđu lostiđ upp á mannfólkiđ grafa ofan í jörđina í stađ ţess ađ bíta hina safaríku tuggu sem ţarna vex ofan frjósamri torfunni.

Međal glápandi sauđpeningsins er Erlendur afturgenginn, athyglissjúkur ţríhyrndur hrútur međ mórauđan sauđasvip. Ég leyfi mér ađ rupla mynd Huldu af Erlendi.

Hrađskreitt og ólygiđ andaglas Fornleifs, sem eitt sinn átti amma dr. Bjarna F. Einarssonar, segir mér ítrekađ ađ ţarna sé genginn aftur hrúturinn Erlendur sem Fransmenn keyptu og fluttu úr landi á 18. öld ásamt ánni Vigdísi (međ ćrinni fyrirhöfn) og hundinum Snata, sem síđar breytti nafni sínu í Seppý. Erlendur endađi líf sitt í París og lenti í mikilli kássu sem borin var fram í Bastillunni, eftir ađ hann hafđi veriđ frćgur pinup-hrútur í dýrafrćđibókum í Frakklandi. Endalok Vigdísar voru, samkvćmt nýjustu rannsóknum mínum, meira á huldu, enda var hún heldur engin kótiletta lengur, ţegar hún sneri aftur í Sauđlauksdal eilífđarinnar eftir farsćl fyrirsćtustörf í Frans.

Myndin hér fyrir neđan er úr hrútakofa Fornleifssafns, ásamt öđrum fornum dýrafrćđimyndum af Íslendingum og fé ţeirra. Sjá enn fremur hér.

Hruturinn Erlendur b


Tímasetningar "biblíuumslags" og "biblíubréfs"

Biblíufréfiđ

Ţjóđskjalasafniđ gaf í dag frá sér ţessa yfirlýsingu, ţví safniđ hefur nú komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ verđmćtt og margumtalađ umslag, sem jafnan er kallađ Biblíubréf, sé ríkiseign. Eiginlega er Biblíubréfiđ umslag, en Ţjóđskjalasafniđ telur sig hafa bréfiđ sem í ţví var undir höndum. Safniđ hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ umslagiđ hafi hugsanlega veriđ tekiđ ófrjálsri hendi.

Ţessi skýrsla Ţjóđskjalasafnsins stendur ađeins í hálsinum á mér og sendi ég ţví eftirfarandi fyrirspurn til Ţjóđskjalasafni, nánar tiltekiđ ţeirra starfsmanna sem manni var bent á ađ hafa samband viđ í tilkynningu safnsins.

Sćl veriđ ţiđ Hrefna og Njörđur

Ég var ađ hlusta á fréttir í dag í Útvarpinu og heyrđi frétt um yfirlýsingu Ţjóđskjalasafns varđandi Biblíubréf svokallađa, í framhaldi af ţćtti sem nýlega var sýndur á RÚV - sem ég hef ţví miđur ekki séđ, ţar sem ekki er hćgt ađ horfa á hann erlendis.

Ég las aftur á móti mjög vel ţađ sem Ţjóđskjalasafniđ hafđi til málanna ađ leggja. Mig langar ţess vegna ađ spyrja, hvernig stendur á ţví ađ bréfiđ sem ţiđ teljiđ hafa veriđ inni í Biblíuumslaginu er dags. 30. september 1874, en bréfiđ sem ţiđ viljiđ tengja ţví er er póststimplađ ţann 22. október 1874.

Ef ţiđ skođiđ Alţingisbréfiđ (sjá hjálög mynd) er ljóst ađ frímerkiđ var stimplađ 22. október 1874. Bréfiđ sem sérfrćđingar Ţjóđskjalasafns telja ađ hafi veriđ í ţví umslagi er dagsettu 30. september 1874.

Getiđ ţiđ skýrt ţessa seinkun á sendingu bréfsins sem er undirritađ 30.9. 1874. Beiđ Landsfógeti međ ađ senda 2. sendingu í 22 daga eđa voru stimplar pósthússins í ólagi? Ja, kannski var Óli Peter Finsen póstmeistari á fylleríi.

Međ góđri kveđju,

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ritstjóri á Fornleifi https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/

Ég lofa ađ skýra fyrir lesendum Fornleifs, ţađ sem Ţjóđskjalasafniđ skýrir út fyrir mig, um umslag sem er stimplađ 22. október 1874, međan ađ bréfiđ sem Ţjóđskjalasafniđ telur ađ hafi veriđ í umslaginu er frá 30. september 1874.

Kannski hafa lesendur Fornleifs góđar skýringar? Kannski er önnur Pfizer sprautan eitthvađ ađ rugla mig í ríminu? Fjandakorniđ nei, ţađ er meira hálfur mánuđur síđan ađ ég fékk hana og ég hef ekkert fundiđ fyrir heilatöppum.

Viđbót 14.5. 2021

Ţjóđskjalasafniđ hefur vinsamlegast svarađ erindi mínu:

Heill og sćll Vilhjálmur

Til ađ svara fyrirspurn ţinni. Samkvćmt bréfadagbók sýslumannsins í Árnessýslu barst bréfiđ frá landfógeta dags. 30. september 1874 til sýslumannsins 30. október sama ár. Samkvćmt bréfadagbókinni virđast 28 bréf hafa borist ţennan dag til sýslumanns og eru ţau dagsett frá 14. september til 27. október 1874. Ţessi bréf eru skráđ á ţrjár blađsíđur í bréfadagbók sýslumanns. Ég lćt fylgja međ ljósmynd af síđunni sem bréfiđ frá 30. september 1874 er skráđ á (nr. 526) og ađra mynd ţar sem betur má lesa fćrsluna fyrir bréfiđ frá 30. september 1874. Ţú sérđ ađ í dálki lengst til vinstri er móttökudagsetning bréfanna en í dálki lengst til hćgri er dagsetning bréfanna. [Sjá myndir hér og hér]

Rétt er ađ benda á ađ samkvćmt athugun Ţjóđskjalasafns er hiđ svokallađa „Biblíubréf“ ekki umslag heldur er ţađ hluti af bréfi til sýslumannsins í Árnessýslu dags. 30. september 1874 frá landfógeta. Sá hluti sem hefur veriđ nefndur „Biblíubréfiđ“ hefur veriđ klipptur eđa skorinn af bréfi landfógeta. Venjan var ađ bréf voru skrifuđ á sambrotnar arkir ţar sem innihald bréfsins var skrifađ á fremra blađ arkarinnar og utanáskrift bréfsins, ţ.e. nafn móttakanda, aftan á síđari hluta arkarinnar. Síđan var bréfiđ brotiđ saman á tiltekinn hátt, ţađ innsiglađ međ lakki og ţrykkt á ţađ skjaldarmerki embćttisins sem sendi bréfiđ og frímerki síđan límt á ţá hliđ eftir atvikum. Á bréfi landfógeta til sýslumannsins í Árnessýslu dags. 30. september 1874 má enn sjá brot í bréfinu og hvernig ţađ hefur veriđ brotiđ saman. Til samanburđar birti Ţjóđskjalasafn mynd af sambćrilegu bréfi frá landfógeta til sýslumannsins í Árnessýslu dags. 24. október 1874 ţar sem sést vel hvernig sambrot voru á ţessum tíma.

Međ kveđju,

Njörđur Sigurđsson, sviđsstjóri skjala- og upplýsingasviđs

Ţjóđskjalasafn Íslands

Laugavegur 162, 105 Reykjavík

Sími 590 3300 / 590 3322

 


Mont seint á mánudegi

Cover_vind_41_600px 

Ég leysti nýlega ţíđan vind i Hollandi. Ađ ţví tilefni langar mig ađ benda lesendum Fornleifs, sem geta lesiđ hollensku, á tímaritiđ VIND, sem kemur út 4 sinnum á ári hverju.

VIND (sem boriđ er fram Find) er tímarit um listir, sögu og fornleifar og hefur ţađ mikla útbreiđslu og vinsćldir í Hollandi. Greinar í ritinu er jafnt um efni frá Niđurlöndum sem öđrum löndum. 

Ritiđ er í mjög háum gćđum, enda er prentverk í sérflokki í Hollandi eins og margir vita. Ritiđ er heldur ekki dýrt, eđa 12.50 evrur út úr búđ. Fyrir 1893 ISK fćr mađur nú međ VIND 41, 210 blađsíđna rit í hágćđum. Ritiđ er 950 grömm ađ ţyngd. Ţađ er ţví sums stađar orđiđ dýrara ađ senda slíkt rit stakt í pósti á hinum mikla hnignunartíma eđlilegra póstsamgangna en ađ kaupa ţađ. Ţađ eina sem kannski letur Íslendinga til kaupa á ţessu ágćta riti er ađ ţađ er á á hollensku. En sífellt fleiri Íslendingar eru meira en mellufćrir á ţví góđa tungumáli og sagt er ađ Íslendingar séu međ eindćmum listrćnir og góđir tungumálamenn. VIND er tilvaliđ rit fyrir fagurkera, sem nenna ađ hafa fyrir ţví ađ stafa sig fram úr 2-8 blađsíđna greinum á niđurlensku.

Ritstjóri Fornleifs hefur tvisvar skrifađ grein í ritiđ um efni sem tengja Ísland, Norđurlönd og Holland saman. Ţriđja greinin er á leiđinni, fjórđa er í forvinnslu og fimmta greinin er farin ađ gerjast í höfđinu á mér. Svo er einnig í frásögur fćrandi ađ titstjóri Fornleifs var nefndur í ritstjórnargrein ritsins um daginn (sjá hér). 

Ég set hér hlekk á heimasíđu VIND ef einhver ađdáandi lista hefur áhuga á góđu riti og ađ lćra nýtt tungumál, t.d. ef menn stefna ađ ţví međ tíđ og tíma ađ verđa menningarlegir íslenskir embćttismenn í Brussell. Nýjasta grein mína (rétta próförk) í ritinu getiđ ţiđ lesiđ hér, en síđutölin eru röng; í lokaútgáfu ritsins er greinin á blađsíđum 50-57, en annars er greinin á allan hátt sú sama.


Fađirvoriđ á 1. maí

Fađirvoriđ Fornleifur

Ritlingurinn, sem ţiđ sjáiđ hér fyrir ofan, ber titilinn Fađirvoriđ og fleiri Sögur úr "Ţriđja Ríkinu".

Í tilefni dagsins getiđ ţiđ flett honum hér eđa lesiđ, ţví ţetta er nefnilega nokkuđ merkilegur pési.

Ekki er bćklingur ţessi, nú orđiđ, mjög algengur í íslenskum bókasöfnum samkvćmt Gegnir.is. En ţótt furđulegt megi virđast er hann til í erlendum bókasöfnum, t.d. á háskólabókasafninu í Leeds á Englandi ásamt fjölda ritlinga kommúnista á Íslandi. 

Góđur vinur minn sagđi mér frá pésanum nýlega og ég náđi ţegar í eintak hjá bókabjörgunarmanninum Bjarna Harđarsyni á Selfossi.

Ritlingur ţessi var kostađur af Sovétríkjunum til ađ upplýsa fólk um eđli nasismans. Hann var gefinn út á ýmsum tungumálum. Í kverinu er ađ finna 5 örsögur og hlutar úr frásögnum eftir 4 höfunda/frásagnarmenn; ţá Johannes R. Becher, Peter Conrad, G.P. Ulrich og S. Gles.

soviet-flag-11

 

csm_10886x_ba2c5dae26Peter Conrad var betur ţekktur sem Anna Seghers (1900-1983), sem var reyndar einnig dulnefni konu sem upphaflega hét Anna (Netty) Reiling. Hún var af gömlum ţýskum gyđingaćttum frá Mainz í Ţýskalandi. Sjá meira um ţá merku konu hér. Um Johannes R. Becher og S. Gles (Samuel Gleser) getiđ ţiđ lesiđ neđst, en ég verđ ađ viđurkenna ađ ég veit enn ekki hver G. P. Ulrich var, en nafniđ er vafalaust höfundarnafn.

stefan_ogmundssonBćklingurinn var líklega gefinn út áriđ 1935 á Íslandi, en ţađ vantar ártal. Prentsmiđjan Dögun í Reykjavík er sögđ hafa prentađ bókina og útgefandi er Baráttunefndin gegn Fasisma og Stríđi.

Stefán Ögmundsson (1909-1989) prentari stofnađi Prentsmiđjuna Dögun í Reykjavík og rak hana árin 1933-1935. Hann seldi ţá prentsmiđjuna til hlutafélags er hćtti störfum skömmu síđar en Prentsmiđja Jóns Helgasonar keypti vélarnar.

Prentsmiđjan Dögun prentađi ýmsa bćklinga og blöđ fyrir vinstri vćng verkalýđsstéttarinnar á Íslandi,svo sem Rauđa fánann og Sovétvininn. Síđar var Stefán einn af stofnendum Prentsmiđju Ţjóđviljans og vann ţar 1944-1958 og var prentsmiđjustjóri frá 1948. Stefán var formađur Hins íslenska prentarafélags um tíma og varaforseti Alţýđusambands Íslands 1942-1948. Hann var einnig formađur Menningar- og frćđslusambands Alţýđu sem gaf út ýmis merk rit. Sjá nánar um Stefán hér.

EInar OlgeirssonBaráttunefndin gegn Fasisma og Stríđi var líkast til hluti af Kommúnistaflokki Íslands á 4. áratug síđustu aldar. Ţađ upplýsir ađ minnsta kosti háskólabókasafniđ í Leeds á Englandi, sem einhverra hluta vegna er betur búiđ af ritlingum íslenska Kommúnistaflokksins en blessuđ Ţjóđarbókhlađan (sjá hér).

Mig grunar ađ félagi Einar Olgeirsson (hér til vinstri) hafi haft eitthvađ međ ţetta rit ađ gera, en ţigg allar upplýsingar um ţađ, ef svo er ekki.

Hér á baráttudegi okkar alţýđumanna (byltingin er á nćsta leyti) er viđ hćfi ađ minnast tveggja ţeirra höfunda sem rituđu smásögurnar í ritlingi Baráttunefndar gegn fasisma og stríđi:

167096155_855015991714051_4827647388414356739_nS. Gles hét réttu nafni Samuel Glesel (1910-37) og var gyđingur fćddur í Chrzanów syđst í Póllandi, en ólst upp í borginni Gotha í hjarta Ţýskalands. Ungur ađ árum gerđist hann rithöfundur og bjó um tíma í Berlín, en áriđ 1932 flutti hann ásamt sambýliskonu sinni til Sovétríkjanna. Í trú um ađ hann myndi gera heiminn betri ćtlađi hann ađ búa ţar og hjálpa til viđ uppbyggingu landsins. En Adam var ekki lengi í Paradís. Áriđ 1937 féll Glesel í ónáđ í Moskvu. Honum var bannađ ađ vinna og varđ ađ lokum fórnarlamb ţeirra hreinsana Stalíns sem kallađar voru "Ţýska átakiđ" (Deutche Operation). 

Ţann 5. nóvember 1937 var Glesel tekinn af lífi ásamt 98 öđrum kommúnistum ćttuđum frá Ţýskalandi. Flestir ţeirra voru reyndar gyđingar enda Stalín gyđingahatari.

Margir ţeirra voru af gyđingaćttum. Líkum ţeirra var varpađ í fjöldagröf í Lewaschowo í grennd viđ Leningard (Sankti Pétursborg). Fjölskylda Glesels lenti ţrćlavinnubúđum. Sonur hans Alexander ađ nafni, sem lifđi ódćđi Stalíns af, fékk áriđ 1956 skýrslu um dauđa föđur síns í hendur. Ţar hafđi dánarorsökin veriđ fölsuđ. Ţađ var ekki fyrr en 1990 ađ hiđ rétta kom í ljós. Glesel hafđi orđiđ fyrir barđinu á ţeirri byltingu sem hann brann fyrir. En Byltingin étur stundum börnin sín eftir ađ glćpamenn hafa stoliđ byltingunni.

Johannes R BecherJohannes R. Becher (1891-1958) var heppnari en Glesel. Hann slapp lifandi úr hreinsunarćđi Stalíns og félaga. Becher fćddist í München og var sonur dómara.

Becher var vćgast sagt mjög dramatískur ungur mađur. Áriđ 1910 ákvađ hann ađ binda enda á líf sitt međ vinkonu sinni Fanny Fuss, sem hann hafđi kynnst fyrr ţađ ár. Becher skaut hana og sjálfan sig, en hann lifđi skotiđ af. Fađir hans, dómarinn, bjargađi honum frá aftöku međ ţví ađ láta hann lýsa yfir geđveiki. Hann losnađi samt fljótt úr haldi og hóf nám viđ háskólann í Jena í lćknisfrćđi og heimsspeki áriđ 1911. Hann losnađi undan herskyldu vegna heróínfíknar og sálrćnna vandamála, en fór ađ gćla viđ kommúnisma og gerđist félagi í fjölda samtaka, međal annars í flokki Óháđra Sósíaldemókrata. Síđar (1918) varđ hann međlimur Spartakistahreyfingarinnar í Óháđa Sósíaldemókrataflokkun (USPD), en sú hreyfing hvarfađist ađ lokum viđ Kommúnistaflokk Ţýskalands (KPD). Um skeiđ yfirgaf hann flokkinn, óánćgđur međ tök hans á "Ţýsku byltingunni", en meldađi sig svo aftur í KPD áriđ 1923.

Becher var settur á svartan lista eftir Reichstags-brunann áriđ 1933 og yfirgaf Ţýskaland. Hann hélt til Zurich og Parísar og ól manninn í umhverfi byltingarsinnađra listamanna. Áriđ 1935 flutti hann búferlum til Sovétríkjanna eins og margir međlima KPD.

Í Moskvu fékk hann vinnu sem ritstjóri innflytjendablađsins Die Internationale Literatur-Deutcsche Blätter og varđ međlimur í Miđnefnd KPD í útlegđ. En ţađ var ađeins skammlífur vermir, ţví skyndilega varđ hann fyrir barđinu á Stalín og kumpánum hans, sem ásökuđu hann um ađ hafa sambönd viđ engan ófrćgari en Leon Trotsky.

Sumir telja ađ Becher hafi lifađ af "hreinsanir" Stalíns, ţar sem hann hafi gerst uppljóstrari um ađra meinta pólitíska samsćrismenn gegn Stalín. Ég ţekki ekkert sem styđur ţćr skođanir sumra höfunda. Honum var áriđ 1936 bannađ ađ yfirgefa Sovétríkin. Hann lagđist í ţunglyndi og reyndi ađ fyrirfara sér. Hann var sendur í útlegđ til Tashkent áriđ 1940, en var kallađur aftur til Moskvu ţar sem hann varđ einn af stofnendum Landsnefndarinnar fyrir Frjálst Ţýskaland.

Eftir stríđslok hélt hann aftur til Ţýskalands međ stjórn KPD og settist ađ í Berlín. Ţar stundađi hann ritstjórn og útgáfu, en reis samtímis til ćđstu metorđa í ţýska Kommúnistaflokkunum.

Stofnun í bókmenntafrćđum var opnuđ í nafni hans viđ háskólann í Leipzig og hann var settur Menntamálaráđherra Austur-Ţýskalands árin 1954-1956. En sól hans settist skjótt bak viđ rauđu tjöldin í Berlín. Hann var settur af, ţví hann var í ellinni farinn ađ hallmćla blessuđum sósíalismanum. Hann skrifađi handrit ađ bók um ţćr skođanir sínar og reit ţar um sósíalisma sem grundvallarvillu (Grundirrtum meines Lebens) vegar í lífi sínu. Bókin sú var ekki prentuđ fyrr en 1988, 30 árum eftir dauđa hans. Ţannig var nú kommúnisminn í DDR, sem dó hćgum dauđdaga, ţar sem gráđugir kommísarar höguđu sér eins og kommísarar (les: ţjófar) gera alls stađar, líka ţar sem kapítalisminn er viđ völd. Ţađ ţarf ekki nema rotiđ eđli glćpamanna til ađ eyđileggja hina bestu isma... ja bćđi trúarlega og ţá hugsjónarlegu.

Ţannig er ţađ nú.

Baráttukveđjur á degi alţýđu, og ţeir mćttu nú alveg vera fleiri!

thumb_large_79f44771d3f000a7b3d0


The true Nature of the Norwegian Bucket-men

Břttebeslag2

By Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

The most famous "Bucket-man" of Norway (fig. 2) can be found on a bucket mount in the Oseberg long ship burial, which is dated to ca. AD 834. The mount is in the shape of a sitting man with closed eyes. In front of him is a rectangular board, looking very much like a gaming-board of some sort.

The miniature board-man is a so called escutcheon (a decorated disc or mount, supporting or covering the handles finial attachments on hanging bowls or buckets).

Radiocarbon dates obtained from the bones of one of two women´s buried a Oseberg are poor, partly because of great disturbance of radiocarbon 13 and 14 around 800 AD. The BP ages of two measurements are 1220+/-40 and 1230+/-40, which when calibrated support vaguely the more reliable dendrochronology dates from the burial tent timbers that show us the tent on the deck of the Oseberg burial ship was constructed in 834 AD.

Oseberg

Fig. 2. The bucket-man of Oseberg.

Buddhas on the bucket - hardly - which doesn´t make them Irish.

The original interpretation for the figure proposed it was the Buddha meditating with his eyes closed and in a locked lotus pose. That assumption has changed and now the bucket-man with the geometric board is interpreted as Irish relics, nicked by the Vikings in Ireland around AD 800. Some scholars believe these allegedly Irish mounds are even older than that.

It seems to me that many things in Ireland are dated somewhat earlier then elsewhere, and that the Jazz was even invented in County Kerry - some call it Green nationalism.

So without dates and real parallels from Ireland, I am not buying an Irish origin for the Norwegian Bucket-men, nor a date before 800 AD.

Rin

 

Fig. 3  Crucifixion plaque from Rinnagan near Athlone.

In a recent article (see here) some stylistic arguments for an Irish origin of the Bucket-Buddha of Norway are presented with e.g. a crucifixion plaque from St John´s, Rinnagan, near Athlone in Ireland (presumably late 7th century AD) and a figure of a man in a cloak, the so called "Man of Matthew"  in the Book of Durrow (folio 21v), which is dated to 650-80 AD.  Neither suggestions are convincing for the interpretation of the interpretation of the Norwegian "Bucket-Buddhas"

Matt

Fig. 4 Late 7th ? century manuscript.

Another insular find, and a more convincing uncle of the Oseberg "Buddha" is a bronze mount from Cumbria, England (see fig. 8). The mount is a stray find dated to the 8th century.

A new Grand-master from Stjřrdal, A Buddah, bucketeer or a local board-player?

index dfgsgQuite recently a mount from a bucket, or more likely another implement (see the photograph at the beginning of this article and the one left/fig. 5), was found by a Norwegian metal-detectorist in Stjřrdal in Trřndelag (Ţrćndalög) in Norway.

The Norwegian Media has been full of photos of the unconserved artifact and the Viking-people around the world are frolicking.

It is difficult to see whether the new member of the Norwegian Bucket-family is a mount for a bucket, or something entirely different, for instance a belt mount.

S2

Fig. 5-6 (and 1) A Mount recently found in Sjřrdal, Trřndelag, Norway.

A different interpretation:

To be a little untraditional, I am going  to apply a gender approach and some queering on this solution.  - - No, just kidding. I´m too old to have experienced that era in Norse Archaeology.

MyklebostadInstead of explaining the "strange" and "unexplained" as Eastern influx, Irish origin or queering the mounts from Oseberg, the open eye one from Myklebostad (Miklabólstađ, photo left, Fig. 7, Bergen Museum) and now the figure recently found in Sjřrdal (Figs 1, 5 and 6). I am proposing that the bucket-men were made in Scandinavian.

Obviously they were influenced by insular style, or possibly designed by an artisan from the British Isles/Ireland. However, he might have moved, or have been moved, to Norway, where he produced mounts like these for Norwegian Nobility around AD 800.

Instead of the venerable Buddha - may God be with him - or an Irish holy man, I am suggesting that that the figures represent belief and traditions closer to home in Scandinavia, than to Asia or Ireland.

Tafl-players - Scandinavian Grand Masters of their era

The latest member(s) of the Norwegian Bucket-mound family has two fellows sitting opposite to one another with a chequered board between them. To me it seems as if the mount depicts two men playing a board game, e.g. the Tafl of the Sagas. 

To be bold, I want to suggest that the Bucket-men in Norway and Cumbria (se fig. 8, below, of a mount from Arnside, Cumbria),  were the way the 9th century Norwegians were trying to depict a sequence of the tale of Völsungar (later preserved in the Völsunga saga in Iceland; Read it here)or in English here, about Sigurđur Fáfnisbani (who is somewhat related to old Sigfried in the similar German tradition of the Niebelungenlied) playing tafl with his tutor and foster father whose name was Reginn Hreiđmarsson according to the Icelandic tradition.

We do know that Buddha was against playing checkers or other board games and if the Norwegian bucket-men are not Irish mounts, showing holy Irish eremites holding the Holy Scripture in a Lotus-position, I am definitely voting for Sigurđur and Reginn playing a good game of Tafl - even the Hneftafl.

Myklebostad

Fig. 8. This board-player was found in Arnside in Cumbria. Kendal Museum.

Gs_19,_Ockelbo_(game)You can believe this hypothesis or not; But why Buddha or Christ, when we have old Sigfried (aka Sigurđur) who plaid tafl in local tales?

Jesus was seemingly never a keen player, and Buddha didn´t like a whole series of games, because he believed them to be a "cause for negligence" - Namaste for that (see here).

Another depiction of the gaming Sigurđur and Reginn can be found on the Runic stone Ockelbo, north of Uppsala, Sweden (fig, 9). Please focus on the board.

The Vikings were hooked on the game of tafl.

Well, believe this or not.

To end these reflections, here are some photographs of some top plates of weights (or are they gaming pieces?) found in Iceland, Wales and Norway. They are dated to the 9th and 10th centuries (see more here if you can read Icelandic).

Met Sandtorgum svart

Fig. 10 a. Sandtorg, in Tjeldsund, Harstad, Troms

Fig. 10 b. Anglesey, Wales

large better435637

Fig. 10 c: Bólstađur in Álftafjörđur, Iceland


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband