Fćrsluflokkur: Hvalveiđar
Pípusaga úr Strákey
30.9.2016 | 14:45
Hér kemur góđ blanda úr tóbakspung Fornleifs, blanda af sterku tóbaki sem ýmsir hafa hjálpađ til međ ađ rćkta.
Verkefniđ Allen die willen naar IJsland gaan, eđa Allir vildu ţeir til Íslands fara, er komiđ á fulla ferđ. Verkefninu er ćtlađ ađ varpa ljósi á tengsl og verslun Íslendinga viđ Hollendinga á 17. og 18. öld. Ég er einn ţátttakenda í verkefninu, en ađrir ţátttakendur koma bćđi frá Íslandi og Hollandi. Verkefniđ er styrkt af RANNÍS.
Međal ţess sem gerst hefur í lok sumars er ađ dr. Ragnar Edvardsson, sem fer fyrir verkefninu, fór viđ annan mann út í Strákey á Ströndum (Strákey er ásamt Kóngsey úti fyrir Eyjafjalli milli Bjarnarfjarđar og Kaldbaksvíkur) til ađ gera forrannsókn á meintri hvalveiđistöđ. Eftir nokkrar skóflustungur og örlítiđ skaf og krukk var ljóst ađ Ragnar hafđi reiknađ ţađ rétt út líkt og oft áđur, enda er Ragnar ađalsérfrćđingur landsins í hvalveiđistöđvum á Íslandi á 17. öld. Leifar eftir Hollendinga fundust í eyjunni.
Međal ţeirra forngripa sem komu upp á yfirborđiđ í Strákey í september voru tvö krítapípubrot (A og B hér fyrri neđan), sem Ragnar sendi mér myndir af. Brotin er ég nú búinn ađ láta hollenska sérfrćđinga greina og niđurstöđurnar eru einstaklega skemmtilegar og áhugaverđar. Ţćr koma sömuleiđis heim og saman viđ ritheimildir um hvalveiđarnar viđ Ísland á ţví tímabili sem pípurnar eru frá.
A) Pípuhaus
Ţetta er lítill haus og tunnulaga, sem er lögun sem bendir til fyrri hluta 17 aldar. Á hćlnum er merki : A sem standandi róđukross gengur í gegnum. Hćgra megin viđ A-krossinn virđist einnig vera bókstafurinn A, en minni en sá sem ber krossinn. Bókstafurinn I á einnig ađ vera til vinstri viđ A-Krossinn, en sést illa.
Samkvćmt einum fremsta sérfrćđingi Hollendinga í pípum, Don Duco viđ Pípusafniđ í Amsterdam, sem ég hafđi samband viđ, er pípuhausinn af gerđ og lögun sem bendir til ţess ađ pípan sé frá ţví 1630-40 og ađ hausinn gćti veriđ af pípu sem gerđur var í Amsterdam eđa Gouda. Nánari athugun og eftir ađ ég hafđi samband viđ Jan van Oostveen fornleifafrćđing og sérfrćđing í krítarpípum gaf betri árangur.
Van Oostveen gat upplýst ađ stimpillinn á hćl pípunnar vćri búmark pípugerđarmanns sem bar nafniđ IA. Bókstafurinn I hefur ekki stimplast vel á hćl pípunnar í Strákey. IA gćtu hugsanlega veriđ annađ hvort Jacob Adams eđa Jan Atfoort, sem framleiddu pípur í Amsterdam ca. 1630-40. Jan van Oostveen tekur fram ađ ekki sé fullvisst hvort ţessara tveggja manna hafi framleitt pípuna.
Flestir tóbakspípugerđarmenn í Amsterdam, sem á annađ borđ merktu sér pípur sínar í byrjun 17 aldar, voru ađfluttir og erlendir ađ uppruna og flestir fluttir ţangađ frá Lundúnum og nánustu sveitum ensku höfuđborgarinnar. Jan Atvoort hét upprunalega John Atford (eđa Hatford) og var ćttađur frá "Sitnecoortne" (sem er mjög líklega ţorpiđ Sutton Courtenay suđur af Oxford). Í Amsturdammi bjó hann viđ Heiligeweg í hjarta borgarinnar, ţar sem hann framleiddi pípur á tímabilinu 1625-1640. Jacob Adams kemur einnig til greina sem mađurinn sem bjó til pípuna sem fannst í Strákey fyrr í september. Hvor ţeirra var framleiđandinn verđur ekki skoriđ úr um ađ svo stöddu.
Teikning af sams konar pípu og fannst í Strákey áriđ 2016. Teikning Amsterdam Pipe Museum.
Brot af krítarpípuleggur, sem fannst í september 2016 í Strákey á Ströndum. Ljósm. Ragnar Edvardsson
Er ég hafđi samband viđ Jan van Oostveen fornleifafrćđing, sem er m.a. sérfrćđingur í krítapípum, gat hann hann frćtt mig um ađ pípuleggurinn sem fannst nýlega í Strákey vćri frekar frá Gouda svćđinu og vćri frá tímabilinu 1630-40. Hann upplýsir ađ skreytiđ sé óalgengt á pípum framleiddum í Amsterdam, en hins vegar ađ sama skapi algengt kringum Rotterdam og Gouda. Ađ sömu niđurstöđu komst Don Duco er upplýsti stutt og laggott: "The pipe stem is Gouda make, c. 1630-1635".
Einnig bar ég undir Jan van Oostveen brot af pípulegg sem fannst á Strákatanga áriđ 2007 (sjá mynd). Á Strákatanga á Ströndum(sem liggur á tanga viđ Hveravík sem áđur hét Reykjarvík viđ norđanverđan Steingrímsfjörđ) var einnig hvalveiđistöđ sem Ragnar Edvardsson hefur rannsakađ. Ég hafđi fundiđ brot međ sams konar skreyti og á pípuleggnum frá Strákatanga. Ég fann hliđstćđuna í skýrslu frá rannsókn í bćnum Gorinchem sem ekki er allfjarri Rotterdam. Skýrsluna hafđi Jan van Oostveen ritađ. Mikiđ rétt, pípur međ sama skreytinu og á leggnum sem fannst á Strákatanga áriđ 2007 hafa samkvćmt Jan von Oostveen fundist í bćjunum Rotterdam, Gorinchem, Breda, Den Bosch og Roermond og er hćgt ađ aldursgreina ţćr til 1630-1645. Jan van Oostveen telur ađ pípur ţessar séu framleiddar í Rotterdam og hafi haus pípunnar veriđ án skreytis. Hann hefur skrifađ um ţessar pípur (Sjá Oostveen, J. van (2015), s.77).
Ritheimildir
Nú vill svo til ađ á ţeim árum sem ofangreindar pípur í Strákey og Strákatanga voru búnar til voru Hollendingar viđ hvalveiđar á Íslandi. Ekki ţó í leyfisleysi og í trássi viđ reglur einokunarverslunarinnar. Verđ á hvalalýsi hćkkađi um 1630 eftir mikla lćgđ sem dregiđ hafđi úr hvalveiđum viđ Ísland um tíma. En nú hafđi Islands Kompagnie verslunarfélagiđ (stofnađ 1619, sjá t.d. hér) sem hafđi töglin og hagldirnar í versluninni á Íslandi, orđiđ ţess vísari hve arđbćrar hvalveiđar vćru. Félagiđ vildi fara út í hvalveiđar og koma í veg fyrir hvalveiđar annarra. Ţví var haft samband viđ krúnuna og konungur veitti félaginu einkarétt á hvalveiđum viđ Ísland međ konungsbréfi dagsettu 16. desember 1631. En félagsmenn höfđu hins vegar litla sem enga reynslu af hvalveiđum og vantađi skip til slíkra veiđa. Ţess vegna var haft samband viđ mann í Kaupmannahöfn, Jan Ettersen ađ nafni, sem hafđi reynslu af slíku. Öll skip sem stunduđu hvalveiđar fyrir Islands Kompagnie viđ Ísland á 4. áratug 17. aldar voru ţví hollensk sem og áhafnir ţeirra. Skip Íslenska kompanísins voru tekin á leigu í Rotterdam og Delfshaven, sem lá nćrri Rotterdam og er í dag hluti af Rotterdam.
Jan Ettersen var tengdasonur Christoffers Iversens sem var rentuskrifari (fjármálaráđherra). Iversen var vellauđugur og stundađi viđ hliđ embćttisgjörđa sinna í fjálmálunum mikla verslun viđ Holland. Gegnum sambönd Iversens komst Ettersen í samvinnu viđ kaupmanninn Harmen Bos og bróđurson hans Pelgrum Bos í Amsterdam. Ţeir voru báđir ćttađir frá bćnum Delfshaven viđ Rotterdam og áttu ţar skip međ öđrum kaupmönnum. Ţeir Bossarnir í Amsterdam sköffuđu skipin og áhafnir. Forstjóri hvalveiđa Islandske kompagnie var Jacob Sebastiansz Coel, sem búsettur var í Kaupmannahöfn en átti einnig ćttir ađ rekja til Delfshaven nćrri Rotterdam.
Međal ţeirra skilyrđa sem konungur setti fyrir leyfisveitingunni til handa Islands Kompagnie i Kaupmannahöfn áriđ 1631 var, ađ mannađ yrđi skip, eins konar birgđaskip og flutningaskip, sem einnig var hugsađ sem landhelgisskip, sem međ vopnum ef nauđsyn var, kćmu í veg fyrir hvalveiđar annarra, Dana eđa Hollendinga, sem í leyfisleysi veiddu hval viđ Ísland.
Skipiđ de Jager (Veiđimađurinn) ađ minnsta kosti 150 lesta skip frá fra Delftshaven var sent međ hvalveiđiskipunum til ađ ţjóna ţeim skilyrđum sem kóngur setti. Um borđ voru:
14 gotlingar (fallstykki), 2 stenstykker (fallbyssur fyrir steinkúlur), 6 "donder bussen" (dúndurbyssur) og 12 muskettur (rifflar) međ tilheyrandi skotfćrum.
Áđur en de Jager var sent til Íslands til ađ vernda "hollenskar" hvalveiđar Islands Kompagnie á Ströndum, hafđi ţađ og skipstjóri ţessi til margra ára, Dirch Cornelisz (Cornelíusarson) t'Kint siglt á Frakkland og suđlćgari lönd til ađ ná í vín fyrir Hollandsmarkađ.
Hvort ţađ var t'Kint sem tottađi pípurnar í Strákey og á Strákatanga skal ósagt látiđ, en ţar sem pípurnar voru frá heimaslóđum hans og faktoranna sem útveguđu skipiđ, og međan ađ engir ađrir máttu veiđ hval viđ Ísland á ţeim árum sem pípurnar eru tímasettar til, er varla nokkur vafi á ţví ađ pípurnar eru komnar í Strákey og á Strákatanga úr ţeim flota hvalveiđiskipa sem skipiđ de Jager fylgdi til Íslandsmiđa á 4. áratug 17. aldar.
Hér sjáum viđ ljóslega hve ritheimildirnar og fornleifafrćđin geta leikiđ léttilega saman, ţó menn séu ekki ađ skálda á kjánalega hátt eins og oft hefur hent í íslenskri fornleifafrćđi á síđari árum. Fornleifafrćđingar sem hafna ritheimildum vađa einfaldlega í villu og vita ekki hvers ţeir fara á mis. Hinir sem búa svo til góđar sögur, t.d. um eskimóa og fílamen á Skriđuklaustri eđa stćrsta klaustur í Evrópu á Suđurlandi fyrir sjónvarpiđ og ađra miđla eru einnig í einhverju frćđilegu hallćri.
Ekki ţurfti nema tvö pípubrot sem fundust viđ frumrannsókn og vandlega rannsókn á brotunum til ađ sýna okkur og stađfesta hve merkileg tengsl Íslands viđ Holland voru fyrr á öldum.
Ađ mati Fornleifs eru pípubrotin úr Strákey međ merkari fundum fornleifavertíđarinnar áriđ 2016, ţó ţau hafi ekki enn komist í sjónvarpiđ. En ekki er ađ spyrja af ţví. Áhuginn á Vestfjörđum er í takt viđ vitsmuni ţeirra sem starfa á RÚV.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson/Í verkefninu Allen die willen naar IJsland gaan (2016)
Heimildir:
Dalgĺrd, Sune 1962. Dansk-Norsk Hvalfangst 1615-1660: En studie over Danmark-Norges Stilling i europćisk merkantil Expnasion. C.E.C. Gads Forlag.
de Bruyn Kops, Henriette 2007. A spirited Exchange:The Wine and Brandy Trade beteen France and the Dutch Republic in its Atlantic Framework, 1600-1650. Brill, Leiden-Boston., s. 161.
Duco, Don 1981. De kleipijp in de 17e eeuwse Nederlanden. BAR V 1981.
Friederich F.H.W. 1975. Pijpelogie. A.W.N.-mnonografie no.2, 1975.
Oostveen, J. van, 2015. Tabak, tabakspijpenmakers en hun producten in Rotterdam (1600-1675). BOOR notitie 19, Rotterdam, (sjá síđu 77, mynd 100).
Paulsen Caroline Paulsen, Magnús Rafnsson og Ragnar Edvardsson, 2008. Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2007. Data Structure Report. NV nr. 5-08. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarđa.
Rafnsson, Magnús og Ragnar Edvardsson 2011. Foreign Whaling in Iceland: Archaeological Excavations at Strákatangi in Hveravík, Kaldrananeshreppi 2010. Field Report. NV nr. 5-11. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarđa.
Simon Thomas, Marie 1935. Onze IJslandsvaarders in de 17de en 18de Eeuw: Bijdrage tot de Geschiedenis van de Nederlandsche Handel en Visscherij. N.V. Uitgevers-Maatschappij ENUM, Amsterdam.
Upplýsingar vinsamlegast veittar í tölvupóstum af Don Duco 15.9.2016 og Jan van Oostveen 29. og 30. 9. 2016.
Hvalveiđar | Breytt 10.1.2020 kl. 19:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalveiđimenn á Seyđisfirđi
21.6.2015 | 22:33
Myndin efst er brot úr frábćrri ljósmynd Frederick W.W. Howells frá Seyđisfirđi (sjá myndina í heild sinni neđst). Myndin er líklega tekin aldamótaáriđ 1900. Tveir strákar standa í fjörunni og saltfisksverkunarkonur sitja og hvílast í bakgrunninum. Allt umhverfis strákana liggja skjannahvítir hryggjaliđir úr stórhveli.
Spurningin til lesenda: Getur einhver fyrir austan sagt mér hvar myndin er tekin?
Eftir miđja 19. öld voru bandarískir hval- og selveiđimenn međ stöđ á Seyđisfirđi. Um skeiđ ráku Bandaríkjamennirnir Thomas Welcome Roys (1816-1877) og Gustavus A. Lilliendahl stöđ á Seyđisfirđi. Ţeir fóru illa út úr selveiđivertíđ áriđ 1867 er skip ţeirra brotnađi, en einnig kom hćkkun olíuverđs og borgarastríđiđ í Bandaríkjunum í veg fyrir frekari ćvintýr ţeirra viđ Íslandsstrendur. Ţá tók viđ stöđ ţeirra danskur mađur O.C. Hammer ađ nafni, en hann stundađi víst aldrei neinar hvalveiđar ađ ráđi.
Til Íslands kom einnig Hollendingurinn Caspar Josephus Bottemanne (1829-1872).
Hann landađi á Seyđisfirđi og vann međ Roys og Lilliendahl. Bottmanne er lítt nefndur í samtímaheimildum íslenskum, nema einu sinni í Ţjóđólfi áriđ 1871, ţegar greint er frá ţví ađ ekki hafi veriđ hćgt ađ fćra honum tvö bréf er hann sigldi á skipi sínu Noordkaper, sem landspósturinn les sem "Norđkoper".
Bottemanne ţessi hafđi afgerandi áhrif á hvalveiđisöguna međ ţróun ákveđinnar gerđar af skutli sem Welcome Roys og Lilliendahl fá ţó oftast heiđurinn fyrir. Prófessor Joost Schokkenbroek viđ Vrije Universiteit í Amsterdam og rannsóknarstjóri Scheepvartmuseums (Siglingasögusafns Hollands) í Amsterdam hefur skrifađ mjög merkilega doktorsritgerđ um hvalveiđar Hollendinga á árunum 1815-1885. Ţar kemur fram hin rétta saga flugeldaskutuls Bottemannes og athafna hans á Íslandi.
Hvort beinin í fjörunni á mynd Howells eru leifar eftir athafnasemi Roys, Lilliendahls ellegar Bottemannes hins hollenska er erfitt ađ fullyrđa, en ţađ er vel hugsanlegt.
Samkvćmt sumum heimildum var hvalveiđistöđ Roys og Lilliendahls á Vestdalseyri sem Howell ljósmyndađi einnig, en tengist stađurinn á efstu myndinni á einhvern hátt Vestdalseyri? Hvađa fjall sést í bakgrunninum?
Vestdalseyri
Ef ţetta er tindurinn á myndinni (myndin er tekin um hádegi), ţá eru drengirnir á syđri strönd fjarđarins víđs fjarri Vestdalseyri. Getur ţetta veriđ Hákarlshaus eđa Sandhólatindur?
Heimildir:
Schokkenbroek, Joost C.A. 2008. Trying-out: An Anatomy of Dutch Whaling and Sealing in the Nineteenth Century, 1815-1885. Aksant Academic Publishers, Amsterdam.
Hvalveiđar | Breytt 20.5.2016 kl. 09:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvalbein í og á húsum
24.5.2015 | 20:17
Alls stađar í heiminum, ţar sem menning tengdist áđur fyrr hvölum, hvalreka eđa hvalveiđum, hafa menn nýtt afurđir hvalsins til hins ýtrasta. Ţar međ taliđ til húsbygginga.
Íslendingar, norrćnir menn á Grćnlandi, Inúítar, Indíánar, Hollendingar, Bretar, Ţjóđverjar (ađallega í Brimum), Maóríar, Japanir ásamt öđrum ţjóđum hafa allir nýtt hvalakjálka, rifbein, hryggjaliđi og önnur bein í byggingar, sem sperrur, rafta og jafnvel sem stođir. Hryggjarliđir hafa orđiđ ađ stólum og hnöllum og ţannig mćti lengi telja.
Ţegar á 17. öld veiddu Hollendingar manna mest hval. Ţađ ţekktist í Hollandi ađ hvalbein vćru notuđ í girđingar eđa hliđ, líkt og síđar á Holtsetalandi (Holstein). Hvalbein, nánar tiltekiđ kjálkar, voru mikiđ notuđ í hliđ og gerđi í Brimum (Bremen).
Olaus Magnus sýnir á ristum í verki sínu Historia de gentibus septentrionalibus frá 1555 hús byggđ úr hvalbeinum.
I Whitby Norđur-Jórvíkurskíri á Englandi var ţessi hlađa eđa skemma rifin á 4. áratug síđustu aldar. Kjálkabein úr stórum skíđishvölum hafa veriđ nýtt sem sperrur í braggann. Ekki er húsiđ mikiđ frábrugđiđ kjálkahúsinu í verki Olaus Magnusar (Sjá frekar hér).
Sá siđur Hollendinga ađ hengja neđri kjálka úr stórhvelum, sér í lagi skíđishvölum, utan á hús er vel ţekktur, og viđ ţekkjum ţessa notkun hvalbein einna best vegna hins mikla myndlistaarfs ţeirra frá 17. og 18. öld.
Utan á gamla ráđhúsinu í Amsterdam, sem brann til kaldra kola áriđ 1651, héngu mikil kjálkabörđ í járnkeđju. Málarinn Pieter Janszoon Saenredam málađi olíumálverk af húsinu áriđ 1657 eftir minni eđa eldra verki) (stćkkiđ myndina efst til ađ sjá smáatriđin eđa fariđ hingađ til ađ láta heillast).
Riddarasalurinn (Ridderzaal) í Haag í Hollandi var miđaldabygging sem byggđur var á miđöldum. Í dag er hann hluti af svokölluđum Binnenhof (Innri Garđi), ţar sem hollenska ţinghúsiđ er er í dag. Um miđja 17. öld máluđu tveir listamenn bygginguna og tvö kjálkabein úr skíđishval sem hengd voru á bygginguna áriđ 1619. Seinni tíma listfrćđingar hafa kallađ ţetta bein búrhvals, sem er tannhvalur, en greinilegt er ađ ţarna hanga kjálkabörđ skíđishvals. Aftaka fór fram viđ húsiđ áriđ 1619 og mynd stungin í kopar af ţeim viđburđi. Ţar sjást hvalbeinin ekki, ţannig ađ ţau hljóta ađ hafa veriđ hengd á bygginguna síđar en 1619.
Í ráđhússal í Haarlem í Hollandi hanga ţessir veglegu hvalskjálkar. Ţau voru flutt til Hollands frá eyjunni Waiigat (Vindrassgati), sem Jan Huyghen frá Linschoten tók međ sér til Hollands úr merkri ferđ sem hann fór međ Willem Barentsz til Novu Zemblu áriđ 1595. Í miklu yngri ráđhúsum í Norđur-Ţýskalandi héngu einnig hvalbein og voru t.d. notuđ sem ljósakrónur (sjá hér).
Víđa í Hollandi hefur ţađ lengi tíđkast ađ menn settu fallega úthöggna steina á gafl húsa sinna. Gaflsteinar ţessir báru gjarna nafn eiganda eđa einhverja mynd sem lýsti eigandanum eđa starfi hans. Á pakkhúsi frá 18. öld í Amsterdam, sem ţví miđur var rifiđ áriđ 1973, hékk ţessi steinn : međ áletruninni : HET WALVIS BEEN IS NU STEEN. Síđar var steininum komiđ fyrir á öđru húsi. Kannski hafa hvalaafurđir einhverju sinni veriđ geymdar í pakkhúsinu á Haarlemmer Houttuinen númer 195-99 (sjá myndina hér fyrir neđan). Gatan fékk nafn sitt af tréverslunum og viđargeymslum Amsterdamborgar sem voru stađsettar ţarna frá ţví á 17. öld, ţegar svćđiđ lá í útjađri borgarinnar. ţar sem minnst eldhćtta var af byggingaefninu sem ţar var geymt.
Hvalbeinin sem héngu á húsum í Hollandi hafa ađ öllum líkindum átt ađ sýna fólki stćrđ sköpunarverka Guđs. Ţau sýndu einnig mátt og megin verslunar og umsvifa Hollendinga á gullöld lýđveldis ţeirra á 17. öld, ţegar hvalaafurđir voru sóttar til fjarlćgra slóđa. Beinin voru líklegast til vitnis um ţá mikilvćgu verslun sem Hollendingar stunduđu og ţann iđnađ sem tengdist henni. En alltaf var trúarlegur grunnur. Alli könnuđust viđ söguna af Jónasi í hvalnum. Í beinunum sáu menn einnig sönnun ţess ađ hvalir gćtu hćglega gleypt menn.
Jónas stígur út úr hval í ţorsklíki. Málverk frá 1595 eftir Jan Breughel eldri. Málverkiđ hangir í Gamla Pinachotekinu í München.
Annars stađar gerđist ţađ ađ hvalbein voru hengd upp vegna ţess ađ hvalreki varđ. Ţađ gerđist t.d viđ Litla Belti í Danmörku, ţegar stórhveli rak ţar á land ţann 30. apríl áriđ 1603. Hvalbein, kjálki og voru hengd upp í kirkjunni í Middelfart og eru ţar enn.
Í borginni Verona á Ítalíu hangir rifbein úr litlum hval yfir borgarhliđinu.
Hvalveiđar | Breytt 11.9.2024 kl. 08:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Penis destitutus in litore
1.4.2014 | 14:49
Sigurđur Hjartarson kenndi mér í MH á sínum tíma (sjá hér) og var međal bestu kennara sem ég hef haft. Sigurđur hefur síđar orđiđ ţekktastur fyrir ređursafn sitt, Ređurstofuna sem varđ ađ Hinu Íslenzka Ređasafni, sem fyrst var til húsa í Reykjavík, svo á tímabilinu 2004-2011 á Húsavík og nú í furđulegu samlífi međ Tryggingastofnuninni á Laugavegi. Fornleifur er á ţví ađ ţađ sé hvergi meiri reisn á nokkru safni á Íslandi, nema ef vera skyldi á Skógasafni, hjá fremsta fornfrćđingi ţjóđarinnar Ţórđi Tómassyni.
Ţessi myndasyrpa er tileinkuđ Sigurđi Hjartarsyni. Hvalveiđasýning sjóferđasafns Hollendinga, Scheepvaartmuseum, í Amsterdam, sem ég heimsótti nýveriđ, espađi mig upp í ţetta typpa-show. Pennateikningin efst blasti viđ flennistór, ţegar inn í sýninguna var komiđ. Börn hlupu út af hrćđslu.
Ég segi síđar frá sýningunni en ţessi röđ mynda af strönduđum hvölum međ skaufann úti, fínu fólk og phallólógum? ađ mćla lengd hans, deili ég hér međ lesendum mínum. Hćgt er ađ stćkka hverja mynd međ ţví ađ ţukla međ músinni á hval ređriđ (ekki klikka).
Áriđ 1598 strandađi hvalur á ströndinni viđ Berckhey í Hollandi, ţar sem einnig heitir Katwijk nćrri Scheveningen, ţar sem ég bađađi á ströndinni sem barn. Hvalrekinn og teikningar ýmissa listamanna af honum frá 17. og 18. öld er gaman ađ skođa og sér í lagi ţann gífurlega áhuga sem menn sýndu hvalređrunum. Upplýsingar um myndirnar er hćgt ađ sćkja á RijksStudio Rijksmuseums.
Hvalreki varđ nćrri Ancona á Ítalíu áriđ 1601. Notuđust Ítalir viđ hollenska list til ađ lýsa ţeim atburđi. Einu sinni rak ítalskan mann ađ Íslandsströndum, Paolo Turchi ađ nafni og var hann frá Ancona ef ég man rétt, en viđ ćfđum einu sinni og stćltum vöđva okkar hjá Hrafni heitnum og Ágústu Johnsson.
Hvalveiđar | Breytt 11.9.2024 kl. 08:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalasaga - 2. hluti
6.2.2014 | 10:17
Ýmis konar heimildir um hvalveiđar fyrri alda á Norđurslóđum eru til. Nú fleygir fornleifafrćđinni fram og fornleifarannsóknir sem gerđar hafa veriđ á Spitsbergen, Íslandi og Nýfundnalandi veita okkur haf af upplýsingum sem ekki voru áđur ţekktar.
Á okkar tímum má finna öfgafyllstu hvalavinina á međal Hollendinga. Um tíma hélt ég ađ annar hver Hollendingur vćri annađ hvort öfgafullur ESB sinni eđa haldinn enn öfgafyllri hvalaţrá. Fyrr á öldum voru Hollendingar aftur á móti ein stórtćkasta hvalveiđiţjóđ í heiminum. Ţess vegna er til margar heimildir um iđnvćddar hvalveiđar Hollendinga, og sumar ritheimildir um ţađ efni eru enn órannsakađar. Hugsanlega kann eitt og annađ ađ finnast ţar um hvalveiđar viđ Íslands. Viđ Íslendingar höfum varđveitt annála frá 17. öld sem upplýsa um upphaf ţessara mikilvćgu veiđa viđ Ísland, en nú bćta frábćrar fornleifarannsóknir í eyđurnar. Enn hafa ekki fundist leifar eftir hvalveiđiútgerđir Baska viđ Íslandsstrendur, en ţađ er ađeins tímaspursmál, hvenćr slíkar minjar finnast.
Hvalveiđar og lýsi í list
Eitt skemmtilegasta heimildasafn um hvalveiđar á 17. og 18. öld er ađ finna í alls kyns myndefni, sér í lagi frá Hollandi, hvort sem ţađ eru málverk, prentverk, teikningar eđa annađ. Áhugi Hollendinga á hval var gríđarlegur, eins og öllu sem ţeir sáu arđ í á gullöld sinni á tíma hollenska lýđveldisins.
Myndirnar sýndu mikilvćgan iđnađ, sem gaf af sér mikilvćga vörur, t.d. hvalalýsiđ, sem notađ var til götulýsinga og vinnslu á brennisteini til púđurgerđar. Dýrasta lýsiđ var hins vegar höfuđlýsi, einnig kallađur hvalsauki. Ţađ var unniđ úr fitu úr höfđi búrhvala og annarra hvala. Hvalsaukinn varđ fljótandi viđ 37°C en storknađi viđ 29 °. Taliđ er ađ ţessi olía stýri flothćfni hvala. Fyrrum óđu menn í villu um eđli olíunnar og töldu hana vera sćđi, ţar sem hún ţótti minna á sćđi karla og var kalla spermaceti (dregir af sperma og ceti, sem er latneskt orđ fyrir hvali). Úr stórum búrhval gátu menn fengiđ um 3-5 tonn af ţessari merku olíu, sem var notuđ í snyrtivörur smyrsl, kerti og margt annađ.
Ríkir útgerđamenn í hollenskum bćjum ţar sem hvalaútgerđin hafđi heimahöfn létu útbúa fyrir sig skápa međ myndum af hvalveiđum. Húsgaflar hvalveiđiskipstjóra voru skreyttir međ lagmyndum af hvalveiđum og ýmsir smćrri gripir voru skreyttir međ myndum af hvalveiđum. Hvalskíđi voru notuđ í alls kyns vöru, t.d. regnhlífar, en einnig í ramma utan um myndir, í öskjur og mismunandi heimilisiđnađ.Skođi mađur málverk og myndir af hvalveiđum Hollendinga á 17. öld, er oft hćgt ađ finna hafsjó af upplýsingum, ţó svo ađ myndirnar hafi ekki veriđ málađar af mönnum sem sjálfir ferđuđust til Spitsbergen, Jan Mayen, Grćnlands og Íslands. Áđur hef ég greint frá málverki Cornelis de Man af Smeerenburg (sem yfir á íslensku er hćgt ađ ţýđa Spikbćr) á Spitsbergen (sjá enn fremur hér). Ţar er mikiđ um ađ vera og stórir brennsluofnar í notkun. Leifar af ofnum í líkingu viđ ţá sem sjást á málverkinu hafa ekki veriđ rannsakađir á Spitsbergen, og hafa ekki fundist. Prentmyndir (ristur) annarra listamanna myndir sýna ef til vill raunsćrri mynd af vinnu viđ hvalinn í landi og ofna sem líkjast meira ţeim sem rannsakađir hafa veriđ, t.d. á Strákatanga og á Spitsbergen. Ţeir eru af sömu stćrđ (sjá fyrri fćrslu). Listamađurinn de Man hefur líklega sett spikofna eins og hann ţekkti ţá frá Hollandi inn á mynd sína, eins og svo margt annađ.
Málverk eftir Abraham Storck. á Rijksmuseum het Zuiderzeemuseum, Enkhuizen. Klikkiđ nokkrum sinnum međ músinni á myndina til ađ sjá smáatriđin.
Tvö málverk Abrahams Storcks (1644-1708) sýna úrval ađ ţví sem gerist viđ hvalveiđar og hvalavinnslu á norđurslóđum. Ţó ađ allt sem á myndunum sjáist sé ekki nákvćmt, eru ţćr frábćr heimild, jafnvel ţó svo ađ listamađurinn hafi aldrei sett fćru á Spitsbergen. Hann hafđi heimildarmenn, og notađist viđ teikningar annarra listamanna og safaríkar frásögur hvalveiđimanna sjálfra.
Skođiđ ţennan hluta málverksins efst, og klikkiđ á myndina til ađ skođa smáatriđ. Er ţetta er miklu skemmtilegra en sjórćningjamynd? Málverkiđ tilheyrir Rijksmuseum í Amsterdam.
Föt hvalveiđimanna
Gaman er bera saman hinar mismunandi heimildir um hvalveiđar á 17. öld. Skođar mađur til dćmis vel föt og flíkur hvalveiđimanna á málverkum hollenskrar gullaldar, er ćvintýri líkast ađ sjá ţau föt sem fundust viđ fornleifarannsóknir á gröfum hvalveiđimanna á Smeerenburg. Stćkkar mađur brotiđ úr mynd Abrahams Storcks hér fyrir ofan mćtti halda ađ ţarna vćru ţeir komnir sem létust viđ störf sín ţegar ţeir dvöldu á Spitsbergen.
Tengd efni:
Kaptajn, Křbmand og Helligmand
Allen die willen naar Island gaan
Hvalveiđar | Breytt 7.2.2014 kl. 08:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalasaga - 1. hluti
3.2.2014 | 14:46
Einn af merkari fornleifauppgröftrum síđari ára á Íslandi eru rannsóknir dr. Ragnars Edvardssonar á rústum hvalveiđistöđvar frá 17. öld á Ströndum. Ragnar hefur rannsakađ rústir hvalveiđiverstöđvar og lýsisbrćđslu á Strákatanga í Steingrímsfirđi, (sem er ađ finna í Hveravík í norđanverđum firđinum gegnt Hólmavík). Ragnar hefur sömuleiđis unniđ frumrannsókn á rústum hvalveiđistöđva í Strákey og í Kóngsey, sem eru norđur af Steingrímsfirđi. Rannsóknirnar varpa skíru ljósi á verslunar- og iđnađarsögu Íslands. Sögu hvalveiđa er einnig mikill akkur af rannsóknum Ragnars.
Ég set hér hlekki í rannsóknarskýrslur Ragnars svo menn geti kynnt sér ţessar merku rannsóknir hans og félaga hans árin 2007, 2008, 2009, 2010 og 2012.
Lýsisbrćđsla á Strákatanga
Á Strákatanga fundust vel vađveittar rústir lýsisbrćđsluofns. Engum vafa er undirorpiđ ađ hann er byggđur af hollenskum hvalföngurum. Tígulsteinninn í honum er greinilega hollenskur, einnig minni forngripir sem fundust ţeim húsarústum sem rannsakađar voru. Reyndar telur Ragnar ađ mögulegt sé ađ Baskar hafi einnig veriđ ţarna á ferđinni. Ţađ ţykir mér frekar ólíklegt út frá ţeim forngripum sem fundist hafa á Stráka. En ekki ćtla ég ađ útiloka ég ţađ, ţar sem baskneskir hvalveiđimenn kenndu Hollendingum hvalveiđar og hollenskar útgerđir höfđu í byrjun 17. aldar oft baskneskar áhafnir eđa baskneska sjómenn um borđ á skipum sínum. Íslenskir annálar greina hins vegar frá hvalveiđum Baska frá Spáni viđ Íslandsstrendur upp úr 1610 og frá baskneskum hvalveiđiskipum. Önnur heimild, Íslandskort frá 1706 (í útgáfu á Blefken sem prentuđ var í Leyden í Hollandi), upplýsir ađ Baskar hafi veriđ viđ hvalveiđar viđ Ísland áriđ 1613. Ţađ hefur veriđ til umrćđu áđur á Fornleifi.
Brćđsluofninum á Strákatanga svipar mjög til brćđsluofns sem rannsakađur var á 8. áratug síđustu aldar á Spitzbergen. Í Gautavík í Berufirđi hefur einnig veriđ rannsakađur hollenskur lýsisbrćđsluofn. Óvíst er ţó hvort hann hefur veriđ notađur til brćđslu á hvalspiki.
Ţessi ofn var rannsakađur af hollenskum fornleifafrćđingum á Smeerenburg-tanga á Amsterdameyju á Spitzbergen á 8. og 9. áratug síđustu aldar. Hann er sömu gerđar og ofninn sem rannsakađur var á Strákatanga. Úr gein Louwrens Hacquebords um rústirnar í bókinni Walvisvaart in de Gouden Eeuw (Amsterdam 1988). Hvalveiđistöđin á Strákatanga var lítil miđađ viđ stöđina á Spitzbergen.
Fornleifafrćđingarnir hollensku, sem rannsökuđu hvalveiđistöđina í Smeerenburg á Spitzbergen á 8. áratug síđustu aldar, gerđu sér í hugarlund ađ brennsluofninn sem ţeir rannsökuđu viđ erfiđar ađstćđur hefđi veriđ byggđur upp á ţennan hátt:
Svona ímynda menn sér ađ ofninn á Smeerenberg hafi veriđ byggđur. Úr grein Louwrens Hacquebords um rústirnar í bókinni Walvisvaart in de Gouden Eeuw (Amsterdam 1988). Eins og sjá má voru ţetta stórar hlóđir sem á var sett stór ketill, ţar sem spikiđ bar brćtt. Eldsneytinu var ýtt inn um bogamynduđ göng, sem mér sýnist vera samanfallin, en annars vel varđveitt á ofninum á Strákatanga.
Einnig er til fjöldi málverka og prentmynda frá 17. og 18. öld sem sýnir spikbrćđslu Hollendinga, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Norđurhöfum.
Ţar ađ auki eru húsin á Strákatanga sem Ragnar og samstarfsmenn hans hafa rannsakađ mjög svipuđ húsakynnum Hollendinga á hvalveiđistöđvum ţeirra í Norđuríshafinu. Gólf sumra húsanna í hvalverstöđvum Hollendinga voru lögđ tígulsteinum.
Leifar eftir baskneskar hvalveiđar hafa enn ekki fundist á Íslandi?
Hugsanlega má vera ađ brćđsluofn ađ gerđ Baska sé ađ finna undir hollenska ofninum á Strákatanga. Hann vćri ţá meira í líkingu viđ ţá ofna sem fundist hafa á Penny Island í Red Bay á Nýfundnalandi, ţar sem Baskar höfđu hvalstöđvar ţegar á 16 öld. Kanadamenn hafa gert hvalveiđiminjum Baska í Rauđuvík hátt undir höfđi og voru minjarnar og stađurinn settar á heimsminjaskrá UNESCOs áriđ 2013. Hugsanlega gera Íslendingar sögu annarra ţjóđa viđ Ísland eins vel, en miđađ viđ ţćr heimalningslegu áherslur sem Íslendingar hafa lagt áherslu á til útnefningar á Heimsminjaskrá er ólíklegt ađ hinn merki minjastađur Strákatangi fari á ţá skrá í bráđ, ţó svo ađ hvalveiđar Baska og Hollendinga hafi veriđ ein mesta byltingin í veiđum viđ Strendur Íslands.
Lýsisbrćđsluofnar Baska á Penny Island voru miklu minni en ofnar Hollendinga og af annarri gerđ. Ef ţannig ofnar finnast einhvern tíman á Íslandi, höfum viđ fornleifar sem styđja ritheimildir um Baska. Enn sem komiđ er sýna fornleifar ekki ţau tengsl. Ţađ er hins vegar ađeins tímaspursmál ađ slíka minjar finnist.
Svona ímynda menn sér ađ basknesku ofnarnir á Penny Islands hafa litiđ út, en miđađ viđ upplýsingar af fundarstađ, er ţetta oftúlkun.
Til ţess ađ ég sé sćmilega fullviss um ađ hvalveiđistöđ sem grafin er upp á Íslandi hafi veriđ undir stjórn Baska, verđa forngripirnir ađ vera frá Baskalandi, ţ.e. Spáni eđa t.d. Frakklandi. Í ţví forngripameni sem fundist hefur á Strákatanga er ekkert sem bendir til Baksa, hvorki leirker né ađrir gripir. Á Spitzbergen, hafa hins vegar fundist spćnskir diskar og krukkur, en ţađ er hins vegar ekki mjög óeđlilegt, ţví hollendingar fluttu unn leirker frá Spáni.
Ţessa fćrslu er vart hćgt ađ enda nema međ tilvitnun í meistaralegt en hvalrćđislegt prumpurraggae eftir Ómar Ragnarsson, föđurbróđur Ragnars Edvardssonar. Ómar lýsir ţar raunum sínum eftir kynni sín af hinum umdeilda bjór Hvalnum, sem mun innihalda vel sođnar iđraleifar. Pempíur og nöldurkerlingar nútímans, sem fárast yfir hvađa bakteríu sem er, ćttu ţá ađ vita hvađ sett er í ostinn sem ţćr borđa svo ekki sé talađ um jógúrtina, sem byggđ er upp af bakteríum sem danskt fyrirtćki rćktar eftir ađ hafa safnađ ţeim úr bleyjum kornabarna á dönskum spítölum:
Kvalinn eftir Hvalinn
Hvalaiđra beiskan bjór
í bland međ skötu kćstri
ákaft bergđi og svo fór
međ útkomunni glćstri
á klósett eftir ţetta ţjór
međ ţarmalúđrablćstri.
Vínţoliđ, ţađ var ađ bila, -
veifađ gulu spjaldi, -
orđiđ nćrri ađ aldurtila
og gegn dýru gjaldi,
ţarmabjór hann ţurfti ađ skila
í ţarmainnihaldi.
(Ómar Ragnarsson, 2014)
Hvalveiđar | Breytt 22.4.2022 kl. 06:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)