Fćrsluflokkur: Málverk
Fiat Lux 5
11.8.2020 | 12:04
Hér skal leystur blíđur vindur í hitabylgjunni í Danmörku. Kannski er ţetta hálfgert prump, en sumir hafa ef til vill gaman af ţví líka, ef ég ţekki lesendahóp Fornleifs rétt.
Vind heitir hollenskt tímarit, sem ég hef eitt sinn skrifađ grein í og vinn nú ađ annarri. Nú vita allir Íslendingar sem aliđ hafa manninn í Niđurlöndum, ađ vaffiđ á hollensku og í orđinu Vind er boriđ fram međ sem íslenskt F. Vind er boriđ fram á niđurlensku líkt og fynd í fyndni á íslensku, og hefur ekkert međ vind ađ gera. Vindurinn á hollensku er wind. Vind (fundur) er hins vegar nafniđ á merkilegu og mjög fjölbreytilegu tímariti/magasíni um sögu, listasögu og fornleifafrćđi. Ţađ er í einstaklega háum prentgćđum og inniheldur hágćđaljósmyndir. Greinarnar í tímaritinu, sem kemur út 4 sinnum á ári, eru ekki allt of langar og mjög lćsilegar fyrir ţá sem geta lesiđ sig fram úr niđurlensku, ţó ţađ sé ađeins í litlum mćli eins og ţađ er raunin međ mig. Svo er tímaritiđ ekki dýrt í áskrift (sjá hér). Síđasta tölublađ er 210 blađsíđur. Eitthvađ af auglýsingum er í ritinu, sem skýrir hve ódýrt ţađ er. Auglýsingarnar eru ţó ekki til ama. Á međal ţeirra eru kynningar á mikilvćgum sýningum, uppbođum og menningarviđburđum víđa í Evrópu. Fyrir ţá sem eru ađ hugsa um ađ kaupa sér Rembrandt og álíka, ţá er gott ađ líta í tímaritiđ Vind.
Gluggum í ritiđ. Sem dćmi tek ég eina grein í nýjasta hefti Vind, sem ég byrja á í áskrift minni. Greinin er eftir Marloes de Moor um altaristöflu meistarans frá Haarlem, Dieric (Dirk) Bouts (1415-1475) sem stendur í dómkirkjunni í Leuven í Belgíu. Taflan er taliđ til einna af helstu meistaraverka Niđurlanda á gotneska tímabilinu í myndlistasögunni.
Ţegar ég var yngri og lćrđi fornleifafrćđi miđalda í Árósum, bráđvantađi mig góđa mynd af ljósahjálmi sem hangir yfir síđustu kvöldmáltíđinni á altaristöflunni í Leuven. Mađur varđ á einhverju stigi kandídatsnámsins ađ skrifa 14 daga ritagerđ um lausamuni frá miđöldum. Ţađ fólst í ţví ađ mađur hóf rannsóknarvinnu og bjó til 6 heimildalista yfir 6 mismunandi gripi sem mađur afhenti til samţykktar. Ţegar ritalistarnir höfđu veriđ samţykktir hófst lestur og nokkru síđar fékk mađur dagsetningu á eitt af efnunum sem mađur hafđi fundiđ og dundađ sér viđ. Ţar á eftir hafđi mađur ađeins fjórtán daga til ađ skrifa. Mér var faliđ ađ ađ skrifa um ljósahjálma og kom mér ţađ einkar vel, ţví ég hafđi mikinn áhuga á efninu enda er um auđugan garđ ađ gresja er kemur ađ ljósahjálmum sem varđveist hafa á Íslandi. Afrakstur áhugans getiđ ţiđ kynnt ykkur á neđarlega á hćgri spássíunni hér á Fornleifi, ţar sem má finna ýmsan fróđleik um ţessi forláta ljósfćri sem Íslendingar keyptu fyrir nokkra kýrrassa og notuđu fyrst og fremst í kirkjum sínum. Pistlarnir um ljósahjálma kalla ég Fiat Lux, Verđi Ljós.
Ţegar ég var í námi, voru ekki til góđar myndir á veraldarvef eins og í dag. Nú getur mađur nánast hlađiđ niđur ljósmyndum listaverkum og safngripum eins og t.d. töflunni í dómkirkjunni í Leuven, og ţađ í nćr óendanlegri upplausn (sjá hér). Í ţá daga, á síđustu öld, varđ mađur ađ gera sér ađ góđu ljósmyndir í lélegri upplausn úr bókum. Ég dró útlínur hjálmsins í Leuven í gegn á smérpappír, og endurteiknađi síđan útlínumyndina međ bleki á teiknifilmu fyrir ritgerđ mína. Myndin átti ađ sýna hvernig sumir ljósahjálmar af sömu gerđ og ţeir sem varđveist hafa á Íslandi, birtust í "samtímalist" meistara 15. aldar.
Á Íslandi varđveittust ljósahjálmar vel ţví ţar voru kirkjur ekki rćndar öllum málmgripum, líkt og gerđist víđa um Evrópu. Ţar geisađi nćr endalaust stríđ hjá friđsemdarfólkinu. Málminum (messing og bronsi) sem rćnt var úr kirkjum, var beint komiđ í vopnaframleiđslu.
Ritgerđ minni frá 1983 gaf ég titilinn Metallysekroner i senmiddelalderen og prófverkefniđ sem lagt var fyrir mig hafđi hvorki meira né minna en ţennan titil:
Der řnsker en beskrivelse af den senmiddelalderlige malmlysekrone i Vesteuropa. Desuden řnskes der en diskussion af anvendelse og produktionsforhold set pĺ baggrund af en kortfattet oversigt over bronzestřberiets historie i det senmiddelalderlige Nordeuropa.
Ritgerđin fjallađi um hina mörgu hjálma sem varđveist hafa á Íslandi međal annars í samhengi viđ ritađar heimildir, efnahagssögu, fornleifafrćđi og út frá listsögulegu samhengi.
Hér fyrir ofan sjáiđ ţiđ hjálm Bouts í ritgerđinni minni frá ţví fyrir 37 árum síđan. Ţađ er miklu auđveldara ađ skrifa háskólaritgerđir í dag miđađ viđ í "gamla daga1a" ţegar mađur varđ ađ standa á haus í bókasöfnum til ađ finna ţađ sem mađur ţurfti á ađ halda.
Málverk | Breytt 12.8.2020 kl. 07:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag verđur bođiđ upp málverk hjá uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen. Sá hluti uppbođsins, ţar er seld eru málverk, hefst klukkan 16 ađ stađartíma í Kaupmannahöfn. Ţá er klukkan ţrjú og rok og rassgat í Reykjavík. Málverkiđ sem hér sést er númer 119 á uppbođsskrá.
Nú vill svo til ađ Bruun Rasmussen er međ algjörlega ósvikna vöru frá Íslandi. Engin brögđ eru í tafli og Ólafur forvörđur og sjálfcertifíserađur falsarabani ţarf líklega ekki ađ setja gćđastimpil sinn á málverkiđ.
Um er ađ rćđa olíumálverk á striga sem er 40 x 58 sm ađ stćrđ, sem sýnir kot í nágrenni Reykjavíkur áriđ 1847. Ţá var málarinn Carl Ludvig Petersen á ferđ á Íslandi međ öđrum og meiri meistara, Vilhelm Melbye. Carl Ludvig Petersen teiknađi fjölda skyssa og teikninga frá dvöl sinni. Ein teikninganna er varđveitt í Ţjóđminjasafni og hinar í Listasafni Íslands (sjá hér).
Teikning sú sem Ţjóđminjasafn Íslands varđveitir fyrir íslensku ţjóđina, er af sama mótífinu (sama bć) og málverkiđ sem selt verđur síđar í dag. Málverkiđ hefur Carl Ludvig Petersen ađ öllum líkindum málađ viđ heimkomuna til Danmerkur, ţví hún er tímasett til 1848.
Nćrmynd. Mér datt eitt andartak í hug, ađ málverkiđ sýndi kot á Seltjarnarnesi.
Ánćgjulegt vćri ef annađ hvort Ţjóđminjasafn Íslands eđa Listasafniđ hnepptu ţetta málverk, sem danska uppbođsfyrirtćkiđ metur á 40.000 hvítţvegnjar, danskar krónur. Ţađ verđ er ţó nokkuđ í hćrri kantinum ađ mínu mati miđađ viđ "gćđi" myndarinnar. En áksjónaríus Bruun Rasmussen hafa fyrir löngu fundiđ fyrir ţví ađ málverkafćđ Íslendinga á 19. öldunni hćkkar verđ og eykur áhugann á slíkir metravöru hjá nýríkum svindlurum frá Íslandi sem betrekkja stofur sínar međ menningu sem ţeir hafa ekkert vit á. Líklegast ţarf fyrirtćkiđ á ţví ađ halda, eftir ađ annađ hvert 20. aldarmálverk sem ţeir hafa undir höndum reynist falsađ samkvćmt Ólafi konservator.
Ég skođađi málverkiđ í dag ásamt góđum vini mínum, hinum 79 ára meistara Erik Bing Henriques. Viđ ákváđum ekki ađ bjóđa í myndina, til ađ gefa fátćkum söfnum á Íslandi tćkifćri til ađ ná í hana. Og hver vill annars nú orđiđ eiga nokkurt málverk frá Íslandi. Menn eiga á hćttu ađ allt ţađan sé stoliđ, logiđ, snuđađ eđa svikiđ.
O TEMPORA! O MORES!
Málverk | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjórćningjaleikur í sandkassa: Gullskipiđ fundiđ
23.4.2016 | 20:40
Fáeinir fullorđnir menn á Íslandi ćtla í sjórćningjaleik í sumar. Ţeir eru meira ađ segja búnir ađ fá til ţess leyfi frá Minjastofnun Íslands, sem hins vegar bannar á stundum fornleifafrćđingum ađ rannsaka menningararfinn.
Leyfiđ til sjórćningjanna gengur út á ađ svífa yfir sanda međ mćlitćki til ađ finna gull og geimsteina. Fornleifafrćđingur verđur ađ vera međ í sandkassaleiknum segir í leyfinu. Sá aumi félagi úr íslenskri fornleifafrćđingastétt sem tekur slíka róluvallaleiki ađ sér verđur sér til ćvarandi skammar og háđungar. Hann verđur ţó líklega sá eini sem grćđir á ćvintýrinu, ef honum verđur yfirleitt borgađ. Ţađ verđur ţó aldrei greiđsla í gulli, geimsteinum, demöntum eđa perlum.
Minjastofnun hefur leyft fyrirtćki ćvintýramanna undir stjórn Gísla nokkurs Gíslasonar ađ leita ađ "Gullskipinu" margfrćga, sem er betur ţekkt annars stađar en á Íslandi sem Het Wapen van Amsterdam. Síđast er leitađ var ađ flaki ţessa skips sem strandađi viđ Ísland áriđ 1667, fundu menn ţýskan togara sem strandađi áriđ 1903. Hafa sumir greinilega ekkert lćrt af ţví. Ţessi greindartregđa virđist lama allt á Íslandi. Ţetta er eins og međ hruniđ. Ţađ var rétt um garđ gengiđ ţegar menn byrjuđu aftur sama leikinn og rotnir pólitíkusar taka ólmir ţátt í grćđgisorgíunni.
Leitiđ og ţér muniđ finna
Stofnađ hefur veriđ sjórćningjafyrirtćki sem kallar sig Anno Domini 1667. Sjórćningjarnir eiga sér einkunnarorđ. Ţađ er vitaskuld stoliđ, og ţađ úr sjálfri Biblíunni: "Leitiđ og ţér muniđ finna." Ţeir rita ţađ á bréfsefni fyrirtćkisins á latínu. Afar furđulegt ţykir mér, ađ menn sem eru svo vel sigldir í fleygum setningum á latínu geti ekki lesiđ sér heimildir um skipiđ Het Wapen van Amsterdam sér til gagns.
Sjórćningjarnir gera sér von um, samkvćmt ţví sem ţeir upplýsa, ađ finna 1827 tonn af perlum. Vandamáliđ er bara ađ farmskrár skipanna, sem Het Wapen van Amsterdam var í samfloti viđ ţegar ţađ strandađi viđ Íslandsstrendur, upplýsa ekkert um 1827 tonn af "ýmis konar perlum", heldur um 1,827 tonn af perlum sem voru ekki nauđsynlega á Het Wapen van Amsterdam. Yfirsjórćninginn hjá 1667, Gísli Gíslason menntađist víst í Verslunarskólanum, til ađ byrja međ. Ţar hélt ég ađ menn hefđu lćrt á vigt og mćli. Lítiđ hefur Gísli greinilega lćrt, ţví 1,827 tonn (ţ.e. eitt komma átta tvö sjö tonn) verđa ađ 1827 tonnum af perlum. Hvernig getur ţađ veriđ ađ ţessum talnasérfrćđingi sé veitt leyfi af ríkisstofnum til ađ leika sjórćningja sem leitar ađ sandkorni í eyđimörkinni? Hvađ halda landkrabbarnir í sjórćningjafélaginu ađ skipiđ hafi eiginlega veriđ stórt?
Slíka vitleysu höfum viđ séđ áđur í tengslum viđ leit ađ "Gullskipinu", ţegar "fróđir menn" héldu ţví fram ađ rúm 49 tonn af kylfum og lurkum vćru um borđ (sjá hér). Á einhvern ćvintýralegan hátt tókst einhverjum álfi ađ ţýđa orđiđ foelie sem kylfur. Ţetta var alröng ţýđing eins og ég frćddi lesendur Fornleifs um fyrr á ţessu ári, áđur en ađ kunngert var ađ sjórćningjaleikur myndi fara fram aftur á Skeiđarársandi. Foelie er gamalt hollensk heiti fyrir múskatblóm, hýđiđ utan af múskathnetunni. Ţetta krydd, sem hćgt er ađ kaupa undir enska heitinu mace á Íslandi, var fyrrum gulls ígildi. Ţó ađ ţađ hafi veriđ um borđ á Het Wapen van Amsterdam, er ég hrćddur um ađ Matvćlastofnum geti ekki leyft neyslu ţess. Síđasti söludagur rann ugglaust út fyrir nokkrum öldum. Ef múskatblóma fyndist vćri úr henni allur kraftur og hún vćri frekar vatnsósa og ónýt til matargerđar.
Ţađ verđur ađ grípa í taumana. Sjórćningjar mega ekki ganga lausir á Íslandi. Einnig mćtti ráđa hćft fólk til Minjastofnunar. Mest ađ öllu vorkenni ég börnum íslensku sjórćningjanna sem eyđa peningum fjölskyldna sinna sem ella gćtu hafa runniđ til barna og barnabarna mannanna, sem vonandi munu stíga meira í vitiđ en ţeir. Öll vitum viđ ađ síđustu karlarnir međ Asperger-heilkenni sem leituđu ađ "Gullskipinu" eins og ađ sandi í eyđimörkinni létu íslenska ríkiđ ganga í ábyrgđ fyrir vitleysunni.
Mann grunar ađ menn eins og fyrrverandi sjálfkrýndur "forleifaráđherrann", Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, hefđi veriđ til í svona sjórćningjaleik. Vonandi hefur hann nú ekki skrifađ undir gruggugan sjórćningjasamning hjá 1667 sem skattgreiđendur verđa svo ađ borga á endanum eins og allar ađrar vitleysur í íslensku ţjóđfélagi. Legg ég hér međ til ađ sjórćningjarnir fari frekar og hjálpi kollegum sínum, íslensku stórţjófunum og skattskvikurunum viđ ađ grafa upp gull ţeirra og geimsteina í heitum sandinum á Tortólu, og skili sköttum og gjöldum af ţví fé í sameiginlega sjóđi landsins. Ţađ vćri ţjóđţrifamál á viđ nokkur gullskip.
Myndin efst
er hluti af stćrra málverki eftir hollenska meistarann Aelbert Cuyp. Ţarna sjást tvö skip VOC (Vereenigde Oost-Indische Compagnie/Sameinađa Austur-indíska Verslunarfélagsins) í Batavíu um 1660. Batavía var helsta höfn Hollendinga í Indónesíu. Í dag heitir borgin á ţessum stađ Jakarta. Ef vel er af gáđ, sjá menn kannski ađ skipiđ til hćgri ber skjaldamerki Amsterdamborgar.
Hugsanlega er ţetta skipiđ sem menn eru ađ leita ađ á Íslandi. Einhver annar en listamađurinn Cuyp hefur skrifađ 'Banda' á skut skipsins. Banda var ekki nafn ţessa skips heldur höfnin á samnefndri eyju á Malaccasundi, ţar sem múskattréđ óx upphaflega. Höfnin í Banda var heimahöfn múskatsskipsins Het Wapen van Amsterdam, sem sigldi međ mörg tonn af ţví verđmćta kryddi í síđustu för sinni. Menn mega trúa mér eđa ekki. Ef ekki, mega ţeir trúa ćvintýramanninum Old Red Gísli Gold sem hér sýnir innistćđulaust sjórćningjakort nútímans, međ leyfi Minjastofnunar Íslands til ađ leita uppi vitleysuna endalausu. Ţađ kalla menn víst ćvintýri.
Málverk | Breytt 15.5.2020 kl. 19:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Er ţetta nú allur sannleikurinn?
28.2.2016 | 20:55
Heldur Ólafur Ingi Jónsson forvörđur á Íslandi, sem ekkert frćđilegt hefur gefiđ út eftir sig er sem sannar ţađ ađ 900 málverk, sem hann heldur fram ađ séu í umferđ og gangi kaupum og sölum, séu fölsuđ málverk íslenskra meistara?
Heldur Ólafur Ingi Jónsson ađ menn í uppbođsheiminum taki orđ hans gild, ţegar ekkert frćđilegt er ţeim til stuđnings?
Heldur Ólafur Ingi Jónsson, ađ Lögreglunni í Kaupmannahöfn, nánar tiltekiđ Statsadvokaten for sćrlig řkonomisk og international kriminalitet sé stćtt á ţví ađ ákćra nokkurn, ţegar ţađ eina sem ţeir og danska lögreglan hafa í höndunum eru yfirlýsingar Ólafs Jónssonar forvarđar, sem ekki getur stutt skođanir sínar međ frćđilegum vísindagreinum?
Ólafur Ingi er reyndar ekki sérhćfđur í fölsunum á málverkum í fremur stuttu námi sínu a Ítalíu hér forđum daga.
Í nóvember á sl. ári hafđi eigandi eins verksins, sem gert var upptćkt hjá Bruun & Rasmussen áriđ 2014, og sem Ólafur Jónsson telur falsađ, samband viđ mig. Ég sýndi á Fornleifi sjá hér og hér, hvar foreldrar hans hefđu keypt verkiđ áriđ 1994. Eigandinn, erfingi ţekktra safnara, skrifađi mér í nóvember síđastliđnum til upplýsingar, ađ hann hefđi fengiđ ađ vita ađ:
"Lögreglan hefđi nú fengiđ stađfests ađ málverkiđ vćri falsađ, sem ţeir vilja nú fá stađfestingu á en ţekkja ađeins einn ađila sem geti skoriđ úr um ţađ".
Ţessi eini ađili reyndist vera Ólafur Jónsson, sá sami og stađfesti ađ málverkiđ vćri falsađ án ţess ađ rannsaka ţađ. Viđbrögđ eigandans voru ţau, ađ hann ćtlađi sér međ hjálp lögfrćđings síns ađ lögsćkja Ólaf. Ţeim ţótti ekki nein rök í ţví ađ sami mađur, sem ekki hafđi rannsakađ málverkin, en lýst ţau fölsuđ skyldi rannsaka hvort ţau vćru fölsuđ. Slíkur ađili er vitaskuld hvorki óháđur né hlutlaus.
Ţađ er nú líkast til ţess vegna ađ Statsadvokaten for sćrlig řkonomisk og international kriminalitet í Kampmandsgade 1 í Kaupmannahöfn hefur ákveđiđ ađ losa sig viđ máliđ međ ţví ađ segja ađ ţađ sé fyrnt.
Lögreglan og sérstakur Ríkissaksóknari í Danmörku eru ekki vitlausari en ţađ, ađ ţau skilja vel, ađ óheppileg sé ađkoma ţeirra ađ máli ţar sem "sérfrćđingur", sem ekki hefur skrifađ neitt frćđilegt um allar ţessar 900 falsanir, er kallađur til til ađ sanna fölsun sem hann hefur ţegar sagt ađ sé fölsun. Ţađ mun aldrei góđri lukku stýra í dönskum réttarkerfi. Ólafur Jónsson eyđilagđi, sýnist mér á öllu, máliđ fyrir sjálfum sér.
Mitt einasta ráđ til Ólafs Inga Jónssonar er ađ sýna okkur sérfrćđiţekkingu sína svarta á hvítu - og helst líka í lit -, svo hćgt sé ađ taka hann alvarlega. Ţađ get ég ekki gert, m.a. eftir ađ Ólafur ţaut út opinberlega hér um áriđ og lýsti yfir á opnum fyrirlestri, ađ málverk frá 18. öld, sem líklegast hafa veriđ máluđ af Sćmundi Hólm (sjá hér og hér), vćru verk hollensks "meistara" frá 17. öld.
Ţekkingu Ólafs á nýrri meisturum dreg ég ekki efa, en hann verđur ađ sýna okkur ţessa ţekkingu. Birta, Ólafur, birta!
Ítarefni:
Afar sérstakur saksóknari
Tvćr falsanir af 900 ?
Ţingsályktunartillaga fyrir ţá sem veggfóđra međ Kjarval?
Samfellt brot málverkafölsunar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Málverk | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
11. Getraun Fornleifs
20.5.2015 | 14:40
Nú ţegar Fornleifur er hvort sem er kominn í listastuđ međ greinar um tvíćringja í Feneyjum og mynd eftir Ţorvald Skúlason sem er til sölu í Kaupmannahöfn (sjá síđustu greinar), er viđ hćfi ađ láta listhneigđa fornfrćđinga landsins rembast örlítiđ.
Ţess vegna er 11. getraun Fornleifs listagetraun, og líklega er hún allt of létt. Myndin er um 75 x 60 sm ađ stćrđ
Hver málađi myndina?
Hvenćr?
Hvađa stađ sýnir hún?
Hvar hangir myndin?
Hvađ borgađi sá sem keypti hana síđast?
Málverk | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Falleg mynd eftir Ţorvald Skúlason til sölu í Kaupmannahöfn
19.5.2015 | 09:00
Fornleifur hefur fengiđ leyfi listaverkasala og vinar síns í Kaupmannahöfn ađ birta mynd af einstaklega fallegu málverki međ einstaklega fallegri litasamsetningu. Verkiđ er frá yngri árum Ţorvaldar Skúlasonar.
Málverkiđ er nú til sölu í Kunsthandel Nina J, í Gothersgade 107. Myndin er úr safni hjónanna og listamannanna Maríu H. Ólafsdóttur, sem var íslensk, og Alfreds I. Jensens.
Málverkiđ er líklega málađ í Osló eđa Kaupmannahöfn. Ég hallast sjálfur ađ Vesterbro í Kaupmannahöfn. Ég tel ađ ţađ sé málađ á sömu árum og ţetta verk sem var til sölu hér um áriđ í Gallerí Fold í Reykjavík:
Ef menn vilja eignast gott verk, er um ađ gera ađ flýta sér. Hér eru upplýsingar um Kunsthandel Nina J, ţar sem myndin er til sölu. Verđiđ kemur mjög á óvart. Eins og Danir segja; Fřrst kommer, fřrst fĺr.
Meistari Ţorvaldur
Málverk | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Skítafréttamennska á RÚV, enn einu sinni
24.3.2015 | 08:22
Róbert Jóhannsson "fréttamađur" á RÚV birtir frétt sem hann kallar "Gyđingurinn hafđi trú á Hitler". Ţar heldur hann ţví fram ađ gyđingur, sem keypti málverk af Hitler, hafi veriđ listaverkasali.
Samuel Morgenstern í Vín, sem keypti og seldi um tíma myndir Hitlers í byrjun 20. aldar, átti rammagerđ og sérćfđi sig í glerrömmum. Hann var ekki listaverkasali frekar en Sigurđur Einarsson var fjármálasnillingur. En Róbert Jóhannsson fréttamađur á RÚV heldur ţví fram ađ Morgenstern hafi veriđ listaverkasali. Ţví er einnig haldiđ fram í grein ţeirri sem Róbert skrifar á vef RÚV, ađ verk Hitler hafi veriđ seld auđugum gyđingum. Ţetta er líka fölsun á stađreyndum. Síđan er ţví haldiđ fram ađ Samuel Morgenstern hafi lenti í ţrćlabúđunum í Lodz og látist ţar. Í Lodz var gettó, eitt af 1150 slíkum um alla Evrópu sem Ţjóđverjar fyrirskipuđu, til ađ létta sér smölun gyđinga í fanga-, ţrćla- og útrýmingarbúđir sínar.
Gyđingurinn Morgenstern hafđi hafđi ekki "trú á Hitler." Hann keypti ađeins myndir hans til ađ selja fólki sem hafđi áhuga á frekar gerilsneyddri borgaralegri list sem leit vel út í glerramma. Einn kaupenda var t.d. lögfrćđingur af gyđingaćttum. Landslagsmyndin viđ fréttina um uppbođ á klunnalegri blómamynd eftir Hitler í Los Angeles, er reyndar međ ţeim betri "póstkortum" međ hendi Hitlers sem ég hef séđ. En ekki er heldur hćgt ađ sjá ađ myndin sé merkt Hitler. Ţegar betur er ađ gáđ, ţá hefur Róbert Jóhannsson lyft myndinni af myndvef EPA, ţar sem kemur mjög greinilega fram, ađ ekkert sanni ađ ţessi landslagsmynd sé eftir Hitler:
"epa00827356 This is one of a collection of 21 watercolours attributed to Adolf Hitler which are to be sold at auction in Cornwall, England Tuesday 26th September 2006. They are judged to be authentic because they are similar to other known work by the Nazi dictator. They are believed to have been painted between 1915 and 1918 on the border of France and Belgium. This one is a landscape in Le Flaquet. EPA/HO"
Er ekki lágmarkskrafa ađ fréttamenn á RÚV séu gćddir lágmarks heimildarýni? Greinilega ekki.
Heimildarýni RÚV hefđi hentađ vel í 3. Ríkinu.
Hin ósmekklega fyrirsögn Róberts Jóhanssonar lýsir dómgreindarleysi og heimsku hans eđa prófarkalesara RÚV. Ákveđna greininn á "Gyđingurinn" í fyrirsögn greinarinnar má skilja ţannig ađ gyđingar almennt hafi haft trú á Hitler. Ef fréttamađurinn á RÚV hefđi kunnađ íslensku hefđi hann skrifađ "Gyđingurinn sem hafđi trú á listamanninum Hitler". Morgenstern hafđi vitaskuld ekki minnstu hugmynd um ađ "listamađurinn" yrđi skrímsli 20-30 árum síđar.
Rammasalinn Morgenstern seldi myndir líkt og rammasalar gera, og ţađ er oftast ekki mikil list. Menn ţurftu ekki ađ vera í nánu sambandi viđ ţá sem mađur selur list eftir.
Málverk | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Altaristaflan í Miklaholti
12.11.2014 | 07:15
Flestir Íslendingar kannast viđ Vor Frelsers Kirke, Kirkju Frelsara Vors á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. Sumir hafa jafnvel gengiđ upp í turnspíruna á henni, eins og ég gerđi međ föđur mínu sumariđ 1971. Mađur gengur upp tröppur utan á turnspírunni. Síđan ţá hef ég ţjáđst af mikilli og ólćknandi lofthrćđslu og dreymir stundum enn um ţađ ţegar ég ţurfti ađ setjast niđur á koparţrepin ţegar einhverjir plássfrekir ţýskir túristar og sćnskar fyllibyttur gengu framhjá okkur utan á helv... spírunni.
Kirkja Frelsara Vors var reist á árunum 1682-1696 eftir teikningum norsks byggingarmeistara af hollenskum ćttum. Hann hét Lamberts van Haven. Kirkjan var ekki upphaflega hugsuđ međ ţann turn og turnspíru sem viđ ţekkjum í dag. Spíran var fyrst vígđ áriđ 1752 og var gerđ eftir teikningum danska arkitektsins Lauritz de Thurah.
Vor Frelsers Kirke á 18. öld.
Kirkjan í lok 19. aldar.
Ţegar skrifađ var um kirkjuna í stórverkinu Danmarks Kirker í byrjun 7. áratugar síđustu aldar, kannađist listfrćđingurinn Jan Steensberg (1901-1971), sem um kirkjuna fjallađi, vitaskuld ekki viđ altaristöfluna í Miklaholtskirkju i Fáskrúđabakkasókn á Snćfellsnesi. Hefđi hann gert ţađ, hefđi löng greinargerđ hans um kirkjuna orđiđ öđruvísi en sú sem má lesa (sjá hér). Nú vitum viđ, hvernig turn kirkjunnar var, áđur en hann var hćkkađur til muna um 1740 og áđur en spíran sem nú er kirkjunni var loks reist. Ţetta var dćmigerđ hollensk kirkja, líkust Nýju kirkju (Nieuwe Kerk) í den Haag í Hollandi, enda byggđ af hinum hollenskćttađa Norđmanni van Haven.
Lambert van Haven, byggingarmeistarinn.
Prestur gefur ljósmynd
Af einhverjum ástćđum mér ókunnugum kom séra Jónas Gíslason (1926-1998) međ ljósmynd af altaristöflunni á Ţjóđminjasafns Dana áriđ 1967 og gaf safninu. Jónas var ţá prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn, en síđar var hann útnefndur prófessor í trúarbragđasögu viđ guđfrćđideild Háskóla Íslands, og enn síđar vígslubiskup í Skálholti. Engar upplýsingar hafa Danir um ţessa ljósmynd sem ţeir fengu. Myndin varđ hins vegar til ţess ađ ég hóf dauđaleit af töflunni. Leitin stóđ yfir í um ţađ bil sólarhring. Ég fullvissađi mig um ađ taflan, sem ekki er nefnd í Kirkjum Íslands, vćri heldur ekki á Ţjóđminjasafni Íslands. Loks kom í ljós ađ hún hafđi lengst af veriđ í kirkjunni eftir ađ hún fékk andlitslyftingu hjá Frank heitnum Ponzi listfrćđingi fyrir mörgum árum síđan.
Mönnum ţótti kirkjan í Miklaholti orđin mjög hrörleg á seinni hluta 20. aldar og var ákveđiđ ađ endurbyggja hana og enn var bćtt viđ áriđ 1961. Fáskrúđabakkakirkja var sömuleiđis gerđ ađ sóknarkirkju í stađ Miklaholtskirkju. Ţađ var gert ţegar áriđ 1936. Ýmir gripir í gömlu kirkjunni fóru í ađrar kirkjur t.d. í nýju sóknarkirkjuna. Fáskrúđarbakkakirkju. En ekkert hefur fariđ á Ţjóđminjasafn Íslands. Kurt Zier, Ţjóđverji sem hafđi veriđ í útlegđ á Íslandi á stríđsárunum, og sem síđar hafđi snúiđ aftur frá Ţýskalandi til Íslands áriđ 1961 til ađ stýra Myndlista- og Handíđaskólanum Reykjavík, var fenginn til ađ mála nýja altaristöflu fyrir Miklaholtskirkju.
Gamla altaristaflan var hins vegar send til viđgerđar hjá Frank Ponzi og kostađi Guđríđur heitin Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar Sigurđssonar í Miklaholti ţađ, en Magnús bjó í Miklaholti fram til 1939. Viđ jörđinni tók Valgeir Elíasson og kona hans Guđlaug Jónsdóttir. Núverandi ábúandi í Miklaholti, Gyđa Valgeirsdóttir, sem séra Páll Ágúst Ólafsson benti mér á ađ hafa samband viđ, sagđi mér hvar altaristaflan vćri niđur komin. Taflan kom aftur úr viđgerđinni og hefur síđan ţá hangiđ yfir kirkjudyrum, ţar sem fáir veita henni athygli, ţví ađeins er messađ í kirkjunni einu sinnu á ári, á Nýársdag.
Afkáraleg altaritafla?
Myndin á altaristöflunni úr Miklaholti er líklega gerđ áriđ 1728 líkt og fram kemur á töflunni, Hún er kannski ekki mikiđ listaverk, en í einfaldleika sínum er hún ađ mínu viti bćđi falleg og einlćg.
Í kirknaskrá sinni skrifađi Matthías Ţórđarson ţetta áriđ 1911 er hann heimsótti kirkjuna: 7.VII.1911. Kirkjan orđin gamalleg og fúin, fremur lítilfjörlegt hús. Altaristafla afkáraleg, ofantekin, stendur frammi í horni. Umgjörđin međ allmiklu verki, máluđ međ ýmsum litum. Myndin sjálf sýnir kirkju, fyrir framan er Kristur međ flokk postula, Jóhannes skírari og ýmislegt fólk, sem flest bađar höndunum út í loptiđ. Fyrir ofan er letrađ: Johannes og Johannis Babtistć Kirkia epter honum so křllud. Fyrir neđan myndina stendur á sjerstökum fleti: Hr. Peder Einersen: M.[:] Christin Siverdsda[a]tter. Ao 1728. "
Altaristöfluna gömlu í Miklaholti gaf séra Pétur Einarsson (1694-1778) sem alla tíđ var prestur í Miklaholti. Hann fór utan eftir nám í Hólaskóla 1720. Áriđ eftir fékk hann brauđ í Miklaholti og hefur líklega pantađ ţessa ţessa töflu af Vor Frelsers Kirke og beđiđ um ađ nafn sitt og konu sinnar yrđi sett á hana. Myndin er ţó ţess leg ađ ekki verđur útilokađ ađ íslenskur mađur hafi gert hana, einhver nákvćmur naívisti, en ţar verđa ţó ađeins vangaveltur.
Ţegar efst á myndina er ritađ ađ kirkjan fái nafn sitt eftir Jóhannesi og Jóhannesi skýrara er vitanlega átt viđ kirkjuna í Miklaholti sem taflan var gefin. Ţar var kirkja allt frá ţví á miđöldum helguđ Jóhannesi skírara.
Matthías Ţórđarson greinir myndmál myndarinnar rangt. Ţarna er margt ađ gerast. Skegglausi engillinn međ geislabauginn er enginn annar en Gabríel, og fólk bađar út höndum ţví Biblían greinir frá ţví ađ allir menn, t.d. María mey og Zakarías hrćddust Gabríel er ţau sáu hann. Jesús og lćrisveinarnir horfa á. Gabríel var bođunarengill ţegar í Gyđingdómi. Einnig má greina á málverkinu mann međ hjálm, sem snýr baki í okkur, en ţađ er hundrađshöfđinginn Kornelíus. Honum birtist engillinn Gabríel líka.
Ef einhver fróđur mađur getur skýrt út fyrir mér, hvernig stóđ á ţví ađ séra Jónas Gíslason fór međ ljósmynd af altaristöflu frá Íslandi á Ţjóđminjasafn Dana, vćri mér mikil akkur í ađ fá upplýsingar um ţađ. Ég held ađ hann hafi kannski leitađ upplýsinga fyrir Frank Ponzi og ađ Frank hafi tekiđ myndina. Hef ég ţví haft samband viđ Tómas, son Franks Ponzi, sem var nokkurn veginn samtíma mér í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ.
Taflan sem hafđi stađiđ í friđi og spekt yfir altari í Miklaholti síđan um 1728, var reyndar orđin hornkerling áriđ 1911. Hún er ţó sannarlega ţess virđi ađ minnst sé á hana ţví hún leysir ráđgátu um byggingasögu einnar merkilegustu kirkju Kaupmannahafnar, borgar sem í eina tíđ var höfuđborg Íslands. Í Vor Frelsers Kirke hangir til dćmis ljósahjálmur sem Íslandskaupmađurinn Jacob Nielsen gaf áriđ 1695.
Ritiđ Fornleifi á fornleifur@mailme.dk ef ţiđ hafiđ frekari upplýsingar um altaristöfluna í Miklaholtskirkju.
Málverk | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Afar sérstakur saksóknari
29.9.2014 | 14:42
Ég ritađi hér um daginn um nýja málverkafölsunarmáliđ, ţar sem tvö málverk eftir Svavar Guđnason voru tekin í hald lögreglunnar í Kaupmannahöfn sama dag og bjóđa átti upp málverkin hjá uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen.
Ţađ sem Bruun Rasmussen var ekki tjáđ nákvćmlega hvađan ákćran kćmi, samkvćmt upplýsingum Niels Raben yfirmanni uppbođa nútímalistar, og eigandi eins málverksins K.O. hefur heldur ekki fengiđ upplýsingar um hver hafi sett fram ákćruna, hafđi ég samband viđ Ríkislögregluna á Íslandi. Ţar sagđi mér lögfrćđingur, ađ Embćtti sérstaks saksóknar ađ Skúlagötu 17 í Reykjavík vćri ţađ embćtti sem sći um ţetta mál og hefđi sett fram kćruna sem leiddi til ţess ađ lögreglan í Kaupmannahöfn lagđi hald á tvö málverk.
Er ég hafđi samband viđ Sérstakan saksóknara í dag var mér tjáđ ađ Ólafur Ţór sérstakur saksóknari sći um ţetta fölsunarmál ásamt embćttismanni hjá embćttinu sem heitir Sveinn. Ţeir voru fara á fund og gátu ţví ekki svarađ erindi mínu, sem ég býst viđ ađ ţeir svari skriflega og hafa ţeir fengiđ erindiđ.
Spurning mín til embćttisins er einfaldlega sú: Hvernig ákćra frá forverđi viđ Listasafn Íslands, sem séđ hefur málverk á netinu og slćr ţví fyrirvaralaust út ađ ţađ sé falsađ, verđi mál sem sérstakur saksóknari og Lista Sveinn starfsmađur hans taka ađ sér ađ kćra í og krefja lögregluyfirvöld í Danmörku gegnum NORPOL ađ gera upptćk. Ég fć alls ekki séđ af lögum nr. 135/2008, ađ ţađ sé í verkahring Sérstaks saksóknara ađ rannsaka meintar málverkafalsanir. Sjá hér.
Hvađ kalla menn rannsókn ?
Samkvćmt nýjum lögum (2014) um ráđstafanir gegn málverkafölsunum hefur Alţingi ályktađ ađ fela "mennta- og menningarmálaráđherra ađ setja á laggirnar starfshóp skipađan fulltrúum Listasafns Íslands, Myndstefs, Bandalags íslenskra listamanna, Sambands íslenskra myndlistarmanna, embćttis sérstaks saksóknara, sem fer međ efnahagsbrot, og mennta- og menningarmálaráđuneytis sem geri tillögur ađ ráđstöfunum gegn málverkafölsunum og skilgreiningu á ábyrgđ hins opinbera í lögum gagnvart varđveislu ţessa hluta menningararfsins. Ţá fái hiđ opinbera frumkvćđisskyldu til ađ rannsaka og eftir atvikum kćra málverkafalsanir."
Ţess ber ađ geta ađ slíkur starfshópur hefur ekki komiđ saman. Hins vegar hljóp embćtti Saksóknara til nú eins og ađ verk látins íslensks listamanns vćru í verđflokknum Picasso plus, og sala á meintri fölsun á verki hans (sem dćmt var falsađ eftir ađ Ólafur Ingi Jónsson forvörđur sá ţađ á netinu/ţađ var ranbsókn) vćri brot sem setti efnahag Íslands í vanda. Ţađ er eins dćmalaust vitlaust og ţegar Bretar settu Íslendinga á hryđjuverkalistann. Vita menn hvađ áćtlađ verđ var á málverkinu á uppbođi Bruun Rasmussen sem K.O. á Jótlandi setti á uppbođ? Ţađ eru skitnar 5350 (40.000 DKK/825.000 ISK) Er ekki mikilvćgara fyrir sérstakan saksóknara ađ setja bankafalsarana og bankaellurnar undir lás og slá?
Hvađ haldiđ ţiđ lesendur góđir? Er rétt ađ nota embćtti sérstaks saksóknara til ađ eltast viđ hugsanlega fölsun í Danmörku, ţegar embćttinu ber fyrst og fremst ađ lögsćkja menn sem settu Ísland á hausinn? Verk í eigu manns á Jótlandi, sem erfđi verkiđ eftir foreldra sína sem voru ţekktir listaverkasafnarar, sem keyptu málverkiđ áriđ 1994, getur vart hafa sett Ísland á hausinn áriđ 2008. En hvađ veit ég?
Hvenćr endar hin sér íslenska vitleysa? Vonandi verđur sérstakur saksóknari eins duglegur viđ ađ lögsćkja bankabófana og hann hefur veriđ í ţessu nýupptekna fölsunarmáli. Fyrir nokkrum árum síđan var málverkafölsunarmáliđ taliđ eitt mesta og dýrasta mál landsins. Nú eru slík mál bara peanuts bćđi hvađ varđar stćrđ og kostnađ.
Málverk | Breytt 3.10.2014 kl. 07:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
Tvćr falsanir af 900 ?
25.9.2014 | 10:51
Fyrr í ár var samţykkt ţingsályktunartillaga um ráđstafanir gegn málverkafölsunum. Ég skrifađi skömmu áđur lítillega um máliđ hér á Fornleifi.
Í fyrradag kom svo upp enn eitt fölsunarmáliđ. Forvörđurinn Ólafur Ingi Jónsson hafđi frétt af tveimur málverkum eftir Svavar Guđnason á uppbođi hjá uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Hann taldi sig ţegar sjá, ađ um falsanir vćri ađ rćđa. Hann sendi um ţađ greinargerđ eđa eitthvađ ţvíumlíkt til embćttis Ríkissaksóknara, sem svo glćsilega tókst ađ klúđra fyrri fölsunarmálum međ lagatćknilegu rugli. En nú átti greinilega ađ sýna röggsemi svo embćttiđ sendi lögreglunni í Kaupmannhöfn tafarlaust beiđni um ađ koma í veg fyrir sölu málverkanna, ţví ţau voru talin fölsuđ.
Ađ morgni ţess dags sem uppbođiđ átti ađ vera hafđi lögreglan í Kaupmannahöfn samband viđ uppbođsfyrirtćkiđ sem tók myndirnar af skrá, allt fyrir orđ sérfrćđings sem ađeins hafđi séđ ljósmyndir af málverkunum en ekki skođađ ţćr hjá uppbođsfyrirtćkinu eđa rannsakađ. Ţess verđur ţó ađ geta, ađ danska lögreglan vildi ekki gefa Bruun Rasmussen upp, hverjir hefđi kćrt í málinu og hver héldi ţví fram ađ málverkin vćru fölsuđ.
Íslenskir fjölmiđlar hafa nokkrir greint frá málinu og út frá ţeim fréttaflutningi má ćtla ađ málverkin séu m.a. talin fölsuđ, ţar sem ţau eru máluđ međ alkyd litum (akryl) og er ţví haldiđ fram í fjölmiđlum ađ slík málning hafi ekki veriđ framleidd fyrr en eftir dauđa listamannsins, Svavars Guđnasonar (1934-1988). Í fyrri málum hefur einnig veriđ haldiđ fram ađ undirskriftin, signatúrinn, sé ekki Svavars sjálfs og ađ myndirnar séu viđvaningslegar. Ţar ađ auki var ţví fleygt fram í fjölmiđlum nú ađ málverkin sem síđast voru á uppbođi Bruun Rasmussens vćru líklega máluđ eftir fyrirmyndum.
Málverkin keypt áriđ 1994
Af uppbođsgögnum, sem ţví miđur voru dregin til baka, má sjá úr hvađa safni ein myndanna var. Ţađ voru hjón á Jótlandi sem voru ţekkt fyrir listaverkasafn sitt. Dönsk listasöfn höfđu haldiđ sér sýningar á hlutum ţess safns. Sonur ţeirra erfđi öll listaverkin ađ ţeim látnum. Eins og einn sýnandi verka foreldra hans sagđi, ţá var hann dreginn međ á sýningar og listasöfn allan sinn barndóm, settur á baksćtiđ í bílnum međ bunka af Andrés Andarblöđum, međan foreldrarnir keyptu inn listaverk og ţrćddi öll listsöfn hins siđmenntađa heims međ hann á aftursćtinu. Hann selur nú ţessi verk sem hann hefur engan persónulegan áhuga á.
Ég hafđi samband viđ K.O. son hjónanna og hann var undrandi ađ heyra ađ mynd hans hefđi veriđ tekin af uppbođinu og ađ hún vćri nú í vörslu lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Hann á kvittun fyrir kaupum málverkanna og voru ţau keypt af foreldrum hans af galleríi í Grřnnegade í Árósum 1994.
Vilhjálmur Bjarnason veit eitthvađ sem Bruun Rasmussen veit ekki
Vilhjálmur Bjarnarson alţingismađur, einn ţeirra sem setti fram ţingsályktunartillöguna sem fyrr er nefnd, hélt ţví fram viđ RÚV í gćr (24.9.2014) ađ honum vćri "kunnugt um ţađ ađ Bruun Rasmussen hafđi vísbendingar um ţađ áđur ađ verkin vćru fölsuđ. Ţannig ađ ţađ var ósköp einfalt ađ leita ţessara leiđa. " Ţetta bar ég í morgun undir Niels Raben hjá Bruun Rasmussen, sem sagđi ţađ af og frá. Hann hefđi ekki vitađ né haft neinar vísbendingar um ađ verkin vćru hugsanlega fölsuđ fyrr en hann fékk erindi frá Kaupmannahafnarlögreglunni, sem ekki vildi gefa upp hver á Íslandi kćrđi myndirnar sem falsanir.
Vilhjálmur Bjarnarson verđur ađ skýra ţessi orđ sín, og nú er líklega komiđ ađ ţví ađ framkvćma ađrar "rannsóknir" en ađ dćma út frá ljósmyndum á vefsíđum. Ţađ stenst einfaldlega ekki frćđilega og mađur leyfir sér ađ lýsa furđu á vinnubrögđum Ríkissaksóknara, ţó ţađ sé greinilega komiđ í tísku af öđrum sökum.
Ţáttur Ríkissaksóknara
Ég á mjög erfitt međ ađ skilja, hvernig hćgt er ađ fá Ríkissaksóknara ađ ađhafast nokkuđ í máli nema ađ fyrir liggi einhvers konar rannsókn, t.d. ferđ Ólafs Inga til Uppbođshúss Bruun Rasmussens í Bredgade í Kóngsins Kaupmannahöfn, ţar sem hann hefđ getađ skođađ myndirnar gaumgćfilega. En ţađ eru greinilega ekki venjulegar ađferđir Ólafs Inga eđa stofnunar ţeirrar sem hann vinnur fyrir. Eins má furđu sćta, ađ sú deild lögreglunnar í Kaupmannahöfn sem gerđi verkin upptćk sl. ţriđjudag hafi ekki viljađ upplýsa hver hafi sett fram ákćru og á hvađa grundvelli. Ţar međ hefur danska lögreglan líklegast brotiđ dönsk lög segir mér lögfróđur vinur minn.
Lesendur Fornleifs muna kannski eftir furđumyndunum 24 sem Ólafur Ingi sagđi hollenskar og frá 17. öld. Ţćr voru nú ekki hollenskar og eru frá 18. öld og eru líklegast málađar af Sćmundi Hólm, fyrsta Íslendingnum sem gekk á listaakademíu. Ólafur hélt meira ađ segja lćrđan fyrirlestur á Listasafni Íslands um hollensku málverkin áđur en ég sýndi fram á annađ og meira, sjá hér og hér.
Enn er ég ekki búinn ađ sjá neinn rökstuđning frá Ólafi Inga Jónssyni fyrir yfirlýsingum hans um ađ 900 falsanir séu í umferđ. Vissulega hafa veriđ falsanir í umferđ á Íslandi, og dreg ég ţađ ekki í vafa, en ţađ gefur mönnum ekki "veiđileyfi" á listaverkasala og uppbođshús ef haldbćrar sannanir liggja ekki fyrir. Enn hef ég ekki séđ efnagreiningar eđa lćrđar greinar eftir Ólaf forvörđ. Er ekki komin tími til fyrir Listasafn Íslands ađ gefa ţađ út? Er hćgt ađ tjá sig um málverkafalsanir án ţess? Er nóg ađ mćta međ sjónvarpsmenn í gallerí, eins og Ólafur hefur gert í Reykjavík, og heimta ađ fá ađ rannsaka verk í beinni útsendingu. Hvađ varđ um hinn undirbyggđa grun, svo ekki sé talađ um grunninn?
Málverk | Breytt 16.12.2014 kl. 08:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)