Fćrsluflokkur: Forngripir

Ég er međ hund

le_seppi_2.jpg

Fyrir tćpri viku síđan festi ég kaup á hundskvikindi. Ég telst dags daglega til öfgafullra kattaelskanda og ţarf víst mikiđ til ađ ég falli fyrir hundsskömm, enda eru ţađ skítugar skepnur, afar hávćrar og heimskar. Hundurinn minn er hins vegar af göfugu kyni og getur rakiđ ćttir sínar alveg urrandi aftur á seinni hluta 18. aldar. Ţetta er hin mesta ţrifaskepna, sem aldrei setjast á flćr eđa annar óskapnađur, enda er hann alíslenskur í húđ og hár, tćr eins og lindin og greindur eins og ţjóđin sem hann hefur löngum elt og flađrađ í kringum.

hruturinn_erlendur

Á 6. áratug 18. aldar komu franskir könnuđir til Íslands og náđu sér í eintök af íslenskum fjórfćtlingum. Ţetta voru sendimenn franska greifans af Buffon (comte du Buffon) sem skírđur var Georges-Louis Leclerc (1707-1778). Hann var einn fremsti náttúrufrćđingur Frakka og gaf út heilmikiđ verk "Histoire naturelle, générale et particuličre" (sem út kom 1749-1788, og var áfram haldiđ međ útgáfuna eftir dauđa hans allt fram til 1804).

rollan_vigdis_3.jpg

Hef ég áđur skrifađ um Erlend og Vigdísi, sem fóru međ Franzmönnum úr landi og gerđust síđan frćg í einum af 36 bindum Buffons greifa um blessađa náttúruna. Erlendur, sem upphaflega var nefndur Móri og kom frá Skagaströnd, endađi í fátćklegu cassoulet í Bastillunni. Vigdís varđ hins vegar miđopnudýr í "Oui de moutons" frá 1760 og vöktu klaufir hennar sér í lagi athygli franskra rúta. Hún reyndist afar kynsćl, áđur en hún fór úr einhvers konar riđuveiki.

Ţađ sem menn vissu ekki var ađ Fransarar numdu einnig á brott međ sér íslenskan hund (Chien d'Islande). Hann svarađi fólki ef hann var kallađur Seppi og var á lóđaríi á Bessastöđum er hann fann góđan matarilm úr skipi Fransmanna ţar út fyrir landi. Gerđi Seppi sér lítiđ fyrir og synti út í skipiđ og fór ţađan ekki síđan fyrr en skipiđ lagđist ađ bryggju í Calais. Fransmenn ţurftu ţví ekkert ađ hafa fyrir ţví ađ ná sér í íslenskan hund međ öllum ţeim aukakostnađi sem slíku fylgdi.

En af ţeirri mynd sem fremstu teiknarar Frakka ristu af Seppa má glögglega sjá, ađ Seppi var einhvers konar slys eđa ávöxtur hópnauđgunar, sem hefur átt sér stađ síđla kvölds á horni tveggja trađa í Reykjavík. Hann er ekki "rassenrein" frekar en ţeir hundar sem síđar hafa veriđ skilgreindir sem íslenski hundurinn. "Hreinir" íslenskir hundar voru hugsanlega til, en ţađ ţurfti ađ fara austur í sveitir til ađ finna einn slíkan. Ţađ gerđist áriđ 1788 er Kátur kom út í fyrsta bindi af enskri bók The Habitable World Described; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788.. Höfundur var séra John Trusler.

icelanders_1277276.jpg

Af Seppa fara síđar ţćr sögur, ađ hann hélt sínum uppteknu ţjóđháttum á Íslandi á götum Parísarborgar og ţar bar hann beininn eftir ađ einn vagna Lúđvíks 15. ók yfir hann og kramdi til ólífis. Seppi ţótti snoppufríđur og fjölgađi sér ríkulega međ kjölturökkum og pudelhundum Parísarađalsins. Afkomendur Seppa tóku ţátt í frönsku byltingunni, en geltu einnig hćst allra viđ aftöku Robespierre eins og samtímaheimildir sýna ljóslega. Erfđafrćđilega séđ var ţetta ţví greinilega íslenskur hundur.

execution_robespierre_2.jpg

Afkomendur Seppi d´Islande viđ aftöku Robespierres

Eins og lesendur mínir hafa líklega ţegar getiđ sér til, ţá keypti ég ekki hundinn minn í ţrívídd. Ég lét mér nćgja ađ kaupa hann hjá fornbókasala í Berlín, sem hefur líklega skoriđ hann úr leifum af verki Buffons greifa sem hann eđa ađrir gátu ekki étiđ viđ umsátriđ um Berlín áriđ 1945. Seppi mun fá heiđurssess upp á vegg hjá mér líkt og myndirnar af Erlendi og Vigdísi, og fjölskyldumynd af ţeim ţremur sem einnig kom út á bók eftir annan höfund en Buffon om 1780. Fjölskyldumyndina fann ég einnig fyrir skít á priki hjá sama skransalanum í Berlín og ég keypti Seppa af. Höfundur ţeirrar myndar hefur einnig sett Íslandsfálka upp í ćttartréđ.

fjolskyldumynd_1277275.jpg

En athugiđ lesendur góđir, ađ íslensk dýr ţóttu erlendum mönnum merkilegri en íslenska mannskepnan, ţví ekki teiknuđu sendimenn Buffons Íslendinga svo vitađ sé. Afkomendur sendisveinanna eru hins vegar til á Íslandi og getur Erfđa-Kári líklega greint ykkur betur frá sérkennum ţeirra en ég.


Gulliđ í Gullskipinu er loks komiđ í leitirnar

a6736767a648731e88bda11197f63635_1276012.jpg

Margir hafa sennilega aldur til ţess ađ muna ţá sveit vaskra manna sem hundsuđu alla rökhugsun og heimildir og leituđu ár eftir ár ađ "Gullskipi" á Skeiđarársandi.

Eftir áratuga leit, á skjön viđ ráđ fróđra manna og t.d. rannsóknarstofnun bandaríska sjóhersins í Maryland, fundu ţessir karlar loks áriđ 1983 skip í sandinum. Ekki var ţađ gullskipiđ heldur ţýski togarinn Friedrich Albert, sem strandađi á sandinum í janúar áriđ 1903.

Ţjóđminjasafniđ eitt grćddi eitthvađ gullkyns á ţví ćvintýri ţví ţađ fékk nýjan jeppa, hvítan og austur-asískan ađ uppruna, til ađ taka ţátt í ćvintýrinu međ gullskipiđ áđur en ţađ varđ ađ martröđ međ ţýskan togara í ađalhlutverki. Áđur en ţađ gerđist var Ţjóđminjasafniđ komiđ í startholurnar og hafđi sent fólk austur á Sanda. Reyndar vildi Menntamálráđuneytiđ fá jeppann aftur eđa láta Ţjóđminjasafniđ borga fyrir hann ađ fullu og ţátttöku safnsins í vitleysunni, en ţađ tókst ekki. Heilar 50 milljónir fornkrónur gekkst ríkiđ í ábyrgđ fyrir á sandinum. Var jeppagarmurinn lengi kallađur Gullskipiđ af gárungum í fornleifafrćđingastétt.

ventill_alberts_1276025.jpg

Ţegar menn fundu ryđgađan ventil úr Albert togara fór víst allur vindur úr Gullleitarmönnum. Myndin birtist í DV í september 1983.

Ţrátt fyrir togarafundinn, héldu ofurhugarnir áfram leit sinni í nokkur ár á sandinum, en nú heyrist orđiđ lítiđ af Het Wapen van Amsterdam sem strandađi áriđ 1667 og meintum dýrindisfarmi skipsins.

Ţrátt fyrir ađ sameiginlegar farmsskrár skipsins og ţeirra skipa sem ţađ var í samfloti međ vćri birt á Íslandi og hún ekki sögđ innihalda neitt ţess kyns sem stórir strákar í sjórćningjaleik leita ađ, ţá héldu sumir menn ađ skrárnar innihéldu t.d. upplýsingar um ađ "49,280 tonn af kylfum eđa stöfum". Reyndar skjátlađist ţeim einnig sem birtu farmskrárnar og óđu í sömu villu og leitarmenn. Ţeir sem fróđari áttu ađ vera og hafa vitiđ fyrir ćvintýramönnum, höfđu ekki fyrir ţví ađ leita ađstođar manna sem gátu lesiđ hollensku. Ţađ sem velviljađir heimildarýnir menn vildu meina ađ vćru kylfur og stafir, voru 49,28 tonn af múskatblómu, foelie. Einhver spekingur ţýddi orđiđ foelie međ kylfum og stöfum (sjá hér), en foelie er gamalt heiti fyrir múskatblóm (muskaatbloem á hollensku), ţ.e. trefjarnar rauđu og bragđgóđu utan um múskathnotuna. Trefjarnar missa fljótt litinn og verđa gular og fölar og eru seldar malađar á Íslandi, oft undir enska heitinu mace.

000004_1276016.jpgŢetta kylfustand var föđur mínum sem var fćddur í Hollandi mikiđ undrunarefni man ég, en hann flutti einmitt inn múskatblómu og múskathnetur, og hann reyndi ađ hafa samband viđ björgunarmenn gullskipsins, ef ég man rétt sjálfan Kristinn í Björgun, en án mikils árangurs. Ţeir vildu ekkert á hann hlusta. Ţeir voru líklega farnir ađ leita ađ kylfum í sandinum blessađir mennirnir.

En nú fćri ég Gullskipsmönnum lífs eđa liđnum ţau gleđitíđindi, ađ gulliđ í gullskipinu sé svo sannarlega fundiđ. Ţađ hefur lengi veriđ vel varđveitt í kirkjum og söfnum síđan ţađ fannst, ţótt lítiđ vćri nú reyndar eftir af gullinu.

Gulliđ eru leifar af gyllingu, stundum gervigyllingu, á spjöldum úr skrautkistu međ svörtu lakkverki, sem var međal ţess sem menn hirtu úr flaki skipsins eđa af sandinum. Fróđir menn, og ţar á ég m.a. viđ Ţórđ Tómasson í Skógum hafa lengiđ taliđ ađ spjöldin ţrjú úr lakki sem varđveitt eru í Skógarsafni, Ţjóđminjasafni og Kálfafellskirkju hafi komiđ úr Het Wapen van Amsterdam. Ţar er ég alveg sammála meistara Ţórđi, og ţađ eru fremstu sérfrćđingar í Hollandi líka. Verkiđ á lakkspjöldunum kemur heim og saman viđ ađ ţađ geti hafa veriđ úr skipi strandađi áriđ 1667.

Hins vegar er nýtt vandamál komiđ upp sem ţarf ađ leysa. Lakkverk, sem á ţessum tíma tengdist oftast Japan var framleitt víđar í Asíu en ţar. Ţegar Het Wapen van Amsterdam lagđi upp í sína síđustuu ferđ frá Batavíu (síđar Jakarta) í Indónesíu, og ţađ var ţann 26.janúar 1667, var skipalest sú sem Skjöldur Amsterdams međ fylli ađ varningi víđs vegar úr Asíu. Hollendingar söfnuđu auđćfum, kryddi, vefnađi og postulíni í gríđarstór pakkhús í Batavíu sem ţeir sóttu til fjölmargra hafna sem ţeir sigldu á.

batavia_1661.jpg

Kastali Hollendinga í Batavíu áriđ 1661, stćrđ sumra pakkhúsanna sem sjást á myndinni var mikil. Njótiđ verksins, sem málađ var af Andries Beeckman áriđ 1661, međ ţví ađ stćkka myndina. Málverkiđ hangir á Rijksmuseum í Amsterdam.

Ein ţessara hafna var Macau, nýlenda Portúgala, sem ţeir lögđu áherslu á, eftir ađ Japanar höfđu úthýst ţeim frá Japan. Portúgalar höfđu smám saman gerst óvinsćlir međal Japana og stunduđu trúbođ í Japan. Ţađ líkađi Japönum lítt og voru Portúgalar loks flćmdir í burtu og einnig margir Japanir er tekiđ höfđu kristna trú. Međal ţeirra Japana sem fóru međ Portúgölum voru iđnađarmenn sem stunduđu lakklistavinnu. Ţeir settust ađ á Macau nćrri ţeim stađ sem síđar hét Hong Kong og héldu áfram ađ stunda handverk sitt.

Helsti sérfrćđingur Hollands og heimsins í lakklist telur nú mjög hugsanlegt ađ spjöldin á Íslandi sem ađ öllum líkindum eru komin í "Gullskipinu" frćga, hafi veriđ gerđ af japönskum listamönnum á Macau, ţó ekki sé búiđ ađ afskrifa ađ ţau séu frá Kyushu eyju í Japan, eđa verkstćđum í Nagasaki ellegar Kyoto.

1-1.jpg

Spjald sem taliđ er vera úr Het Wapen van Amsterdam. Varđveitt í Byggđasafninu í Skógum og var síđast notađ sem sálmaspjald í Eyvindarhólakirkju.

Efnasamsetning lakksins, sem á japönsku kallast urushi, verđur nú vonandi rannsökuđ ef leyfi fćst og er hćgt međ efnagreiningum ađ segja til um hvort ađ ţađ var framleitt í Japan, Macau, Síam eđa annars stađar. Vísindunum fleygir fram.

Fleiri tíđindi munu berast af ţví síđar á Fornleifi, sem alltaf er fyrstur međ fréttirnar - af ţví gamla.

Vona ég ađ ţessi gullfundur gleđji gullleitarmenn á Sandinum, ef ţeir eru ţá nokkrir eftir ofan sanda til ađ gleđjast međ okkur - líklega allir farnir međ gullvagninum aftur heim í skýjaborgirnar.


Saga af sverđi - Hrafnkelsdalssverđiđ

untitled-duplicated-02_1266273.jpg

Áriđ 1897 fann ungur mađur fornt sverđ í Hrafnkelsdal. Löngu síđar leiddi dr. Jón Hnefill Ađalseinsson mjög góđar líkur ađ ţví hver finnandinn hefđi veriđ. Hann hét Benedikt Ísaksson og var vinnumađur hjá Elíasi Jónssyni bónda á Vađbrekku og síđar í Ađalbóli. Af frásögnum eldri manna sem ţekkt höfđu Benedikt, og sem Jón Hnefill hafđi tímanlega tal af, er hćgt ađ álykta ađ sverđiđ hafi fundist í Skćnudal sem er lítill dalur sem gengur vestur og suđvestur inn á múlann sem er á milli Hrafnkelsdals og Jökuldals. 

Ţótt Jóni Hnefli hafi ţótt mikilvćgt og áhugavert ađ velta fyrir sér hver finnandi sverđsins var og hvar ţađ fannst, ţá er eigendasaga ţess engu síđur áhugaverđ, sem og gerđ sverđsins. Ţađ tvennt mun ađallega verđa rćtt hér, ţví sú saga hefur enn ekki veriđ sögđ ađ fullu, ţótt oft hafi veriđ skrifađ um sverđiđ og ţađ án vitundar um allar heimildir sem ţví tengjast.

Nýjar heimildir um um sverđiđ frá aldamótaárinu 1900 verđa hér settar fram í fyrsta sinn. Ţćr hafa varđveist á ţví sem forđum var kallađ 2. deild Ţjóđminjasafns Dana (Nationalmuseets 2. Afdeling) í Kaupmannahöfn.

Ef rétt er ađ Benedikt Ísaksson hafi fundiđ sverđiđ, ţá hefur hann eđa bóndinn sem hann vann fyrir selt H.I. Ernst apótekara á Seyđisfirđi sverđiđ fyrir 12 krónur. Sverđiđ endađi síđan á Statens Historiska Museum í Stokkhólmi. Lýsir Kristján Eldjárn ţví í doktorsritgerđ sinni í íslenskum frćđum viđ Háskóla Íslands, Kumli og Haugfé (1956). Ţví miđur hafđi Eldjárn ekki ađgang ađ öllum skjölum og yfirsást gögn sem ég fann löngu síđar í Kaupmannahöfn á 9. tug síđustu aldar. Hér skal bćtt inn í eyđurnar og nýjar heimildar taldar til.

Kaup og sölur

Eigandasöguna gćtum viđ byrjađ međ skrifum Ţorsteins Erlingssonar skálds í blađinu Bjarka áriđ 1900. Ţorsteinn fór fremur háđskum orđum um ađ H.I. Ernst hefđi haft sverđiđ af finnandanum án ţess ađ finnandinn fengi nóg fyrir snúđ sinn:

Mađur fann hjer gull- og silfurbúiđ sverđ, uppi í Hrafnkelsdal nú nýlega og er sagt ađ hann hafi veriđ svo sorglega fávís ađ selja Ernst apótekara ţađ fyrir 12 kr. Eftir ţví sem af sverđinu er sagt hefđi forngripasafniđ íslenska gefiđ manninum ađ minsta kosti 100 kr. fyrir ţađ og ný er auk ţess líklega loku skotiđ fyrir ađ ţađ komist ţangađ og er ţađ illa. (Ţorsteinn Erlingsson í Bjarka 5. árg. 1900. 25. tbl. 25.06.1909).

Ţessi skođun Ţorsteins fór fyrir brjóstiđ á apótekaranum sem svarađi nokkrum dögum síđar í öđru blađi, Austra:

Bjarki og hiđ forna sverđ

Í tilefni af ţví, ađ föđurlandsvininn, ritstjóra Bjarka tekur ţađ svo ákaflega sárt ađ vita til ţess ađ forngripasafniđ í Reykjavík skuli missa af sverđi ţví er fannst um voriđ 1897 í Hrafnkelsdal, - er mér sönn ánćgja ađ ţví, ađ hugga ritstjórann međ eptirfarandi tilbođi: Í 24 klukkustundir frá birtingu ţessa tilbođs míns í Austra stendur herra Ţorsteini Erlingssyni ţetta forna sverđ til bođa fyrir 112 krónur, hvar af 100 kr. skulu skiptast milli ţess sem seldi mér sverđiđ, og stofnana til almennings heilla hér í kaupstađnum, eptir opinberlega auglýstri skýrslu. Ađ sjálfsögđu verđur herra Ţorsteinn Erlingsson skriflega ađ ábyrgjast mér, ađ forngripasafniđ í Reykjavík verđi njóti sverđsins, ţó ţađ kynnu ađ verđa mjög deildar meining milli safnsins og herra Ţorsteins Erlingssonar um verđmćti sverđsins. ....

Seyđisfirđi, ţann 29. júní 1900. H. I. Ernst lyfsali , p.t. eigandi hins forna sverđs. (H.I.Ernst í Austra, 22. tbl. 29.06.1900).

Síđar sama ár skrifađi Ernst apótekari Ţjóđminjasafni Dana. Ţađ bréf fann ég í einni af mörgum heimsóknum mínum á Ţjóđminjasafniđ í Kaupmannahöfn á árunum 1981 til 1986. Líklegast áriđ 1981. Bréfin sýna, ađ Ernst hafđi ekki ađeins áhuga á ađ koma sverđinu í verđ. Hann leitađi upplýsinga um gerđ sverđsins og aldur ţess.

1. Nóvember 1900 skrifar Ernst til Arthurs Williams Mollerup sem var yfirmađur 2. deildar Ţjóđminjasafns Dana.

H.I. Ernst                                      Seydisfjord, den 1ste Novbr. 1900.

Privilg. Apotheker

Generalagentur for Livsforskikringsselskabet SKANDIA STOCKHOLM

Til Direktören for Nationalmuseets 2d Afdeling, Höjvelbaarne Hr Dr. phil. Mollerup R. af Dbrg. Kjöbenhavn.

Efter Anmodning fra Justitsraad Hansen i Hobro tillader jeg mig herved at fremsende et Fotografi af det i Hrafnkelsdal her paa Island fundne Svćrd. Som det vil sees af Fotografiet er Svćrdet, der maaler 35 ˝ Tommer, en nöjagtig Copi af det i Fabricius Danmarkshistorie Side 38 afbildede Svćrd fra Jćrnalderen. Tillige findes Sölv og Guld indlagt paa Svćrdknappen (synligt pĺ Billedet) og nede ved Haandgrebet. Jeg skal tillige oplyse om, at Rektoren ved Reykjavik Latinskole Dr. phil. Björn Olsen, der har set Svćrdet hos mig, formener, at der under Haandgrebet findes Runer, der imidlertid for mit Řje synes at vćre utydeligere. Som ovenform bemćrket, er Svćrdet fundet i Hrafnkelsdal, hvor Hrafnkel Freysgode ligger begravet; men yderligere undersřgelser af Stedet gav intet foröget Resultat. - Saafremt Museet paa Basis af de modtagne Oplysninger kan bestemme Svćrdets Alder vilde jeg vćre sćrdeles taknemmelig for en Meddelelse herom.

Med sćrdeles Höjagtelse

Ćrbödigst

H.I.Ernst

Apotheker og Vicekonsul.

Upplýsingar í ţessu bréfi Ernsts apótekara veita okkur vitneskju um ađ fundarstađur sverđsins var rannsakađur eitthvađ frekar eftir fund ţess.

bref_fra_ernst.jpg

Annar mađur, Frederik Opffer ađ nafni, sem var blađamađur í Křge, á Kjřge Avis, skrifađi sömuleiđis eins konar rógsbréf til Ţjóđminjasafns Dana. Hvar hann hefur snapađ upp fréttir af kaupum Ernst apótekara á íslensku sverđi, er ekki gott ađ segja.

Kjřge, d. 24. September 1900

Hr. Museumsinspektřr Mollerup!

Apotheker H. J. Ernst pĺ Seydisfjord har for nogen Tiden siden af en islandsk bonde kjřbt et ćldgammelt Hřvdingesvćrd for 12 kroner. Efter Beskrivelsen skulle det vćre meget smukt og interessant . Det forlyder, at det er indlagt og bćrer Navnetrćk, sĺledes at man ved, fra hvem ddet stammer. Efter hvad jeg fra sikker Kilde har bragt i Erfaring, agter Apotheker Ernst at sćlge Svćrdet til en engelsk Samling. Da dette formentlig strider imod Bestemmelserne angĺende Danefć, og da det jo var kjedeligt, hvis en antikvarisk Sjćldenhed skulde gĺ ud af Landet for personlig Vindings Skyld, tillader jeg mig at henlede Deres ćrede Opmćrksomhed pĺ Sagen. Apotheker Ernst´s Fader, fungerende Toldkontrřller Ernst, Vesterbrogade 115(?) vil sikkert kunne give goder Oplysninger derom.

Med sćrdeles Agtelse                                                                                                                    Frederik Opffer

I uppkasti af bréfi sem Arthur William Mollerup hefur ritađ Ernst apótekara ţann 12.desember 1900 skrifar hann međal annars:

... Gennem Justitsraad Jensen har jeg erfaret, at De forelřbigt ikke agter at afstaa svćrdet. Paa Grund af den antikvariske Vćrdi vil jeg dog vćre Dem forbudnen for en Meddelelse naar De eventuelt skulde faa i Sinde at skille Dem ved det.

Ernst upplýsti greinilega, ađ hann vćri ekki á ţeim buxunum ađ selja sverđiđ.

Ekkert af ţessum síđastnefndu upplýsingum úr Ţjóđminjasafni Dana, koma fram í Kumli og Haugfé Kristjáns Eldjárns og ţađan ađ síđur í endurútgáfu á ritgerđinni frá 2000, enda fann ég fyrstur manna ţessi bréf og greini fyrstur frá ţeim nú. Ég sé nú, ţegar ég tek ţau fram eftir ađ ţau höfđu safnađ hjá mér ryki í möppum, ađ enginn hefur nýtt sér ţau ţegar um sverđiđ í Hrafnkelsdal hefur veriđ ritađ á síđari árum. Ađstandendur endurútgáfu ritgerđar Eldjárns gerđu sér ekki í ţessu efni frekar en í öđrum mjög mikiđ far um ađ bćta viđ upplýsingum.

Ernst apótekari lét síđan sverđiđ. Hvort hann seldi eđa gaf ţađ vitum viđ ekki í dag. En ţađ endađi í Svíţjóđ, en Ernst var umbođsmađur SKANDIA líftryggingafélagsins, sem gćti skýrt ferđ sverđsins til Svíđjóđar. Samkvćmt sćnskum heimildum gaf N. Petersen jústítsráđ í Kaupmannahöfn formlega sverđiđ Óskari 2. Svíakonungi, sem lét ţađ síđan áriđ 1903 á Statens Historiska Museum i Stokkhólmi. Fékk sverđiđ safnnúmeriđ SHM-11537.

Sverđiđ afhentu Svíar svo Íslendingum áriđ 1971 eins og t.d. má lesa um hér á forsíđu Ţjóđviljans hinn 15. september 1971, ellegar í grein Ţórs Magnússonar í Árbók Fornleifafélagsins 1971. Ekki gat ţađ talist til gjafar sćnskum lögum samkvćmt, en ţađ er nú á Íslandi til ćvarandi varđveislu (ständig deposition). Ţann 14. september 1971 fékk Ţór Magnússon sverđiđ í hendur, og hefur ţađ síđan veriđ varđveitt á Ţjóđminjasafni Íslands og er enn skráđ međ sćnsku safnnúmeri međ öđrum upplýsingum Sarpi) sem er hins vegar mjög ábótavant.

1920px-ufberht_gerade.jpg

Dćmigerđ VLFBERHT áritun,er ţó ekki á íslensku sverđi.

+VLFBERHT+ sverđ

Sverđiđ sem kennt er viđ Hrafnkelsdal, ţótt ţađ hafi fremur fundist í Skćnudal, er međ svo kallađan VLFBERHT brand - ađ ţví er taliđ er. Ţađ telur dr. Kristín Sigurđardóttir forvörđur, núverandi forstjóri Minjastofnunar Íslands. Kristín telur sig einnig hafa fundiđ VLFBERHT-áletrun á hinu fagra sverđi (Ţjms. 557) sem fannst áriđ 1868 í kumli ađ Hafurbjarnarstöđum, sem er nćrri Sandgerđi. Sömuleiđis telur Kristín sig hafa fundiđ VLFBERHT-áletrun á brandi sverđs sem fannst í Baldursheimi í Mývatnssveit (Ţjms. 2), en mér vitandi hefur Kristín ekki birt neitt ţví til stuđnings.

_rkynju_vlfbehrta.jpg

Kristín Sigurđardóttir forvörđur hefur birt ţessa meintu VLFBERHT áletrun á sverđinu frá Hafurbjarnarstöđum, eđa réttara sagt leifar hennar, ţví greinilega er ekki mikiđ eftir af henni. Líkast til er ţetta áletrun á lélegri eftirgerđ af VLFBERHT brandi.

hafurbjarnarsta_ir.jpg

Sverđiđ frá Hafurbjarnarstöđum. Ljósm. Ţjóđminjasafn Íslands.

baldursheimur.jpgSverđiđ frá Baldursheimi er mjög illa fariđ og međ ólíkindum ađ inngreipt VLFEBRHT-"tauschering" á yfirborđi brandsins hafi varđveist. Sönnun fyrir ţví vćri vel ţegin! Skuggar á lélegri röntgenmynd frá 1979 eru ekki nóg. Teikningin var gerđ af A. Gíslasyni.

 

VLFBERHT eđa ULFBERHT sverđ voru upphaflega hágćđasverđ sem framleidd voru úr hágćđajárni sem flutt var til Evrópu frá Íran eđa jafnvel alla leiđ frá Indlandi. Gćđi járnsins voru meiri en ţess járn sem unniđ var í Evrópu, ţar sem í Asíu kunnu menn ađ hita málminn međ viđbćttum kolefni í 1300-1400 gráđur í lokuđum deiglum í lengri tíma. Viđ ţađ styrktist járniđ til muna og getur talist til stáls. Egg branda úr slíku járni voru harđari, og ţar sem sverđin voru í notkun voru VLFBERHT-brandar taldir bera af öđrum sverđum. Sverđin ţekkjast m.a. á ţví ađ merki međ nafninu VLFBERHT hefur veriđ grafiđ og greipt međ mýkri málmi (danska tauscheret, enska incrusted, sjá meira um tćknina hér) efst blóđrefilinn nćrri tanga brandsins. Hinum megnin var skreyti međ međ XX- og II-laga táknum (sjá mynd neđar).

Fyrir nokkrum árum birti breskur vísindamađur Alan Williams ađ nafni, sem starfar viđ The Wallace Collection i London, niđurstöđur sínar á rannsóknum á járninu í Ulfberht-sverđum (sjá hér). Williams uppgötvađi ađ norrćnir menn eđa ađrir fóru fljótt ađ falsa VLFBERHT branda. Ađ sögn William má oft sjá ţađ á áletruninni, jafnt sem efnagreiningunni á járninu. Eftirgerđir voru međ ranga stafsetningu á "brandinum" og minna innihald kolefnis í járninu. Ađ svipađri niđurstöđu hefur fornleifafrćđingurinn Anne Stalsberg komist, án málmrannsókna, en hún hefur aftur á móti sýnt fram á breytingar og úrkynjun á áletrunum, sem virđast haldast í hönd viđ verri gćđi brandanna ţegar fram líđa tímar og fölsuđ merkjavara kemst á kreik.

annestalsberg.jpg

Voru hin ţrjú íslensku "VLFBERHT-sverđ" merkjavara eđa evrópsk soraframleiđsla?

Hvort gćđi sverđanna frá Hrafnkelsdal og Hafurbjarnarstöđum hafi veriđ góđ eđa léleg, eđa hvort inngreipt áletrunin sé úrkynjuđ eđur ei, veit ég ekki nógu gjörla til ađ geta sagt frá ţví. Áletrunin á brandinum frá Hafurbjarnarstöđum gćti ţó bent til ţess ađ sverđiđ hafi veriđ úr deigara járni en "ekta" VLFBERHT-merkjavara, sé gengiđ út frá niđurstöđum Alan Williams og Önnu Stalsberg.

Áriđ 1979 lét Kristín Sigurđardóttir röntgenljósmynda sverđin og ţá komu mjög ógreinilegar áletranir í ljós. Hugsanlega hefur hún skrifađ meira um ţćr löngu síđar í doktorsritgerđ sinni, en ekki greinir hún ţó frá ţví í frásögnum sínum af Hrafnkelsdalssverđinu sem birst hefur eftir ađ hún var rituđ, t.d. í ţessu riti, sem ţví miđur inniheldur fjölda missagna og rangfćrslna.

Greinilegt er ađ menn á Norđurlöndum, eđa víkingarnir, (ef menn vilja halda í ţađ kjánalaga safnheiti), hafa greinilega veriđ sólgnir í merkjavöru eins og helbeitt VLFBERHT-sverđin. Ţeir hafa fljótlega séđ sér fćri á ađ falsa slíka hágćđavöru. Hér ađ lokum birti ég skopmynd sem einn snjall blađteiknara Berlingske Tidende í Danmörku teiknađi er fréttin af niđurstöđum Alan Williams birtist í ţví blađi hér um áriđ.

483583-vikinger-solgte-kopivarer--.jpg

Merkjavöruprinsinn Valiant og Hrafnkell Freysgođi međ linan VLFBERHT sinn í Skćnudal?

Heimildir

Jón Hnefill Ađalsteinsson 1981. Sverđiđ úr Hrafnkelsdal. Árbók hin íslenzka Fornleifafélags 1981, bls. 40-47.

Kristján Eldjárn 1956. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. Akureyri 1956. (Bókin endurútgefin áriđ 2000 međ mjög takmörkuđum viđbótum og litmyndum).

Ţór Magnússon 1971. Endurheimt Fornaldarsverđ. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1971, bls. 86-90.

Kristín Sigurđardóttir 1981. Tvö ný Ulfbert sverđ? Ljóri 2. árg. 1. tbl. Nóv. 1981, bls. 7.

Kristín Sigurđardóttir 1994. Sverđ frá Hafurbjarnarstöđum. Gersemar og ţarfaţing. Ţjóđminjasafn Íslands og Hiđ Íslenska Bókmenntafélag 1994, bls. 22-23.

Stalsberg, Anne. The Vlfberht sword blades reevaluated. Jenny-Rita [Nćss]: Et utradisjonelt skrivested. Stavanger, Norway. Afmćlisrit til Jenny-Rita Nćss sem birst hefur á netinu. [Árstal útg. ekki fundiđ]

Williams, Alan R. 2007, ‘Crucible Steel in medieval swords’, Metals and Mines: Studies in Archaeometallurgy (London, 2007), pp. 233-241.

Skjalasafn Nationalmuseeet Kaupmannahöfn 2. Afdeling (Nú Afd. for Middelalder og Renaissance): Mál 317/00 [1900] merkt: Island; Svćrd fra Vikinge-tiden.

Annar fróđleikur:

Hér er ţví haldiđ fram, ađ járniđ í Ulfberht sverđum séu alls ekki úr Austurvegi, heldur hágćđastál ćttađ úr Taunus fjöllum í Ţýskalandi. Sjá enn fremur hér. Samkvćmt Robert Lehmann er mikiđ arsenik í járni Ulfberht sverđa. Ţađ telur hann útiloka austrćnan uppruna stálsins. Mér sýnist ţađ ekki fara efnafrćđingnum vel úr hendi ađ leika fornleifafrćđing.

Áhugaverđ frćđslumynd um VLFBERHT sverđ, sem Jón Steinar Ragnarsson benti mér á á FB. Frćđslumyndin birtir niđurstöđur Önnu Stalsberg án ţess ađ nefna hana á nafn, en annars er ţetta ágćt frćđsla og skemmtun:

 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2015 Š Varist falsanir og eftiröpun.


Af ávöxtum ţeirra skuluđ ţér ţekkja ţá

hur_arhringur.jpg

Á okkar tímum, ţegar öllu er hent eftir nokkurra ára notkun er ćriđ áhugavert ađ líta aftur á aldir á nýtni Íslendinga. Ruslalýđur sá sem nú rćđur ríkjum, og sem ćpir og vćlir út af minnsta skorti og jafnvel mest ţegar launin eru hćst og tekjurnar eru bestar, ćttu ekki ađ lesa um gripinn hér fyrir ofan. Ţeir fá fyrir hjartađ og ţykir ţetta örugglega ómerkilegt pjátur sem beri ađ henda. Eins tel ég víst ađ Ţjóđminjasafniđ frábiđji sig ţćr upplýsingar sem hér birtast, ţví ţeim nćgir greinilega ţađ sem ritađ var um gripinn áriđ 1886 eins og fram kemur á Sarpi ţar sem gripurinn er sagđur vera "málmsteypa" sem á hugsanleg viđ um hringinn, sem virđist tiltölulega nýlegur, en á alls ekki viđ um skjöldinn.

Áriđ 1886 kom ţessi dyrahringur međ skildi á Fornminjasafniđ í Reykjavík. Líklega er hann af kirkjuhurđ ađ Hvammi í Dölum. En eins og Sigurđur Vigfússon safnvörđur gerđi sér strax grein fyrir, ţá var gripurinn samsettur úr tveimur hlutum frá mismunandi tímum. Hann taldi hringinn vart vera eldri en frá 18. öld en skjöldinn kominn úr skírnarfati frá 15. öld.

Í ţjóđsögum Jóns Árnasyni er ţví hins vegar getiđ ađ hringur ţessi hafi upphaflega veriđ á hofi einu á Akri ekki allfjarri Hvammi, en er ţjóđsagan var skráđ var hringurinn á hurđinni ađ Hvammskirkju. Ţetta er vitaskuld hugarburđur og bábilja eins og flestar ţjóđsögur, en Sigurđur forni Vigfússon gullsmiđur hitti naglann á höfuđiđ, ţó hann gćti ekki bent á samanburđarefni máli sínu til stuđnings.

Ekki get ég dćmt um aldur hringsins sjálfs, en skjöldurinn er líklegast ţýskt verk og líklegast ţykir ađ hann hafi veriđ drifinn og hamrađur á koparverkstćđi í Nürnberg eđa í Belgíu.eschols_rugur.jpg

Holland og Ţýskaland

Áriđ 1941 keypti Rijksmuseum í Amsterdam fallegt fat úr messing (sem er gul málmblanda, blanda zinks og kopars). Seljandinn var forngripasali í Amsterdam, C.A.M. Drieman. Kannski hefur fatiđ veriđ skírnarfat, en ekki er hćgt ađ útiloka ađ ţađ hafi veriđ seder-fat, fat sem gyđingar röđuđu táknrćnum réttum á til ađ minnast harđrćđisins í Egyptaland og brottfararinnar ţađan. Ţađ gera gyđingar á Pesach hátíđ sinni (Páskum). Myndmáliđ á fatinu bendir til ţess ađ ţetta gćti hafa veriđ seder-fat.

Ef vel er ađ gáđ, er augljóst ađ fatiđ og skjöldurinn frá Hvammi hafa veriđ hamrađir, og drifnir á sama móti, en fatiđ í Hollandi eru hamrađir borđar međ skreyti.

Áriđ 1989 hélt ég svokallađan Capita Selecta fyrirlestur viđ Háskólann í Amsterdam um landnámiđ á Íslandi. Ţá eins og áđur og oft síđan brá ég mér á Rijksmuseum og keypti áhugaverđan sýningarskrá frá 1986 upp á 381 blađsíđu sem ber ţann góđa titil Koper & Brons. Ţar á blađsíđu 171 má lesa upplýsingar um fatiđ á Rijksmuseum. Ţar upplýsist ađ ađ eins fat sé ađ finna í Germanisches Nationalmuseum í Nürnberg. Í ţýskri bók frá 1927 er upplýst ađ fatiđ sé frá Nürnberg og sé frá ca. 1500. Hollendingar fara varlegar í sakirnar ţegar ţeir telja fatiđ vera frá 16. öld. Ég myndi velja fyrri hluta ţeirrar aldar.

England

Viti menn á V&A (Victoria & Albert safninu í Lundúnum) er annađ messingfat af sömu gerđ, sem gefiđ var safninu áriđ 1937 af Dr. Walter Leo Hildburgh (1876-1955) bandarískum listsafnara og listskautadansara sem uppnefndur var "Eggiđ" . Hann gaf V&A um ćvina 5000 gripi (sjá hér og mynd fyrir neđan). Eins og sjá má, er mynstriđ á börmum fatsins í London öđruvísi en ţađ sem er á fatinu í Amsterdam.

2008bt3087_jpg_l_2.jpg

Greinilegt er ađ skjöldurinn frá Hvammi hefur veriđ hamrađur út á sama móti og fötin í Hollandi, Ţýskalandi og London. En hann er hins vegar úr bronsi (blöndu kopars og tins) en ţau úr messing. Ef til vill hefur hann veriđ klipptur úr aflóga skírnarfati Hvammskirkju og á hann settur hringurinn, sem mér sýnist vera rör en ekki heilsteyptur hringur.

Myndmáliđ á ţessum ţremur gripum sem gerđir voru á sama stađ, eđa á sama móti, má svo finna í 4. Mósebók, 13. kafla sem og Jósúabók 2. kafla vers 1-22 . Í Mósebók segir:

21Síđan fóru ţeir upp eftir og könnuđu landiđ frá Síneyđimörk til Rehób viđ Lebó Hamat. 22Ţeir fóru um Suđurlandiđ til Hebron. Ţar bjuggu Ahíman, Sesaí og Talmaí, niđjar Anaks. Hebron hafđi veriđ reist sjö árum áđur en Sóan í Egyptalandi. 23Ţeir komu inn í Eskóldal og skáru ţar af vínviđargrein međ einum vínberjaklasa og ţurfti tvo menn til ađ bera hana á burđarstöng. Einnig tóku ţeir međ sér nokkuđ af granateplum og fíkjum. 24Ţessi stađur var nefndur Eskóldalur eftir vínberjaklasanum sem Ísraelsmenn skáru ţar af.

V.Ö.V. 2015

Ítarefni

ter Kuile, Onno 1986. Koper & Brons. (Catalogi van de versameling kunstnijverheid van het Rijksmuseum te Amsterdam, Deel 1, red. A.L. den Blauuwen). Staatsuitgeverij,´S-Gravenhage.

Tiedemann, Klaus 2015: Nürnberger Beckenschlägerschüsseln: Nuremberg Alms Dishes. J. H. Röll Verlag.

Walcher-Molthein, Alfred. 1927. Geschlagene Messingbecken. Altes Kunsthandwerk. Hefte über Kunst und Kultur der Vergangenheit. 1 Band 1927 / 1.Heft (mynd 13).

http://collections.vam.ac.uk/item/O88064/dish-unknown/

eschols_rugur_2.jpg


Fitjakaleikur - inngangur

kaleikur_fyrir_blogg.jpg

Hér hefst röđ hćfilegra langra greina um hina heilögu kaleika međ rómönsku lagi, sem eitt sinn var ađ finna í mörgum íslenskum kirkjum. Ţeir eru nú varđveittir á söfnum bćđi á Íslandi og erlendis. Margir hinna elstu íslensku kaleika eru meistarasmíđ og jafnast á viđ ţađ besta sem ţekkist frá 12. og 13. öld í Evrópu. Ţví hefur ósjaldan veriđ haldiđ fram ađ sumir ţeirra séu íslensk smíđ og jafnvel spćnsk, en hvortveggja tel ég vera rangt, og sömuleiđis ađ ţeir séu norskir.

Ţann 17. júní áriđ 2011 var mér bođiđ ađ halda fyrirlestur um merkan kaleik ađ Fitjum í Skorradal. Hulda Guđmundsdóttir bóndi og guđfrćđingur m.m. ađ Fitjum stóđ fyrir hátíđ í tengslum viđ vígslu nýs kaleiks fyrir Fitjakirkju. Hún og fjölskylda hennar höfđu haft veg og vanda af gerđ hans. Ívar Ţ. Björnsson leturgrafari og smiđur góđur skóp hinn nýja kaleik međ upphaflegan kaleik kirkjunnar sem fyrirmynd. Hinn nýi kaleikur er mjög vel unniđ verk og meistarasmíđ. Ađ ţví verđur vikiđ síđar. Gladdist fjölmenni og kirkjufólk sem kom ađ Fitjum ţann 17. júní 2011 mjög yfir hinum nýja kaleik sem vonandi á eftir ađ fylgja kirkjunni um ókomin ár.

fitjakirkja.jpgMeđ mjög stuttum fyrirvara var ég beđinn um ađ halda fyrirlestur um kaleikinn forna frá Fitjum. Ýmsir ađrir höfđu veriđ beđnir um ţađ sama en gátu ekki eđa skorti ţekkingu til ţess. Ég hélt langan fyrirlestur međ fjölda mynda og má skođa skyggnur frá fyrirlestri mínum hér (skjaliđ er frekar stórt, hafiđ vinsamlegast biđlund).

Nú er kominn tími til ađ greina betur og opinberlega frá afrakstri athugana og íhugana minna um rómanska kaleika á Íslandi.

Munu greinar undir heitinu Fitjakaleikur I-? smám saman birtast hér á Fornleifi, en hann er líka mikill áhugamađur um hinn gangandi greiđa (gradalis) og önnur dularfull, kirkjuleg vínveitingaáhöld, sem sumir telja ađ sé jafnvel ađ finna í klettaskorum á hálendi Íslands.

Til ađ byrja međ verđur greint almennt frá kaleiknum frá Fitjum og öđrum kaleikum frá sama tíma, en í síđari greinum verđur fariđ nánar í uppruna kaleiksins, stílsögu og myndmál (táknmál), sem er mjög merkilegt.

Áframhald á nćstunni - Perfer et orate!


Toppstykkiđ fundiđ

Toppstykkiđ

Fyrir tveimur árum skrifađi ég um brot af litlum styttum sem sýna mittismjóar yngismeyjar, sem oft finnast í jörđu í Hollandi, og sem nćr alltaf finnast brotnar og án ţess ađ efri hlutinn finnist. Stytturnar hafa greinilega oftast brotnađ um mittiđ, sem var heldur til mjótt.

Fyrir tćpu ári síđan sendi vinur minn í Amsterdam, Sebastiaan Ostkamp, mér mynd af toppstykki af einni mittismjórri. Hún fannst illa farin í bćnum Enkhuizen. En forverđir gátu sett hana saman.

Ţađ er ekki laust viđ ađ hún minni eilítiđ á ákveđna skeggjađa söngkonu međ ţennan drulluhýjung í andlitinu, og á ţađ vel viđ ađ sýna hana á ţessum degi, ţegar Ísland gaular í Evrópukakófóníunni í Vín í kvöld.

Thank you very much, Sebastiaan Ostkamp.


10. getraun Fornleifs

getraun_ha_ha_1255430.jpg

Er ekki kominn tími til getrauna?  Spurt er, hvađ er ţetta grćna og hitt líka:

Hvađ er ţetta, hvar var ţađ búiđ til og hvenćr, hvar fannst ţađ og hvenćr? Mikiđ er spurt.

Fornfrćđingar og rasistar mega ekki taka ţátt, enda kannski lítil hćtta á ţví. Ţeir geta kvartađ ef ţeim finnst brotiđ á mannréttindum sínum. Ekki verđur svarađ. Ţeir eru margir hrćddir viđ Fornleif. Hattur og svipa er kennileiti hans. Kannski notar hann slík verkfćri? En ţađ er ekki hluti af getrauninni. Haldiđ ykkur viđ efniđ.


Forvarsla međ lími

ok---tutankhamun-1.jpg

Kaíró er nú aftur í heimsfréttunum. Nú er ţađ ekki blóđi drifiđ vor og brćđralag friđsamra manna sem angrar ţá, heldur skeggiđ á Tút.

Skeggiđ fléttađa á helgrímu Tutankhamuns féll af viđ hreingerningar og var ţađ límt á aftur. Í stađ fínna ađferđa forvarđa á lokuđu verkstćđi, sóttu menn bifvélavirkjann Abdalla sem er meistari í boddýmeiki. Forvörđur safnsins var nýlega orđinn embćttismađur og mátti ekki veraađessu, ţví hún var ađ vinna ađ áćtlun um ađ byggja yfir pýramídana. Bifvélavirkinn límdi skeggiđ á međ epoxýlími. Dýrt var vitaskuld ađ fá iđnađarmann til ađ redda ţessu, en ţađ heldur.

Svo vel vildi til ađ túrhestur, Jaqueline Rodriques ađ nafni, tók ljósmynd af ţessari björgunarađgerđ á einum frćgasta forngrip Egyptalands. Einnig má nú sjá merki um ţessa forvörslu, ţví límslettur og rispur eru greinilegar.

Ţessi ađgerđ minnir mig á sögu af Listasafni Íslands, sem ratađ hefur í annálana, en ţví miđur eru ekki til myndir af ţeim atburđi:

Sigga gamla sá um hreingerningar á Listasafninu ţegar ţađ var á efstu hćđ Ţjóđminjasafnsins. Eitt sinn sveiflađi hún sópnum svo harkalega ađ hann slóst í typpiđ á styttu Ásmundar Sveinssonar sem kallast Nakinn Mađur. Typpiđ brotnađi af. Sigga varđ miđur sín og nú voru góđ ráđ dýr. Sigga sótti túbu af UHUi og límdi typpiđ aftur á. Daginn eftir kom Kristján Eldjárn til starfa og sá sér til mikillar furđu, ađ eitthvađ var snúiđ á styttunni sem stóđ ekki langt frá dyrum ađ skrifstofu hans. Typpiđ var nú međ reisn en hafđi lafađ ţegar Ásmundur hjó ţađ. Kristján og Selma listasafnsvörđur kölluđu Siggu til sín á fund og spurđu hana, hvort hún kannađist eitthvađ viđ ţetta. Hún viđurkenndi slysiđ og viđgerđina. Ţá spurđu Eldjárn: "En Sigríđur mín, af hverju límdir ţú ţetta svona?" Sigga svarađi: "Hvernig á ţađ ađ vera öđruvísi en svona?Mörg typpi hef ég séđ um ćvina, og ţannig voru ţau öll".

Sigríđur var sómakćr kona, og ţađ eru ţessar nunnur líka:


Altaristaflan í Miklaholti

miklaholt2_1249368.jpg

Flestir Íslendingar kannast viđ Vor Frelsers Kirke, Kirkju Frelsara Vors á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. Sumir hafa jafnvel gengiđ upp í turnspíruna á henni, eins og ég gerđi međ föđur mínu sumariđ 1971. Mađur gengur upp tröppur utan á turnspírunni. Síđan ţá hef ég ţjáđst af mikilli og ólćknandi lofthrćđslu og dreymir stundum enn um ţađ ţegar ég ţurfti ađ setjast niđur á koparţrepin ţegar einhverjir plássfrekir ţýskir túristar og sćnskar fyllibyttur gengu framhjá okkur utan á helv... spírunni.

Kirkja Frelsara Vors var reist á árunum 1682-1696 eftir teikningum norsks byggingarmeistara af hollenskum ćttum. Hann hét Lamberts van Haven. Kirkjan var ekki upphaflega hugsuđ međ ţann turn og turnspíru sem viđ ţekkjum í dag. Spíran var fyrst vígđ áriđ 1752 og var gerđ eftir teikningum danska arkitektsins Lauritz de Thurah.

kbh-300705-159-001-600x387.jpg

Vor Frelsers Kirke á 18. öld.

6754180-26magdetgamlekbenhavnjpg.jpg

Kirkjan í lok 19. aldar.

Ţegar skrifađ var um kirkjuna í stórverkinu Danmarks Kirker í byrjun 7. áratugar síđustu aldar, kannađist listfrćđingurinn Jan Steensberg (1901-1971), sem um kirkjuna fjallađi, vitaskuld ekki viđ altaristöfluna í Miklaholtskirkju i Fáskrúđabakkasókn á Snćfellsnesi. Hefđi hann gert ţađ, hefđi löng greinargerđ hans um kirkjuna orđiđ öđruvísi en sú sem má lesa (sjá hér). Nú vitum viđ, hvernig turn kirkjunnar var, áđur en hann var hćkkađur til  muna um 1740 og áđur en spíran sem nú er kirkjunni var loks reist. Ţetta var dćmigerđ hollensk kirkja, líkust Nýju kirkju (Nieuwe Kerk) í den Haag í Hollandi, enda byggđ af hinum hollenskćttađa Norđmanni van Haven.

lambert_van_haven.jpg

Lambert van Haven, byggingarmeistarinn.

vor_frelsers_kirke_copenhagen_portal_west_2_1249371.jpg

Prestur gefur ljósmynd

Af einhverjum ástćđum mér ókunnugum kom séra Jónas Gíslason (1926-1998) međ ljósmynd af altaristöflunni á Ţjóđminjasafns Dana áriđ 1967 og gaf safninu. Jónas var ţá prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn, en síđar var hann útnefndur prófessor í trúarbragđasögu viđ guđfrćđideild Háskóla Íslands, og enn síđar vígslubiskup í Skálholti. Engar upplýsingar hafa Danir um ţessa ljósmynd sem ţeir fengu. Myndin varđ hins vegar til ţess ađ ég hóf dauđaleit af töflunni. Leitin stóđ yfir í um ţađ bil sólarhring. Ég fullvissađi mig um ađ taflan, sem ekki er nefnd í Kirkjum Íslands, vćri heldur ekki á Ţjóđminjasafni Íslands. Loks kom í ljós ađ hún hafđi lengst af veriđ í kirkjunni eftir ađ hún fékk andlitslyftingu hjá Frank heitnum Ponzi listfrćđingi fyrir mörgum árum síđan.

Mönnum ţótti kirkjan í Miklaholti orđin mjög hrörleg á seinni hluta 20. aldar og var ákveđiđ ađ endurbyggja hana og enn var bćtt viđ áriđ 1961. Fáskrúđabakkakirkja var sömuleiđis gerđ ađ sóknarkirkju í stađ Miklaholtskirkju. Ţađ var gert ţegar áriđ 1936. Ýmir gripir í gömlu kirkjunni fóru í ađrar kirkjur t.d. í nýju sóknarkirkjuna. Fáskrúđarbakkakirkju. En ekkert hefur fariđ á Ţjóđminjasafn Íslands. Kurt Zier, Ţjóđverji sem hafđi veriđ í útlegđ á Íslandi á stríđsárunum, og sem síđar hafđi snúiđ aftur frá Ţýskalandi til Íslands áriđ 1961 til ađ stýra Myndlista- og Handíđaskólanum Reykjavík, var fenginn til ađ mála nýja altaristöflu fyrir Miklaholtskirkju.

Gamla altaristaflan var hins vegar send til viđgerđar hjá Frank Ponzi og kostađi Guđríđur heitin Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar Sigurđssonar í Miklaholti ţađ, en Magnús bjó í Miklaholti fram til 1939. Viđ jörđinni tók Valgeir Elíasson og kona hans Guđlaug Jónsdóttir. Núverandi ábúandi í Miklaholti, Gyđa Valgeirsdóttir, sem séra Páll Ágúst Ólafsson benti mér á ađ hafa samband viđ, sagđi mér hvar altaristaflan vćri niđur komin. Taflan kom aftur úr viđgerđinni og hefur síđan ţá hangiđ yfir kirkjudyrum, ţar sem fáir veita henni athygli, ţví ađeins er messađ í kirkjunni einu sinnu á ári, á Nýársdag.

Afkáraleg altaritafla?

Myndin á altaristöflunni úr Miklaholti er líklega gerđ áriđ 1728 líkt og fram kemur á töflunni, Hún er kannski ekki mikiđ listaverk, en í einfaldleika sínum er hún ađ mínu viti bćđi falleg og einlćg. 

engill_1249373.jpgengill.jpg

Í kirknaskrá sinni skrifađi Matthías Ţórđarson ţetta áriđ 1911 er hann heimsótti kirkjuna: 7.VII.1911.              Kirkjan orđin gamalleg og fúin, fremur lítilfjörlegt hús. Altaristafla afkáraleg, ofantekin, stendur frammi í horni. Umgjörđin međ allmiklu verki, máluđ međ ýmsum litum. Myndin sjálf sýnir kirkju, fyrir framan er Kristur međ flokk postula, Jóhannes skírari og ýmislegt fólk, sem flest bađar höndunum út í loptiđ. Fyrir ofan er letrađ: „Johannes og Johannis Babtistć Kirkia epter honum so křllud.“ Fyrir neđan myndina stendur á sjerstökum fleti: Hr. Peder Einersen: M.[:] Christin Siverdsda[a]tter. Ao 1728. "

Altaristöfluna gömlu í Miklaholti gaf séra Pétur Einarsson (1694-1778) sem alla tíđ var prestur í Miklaholti. Hann fór utan eftir nám í Hólaskóla 1720. Áriđ eftir fékk hann brauđ í Miklaholti og hefur líklega pantađ ţessa ţessa töflu af Vor Frelsers Kirke og beđiđ um ađ nafn sitt og konu sinnar yrđi sett á hana. Myndin er ţó ţess leg ađ ekki verđur útilokađ ađ íslenskur mađur hafi gert hana, einhver nákvćmur naívisti, en ţar verđa ţó ađeins vangaveltur.

Ţegar efst á myndina er ritađ ađ kirkjan fái nafn sitt eftir Jóhannesi og Jóhannesi skýrara er vitanlega átt viđ kirkjuna í Miklaholti sem taflan var gefin. Ţar var kirkja allt frá ţví á miđöldum helguđ Jóhannesi skírara.

Matthías Ţórđarson greinir myndmál myndarinnar rangt. Ţarna er margt ađ gerast. Skegglausi engillinn međ geislabauginn er enginn annar en Gabríel, og fólk bađar út höndum ţví Biblían greinir frá ţví ađ allir menn, t.d. María mey og Zakarías hrćddust Gabríel er ţau sáu hann. Jesús og lćrisveinarnir horfa á. Gabríel var bođunarengill ţegar í Gyđingdómi. Einnig má greina á málverkinu mann međ hjálm, sem snýr baki í okkur, en ţađ er hundrađshöfđinginn Kornelíus. Honum birtist engillinn Gabríel líka.

Ef einhver fróđur mađur getur skýrt út fyrir mér, hvernig stóđ á ţví ađ séra Jónas Gíslason fór međ ljósmynd af altaristöflu frá Íslandi á Ţjóđminjasafn Dana, vćri mér mikil akkur í ađ fá upplýsingar um ţađ. Ég held ađ hann hafi kannski leitađ upplýsinga fyrir Frank Ponzi og ađ Frank hafi tekiđ myndina. Hef ég ţví haft samband viđ Tómas, son Franks Ponzi, sem var nokkurn veginn samtíma mér í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ.

Taflan sem hafđi stađiđ í friđi og spekt yfir altari í Miklaholti síđan um 1728, var reyndar orđin hornkerling áriđ 1911. Hún er ţó sannarlega ţess virđi ađ minnst sé á hana ţví hún leysir ráđgátu um byggingasögu einnar merkilegustu kirkju Kaupmannahafnar, borgar sem í eina tíđ var höfuđborg Íslands. Í Vor Frelsers Kirke hangir til dćmis ljósahjálmur sem Íslandskaupmađurinn Jacob Nielsen gaf áriđ 1695.

Ritiđ Fornleifi á fornleifur@mailme.dk ef ţiđ hafiđ frekari upplýsingar um altaristöfluna í Miklaholtskirkju.

frelser_spir.jpg


Dýr er Drottinn

soluro_a.jpg

Nú er frekar ólögulegur, skagfirskur Jesús til fals fyrir 4,6 milljónir króna og hefur Ţjóđminjasafniđ forkaupsrétt. Mér finnst ţessi Kristur nokkuđ dýr miđađ viđ gćđi. En hvađ veit ég?

Safnaramiđstöđin heitir fyrirtćkiđ sem er međ róđuna til sölu fyrir einhverja afkomendur bćndakirkjueigenda sem geymt hafa ţennan kross og ţurfa nú líklega ađ kaupa sér betri bíl eđa búa til sólstofu, frekar en ađ horfa á óvinsćlan mann hanga á veggnum hjá sér.

Rómverkur stíll?

Safnamiđstöđin upplýsir ţetta á smettiskruddu sinni:

"Einstakur róđukross úr Reykjakirkju í Rómverskum stíl.

Hann heldur sér vel ţrátt fyrir ađ vera orđinn nokkurhundruđ ára, róđukrossinn úr Reykjakirkju í Tungusveit. Gripurinn er frá 13.-15. öld, er 80 cm á hćđ og 55 á breidd. Ţessi einstaki gripur er nú til sölu hjá okkur og bíđur nýs eiganda sem tekur ađ sér ţađ verkefni ađ varđveita hann fyrir nćstu kynslóđir."

Ađstandendur Safnaramiđstöđvarinnar vita greinilega ekkert hvađ ţeir eru ađ selja og eru búnir ađ búa til nýjan stíl. Listasagan mun vart ţakka ţeim fyrir ţađ klámhögg. Vitanlega er átt viđ rómanskan stíl, en krossinn er reyndar alls ekki í rómönskum stíl, frekar en "rómantískum". En svona fágćtur stíll gćti hins vegar veriđ ástćđan til ţess ađ menn vilja fá heilar 4,6 milljónir króna fyrir Krist sinn. 

Ţađ er gaman ađ skođa. hvernig ţessi róđa hefur ţróast, ţví ađ Jesús úr Tungusveit er frá mismunandi tímum og er mismunandi vel byggđur, sem og í misgóđum holdum.

Samsettur Kristur

Greinilegt er, ađ frá hálsi niđur á tćr er Kristur í gotneskum stíl ţegar sá stíll var ungur. Ţessi hluti Kristmyndarinnar er frá 13. öld og er listilega útskorin. Enn eru báđir fćtur negldir hver fyrir sig líkt og var venjan í rómönskum stíl en ţetta hélst stundum ţegar gotnesk list var ađ ryđja sér til rúms. Engin sveigja er ţó komin í hina mjóu fótleggi Krists, en lendarklćđiđ er fariđ ađ falla samkvćmt hinum nýja stíl. Brjóstkassi Guđssonarins er ber og magur,  og ţađ sést sérhvert rifbein og ţjáningin ţar á milli. Ţarna er kominn hin gotneska líkamsbygging hins líđandi Krists.

Svo gerist eitthvađ furđulegt. Handleggirnir á hinum mjóleggjađa og mergsogna Kristi fyrir neđan háls eru eins og handleggir líkamsrćktarmanns og nćrri ţví eins langir og fótleggirnir. Ljóst er ađ ţessu armar eru ekki frá 13. öld, en öllu heldur frá 16. eđa jafnvel 17. öld. Lúkurnar eru lokađar en ţađ sést sjaldan á Kristi á miđaldakrossum. Á 17. öld hefur einhver snikkari líklegast splćst saman handleggjalausum Miđaldakristi og ţessum stćltu, heimasmíđuđu handleggjum sem hann hefur tálgađ til, og ugglaust haft vel vaxinn Skagfirđing sem fyrirmynd og líklegast sjálfan sig.

Miđađ viđ stćrđ höfuđsins á ţessum Skagfirska Kristi ţykir mér líklegt ađ ţađ ţađ sé einnig frá 16. eđa 17. öld.  Sjálfur Krossinn er hugsanlega frá sama tíma og Jesúslíkneskiđ fyrir neđan háls, en krossinn er hins vegar of stuttur.

Ég hef litađ krossinn, svo menn geri sér grein fyrir hinum mismunandi hlutum hans.

Fyrst ţegar ég sá ţennan samsetta Krist hugsađi ég, ađ kannski vćru einhver brögđ í tafli. Ţađ er hins vegar erfitt fyrir mig ađ segja til um ţađ án ţess ađ sjá krossinn međ eigin augum.  Ég vil ekki gefa 4,6. milljónir til ţess, og ekki fyrir nokkurn kross. Ég set ekki verđ á slík verkfćri, enda bannar siđfrćđi fornleifafrćđingsins mér slíkt.

Gripurinn er ađ mínu mati gott dćmi um nýtni manna fyrr á öldum og fátćkt. Miđaldalíkneski sem hefur veriđ í lamasessi hefur veriđ ađ mínu mati veriđ lagfćrt og notađ áfram í lúterskum siđ. Ţess vegna hefur ţessi róđa menningarsögulegt gildi og ćtti ađ vera á safni.

En dýr ţykir mér ţessi samsetti Jesús. Kannski getur seljandi fengiđ meira í Evrópu, ţar sem menn gefa góđar evrur fyrir allt og selja jafnvel ömmu sína.

Michelangelo á 500 milljónir, íslenskur Sveitakristur á 4,6 millur

Áriđ 2008 keypti ítalska ríkiđ útskorna Kristsmynd eftir Michelangelo fyrir hálfan milljarđ króna. Miđađ viđ ađ listamennirnir á bak viđ Krist frá Reykjum í Tungusveit voru ţrír óţekktir menn, er verđlagiđ á Hverfisgötunni kannski heldur dýrara en í stórborgum Evrópu. 

Verđlag á krossum á Íslandi hefur veriđ sett mjög hátt. Lesendur mínir muna kannski eftir "krossinum", eđa réttara sagt ólögulegum sandsteinshnullung sem sendur var á Kristnisýningu í Ţýskalandi, ţótt alls endis vćri óvisst hvort um kross vćri ađ rćđa.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband