Tapađ fé og fundiđ

_rihyrndur_hrutur_b.jpg

Ţríhyrndur, íslenskur hrútur birtist skyndilega í Frakklandi á síđari hluta 18. aldar. Nánar tiltekiđ um 1760. Taliđ er ađ hann hafi lamb ađ aldri hlaupiđ í franskt skip landmćlingamanna og siglt utan og forframast; jafnvel orđiđ forystusauđur í Frakklandi.

Hann endađi ţví miđur sína ţríhyrndu ćvi sem ragout í Bastillunni, enda hafđi hann allt á hornum sér.

Einum fremsta náttúrufrćđingi Frakklands, greifanum Georges-Louis Leclerc, comte du Buffon, ţótti hinn íslenski Móri svo föngulegur ađ hann lét eilífa hann á mynd og birti í stórverki sínu um dýrafrćđi í fjölda binda: "Histoire naturelle, générale et particuličre" (1749-1788). Var ţađ í fyrsta sinn sem íslenski sauđasvipurinn birtist á bók. Síđar birtust eftirmyndir af honum í öđrum ritum, frönskum, enskum og ţýskum.

Tel ég víst ađ hrútur ţessi hafi veriđ ćttađur af Skagaströnd og hafi svarađ nafninu Erlendur. Gamansamur og gáfulegur glampinn í augum skepnunnar gćti bent til ţess, enda er fyndnasta fé landsins ćttađ af Skagaströnd.

Ţess ber ađ geta, ađ haft hefur veriđ samband viđ fornleifaráđuneytiđ og forystusauđ ţess til ađ freista ţess ađ bjarga ţeim ţríhyrnda úr útlegđinni. Sigmundur Davíđ var stuttur í spuna og kćrir sig kollóttan um ţennan vanskapnađ og taldi hann of útlenskan fyrir sinn smekk. Líklega er bannađ ađ flytja inn slíka forframađa dilka vegna smithćttu sem gćti valdiđ hruni í stofni heimalninga og sparđatínslumanna.

Ţeir sem enn kynnu ađ sakna ţríhyrnda Móra eru beđnir ađ hafa samband viđ Fornleif eđa Hollande yfirhafnarstjóra, og vera hvorki lođnir í máli né teygja lopann um of.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ţú hefđir vafalítiđ gaman af ađ rýna í svip kindarinnar sem Buffon lét teikna á sama tíma.

Ţessi hrútur er helber spjátrungur miđađ viđ lífsreynsluna sem skín úr lífsreyndu andliti rollunnar.

Jóhann (IP-tala skráđ) 11.12.2014 kl. 19:55

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Rétt Jóhann, lífreynslan uppmáluđ og kynţokkafull niđur í klaufir. Algjör kóteletta eins og menn segja fyrir Norđan. Féllu margir franskir hrútar fyrir ţessari íslensku fegurđardís, og jörmuđu "Répétez Vigdis". Hún endađi sem súpukraftur í Versailles, segja mér fróđir menn.

rollan.jpg

FORNLEIFUR, 11.12.2014 kl. 22:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Fóru svo ađ skera hrúta. 
  

Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2014 kl. 02:27

4 identicon

Ekki getur gamall sauđamađur vikist undan ţví ađ gera hér athugasemd viđ klaufir Dísu. Svona búin til fóta hefđi engin siđavönd sauđamaddama skokkađ um Íslands farsćlda frón til lengdar. Melar, urđir og móar hefđu slitiđ svo klaufum la brebis d'Islande ađ ţćr hefđu aldrei líkst skíđum meir en klaufum međan ćrin rann á íslenskri grund. Dísa virđist líka nokkuđ ţunn á síđuna og reyfiđ eilítiđ rytjulegt. Sökum ţess ađ teikningin er annars vönduđ og vel gerđ og mađur trúir ţví ađ teiknarinn hafi teiknađ ţađ sem hann sá skal ţess getiđ til ađ myndin sé teiknuđ mjög skömmu eftir ađ siglingu ćrinnar yfir úthafiđ lauk. Líklega var ţađ langferđ og kindin klára höfđ í stíu ţar sem mjúkt var undir fćti svo klaufirnar slitnuđu ekki. Kannski hefur sjóferđin ekki átt viđ hana og lystin veriđ međ minna móti, eđa ţá ađ viđurgerningur var ekki sem bestur.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 13.12.2014 kl. 15:07

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Mikiđ ţykir mér vćnt um athugasemdir gamalla smala. Klaufirnar stungu vissulega dálítiđ í augun ţegar miđopnan međ ţessari glamúrskepnu var opnuđ í ţessu gamla númeri af "Oui de moutons" frá 1760.

Mikiđ hefur sjóferđin ţó veriđ löng ef klaufirnar hafa vaxiđ svo rćkilega á leiđinni. Er ekki líklegra ađ hún hafi stađiđ á tađi í sauđakofa heilan vetur, og ađ Fransmenn hafi komiđ međ vorskipi, heillast af fegurđ hennar, keypt hana af bónda og kippt henni um borđ ađ hćtti Nóa til ađ vera Móra til selskaps?

Ţó tel ég víst ađ sá sem seldi Fransmönnum Dísu hafi ekki orđiđ upp međ sér hafi hann séđ hana svona til fótanna í alţjóđlegum frćđiritum. En líkast til fékk hann aldrei sérrit.

FORNLEIFUR, 14.12.2014 kl. 16:52

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţú getur skođađ hana Dísu betur, nćst ţegar ţú kemur í heimsókn. Ég keypti myndina af Dísu og hafđi eintakiđ sem ég keypti lent í Jacksonville í Florida. Smalar og sauđamenn finnast víst víđa, ţótt Jacksonville í Florida sé betur ţekkt fyrir funky music en rocking rollur.

FORNLEIFUR, 14.12.2014 kl. 16:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband