Fćrsluflokkur: Kirkjugripir

Fiat Lux 5

Dieric_Bouts_-_Altaarstuk_van_het_Heilig_Sacrament original  b

Hér skal leystur blíđur vindur í hitabylgjunni í Danmörku. Kannski er ţetta hálfgert prump, en sumir hafa ef til vill gaman af ţví líka, ef ég ţekki lesendahóp Fornleifs rétt.

Vind heitir hollenskt tímarit, sem ég hef eitt sinn skrifađ grein í og vinn nú ađ annarri. Nú vita allir Íslendingar sem aliđ hafa manninn í Niđurlöndum, ađ vaffiđ á hollensku og í orđinu Vind er boriđ fram međ sem íslenskt F. Vind er boriđ fram á niđurlensku líkt og fynd í fyndni á íslensku, og hefur ekkert međ vind ađ gera. Vindurinn á hollensku er wind. Vind (fundur) er hins vegar nafniđ á merkilegu og mjög fjölbreytilegu tímariti/magasíni um sögu, listasögu og fornleifafrćđi. Ţađ er í einstaklega háum prentgćđum og inniheldur hágćđaljósmyndir. Greinarnar í tímaritinu, sem kemur út 4 sinnum á ári, eru ekki allt of langar og mjög lćsilegar fyrir ţá sem geta lesiđ sig fram úr niđurlensku, ţó ţađ sé ađeins í litlum mćli eins og ţađ er raunin međ mig. Svo er  tímaritiđ ekki dýrt í áskrift (sjá hér). Síđasta tölublađ er 210 blađsíđur. Eitthvađ af auglýsingum er í ritinu, sem skýrir hve ódýrt ţađ er. Auglýsingarnar eru ţó ekki til ama. Á međal ţeirra eru kynningar á mikilvćgum sýningum, uppbođum og menningarviđburđum víđa í Evrópu. Fyrir ţá sem eru ađ hugsa um ađ kaupa sér Rembrandt og álíka, ţá er gott ađ líta í tímaritiđ Vind.

IMG_0695

Gluggum í ritiđ. Sem dćmi tek ég eina grein í nýjasta hefti Vind, sem ég byrja á í áskrift minni. Greinin er eftir Marloes de Moor um altaristöflu meistarans frá Haarlem, Dieric (Dirk) Bouts (1415-1475) sem stendur í dómkirkjunni í Leuven í Belgíu. Taflan er taliđ til einna af helstu meistaraverka Niđurlanda á gotneska tímabilinu í myndlistasögunni.

Ţegar ég var yngri og lćrđi fornleifafrćđi miđalda í Árósum, bráđvantađi mig góđa mynd af ljósahjálmi sem hangir yfir síđustu kvöldmáltíđinni á altaristöflunni í Leuven. Mađur varđ á einhverju stigi kandídatsnámsins ađ skrifa 14 daga ritagerđ um lausamuni frá miđöldum. Ţađ fólst í ţví ađ mađur hóf rannsóknarvinnu og bjó til 6 heimildalista yfir 6 mismunandi gripi sem mađur afhenti til samţykktar. Ţegar ritalistarnir höfđu veriđ samţykktir hófst lestur og nokkru síđar fékk mađur dagsetningu á eitt af efnunum sem mađur hafđi fundiđ og dundađ sér viđ. Ţar á eftir hafđi mađur ađeins fjórtán daga til ađ skrifa. Mér var faliđ ađ ađ skrifa um ljósahjálma og kom mér ţađ einkar vel, ţví ég hafđi mikinn áhuga á efninu enda er um auđugan garđ ađ gresja er kemur ađ ljósahjálmum sem varđveist hafa á Íslandi. Afrakstur áhugans getiđ ţiđ kynnt ykkur á neđarlega á hćgri spássíunni hér á Fornleifi, ţar sem má finna ýmsan fróđleik um ţessi forláta ljósfćri sem Íslendingar keyptu fyrir nokkra kýrrassa og notuđu fyrst og fremst í kirkjum sínum. Pistlarnir um ljósahjálma kalla ég Fiat Lux, Verđi Ljós.

Bouts 1983

Ţegar ég var í námi, voru ekki til góđar myndir á veraldarvef eins og í dag. Nú getur mađur nánast hlađiđ niđur ljósmyndum listaverkum og safngripum eins og t.d. töflunni í dómkirkjunni í Leuven, og ţađ í nćr óendanlegri upplausn (sjá hér). Í ţá daga, á síđustu öld, varđ mađur ađ gera sér ađ góđu ljósmyndir í lélegri upplausn úr bókum. Ég dró útlínur hjálmsins í Leuven í gegn á smérpappír, og endurteiknađi síđan útlínumyndina međ bleki á teiknifilmu fyrir ritgerđ mína. Myndin átti ađ sýna hvernig sumir ljósahjálmar af sömu gerđ og ţeir sem varđveist hafa á Íslandi, birtust í "samtímalist" meistara 15. aldar.

Á Íslandi varđveittust ljósahjálmar vel ţví ţar voru kirkjur ekki rćndar öllum málmgripum, líkt og gerđist víđa um Evrópu. Ţar geisađi nćr endalaust stríđ hjá friđsemdarfólkinu. Málminum (messing og bronsi) sem rćnt var úr kirkjum, var beint komiđ í vopnaframleiđslu.

Ritgerđ minni frá 1983 gaf ég titilinn Metallysekroner i senmiddelalderen og prófverkefniđ sem lagt var fyrir mig hafđi hvorki meira né minna en ţennan titil:

Der řnsker en beskrivelse af den senmiddelalderlige malmlysekrone i Vesteuropa. Desuden řnskes der en diskussion af anvendelse og produktionsforhold set pĺ baggrund af en kortfattet oversigt over bronzestřberiets historie i det senmiddelalderlige Nordeuropa.

Ritgerđin fjallađi um hina mörgu hjálma sem varđveist hafa á Íslandi međal annars í samhengi viđ ritađar heimildir, efnahagssögu, fornleifafrćđi og út frá listsögulegu samhengi.

Hér fyrir ofan sjáiđ ţiđ hjálm Bouts í ritgerđinni minni frá ţví fyrir 37 árum síđan. Ţađ er miklu auđveldara ađ skrifa háskólaritgerđir í dag miđađ viđ í "gamla daga1a" ţegar mađur varđ ađ standa á haus í bókasöfnum til ađ finna ţađ sem mađur ţurfti á ađ halda.

Dieric_Bouts_-_Altaarstuk_van_het_Heilig_Sacrament

 

Dieric_Bouts_-_Altaarstuk_van_het_Heilig_Sacrament original  cb


Ţeir eru ađ fáana á Spáni

103272070_2663645677247290_3888717254164586686_o

alterskab_08_3bŢeim sem ţykir gaman af líkneskjum aftan úr pápísku og sem lásu greinar mínar um Madonnuna frá Múla nýlega (sjá hér og hér, mynd hér til vinstri) ţykir líklega sú veiđifrétt sem sögđ verđur hér nokkuđ góđ fiskisaga.

Í miđri ánni Sar, sem á íslenskan mćlikvarđa er töluverđ sprćna en ekki straumhörđ ţegar hún rennur gegnum Santiago, hrasađi Fernando um hálan stein ţegar hann leitađi betri fótfestu í eltingaleik sínum viđ ţann stóra.  Honum var litiđ á bölvađan steininn eins og menn gera ţegar ţeir kenna dauđum hlutum um klaufsku sína. Á móti starđi kona upp úr slýgrćnni ánni. Fernando Brey datt um fornt líkneski, styttu af Maríu mey, sem situr í sömu stellingu og Madonnan frá Múla, sem er sjúkdómsteppt í Barcelona međ soninn í kjöltunni.

a-virxe-do-sar-15Veiđimađurinn til vinstri.

Ţađ bar vel í veiđi hjá spćnska stangveiđimanninum Fernando Brey, sem í byrjun júní brá sér í veiđiferđ viđ ána Sar nćrri Santiago de Compostela á Norđvestur-Spáni. Eins og margir Spánverjar, langţreyttir og hrjáđir af faraldrinu sem hrjáir okkur öll, sótti Fernando út í náttúruna til ađ róa geđ sitt í einangruninni. Stöng og vöđlur er leiđ hans til afslöppunar.

Maria SAR Brey gerđi safnafólki ţegar viđvart og sérfrćđingar frá Pílagrímasafninu (Museo das Peregrinacións) í Sankti-Jakobsborg komu á vettvang međ grímur. Í veiđifatnađi og í tilhlýđilegri fjarlćgđ frá hverjum öđrum, dáđust fornleifafrćđingar og listfrćđingar safnsins ađ styttunni í ánni.

1592284071606

María komin á Safn Pílagrímanna í Santiago.

IMG_2333-1536x1024

Undir fćti styttunnar í ánni var höggviđ blóm og fléttuverk. Kannski hefur steinninn veriđ endurnotađur? Kannski var styttan tilraun ungs steinhöggvara, sem mistókst?

Styttan er um 700 ára gömul og er líklega eitthvađ yngri en  Múla-María, sem er frá seinni hluta 13. aldar.  Fariđ var međ styttuna til Santiago til rannsóknar og lítiđ hefur síđan frést til hennar, nema hvađ upplýst hefur veriđ ađ hún sé um 150 kg. ađ ţyngd.

Hvađ olli ţví ađ menn losuđu sig viđ svona forlátafína styttu skal ósagt látiđ, en henni hefur ekki veriđ kastađ ţar nýlega. Líklega skođa sérfrćđingar kirkjur og klaustur í nágrenni fundarstađarins til ađ leita ađ hugsanlegum uppruna Maríumyndarinnar í ánni Sar. Guđshús eru ţar fjölmörg, enda áin Sar nćrri Sankti Jakobsvegi, sem sífellt verđur vinsćlla ađ arka eftir, sama hvađa trúar mađur er.

a-virxe-do-sar-13

Nú bíđur forvarsla.


Alein á Spáni međ son sinn eingetinn

Nćrmynd 1b

Fyrr á öldum trúđu Íslendingar og ađrar ţjóđir óbilađ á mátt líkneskja, eđa mátt bćna manna viđ helgimyndir. Ţađ var aftur í pápísku ţegar primus ius noctis olli ţví ađ flestir Íslendingar í dag eru komnir undan sömu gređjuprestunum - jafnvel bandóđum munkum sem héldu drykkju- og kynsvallveislur (orgiae carnis) í moldarklaustrunum íslensku. Horfiđ í spegil og sjáiđ helgisvipinn ţví til jarteikna ađ ţiđ séuđ afkomendur slíkra heiđursmanna.

Ţekkt var fyrrum, aftur í pápísku, ađ fólk teldi sig lćknađ af alls kyns kvillum eftir innilegar bćnir viđ ákveđin líkneski eđa helga gripi. Ţađ ţótti jafnvel heppilegra til árangurs en ađ grafa upp hvannarrćtur sem menn trúđu ađ hefđu lćkningarmátt. Sumir menn međ auđtrúargenin trúa ţví enn ađ sér-íslenskar rćtur og grös geti jafnvel hnésett veirur frá Kína.

Alterskab_08 3b

Dýrlingar í skápum (tabernacula)

Ekki var óalgengt í kaţólsku siđ, ađ bílćti af dýrlingum vćru höfđ í litlum skápum sem stóđu á stalli eđa héngu á veggjum til hliđar viđ altari, eđa viđ langveggi kirkjuskips í stćrri kirkjum. Í máldögum var greint frá helgimyndum í húsum eđa í hurđum. Reyndar er sú venja ekki horfin í kaţólskum löndum eins og flestir vita. Slíkar myndir voru og eru úti í framandi löndum kallađar Tabernacles*.

  * Tabernacula mega menn ekki rugla saman viđ tjaldmusteri gyđinga (sem á hebresku var kalla Mishkan, sem orđrétt ţýđir dvalastađur). Tjaldiđ (mishkan) var notađ fyrir helgihald á flóttanum frá Egyptalandi. Á latínu var ţađ ţýtt međ međ orđinu tabernaculum (sem orđrétt ţýđir lítill kofi á latínu) en latínuţýđingin var léleg ţýđing á grísku ţýđingunni á orđinu Mishkan í biblíu gyđinga (Tanach), sem var orđiđ skete, sem ţýđir tjald. Frumtexti bóka Gamla testamentisins og jafnvel grískan í fyrstu ţýđingum á ţeim hefur oft vafist fyrir kristnum ţýđendum eins og kunnugt er.

Ţegar heilagra manna myndir voru geymdar í skápum (lat. plur. tabernacula) var einnig auđvelt ađ flytja dýrđlingana til innan kirkju eđa fara međ ţá út í vorgrćnkuna í prósessíur. Sumar slíkar myndir stóđu oft utan kirkju í veđursćlli löndum en Íslandi. Ţćr dýrlingamyndir, sem venjulega komu ekki mikiđ út úr skápnum, voru ein bestu hjálpartćkin í vonleysi og volćđi fyrri alda, fyrir utan hvalreka og fyrrnefnd lćkningagrös.

Ein margra helgimynda sem vafalaust bjargađi Íslendingum andlega gegnum pestir, bólur og ađrar kreppur hafnađi Kóngsins Kaupmannahöfn, og ţađ örugglega í skiptum fyrir brennivínsflösku eđa tóbak áriđ 1859. Hún var send međ haustskipi til Kaupmannahafnar. Ţađ var Maríumynd í skáp sem kom úr kirkjunni í Múla (Múlastađ) í Ađaldal. Kirkjan ţar var lögđ af um 1890. Maríumyndin mun ađ öllum líkindum vera frá síđari hluta 13. aldar eđa byrjun ţeirar 14.

Hvađ segja máldagar um líkneskiđ í Múla

Í máldögum Ólafs biskups Rögnvaldssonar á Hólum frá 1461 er fyrst međal innanstokksmuna kirkjunnar nefnt: Ţetta jnnan kirkiu; Mariulíkneski međ einu gullnistu...

Í eldri máldagaskrá viđ Vísitasíugerđ Jóns biskups Vilhjálmssonar áriđ 1429 er líkneskiđ í Maríukirkjunni í Múla hins vegar ekki nefnt frekar en flestir ađrir helgir gripir kirkjunnar.

Í elsta máldagaskrá í Hólabiskupsdćmi, Auđunarmáldaga er nefnt Mariu skript., sem hugsanlega gćti veriđ María sú sem nú húkir einmana á spćnsku safni í Barcelona, en viss getum viđ ekki veriđ ţar sem ekki er talađ um líkneskju j hurđum eđa j husi.

Eftir ađ líkneskiđ var selt úr landi hefur María međ Jesúsbarniđ frá Múla síđan hangiđ í Kaupmannahöfn, en reyndar lengst af í geymslu danska ţjóđminjasafnsins, Nationalmuseet, og gengiđ undir heitinu Alterskab, Island - Mule (inv. nr. 19014, DM & R).

Ţađ síđastnefnda, ađ Danir ţrjóskist enn í vankunnáttu sinni og fyrirlitningu á íslenskri tungu og kalli Múla Mule, sýnir hve mikiđ út í hött ţađ er, ađ íslensk handrit og önnur menningarverđmćti séu yfirletti enn varđveitt og ađ íslenskukennsla sé stunduđ á háskólastigi í landinu flata - enda er fyrir ţví enginn áhugi hjá yfirvöldum né námsmönnum. Danir hafa sannast sagna afar takmarkađan sem engan áhuga á sögu Íslands og halda ţeir almennt ađ ţeir séu orđnir málsmetandi ţjóđ í Hansaríkinu ESB. Ţegar íslenskar fornbókmenntir eru gefnar út á nýdönsku á okkar tímum eru ţýđendur ofuruppteknir af ađ nota kjánalegt götumál frá Norđurbrú nútímans til ţýđinga á ţjóđararfi Íslendinga. Ýmislegt hefur samt fariđ betur en í eldri ţýđingum, en stundum rennur nálin út af plötunni; dćmi: Ţađ sem áđur var kallađ fragmenter (brot) á dönsku, samanber brot af handritum af ákveđinni sögu, er nú kallađ "totter" - třv venligst en tot!

Nú er María frá Mule komin til Spánar

Alterskab_02 b

Maríuskápurinn frá Múla er 140-145 sm háar og 52 sm ađ breidd. Ţađ er taliđ vera frá 1250 eđa síđari hluta 13. aldar, ţó mögulegt sé ađ myndin gćti einnig hafa orđiđ til eftir 1300.

Nú er María og Jesús frá "Mule" orđin strandaglópar á Spáni. Danir lánuđu líkneskiđ út á helgigripasýningu til Hollands á sýninguna  North & South á Museum Catharijne Convent i Utrecht (haldin 25. október 2019 til og međ 26. janúar 2020. Ţá fór sýningin ađ mestu til Museu Episcopal de Vic/Barcelona á Spáni (sjá hér og hér myndstubbur um sýninguna). Ţar lokađi sýning, sem ber heitiđ ŤNord & Sud. Art medieval de Noruega i Catalunya 1100-1350ť nokkrum dögum eftir ađ hún opnađi - vegna bölvađs Kórónufaraldursins. María og Jesús frá Múla dvelja nú á Spáni án ţess ađ fólkiđ ţar, sem á ţau trúir, geti reynt lćkningarmátt ţeirra.

Vćri nú ekki tilvaliđ ađ biđja um Maríu og einkason hennar  aftur til Íslands eftir ađ Coviđ er um garđ gengiđ - ađ bjarga henni heim međ fyrsta flugi til Íslands. Danir geta ekki einu sinni stafađ nafn kirkjunnar ţar sem hún lifđi af tískusveiflur heimsins í margar aldir.

Bakhliđ

Bakhliđ altarisskápsins frá Múla

Fáum Maríu heim

Fyrir um 20 árum síđan í kjölfar greinar í Lesbók Morgunblađsins eftir fyrrv. settan ţjóđminjavörđ Guđmund Magnússon, heyrđust raddir um ađ Ísland ćtti ađ fara fram á ađ fá gripi frá Íslandi sem enn eru í danska Ţjóđminjasafninu. Talsmenn ţjóđminjasafnsins danska töldu í viđtölum viđ íslenska fjölmiđla slíkar óskir frá Íslandi vera einhverja "politik" á Íslandi. Ţađ var bara kjaftćđi og útúrsnúningur og jafnvel dónaskapur. Heyrt hef ég ađ núverandi ţjóđminjavörđur á Íslandi hafi í selskaplegheitum og upp á eigin reikning falliđ frá öllum frekari kröfum um heimsnúning gripa úr danska Ţjóđminjasafninu. Ef ţađ er rétt er ţađ vitaskuld hiđ versta mál fyrir íslensku ţjóđina.

Nú vill svo til ađ Norđmenn hafa lengi vel taliđ ţetta líkneski úr Múla vera norskt međ stóru N-i. Ţjóđararfur Noregs er greinilega svo lítilfjörlegur, ađ ţeir ţurfa ađ eigna sér annan hvern grip á Íslandi og jafnvel víđar. Heimfćrsla Múla-Maríu til Noregs er ţó allsendis á huldu, ţó svo ađ líkneskiđ sé skoriđ úr furu. Líklegra er einnig ađ líkneskiđ sé úr Norđur-Ţýskalandi eđa Niđurlöndum. 

Nógu slćmt er ađ Norđmenn vilji eiga allan heiminn. Nú vill svo til ađ Spánverjar sjá spćnskan svip og segja Maríu í skápnum svipa til líkneskis í Aran-dalnum í vestanverđri Katalóníu. Líkneski ţađ var nýlega "enduruppgötvađ" og telja menn á Spáni  ţađ eiga einhverja taugar í líkneski frá 13. öld á Íslandi. Fyrir nokkrum árum síđan skrifađi listfrćđingur í Noregi, Elisabeth Andersen ađ nafni, áhugaverđa grein um skápsdýrlinga í Evrópu, Madonna Tabernacles in Scandinavia ca. 1150- ca.1350  Ýmislegt nýtt kom fram í henni um skápsdýrlinga í Norđur-Evrópu, ţó ekki vćri nein heimfćrsla líkneskja í skápum til afdals í Katalóníu. Gott hefđi veriđ ef spćnsku listfrćđingarnir sem úttalađ hafa sig um Maríumyndina frá Múla hefđu í ţađ minnsta lesiđ greinina norsku. Farandsýningar eru ekki til mikils ef sérfrćđingarnir eru heimalningar í frćđunum.

Auga

Vissulega er María í Ađaldal ekki bláeyg, en líkneskiđ er kríttađ, og málađ andlit hennar minnir mjög á Maríur í Suđur-Evrópu. En ekki er einu sinni víst ađ viđ sjáum upphaflega lag málningar á andlitinu, ţví greinilega hefur veriđ málađ yfir upphaflega andlitiđ á einhverju stigi, t.d. ţegar vćngjađir englar (kerúbar, eins og ţeir heita í lauslegri íslenskri ţýđingu Gamla testamentisins, voru málađir í svipuđum lit á hurđarblöđin á síđari hluta 17. aldar eđa fyrst á ţeirri 18. Sá sem ţađ gerđi hefur kunnađ og lesiđ biblíuna sína betur en listfrćđingar síđari tíma.

Ţví má bćta viđ, fyrir ţá sem nú orđiđ nenna ađ lesa og frćđast, ađ mikil kerúbamergđ hefur veriđ í Múla. Án mjög haldbćrra raka hafa vindskeiđin frá Múla veriđ eignuđ Ţórarni myndskera Einarssyni, nú síđast í annars ágćtri bók Ţóru Kristjánsdóttur, Mynd á Ţili (2005).

Á vindskeiđum kirkjunnar í Múla, sem nú eru varđveitt í Ţjóđminjasafni Íslands má sjá útskornar myndir af kerúbum (réttara sagt englum sem kallađi voru Ofanim á hebresku) sem eru frá sama tíma og kerúbinn sem málađur var á hurđ líkneskjuskápsins. Íslenskir listfrćđingar hafa rembst viđ ađ skýra myndmáliđ á vindskeiđunum frá Múla, en ekki tekist - meira um ţađ í nćstu fćrslu - međ lausn myndmálsins. Pattaralegir kerúbar sem blása framan í mann, eins og sá á skápshurđinni, voru algengir í skreytilist 17. aldar.

Fisiputi 2

Stundum er eins og listfrćđingar uppgötvi sannleikann upp á nýtt međ sérhverri nýrri kynslóđ af slíkum frćđingum. Skáplíkneskiđ frá Múla er vitanlega heldur ekkert ósvipuđ Maríumyndum frá sama tíma, sem varđveist hafa í Niđurlöndum og í Norđur-Ţýskalandi. Straumar listanna og tíska barst sannarlega oftast úr suđri en fóru sér hćgar en ţeir gera í dag. Eitthvađ sem var í tísku áriđ 1200 á Spáni eđa Ítalíu var ţađ ekki fyrr en um 1250 í Noregi. Stundum bárust straumarnir í hina áttina, t.d. frá Niđurlöndum til Spánar.

Nćrmynd

  1. Ţađ sem í mínum huga er áhugaverđast viđ Maríumyndina frá Múla í Ađaldal, er ađ María og Jesúbarniđ sem voru í kirkjunni í Múla fram til 1859, eru greinilega skorin eru út úr sama boltrénu. Myndin af ţeim hefur ugglaus ekki tilheyrt skápnum sem hún er í nú.
  2. Skápurinn, tabernakliđ, er í sannleika sagt hin mesta hrákasmíđ miđađ viđ handverkiđ á sjálfu líkneskinu. Stílfrćđilega ţykir mér líklegt ađ líkneskiđ hafi veriđ keypt frá Niđurlöndum og skápur síđan smíđađur utan um ţađ í Noregi eđa á Íslandi. Máldagar kirkjunnar á Múlastađ í Ađaldal fram til 1461, nefna engan  skáp. Strangt til tekiđ ţarf ţađ ekki ađ ţýđa, ađ skápurinn hafi ekki veriđ til stađar.
  3. Einnig er enn og aftur ljóst ađ útskornar helgimyndir hafa viđ svo kallađa siđbót á Íslandi ekki veriđ settar á báliđ eins og pápísk skurđgođ voru í öđrum löndum. Ţau voru notuđ áfram til kristnihalds fátćkra bćnda í litlum torfkirkjum landsins. Menn hafa t.d. á 17 öld eđa jafnvel á ţeirri 18. málađ lítinn kerúbaengil á ţverspýtu á hurđarblađinu nćst líkneskinu til vinstri, ţegar skápurinn var farinn ađ láta á sjá.
  4. Í fjórđa lagi tel ég algjörlega öruggt ađ útskornar myndir af dýrlingum sem sumir listfrćđingar, t.d. Ellen Marie Mageroy (sjá hér), halda ađ hafi hangiđ á hurđunum ađ innanverđu, sé ímyndun ein. Ekkert bendir til ađ styttur hafi stađiđ eđa hangiđ innan á hurđum skapsins. Hvorki finnast göt eđa tappar eftir festingar á hurđarblađinu, né á ţunnum syllum á henni sem bent geta til ţess ađ útskornar myndir hafi veriđ festar ţar. Miklu frekar má ćtla ađ á hurđarblöđin hafi ađeins veriđ málađar dýrlingamyndir. Ţćr hafa allar ađ mestu veriđ afmáđar og ljóst er ađ sú ţróun hefur haldiđ áfram í Ţjóđminjasafni Dana. Ef borin er saman mynd af líkneskinu frá 1962 og nýjar myndir er greinilegt ađ leifar málningar á dyrablöđum og á líkneskinu hafa flagnađ töluvert af á ţeim 58 árum sem liđin eru á milli ljósmyndanna. Já, ţađ er enn frekari ástćđa til ađ fá arf fyrri alda aftur heim til Íslands.

Fáum nú Maríu heim frá Danmörku, og förum fram á ţađ. Hún á hvorki heima ţar sem menn halda ţví fram í algjöru áhugaleysi, ađ hún sé frá "Mule", né í einsemd á Spáni, ţangađ sem hún var lánuđ út og ţótt pestin haldi henni ţar um sinn.

Kannski vćri vit í ađ krefjast hennar međ undirskriftarlista?

Lok lok

Allar ljósmyndir í ţessari grein eru opiđ myndefni af vef Nationalmuseet í Kaupmannahöfn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson er höfundur greina á blogginu Fornleifi. Greiniđ frá höfundi og setjiđ hlekk í ţessar og ađrar greinar á Fornleifi, ef vitnađ er í ţađ sem ég hef ritađ. Annađ er víst ţjófnađur.

 


Ég ćtla ađ mála allan heiminn, elsku mamma

selardalur_ljosmynd_jo_minjasafn_slands-Colorized

Eftir ađ MyHeritage.com gerđi fólki kleift ađ lita gamlar svarthvítar ljósmyndir, hefur veriđ mikiđ ađ gera á síđunni. Ég prófađi apparatiđ á tvćr gamlar ljósmyndir Matthíasar Ţórđarsonar ţjóđminjavarđar sem hann tók í Selárdalskirkju áriđ 1913. Myndirnar eru varđveittar í Ţjóđminjasafni.

Myndirnar tvćr voru frábćrar í sínum upphaflega fjölbreytileika grámyglunnar, sem getur veriđ afar fallegur. Hér sýni ég ykkur hvađ leiktćki ţađ sem MyHeritage hefur upp á ađ bjóđa getur gert. Ţađ er gaman af ţessu föndri, sem ţiđ getiđ reynt á myndir ykkar sjálfra. Ég held hins vegar fast í upphaflegu litina. Líklegast er hćgt ađ gera ţađ sama á góđum ljósmyndaforritum. En ég á ekkert slíkt og fitla sjaldan viđ myndir, nema til ađ gefa ţeim smá skerpu.

Ég hef skrifađ um forna ljósahjálma á Íslandi í nokkrum greinum sem menn geta fundiđ neđarlega á hćgri spássíu bloggsins Fornleifs, Fyrsta greinin heitir Fiat Lux.

Selardalur 1913 lille colorized

Ljósahjálmurinn sem hékk í Selárdalskirkju er einstakur í heiminum. Hjálmurinn hangir nú einhvers stađar bakdyramegin á Ţjóminjasafninu og er ekki sýndur almenningi, enda var hann tekinn úr kirkjunni í óţökk sumra heimamanna fyrir vestan. En viđ getum líklegast öll veriđ sammála um ađ hjálmurinn á best heima á Ţjóđminjasafninu. Ţađ rćđi ég ţví ekki frekar.


Ţingvalla-bagallinn endurskođađur

Tau Bagall Ţingvellir

Međal fegurstu forngripa sem fundist hafa í jörđu á Íslandi er haus, eđa öllu heldur húnn, af svo kölluđum tau-bagli (Ţjms. 15776/1957-39) eđa tau-staf, sem fannst í jörđu áriđ 1957. Bagallinn var lausafundur sem fannst viđ framkvćmdir á Ţingvöllum og eru fundarađstćđur allar frekar óljósar (sjá um ţađ hér á bls. 24-25). 

Tau-baglar (tau er boriđ fram á íslensku) eru ţeir stafir kirkjunnar manna nefndir sem hafa T-laga haus. Tau er gríska heiti bókstafsins té. Bagall er hins vegar hiđ forna norrćna orđ fyrir biskupsstaf og er orđiđ afleitt af latneska orđinu fyrir staf, baculus (stundum ritađ í hvorugkyni baculum), sem og gríska orđinu baktron, sem hinar margfrćgu bakteríur (stafgerlar), sem hrjá mannkyniđ, mega ţakka nafn sitt.

Ta-bagall-fra-thingvollumGripur ţessi, sem vćntanlega hefur veriđ biskups- eđa ábótastafur, var sendur utan á mikla sýningu 1992-93 sem kostuđ var af Norrćnu Ráđherranefndinni og Evrópuráđinu. Ég (VÖV) ritađi um gripinn í sýningaskrár sem komu út í tengslum viđ hinar stóru farandsýningu sem sett var upp í París, Berlín og Kaupmannahöfn 1992-93. Skráin hét á dönsku Viking og Hvidekrist, Norden og Europa 800-1200; á ensku:  From Viking to Crusader, The Scandinavians and Europe 800-1200,  á ţýsku Wikinger, Waräger, Normannen. Die Skandinavier und Europa 800-1200 og á frönsku Les Vikings... Les Scandinaves et l´Europe 800-1200.

Í afar stuttum texta sýningarskránna, gaf ég upp ađeins ítarlegri upplýsingar um tau-bagalinn frá Ţingvöllum en t.d. Kristján Eldjárn eđa James Graham-Campbell höfđu áđur gert er ţeir veltu fyrir sér ţessum einstaka grip í verkum sínum, sem ég vitnađi sömuleiđis í.  Mađur sökkti sér niđur í frćđin, en gat ţá ekki skrifađ nema nokkra línur. Nú verđur bćtt úr ţví.

Tau-stafurinn frá Ţingvöllum, sem er auđveldast ađ stílgreina sem tilheyrandi Úrnes-stíl, er ekki stór gripur. Lengd hans međ leifunum af tréstafnum sem fundust í fal stafsins er ekki nema 7,1 sm og breidd er 8,6 sm. Viđurinn í stafnum hefur veriđ greindur sem blóđhyrnir (cornus sanquinea L.).

Tau-tákniđ og baglar voru á hámiđöldum taldir skírskota til tau-krossins, té-laga kross, sem var einkennistákn heilags Antoníusar munks í Egyptaland sem talinn er hafa veriđ uppi 3-4. öld e. Kr. Einnig hefur Tau-kross veriđ tengd heilögum Frans af Assisi í list síđmiđalda. Tau-stafir hafa lengir veriđ ţekktir sem biskups og prestastafir í austurkirkjunni, í armensku kirkjunni, međal koptískra kristinna og hjá Eţíópum.  Menn hafa leikiđ sér ađ tengja stafinn frá Ţingvöllum viđ austurkirkjuna, en ţví miđur er lítiđ sem stutt getur slík tengsl og Antoníus og heilagur Fransiscus (Frans) koma tau-baglinum á Íslandi ekkert viđ, enda er tau-kross hans ekki eins í laginu og bagall sá sem Antoníus og Frans eru sýndir međ í freskum og altarislist miđalda.

Líkt og ég benti á í afar stuttum texta mínum um bagalshúninn frá Ţingvöllum í sýningaskrám Víkingasýninganna í París, Berlín og Kaupmannahöfn, ţá ţekkjum viđ hausa úr viđi af stöfum sem mest líkjast hausnum frá Ţingvöllum. Ţeir hafa fundist  í Dublin. Ţađ hefur lengi veriđ ljóst ađ Íslendingar hafa grimmt sótt í vöruviđskipti í Dyflinni og í enskum verslunarstöđum á fyrrihluta miđalda (sjá nánar neđar í ţessum texta). Ég er enn á ţví ađ húnninn geti veriđ verk frá Bretlandseyjum eđa Írlandi, ţar sem Íslendingar versluđu mikiđ á 11.12 og fram á 13. öld. Ég hika ekki viđ ađ aldursgreina stafinn til um 1100 e.Kr. og jafnvel getur hann veriđ eitthvađ yngri. Hann er heldur ekki í hreinrćktuđum Úrnesstíl.

Baglar kirkjunnar

Bagallinn, eitt af einkennistáknum biskupa og annarra háttsettra manna innan mismunandi kirkjudeilda, hafa gegnum söguna hlotiđ margar skýringar. Sumir vilja álíta ađ ţetta sé fjárhirđstafur, međ vísunar til ţess ađ ţessir menn gćttu hjarđar Drottins. Flestir baglar fengu ţví fljótlega svipađ form og krókstafir fjárhirđa. Ađrir sérfrćđingar sjá frekar uppruna tau-bagalsins međal gyđinga sem fyrstir tóku kristni. Ţeir áttu ađ hafa ćttleitt bagalinn úr gyđingdómi. Tíu ćtthvíslir gyđinga áttu sér hver sinn staf og var hver stafur merktir bókstafi ćttarinnar, en sá sem kristnin "erfđi" eđa fékk ađ láni var stafur prestanna, Levítanna, sem blómsrađi og laufgađis (varđ tré lífsins, lífsins tré arbor vitae; og síđar meir róđan/krossinn) ţ.e. stafur Arons sem greint er frá í 4. Mósebók, 17 kafla og t.d. einnig í 2. Mósebók, 7. kafla: Drottinn ávarpađi Móse og Aron og sagđi:

„Ef faraó segir viđ ykkur: Geriđ kraftaverk, skaltu segja viđ Aron: Taktu staf ţinn og kastađu honum niđur frammi fyrir faraó. Hann verđur ađ eiturslöngu.“ Síđan fóru Móse og Aron til faraós og ţeir gerđu ţađ sem Drottinn hafđi bođiđ ţeim. Aron kastađi staf sínum frammi fyrir faraó og ţjónum hans og hann varđ ađ eiturslöngu. Ţá kallađi faraó fyrir sig vitringa og galdramenn og spáprestar Egyptalands gerđu eins međ fjölkynngi sinni. Hver ţeirra kastađi staf sínum og stafirnir urđu ađ eiturslöngum en stafur Arons gleypti stafi ţeirra. En hjarta faraós var hart og hann hlustađi ekki á ţá eins og Drottinn hafđi sagt.

41083148992_61188b5def_b

Stafur Móses er einnig nefndur í Síđari Konungabók, kafla 18:4, ţegar segir frá Hiskía Akassyni, sem svo er kallađur á íslensku (Hezekijah ben Ahaz):

Ţađ var hann sem afnam fórnarhćđirnar, braut merkisteinana og hjó niđur Asérustólpana. Hann braut einnig eirorminn, sem Móse hafđi gert, en allt til ţess tíma höfđu Ísraelsmenn fćrt honum reykelsisfórnir og var hann nefndur Nehústan.

Síđast en ekki síst má finna "stađfestingu" á ţessu í Nýja Testamentinu, nánar tiltekiđ í Jóhannesarguđspjalli 3:14, sem einnig skýrir af hverju menn voru međ bronsstafi sem sýndu táknrćnan orm á Íslandi um 1100 árum e.Kr.:

Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyđimörkinni, ţannig á Mannssonurinn ađ verđa upp hafinn svo ađ hann veiti hverjum sem trúir á hann eilíft líf. 

Eirormur var um langan tíma eitt af táknum Krists. Óneitanlega minnir bagallinn frá Ţingvöllum á eirorm Móses, sem kallađur var Nehushtan, og sams konar mynd af krossinum virđist hafa lostiđ niđur í biblíuglansmyndahöfunda í Bandaríkjunum á 20 öld og listamanna sem hefur skreytt kirkjuhurđ í San Zeno í Verona á Ítalíu sem er frá fyrri hluta miđalda (12. eđa 13. öld).MosesAndTheBrassSerpenturn cambridge.org id binary 20161128160751923-0656 9781316402429 12361fig61

Abraham og Drottinn

Sagan um stafi ćtthvíslanna 12 á kirkjuhurđinn á San Zeno í Veróna; 1. Mósebók kafli 14: Ţá kom orđ Drottins aftur til Abrams: „Ekki mun hann erfa ţig heldur sá sem af ţér mun getinn verđa. Hann skal erfa ţig.“
Ţá leiddi hann Abram út fyrir og mćlti: „Líttu til himins og teldu stjörnurnar ef ţú getur.“ Og hann sagđi: „Svo margir munu niđjar ţínir verđa.“

Verona,_Basilica_Moses lögmáliđ og stafir ćtthvíslanna

Móses fćr lögmáliđ og Aron gćtir stafa ćtthvíslanna. Stafur ćtthvíslar hans hans laufgađist og blómgađist.

Vangaveltur um eiganda bagalsins sem fannst á Ţingvöllum

Heyrt hefur mađur og lesiđ alls kyns vangaveltur um hugsanlegan eiganda tau-bagalsins sem fannst i jörđu á Ţingvöllum. Eins og oft áđur á Íslandi, skal sú leiđa hefđ í hávegum höfđ, ađ einstakur gripur sem finnst í jörđu sé tengdur ákveđinni persónu í Íslendingasögum eđa álíka bókmenntum. Slíkir órar eru algjörlega út í hött. Hvort ţeir feđgar Gissur Ísleifsson eđa Ísleifur Gissurarson biskupar hafi átt tau-bagallinn á Ţingvöllum skal ţví hér međ öllu ósagt látiđ, ţó svo ađ  bagallinn falli tímalega ađ embćttistíma ţeirra sem biskupa í Skálholti. 

En kannski voru ţeir feđgar, líkt og svo margir kirkjunnar ţjónar, óđir međ međ öli, svo ađ ţeir týndu embćttisverkfćrum sínum á víđavangi? Hugsanlega misstu ţeir bagalinn á kvennafari og ţađ međ bráđóţroskuđum stúlkum? Enn annar ţanki gćti gefiđ ástćđu til ađ ćtla, ađ eins og fyrr og síđar hafi ţjófar hreiđrađ um sig á Alţingi. Baglinum gćti hafa veriđ stoliđ. Allt eru ţetta ţó óţarfa vangaveltur er menn vita ekki hvar á ađ leita ađ svörum um uppruna forngripa. 

Einhverjum datt nú síđast í hug ađ lögsögumenn hefđu gengiđ međ einhver tákn um stöđu sína á ţingi. Um slíkt var spurt á Vísindavefnum (sjá hér), ţar sem sérfrćđingur einn afneitađi sem betur fer međ öllu ađ slík tákn hefđu veriđ notuđ af lögmönnum; en af einhverjum furđulegum ástćđum birtist samt ljósmynd af Ţingvallabaglinum viđ greinina á Vísindavefnum.  Stundum geta menn ekki setiđ á sér í vitleysunni?


Tá-baglar í Evrópu á miđöldum
Hvar finnur mađur svo forláta bagal eins og ţann sem fannst á Ţingvöllum áriđ 1957? Sannast sagna hefur enn enginn tau-bagalshúnn líkur ţeim sem fannst á Ţingvöllum enn fundist í jörđu eđa varđveist á annan hátt. Ţađ ćtti ţó ekki ađ vera útilokađ ađ eins eđa svipađur gripur ćtti eftir ađ finnast einhvers stađar í nágrannalöndum Íslands. Húnninn er steyptur og gćtu fleiri húnar hafa veriđ steyptir eftir sama grunnmóti og hann. 


Ţeir Tau-baglar sem nánast ţola samlíkingu viđ stafinn frá Ţingvöllum eru baglar sem höggnir voru út á lágmyndum á írskum hákrossum.

carved-stones-irland-offaly-1 2

carved-stones-irland-offaly-1

Mynd byggđ á tölvumćlingu af Durrow-hákrossinum í County Offaly á Írlandi. Ţarna situr Jesús í dómsdagsmynd og heldur á tveimur af táknum sínum, krossinum og ormastaf ćttar sinnar. cross-ring-detail

Hér fyrir neđan sést greinilega á 3 ljósmyndum tau-bagall á dómsdagsmynd á hákrossinum frá Muiredach sem stendur viđ klausturkirkjuna í Monasterboice i County Louth á Írlandi. Krossinn er aldursgreindur til 9. eđa 10. aldar, sem stílfrćđilega virđist vera góđ tilraun ađ teygja grćna lopann. Krossinn er öllu nćr frá 11. öld.

33

Muiredach's_High_Cross_(east_face)_2

Muiredach's_High_Cross_(east_face)_(photo)

Hér fyrir neđan; Miđjumynd á hákrossi sem stendur í Clonmacnois í County Offaly. Á ţessum krossi stendur Jesús einnig stoltur međ tákn sín krossinn og međ tau-bagalinn ormastaf Levítans) og kross.

Irish_high_cross_Clonmacnois 2

Á syđri hákrossinn í Kells á Írlandi sem kenndur er viđ heilagan Patrek og Kólumkilla má einnig sjá Krist standa međ tross og ormastaf. Ţrívíddarmynd.

KELLS_SOUTH_CROSS_WEST_FACE_HEAD_CENTRE_WEB

Tau-baglar voru greinilega í tísku á Írlandi á fyrri hluta miđalda. Baglahúnar úr tré sem fundist hafa viđ fornleifarannsóknir í Dyflinni á Írlandi sýna ţađ glöggt. Ekki er nú alls endis víst ađ um baglahúna sé ađ rćđa í öllum tilvikum. Her eru teikningar af ţremur af fjórum ţeirra, sem  upphaflega birtust í bók James T. Lang (1988): Viking-Age Decorated Wood: A study of its Ornament and Style [Medieval Dublin Excavations 1962-81. Ser. B, vol 1], National Museum of Ireland.

DW58

DW44

3

Nokkur dćmi um taubagla í Vestur-Evrópu á fyrri hluta miđalda

Enginn tau-bagall hefur enn fundist eđa varđvesit í Skandinavíu; En víđa í Norđur- og Vesturevrópu hafa varđveist tau-baglar og einnig sjást ţeir í kirkjulist, sem sýnir ađ tau-stafir hafa veriđ algengir víđa um álfuna. Hér sýni ég fáein dćmi til gamans:

markImage
Brotinn húnn af tau-staf sem skorinn hefur veriđ úr fílabeini eđa rosmhvalstönn.  Hann er varđveittur í St.Peter Schatzkammer í Salzburg í Austurríki. Húninum er er gefin mjög breiđ aldursgreiningin eđa 800-1250, ţótt tímabiliđ 900-1150 sé mun líklegri greining. Silfurumgjörđ međ áletrun, sem er háls stafsins, er mun yngri en stafurinn og húnninn. Mál húnsins eru 4,8 x 13 sm (sjá nánar hér). Sjáiđ hve eyrun á orminum líkjast eyrum á orminum á tréhúninum hér ađ ofan frá Dyflinni.

02-0803-1 Köln dom ca. 1000Húnn af tau-staf úr fílabeini frá ţví um 1000 e.Kr., varđveittur í Dómkirkjunni í Köln.

Maastricht,_Schatkamer_Sint-Servaasbasiliek,_Servatiana,_zgn_staf_van_Sint-Servaas
Húnn af tau-bagli úr fílabeini varđveittur í Schatkamer Sint-Servaasbasiliek (kirkju heilags Servatíusar) í bćnum Maastricht í Hollandi.

1280px-Brit_Mus_17sept_010-crop

Tau-bagall frá 11. öld sem varđveittur er í British Museum. Hann er í Engil-Saxneskum stíl sem svo er kallađur.

03-crozier

Írskur tau-bagall sem talinn er vera frá 12. öld og sem varđveittur er í Ţjóđminjasafni Íra í Dyflinni.

broughanleaTvenns konar baglar höggnir í lítinn steinkross í Broughanlea í County Antrim á Norđur-Írlandi. Aldur óviss.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

31.12.2019


Dellufornleifafrćđi í tímaritinu Sögu

konan_a_klukkunni (2)

Fyrir tćplega tveimur árum var hér á Fornleifi gagnrýnd afar viđvaningsleg túlkun á merkum grip fornum, sem enn er notađur í Helgafellskirkju. Ţađ er kirkjuklukka frá 16. öld (á klukkunni er steypt áriđ 1547), en gagnrýni mín var sett fram í tengslum viđ klausturverkefni undir stjórn Steinunnar Kristjánsdóttur prófessors viđ HÍ. Sjá meira í grein minni frá 2015 sem ber heitiđ Klausturrannsóknin undir smásjá Fornleifs.

Ég sendi í ágúst 2015 Steinunni grein mína og álit á hlekk í tölvupósti, en setti einnig hlekkinn á smettiskruddu klausturverkefnisins sem kallast afar furđulegu nafni á ensku, Monasticism in Iceland.

Ég fékk ţví miđur engin viđbrögđ frá Steinunni, hvorki svör á blogginu ellegar á Facebook. Greinilega trúir Steinunn ruglinu í sjálfri sér líkt og svo oft áđur, ţví hún endurtók villurnar í greinarstúfi sem nýveriđ gaf út ásamt Völu Gunnarsdóttur í tímaritinu Sögu (LV:2017). Ţar er hvergi minnst á gangrýni mína á túlkun hennar (sem reyndar var upphaflega kölluđ uppgötvun nemanda hennar Völu Gunnarsdóttur) á klukkunni í Helgafellskirkju, sem höfundarnir skilgreina sem bjöllu.

Kirkjuklukkan nú sögđ spćnsk og sýna heilaga Barböru

Steinunn heldur ađ lítil mynd sem á klukkunni er, sem hún hefur ákveđiđ ađ sé spćnsk og ţađ án nokkurra haldbćrra raka, sýni tengsl viđ Katrínu af Aragóníu en ađ dýrlingurinn á myndinni sé heilög Barbara.

... en fyrst var ţađ Katrín (Catalina) af Aragon

Steinunn Kristjánsdóttir hélt hins vegar eftirfarandi fram áriđ 2015 á FB klaustursverkefnisins, sem einnig var til vonar og vara sett á FB Ţjóđminjasafnsins: 

Aftur á móti virđist sem ađ konan á myndinni eigi ađ vera Catherine af Aragon sem var drottning á Englandi árin 1509-1533. Hún var gift Henry VIII, en blómiđ á myndinni er merki Tudor ćttarinnar - Tudor rósin. Ţađ sem líkist ávexti er granatepliđ frá Granada og er ţađ skjaldarmerki ćttar Catherine. Catherine var mjög vinsćl drottning međal almennings á Englandi og var heittrúađur kaţólikki. Hún sýndi trú sína vel ţegar hún neitađi ađ skilja viđ Henry VIII ţegar hann hafđi hug á ađ giftast Anne Boyelin. Ađ lokum afneitađi Henry völdum páfans á Englandi og fékk hjónabandinu viđ Catherine lýst sem ógildu.

Katrín af Aragóníu hefur aldrei hlotiđ helgi. Konan á myndinni á bjöllunni gat ţví á engan hátt veriđ Katrín ţó Steinunn héldi ţví fyrst fram. Ţađ var ekki fyrr en 2011 ađ leikari og uppistandari í Georgíu í Bandaríkjunum hafđi samband viđ erkibiskup bandarískan og stakk upp á ţví ađ Katrín af Aragóníu yrđi tekin í dýrlinga tölu. Mađurinn, sem var atvinnulaus leikari, var greinilega ađ vekja athygli á sjálfum sér frekar en Katrínu (sjá hér). Katrín af Aragóníu hefur aldrei boriđ geislabaug á neinum myndum af henni. Ţađ hefđu Steinunn og Vala geta gengiđ úr skugga um án ţess ađ vera hiđ minnsta menntađar í miđaldafornleifafrćđi.

Í greininni í Sögu LV -1 2017 hefur sagan hins vegar umbreyst og ţróast örlítiđ í međförum óvenjufrjós ímyndunarafls Steinunnar, ţví nú heldur Steinunn ţví fram ađ dýrlingurinn á myndinni sé engin önnur en heilög Barbara. En Steinunn gleymir ţví, ţó hún hafi sjálf fundiđ hollenska Barbörumynd úr pípuleir í brotum á Skriđuklaustri, ađ heilög Barbara var iđulega sýnd međ pálmagrein í hćgri hendi. Ţađ fer nú lítiđ fyrir henni á myndinni á bjöllunni frá Helgafelli. Hvađ varđ af pálmagreininni Steinunn?

Granatepliđ í tengslum viđ Katrínu af Aragon.

Juan_de_Flandes_002

Höfundar greinarinnar um kirkjuklukkuna í Helgafellskirkju, Steinunn og Vala, héldu ţví upphaflega fram ađ granatepliđ sem sést á kirkjuklukkunni ađ Helgafelli sé hluti af ćttarskildi ćttar Katrínar. Enn er vađiđ í villu. Ţćr gleyma einnig ađ nefna ađ Katrín var fyrst lofuđ og gefin Artúri, bróđur Hinriks VIII. Foreldrar Katrínar voru Ferdinand II af Aragoníu (Aragónía liggur á norđaustur-Spáni víđs fjarri Granada) og Ísabella (Elísabet 1) af Castillíu.

Eftir ađ herir ţeirra hjóna höfđu endanlega ráđiđ niđurlögum á veldi Nasrid konunganna múslímsku (Imarat Gharnatah í Al-Andaluz sem stofnađ var 1230 e.Kr.), tóku hjónin sér af og til búsetu í höllinni Alhambra.

Nafn borgarinnar og hérađsins umhverfis var ekki Granada á tímum Nasrid ćttarinnar - heldur Gárnata (Karnatha) sem ţýđir hćđ útlendinganna á arabísku og vísar til ţess ađ gyđingar, sem fyrir múslímunum voru ávallt útlendingar og óćđri músílmönum, bjuggu í miklum mćli á ţeirri hćđ sem borgríkiđ fćr nafn sitt af. Borgin var reyndar einnig nefnd Gárnata al-Yahud á arabísku. Gyđingar í Granada, sem síđar flýđu í miklum mćli undan Ferdínandi og Ísabellu, m.a. til Portúgals og síđar til Hollands, voru rétt mátulega ţolađir af múslímum, ţví ţekking ţeirra, lćrdómur og hagleikur kom sér vel fyrir hina múslímsku herfursta, sem keyptu sér ţađ sem hugurinn girntist.

Granada var ţví ađeins hljóđmyndun af nafninu Gárnada. Ferdínand hinn kaţólski og Isabella spúsa hans, foreldrar Katrínu litlu og ófríđu, voru í furđu ćđiskenndu gyđingahatri sínu eftir ađ múslímar höfđu veriđ hraktir á brott úr Gárnata. Ţau hjónin gerđi allt til ađ koma ţeim í burtu og m.a. ţess vegna varđ Gárnata al-Yahud ađ Granada, fyrst og fremst međ vísun til Maríu Meyjar og ávaxtar hennar Jesús, og táknađi grantepliđ la granada á trénu el granado, á myndmáli miđalda og endurreisnartímabilsins ađ María sé ţunguđ. Granatepliđ var einnig tákn eđa allegoría fyrir kirkjuna sem safnar sama ţeim sem trúa (međ vísun til berjanna/frćjanna í frćbelgnum), og á síđmiđöldum er granatepliđ stundum sýnt í hendi Jesúbarnsins og táknar hiđ nýja líf sem fórnađ er fyrir mannkyniđ. Hins vegar var granatepliđ ađeins lítill hluti af skjaldamerki ćttar Katrínar áriđ 1492.

aragonhorenbout1

Katrín hljóp í spik sem hústrú Hinriks og fćddi honum engan karlkyns erfingja

Ţess ber ađ geta ađ ţegar Hinrik VIII var ađ reyna ađ losa sig viđ Katrínu, ţví hún gat ekki fćtt honum annađ en lífvana drengi og stúlkur en ađeins eina lifandi stúlku (Maríu). Karlstaulinn var einnig farinn ađ dađra viđ ađrar konur. Hann taldi ađ hjónabandiđ međ Katrínu vćri undir álögum og ađ bróđir hans Artúr hefđi í raun átt samfarir viđ Katarínu og ađ hún hafi alls ekki veriđ hrein mey ţegar Hinrik tók viđ henni og kvćntist.

Hinrik VIII leitađi m.a. ráđa hjá sefardískum (spćnskum) rabbínum búsettum í Modena á Ítalíu til ađ losast undan hjúskaparheitunum. Hann taldi gyđinga geta lagt til frumkristin rök fyrir ţví ađ hann fengi veittan skilnađ. Í guđfrćđi Sefaradim-gyđinga var fjölkvćni leyft og skilnađur gerđur auđveldari en hjá ţýskum gyđingum. En hann gat ekki kallađ til Englands gyđinga ţví ţeir höfđu veriđ bannađir ţar í landi síđan 1290. Ţess vegna lét hann kalla til Englands guđfrćđing einn, kristnađan gyđing Marco Raphael ađ nafni, til ađ fćra sér ţćgileg rök úr lögmáliđ gyđinga. Hinrik útvegađi sér m.a. Talmúd til til ađ leita raka og vísdóms til ađ losa sig viđ Katrínu. Hann vissi greinilega hvađ fór í taugarnar á Katrínu af Aragon og foreldrum hennar (sjá t.d. hér), sem voru međal svćsnustu gyđingahatara, kaţólskra sem sögur fara af.

Ekki fór mikiđ fyrir granateplinu í skjaldamerki konungsćttar spćnsku. Fađir Ferdínands II var farin ađ kalla Granada hluta af spćnska konungsríkinu áriđ 1475. En sigur ţar var víst mest í munninum á kóngsa. Granatepliđ var ţó ekki tekiđ upp sem merki Granada-ríkisins fyrr en eftir fullnađarsigur sonarins yfir Nasrid konungunum. Ţá var ávexti Maríu Meyjar, komiđ fyrir í skjaldamerki konungsćttarinnar í mýflugumynd og reyndar fyrst á gullmynt, svo kölluđum exelentum /exelente de Granada), sem hafin var slátta á áriđ 1497. Hins vegar er ţađ alrangt ađ granatepliđ hafi veriđ skjaldamerki ćttar Katrínar líkt og Steinunn hélt upphaflega fram áriđ 2015.

2028605l

Granatepli á tveimur greinum var merki Granada eftir 1492 og sést fyrst neđst á hinum konunglega skildi á myntum frá 1497. Á Skjaldamerki Katrínar á Englandi, međan ađ hún var drottning, fór sömuleiđis lítiđ fyrir granateplinu, sem upphaflega var kaţólskt tákn fyrir Jesús, barn Maríu meyjar.

2000px-Coat_of_Arms_of_Catherine_of_Aragon.svg

 

Myndin á Helgafellsklukkunni sýnir í raun Maríu mey

Ég taldi til margt í grein minni áriđ 2015 sem útilokar ţađ algjörlega ađ konan á bjöllumyndinni sé Katrín af Aragon líkt og Steinunn hélt upphaflega fram. Ţađ helsta er ađ konan á myndinni sem ég tel vera Maríu mey er međ geislabaug. Hún er ţví helg kona. Rök mín fyrir ţví geta menn lesiđ í grein minni frá 2015, sem Steinunn afneitar. Ég tel einni ólíklegt ađ bjallan sýni heilaga Barböru.

En nú er Katrín, sem yfirmađur klaustursverkefnisins hélt upphaflega fram ađ vćri á myndinni á klukkunni, orđin ađ Barböru í heimatilbúinni dýrlínatölu Steinunnar Kristjánsdóttur. Eitt af táknun (attribútum) Barböru er vissulega turn. Ef ţađ er turn sem sést hćgra megin viđ dýrlinginn en ekki gosbrunnurinn sem oft er sýndur á helgimyndum af hinum umlukta garđi hortus conclusus, ţá gleymir Steinunn ţví sem ég ritađi henni til hjálpar fyrir tveimur árum síđan: Táknrćnn turn Davíđs konungs í Jerúsalem (Hebr. Mevo Dovid Melech) stendur einnig i hortus condlusus í miđaldamyndum af ţessum forláta garđi. Ţađ er ekki bara Barbara sem sýnd er međ turn. Stundum er turninn í garđi Maríu sýndur sem gosbrunnur.

Áletrunin á bjöllunni H C sem Steinunn les sem H G stendur fyrir Hortus Conclusus (sjá grein mína frá 2015). En Steinunn telur ţađ vera upphafsstafi klukkusteypumannsins - sem ţá hefur kannski veriđ einhver Hector Gonzalez, ţví Steinunn hefur nú gert bjölluna spćnska án nokkurra raka nema ţeirra ađ ónafngreindur ađili á Englandi hafi haldiđ ţađ.

Ađ bjallan sé spćnsk eins og Steinunn lćtur sér detta í hug í grein sinni í Sögu er út í hött. Íslendingar voru á engan hátt í verslunarsamböndum viđ Spánverja á 16. öld. Hlutir frá Spáni berast fyrst óbeint til Íslands á 17. öld. Ensk gćti bjallan veriđ, en engar hliđstćđur eru til á Bretlandseyjum. Líklegast er ađ bjallan sé úr Niđurlöndum eđa frá Ţýskalandi, en ekki er hćgt ađ útiloka Bretlandseyjar.

Í byrjun 16. aldar og um miđja öldinar voru majúsklar (stórir bókstafir á öllum bókstöfum orđa í áletrunum (epigrafíu) aftur komnir í tísku. Bjallan var einmitt steypt á ţeim tíma, áriđ 1547. Lag bjöllunnar minnir nokkuđ á bjöllur frá ţví fyrir og um 1200. Slíkt lag kom aftur í tísku um tíma í Ţýskalandi.

Í Ţýskalandi hafđi Lúther einnig gert bćnina sem hefst á orđunum DA PACEM DOMINE IN DIEBVS NOSTRIS (sem er ađ finna á bjöllunni á Helgafelli) ađ sínum orđum og samdi m.a. sálm sem hann kallađi Verleih uns Frieden gnädiglich, sem byggir á ţessari gömlu kaţólsku morgunbćn.

Tveir möguleikar eru hugsanlega fyrir ţví ađ prófessor viđ HÍ virđi ađ vettugi athugasemdir frá kollega sem er sérmenntađur í kirkjufornleifafrćđi og miđaldafrćđum, sem Steinunn er alls ekki.

Ţeir eru ađ:

1) Steinunn hafi afhent Sögu greinarstúf sinn áđur en ađ ég gagnrýndi skođun hennar og sendi henni.

2) Hún virđir ekki ţekkingu annarra og er enn á ţeirri skođun ađ hún hafi rétt fyrir sér um túlkun sína á kirkjuklukkunni á Helgafelli.

Ţađ skiptir einu hvađa skýringu mađur velur. Ritstjórn Sögu er til háborinnar skammar. Ritstjórarnir ćttu ađ hafa frćđilegt bolmagn til ađ sjá ađ greinin inniheldur fjölmargar villur, vangaveltur og stađhćfingar í stađ frćđilegra raka, og hefur greinin ţví takmarkađ frćđilegt gildi. Ritstjórar eiga vitaskuld ađ kynna sér hvort ađrir hafi ritađ um sama efni.

Tímaritiđ Saga virđist í einhverri frćđilegri lćgđ og getuleysinu er greinilega fagnađ međ ţví ađ setja greinarstúf međ alvarlegum rangfćrslum fremst í tímaritiđ og nota myndefniđ fyrir greinina sem kápumynd. Myndin á kápunni er álíka óskýr og tilgátur Steinunnar. Ljósmyndirnar međ greininni eru einnig í hrćđilega bágum gćđum. Spyrja mćtti, hvort ađ í tísku sé á Íslandi ađ hylla fáfrćđi og vitleysu, ţar sem ógrunduđ persónuleg skođun háskólaprófessors međ skáld í maganum sé meira virđi en frćđileg rök undirbyggđ međ dćmum?

Höfundar greinarinnar í Sögu vitna í blogg á vefsíđu The Museum of London, ţar sem Vala Gunnarsdóttir hefur sett inn fyrirspurn. Engin svör hafa borist Völu nema frá mér á ţeirri síđu (Sjá hér).

Greinilegt er ađ mýtufornleifafrćđi á upp á pallborđiđ á Íslandi (sjá t.d. grein mína hér á undan um túlkun fornleifa í Stöđvarfirđi). Ţađ er líkast til tímanna tákn á Íslandi. Formóđir fílamannsins og fóstra eskimóakvennanna og annars rugls (sjá t.d. hér, hér, hér um alla tíđ, hér, hér, hér og hér) hefur einnig hlotnast fálki međ slaufu. Ţađ er víst víđar verđbólga en í spilltum fjármálum Íslands eđa ferđamannaplokkinu.

Leitiđ, og ţér munuđ finna...

Ef Steinunn Kristjánsdóttir hefđi í raun og veru sökkt sér niđur í frćđin í stađ ţess ađ vera á eintómu fjölmiđlatrippi međ ţvćlukenndar tilgátur, hefđi henni, fyrir ritun hneisulegrar greinar sinnar í Sögu, veriđ kunnugt um prýđisgóđa frćđigrein eftir Hope Johnston:

CATHERINE OF ARAGON'S POMEGRANATE, REVISITED. Transactions of the Cambridge Bibliographical Society, Vol. 13, No. 2 (2005), pp. 153-173 (sjá  http://www.jstor.org/stable/41154945).

Ţá hefđi prófessorinn getgjarni vitađ ađ rós og granatepli voru myndmál margs annars á 16. öld en hjónabands Arthúrs og Katrínar - eđa síđar Hinriks og sömu Katrínar. Ţessa grein ćttu ritstjórar líka ađ hafa fundiđ og međ henni getađ bent Steinunni á villur hennar. Ţađ fer greinilega lítiđ fyrir frćđilegri getu á Sögu. Kannski kannast ritstjórarnir ekki viđ Google?

2017-07-07 (1)

Viđ látum hér í lokin meistara Bob biđja fyrir okkur og hringja klukkum sínum fyrir fremsta grillufangara íslenskrar fornleifafrćđi. Henni er vitaskuld leyfilegt ađ svara fyrir sig. En hingađ til hefur ekki veriđ neinn vilji hjá Steinunni ađ gera ţađ nema ţá á bak viđ tjöldin. Ţögnin og yfirklór hefur hentađ henni betur ţegar yfirlýsingarnar í fjölmiđlunum reyndust vera dómadags rugl. En nú hefur hún hins vegar fengiđ tímabundiđ sérleyfi á rugliđ í sér međ grein í hinu virta tímariti Sögu. Ţađ er allt annađ og mun alvarlegra mál en ađ vera međ delludreif í gúrkutíđinni á fjölmiđlum.

Bobbi á bjöllunni í Japan áriđ 1997. Ţetta er einfaldlega ekki hćgt ađ gagnrýna.

 

Sjá fyrri grein um efniđ hér


Lakkspjöld ástar og hjónabands

L1020492 b

I.  Inngangur

Enn freista menn ţess ađ finna Gullskipiđ svonefnda á Skeiđarársandi, eđa öllu heldur á Skaftafellsfjöru, ţar sem skipiđ sökk nú ađ öllu heldur. Menn gefast oftast upp ađ lokum á vitleysunni og nú lítur út fyrir ađ síđasti hópur leitarmanna sé búinn ađ leggja árar sínar í bát.

Heimasíđu sjórćningjafyrirtćkis, sem kallađist eins og fyrirtćkiđ Anno Domini 1667 og sem fékk leyfi frá Minjastofnun Íslands til vitleysu og ćvintýramennsku, er ađ minnsta kosti búiđ ađ loka og lćsa. Hćtt er viđ ađ menn hafi rekist á lítiđ gull og vćntanlega enga geimsteina. Minjastofnun gerir oft vísindamönnum erfitt fyrir ađ fá leyfi til rannsókna, jafnvel vegna duttlunga, vanţekkingar og pólitískra tenginga starfsmannanna, en stofnunin gefur hiklaust leyfi til ađ grafa upp loftkastala í svörtum söndum Sunnanlands. Og ţegar vel liggur á er heimilađ ađ leita hins heilaga grals á örćfum Íslands. Ţađ er ekki laust viđ ađ íslensk ţjóđminjalög séu enn ófullkomin, ţrátt fyrir meira en 20 ára vinnu viđ ađ breyta ţeim til batnađar.

Eins og ég hef skrifađ um áđur, hefur „gulliđ“ úr Het Wapen van Amsterdam, einu af skipum Austurindíafélags Hollendinga, ţegar fundist. Menn verđa ađ sćtta sig viđ ţađ ađ annađ gull finnist ekki, og ađ ţeir hafi einfaldlega ekki veriđ lćsir á ţann menningararf sem skipiđ tilheyrir. Um ţađ hef ég fjallađ áđur (sjá hér og hér).

Hér mun ég aftur á móti ég fjalla um helstu dýrgripina sem nćr ugglaust eru úr skipinu. Ţar á međal eru hurđarspjöld og kistulok međ lakkverki. Öđrum gripum sem tengjast hugsanlega Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam geri ég svo skil síđar.

Íslendingar hirtu gripina úr Het Wapen van Amsterdam sem rak á fjörur ţeirrar og endurnotuđu ţessa fáséđu gripi af mikilli ánćgju í kirkjum sínum. Annađ sökk í sandinn, riđlađist í sundur og um tíma brögđuđust sandormar af fínust karrýblöndu, sjófuglum til ómćldrar ánćgju. Er ekki laust viđ ađ sumir fuglar gargi enn "Karríkarríkarríkarrí". En gerumst nú ekki of skáldlegir á miđvikudegi og höldum okkur viđ efniđ.

Um er ađ rćđa:

1) Kistulok í Skógum

Kistulok, (sjá mynd efst) notađ sem sálmaspjald, sem varđveitt er á Byggđasafninu í Skógum undir Eyjafjöllum og sem ber safnnúmeriđ R-1870. Ţađ er komiđ í Skóga úr Eyvindarhólakirkju,  ţar sem ţar var notađ sem sálmaspjald. Ţar á undan hafđi lokiđ/spjaldiđ veriđ notađ sem altaristafla í Steinakirkju.

Lokinu er er lýst ţannig á Sarpi :

Spjald međ gylltu blómkeri, lakkerađ, kínverskt eđa austurlenskt, mun upphaflega " fulningsspjald" úr húsgagni, var lengi notađ sem altaristafla í Steinakirkju, síđar sem númeraspjald í Eyvindarhólakirkju. Svipuđ spjöld voru í nokkrum kirkjum í Skaftafellssýslu og kynnu ađ hafa borist hingađ til lands međ Austur-Indíafarinu, sem strandađi á Skeiđarársandi 1663 [Athugasemd Fornleifs: árstaliđ er rangt, skipiđ fórst 1667]. Afhent af sóknarnefnd Eyvindarhólakirkju.

Stćrđ: Stćrđ loksins var mćld af Andra Guđmundssyni starfsmanni Byggđasafnsins í Skógum ţann 7.12.2015. Safngripurinn R-1870 er 72,2  cm ađ lengd, 2,1 cm ađ breidd og 51,2 cm ađ hćđ.

Skógar E

Ţess ber ađ geta ađ um miđbik 19. aldar mun einnig hafa veriđ til spjald, sem notađ var sem sálmaspjald í kirkjunni ađ Dyrhólum í Mýrdal. Séra Gísli Brynjólfsson greinir frá ţví í grein í Lesbók Morgunblađsins áriđ 1971 er Helgi biskup Thordersen vísiterađi kirkjuna ađ Dyrhólum áriđ 1848:

„Biskup telur, eins og venjulega, alla muni kirkjunnar. Um ţá er ekkert sérstakt ađ segja. Fremur virđast ţeir hafa veriđ fátćklegir. Biskup getur um „fornt og lakkerađ slétt spjald, sem til forna var yfir altari en er nú brúkađ til ađ kríta á númer og er ei heldur til annars hćft."  Ţessi gripur hefur eflaust áskotnazt Dyrhólakirkju úr strönduđu skipi. Slíkt spjald er enn til í altarishurđinni í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi.”

2) Spjald af hurđ frá Höfđabrekku

Fig. 4

Ljósmynd: Ţjóđminjasafn Íslands

Spjald í hurđ úr skáp sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands (Ţjms. 11412/1932-122) og var áđur í kirkju ađ Höfđabrekku í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu.

Hurđarblađinu er lýst á ţennan hátt af Ţjóđminjasafni á Sarpi:

Altarishurđ, 58,5 cm ađ hćđ og 39 cm ađ breidd, umgerđin úr rauđmáluđum furulistum, sem negldir eru međ tveimur trénöglum í hverju horni. Listarnir eru 6,9 - 7,5 cm breiđir.  Járnlamir eru hćgra megin á hurđinni, en lćsingar útbúnađur enginn.  Fyllingin, sem er 44 x 24,5 cm ađ stćrđ, er úr furu, sem sjá má á bakhliđinni, en framan á er lakkađ spjald međ fínu austurlenzku, listskrautverki.  Grunnurinn er svartur, en uppdrátturinn er blómsturker, sem stendur á ferköntuđum reit ( borđi?). Keriđ er brúnflikrótt og dálítiđ upphleypt, 12,7 cm ađ hćđ og 9.8 cm yfir um bolinn, útlínurnar gylltar og ţannig eru einnig blóm ţau öll, er upp ganga af kerinu.  Sum eru lögđ međ silfurlit, önnur gulls lit, ein/blađka er brúnskýjótt eins og keriđ, og efst í blómvendinum er stórt blóm međ rauđum krónublöđum.  Allt er skrautverk ţetta gert af hinum mesta hagleik og öryggi í handbragđi. Verkiđ er líklega japanskt eđa ef til vill austurindverskt, en ekki kínverskt.  Hugsanlegt er ađ gripur ţessi sé úr dóti ţví er á land rak, er Austurindiafar braut fyrir Skeiđarársandi áriđ 1669 [Athugsemd Fornleifs: Ţetta er rangt ártal og á ađ vitaskuld ađ vera 1667], sbr. Ísl. annála, ţađ ár.  Úr Höfđabrekkukirkju.(Framan viđ bogageymslu).

Takiđ eftir notkuninni á orđinu dót í skráningu Ţjóđminjasafns og sjá síđan skýringu sérfrćđinga á ţví orđi. Mađur trúir ţví nú vart ađ grip sem ţessum sé lýst sem dóti.

3) Spjald í hurđ á altarisskáp í Kálfafellskirkju

Kálfafellsspjald lilleLjósmynd: Kristján Sveinsson

Hurđin er enn notuđ í altarisskáp í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi. Lakkmyndin á spjaldinu, sem er nú mjög illa farin og slitin, snýr nú inn í altarisskáp sem er frá 18. öld og sem  er undir altaristöflunni í kirkjunni, en taflan er greinilega frá 18 öld, ţótt einhver hafi reynt ađ spyrđa hana viđ 17. öldina. Spjaldiđ er svipađ ađ stćrđ og hurđarblađiđ frá Höfđabrekku, og međ sams konar mynd og er á spjaldinu í Ţjóđminjasafni og ţví sem hangir í Skógum (sjá neđar); ţađ er blómsturvasa sem á er einfalt skreyti: Hjarta sem upp úr logar efst og sem tvćr örvar stingast gegnum í kross ađ ofan.

Myndin og vinnan viđ vasann á spjaldinu en er greinileg unniđ af sama listamanni og spjaldiđ frá Höfđabrekku. Lásinn/skráin sem upphaflega hefur ugglaust veriđ á kistu er japanskur. Hespa af japönskum kistulás hefur veriđ settur á utanverđa altarisskápshurđin ţegar lakkmyndin var látin snúa inn í skápinn innanverđan. Hvort ţađ hefur gerst ţegar kirkjan var máluđ af Grétu Björnsson og eiginmanni hennar skal ósagt látiđ, en ţađ ţykir mér sennilegt. Spjaldsins er getiđ í vísitasíu áriđ 1714 og sneri ţá fram.

Ţví miđur hafđi láđst ađ taka málband međ í leiđangurinn til ađ skođa hurđina í janúar 2016 og verđa mál ađ bíđa betri tíma. Lakkmyndin á spjaldinu í Kálfabrekkukirkju er ţó ađ sömu stćrđ og lakkmyndin frá Höfđabrekku og eru myndirnar spegilmyndir hverrar annarrar.

L1020585 c

Hespa af lćsingu af japanskri kistu. Hespan hefur veriđ tekin af japönsku lásverki. Hćgt er ađ sjá notkunina á henni á myndunum hér fyrir neđan. Hluti hennar, ţ.e. spjaldiđ, var endurnotađ sem skráarlauf ţegar lakkspjaldiđ var sett í hurđarramman á altarisskápnum. Sćnskćttađa listakonan Gréta Björnsson (sem upphaflega hét Greta Agnes Margareta Erdmann) og eiginmađur hennar Jón Björnsson málarameistari máluđu skápshurđina eftir forskrift Önnu Jónsdóttur frá Moldgnúpi, sem og kirkjuna ađ innan í eins konar sćnskum "horror vacuii-stíl" međ tískulitum 8. áratugar 20. aldar. Hugsanlegt er ađ ţau hafi sett gulllakk á hespuna og shellakk yfir ţađ, ţannig ađ bronshespan hafi varanlega, gyllta áferđ. Hjónin Jón og Gréta skreyttu ófáar íslenskar kirkjur ađ innan. Ljósmynd Kristján Sveinsson.

Hespur á Namban b

Hér sést hvernig hespur eins og sú sem er á altarishurđinni ađ Kálfafelli, voru festar á lok kistla og skrína og var hlutinn af lásafyrirkomulaginu. Myndir ţessar eru af netinu og hespurnar og lásarnir á Namban-lakkverki međ perlumóđurskreyti frá lokum 16. aldar og byrjun ţeirrar 17, listmunum sem Portúgalar sóttu mjög í. Namban var ţađ heiti sem Japanar gáfu Portúgölum og ţýđir Namban einfaldlega Suđrćnir barbarar. Barbararnir höfđu ţó sćmilega smekk og voru sólgnir í listiđnađ Japana - og gátu borgađ fyrir sig međ međ gulli sem ţeir höfđu ruplađ í Suđur-Ameríku. Ţessir lásar héldust ţó áfram í notkun langt eftir 17. öldinni á kistum jafnt sem á kistlum og smćrri skrínum. Myndir fundnar á veraldarvefnum.

II.  Rannsóknarferđ á Gullskipsslóđir ţann 23.janúar 2016

Laugardaginn 23. janúar 2016 svifu ţrír ţjóđlegir menn á besta aldri langt austur í sveitir í sćnskum eđalvagni eins ţeirra. Slíkur fararskjóti er vitanlega viđ hćfi ţegar menn fara ađ vitja gulls og gersema úr Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam, Skjaldamerki Amsterdamborgar. Samferđarmenn mínir eru oft miklar frćđilegar hjálparhellur fyrir ritstjóra Fornleifs.

Verđriđ var međ ólíkindum gott, enginn snjór á láglendi, sólskin upp úr hádegi og hlýtt. Fyrst var komiđ í Skóga, á Byggđasafniđ í Skógum, ţar sem á móti okkur tók einn helsti fornfrćđingur ţjóđarinnar, Ţórđur Tómasson sem og  starfsmađur safnsins í Skógum Andri Guđmundsson.  Viđ ljósmynduđum spjaldiđ/kistulokiđ međ lakkverkinu sem ţar er ađ finna og sem ég hef ósjaldan haft í huga síđan ég kom fyrst í Skógasafn er ég gróf ţar sem ungur námsmađur öđrum efnilegum ungmennum undir stjórn Mjallar Snćsdóttur á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum.

skogarcollage

Hér má sjá efst yfirlýstan Einar Jónsson frá Skógum, Ţórđ Tómasson og Kristján Sveinsson, og í neđri röđ Andra Guđmundsson međ spjaldiđ góđa úr Het Wapen van Amsterdam, síđan ritstjóra Fornleifs ađ bograr yfir lakkverkinu sem hann hafđi ekki strokiđ síđan 1993 og ađ lokum unglambiđ Ţórđ Tómasson í Skógum. 23. Janúar 2016. Ljósmyndir Kristján Sveinsson og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Viđ rćddum mikiđ og lengi viđ meistara Ţórđ sem ţótti vitaskuld áhugavert ađ viđ hefđum gert okkur leiđ um miđjan vetur á safniđ hans, sem hann hefur byggt upp međ svo miklum myndabrag. 

Kristján viđ stýriđKomiđ var fram yfir hádegi er viđ héldum áfram uppfullir af fróđleik.  Áđ var í Framnesi í Mýrdal í einstaklega fallegu sumarhúsi sem Einar Jónsson lögfrćđingur og sagnfrćđingur hefur byggt međ öđrum, Einar var stađkunnugur leiđsögumađur okkar ţremenninganna vísu í sćnska Veltisvagninum. Ţegar viđ höfđum borđađ hádegisverđ sem viđ höfđum tekiđ međ okkur úr stórborginni og rćtt viđ móđurbróđur Einars, hinn kankvísa Siggeir Ásgeirsson í Framnesi, kom Kristján Sveinsson, sagnfrćđingurinn prúđi og bílstjóri okkar í ferđinni, okkur ađ Kálfafelli í Fljótshverfi. Ţar hafđi kirkjan veriđ skilin eftir opin fyrir okkur, ţökk sé síra Ingólfi Hartvigssyni á Kirkjubćjarklaustri, sem ţví miđur gat ekki heilsađ upp á ađkomumenn vegna anna. Viđ gengum í kirkju og tókum margar myndir af altarisskápnum og héldum svo ađ Núpsstađ ţar sem viđ heimsóttum kirkjuna ţar til ađ fá andlega blessun áđur en viđ leituđum aftur á vit stórborgarinnar.

kalfafellskirkja

Kálfafellskirkja. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

En mađur lifir ekki á andlegu brauđi einu saman. Á bakaleiđinni áđum viđ á nýju hóteli í Vík, ţar sem ritstjórn Fornleifs bar mat á samferđamenn sína. Ţađ var hin besta máltíđ fyrir utan undarlegustu sósu sem ritstjóri Fornleifur hefur bragđađ - Opal-sósu !? Hún var borin fram međ ljúffengri lambakrónu. Ópalsósa er alvarlegt slys og sullumall í íslenskri matargerđarlist sem ćtti ađ banna. Miklu nćr vćri fyrir hótel á slóđum Gullskipsins ađ bjóđa upp á lambakjöt framreitt á indónesískan hátt og kalla réttinn t.d. Het Wapen van Amsterdam. Tillaga ţessi er hér međ til sölu.

Ţegar til Reykjavíkur var komiđ, eyddum viđ kvöldstund međ kaffi, te og međlćti heima hjá Kristjáni Sveinssyni, sem dags daglega er starfsmađur hins háa Alţingis. Úti í rómagnađri og magnesíumgulri Reykjavíkurnóttinni var fariđ ađ snjóa, en ţríeykiđ rćddi afar ánćgt um árangur ferđarinnar sem var mikill, ţó ekki vćru notađir radarar, fisflugvélar, dýptarmćlar, Ómar Ragnarsson eđa annar álíka hátćknibúnađur – ađeins ljóskastari frá 1983 og myndavélar, ein ţeirr óttarlegur garmur.

III.  Myndmáliđ á spjöldunum

Kálfafell samanburdur largeMyndmál lakkverksspjaldanna ţriggja er ţađ sama: Blómavasi, sem upphaflega virđist hafa átt ađ vera brúnleitur, jafnvel međ skjaldbökuskeljaráferđ. Hugsanlega var listamađurinn ađ reyna ađ sýna japanskan bronsvasa. Vasinn stendur á litlum ţrífćti sem sem hvílir á ferningi/plötu á borđi. Blómin í vasanum eru greinilega sum austurlensk, en vel ţekkjanleg (sjá neđar).

Spjöldin úr Höfđabrekkukirkju og Kálfafellskirkju eru nćr eins ađ útliti og gerđ og blómavasarnir á ţeim nćr nákvćm spegilmynd hvers annars. Spjaldiđ frá Höfđabrekku er nokkuđ slitiđ ţannig ađ litir og gylling hafa afmáđst. Hins vegar er spjaldiđ í altarisskápnum ađ Kálfabrekku mjög illa fariđ ţar sem lakkiđ hefur sums stađar losnađ frá undirlaginu og tréspjaldinu undir. Spjöldin gćtur vel veriđ úr sama grip, skáp eđa kistu. Ţau eru örugglega ćttuđ frá sama verkstćđinu og eru ađ mínu mati gerđ af sama handverksmanninum.

Spjaldiđ í Skógum er greinilega frá sama verkstćđi og spjöldin frá Kálfafelli og Höfđabrekku, en gerđ međ annarri tćkni og á helmingi ţykkara spjald. Myndmáliđ er ţađ sama og gert eftir nćr sama skapalóni, en er ađeins gyllt en nćr ekkert litađ nema vasinn sjálfur. Gyllingin hefur máđst nokkuđ af og ekki er ólíklegt ađ ţađ hafi gerst ţegar á strandstađ. Hinn stóri sandpappír Íslands er ekki fínkornóttur viđ viđkvćma hluti eins og ţennan.

Á blómavösunum (sem í verkinu Kirkjur Íslands eru svo ţjóđlega kallađir "jurtaker") ofarlega er skreyti: hjarta sem logar úr ađ ofan og sem tveimur örvum hefur veriđ skotiđ í gegnum í kross ađ ofan.

Skogar detail repaired

Afar erfitt reyndist ađ taka mynd af spjaldinu í Skógum vegna endurskins frá lakkinu og án einhvers apparats til ađ sía ljósiđ. Á ţessari mynd af spjaldinu í Skógum, sem sýnir dýptina í myndverkinu nokkuđ vel, hefur endurskin frá lampa veriđ fjarlćgt međ photosjoppu hćgra megin viđ vasann. Ljósmynd Kristján Sveinsson.

hjartađ

Vasi međ logandi hjarta og örvum á spjaldinu í Kálfafellskirkju. Ljósmynd Kristján Sveinsson.

 

IV.  Uppruni og aldursgreining lakkspjaldanna sem talin eru vera úr Het Wapen van Amsterdam

Engin vafi leikur á ţví ađ lakkspjöldin ţrjú eru japanskt verk og gerđ af japönskum listamönnum á 17. öld. Ţau eru annađ hvort framleidd á eyjunni Kyushu í Japan eđa í Macau í suđur-Kína, ţangađ sem japanskir lakkverkslistamenn, kaţólskir, höfđu flúiđ vegna trúar sinnar frá Japan og héldu ţar áfram ađ framleiđa fyrir portúgalskan markađ sem upphaflega hafđi hafiđ innflutning á lakkverki til Evrópu á 16. öld.

Afar sennilegt má ţví telja ađ spjöldin séu reki úr Het Wapen van Amsterdam. Strönduđ verslunarskip önnur frá VOC, Vereenigde Oostindische Campagnie, frá Hollandi ţekkjum viđ ekki viđ Ísland frá ţessum tím. Ţađ álit manna ađ spjöldin séu komin úr skipinu virđist ţví engum vafa undirorpiđ.

Hugsanlega verđur hćgt ađ skera úr um, hvort spjöldin séu frá Japan eđa Macau í Kína međ efnagreiningum á lakki og undirlaginu undir lakkinu, og stendur til ađ sćkja um leyfi til slíkra rannsókna sem gerđar verđa af portúgölskum sérfrćđingi í forvörslu sem vinnur ađ doktorsverkefni um lakkverkshúsgögn sem voru flutt frá Austur-Asíu til Portúgals.

V.  Aldursgreining

Aldursgreiningin á lakkspjöldunum sem nćr örugglega rak í land á Íslandi áriđ 1667, er einnig hćgt ađ byggja á samanburđarmyndefni á kínversku og japönsku útflutningspostulíni frá sama tíma.

Blómavasar áţekkir ţeim sem skreyta vasana á lakkverksgripunum á Íslandi, var greinilega mjög hugleikin Portúgölum og síđar Hollendingum á 17. öldinni og er hann upphaflega skreyti sem kom fyrir á kínversku postulíni en síđar t.d. á fajansa frá Delft og öđrum borgum í Hollandi. Blómavasi á ţremur litlum fótum međ tígullaga stalli undir kemur oft fyrir á kínverskum og japönsku postulínsdiskum og skálum frá síđasta hluta 16. aldar og meira eđa minna alla 17. öldina og er algengastir á leirtaui frá síđari hluta aldarinnar. Her skulu sýnd nokkur dćmi. Einn diskanna er evrópsk eftirlíking og gaman vćri ađ sjá hvort einhver sér í fljótu bragđi hver diskanna er ţýskur.

Arita 1

 

Arita 2

VI.  Túlkun myndmálsins

Hollenskur listfrćđingur, Christiaan Jörg ađ nafni, sem er vafalítiđ fremsti sérfrćđingur heims í innfluttu lakkverki frá Japan og Kína til Portúgals og Niđurlanda, hefur ađstođađ mig viđ rannsóknir mínar á lakkverkinu sem rak á fjörur Íslands. Hann lagđi upphaflega til ađ vegna skreytisins, hins logandi hjarta međ örvum, ađ spjöldin vćru gerđ á Macau, ţar sem hann taldi ađ hjartađ vćri hjarta Ágústínusar eđa brennandi hjarta Krists eđa Maríu meyjar, cor ardens, ţ.e.a.s. kaţólskt tákn.

Viđ nánari athugun hefur ţetta ţó ekki reynst rétt tilgáta hjá Jörg. Logandi hjarta međ örvum sem skotiđ hefur veriđ ađ ofan er miklu frekar algengt tákn hjónabands í Hollandi sem og á Ítalíu og í Portúgal á 17. öld. Fjöldi dćma um ţetta tákn, eitt og sér ellegar í tengslum viđ annađ tákn, vinarhandabandiđ eđa hjónahandabandiđ, hefur fundist á mismunandi gripum í Hollandi sem eru frá sama tíma og óheillafleyiđ Het Wapen van Amsterdam.

Ef lakkverkiđ, sem varđveist hefur á Íslandi, hefur veriđ framleitt í Japan, er ekki víst ađ Japanir, sem voru mjög andsnúnir harđhentu kaţólsku trúbođi og ţreyttir á öfgafullri framkomu Portúgala á 16. og í byrjun 17. aldar hafi tengt ţetta tákn trú.

Mun líklegra verđur ađ teljast, ađ einhver sem vel var í álnum í Hollandi hefur pantađ gripi frá Batavíu (Jakarta á Jövu) međ ţessu tákni á, til ađ fćra hjónakornum í Hollandi ađ gjöf.

Hollenski fornleifafrćđingurinn og leirkerjasérfrćđingurinn Sebastiaan Ostkamp, sem er hafsjór ađ fróđleik um miđalda- og endurreisnarfrćđi, og ađ mínu mati einn fremsti sérfrćđingur á ţví sviđi, hefur sýnt fram á ţađ í mjög áhugaverđri grein um táknmál hjónabands í hollenskri list, grein sem er afar áhugaverđ fyrir evrópska listasögu og skilning á myndmáli hjónabandsins á 17. og 18. öld.

1-P1260860 b223574_449246045149325_1632337050_n

Handaband og brennandi hjarta. Tvö brot af diskum. Til vinstri er brot af ítölskum fajansadiski sem er jarđfundinn í Graft í Norđur-Hollandi. Til hćgri brot úr hollenskum fajansadisk sem er í eigu einkasafnara. Myndirnar er teknar af Sebastiaan Ostkamp hjá Terra Incognita í Amsterdam, sem vinsamlegast hefur sent mér ţćr.

Pyngja Rijksmuseum

Pyngja útsaumuđ međ gull og silfurţrćđi. Upphafsbókstafirnir M og S eru sitt hvoru megin viđ hjartađ, en á hinni hliđinni eru bókstafirnir D og A og standa ţeir fyrir Dirck Alewijn (1571-1637) sem giftist Mariu Schurman (1575-1621). Pyngjan er talin vera frá ţví um 1617-1620, en líklega eldri ţar sem ţau MS og DA gengu í hjónaband áriđ 1599. Ţau voru ekki kaţólikkar. Rijksmuseum, Amsterdam (BK-NM-8327).

 

Fries Museum 1699 b

Ţađ er ekki Maríumynd sem sést á ţessu meni, né aftan á samkvćmt lýsingu safnsins sem varđveitir ţađ. Hjartađ (safnnúmer Z08959) er túlkađ sem trúlofunargjöf frá 1600-1699 og er ađ finna í Fries Museum í Leuwaarden á Fríslandi (sjá frekar hér).

Annađ tákn sem sést á gjöfum sem gefnar voru viđ brúđkaup í Hollandi, voru gripir međ einmitt myndir af blómavösum; t.d. myndir af blómavösum á leirtaui, fajansa og postulíni. Svo allt ber ađ sama brunni.

Hiđ logandi hjarta, stundum ásamt handabandi hjóna eru tákn sem sett voru á alls kyns gjafir handa nývígđum hjónum. Lakkgripirnir sem rak á fjörur Íslands voru ţví vafalaust hlutar úr kistum, skápum eđa álíka húsgögnum sem einhver Hollendingur sem var vel í álnum hafđi pantađ til til ađ gefa sem gjöf viđ brúhlaup.

imageproxy.aspx

Portúgalskur diskur frá ţví um 1660-1700, fundinn í jörđu í Hollandi áriđ 1982. Hann var gerđur í Lissabon og fundinn viđ rannsóknir viđ göturnar Visserdijk-Van Bleiswijkstraat í Enkhuizen ţar sem rannsóknir fóru fram 1994 og 2010. Huis van Hilde (8727-04). Hér fyrir neđan er ítalskur majolicadiskur fra lokum 16. aldar eđa byrjun 20. aldar.

Majolica italian

VII.  Blómin í vasanum

"Segđu ţađ međ blómum", einkunnarorđ Interflora-keđjunnar, ţekkja allir rómantíkerar sem komnir eru á aldur. Japanir eru mikiđ fyrir blóm, og frá örófi alda hafa ákveđin blóm veriđ notuđ sem tákn fyrir góđa eiginleika og fagrar kenndir. Ţađ er ekki laust viđ ađ flest blómanna í vösunum á lakkverkinu sem rak í land á Íslandi áriđ 1667 hafi veriđ valin til segja ţađ sama og hjartađ og örvarnar á vasanum: Ţ.e. Til hamingju međ brúđkaupiđ. Uppstilling blómanna er eins konar Ikebana blómaskreyting, sem er mikil list í Japan.

Ritstjóri Fornleifs er sannast sagna hvorki mikill grasafrćđingur né blómarćktunarmađur. En karlinn telur sig ţó međ hjálp sér vísari fólks ţekkja blómin á lakkspjöldunum. Flest blómin tákna ýmislegt sem tengist hjónabandi og árnađaróskum viđ ţann áfanga í lífi margra.

Blómin í vasanumÍris, Iris Sanguinea (Japönsk Iris)

Jap. Ayame.

Blómiđ táknar göfgi eđa ćttgöfgi, glćsileika sem og von og visku. Rauđleit eđa írrauđ íris var upphaflega ađeins til í Ameríkunum. Blómin á spjöldunum eiga ađ öllum líkindum ađ tákna purpurarauđar Írisar. Purpurarauđur litur táknađi Međal Japana visku og von en  tengist einnig göfgi eđa ćttgöfgi og glćsileika, von og visku.

Freyjulykill, Primula Sieboldii (Enska:Primrose).

Jap. Sakurasou

Sakurasou táknar ástarţrá eđa langlífa ást.

Kirskuberjablóm, Prunus serrulata (Japanskt kirsuberjatré).

Jap. Sakura

Sakura táknar hjartafegurđ.

Bóndarós,  Paeonia (ćttin Paeoniaceae)

Jap. Botan

Á lakkspjöldunum ţremur má sjá bóndarósir sem eru viđ ţađ ađ springa út.

Bćndarósin táknar m.a. velmegun, auđ og góđa auđnu. 

Bóndarósin var flutt frá Kína til Japan á 8. öld og rćktuđ ţar í klaustur- og hallargörđum fram til 1603 ţegar fariđ er ađ rćkta blómiđ víđar. Síđar á 19. og 20. öld voru peóníutré/-runnar fluttir út frá Yokohama í Japan til Evrópu og Ameríku.

Hugsanlega má einnig sjá eina staka frćblöđku af hlyn sem hefur veriđ stungiđ í blómaskreytingarnar í vösunum.

Japanskur hlynur, (Acer Palmatum).

Jap. Momiji.

Momiji táknar hendur barna og er ţar átt viđ blöđin á hlyninum. Er tákn frjósemi og barnaauđs. Hlynurinn táknar einnig tímann í japanskri list.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2017

Ţakkir.

Höfundur ţakkar sérlega Kristjáni Sveinssyni og Einari Jónssyni fyrir fylgdina á Gullskipsslóđir í janúar 2016. Ţakkir fćri ég einnig Christiaan Jörg, Sebastiaan Ostkamp, Mariu Joao Petisca og Jan van Campen fyrir veittar upplýsingar viđ ritun greinarinnar.

Greinin er tileinkuđ föđur mínum, sem ćttađur var úr Amsturdammi og var sömuleiđis mikill áhugamađur um Austurlandaverslun og blómarćkt. Hann hefđi orđiđ 91 árs í gćr hefđi hann ekki falliđ frá um aldur fram.

Nokkrar heimildir.

Duijn, Dieuwertje M., 2010: Het vondstmateriaal van de opgraving op het terrein van de Banketfabriek in Enkhuizen. Materiaalpracticum master archeologie en prehistorie, Universiteit Amsterdam

Impley, Oliver & C.J.A. Jörg 2005: Japanese Export Lacquer 1580-1850. Hotei Publishing. The Netherlands.

Jörg, C.J.A. 1983: Oosters porselein Delfts aardewerk. Wiselwerkingen. Uitgeverij Kemper Groningen.

Ostkamp, Sebastiaan 2004: Tortelduiven en vlammende harten; Huwelikssymbolen op zilver en aarewerk uit Alkmaar tussen 1575 en 1675. Vormen uit vuur 186/187, 2004/1-2 ;[Sérnúmer: De verbogen stad. 700 jaar Alkmaar onder de grond], 112-168.

Tómasson, Ţórđur 2011. Svipast um á söguslóđum. Skrudda 2011.


Af ávöxtum ţeirra skuluđ ţér ţekkja ţá

hur_arhringur.jpg

Á okkar tímum, ţegar öllu er hent eftir nokkurra ára notkun er ćriđ áhugavert ađ líta aftur á aldir á nýtni Íslendinga. Ruslalýđur sá sem nú rćđur ríkjum, og sem ćpir og vćlir út af minnsta skorti og jafnvel mest ţegar launin eru hćst og tekjurnar eru bestar, ćttu ekki ađ lesa um gripinn hér fyrir ofan. Ţeir fá fyrir hjartađ og ţykir ţetta örugglega ómerkilegt pjátur sem beri ađ henda. Eins tel ég víst ađ Ţjóđminjasafniđ frábiđji sig ţćr upplýsingar sem hér birtast, ţví ţeim nćgir greinilega ţađ sem ritađ var um gripinn áriđ 1886 eins og fram kemur á Sarpi ţar sem gripurinn er sagđur vera "málmsteypa" sem á hugsanleg viđ um hringinn, sem virđist tiltölulega nýlegur, en á alls ekki viđ um skjöldinn.

Áriđ 1886 kom ţessi dyrahringur međ skildi á Fornminjasafniđ í Reykjavík. Líklega er hann af kirkjuhurđ ađ Hvammi í Dölum. En eins og Sigurđur Vigfússon safnvörđur gerđi sér strax grein fyrir, ţá var gripurinn samsettur úr tveimur hlutum frá mismunandi tímum. Hann taldi hringinn vart vera eldri en frá 18. öld en skjöldinn kominn úr skírnarfati frá 15. öld.

Í ţjóđsögum Jóns Árnasyni er ţví hins vegar getiđ ađ hringur ţessi hafi upphaflega veriđ á hofi einu á Akri ekki allfjarri Hvammi, en er ţjóđsagan var skráđ var hringurinn á hurđinni ađ Hvammskirkju. Ţetta er vitaskuld hugarburđur og bábilja eins og flestar ţjóđsögur, en Sigurđur forni Vigfússon gullsmiđur hitti naglann á höfuđiđ, ţó hann gćti ekki bent á samanburđarefni máli sínu til stuđnings.

Ekki get ég dćmt um aldur hringsins sjálfs, en skjöldurinn er líklegast ţýskt verk og líklegast ţykir ađ hann hafi veriđ drifinn og hamrađur á koparverkstćđi í Nürnberg eđa í Belgíu.eschols_rugur.jpg

Holland og Ţýskaland

Áriđ 1941 keypti Rijksmuseum í Amsterdam fallegt fat úr messing (sem er gul málmblanda, blanda zinks og kopars). Seljandinn var forngripasali í Amsterdam, C.A.M. Drieman. Kannski hefur fatiđ veriđ skírnarfat, en ekki er hćgt ađ útiloka ađ ţađ hafi veriđ seder-fat, fat sem gyđingar röđuđu táknrćnum réttum á til ađ minnast harđrćđisins í Egyptaland og brottfararinnar ţađan. Ţađ gera gyđingar á Pesach hátíđ sinni (Páskum). Myndmáliđ á fatinu bendir til ţess ađ ţetta gćti hafa veriđ seder-fat.

Ef vel er ađ gáđ, er augljóst ađ fatiđ og skjöldurinn frá Hvammi hafa veriđ hamrađir, og drifnir á sama móti, en fatiđ í Hollandi eru hamrađir borđar međ skreyti.

Áriđ 1989 hélt ég svokallađan Capita Selecta fyrirlestur viđ Háskólann í Amsterdam um landnámiđ á Íslandi. Ţá eins og áđur og oft síđan brá ég mér á Rijksmuseum og keypti áhugaverđan sýningarskrá frá 1986 upp á 381 blađsíđu sem ber ţann góđa titil Koper & Brons. Ţar á blađsíđu 171 má lesa upplýsingar um fatiđ á Rijksmuseum. Ţar upplýsist ađ ađ eins fat sé ađ finna í Germanisches Nationalmuseum í Nürnberg. Í ţýskri bók frá 1927 er upplýst ađ fatiđ sé frá Nürnberg og sé frá ca. 1500. Hollendingar fara varlegar í sakirnar ţegar ţeir telja fatiđ vera frá 16. öld. Ég myndi velja fyrri hluta ţeirrar aldar.

England

Viti menn á V&A (Victoria & Albert safninu í Lundúnum) er annađ messingfat af sömu gerđ, sem gefiđ var safninu áriđ 1937 af Dr. Walter Leo Hildburgh (1876-1955) bandarískum listsafnara og listskautadansara sem uppnefndur var "Eggiđ" . Hann gaf V&A um ćvina 5000 gripi (sjá hér og mynd fyrir neđan). Eins og sjá má, er mynstriđ á börmum fatsins í London öđruvísi en ţađ sem er á fatinu í Amsterdam.

2008bt3087_jpg_l_2.jpg

Greinilegt er ađ skjöldurinn frá Hvammi hefur veriđ hamrađur út á sama móti og fötin í Hollandi, Ţýskalandi og London. En hann er hins vegar úr bronsi (blöndu kopars og tins) en ţau úr messing. Ef til vill hefur hann veriđ klipptur úr aflóga skírnarfati Hvammskirkju og á hann settur hringurinn, sem mér sýnist vera rör en ekki heilsteyptur hringur.

Myndmáliđ á ţessum ţremur gripum sem gerđir voru á sama stađ, eđa á sama móti, má svo finna í 4. Mósebók, 13. kafla sem og Jósúabók 2. kafla vers 1-22 . Í Mósebók segir:

21Síđan fóru ţeir upp eftir og könnuđu landiđ frá Síneyđimörk til Rehób viđ Lebó Hamat. 22Ţeir fóru um Suđurlandiđ til Hebron. Ţar bjuggu Ahíman, Sesaí og Talmaí, niđjar Anaks. Hebron hafđi veriđ reist sjö árum áđur en Sóan í Egyptalandi. 23Ţeir komu inn í Eskóldal og skáru ţar af vínviđargrein međ einum vínberjaklasa og ţurfti tvo menn til ađ bera hana á burđarstöng. Einnig tóku ţeir međ sér nokkuđ af granateplum og fíkjum. 24Ţessi stađur var nefndur Eskóldalur eftir vínberjaklasanum sem Ísraelsmenn skáru ţar af.

V.Ö.V. 2015

Ítarefni

ter Kuile, Onno 1986. Koper & Brons. (Catalogi van de versameling kunstnijverheid van het Rijksmuseum te Amsterdam, Deel 1, red. A.L. den Blauuwen). Staatsuitgeverij,´S-Gravenhage.

Tiedemann, Klaus 2015: Nürnberger Beckenschlägerschüsseln: Nuremberg Alms Dishes. J. H. Röll Verlag.

Walcher-Molthein, Alfred. 1927. Geschlagene Messingbecken. Altes Kunsthandwerk. Hefte über Kunst und Kultur der Vergangenheit. 1 Band 1927 / 1.Heft (mynd 13).

http://collections.vam.ac.uk/item/O88064/dish-unknown/

eschols_rugur_2.jpg


Fitjakaleikur - inngangur

kaleikur_fyrir_blogg.jpg

Hér hefst röđ hćfilegra langra greina um hina heilögu kaleika međ rómönsku lagi, sem eitt sinn var ađ finna í mörgum íslenskum kirkjum. Ţeir eru nú varđveittir á söfnum bćđi á Íslandi og erlendis. Margir hinna elstu íslensku kaleika eru meistarasmíđ og jafnast á viđ ţađ besta sem ţekkist frá 12. og 13. öld í Evrópu. Ţví hefur ósjaldan veriđ haldiđ fram ađ sumir ţeirra séu íslensk smíđ og jafnvel spćnsk, en hvortveggja tel ég vera rangt, og sömuleiđis ađ ţeir séu norskir.

Ţann 17. júní áriđ 2011 var mér bođiđ ađ halda fyrirlestur um merkan kaleik ađ Fitjum í Skorradal. Hulda Guđmundsdóttir bóndi og guđfrćđingur m.m. ađ Fitjum stóđ fyrir hátíđ í tengslum viđ vígslu nýs kaleiks fyrir Fitjakirkju. Hún og fjölskylda hennar höfđu haft veg og vanda af gerđ hans. Ívar Ţ. Björnsson leturgrafari og smiđur góđur skóp hinn nýja kaleik međ upphaflegan kaleik kirkjunnar sem fyrirmynd. Hinn nýi kaleikur er mjög vel unniđ verk og meistarasmíđ. Ađ ţví verđur vikiđ síđar. Gladdist fjölmenni og kirkjufólk sem kom ađ Fitjum ţann 17. júní 2011 mjög yfir hinum nýja kaleik sem vonandi á eftir ađ fylgja kirkjunni um ókomin ár.

fitjakirkja.jpgMeđ mjög stuttum fyrirvara var ég beđinn um ađ halda fyrirlestur um kaleikinn forna frá Fitjum. Ýmsir ađrir höfđu veriđ beđnir um ţađ sama en gátu ekki eđa skorti ţekkingu til ţess. Ég hélt langan fyrirlestur međ fjölda mynda og má skođa skyggnur frá fyrirlestri mínum hér (skjaliđ er frekar stórt, hafiđ vinsamlegast biđlund).

Nú er kominn tími til ađ greina betur og opinberlega frá afrakstri athugana og íhugana minna um rómanska kaleika á Íslandi.

Munu greinar undir heitinu Fitjakaleikur I-? smám saman birtast hér á Fornleifi, en hann er líka mikill áhugamađur um hinn gangandi greiđa (gradalis) og önnur dularfull, kirkjuleg vínveitingaáhöld, sem sumir telja ađ sé jafnvel ađ finna í klettaskorum á hálendi Íslands.

Til ađ byrja međ verđur greint almennt frá kaleiknum frá Fitjum og öđrum kaleikum frá sama tíma, en í síđari greinum verđur fariđ nánar í uppruna kaleiksins, stílsögu og myndmál (táknmál), sem er mjög merkilegt.

Áframhald á nćstunni - Perfer et orate!


Altaristaflan í Miklaholti

miklaholt2_1249368.jpg

Flestir Íslendingar kannast viđ Vor Frelsers Kirke, Kirkju Frelsara Vors á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. Sumir hafa jafnvel gengiđ upp í turnspíruna á henni, eins og ég gerđi međ föđur mínu sumariđ 1971. Mađur gengur upp tröppur utan á turnspírunni. Síđan ţá hef ég ţjáđst af mikilli og ólćknandi lofthrćđslu og dreymir stundum enn um ţađ ţegar ég ţurfti ađ setjast niđur á koparţrepin ţegar einhverjir plássfrekir ţýskir túristar og sćnskar fyllibyttur gengu framhjá okkur utan á helv... spírunni.

Kirkja Frelsara Vors var reist á árunum 1682-1696 eftir teikningum norsks byggingarmeistara af hollenskum ćttum. Hann hét Lamberts van Haven. Kirkjan var ekki upphaflega hugsuđ međ ţann turn og turnspíru sem viđ ţekkjum í dag. Spíran var fyrst vígđ áriđ 1752 og var gerđ eftir teikningum danska arkitektsins Lauritz de Thurah.

kbh-300705-159-001-600x387.jpg

Vor Frelsers Kirke á 18. öld.

6754180-26magdetgamlekbenhavnjpg.jpg

Kirkjan í lok 19. aldar.

Ţegar skrifađ var um kirkjuna í stórverkinu Danmarks Kirker í byrjun 7. áratugar síđustu aldar, kannađist listfrćđingurinn Jan Steensberg (1901-1971), sem um kirkjuna fjallađi, vitaskuld ekki viđ altaristöfluna í Miklaholtskirkju i Fáskrúđabakkasókn á Snćfellsnesi. Hefđi hann gert ţađ, hefđi löng greinargerđ hans um kirkjuna orđiđ öđruvísi en sú sem má lesa (sjá hér). Nú vitum viđ, hvernig turn kirkjunnar var, áđur en hann var hćkkađur til  muna um 1740 og áđur en spíran sem nú er kirkjunni var loks reist. Ţetta var dćmigerđ hollensk kirkja, líkust Nýju kirkju (Nieuwe Kerk) í den Haag í Hollandi, enda byggđ af hinum hollenskćttađa Norđmanni van Haven.

lambert_van_haven.jpg

Lambert van Haven, byggingarmeistarinn.

vor_frelsers_kirke_copenhagen_portal_west_2_1249371.jpg

Prestur gefur ljósmynd

Af einhverjum ástćđum mér ókunnugum kom séra Jónas Gíslason (1926-1998) međ ljósmynd af altaristöflunni á Ţjóđminjasafns Dana áriđ 1967 og gaf safninu. Jónas var ţá prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn, en síđar var hann útnefndur prófessor í trúarbragđasögu viđ guđfrćđideild Háskóla Íslands, og enn síđar vígslubiskup í Skálholti. Engar upplýsingar hafa Danir um ţessa ljósmynd sem ţeir fengu. Myndin varđ hins vegar til ţess ađ ég hóf dauđaleit af töflunni. Leitin stóđ yfir í um ţađ bil sólarhring. Ég fullvissađi mig um ađ taflan, sem ekki er nefnd í Kirkjum Íslands, vćri heldur ekki á Ţjóđminjasafni Íslands. Loks kom í ljós ađ hún hafđi lengst af veriđ í kirkjunni eftir ađ hún fékk andlitslyftingu hjá Frank heitnum Ponzi listfrćđingi fyrir mörgum árum síđan.

Mönnum ţótti kirkjan í Miklaholti orđin mjög hrörleg á seinni hluta 20. aldar og var ákveđiđ ađ endurbyggja hana og enn var bćtt viđ áriđ 1961. Fáskrúđabakkakirkja var sömuleiđis gerđ ađ sóknarkirkju í stađ Miklaholtskirkju. Ţađ var gert ţegar áriđ 1936. Ýmir gripir í gömlu kirkjunni fóru í ađrar kirkjur t.d. í nýju sóknarkirkjuna. Fáskrúđarbakkakirkju. En ekkert hefur fariđ á Ţjóđminjasafn Íslands. Kurt Zier, Ţjóđverji sem hafđi veriđ í útlegđ á Íslandi á stríđsárunum, og sem síđar hafđi snúiđ aftur frá Ţýskalandi til Íslands áriđ 1961 til ađ stýra Myndlista- og Handíđaskólanum Reykjavík, var fenginn til ađ mála nýja altaristöflu fyrir Miklaholtskirkju.

Gamla altaristaflan var hins vegar send til viđgerđar hjá Frank Ponzi og kostađi Guđríđur heitin Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar Sigurđssonar í Miklaholti ţađ, en Magnús bjó í Miklaholti fram til 1939. Viđ jörđinni tók Valgeir Elíasson og kona hans Guđlaug Jónsdóttir. Núverandi ábúandi í Miklaholti, Gyđa Valgeirsdóttir, sem séra Páll Ágúst Ólafsson benti mér á ađ hafa samband viđ, sagđi mér hvar altaristaflan vćri niđur komin. Taflan kom aftur úr viđgerđinni og hefur síđan ţá hangiđ yfir kirkjudyrum, ţar sem fáir veita henni athygli, ţví ađeins er messađ í kirkjunni einu sinnu á ári, á Nýársdag.

Afkáraleg altaritafla?

Myndin á altaristöflunni úr Miklaholti er líklega gerđ áriđ 1728 líkt og fram kemur á töflunni, Hún er kannski ekki mikiđ listaverk, en í einfaldleika sínum er hún ađ mínu viti bćđi falleg og einlćg. 

engill_1249373.jpgengill.jpg

Í kirknaskrá sinni skrifađi Matthías Ţórđarson ţetta áriđ 1911 er hann heimsótti kirkjuna: 7.VII.1911.              Kirkjan orđin gamalleg og fúin, fremur lítilfjörlegt hús. Altaristafla afkáraleg, ofantekin, stendur frammi í horni. Umgjörđin međ allmiklu verki, máluđ međ ýmsum litum. Myndin sjálf sýnir kirkju, fyrir framan er Kristur međ flokk postula, Jóhannes skírari og ýmislegt fólk, sem flest bađar höndunum út í loptiđ. Fyrir ofan er letrađ: „Johannes og Johannis Babtistć Kirkia epter honum so křllud.“ Fyrir neđan myndina stendur á sjerstökum fleti: Hr. Peder Einersen: M.[:] Christin Siverdsda[a]tter. Ao 1728. "

Altaristöfluna gömlu í Miklaholti gaf séra Pétur Einarsson (1694-1778) sem alla tíđ var prestur í Miklaholti. Hann fór utan eftir nám í Hólaskóla 1720. Áriđ eftir fékk hann brauđ í Miklaholti og hefur líklega pantađ ţessa ţessa töflu af Vor Frelsers Kirke og beđiđ um ađ nafn sitt og konu sinnar yrđi sett á hana. Myndin er ţó ţess leg ađ ekki verđur útilokađ ađ íslenskur mađur hafi gert hana, einhver nákvćmur naívisti, en ţar verđa ţó ađeins vangaveltur.

Ţegar efst á myndina er ritađ ađ kirkjan fái nafn sitt eftir Jóhannesi og Jóhannesi skýrara er vitanlega átt viđ kirkjuna í Miklaholti sem taflan var gefin. Ţar var kirkja allt frá ţví á miđöldum helguđ Jóhannesi skírara.

Matthías Ţórđarson greinir myndmál myndarinnar rangt. Ţarna er margt ađ gerast. Skegglausi engillinn međ geislabauginn er enginn annar en Gabríel, og fólk bađar út höndum ţví Biblían greinir frá ţví ađ allir menn, t.d. María mey og Zakarías hrćddust Gabríel er ţau sáu hann. Jesús og lćrisveinarnir horfa á. Gabríel var bođunarengill ţegar í Gyđingdómi. Einnig má greina á málverkinu mann međ hjálm, sem snýr baki í okkur, en ţađ er hundrađshöfđinginn Kornelíus. Honum birtist engillinn Gabríel líka.

Ef einhver fróđur mađur getur skýrt út fyrir mér, hvernig stóđ á ţví ađ séra Jónas Gíslason fór međ ljósmynd af altaristöflu frá Íslandi á Ţjóđminjasafn Dana, vćri mér mikil akkur í ađ fá upplýsingar um ţađ. Ég held ađ hann hafi kannski leitađ upplýsinga fyrir Frank Ponzi og ađ Frank hafi tekiđ myndina. Hef ég ţví haft samband viđ Tómas, son Franks Ponzi, sem var nokkurn veginn samtíma mér í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ.

Taflan sem hafđi stađiđ í friđi og spekt yfir altari í Miklaholti síđan um 1728, var reyndar orđin hornkerling áriđ 1911. Hún er ţó sannarlega ţess virđi ađ minnst sé á hana ţví hún leysir ráđgátu um byggingasögu einnar merkilegustu kirkju Kaupmannahafnar, borgar sem í eina tíđ var höfuđborg Íslands. Í Vor Frelsers Kirke hangir til dćmis ljósahjálmur sem Íslandskaupmađurinn Jacob Nielsen gaf áriđ 1695.

Ritiđ Fornleifi á fornleifur@mailme.dk ef ţiđ hafiđ frekari upplýsingar um altaristöfluna í Miklaholtskirkju.

frelser_spir.jpg


Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband