Fćrsluflokkur: Gamlar myndir og fróđleikur

Hvađ sagđi Gunnar ?

Gunnar hittir Hitler 1a lille

Hvađ sagđi Gunnar ţegar hann heilsađi á Hitler, en ţađ gerđi hann svo sannarlega ţann 20. mars 1940. Sagđi hann Gnädiger Herr eđa einfaldlega Mein Führer. Ég giska á ţađ síđara, enda tel ég Gunnar Gunnarsson hafa veriđ brennandi nasista, engu síđri en Norđmanninn Knut Hamsun.

Nýlega ćsti ég mann og annan međ ţví ađ halda nasisma Gunnars fram (sjá hér og hér) og benda á stađreyndir, sem ekki hefur veriđ hampađ hingađ til. Sumir vildu ekki trúa mér. En eins og Mark Twain skrifađi: Ţađ er auđveldara ađ plata fólk, en ađ sannfćra fólk um ţađ hafi veriđ platađ.

Hér er svo myndin sem ég lofađi landsmönnum og lesendum mínum. Gunnar er hér nýkominn af fundi međ Hitler í Berlín. Aríska svartfuglinn í lífverđi Hitlers ţekkjum viđ ekki, en sá feiti til vinstri er einn af morđhundum Hitlers í Lettlandi, Hinrich Lohse, sem var gildur limur í Nordische Gesellschaft líkt og Gunnar. Gunnar fór af fundinum međ Hitler og slátrađi litlum lömbum á Hérađi, en Lohse drap gyđinga eins og flugur í Lettlandi.

Eftir öll ţessi ár kemur ţessi ljósmynd af eina Íslendingum sem talađi viđ Hitler nú fyrst fyrir sjónir Íslendinga. Var eitthvađ ađ? Frćđileg hćgđarteppa? Afneitun?

Gunnar var skáld í "góđum félagsskap", líkt og Laxness. Ţeir voru "sjálfstćđir menn", en ţrátt fyrir ţađ allháđir ofurstefnum í útlandinu og ţjónkunarsamir viđ útópíur. Ţetta er einfaldlega stađreynd sem menn verđa kyngja í stađ ţess ađ stinga höfđinu í sandinn. Gunnar var markađur af sínum samtíma. Eftir heimsstyrjöldina hentađi ţađ ekki vel ađ hafa veriđ í kaffi hjá Hitler.

Ég er ekki í vafa um, ađ allar (hugsanlegar) Nóbelsverđlaunaóskir Gunnars hafi fariđ fyrir ofan garđ og neđan, ţví svona mynd og ađrar af Gunnari og vitneskju um nasisma hans hafđi Nóbelakademían í Svíţjóđ séđ og fengiđ. Ţótt margir sćnskir menningarvitar hefđu horft gapandi af ađdáun til nasismans, vildu fćstir ţeirra muna eftir ţví ađ stríđinu loknu.

Í dag sendi ég myndina í hárri upplausn til Gunnarsstofnunar á Skriđuklaustri. Á hinu ríkisstyrkta menningar- og upplýsingasetri býst ég ekki viđ öđru en ađ menn hengi myndina upp á vegg í svörtum ramma međ öđrum senum úr lífi Gunnars Gunnarssonar. Ég spái ţví ađ innan skamms verđi ţessi mynd einnig komin á heimasíđu Gunnarsstofnun og inn í sögubćkur sem hingađ til hafa sagt okkur ađ Gunnar hafi alls ekki veriđ neinn nasisti. Einar Már Guđmundsson getur nú hćtt ađ ljúga Dani fulla um Gunnar.

Myndir birtist í tímaritinu Der Norden, Jahrgang 17, hefti 5. 1940.  Ţetta rit var til á ýmsum menningarheimilum í Reykjavík hér um áriđ. En varđ svo mjög sjaldgćft, og af öllu má dćma ađ Gunnar hafi fargađ sínu eintaki.

Textinn viđ myndina hljómađi svo:

Der Führer empfing den bekannten isländischen Dichter Gunnar Gunnarsson. Gunnar Gunnarsson, der bei seinem Empfang durch den Führer vom Leiter der Nordischen Gesellschaft, Gauleiter und Oberpräsident Lohse, und vom Präsidenten des Großsen Rates der Nordischen Gesellschaft. Oberbürgermeister Staatsrat Dr. Dreschler, Lübeck, begleitet war, hat im Laufe des Winters in 44 deutschen Städten für die Nordische Gesellschaft mit großen Erfolg Vorlesungen aus seinen Werken abgehalten. (Aufn. Heinrich Hoffmann).

Ţetta var ekki eina myndin sem birtist ađ skáldinu í Ţýskalandi áriđ 1940. Nokkrar ađrar, ţar sem hann las upp úr bókum sínum í ársbyrjun 1940, hafa einnig birst. Hér eru ţćr:

Gunnar Königsberg 1940

Gunnar Gunnarson les upp í Königsberg (sem heitir Kaliningrad í dag)

   Gunnar in Gera

Gunnar ţakkar íbúum Gera í Thüringen fyrir góđar móttökur. Takiđ eftir ţví hve vel merktir hinir bókmenntaáhugasömu borgarar eru.

Reichenber a lille

Gunnar ritar nafn sitt í hina gylltu bók borgarinnar Reichenberg (í dag Liberec í Tékklandi)


Hver er konan til vinstri ?

Beinin heilla 3bb

Beinin heilla, og konan hér á myndinni er engin undantekning frá ţeirri reglu. Ljósmynd ţessi, sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands, var tekin sumariđ 1939 í Ţjórsárdal, nánar tiltekiđ í kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum, sem var nćrri ţar er Ţjóđveldisbćrinn stendur í dag.

Ég á fórum mínum ljósrit af dagbók Matthíasar Ţórđarsonar ţjóđminjavarđar frá rannsókninni, sem hefur fariđ framhjá ýmsum sem telja sig hafa gert rannsóknum í Ţjórsárdal skil. Ekki kemur ţar fram hvađa heimsókn ţessi kona tengdist. Sumir, sem séđ hafa mynd ţessa hjá mér, létu sér detta í hug dr. Ólafíu Einarsdóttur, sem var fyrsti viđurkenndi fornleifafrćđingur Íslands. Ţađ ţykir mér sjálfum ólíklegt, ţar sem ég man eftir Ólafíu sem mun breiđleitari konu af Mýrarkyni međ allt öđruvísi nef en konan sem skođađi og kjassađi beinin í Ţjórsárdal sumariđ 1939. En hver veit?

Myndirnar sem teknar voru í garđinum ţann dag sem konan lagđist međ beinunum, eru einar af ţeim fáu sem teknar voru af rannsókninni ađ Skeljastöđum, ţar sem Matthías Ţórđarson sem gróf ađ Skeljastöđum tók ekki ljósmyndir.

Hver er konan
Konur eru svo hverflyndar, hér er ungfrú fornleifafrćđi 1939 til hćgri

 

Til frćđslu fyrir ţá sem alltaf eru halda ţví fram ađ beinin í Skeljastađagarđi hafi legiđ í gjósku frá Heklugosinu áriđ 1104, t.d. jarđfrćđingur nokkur sem aldrei kom til Skeljastađa ţegar veriđ var ađ grafa ţar, ţó svo ađ hann vćri međ í rannsókninni í Ţjórsárdal áriđ 1939, ţá má vera augljóst af myndunum , ađ svo er ekki. Ţótt myndin sé svarthvít, get ég séđ, ađ askan sem liggur undir konunni og beinunum er H3 gjóskan, sem er forsögulegt lag sem Hekla spjó yfir Ţjórsárdal og víđar fyrir einum 2900 árum síđan, en gjóska ţessi hefur víđa blásiđ upp og flust mikiđ til, enda mjög létt. Flest mannabein í kirkjugarđinum lágu á uppblásnu yfirborđinu og höfđu bein sést ţar í langan tíma og veriđ tekin af lćknastúdentum og nasistum. Mun ég greina frá ţví betur síđar.

Allar upplýsingar um konuna til vinstri á myndinni (til hćgri á ţeirri neđri) vćru vel ţegnar. Einhver sonur eđa dóttir ţekkir kannski móđur sína í hlutverki hinnar ungu og glađlegu konu, sem greinilega hafđi áhuga á fornum leifum og skjannahvítum beinum.


4. getraun Fornleifs

4. getraun Fornleifs

Hvađ sýnir ţessi mynd? Hvar og hvenćr birtist hún upphaflega? Ţetta er einfalt og létt. Myndina er hćgt ađ stćkka međ ţví ađ klikka á hana tvisvar til ţrisvar sinnum.


Falskir Íslendingar í Ţýskalandi áriđ 1936

Eismennschen

Áriđ 1936 steig á fjöl frekar fölleitur leikflokkur í München. Leikflokkurinn kom fram á mörkuđum, kabarettum og á leikvöngum á Oktoberfest, ţar sem ţeir klćddust eins konar fornaldarklćđum. Íslenskur lćknir, Eyţór Gunnarsson (1908-69), (afi Péturs súperbloggara Gunnarssonar), sem um ţessar mundir var staddur í Ţýskalandi, nánar tiltekiđ viđ nám og störf á eyrnadeild Háskólans í München, brá sér á kabarett og sá sýningu ţessara listamanna. Eyţór Gunnarssyni ofbauđ sýningin svo, ađ hann fór daginn eftir í danska konsúlatiđ í München og setti fram kćru vegna ţessa hóps loddara sem sögđu sig vera Íslendinga.

Dr. Eyţór greindi frá ţví ađ flokkurinn kallađi sig "Eismännschen" (sem má víst útleggjast sem ísdvergar). Hann lýsti listamönnumum sem stríhćrđu fólki međ rauđleit augu. "Die ganze Aufmachung und die Primitivität der Darbietungen ist geeignet, bei den Zuschauern das isländische Volkstum herabzuwürdigen" var haft eftir íslenska lćkninum. Rćđismađurinn danski lét ţegar rannsaka máliđ og skrifađi skýrslu, sem send var danska sendiráđinu í Berlín og utanríkisráđuneytinu í Kaupmannahöfn.

Rannsóknin leiddi í ljós, ađ um var ađ rćđa 6 manna hóp og fékk rćđismađurinn mynd af hópnum. Í ljós kom einnig ađ hópurinn kallađi sig ekki Eismännschen heldur Eismenschen (Ísfólk). Á kynningarspjaldi var sagt ađ hópurinn kćmi frá "Islands hohem Norden". Kynnir sýningarinnar tilkynnti hins vegar, ađ hér vćri á ferđinni "blómaviđundur" frá Reykjavík. Ţađ kostađi 10 pfenniga ađ sjá sýninguna. Rćđismađurinn lét sig hafa ţađ. Hópurinn kom svo fram á einföldu sviđi og lék "Sunnuleiki" (Sonnenspielen), ţar sem töfruđ voru fram blóm svo ađ lokum varđ úr blómahafinu Reykvískur blómagarđur.

Eftir showiđ spurđi rćđismađurinn fyrirliđa hópsins, hvort hann eđa ađrir međlimir vćru í raun Íslendingar. Sagđi fyrirliđinn, ađ foreldrar hans og forfeđur hefđu veriđ Íslendingar, en ađ hann vćri sjálfur Austurríkismađur. Hann bćtti ţví viđ ađ allir í hópnum vćru albínóar. Er kynnir sýningarinnar var spurđur um uppruna hópsins, fór hann í fyrstu undan í flćmingi, en sagđi ađ lokum ađ mađur mćtti ekki búast viđ neinni ţjóđfrćđilegri sýningu - ţađ sem bođiđ vćri upp á vćru "Listir frá Norđurhöfum".

Rćđismađurinn, sem greinilega hefur brosađ út í annađ munnvikiđ ţegar hann skrifađi skýrslu sína, bćtti viđ: "Sýning ţessara albínóa gćti vel hugsast ađ gefa áhorfendum međ litla ţjóđmenningarlega ţjálfun ranghugmyndir, en hins vegar verđur ađ líta ţannig á máliđ, ađ ţađ er mjög lítill trúverđugleiki í sýningunni og ađ hana ber frekast ađ flokka undir töfrasýningu." Rćđismađurinn lauk bréfi sínu til sendiráđsins í Kaupmannahöfn međ ţví ađ skrifa: "Skylduđ Ţér, ţrátt fyrir ţađ sem fram er komiđ, óska eftir ţví ađ ég hafi samband viđ tilheyrandi yfirvöld hér í bć, ţćtti mér vćnt um ađ fá skeyti ţar ađ lútandi."  H.P. Hoffmeyer í danska sendiráđinu taldi ekki neina ţörf ađ eyđa meiri tíma rćđismannsins í erindi Eyţórs Gunnarssonar, sem móđgađist yfir blómasýningu sex albínóa í München áriđ 1936.

Ţetta á ekki ađ verđa lćrđ grein, en ţess má ţó geta, ađ albínóar ţóttu gjaldgeng viđundur fyrir sýningaratriđi í fjölleikahúsum fyrr á tímum. Hér ađ neđan er mynd af "hollenskri" albínóafjölskyldu, Lucasie, sem sagđist vera komin af negrum frá Madagaskar. Hiđ rétta var ađ herra Lucasie var frá Frakklandi, kona hans frá Ítalíu og sonurinn var fćddur í Hamborg. Hinn heimsţekkti bandaríski sirkusmađur Phineas Barnum, flutti ţau međ sér til Bandaríkjanna áriđ 1857. 

Allar frekari upplýsingar um austurrískan albínóa, son íslenskra hjóna, eru hins vegar vel ţegnar.

Fam. Lucasie

Ţessi fćrsla birtist fyrst áriđ 2007 á www.postdoc.blog.is

Heimildir voru sóttar á Ríkisskjalasafni Dana.

 


Ť Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband