Fćrsluflokkur: Munir og Minjar
Goblet revival
16.10.2020 | 07:32
Photo: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Couple of days ago, when I was wandering around the the island of Amager, which used to be quite Dutch-influenced in the 16-19th centuries, I found this beaker in glass-blower Rikke Bruzelius´ workshop, Glasseriet, in Dragřr. It was sold as second choice good and thus cheaper than a 1st class product. Honestly I couldn´t see anything wrong with it, so I bought it and shot this photograph.
What has caused a modern glass-artist to blow this type of glass is really amazing. The form is very much like 14th century glass goblets, which the artist to her knowledge has never seen. The exquisite goblets on the b/w photo are quite rare in archaeological finds. They have been found in few examples in the Netherlands, Britain and one in Reykholt, Iceland (See here in an earlier article). The medieval goblets might be of French origin.
There are only 650 years between the goblet at the workshop in Dragřr and the medieval ones. That shows us that form changes slowly.
Munir og Minjar | Breytt 1.5.2022 kl. 05:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldjárn í Höllinni
17.9.2018 | 08:13
Áriđ 1967 gekk Haraldur 5. Noregskonungur ađ eiga Sonju Haraldsen. Ţá var vitaskuld kátt í höllinni og ţangađ var líka bođiđ dr. Kristjáni Eldjárn forseta Íslands og frú Halldóru.
Mér sjálfum var 1996 bođiđ í Gyllta salinn á Drottningholm Slott, heim til sćnska konungsins sem tók í höndina á mér og um 20 öđrum norrćnum gestum. Kóngur var nýkominn úr sundi og hafđi smeygt sér í gul Armani-föt og var í rauđbrúnum mokkasínum međ tveimur skúfum á. Ţá var ég í vinnunni, nánar tiltekiđ í norrćnni samstarfsvinnu um heimsminjar UNESCO. Hluti af höll konungs, eđa sá sem hann býr jafnan ekki í, var settur á heimsminjaskrá. Ţađ er ekki bara HHG sem hefur tekiđ í höndina á frćga fólkinu og ekki ţvegiđ á sér lúkuna síđan.
Síđan ég var á bónuđu gólfum Carls 16. Gústafs, hefur lítiđ veriđ um ađ íslenskir fornleifafrćđingar hafi umgengist konungaliđ, en núverandi ţjóđminjavörđur sem ekki er fornleifafrćđingur í orđsins fyllstu merkingu, hefur ţó fengiđ ađ sitja í sama sal og Margrét Ţórhildur Danadrottning. Ţađ er víst í fyrsta sinn sem dóttir manns sem m.a. varđ frćgur af ţví ađ aka afturábak kringum landiđ, fékk ađ sitja međ ađli.
Jamm, ţađ var kátt í höllinni. Og eins og ţiđ sjáiđ, leit ein af hinum konungsbornu hýru auga til forseta vors áriđ 1967. Kristján mun hafa ţótt fríđilegur mađur. Hann var mér afar vćnn, enda mikill heiđursmađur sem ég er upp međ mér af ađ hafa haft langar viđrćđur viđ um frćđin, og ţó var ég ţá enn bara á fyrri hluta náms míns. Í tvígang bauđ hann mér heim til sín á sunnudagsmorgni í kaffi og međlćti, en ţá var Vigga orđin forseti.
Ţetta er auđvitađ bölvađ snobb hjá ritstjóra Fornleifs, manni sem ekki einu sinni kominn af íslenskum sveitaađli.
Munir og Minjar | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Getur einhver lesiđ á japönsku kassana mína ?
20.7.2018 | 13:15
Ég segi eins oft og ég get: Ég er međ heppnari mönnum, og ţađ er fyrst og fremst vegna betri helmingsins. Mín elskulega ektakvinna, hin síunga Irene, dekrar mjög viđ manninn sinn. Til ađ mynda nýlega, ţegar hún gaf mér afmćlisgjöf. Ég fékk gjöfina nokkrum vikum fyrir afmćliđ, alveg eins og í fyrra er hún bauđ mér á eftirminnilega tónleika međ Woody Allen og hljómsveit hans.
Í ár fékk ég hins vegar japanskan kassa fyrir afmćliđ mitt sem er 22. júlí ár hvert - en stundum skömmu áđur eđa í áföngum.
Eina sólríka helgi fyrir skömmu, (síđan hefur sólin brunniđ á himninum hér í Danmörku), brugđum viđ okkur í stórbćinn og fórum međal annars inn í litla verslun í Nágrannaleysu (Nabolřs), sem selur verđandi japanska forngripi. Verslunin er rekin af nokkrum ungmennum á ţrítugsaldri sem ferđast mikiđ til Japan vegna brennandi áhuga síns á landinu. Ţar kaupa ţau einnig góđa gripi sem ţau leggja örlítiđ á í Kaupmannahöfn og reyna svo ađ lifa af ţví sem ţau ţéna međ námi eđa til ađ greiđa fyrir frekari ferđir til Japans. Mig grunar ţó ađ ţau hafi ađgang ađ búđarrýminu fyrir lítiđ, ţar sem verslunin er á afar góđum stađ.
Kona mín sá strax ađ ég slefađi eins og krakki yfir bambuskassa einum í búđinni sem og loki af minni kassa. Ţetta var eini slíki gripurinn í versluninni. Kassinn og lokiđ eru frá byrjun 20. aldar og bera áletranir ritađar međ japönsku tússi. Ég keypti mér lokiđ fyrir lítiđ. Konan mín sá líka ađ mér langađi óhemjumikiđ í kassann svo hún keypti hann sísona og gaf mér í fyrirframafmćlisgjöf.
Kassar sem notađir voru fyrir postulín eđa lakkvörur
Kassar sem ţessir voru jafnan smíđađir úr bambus utan um dýrmćtan varning svo sem postulín eđa lakkvöru, ţegar slíkir eđalgripir voru seldur á fyrri öldum. Konan mín, sem lagđi stund á japönsku međ námi sínu í stjórnmálafrćđi í Árósi á síđustu öld, gat ekki lesiđ áletrunina á kössunum. Hún sá strax ađ ţetta var ađ miklu leyti skrifađ međ kínverskum táknum sem kallast kanji.
Mynd II
Ég spurđi ţá verslunareigendurna sem voru til stađar, hvort ţau gćtu lesiđ japönsku, en ţađ gerđi ađeins ein ţeirra, sem er hálfur Japani. Hún gat hins vegar heldur ekki lesiđ áletrunina. Hún tók ţá myndir og sendi föđur sínum, sem er japanskur, og hann varđ líka ađ gefast upp, en upplýsti ađ ţetta vćri gömul japanska frá ţví yfir leturbreytingu á 20. öld. Ţegar hćtt var ađ nota ýmsa kínverska bókstafi og hljóđkerfi annarra stafa breyttist alfariđ. Í dag er ţessi japanska ekki kennd nema í háskólum, og afar fáir geta lesiđ texta međ kínverskum táknum og gamla hljóđkerfinu.
Ég hafđi ţá samband viđ Toshiki Toma prest innflytjenda á Íslandi, og síđar prófessor einn í Kaupmannahöfn, en báđa skorti aldur og ţekkingu til ađ geta lesiđ ţennan gamla kanji-texta. Til ţess ţarf mađur víst helst ađ vera orđinn rúmlega 90 ára eđa sérfrćđingur. Ekki ţýđir heldur ađ biđja Kínverja ađ lesa textann, ţví ţó ţeir ţekki táknin, ţýđa ţau og hljóđa oft á tíđum allt öđruvísi á gamalli japönsku en á kínversku.
Í kassanum á myndinni efst voru japönsk dagblöđ frá 3. áratug síđustu aldar. Ţađ gćti vel gefiđ hugmynd um aldur kassans.
Geta lesendur hjálpađ međ ráđningu textans?
Mynd IV
Vera má ađ lesendur Fornleifs séu sleipir í japönsku og geti lesiđ fyrir mig hvađ stendur á
(I) kassanum (á myndinni efst),
(II) innan á loki hans (mynd IV)
(III) báđum hliđum loksins af litla kassanum (myndir II og III)
Kassinn er listavel smíđađur og ekki er notađur einn einasti járnnagli. Hann er einnig mjög vel nothćfur. Ég nota hann eftir hreinsun og vöxun til ađ hylja snúrur og leiđslur sem hrynja í tugatali af tćkjum sem á okkar tímum fylla öll skrifborđ. Leiđslur frá tölvu, lömpum, hátölurum, hleđslutćki og skánskri myndavél, fara allar ofan í kassann og sem felur svarta spaghettíiđ sem lekur ofan af skrifborđinu mínu. Kassinn og áletranir hans sjást vel undir borđinu, en mig vantar enn skýringu á áletrunum til ţess ađ vera alsćll. Ég tek fram ađ ţađ stendur hvorki Honda, Toyota, Mishubishi, Nissan, Suzuki, Daihatsu eđa Datsun á kassanum.
Ţýđingarnar á áletrun kassanna minna ţarf ég helst ađ fá ekki miklu síđar en á morgun, sem minnir mig á ţađ hvernig vörumerkiđ Datsun varđ til:
Framleiđendum Datsun vantađi fangandi, erlent nafn á fyrstu bifreiđina sem ţeir framleiddu. Ţeir leituđu til helsta ráđgjafa um fangandi bílanöfn á sínum tíma. Hann bjó í New York, sem hét vitaskuld Cohen. Cohen spurđi útsendara japanska bílframleiđandans hve fljótt ţeir ţyrfti ađ fá hiđ nýja nafn. "Aooh, Helst á morgun" sagđi sá japanski. Cohen svarađi ţá uppvćgur á brooklensku "Dat soon?" Ég sel ţetta ekki dýrara en ég keypti.
Munir og Minjar | Breytt 17.2.2021 kl. 16:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Lakkspjöld ástar og hjónabands
14.6.2017 | 06:39
I. Inngangur
Enn freista menn ţess ađ finna Gullskipiđ svonefnda á Skeiđarársandi, eđa öllu heldur á Skaftafellsfjöru, ţar sem skipiđ sökk nú ađ öllu heldur. Menn gefast oftast upp ađ lokum á vitleysunni og nú lítur út fyrir ađ síđasti hópur leitarmanna sé búinn ađ leggja árar sínar í bát.
Heimasíđu sjórćningjafyrirtćkis, sem kallađist eins og fyrirtćkiđ Anno Domini 1667 og sem fékk leyfi frá Minjastofnun Íslands til vitleysu og ćvintýramennsku, er ađ minnsta kosti búiđ ađ loka og lćsa. Hćtt er viđ ađ menn hafi rekist á lítiđ gull og vćntanlega enga geimsteina. Minjastofnun gerir oft vísindamönnum erfitt fyrir ađ fá leyfi til rannsókna, jafnvel vegna duttlunga, vanţekkingar og pólitískra tenginga starfsmannanna, en stofnunin gefur hiklaust leyfi til ađ grafa upp loftkastala í svörtum söndum Sunnanlands. Og ţegar vel liggur á er heimilađ ađ leita hins heilaga grals á örćfum Íslands. Ţađ er ekki laust viđ ađ íslensk ţjóđminjalög séu enn ófullkomin, ţrátt fyrir meira en 20 ára vinnu viđ ađ breyta ţeim til batnađar.
Eins og ég hef skrifađ um áđur, hefur gulliđ úr Het Wapen van Amsterdam, einu af skipum Austurindíafélags Hollendinga, ţegar fundist. Menn verđa ađ sćtta sig viđ ţađ ađ annađ gull finnist ekki, og ađ ţeir hafi einfaldlega ekki veriđ lćsir á ţann menningararf sem skipiđ tilheyrir. Um ţađ hef ég fjallađ áđur (sjá hér og hér).
Hér mun ég aftur á móti ég fjalla um helstu dýrgripina sem nćr ugglaust eru úr skipinu. Ţar á međal eru hurđarspjöld og kistulok međ lakkverki. Öđrum gripum sem tengjast hugsanlega Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam geri ég svo skil síđar.
Íslendingar hirtu gripina úr Het Wapen van Amsterdam sem rak á fjörur ţeirrar og endurnotuđu ţessa fáséđu gripi af mikilli ánćgju í kirkjum sínum. Annađ sökk í sandinn, riđlađist í sundur og um tíma brögđuđust sandormar af fínust karrýblöndu, sjófuglum til ómćldrar ánćgju. Er ekki laust viđ ađ sumir fuglar gargi enn "Karríkarríkarríkarrí". En gerumst nú ekki of skáldlegir á miđvikudegi og höldum okkur viđ efniđ.
Um er ađ rćđa:
1) Kistulok í Skógum
Kistulok, (sjá mynd efst) notađ sem sálmaspjald, sem varđveitt er á Byggđasafninu í Skógum undir Eyjafjöllum og sem ber safnnúmeriđ R-1870. Ţađ er komiđ í Skóga úr Eyvindarhólakirkju, ţar sem ţar var notađ sem sálmaspjald. Ţar á undan hafđi lokiđ/spjaldiđ veriđ notađ sem altaristafla í Steinakirkju.
Lokinu er er lýst ţannig á Sarpi :
Spjald međ gylltu blómkeri, lakkerađ, kínverskt eđa austurlenskt, mun upphaflega " fulningsspjald" úr húsgagni, var lengi notađ sem altaristafla í Steinakirkju, síđar sem númeraspjald í Eyvindarhólakirkju. Svipuđ spjöld voru í nokkrum kirkjum í Skaftafellssýslu og kynnu ađ hafa borist hingađ til lands međ Austur-Indíafarinu, sem strandađi á Skeiđarársandi 1663 [Athugasemd Fornleifs: árstaliđ er rangt, skipiđ fórst 1667]. Afhent af sóknarnefnd Eyvindarhólakirkju.
Stćrđ: Stćrđ loksins var mćld af Andra Guđmundssyni starfsmanni Byggđasafnsins í Skógum ţann 7.12.2015. Safngripurinn R-1870 er 72,2 cm ađ lengd, 2,1 cm ađ breidd og 51,2 cm ađ hćđ.
Ţess ber ađ geta ađ um miđbik 19. aldar mun einnig hafa veriđ til spjald, sem notađ var sem sálmaspjald í kirkjunni ađ Dyrhólum í Mýrdal. Séra Gísli Brynjólfsson greinir frá ţví í grein í Lesbók Morgunblađsins áriđ 1971 er Helgi biskup Thordersen vísiterađi kirkjuna ađ Dyrhólum áriđ 1848:
Biskup telur, eins og venjulega, alla muni kirkjunnar. Um ţá er ekkert sérstakt ađ segja. Fremur virđast ţeir hafa veriđ fátćklegir. Biskup getur um fornt og lakkerađ slétt spjald, sem til forna var yfir altari en er nú brúkađ til ađ kríta á númer og er ei heldur til annars hćft." Ţessi gripur hefur eflaust áskotnazt Dyrhólakirkju úr strönduđu skipi. Slíkt spjald er enn til í altarishurđinni í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi.
2) Spjald af hurđ frá Höfđabrekku
Ljósmynd: Ţjóđminjasafn Íslands
Spjald í hurđ úr skáp sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands (Ţjms. 11412/1932-122) og var áđur í kirkju ađ Höfđabrekku í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu.
Hurđarblađinu er lýst á ţennan hátt af Ţjóđminjasafni á Sarpi:
Altarishurđ, 58,5 cm ađ hćđ og 39 cm ađ breidd, umgerđin úr rauđmáluđum furulistum, sem negldir eru međ tveimur trénöglum í hverju horni. Listarnir eru 6,9 - 7,5 cm breiđir. Járnlamir eru hćgra megin á hurđinni, en lćsingar útbúnađur enginn. Fyllingin, sem er 44 x 24,5 cm ađ stćrđ, er úr furu, sem sjá má á bakhliđinni, en framan á er lakkađ spjald međ fínu austurlenzku, listskrautverki. Grunnurinn er svartur, en uppdrátturinn er blómsturker, sem stendur á ferköntuđum reit ( borđi?). Keriđ er brúnflikrótt og dálítiđ upphleypt, 12,7 cm ađ hćđ og 9.8 cm yfir um bolinn, útlínurnar gylltar og ţannig eru einnig blóm ţau öll, er upp ganga af kerinu. Sum eru lögđ međ silfurlit, önnur gulls lit, ein/blađka er brúnskýjótt eins og keriđ, og efst í blómvendinum er stórt blóm međ rauđum krónublöđum. Allt er skrautverk ţetta gert af hinum mesta hagleik og öryggi í handbragđi. Verkiđ er líklega japanskt eđa ef til vill austurindverskt, en ekki kínverskt. Hugsanlegt er ađ gripur ţessi sé úr dóti ţví er á land rak, er Austurindiafar braut fyrir Skeiđarársandi áriđ 1669 [Athugsemd Fornleifs: Ţetta er rangt ártal og á ađ vitaskuld ađ vera 1667], sbr. Ísl. annála, ţađ ár. Úr Höfđabrekkukirkju.(Framan viđ bogageymslu).
Takiđ eftir notkuninni á orđinu dót í skráningu Ţjóđminjasafns og sjá síđan skýringu sérfrćđinga á ţví orđi. Mađur trúir ţví nú vart ađ grip sem ţessum sé lýst sem dóti.
3) Spjald í hurđ á altarisskáp í Kálfafellskirkju
Hurđin er enn notuđ í altarisskáp í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi. Lakkmyndin á spjaldinu, sem er nú mjög illa farin og slitin, snýr nú inn í altarisskáp sem er frá 18. öld og sem er undir altaristöflunni í kirkjunni, en taflan er greinilega frá 18 öld, ţótt einhver hafi reynt ađ spyrđa hana viđ 17. öldina. Spjaldiđ er svipađ ađ stćrđ og hurđarblađiđ frá Höfđabrekku, og međ sams konar mynd og er á spjaldinu í Ţjóđminjasafni og ţví sem hangir í Skógum (sjá neđar); ţađ er blómsturvasa sem á er einfalt skreyti: Hjarta sem upp úr logar efst og sem tvćr örvar stingast gegnum í kross ađ ofan.
Myndin og vinnan viđ vasann á spjaldinu en er greinileg unniđ af sama listamanni og spjaldiđ frá Höfđabrekku. Lásinn/skráin sem upphaflega hefur ugglaust veriđ á kistu er japanskur. Hespa af japönskum kistulás hefur veriđ settur á utanverđa altarisskápshurđin ţegar lakkmyndin var látin snúa inn í skápinn innanverđan. Hvort ţađ hefur gerst ţegar kirkjan var máluđ af Grétu Björnsson og eiginmanni hennar skal ósagt látiđ, en ţađ ţykir mér sennilegt. Spjaldsins er getiđ í vísitasíu áriđ 1714 og sneri ţá fram.
Ţví miđur hafđi láđst ađ taka málband međ í leiđangurinn til ađ skođa hurđina í janúar 2016 og verđa mál ađ bíđa betri tíma. Lakkmyndin á spjaldinu í Kálfabrekkukirkju er ţó ađ sömu stćrđ og lakkmyndin frá Höfđabrekku og eru myndirnar spegilmyndir hverrar annarrar.
Hespa af lćsingu af japanskri kistu. Hespan hefur veriđ tekin af japönsku lásverki. Hćgt er ađ sjá notkunina á henni á myndunum hér fyrir neđan. Hluti hennar, ţ.e. spjaldiđ, var endurnotađ sem skráarlauf ţegar lakkspjaldiđ var sett í hurđarramman á altarisskápnum. Sćnskćttađa listakonan Gréta Björnsson (sem upphaflega hét Greta Agnes Margareta Erdmann) og eiginmađur hennar Jón Björnsson málarameistari máluđu skápshurđina eftir forskrift Önnu Jónsdóttur frá Moldgnúpi, sem og kirkjuna ađ innan í eins konar sćnskum "horror vacuii-stíl" međ tískulitum 8. áratugar 20. aldar. Hugsanlegt er ađ ţau hafi sett gulllakk á hespuna og shellakk yfir ţađ, ţannig ađ bronshespan hafi varanlega, gyllta áferđ. Hjónin Jón og Gréta skreyttu ófáar íslenskar kirkjur ađ innan. Ljósmynd Kristján Sveinsson.
Hér sést hvernig hespur eins og sú sem er á altarishurđinni ađ Kálfafelli, voru festar á lok kistla og skrína og var hlutinn af lásafyrirkomulaginu. Myndir ţessar eru af netinu og hespurnar og lásarnir á Namban-lakkverki međ perlumóđurskreyti frá lokum 16. aldar og byrjun ţeirrar 17, listmunum sem Portúgalar sóttu mjög í. Namban var ţađ heiti sem Japanar gáfu Portúgölum og ţýđir Namban einfaldlega Suđrćnir barbarar. Barbararnir höfđu ţó sćmilega smekk og voru sólgnir í listiđnađ Japana - og gátu borgađ fyrir sig međ međ gulli sem ţeir höfđu ruplađ í Suđur-Ameríku. Ţessir lásar héldust ţó áfram í notkun langt eftir 17. öldinni á kistum jafnt sem á kistlum og smćrri skrínum. Myndir fundnar á veraldarvefnum.
II. Rannsóknarferđ á Gullskipsslóđir ţann 23.janúar 2016
Laugardaginn 23. janúar 2016 svifu ţrír ţjóđlegir menn á besta aldri langt austur í sveitir í sćnskum eđalvagni eins ţeirra. Slíkur fararskjóti er vitanlega viđ hćfi ţegar menn fara ađ vitja gulls og gersema úr Austurindíafarinu Het Wapen van Amsterdam, Skjaldamerki Amsterdamborgar. Samferđarmenn mínir eru oft miklar frćđilegar hjálparhellur fyrir ritstjóra Fornleifs.
Verđriđ var međ ólíkindum gott, enginn snjór á láglendi, sólskin upp úr hádegi og hlýtt. Fyrst var komiđ í Skóga, á Byggđasafniđ í Skógum, ţar sem á móti okkur tók einn helsti fornfrćđingur ţjóđarinnar, Ţórđur Tómasson sem og starfsmađur safnsins í Skógum Andri Guđmundsson. Viđ ljósmynduđum spjaldiđ/kistulokiđ međ lakkverkinu sem ţar er ađ finna og sem ég hef ósjaldan haft í huga síđan ég kom fyrst í Skógasafn er ég gróf ţar sem ungur námsmađur öđrum efnilegum ungmennum undir stjórn Mjallar Snćsdóttur á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum.
Hér má sjá efst yfirlýstan Einar Jónsson frá Skógum, Ţórđ Tómasson og Kristján Sveinsson, og í neđri röđ Andra Guđmundsson međ spjaldiđ góđa úr Het Wapen van Amsterdam, síđan ritstjóra Fornleifs ađ bograr yfir lakkverkinu sem hann hafđi ekki strokiđ síđan 1993 og ađ lokum unglambiđ Ţórđ Tómasson í Skógum. 23. Janúar 2016. Ljósmyndir Kristján Sveinsson og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Viđ rćddum mikiđ og lengi viđ meistara Ţórđ sem ţótti vitaskuld áhugavert ađ viđ hefđum gert okkur leiđ um miđjan vetur á safniđ hans, sem hann hefur byggt upp međ svo miklum myndabrag.
Komiđ var fram yfir hádegi er viđ héldum áfram uppfullir af fróđleik. Áđ var í Framnesi í Mýrdal í einstaklega fallegu sumarhúsi sem Einar Jónsson lögfrćđingur og sagnfrćđingur hefur byggt međ öđrum, Einar var stađkunnugur leiđsögumađur okkar ţremenninganna vísu í sćnska Veltisvagninum. Ţegar viđ höfđum borđađ hádegisverđ sem viđ höfđum tekiđ međ okkur úr stórborginni og rćtt viđ móđurbróđur Einars, hinn kankvísa Siggeir Ásgeirsson í Framnesi, kom Kristján Sveinsson, sagnfrćđingurinn prúđi og bílstjóri okkar í ferđinni, okkur ađ Kálfafelli í Fljótshverfi. Ţar hafđi kirkjan veriđ skilin eftir opin fyrir okkur, ţökk sé síra Ingólfi Hartvigssyni á Kirkjubćjarklaustri, sem ţví miđur gat ekki heilsađ upp á ađkomumenn vegna anna. Viđ gengum í kirkju og tókum margar myndir af altarisskápnum og héldum svo ađ Núpsstađ ţar sem viđ heimsóttum kirkjuna ţar til ađ fá andlega blessun áđur en viđ leituđum aftur á vit stórborgarinnar.
Kálfafellskirkja. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
En mađur lifir ekki á andlegu brauđi einu saman. Á bakaleiđinni áđum viđ á nýju hóteli í Vík, ţar sem ritstjórn Fornleifs bar mat á samferđamenn sína. Ţađ var hin besta máltíđ fyrir utan undarlegustu sósu sem ritstjóri Fornleifur hefur bragđađ - Opal-sósu !? Hún var borin fram međ ljúffengri lambakrónu. Ópalsósa er alvarlegt slys og sullumall í íslenskri matargerđarlist sem ćtti ađ banna. Miklu nćr vćri fyrir hótel á slóđum Gullskipsins ađ bjóđa upp á lambakjöt framreitt á indónesískan hátt og kalla réttinn t.d. Het Wapen van Amsterdam. Tillaga ţessi er hér međ til sölu.
Ţegar til Reykjavíkur var komiđ, eyddum viđ kvöldstund međ kaffi, te og međlćti heima hjá Kristjáni Sveinssyni, sem dags daglega er starfsmađur hins háa Alţingis. Úti í rómagnađri og magnesíumgulri Reykjavíkurnóttinni var fariđ ađ snjóa, en ţríeykiđ rćddi afar ánćgt um árangur ferđarinnar sem var mikill, ţó ekki vćru notađir radarar, fisflugvélar, dýptarmćlar, Ómar Ragnarsson eđa annar álíka hátćknibúnađur ađeins ljóskastari frá 1983 og myndavélar, ein ţeirr óttarlegur garmur.
III. Myndmáliđ á spjöldunum
Myndmál lakkverksspjaldanna ţriggja er ţađ sama: Blómavasi, sem upphaflega virđist hafa átt ađ vera brúnleitur, jafnvel međ skjaldbökuskeljaráferđ. Hugsanlega var listamađurinn ađ reyna ađ sýna japanskan bronsvasa. Vasinn stendur á litlum ţrífćti sem sem hvílir á ferningi/plötu á borđi. Blómin í vasanum eru greinilega sum austurlensk, en vel ţekkjanleg (sjá neđar).
Spjöldin úr Höfđabrekkukirkju og Kálfafellskirkju eru nćr eins ađ útliti og gerđ og blómavasarnir á ţeim nćr nákvćm spegilmynd hvers annars. Spjaldiđ frá Höfđabrekku er nokkuđ slitiđ ţannig ađ litir og gylling hafa afmáđst. Hins vegar er spjaldiđ í altarisskápnum ađ Kálfabrekku mjög illa fariđ ţar sem lakkiđ hefur sums stađar losnađ frá undirlaginu og tréspjaldinu undir. Spjöldin gćtur vel veriđ úr sama grip, skáp eđa kistu. Ţau eru örugglega ćttuđ frá sama verkstćđinu og eru ađ mínu mati gerđ af sama handverksmanninum.
Spjaldiđ í Skógum er greinilega frá sama verkstćđi og spjöldin frá Kálfafelli og Höfđabrekku, en gerđ međ annarri tćkni og á helmingi ţykkara spjald. Myndmáliđ er ţađ sama og gert eftir nćr sama skapalóni, en er ađeins gyllt en nćr ekkert litađ nema vasinn sjálfur. Gyllingin hefur máđst nokkuđ af og ekki er ólíklegt ađ ţađ hafi gerst ţegar á strandstađ. Hinn stóri sandpappír Íslands er ekki fínkornóttur viđ viđkvćma hluti eins og ţennan.
Á blómavösunum (sem í verkinu Kirkjur Íslands eru svo ţjóđlega kallađir "jurtaker") ofarlega er skreyti: hjarta sem logar úr ađ ofan og sem tveimur örvum hefur veriđ skotiđ í gegnum í kross ađ ofan.
Afar erfitt reyndist ađ taka mynd af spjaldinu í Skógum vegna endurskins frá lakkinu og án einhvers apparats til ađ sía ljósiđ. Á ţessari mynd af spjaldinu í Skógum, sem sýnir dýptina í myndverkinu nokkuđ vel, hefur endurskin frá lampa veriđ fjarlćgt međ photosjoppu hćgra megin viđ vasann. Ljósmynd Kristján Sveinsson.
Vasi međ logandi hjarta og örvum á spjaldinu í Kálfafellskirkju. Ljósmynd Kristján Sveinsson.
IV. Uppruni og aldursgreining lakkspjaldanna sem talin eru vera úr Het Wapen van Amsterdam
Engin vafi leikur á ţví ađ lakkspjöldin ţrjú eru japanskt verk og gerđ af japönskum listamönnum á 17. öld. Ţau eru annađ hvort framleidd á eyjunni Kyushu í Japan eđa í Macau í suđur-Kína, ţangađ sem japanskir lakkverkslistamenn, kaţólskir, höfđu flúiđ vegna trúar sinnar frá Japan og héldu ţar áfram ađ framleiđa fyrir portúgalskan markađ sem upphaflega hafđi hafiđ innflutning á lakkverki til Evrópu á 16. öld.
Afar sennilegt má ţví telja ađ spjöldin séu reki úr Het Wapen van Amsterdam. Strönduđ verslunarskip önnur frá VOC, Vereenigde Oostindische Campagnie, frá Hollandi ţekkjum viđ ekki viđ Ísland frá ţessum tím. Ţađ álit manna ađ spjöldin séu komin úr skipinu virđist ţví engum vafa undirorpiđ.
Hugsanlega verđur hćgt ađ skera úr um, hvort spjöldin séu frá Japan eđa Macau í Kína međ efnagreiningum á lakki og undirlaginu undir lakkinu, og stendur til ađ sćkja um leyfi til slíkra rannsókna sem gerđar verđa af portúgölskum sérfrćđingi í forvörslu sem vinnur ađ doktorsverkefni um lakkverkshúsgögn sem voru flutt frá Austur-Asíu til Portúgals.
V. Aldursgreining
Aldursgreiningin á lakkspjöldunum sem nćr örugglega rak í land á Íslandi áriđ 1667, er einnig hćgt ađ byggja á samanburđarmyndefni á kínversku og japönsku útflutningspostulíni frá sama tíma.
Blómavasar áţekkir ţeim sem skreyta vasana á lakkverksgripunum á Íslandi, var greinilega mjög hugleikin Portúgölum og síđar Hollendingum á 17. öldinni og er hann upphaflega skreyti sem kom fyrir á kínversku postulíni en síđar t.d. á fajansa frá Delft og öđrum borgum í Hollandi. Blómavasi á ţremur litlum fótum međ tígullaga stalli undir kemur oft fyrir á kínverskum og japönsku postulínsdiskum og skálum frá síđasta hluta 16. aldar og meira eđa minna alla 17. öldina og er algengastir á leirtaui frá síđari hluta aldarinnar. Her skulu sýnd nokkur dćmi. Einn diskanna er evrópsk eftirlíking og gaman vćri ađ sjá hvort einhver sér í fljótu bragđi hver diskanna er ţýskur.
VI. Túlkun myndmálsins
Hollenskur listfrćđingur, Christiaan Jörg ađ nafni, sem er vafalítiđ fremsti sérfrćđingur heims í innfluttu lakkverki frá Japan og Kína til Portúgals og Niđurlanda, hefur ađstođađ mig viđ rannsóknir mínar á lakkverkinu sem rak á fjörur Íslands. Hann lagđi upphaflega til ađ vegna skreytisins, hins logandi hjarta međ örvum, ađ spjöldin vćru gerđ á Macau, ţar sem hann taldi ađ hjartađ vćri hjarta Ágústínusar eđa brennandi hjarta Krists eđa Maríu meyjar, cor ardens, ţ.e.a.s. kaţólskt tákn.
Viđ nánari athugun hefur ţetta ţó ekki reynst rétt tilgáta hjá Jörg. Logandi hjarta međ örvum sem skotiđ hefur veriđ ađ ofan er miklu frekar algengt tákn hjónabands í Hollandi sem og á Ítalíu og í Portúgal á 17. öld. Fjöldi dćma um ţetta tákn, eitt og sér ellegar í tengslum viđ annađ tákn, vinarhandabandiđ eđa hjónahandabandiđ, hefur fundist á mismunandi gripum í Hollandi sem eru frá sama tíma og óheillafleyiđ Het Wapen van Amsterdam.
Ef lakkverkiđ, sem varđveist hefur á Íslandi, hefur veriđ framleitt í Japan, er ekki víst ađ Japanir, sem voru mjög andsnúnir harđhentu kaţólsku trúbođi og ţreyttir á öfgafullri framkomu Portúgala á 16. og í byrjun 17. aldar hafi tengt ţetta tákn trú.
Mun líklegra verđur ađ teljast, ađ einhver sem vel var í álnum í Hollandi hefur pantađ gripi frá Batavíu (Jakarta á Jövu) međ ţessu tákni á, til ađ fćra hjónakornum í Hollandi ađ gjöf.
Hollenski fornleifafrćđingurinn og leirkerjasérfrćđingurinn Sebastiaan Ostkamp, sem er hafsjór ađ fróđleik um miđalda- og endurreisnarfrćđi, og ađ mínu mati einn fremsti sérfrćđingur á ţví sviđi, hefur sýnt fram á ţađ í mjög áhugaverđri grein um táknmál hjónabands í hollenskri list, grein sem er afar áhugaverđ fyrir evrópska listasögu og skilning á myndmáli hjónabandsins á 17. og 18. öld.
Handaband og brennandi hjarta. Tvö brot af diskum. Til vinstri er brot af ítölskum fajansadiski sem er jarđfundinn í Graft í Norđur-Hollandi. Til hćgri brot úr hollenskum fajansadisk sem er í eigu einkasafnara. Myndirnar er teknar af Sebastiaan Ostkamp hjá Terra Incognita í Amsterdam, sem vinsamlegast hefur sent mér ţćr.
Pyngja útsaumuđ međ gull og silfurţrćđi. Upphafsbókstafirnir M og S eru sitt hvoru megin viđ hjartađ, en á hinni hliđinni eru bókstafirnir D og A og standa ţeir fyrir Dirck Alewijn (1571-1637) sem giftist Mariu Schurman (1575-1621). Pyngjan er talin vera frá ţví um 1617-1620, en líklega eldri ţar sem ţau MS og DA gengu í hjónaband áriđ 1599. Ţau voru ekki kaţólikkar. Rijksmuseum, Amsterdam (BK-NM-8327).
Ţađ er ekki Maríumynd sem sést á ţessu meni, né aftan á samkvćmt lýsingu safnsins sem varđveitir ţađ. Hjartađ (safnnúmer Z08959) er túlkađ sem trúlofunargjöf frá 1600-1699 og er ađ finna í Fries Museum í Leuwaarden á Fríslandi (sjá frekar hér).
Annađ tákn sem sést á gjöfum sem gefnar voru viđ brúđkaup í Hollandi, voru gripir međ einmitt myndir af blómavösum; t.d. myndir af blómavösum á leirtaui, fajansa og postulíni. Svo allt ber ađ sama brunni.
Hiđ logandi hjarta, stundum ásamt handabandi hjóna eru tákn sem sett voru á alls kyns gjafir handa nývígđum hjónum. Lakkgripirnir sem rak á fjörur Íslands voru ţví vafalaust hlutar úr kistum, skápum eđa álíka húsgögnum sem einhver Hollendingur sem var vel í álnum hafđi pantađ til til ađ gefa sem gjöf viđ brúhlaup.
Portúgalskur diskur frá ţví um 1660-1700, fundinn í jörđu í Hollandi áriđ 1982. Hann var gerđur í Lissabon og fundinn viđ rannsóknir viđ göturnar Visserdijk-Van Bleiswijkstraat í Enkhuizen ţar sem rannsóknir fóru fram 1994 og 2010. Huis van Hilde (8727-04). Hér fyrir neđan er ítalskur majolicadiskur fra lokum 16. aldar eđa byrjun 20. aldar.
VII. Blómin í vasanum
"Segđu ţađ međ blómum", einkunnarorđ Interflora-keđjunnar, ţekkja allir rómantíkerar sem komnir eru á aldur. Japanir eru mikiđ fyrir blóm, og frá örófi alda hafa ákveđin blóm veriđ notuđ sem tákn fyrir góđa eiginleika og fagrar kenndir. Ţađ er ekki laust viđ ađ flest blómanna í vösunum á lakkverkinu sem rak í land á Íslandi áriđ 1667 hafi veriđ valin til segja ţađ sama og hjartađ og örvarnar á vasanum: Ţ.e. Til hamingju međ brúđkaupiđ. Uppstilling blómanna er eins konar Ikebana blómaskreyting, sem er mikil list í Japan.
Ritstjóri Fornleifs er sannast sagna hvorki mikill grasafrćđingur né blómarćktunarmađur. En karlinn telur sig ţó međ hjálp sér vísari fólks ţekkja blómin á lakkspjöldunum. Flest blómin tákna ýmislegt sem tengist hjónabandi og árnađaróskum viđ ţann áfanga í lífi margra.
Íris, Iris Sanguinea (Japönsk Iris)
Jap. Ayame.
Blómiđ táknar göfgi eđa ćttgöfgi, glćsileika sem og von og visku. Rauđleit eđa írrauđ íris var upphaflega ađeins til í Ameríkunum. Blómin á spjöldunum eiga ađ öllum líkindum ađ tákna purpurarauđar Írisar. Purpurarauđur litur táknađi Međal Japana visku og von en tengist einnig göfgi eđa ćttgöfgi og glćsileika, von og visku.
Freyjulykill, Primula Sieboldii (Enska:Primrose).
Jap. Sakurasou
Sakurasou táknar ástarţrá eđa langlífa ást.
Kirskuberjablóm, Prunus serrulata (Japanskt kirsuberjatré).
Jap. Sakura
Sakura táknar hjartafegurđ.
Bóndarós, Paeonia (ćttin Paeoniaceae)
Jap. Botan
Á lakkspjöldunum ţremur má sjá bóndarósir sem eru viđ ţađ ađ springa út.
Bćndarósin táknar m.a. velmegun, auđ og góđa auđnu.
Bóndarósin var flutt frá Kína til Japan á 8. öld og rćktuđ ţar í klaustur- og hallargörđum fram til 1603 ţegar fariđ er ađ rćkta blómiđ víđar. Síđar á 19. og 20. öld voru peóníutré/-runnar fluttir út frá Yokohama í Japan til Evrópu og Ameríku.
Hugsanlega má einnig sjá eina staka frćblöđku af hlyn sem hefur veriđ stungiđ í blómaskreytingarnar í vösunum.
Japanskur hlynur, (Acer Palmatum).
Jap. Momiji.
Momiji táknar hendur barna og er ţar átt viđ blöđin á hlyninum. Er tákn frjósemi og barnaauđs. Hlynurinn táknar einnig tímann í japanskri list.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2017
Ţakkir.
Höfundur ţakkar sérlega Kristjáni Sveinssyni og Einari Jónssyni fyrir fylgdina á Gullskipsslóđir í janúar 2016. Ţakkir fćri ég einnig Christiaan Jörg, Sebastiaan Ostkamp, Mariu Joao Petisca og Jan van Campen fyrir veittar upplýsingar viđ ritun greinarinnar.
Greinin er tileinkuđ föđur mínum, sem ćttađur var úr Amsturdammi og var sömuleiđis mikill áhugamađur um Austurlandaverslun og blómarćkt. Hann hefđi orđiđ 91 árs í gćr hefđi hann ekki falliđ frá um aldur fram.
Nokkrar heimildir.
Duijn, Dieuwertje M., 2010: Het vondstmateriaal van de opgraving op het terrein van de Banketfabriek in Enkhuizen. Materiaalpracticum master archeologie en prehistorie, Universiteit Amsterdam
Impley, Oliver & C.J.A. Jörg 2005: Japanese Export Lacquer 1580-1850. Hotei Publishing. The Netherlands.
Jörg, C.J.A. 1983: Oosters porselein Delfts aardewerk. Wiselwerkingen. Uitgeverij Kemper Groningen.
Ostkamp, Sebastiaan 2004: Tortelduiven en vlammende harten; Huwelikssymbolen op zilver en aarewerk uit Alkmaar tussen 1575 en 1675. Vormen uit vuur 186/187, 2004/1-2 ;[Sérnúmer: De verbogen stad. 700 jaar Alkmaar onder de grond], 112-168.
Tómasson, Ţórđur 2011. Svipast um á söguslóđum. Skrudda 2011.
Munir og Minjar | Breytt 9.5.2019 kl. 15:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Er skutlur flugu í ţyrlu
2.6.2016 | 11:00
Líkt og sumir karlmenn leita ólmir ađ náttúrumyndum í sveittum og lösnum tölvum sínum, leitar Fornleifur starfsmađur minn uppi myndir af gömlum dísum sem komust í úrslit fegurđarsamkeppna um ţađ leyti sem hann var sjálfur upp á sitt besta. Ţađ góđa viđ ţetta hobbý hans er ađ sjaldan fylgir vírus svo gömlum snótum. Langt er á milli góđra funda, en nýskeđ rakst hann á eina slíka mynd í Hollandi.
Ţar sem Fornleifur fermdist í tvíhnepptum jakka, er mat hans á kvenlíkamanum mjög gamaldags, en ţó afar klassískt. Hann leggur meiri áherslu á gott andlit en t.d. afturendann. Snyrtilegur klćđaburđur og t.d. heiđgular maxíkápur telur Fornleifur međal ţess fremsta sem konur geta skartađ. En allt klćđir rós, eins og Danir segja og allar konur eru fallegar á sinn hátt (svo vil ég ekki ađ einhverjir helv. femínistar fari ađ nöldra hér um gripasýningar og karlrembu).
Hátt klof er Fornleifi ekki ađ fyrirstöđu. Brjóstmáliđ skal ekki vera í stćrra lagi enda karlinn sjálfur međ innfallin brjóstkassa og heilinn skal vera fallegri á konum og betur stilltur en hoppandi ORA-baunin sem Fornleifur og ađrir menn eru oftast međ í heila stađ.
Myndin sem m.a. birtist í hollenska (frísneska) blađinu Friese Koerier og víđar, og jafnvel allt vestur á Hollensku Antillaeyjum, í blađinu Amigoe di Curacau, sýnir nokkrar yngismeyjar sem voru ađ spóka sig á haustmánuđum áriđ 1957. Ţćr voru ađ sýna föt á tískusýningu sem fimm fyrirtćki í Hollandi stóđu fyrir í Zandvoort, margrómuđum strandbć vestur af Amsterdam.
Ungfrú Rúna
Vitađ er ađ lengst til vinstri stendur ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir frá Íslandi sem lenti í öđru sćti í einni af Íslandskeppnunum sem haldnar voru áriđ 1957. Viđ hliđ hennar er mademoiselle Monique Lambert frá Frakklandi sem hafđi orđiđ 2. í Miss France fyrr á árinu 1957 og önnur á Miss Europe í Helsinki áriđ 1955. Nćst kemur engin önnur en Miss World '56, Petra Schurmann frá Ţýskalandi (sem andađist 2010 eftir glćsilegan feril). Ţvínćst kemur Corine Rottschäfer frá Hollandi, međ klórlitađ háriđ, sem varđ Miss Evrópa (og síđar Miss World áriđ 1959). Og loks lengst til hćgri Ungfrú Belgía '56, Madeleine Hotelet. Yngismeyjarnar voru ţarna á ţyrluflugvelli í Rotterdam. Ţćr eru sumar ađ bíđa eftir ţví ađ komast í fyrsta ţyrluflug ćvi sinnar. Miss Belgía virđist vera eitthvađ lasin, en kannski var hún bara flughrćdd?
Hér er merk kvikmynd frá Miss World keppninni í Lundúnum áriđ áriđ 1957, sem Fornleifur fann á FB Heiđars Jónssonar snyrtis. Hvar annars stađar? Heiđar er örugglega álíka slakur í fornleifafrćđi og Fornleifur er í make-uppinu, en báđir kunna ţeir hins vegar ađ meta góđan og skarpan prófíl. Á fréttaskotinu frá Lyceum áriđ 1957 sést ţokkadísin Rúna Brynjólfs frá Íslandi ţar sem hún gengur lćđugang í Lundúnum. Sumir ţurftu ađ setja upp kíkinn til ađ fatta fegurđ íslenskra kvenna, nema ađ ţađ hefi veriđ til ađ sjá smáatriđin. Rúna upplýsti ađ áhugamál hennar vćru "to travel farther and to speak more languages". Ţađ var nú meira en en Miss Finnland gerđi, en hún vann Miss World titilinn áriđ 1957. Hún talađi ađeins finnsku, rúmmennsku og slatta í reykmerkjamállýskum, en var einnig sćmilega góđ í gufu.
Rúna hafđi gott göngulag
Hvar ćtli Rúna Brynjólfsdóttir sé niđur komin í dag? Fornleifur gróf hana upp eins og allt annađ. Hún býr í úthverfi í Columbus, Ohio, og heitir Runa B. Cobey. Í gamla góđa Vísir upplýsti hún lesendur áriđ 1965 ađ hún hefđi gifst manni, Herbert Todd Cobey ađ nafni. Hann var hvorki meira né minna en međ háskólapróf í sögu frá Yale og Harvard og gćti ţví hćglega hafa orđiđ forseti. Hann var líka leikritahöfundur og gaf út vikublađ, sem er vona álíka merkilegt og ađ vera međ blogg í dag.
Í stađ ţess ađ skrifa leiđinlega dođranta um Civil War hafđi hann ofan af fyrir fegurđardísinni sinni frá Íslandi međ ţví ađ reka vélafyrirtćki, sem sérhćfđi sig í alls konar vélum og farartćkjum sem ađrir framleiddu ekki. Áriđ 1965 bjuggu ţau hjón í Georgestown í Norđvesturhluta Washington D.C. Ţótt Bertie sé nú löngu látinn er glćsileg kona eins og Rúna vart á lausu, svo jafnaldrar Fornleifs, og ţeir sem eldri eru, eru vinsamlegast beđnir um ađ sitja á strák sínum og láta hana í friđi. Dóttir Rúnu getur hins vegar hjálpađ ykkur. Hún er sérfrćđingur í slíku.
Rúna í Rotterdam
Munir og Minjar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6. getraun Fornleifs
18.1.2013 | 12:52
Munir og Minjar | Breytt 20.1.2013 kl. 10:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (38)
Nathan og fressiđ
6.10.2012 | 13:27
Allir Íslendingar, sem eiga feitlagin börn og ófríđ, ţekkja Cocoa Puffs, amerískt ruslfćđi sem hellt hefur veriđ í kok íslenskra barna áratugum saman, tannlćknum og útfararstjórum til mestrar ánćgju.
Hitt vita ţó fćstir, ađ fyrirtćkiđ sem flytur ţetta ómeti inn og kallar ţađ morgunmat, ber gamalt og rótgróiđ nafn í íslenskri verslunarsögu: Nathan & Olsen. Ţótt Olsen og Nathan séu fyrir löngu komnir undir grćna torfu heitir fyrirtćkiđ nú http://www.nathan.is/ á veraldarvefnum.
Frits Heymann Nathan á sokkabandsárum sínum
Nathan sá er ljćr ţessari heildsölu nafn sitt, án ţess ađ geta gert ađ ţví, var danskur gyđingur, Frits Heymann Nathan ađ nafni. Hann verslađi á Íslandi í byrjun 20. aldar og stofnađi ađ lokum verslun međ Olsen, sem hét fullu nafni Carl Olsen. Ég hef skrifađ um Nathan hér, en hann var m.a. fađir Ove Nathans kjarneđlisfrćđing, sem ég heimsótti eitt sinn á Niels Bohr-stofnuninni til ađ fá upplýsingar um föđur hans, sem dó ţegar Ove var tiltölulega ungur. Ove Nathan vissi ţví svo ađ segja ekkert um afrek föđur síns á Íslandi. Á fjórđa áratugnum fór Frits út i kókosbolluframleiđslu (flřdeboller og negerkys) í Kaupmannahöfn og hafđi ofan af fyrir fjölskyldu sinni međ ţví, ţví Danir hafa alltaf borđađ meira af slíku kremmeti og engu minna en matargötin á Íslandi.
Nathan hafđi skopskyn gott. Eitt sinn, er hann var enn á Íslandi, langađi hann eđa konu hans unga í kött og hann lét prenta fyrir sig fregnmiđann sem myndin efst er af. Nathan var tilbúinn ađ greiđa heilar 10 kr. út í hönd fyrir heilbrigđan, ţrílitan fresskött sem ekki var blá- eđa gráleitur og allra síst málađur. Ég hef spurt afkomendur Nathans, hvor til vćri mynd af ţessum ketti, en ţeir töldu svo ekki vera.
Ég skrifađi fyrir nokkrum árum grein um Nathan og köttinn ómálađa fyrir tímaritiđ Rambam, sem ég ritstýrđi hér í Danmörku um tíma. Sýniđ nú menningalega tilburđi og lesiđ dönskuna, ţví ég nenni ekki ađ snúa öllu ţví sem ég skrifađi ţá yfir á íslensku.
Fregnmiđinn hans Nathans, ţar sem hann lýsti eftir hentugum ketti, er varđveittur á Borgarskjalasafni Reykjavíkur, ţar sem ég rakst eitt sinn á hann, ţar sem hann hékk innrammađur á bakstigagangi.
Munir og Minjar | Breytt 17.9.2019 kl. 02:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrispurn til Fornleifs
9.8.2012 | 07:14
Einn af ötulustu lesendum Fornleifs hefur sent áhugaverđa fyrirspurn. Lesandinn, V, hefur fengiđ tölvupóst frá manni í Vesturheimi, sem er greinilega áhugamađur um indíána og telur ţá hafa veriđ víđar á faraldsfćti en almennt er taliđ. Bandaríkjamađurinn sendi V teikningu úr bók, en gefur ţví miđur ekki upp titil bókarinnar. Myndin (sjá hér ađ ofan) á, ađ sögn, ađ sýna ristur á Hofi eđa viđ Hofsá (river-creek of Hof) á Íslandi.
Í fljótu bragđi verđ ég ađ viđurkenna, ađ ég man ekki eftir ţessum ristum, ţótt mig rámi í ađ ţćr hafi hugsanlega veriđ birtar í Árbók Fornleifafélagsins eđa Frásögum af Fornaldarleifum (gefnum út af Sveinbirni Rafnssyni).
Mér sýnist einnig, ađ ţarna séu á ferđinni fangamörk eđa búmörk frá 17. 18. og jafnvel 19. öld, sem í vissum tilvikum gćtu líkst merkjum og táknum sem indíánar hafa höggviđ eđa rist í berg. Ef vel vćri ađ gáđ, fyndi mađur líkast til svipuđ tákn annars stađar í heiminum, ţví svipađ hafast mennirnir ađ.
Ef menn vilja frćđast meira um búmörk (búmerki) og fangamörk, er best ađ lesa tvćr merkar greinar um slík merki, eina eftir prófessor Sveinbjörn Rafnsson og hina eftir hinn mesta núlifandi frćđaţul ţjóđarinnar, heiđursfornleifafrćđinginn Ţórđ Tómasson, sem birtust í Árbók Fornleifafélagsins árin 1974 og 1975 (lesiđ greinarnar međ ţví ađ klikka á árstölin).
Búmörk voru ekkert sér íslenskt fyrirbćri og ţekkjast ţau um gjörvalla Evrópu. Ekki veit ég til hvers keimlík tákn indíána hafa veriđ notuđ, en ekki er útilokađ ađ ţau hafi gegnt sama hlutverki og á Íslandi og annars stađar í heiminum. Í Evrópu og m.a. á Íslandi notuđust menn á miđöldum og síđar viđ innsigli og signethringi, ţar sem fangamörk og búmerki voru stundum greypt í stimpilflötinn, og búmerki voru einnig í skjaldamerkjum sumra ađalsćtta og biskupa.
Munir og Minjar | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Silfurberg í Kaupmannahöfn
17.5.2012 | 11:06
Í Rósenborgarhöll í Kaupmannhöfn er geymt safn glćsigripa danskra konunga, svo og krónur, ríkisepli og annađ sem konungum ţótti gaman af áđur en hrađskreiđir bílar og lífrćn rćktun urđu vinsćlli. Á međal lítilfjörlegri dýrgripa konungasafnsins eru tveir teningslaga kristallađir kalksteinar, nánar tiltekiđ kristallar úr silfurbergi, sem á frćđimálinu er kallađ Iceland Spar, einnig kallađ kalkspat, Ca[CO3].
Efst međ köntunum á teningum ţessum hefur veriđ greyptur á kristallana rammi úr gylltu silfri, en neđst standa ţeir á fćti úr sama efni. Umbúnađur steinanna er ţó ekki alveg eins, og steinarnir eru heldur ekki jafnstórir. Einn er 10 sm ađ hćđ hinn nokkuđ minni eđa 8,9 sm. Sá stćrri er, sem reyndar er ekki sá hćsti, er 689 rúmsentímetrar og hinn minni 672.
Ekki er međ vissu vitađ, hvenćr ţessi gripir komu í safn konunganna, Kunstkammeret, en líklega hefur ţađ veriđ á 17. öld. Kristallarnir eru nú í ţví safni sem kallađ er Grćna Herbergiđ (Det Grřnne Kabinet) í kjallaranum undir Rosenborg.
Lengi voru ţessir kristallar skráđir sem norskir, en ţađ eru ţeir ekki, ţví silfurberg finnst ekki í Noregi. Ţeir voru á ţeim tíma ekki ţekktir utan Íslands, en síđar hefur silfurberg einnig fundist og veriđ unniđ á Spáni, í Síberíu, Japan og Suđur-Afríku, og síđar í Bandaríkjunum.
Silfurbergsteningarnir í Rósenborgarhöll er taldir ćttađir úr Helgustađanámu viđ Reyđarfjörđ, ţar sem fyrst var fariđ ađ sćkja silfurberg á 17. öld, en námuvinnsla sem ađ lokum eyđilagđi hreinleika silfurbergsins hófst ţó ekki fyrr en eftir 1850. Silfurberg finnst á tveimur öđrum stöđum á Austurlandi.
Í ferđalýsingu Ferdínands Albrechts hertoga af Braunschweig-Lüneburg-Bevern frá 1670 lýsir Ferdínand ţví sem hann sá í safni Danakonungs:
Ein grosser hohler Stein gantz voll Amathistern, so auch in Norwegen gefunden werden. Chrystall aus Issland, welchen, wie auch den Norwegischen Edelgesteinen, es nur daran fehlet, dass sie nich zur rchten MATURITÄT kommen können.
Tveimur árum áđur en Ferdínand Albrecht hertogi heillađist af óţroskuđum steinum (kristöllum) Friđriks 3, skipađi Friđrik konungur steinskurđarmeistara og ađstođarmanni hans ađ sigla til Íslands og dvelja ţar í sex mánuđi til ađ vinna ţar íslenskan kristal. Mun Erasmus (Rasmus) Bartholin prófessor í stćrđfrćđi og síđar lćknisfrćđi viđ Hafnarháskóla líklegast hafa stađiđ á bak viđ ţann leiđangur, ţar sem hann ráđlagđi flotanum danska sem átti ađ koma námumanninum til Íslands.
Menn hafa svo gefiđ sér ađ Bartholin hafi ţakkađ konungi ađstođina viđ ađ ná í kristalla til Íslands međ ţví ađ fćra konungi ađ gjöf hina tvo silfurbergskristalla frá Helgustađanámu. Hafa kristallarnir ţá hugsanlega veriđ settir í umbúnađ sinn árin 1668-69.
Telja fróđir menn ađ Bartholín hafi haft áhuga á silfurberginu frá Íslandi fyrir rannsóknir sínar eđa áhuga, en síđar notuđu ţekktir vísindamenn í Evrópu silfurberg til rannsókna. Má ţar nefna danska stjarnfrćđinginn Ole Rřmer, tengdason Bartholins, hollendinginn Christian Huygens (1629-95) og Isaac Newton (1642-1727).
Taliđ er, ađ upphaflega hafi tvćr strýtur úr ógegnsćjum vínrauđum ametyst veriđ límdar ofan á teningana. Ţannig er einn kristallana nú hafđur til sýnis í Kaupmannahöfn Ţessar strýtur eru líka enn til í safni Danakonunga, í Det Grřnne Kabinet, og bera númerin 320 og 321. Geta strýturnar, ein áttstrend en önnur međ ferningslaga ţversniđ, vel veriđ komnar frá Íslandi, ţar sem ametyst er einnig ađ finna.
Sumir frćđimenn hafa leikiđ sér af ţeirri hugmynd ađ silfurberg hafi veriđ notađ sem svokallađir sólarsteinar á miđöldum. En ţegar nefndir eru sólarsteinar (solarium) í miđaldaannálum kirkna var ţó örugglega ekki alltaf átt viđ kristalla, heldur sólúr úr steini. Bergkristall gćti einnig hafa veriđ notađur. Peter heitinn Foote gaf áriđ 1956 út grein um sólarsteina og gerđi danskur fornleifafrćđingur skýringar hans ađ sýnum og hefur sá, Thorkild Ramskou, kallađur Ramses, síđan veriđ ţökkuđ skýring á sólarsteinum, sem ég held ađ sé röng. Meira um ţađ síđar.
Ítarefni
Garboe, Aksel 1959. Geologiens historie i Danmark: Fra myte til videnskab. C.A. Reitzel, Kbh.
Hein, Jřrgen 2009. The tresure Collection at Rosenborg Castle II; The inventories of 1696 and 1718; Royal Heritage and Collectin in Denmark-Norway 1500-1900. [Udg. Af Selskabet til Udgivelse af danske Mindesmćrker]. Museum Tusculanum Press. [Gripunum er lýst á blađsíđum 139 og 140. og bera silfurkristallarnir númerin 268 og 269. Jřrgen Hein naut ađstođar Dr. Sveins Jakobssonar viđ kafla sinn um kristallana frá Íslandi]. Myndirnar hér ađ ofan eru úr bók Jřrgen Heins.
Leó Kristjánsson 2007. Silfurberg og ţágttur ţess í ţróun raunvísinda og ýmissar tćkni, einum á 19. öld: Minniblöđ og heimildaskrá. Jarđvísindastofnum Háskólands, Raunvísindastofnun Háskólans, Önnur útgáfa, nóv. 2007.
Leó Kristjánsson 2001. Silfurberg: einstćđ saga kristallanna frá Helgustöđum. Jökull 50, Reykjavík 2001, bls. 95-108.
Grein um Silfurberg á Wikipedia.
Ţakka ég einnig Peter Kristiansen safnverđi á Rosenborgarsafni fyrir upplýsingar.
Viđbót 1.6. 2012
Ég fékk um daginn neđanstćtt bréf frá Leó Kristjánssyni jarđeđlisfrćđingi viđ HÍ, sem ég ţakka innilega fyrir, en Leó hefur manna mest rannsakađ silfurbergiđ og skrifađ um ţađ:
Sćll Vilhjálmur,
ég var ađ lesa fróđleg skrif ţín um silfurbergs-skrautmuni í Rósenborgarhöll. Ég er mjög áhugasamur um íslenska silfurbergiđ og hef síđan 1995 tínt saman ýmis gögn um ţađ, ađ mestu í tómstundum. Áhersla mín hefur ţó einkum veriđ á notkun ţessa efnis í raunvísindarannsóknum, frekar en t.d. á verslun međ ţađ, eđa á sýnum af ţví á söfnum. Ég hafđi ekki heyrt af mununum sem ţú lýsir eđa af frásögn Ferdinands hertoga, en er svona "paa staaende fod" sammála um ađ kristallarnir sem ţeir eru úr gćtu hafa komiđ til Danmerkur 17. öld. Mér hefur fundist líklegt ađ Ole Worm hefđi eignast sýni af silfurbergi, en ekkert óyggjandi hef ég ţó séđ um slíkt í bók H.D. Schepelerns 1971 um Museum Wormianum sem ég á, né í bókum hans og Jakobs Benediktssonar um bréfaskipti Worms. Ţađ er hinsvegar spurning hvenćr tćkni viđ ađ saga og/eđa slípa svona efniviđ hafi komist á nógu hátt stig til ađ smíđa hallar-kubbana úr kristöllum sem í upphafi voru örugglega frábrugđnir teningslögun. Silfurberg klofnar eđa springur mjög gjarna eftir sínum náttúrulegu ţrem skakkstćđu stefnum; stórir saltkristallar úr ţýskum námum hefđu líklega veriđ bćđi auđfengnari og auđveldari ađ sníđa til í teninga en silfurbergiđ. Ţú nefnir ađ silfurberg tengist einhverjum rannsóknum Ole Rřmers, ég hef ekki haft fregnir af ţví fyrr og vćri ţakklátur fyrir frekari upplýsingar ţar ađ lútandi. Frásagnir hef ég séđ um ađ Danir hafi stillt út stórum silfurbergskristöllum á einhverjum heimssýningum o.ţ.h. á 19. öld. Ég hef ekki haldiđ öllum slíkum frásögnum til haga, en til dćmis segir G. vom Rath í Annalen der Physik 132, bls. 530, 1867 ađ á ţví ári hafi í der dänischen Abtheilung der Pariser Ausstellung veriđ (ótilsniđinn) kristall ađ stćrđ 2 1/2 fet og breidd 1 fet.
Sitthvađ í umfjöllun um silfurberg í seinni tíma ritum m.a. hinni íslensku Wikipediu er ónákvćmt, raunar einnig í ţví sem ég hef skrifađ sjálfur vegna ţess ađ nýjar upplýsingar er ég ađ finna smátt og smátt. Skrá um ýmis rit mín og erindi varđandi silfurbergiđ er á heimasíđunni www.raunvis.hi.is/~leo undir "Web-publications". Ég bendi sérstaklega á 400 bls. skýrslu frá 2010 sem hćgt er ađ lesa og prenta út. Ég mun vonandi bćta viđ hana mörgum heimildum o.fl. síđar á árinu. Nýjasta grein mín sem ađgengileg er ţar kom út fyrir nokkrum dögum í tímaritinu History of Geo- and Space Sciences. Af ţessum ritum má vel draga ţá ályktun, ađ Helgustađanáman sé merkasti stađur á Íslandi í heimssögulegu tilliti. Hinar ýmsu stofnanir (landshlutans og landsins) sem sjá um byggđaţróunar-, umhverfis-, ferđa- og safna-mál, ćttu ađ geta nýtt sér ţá stađreynd á ýmsan hátt.
Sumir fjölmiđlar einkum útlendir hafa löngum haft furđu mikinn áhuga á sólarsteinum og ţessháttar "fornmanna-vísindum". Jókst hann enn eftir birtingar greina í ritum Konunglega Vísindafélagsins í London á nokkrum síđustu árum (Hegedüs o.fl. 2007, Ropars o.fl. 2012) sem fjalla m.a. um fund kalkspat-mola í gömlu skipsflaki í Ermarsundi. Ég er sammála ţér, Ţorsteini Vilhjálmssyni (sjá kafla hans í ritinu Íslensk Ţjóđmenning 7, 1990) o.fl.skynsömum mönnum sem ég hef rćtt viđ, um ađ hćpiđ sé ađ tengja sólarsteina úr fornritum viđ hvort heldur er silfurberg eđa landafunda-sjóferđir, af ýmsum ástćđum. Ég hef ţví látiđ öđrum eftir ađ rćđa um ţau mál á prenti. Ritgerđ Peters Foote 1956 hefur fariđ fram hjá mér en ég er ađ verđa mér úti um afrit. Árni Einarsson líffrćđingur sagđi mér fyrir nokkrum árum frá sólarsteinum í máldögum kirkna og hefur birt grein í Griplu XXI 2010 ţar sem ţeir koma viđ sögu. Ég vissi ekki ađ ţar gćti veriđ um sólúr úr steini ađ rćđa eins og ţú nefnir, hélt frekar ađ ţađ hefđu kannski veriđ steinar međ hringlaga formum í, eđa steindir sem sýndu einhver sérstök litbrigđi (enda mun Sonnenstein á ţýsku allavega nútildags geta átt viđ tiltekiđ feldspat međ ţesskonar eiginleika).
Kveđja,
Leó Kristjánsson
Munir og Minjar | Breytt 16.2.2021 kl. 11:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)