Dýr er Drottinn
25.4.2014 | 21:05
Nú er frekar ólögulegur, skagfirskur Jesús til fals fyrir 4,6 milljónir króna og hefur Ţjóđminjasafniđ forkaupsrétt. Mér finnst ţessi Kristur nokkuđ dýr miđađ viđ gćđi. En hvađ veit ég?
Safnaramiđstöđin heitir fyrirtćkiđ sem er međ róđuna til sölu fyrir einhverja afkomendur bćndakirkjueigenda sem geymt hafa ţennan kross og ţurfa nú líklega ađ kaupa sér betri bíl eđa búa til sólstofu, frekar en ađ horfa á óvinsćlan mann hanga á veggnum hjá sér.
Rómverkur stíll?
Safnamiđstöđin upplýsir ţetta á smettiskruddu sinni:
"Einstakur róđukross úr Reykjakirkju í Rómverskum stíl.
Hann heldur sér vel ţrátt fyrir ađ vera orđinn nokkurhundruđ ára, róđukrossinn úr Reykjakirkju í Tungusveit. Gripurinn er frá 13.-15. öld, er 80 cm á hćđ og 55 á breidd. Ţessi einstaki gripur er nú til sölu hjá okkur og bíđur nýs eiganda sem tekur ađ sér ţađ verkefni ađ varđveita hann fyrir nćstu kynslóđir."
Ađstandendur Safnaramiđstöđvarinnar vita greinilega ekkert hvađ ţeir eru ađ selja og eru búnir ađ búa til nýjan stíl. Listasagan mun vart ţakka ţeim fyrir ţađ klámhögg. Vitanlega er átt viđ rómanskan stíl, en krossinn er reyndar alls ekki í rómönskum stíl, frekar en "rómantískum". En svona fágćtur stíll gćti hins vegar veriđ ástćđan til ţess ađ menn vilja fá heilar 4,6 milljónir króna fyrir Krist sinn.
Ţađ er gaman ađ skođa. hvernig ţessi róđa hefur ţróast, ţví ađ Jesús úr Tungusveit er frá mismunandi tímum og er mismunandi vel byggđur, sem og í misgóđum holdum.
Samsettur Kristur
Greinilegt er, ađ frá hálsi niđur á tćr er Kristur í gotneskum stíl ţegar sá stíll var ungur. Ţessi hluti Kristmyndarinnar er frá 13. öld og er listilega útskorin. Enn eru báđir fćtur negldir hver fyrir sig líkt og var venjan í rómönskum stíl en ţetta hélst stundum ţegar gotnesk list var ađ ryđja sér til rúms. Engin sveigja er ţó komin í hina mjóu fótleggi Krists, en lendarklćđiđ er fariđ ađ falla samkvćmt hinum nýja stíl. Brjóstkassi Guđssonarins er ber og magur, og ţađ sést sérhvert rifbein og ţjáningin ţar á milli. Ţarna er kominn hin gotneska líkamsbygging hins líđandi Krists.
Svo gerist eitthvađ furđulegt. Handleggirnir á hinum mjóleggjađa og mergsogna Kristi fyrir neđan háls eru eins og handleggir líkamsrćktarmanns og nćrri ţví eins langir og fótleggirnir. Ljóst er ađ ţessu armar eru ekki frá 13. öld, en öllu heldur frá 16. eđa jafnvel 17. öld. Lúkurnar eru lokađar en ţađ sést sjaldan á Kristi á miđaldakrossum. Á 17. öld hefur einhver snikkari líklegast splćst saman handleggjalausum Miđaldakristi og ţessum stćltu, heimasmíđuđu handleggjum sem hann hefur tálgađ til, og ugglaust haft vel vaxinn Skagfirđing sem fyrirmynd og líklegast sjálfan sig.
Miđađ viđ stćrđ höfuđsins á ţessum Skagfirska Kristi ţykir mér líklegt ađ ţađ ţađ sé einnig frá 16. eđa 17. öld. Sjálfur Krossinn er hugsanlega frá sama tíma og Jesúslíkneskiđ fyrir neđan háls, en krossinn er hins vegar of stuttur.
Ég hef litađ krossinn, svo menn geri sér grein fyrir hinum mismunandi hlutum hans.
Fyrst ţegar ég sá ţennan samsetta Krist hugsađi ég, ađ kannski vćru einhver brögđ í tafli. Ţađ er hins vegar erfitt fyrir mig ađ segja til um ţađ án ţess ađ sjá krossinn međ eigin augum. Ég vil ekki gefa 4,6. milljónir til ţess, og ekki fyrir nokkurn kross. Ég set ekki verđ á slík verkfćri, enda bannar siđfrćđi fornleifafrćđingsins mér slíkt.
Gripurinn er ađ mínu mati gott dćmi um nýtni manna fyrr á öldum og fátćkt. Miđaldalíkneski sem hefur veriđ í lamasessi hefur veriđ ađ mínu mati veriđ lagfćrt og notađ áfram í lúterskum siđ. Ţess vegna hefur ţessi róđa menningarsögulegt gildi og ćtti ađ vera á safni.
En dýr ţykir mér ţessi samsetti Jesús. Kannski getur seljandi fengiđ meira í Evrópu, ţar sem menn gefa góđar evrur fyrir allt og selja jafnvel ömmu sína.
Michelangelo á 500 milljónir, íslenskur Sveitakristur á 4,6 millur
Áriđ 2008 keypti ítalska ríkiđ útskorna Kristsmynd eftir Michelangelo fyrir hálfan milljarđ króna. Miđađ viđ ađ listamennirnir á bak viđ Krist frá Reykjum í Tungusveit voru ţrír óţekktir menn, er verđlagiđ á Hverfisgötunni kannski heldur dýrara en í stórborgum Evrópu.
Verđlag á krossum á Íslandi hefur veriđ sett mjög hátt. Lesendur mínir muna kannski eftir "krossinum", eđa réttara sagt ólögulegum sandsteinshnullung sem sendur var á Kristnisýningu í Ţýskalandi, ţótt alls endis vćri óvisst hvort um kross vćri ađ rćđa.
Forngripir | Breytt 3.12.2019 kl. 16:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
Finnar á Íslandi
25.4.2014 | 13:55
Finnar á Íslandi kallar norski fornleifafrćđingurinn Dennis Moos mastersritgerđ sína viđ háskólann í Tromsř. Undirtitillinn er hins vegar á norsku "Samiske spor i det islandske arkeologiske materiale fra landnĺmstid".
Ţađ er mikill fengur af ţessari ritgerđ sem er góđ viđbót viđ fyrri skrif ţeirra fáu fornleifafrćđinga sem velt hafa fyrir sér hlut Sama í landnámi Íslands. Ég er einn ţeirra sem ţađ hafa gert, og hefur Dennis Moos veriđ svo vćnn ađ koma inn á ţátt minn í ritgerđ sinni, sem og niđurstöđur annarra fornleifafrćđinga sem hafa haft rćnu á ađ hugsa til Sama í öllu ţví hjákátlega Keltafári og tćkjatrú sem tröllriđiđ hefur umrćđu um landnám Íslands, m.a. nú á síđustu árum vegna ofurtrúar á DNA-rannsóknir á Íslendingum nútímans.
Ég er persónulega á ţeirri skođun ađ flestir landnámsmanna á Íslandi hafi komiđ úr nyrđri hluta Noregs og ađ sumir ţeirra hafi veriđ blandađir frumbyggjum Skandinavíu, sem í dag kalla sig Sama.
Dennis Moos vitnar einnig í skýrslu eftir Hans Christian Petersen, sem í samvinnu viđ mig rannsakađi elstu mannabein á Íslandi. Petersen sýndi fram á ađ međal fyrstu Íslendinganna hafi veiđ samískir einstaklingar eđa öllu heldur afkomendur Sama. Nýlegar DNA-rannsóknir á uppruna Íslendinga, sem gerđar eru á nútímaíslendingum, hafa hins vegar ekki sýnt sterk samísk tengsl, en ţađ var heldur ekki leitađ ađ honum og samískur uppruni, skilgreindur međ DNA, er reyndar afar flókinn. M.a. hefur ţví veriđ haldiđ fram ađ mítókondríal gen í Berbum (í Norđur Afríku) og Sömum, sýni ađ ţessar tvćr ţjóđir eigi sameiginlega formóđur fyrir ca. 9000 árum. Erfđafrćđingar eru ţar ađ auki smám saman ađ sjá/uppgötva hve varasamar og vafasamar DNA rannsóknir á ţjóđum á nútíma eru til ađ rannsaka uppruna ţjóđa eđa ţjóđarbrota.
Hvađ varđar rannsóknir á uppruna landnámsmanna á Íslandi, ef mađur trúir ekki í blindni á Íslendingabók og Landnámu, tel ég vćnlegra ađ líta til fornleifa og mćlinga (antropometrískra mćlinga) á beinum landnámsmanna í stađ ţess ađ gera allt of mikiđ úr einni vessa- og hrákarannsókninni eftir annarri. Fyrst voru ţađ blóđflokkarannsóknir og síđar DNA. Mikiđ tilgangslaust blóđ hefur runniđ í íslenskum landnámsvísindum. Lítiđ af ţeim rannsóknum hefur stađist, og er ég viss um ađ rannsóknin á mítrókondríal DNA, sem leiddi í ljós ađ fyrstu konurnar á Íslandi hafi flestar veriđ frá Bretlandseyjum, byggi á röngum forsendum.
Ég tek eftir ţví ađ nálhúsiđ sem ég fann á Stöng í Ţjórsárdal, telur Dennis Moos einnig til austrćnna gripa, sem finnast einnig í nyrstu héruđum Skandinavíu. Ţađ er ţó aldrei hćgt ađ útiloka ađra ţćtti en uppruna eigenda til ađ útskýra uppruna forngripa. Sérstaklega ţegar um er ađ rćđa gripi sem ekki eru frá landnámsöld, eins og nálhúsiđ. En međal Ţjórsdćlinga eru samkvćmt fyrrgreindum rannsóknum Hans Christian Petersen margir einstaklingar sem bera mćlanleg samísk einkenni sem og torus mandibularis og palatinus sem er algeng einkenni međal Sama og Íslendinga (sjá hér).
Heimildir:
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, "Archaeological Retrospect on Physical Anthropology in Iceland". Populations of the Nordic countries Human population biology from the present to the Mesolithic." [Proceedings of the Second Seminar of Nordic Physical Anthropology, Lund 1990. Editors Elisabeth Iregren and Rune Liljekvist ]. Report Series from the Archaeological Institute, University of Lund No. 46 (1990), 198-214. Sjá hér
Hér, hér , hér og hér má lesa ađrar greinar mínar um Sama á Íslandi, ţar sem hćgt er ađ finna enn ađrar greinar.
Fornleifar | Breytt 26.3.2021 kl. 05:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)