Rosmhvalsţankar

Wallie Dürer
 

Á góđri, fróđlegri og skemmtilegri bloggsíđu Haralds Sigurđssonar jarđfrćđings, hefur á síđustu dögum spunnist svolítil umrćđa um fćrslu hans um rostungstennur. Margar góđar athugasemdir hafa veriđ skrifađar um tönn og rengi (ţ.e. reipi úr húđum ţeirra) ţessa merkilega dýrs sem eitt sinn var ekki óalgengt viđ strendur Íslands.

Samar, voru líka forfeđur Íslendinga

Ţađ voru Samar (Lappar/Finnar/Hálftröll) sem fyrstir veiddu ţá rostunga og seldu rostungstönn ţá sem norskir kaupmenn sigldu međ suđur í lönd, ţar sem menn sóttust eftir ţessu smíđaefni í stađ hins dýra fílabeins sem var dýr vara af mjög skornum skammti allt fram á 14. öld.

Ég hef sjálfur bent á í frćđigrein, ađ ég telji, eins og ađrir á undan mér, ađ landnámsmenn hafi ađ ţó nokkrum hluta komiđ frá nyrstu héröđum Noregs, og ađ sumir ţeirra hafi veriđ af samískum uppruna (Lappar), sjá hér. Hans Christian Petersen líffrćđingur og mannfrćđingur viđ Syddansk Universitet, sem eitt sinn mćldi elstu mannabein á Íslandi í samvinnu viđ mig, hefur einnig komist ađ ţeirri niđurstöđu, ađ međal fyrstu Íslendinganna hafi veriđ álíka margir einstaklingar frá norđurhluta Noregs, af samísku bergi brotnir, og ţeir einstaklingar sem mćlanlegir eru sem einstaklingar frá Bretlandseyjum, en sem ekki voru Norskir (norrćnir) ađ ćtterni og líkamlegu atgervi. 

Óttar inn háleygski

Norđur af Hálogalandi og Ţrumu (Troms) og ţar austur af hafđi veriđ mikiđ rosmhvalaveiđi fyrir tíma landnáms á Íslandi. Ţekkt er sagan af Háleygingnum Óttari frá Lófóti, sem kom á fund Alfređs Konungs Engil-Saxa í Wessex á Englandi um 890 og fćrđi honum rostungstennur. Á einhverju stigi hefur rostungsveiđin ţar Nyrđra orđiđ óvćnleg og hafa menn ţá hugsanlega snúiđ sér til Íslands. Óttar kannađist ţó, ađ ţví er virđist, enn ekki viđ Ísland er hann greindi Alfređ mikla af Wessex, Englandskonungi frá ferđum sínum, löndum í norđri og rostungum.

Í frásögn á engilsaxnesku, sem ađ hluta til byggir á landafrćđi Paulusar Osoriusar frá 5. öld, ađ viđbćttum upplýsingum frá valdatíma Alfređs, er sagt ađ Óttar (Othere) sé sá Norđmađur sem byggi nyrst í sínu landi. Svo segir m.a. um Óttar og ferđir hans norđur í Ballarhaf, norđur í Varangri og austar á slóđir Finna (Sama) og Bjarma:

Bjarmarnir sögđu honum margar sögur, bćđi af ţeirra eigin landi og af löndum sem umhverfis lágu, en hann vissi eigi hvađ mikiđ af ţví var satt, ţar sem hann hafđi ekki séđ ţađ međ eigin augum. Svo var sem Finnarnir og Bjarmarnir töluđu nćrri ţví sömu tungu. Megin ástćđa hans fyrir ferđ sinni ţangađ, fyrir utan ađ kanna landiđ, var vegna rostungsins [horshwćl], ţar sem ţeir hafa mjög gott fílstönn í vígtönnum sínum - ţeir höfđu međ sér nokkrar af ţessum tönnum til konungs - og húđ ţeirra er mjög góđ til skips reipa. Ţessi hvalur [ţ.e. rostungurinn] er miklu minni en ađrir hvalir; hann er ekki lengri en sjö álnir ađ lengd. Bestu hvalveiđar stunda menn í hans eigin landi; ţeir eru fjörtíu og átta álna langir, ţeir stćrstu fimmtíu álna langir; og af ţeim [hér á Óttar líklegast viđ rostunginn] segir hann, ađ hann, viđ sjötta mann, hafi drepiđ sextíu á tveimur dögum. Hann var mjög ríkur mađur af ţeim eignum sem ríkidómur ţeirra mćlist í, ţađ er í villtum hjörtum. Hann hafđi enn, ţegar hann vitjađi konungs, sex hundruđ óselda tamda hirti. Ţessir hirtir eru kallađir hreindýr [hranas á fornensku]. Ţau eru mikils virđi fyrir Finna ţví ţeir nota ţau til ađ fanga hin villtu hreindýr. Hann var á međal höfđingja í ţessu landi, en hann átti ekki meira en tvo tugi nautgripa, tuttugu sauđi og tuttugu svín, og ţađ litla sem hann plćgđi, plćgđi hann međ hrossum [Ţćt lytle ţćt he erede erede he mid horsan]. (Ţýđing Fornleifs).

Já, hvađan skyldu fyrstu Íslendingarnir hafa komiđ, ef ţeir hafa stundađ veiđi á rosmhval viđ Íslandsstrendur? Hverjir kunnu fagiđ? Svariđ liggur í augum uppi. Ţađ var fólk af Lappakyni. 

Sami

Í Króka-Refs sögu er skemmtileg lýsing á konungsgjöf sem Grćnlendingar fćrđu Haraldi Harđráđa til ađ mćra hann og til ađ freista liđveislu hans viđ ađ koma Ref fyrir kattarnef :

Eftir um sumariđ bjó Bárđur skip sitt til Noregs og gefur Gunnar honum gjafir. Gunnar sendir Haraldi konungi ţrjá gripi. Ţađ var hvítabjörn fulltíđi og vandur ágćta vel. Annar gripur var tanntafl og gert međ miklum hagleik. Ţriđji gripur var rostungshaus međ öllum tönnum sínum. Hann var grafinn allur og víđa rennt í gulli. Tennurnar voru fastar í hausinum. Var ţađ allt hin mesta gersemi.  

Refur, sem sest hafđi ađ á Grćnlandi, átti sér óvini, ţar sem hann stóđ í óvinsćlum vatnsveituframkvćmdum (en minjar um slíkt sjást reyndar í landslaginu á Grćnlandi í dag). Ekki tókust áform öfundismanna og andstćđinga Króka-Refs á Grćnlandi um ađ drepa hann. En hann flýđi frá Grćnlandi. Hann steig síđar til metorđa í Danmörku og fékk nafniđ Sigtryggur af Sveini tjúguskeggi Danakonungi. Sagan upplýsir svo ađ Sigtryggur hafi dáiđ úr sótt á Suđurgöngu og sé greftrađur í ríku munkaklaustri út í Frakklandi. Afkomandi Steins Refssonar er í Króka-Refs sögu sagđur hafa veriđ Absalon biskup, sá er stofnađi Kaupmannahöfn. Já, trúi hver sem vill. Íslendingar voru auđvitađ á bak viđ allt, og einhvern daginn finna Fransarar bein Refs í einhverju klaustrinu og allt verđur sannađ međ DNA, gerđ verđur heimildamynd í fjórum ţáttum og  mynd eftir hauskúpunni sem lítur ţannig út:

Króka Refur
Króka-Refur kemur ađ ríku klaustri út í Frakklandi

 

_rvaroddur_fundinn_i_reykjavik
Örvaroddur úr Reykjavík

Hvađ upplýsa fornleifarnar

Gamanmáll til hliđar. Ef viđ lítum svo á fornleifarnar, sem eru áţreifanlegri en Íslendingasögur og ađrar dćgurbókmenntir fyrri tíma , ţá  hefur viđ rannsóknir í Reykjavík međal annars fundist örvaroddurinn hér fyrir ofan, sem er tilvalinn til ađ skjóta međ og drepa stór dýr eins og rostung. Hiđ klofna blađ skar yfir fleir ćđar en ef menn voru ađ stinga dýriđ međ spjótum úr návígi, sem gat veriđ mjög hćttuleg ađferđ. Ég hef bent á, ađ örvaroddurinn sé af gerđ sem ţekkt er međal Bjarma, Kvena og Samójeđa í Asíu, en t.d. ekki í Skandinavíu. Međal veiđimanna sem sumir telja ađ hafi sest ađ í Reykjavík, hafa ţví mjög líklega veriđ hálftröll (Samar/Lappar), fólk sem var stutt til hnésins úr nyrstu héruđum Noregs. Menn verđa einnig ađ átta sig á ţví ađ ţessir frumbyggjar Skandínavíu bjuggu og athöfnuđu sig miklu sunnar en ţeir gera nú, allt suđur í Herjedalen, og áttu í miklu meiri samskiptum viđ Norđmenn en ţeir áttu síđar.

Buen Addja 1920 Saminn Buen Addja áriđ 1920

Vandamáliđ viđ tilgátur manna um veiđar á rostungi viđ Íslandsstrendur og bćkistöđvar ţeirra í og viđ Reykjavík er bara ađ ekki hefur fundist mikiđ af af rostungsbeinum í t.d. Reykjavík eđa til ađ mynda viđ rannsóknir Bjarna Einarssonar suđur í Vogi í Höfnum, ţar sem hann telur sig hafa rannsakađ skála veiđimanna (sjá um ţađ hér). Vogur er ekki fjarri Rosmhvalanesi, sem nú heitir Miđnes og sem hefur gefiđ Miđnesheiđinni nafn sitt. Viđ vitum ţví sama og ekkert um ţessar meintu veiđar á rostungi viđ Ísland, sem sumir halda ađ hafi veriđ stundađar viđ landnám Íslands.

Lok rostungsveiđa á Grćnlandi

Nýlega hefur ţví veriđ haldiđ fram, ađ er frambođ á fílabeini varđ meira í Evrópu á 14 öld hafi efnahagur ţeirra hruniđ og ţeir hafi í kjölfariđ, vegna ţess ađ ţeir gátu ekki ađlagađ sig eins og skyldi, fariđ frá Grćnlandi. Ţessi kenning er reyndar ekki ný og var sett fram af Else Roesdahl fyrrv. prófessor í Miđaldafornleifafrćđi viđ Háskólann í Árósi, en hún gaf út lítiđ hefti áriđ 1995, sem hún kallađi Hvalrostand, elfenben og norboerne i Grřnland, ţar sem hún kemur inn á ţetta. Ég hafđi ţegar er ég var stúdent rćtt ţetta viđ hana og sagt henni frá íslenskum heimildum.

Ein ţeirra segir frá strandi skips Grćnlandsiskups viđ Ísland áriđ 1266, nánar tiltekiđ viđ Hítarnes á Mýrum. Sikip var drekkhlađiđ rostungstönn. Rostungstennur merktar rauđum rúnum, líklegast búmerkjum veiđimanna eđa bćja á Grćnlandi, voru í nokkur hundruđ ár ađ finnast á ströndinni. Viđ vitum ađ ţessi tannaskip frá Grćnlandi sigldu međ varning sinn til Niđaróss og erkibiskup seldi tönnina áfram í Björgvin til flćmskra kaupmanna. Í heimildum var upplýst um verđiđ: Fyrir 802 kg eđa 520 tennur fengust eitt sinn 12 pund og 6 solidi og í öđru tilviki fékkst 6 solidi turonen.argenti, en ţá er líklega átt viđ ţá myntir sem kallađar voru gros tounois, fyrir 668 kg, eđa um 373 tennur. Sextíu árum síđar var hins vegar orđiđ nóg frambođ á fílstönn, og ţá hefur markađurinn fyrir grćnlenska rostungstönnina vćntanlega hruniđ. Skömmu síđar yfirgáfu menn Vestribyggđ, en í Eystribyggđ tórđu ţeir fram á 15. öld.

Rostungar og Íslendingar áriđ 1521 

Ţađ var ţví ekki ađeins í Finnmörku, viđ Rosmhvalsnes eđa í Norđursetu ađ menn gátu fundiđ fyrir ţetta merka dýr. Meistari Albrecht Dürer teiknađi rostungshausinn efst í Niđurlandaför sinni áriđ 1521. Hann gerđi sér sérstaka ferđ til Zeelands, ţví ţar var dautt dýr sem fangađ hafđi veriđ í Hollandshafi (Norđursjó). Ţetta sama ár teiknađi hann einnig furđulegar en ríkar kerlingar frá Íslandi, sjá hér, sem gátu ţakkađ auđ sínum verslun međ fisk. En ţađ var verslun sem Grćnlendingar gátu aldrei almennilega tekiđ ţátt í ţví ţeir misstu skip sín og gerđust fátćkir mjög eftir hruniđ á tannamarkađinum á 14. öld.  

Dürer reit á mynd sína: "Das dosig thyr von dem Ich do das haubt contrefett hab, ist gefange worden in die niderländischen See und mas XII ellen lang brabendisch mit für füssen." Álnamáliđ var ţá ekki ţađ sama og á Englandi á tímum Alfređs mikla.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Grein ţín um kvenfatatískuna um 1500 er merkileg. M.a. vaknar sú spurning hvers vegna lođskinn hafa svo lítiđ veriđ notuđ hér, ţótt landiđ hafi alltaf veriđ morandi í ref. Ţađ er rétt ađ tískan er hverful, bćđi í klćđaburđi og hugsunarhćtti, en kventíska er ţó oft sérstćđ stađbundin og íhaldssöm, miklu fremur en karlklćđnađur. Ţjóđbúningar kvenna hafa veriđ langlífir víđa í afkimum Evrópu, einnig hér ólíkt búningi karlmanna.

Vilhjálmur Eyţórsson, 9.2.2013 kl. 21:36

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég held ađ lođskinn hafi veriđ notuđ á Íslandi, eins og annars stađar ţar sem kalt er. Refabelgir eru, ađ ţví mig minnir, nefndir í fornsögum okkar og síđari heimildum og ţeir voru einnig fluttir frá Grćnlandi til Íslands og í miklum mćli til Noregs, ţađan sem skinnin (hvít) voru seld til Niđurlanda og Ţýskalands. Betra skinn fékkst lengi vel á ţann markađ frá Eystrasaltslöndunum nyrđri. Íslendingar seldu ţó einnig eigin skinn til Hollendinga. Ţeim var sjálfum örugglega nógu heitt í vađmálinu og öđrum ullarflíkum.

Taktu eftir lođkantinum á hempu/kápu hefđarfrúarinnar frá Íslandi.

Ţjóđbúningar eru fyrir bćri sem í raun verđa ekki til fyrr en í lok 18. aldar. Áđur töldu menn sig ţó geta bent á ákveđna siđi í klćđaburđi ákveđinna ţjóđa, en reglur um ţjóđbúning var fyrst fariđ ađ velta fyrir sér í upplýsingunni og svo komst hinn nasjónalístíski ţjóđbúningur á skriđ rómantismanum.

Alveg sama hvađ bjátađi á á Íslandi á 18. og 19. öld, hvađa harđindi og óáran gekk yfir ţjóđina, ţá voru menn eins og Sigurđur málari og ég held Eggert Ólafsson ađ velta fyrir sér gerđ ţjóđbúninga fyrir konur. Ţađ hvíldi greinilega Karl Lagerfeld í mörgum karlpeningnum á Íslandi. Jón Steffensens lćknir og beinasérfrćđingur sagđi oft skrifađi ađ hauskúpan á mörgum Íslenskum karlinum vćri eins og á "kellingu". Ţađ skýrir kannski sumt ađ ţessu...

Búningar karla gleymdust vissulega, ţví dýrasta djásniđ og "eigan" er nú í mörgum menningarheimum (ekki bara Íslam), konan, ţetta vinnudýr og ţessi yndislega undaneldismaskína, sem ţar ađ auki getur veriđ fjandi góđ til ađ skipuleggja og stýra, ef hún er ţá ekki öllum tímum ađ berjast viđ önnur kvendýr. Karlar á fyrri tímum voru ţó ekki ósmeykir viđ ađ ganga í lođklćđum, međ lođhetti og annan skinn og feldklćđnađ sem gerđi ţá stćrri og veglegri svo ţeir gegnu í augun á kvendýrinu.

Mig hefur alltaf langađ í lođfrakka mikinn, en mađur yrđi líklega stimplađur sem hommi eđa kapítalisti kćmi mađur í einum slíkum. Í Verkamanninum áriđ 1950 var kapítalista lýst á ţennan hátt: "spurđi feitur mađur, sem klćddur var í lođfeldúr bjórskinnum"í gamansögu eftir Valentin Katajeff. Nasistar teiknuđu oft gyđinga í skopmyndum sem feita menn í lođfrökkum sem voru ađ lokka til sín börn međ gotti úr poka.

FORNLEIFUR, 10.2.2013 kl. 07:22

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég er ekki svo viss um ađ kventískan hafi veriđ meira stađbundinn og íhaldssöm en karlatískan. Á Íslandi urđu til stađlar fyrir klćđnađ kvenna, međan ađ karlar tóku frekar til sín strauma frá Evrópu. Annars minnir mig ađ Ćsa Sigurjónsdóttir hafi velt ţessum hlutum fyrir sér. Ég man bara ekki hvar.

FORNLEIFUR, 10.2.2013 kl. 07:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband