Fćrsluflokkur: Aldursgreiningar

Hringavitleysingasaga: Um léleg vinnubrögđ og frćđilegt misferli í fornleifafrćđinni á Íslandi

II

Hér skal greint frá ţeim mönnum sem halda, og trúa ţví meira ađ segja, ađ hringlaga kirkjugarđar kringum fornar kirkjur sé arfleifđ frá Bretlandseyjum. Ţeir ganga sumir frekar langt til ađ telja öđrum trú um ţađ. Einnig skal vikiđ ađ ţeim, sem án nokkurra haldbćrra raka halda ţví fram ađ torf- og steinkirkjur Íslendinga séu hefđ frá Bretlandseyjum, međan ađ timburkirkjur, ţ.e. stafkirkjur, sem einnig voru ţekktar á Íslandi, séu hefđ ćttuđ úr Skandínavíu.  

Í sumar hafđi samband viđ mig lćrđur mađur sem var ađ skrifa bók á ensku um uppruna íslenskrar kirkju. Leitađi hann eftir leyfi mínu til ađ birta grunnmynd af kirkjurústinni á Stöng í Ţjórsárdal, og tilgátuteikningu sem ég hef teiknađ og birt til ađ sýna hugsýn mína af ţví, hvernig ég ćtla ađ kirkjan hafi litiđ út. Hann hafđi séđ teikningarnar í grein eftir mig í norsku riti (sjá hér).

 
Kirkja á StöngStangarkirkja Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson b 
Tvćr hugmyndir ađ útliti einkakirkjunnar á Stöng í Ţjórsárdal.
Myndin efst sýnir grunnmynd kirkjurústarinnar á Stöng. Teikningar Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.  
 

Ţar sem rithöfundurinn upplýsti mig um titilinn á fyrirhugađri bók sinni á ensku, The Westward Movement of Insular Culture and Christianity in the Middle Ages, gat ţađ bent til ţess ađ hann teldi hugsanlegt ađ íslenskar torfkirkjubyggingar vćri hefđ, sem ćttuđ vćri frá Bretlandseyjum, og ađ Kristnin hefđi komiđ ţađan ađ mestu. Staldrađi ég ađeins viđ og spurđist fyrir um efniđ í bókinni og notkun umbeđinna mynda. Mikiđ rétt, eins og mér datt í hug var skođun mannsins sú, ađ kirkjubyggingar á Íslandi úr torfi og steini vćri hefđ er borist hefđi frá Bretlandseyjum. Ekki var ţetta tilgáta mannsins sjálfs, og gat hann vitnađ í  fornleifafrćđinga máli sínu til stuđnings.

3
Kirkja ofan á smiđju Stöng 3
Teikning og ljósmynd sem sýnir uppgraftarstöđu og byggingaskeiđ, er helmingur kirkjunnar á Stöng (A) hafđu veriđ fjarlćgđur til ađ rannsaka rústina fyrir neđan sem er smiđja (B). Gulu útlínurnar sýna grunnmynd kirkjunnar. Grafirnar umhverfis kirkjuna (einnig merkt A) hafa veriđ grafnar í gegnum gólf sem tilheyrir enn eldra byggingaskeiđi (C), skála sem hefur veriđ í notkun um 900 e.Kr. Teikning og ljósmynd. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
 

Steinunnar ţáttur Kristjánsdóttur 

Ţessi kenning, um ađ uppruna íslenskra torfkirkna sé ađ finna á Bretlandseyjum, er ađ mínu mati afar einkennileg meinloka og ţunnur misskilningur sem slćđst hefur inn međal nokkurra fornleifafrćđinga á síđari árum, sérstaklega međal ţeirra sem menntađir eru viđ háskóla, ţar sem kennsla í fornleifafrćđi er meira hengd upp á ţeóríu frekar en stađreyndir, heimildir og greiningu fornleifanna sem mađur finnur. Ţeir sem sett hafa ţessar skođanir fram eru ekki menntađir í miđaldafornleifafrćđi né í kirkjufornleifafrćđi, og ţađ sést vel í öllum skrifum ţeirra. Fylgismenn ţessarar kenningar eiga ţađ einnig sameiginlegt, ađ álíta og trúa, ađ Kristnitaka og iđkun Kristindóms á Íslandi hafi hafist fyrr en ritađar heimildir greina frá og fornleifar stađfesta.

Rithöfundurinn sem vildi fá leyfi til ađ birta myndir af rúst litlu torfkirkjunni á Stöng, sem ég og ađstođarfólk mitt rannsökuđum ađ hluta til í lok síđustu aldar, hafđi lesiđ ţann "sannleika", ađ torfkirkjur á Íslandi vćri hefđ ćttuđ frá Bretlandseyjum, međan ađ stafkirkjur, sem einnig voru reistar á Íslandi, vćru hefđ frá Skandinavíu. Ţetta hafđi hann lesiđ í doktorsritgerđ Steinunnar Kristjánsdóttur frá Gautaborgaháskóla sem hún varđi áriđ 2004 og sem ber titilinn: The Awakening of Christianity in Iceland. Discovery of timber Church and Graveyard at Ţórarinsstađir in Seyđisfjörđur.

Steinunn er, eins og kunnugt er, mjög virk í tilgátusmíđ, en oft standast ekki blessađar tilgáturnar og hiđ frjóa ímyndunarafl hennar, sem hleypur iđulega međ hana í gönur. Ţví miđur verđa nokkrar ţeirra ţó ađ meiru en tilgátum í hennar međförum og annarra. Fólk heyrir og les ćvintýralega fréttir í fjölmiđlum, og svo er orđiđ altalađ ađ fílamađur, eskimóakonur og annađ gott fólk hafi eytt ćvikvöldinu í austjarđarvelferđarţjóđfélaginu á Skriđuklaustri. Menn byrja ađ alhćfa, og loks verđur hugdettan ađ kreddu (dogmu). Ţannig fornleifafrćđi er afar hvimleiđ. En ţessi merkistíđindi ađ austan hafa öll reynst vera tóm tjara ţegar upp var stađiđ. Síđast fór Steinunn međ ólögulegan móbergshnullung frá Seyđisfirđiđ á sýningu í Paderborn í Ţýskalandi og kallar hann kross frá Bremen eđa Hamborg. Ţađ eru engin haldbćr rök fyrir ţví ađ ţetta sé yfirleitt kross og hvađ ţá ađ hann sé eđa sýni einhver tengsl viđ Bremen eđa Hamborg (sjá hér)

Stone-cross616642
Kross Steinunnar Kristjánsdóttur er sagđur vera úr móbergi, en er greinilega úr setlögum. Ljósm. Ţjóđminjasafn Íslands.

Nú er ţađ einu sinni svo, ađ engar torfkirkjur hafa fundist á Bretlandseyjum. Litlar kirkjur og kapellur hafa reyndar fundist viđ bći norrćnna manna á Hjaltlandi og á Orkneyjum, sem byggđar voru ađ hluta til af ţurrum steinvegg, ólímdum, sem var gömul byggingarhefđ á Bretlandseyjum. Engar slíkar kirkjur hafa veriđ reistar á Íslandi svo vitađ sé. 

Christians ţáttur Kellers

Norskur fornleifafrćđingur, Christian Keller, hefur einnig, án mikillar rökhugsunar eđa rökstuđnings, komist ađ ţeirri niđurstöđu, sem hann komst ađ í doktorsritgerđ áriđ 1989, ađ elstu kirkjubyggingarnar á Íslandi og á Grćnlandi byggđu á hefđ frá Bretlandseyjum. Hann notar afar furđuleg hringsnúningarök er hann segir lesendum sínum frá ţví ađ 50 órannsakađar rústir torfkirkna í Noregi gćtu vel sýnt sams konar áhrif í Noregi, ţ.e. hefđ frá Bretlandseyjum. Engin ţessara 50 rústa hafa veriđ rannsakađar. Hvernig getur lćrđur mađur sett fram slíka bábilju í doktorsritgerđ?

En hvers vegna skyldu kirkjur úr torfi og steini í Noregi, ţar sem önnur hús voru reist úr ţví efni, ađ vera undir áhrifum frá hefđum frá Bretlandseyjum, ţegar Norđmenn og ađrir norrćnir menn höfđu byggt slík hús í aldarađir, og sér í lagi ţegar engin kirkjurúst rannsökuđ á Bretlandseyjum hefur veriđ reist međ veggjum úr torfi og ótilhöggnum steinum? Ţađ er mér algjörlega óskiljanlegt.

Christian Keller, sem og Steinunn Kristjánsdóttir, sem hugsanlega hefur komist ađ óundirbyggđri skođun sinni á byggingarhefđ á Íslandi međ ţví ađ lesa tilgátur Kellers, vađa í villu ţegar ţau telja ađ ţađ séu ađeins hefđir sem valda byggingarlagi.

Stór ţáttur í ţví hvernig ákveđin bygging lítur úr, er einnig notkun ţess byggingarefnis sem fyrir hendi er. Menn byggđu oftast úr ţví efniđ sem ţeir höfđu innan handa í nágrenninu. Ţó menn vćru ćttađir úr trjáríkum héruđum Noregs, neyddust ţeir eftir 2. alda ofbeit, uppblástur og vegna trjáleysis til stórra bygginga ađ reisa flest hús sín á Íslandi úr öđru efni en einvörđungu timbri.  Í Noregi, ţar sem nćgt timbur var ađ fá, reistu menn einnig hús úr torfi og steini, ţví ţau einangruđu betur en hús úr timbri. Nokkrar kirkjur og önnur hús á Íslandi voru reist úr rekaviđi, en ţegar mikiđ var lagt í var timbur í helg hús flutt um langa vegu frá Noregi til Íslands. Minni höfđingjar, eđa ţeir sem ekki höfđu beinan ađgang ađ reka, létu sér hins vegar nćgja torfkirkjur. Ekki ber ađ gleyma ađ innan í skelinni af torfi og steinum var lítil og nett stafkirkja.

Sagan af Steffen Stummann Hansen

Út fyrir allan ţjófabálk er međferđ danska forleifafrćđingsins Steffens Stummanns Hansens á torfkirkjum í löndum Norđuratlandshafs. Stummann Hansen, sem býr í Fćreyjum, hefur einnig fengiđ ţá flugu í höfuđiđ,  ásamt írska fornleifafrćđingnum John Sheehan frá Cork University á Írlandi, ađ kirkjur í Fćreyjum vćru byggđar eftir hefđum frá Bretlandseyjum. Til ađ undirbyggja ţá skođun sína skrifar hann m.a., ađ órannsökuđ rúst í Leirvík á Eysturoy sé byggđ á ţannig hefđum. Í grein eftir Stummann Hansen og John Sheehan í Archaeologia Islandica, sem ţeir kalla 'The Leirvik 'Břnhustoftin' and the Early Christianity of the Faroe Islands, and beyond' er vitnađ rangt og falslega í grein eftir mig.

Stummann Hansen og Sheehan gera kirkjuna á Stöng í Ţjórsárdal ađ kirkju sem byggir á hefđ frá Bretlandseyjum međ ţví ađ vitna rangt í málsgrein í grein minni. Stummann Hansen, sem ber ábyrgđ á ţessu, segir mig skrifa um kirkjuna á Stöng: "much indicates that the churchyard had a circular form or a circular enclosure ..." (Sjá s. 36 í greininni).

En ég skrifa ekki ađeins ţađ. Ţađ sem er sýnt međ rauđu letri hér fyrir neđan, vinsar Stummann Hansen út og vitnar rangt í, en ţađ sem er međ bláu vitnar hann alls ekki í. Ţetta er ekkert annađ en heimildafölsun og frćđilegur subbuskapur sem John Sheehan, međhöfundur Stummanns Hansens, ber vitanlega enga ábyrgđ á, ţví hann les ekki dönsku:

"Kirkegĺrden pĺ Stöng er kun delvist udgravet. Vi kender endnu ikke dens střrrelse eller form, og der er indtil videre fundet 11 grave. Plateauet, hvorpĺ kirken har stĺet, har fysiske afgrćnsninger og kirkegĺrden har derfor ikke haft en střrre diameter end ca. 20 m. Meget kunne tyde pĺ, at den har haft en cirkulćr form eller en cirkulćr indhegning, lige som sĺ mange kirkegĺrde i f.eks. Grřnland, elle som ved nabokriken pĺ Skeljastađir i Ţjórsárdalur."

Ţarna fjarlćgir Stummann Hansen vísvitandi úr skýringu minni til ađ láta lesendur sína trúa ţví ađ ég telji ađ hringlaga kirkjugarđur byggđur á hefđ sé umhverfis kirkjugarđinn á Stöng. Ţar ađ auki greinir Stummann Hansen ekki frá gagnrýni minni í sömu grein frá 1996, á ţá fornleifafrćđinga sem telja stafkirkjuhefđ norrćna og torfkirkjur ćttađar frá Bretlandseyjum. Ég fćri einnig rök fyrir ţví í sömu grein, ađ hringlaga kirkjugarđar séu ekki endilega hefđ, heldur oftar lausn vegna landslags kringum kirkjugarđana eđa ţess byggingarefnis sem til taks er, sem og ađ lagiđ sé ekki keltneskt eđa írskt, og hvađ ţá heldur fyrirbćri sem ađeins finnst á Bretlandseyjum og á eyjum í Norđur-Atlantshafi. En ţví gleymir Stummann Hansen ađ segja lesendum sínum frá. Ţessi vinnubrögđ eru óheyrđ. 

Hringlaga garđur er líklega kringum meinta kirkjurúst í Leirvík í Fćreyjum, ef trúa má Stummann Hansen. En hans túlkun á hring er greinilega ekki sú sama og mín. Ég á afar erfitt viđ ađ sjá, hvernig Stummann  Hansen sér hringlaga gerđi í Leirvík. Enginn veit heldur, hvort bćnhúsrústin í Leirvík er rúst kirkju eđa bćnhúss. Er er gerđiđ kringum "bćnhúsiđ" í Leirvík yfirleitt hringlaga? Kannski er ég međ sjónskekkju, ţví mér sýnist garđurinn í Leirvík alls ekki vera hringur

 Leirvík

Bćnhústóft međ hringlanga kirkjugarđsgerđi. Mér sýnist nú frekast ađ gerđiđ hafi veriđ lagađ eftir lćkjunum sem renna vestan og austan viđ tóftina sem enginn veit hvort er Bćnhústóft eđa eitthvađ allt annađ. Lengi, líklega ađeins síđan á 19. öld, var talađ um hring mikinn í túninu fyrir ofan Forna-Reyni í Mýrdal sem kirkjugarđ. Hringurinn var fullkomlega hringlaga, međ sama radíus allan hringinn, og veglegur. Fornleifarannsókn hefur hins vegar sýnt, ađ ţetta er ekki kirkjugarđur heldur náttúrulegt fyrirbćri. Engar grafir voru innan "garđsins" og engin kirkja. Myndin ađ hér fyrir ofan er úr grein Stummanns Hansens og Johns Sheehans. Myndin hér fyrir neđan er af "kirkjugarđinum" ađ Forna-Reyni í Reynishverfi. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
 
Forni Reyni 1982 2 b
 
Knud Krogh 2
Ţjóđhildarkirkja í Eiríksfirđi (Tunulliarfik) á Grćnlandi hefur lengi veriđ talin hafa haft hringlaga kirkjugarđ. Svo er ţó ekki. Lega grafanna réđst af landslaginu, miklum halla í landslaginu sunnan og austan viđ kirkjuna, sem ég sýni međ grćnum lit á teikningu fornleifafrćđingsins sem rannsakađi kirkjuna. Leifar hugsanlegs torfveggs vestan viđ kirkjuna (sem ég lita međ gulum lit) sýnir ekki međ vissu ađ kirkjugarđsgerđi hafi veriđ hringlaga. Hins vegar er endurgerđ Ţjóđhildarkirkju ţeirrar  sem byggingarmeistarinn ađ Ţorláksbúđ, Árni Johnsen hefur einnig komiđ ađ (mynd fyrir neđan), búin ađ koma ţví inn hjá almenningi ađ í fornu hafi veriđ veggur úr torfi og steini umhverfis torfkirkju Ţjóđhildar. Ţađ er álíka mikiđ út í hött og Ţorláksbúđ hin nýja í Skálholti. Teikning Knud Krogh.
 
 Ţjóđhildarkirkja

 

Vinnubrögđ Stummann Hansens í grein hans í Archaeologia Islandica eru vítaverđ og ég verđ ađ lýsa fordćmingu minni á ţessari heimildafölsun og tilvitnunarfúski danska fornleifafrćđingsins í Fćreyjum. Menn vitna einfaldlega ekki rangt í kollega sína til ađ undirbyggja draumóratilgátur. Ţađ er til ágćt skilgreining á slíku á dönsku: Videnskabelig uredelighed (Frćđilegt misferli).

Ég býst náttúrulega viđ ţví ađ ţeir sem gefa út ritröđina Archaeologia Islandica taki afstöđu til slíkra vinnubragđa og birti afsökunarbeiđni í nćsta hefti. 

Fornleifastofnun Íslands gaf vitleysuna út

Hverjir gáfu svo út grein Stummann Hansens og Sheeans í tímaritinu Archaeologia Islandica? Ţađ gerđi  sjálfseignarstofnunin sem ţađ sem fornleifafrćđingar í bisness tóku sér hiđ ríkislega nafn Fornleifastofnun Íslands. Í stjórn fyrirtćkisins, sem gefur út Archaeologia Islandica, situr međal annars dr. Orri Vésteinsson sagnfrćđingur, sem gegnir stöđu prófessors í fornleifafrćđi viđ Háskóla Íslands. Orri hefur sjálfur veriđ tekinn í svipuđum óvönduđum vinnubrögđum og Steffen Stummann Hansen, (dćmi hér og hér).

Ég verđ ađ lýsa áhyggjum mínum af ritstjórnargetu ţeirra sem sjá um frćđiritiđ Archaeologia Islandica, ţegar ţeim yfirsést ađ Steffen Stummann níđist á ţví sem ég hef ritađ. Ţađ er reyndar ekki nýtt vandamál. Orri Vésteinsson fór eitt sem međ Steffen Stummann Hansen ađ grafa í Ţjórsárdal. Ţeir grófu í rúst í Skallakoti, sem fyrst var rannsökuđ áriđ 1939. Viti menn, eins og ég hafđi ţegar haldiđ fram frá 1983, og síđar sannađ mörgum til ama, ţá fór byggđ ekki í eyđi í Ţjórsárdal fyrr en eftir 1104. Í torfi skálarústarinnar í Skallakoti var ađ finna gjósku úr Heklugosi frá árinu 1104 (H 1 gjóskuna svokölluđu). Ekki var í rannsóknarskýrslu Stummanns  Hanasen og Orra Vésteinssonar vitnađ í svo mikiđ sem í eina grein eđa stafkrók eftir mig, ţó ég hefđi sýnt fram á ađ aldursgreining endalok byggđar í Ţjórsárdal til 1104, setta fram af  Sigurđar Ţórarinssonar jarđfrćđingi, byggđi á misskilningi, misskilningi sem einnig leiđréttist međ endurrannsókninni á Skallakoti, sem og nýjum aldursgreiningum sem nýlega hafa veriđ gerđar á leifum frá Skeljastöđum í Ţjórsárdal.

Svona útilokunarvinnubrögđ minna á ađferđir sumra fornleifafrćđinga í Sovétríkjunum sálugu, sem útrýmdu kollegum sínum úr umrćđunni, eftir ađ ţeir höfđu komiđ ţeim sem átti ađ gleyma í Gúlagiđ (sjá hér). Slík vinnubrögđ eru greinilega ekki framandi í HÍ. Ţađ er dapurlegt.

Meira böl og fleiri klámhögg 

í grein sem Steinunn Kristjánsdóttir birti í ráđstefnuriti fyrir 16. Víkingaráđstefnuna, sem haldin var í Reykjavík áriđ 2009, er heil röđ af röngum tilvitnunum: Grein Steinunnar, ţar sem hún kemur inn á  "klassíkerinn", kirkjurústina á Stöng, kom út áriđ 2011 og bar titilinn: The Vikings as a Diaspora - Cultural and Religious Identities in Early Medival Iceland: Texti Steinunnar um Stöng fylgir hér, og ţađ sem er međ rauđu letri er einfaldlega rangt vitnađ í texta eftir mig:

Of course, it is useful to use the church found at the farm Stöng in Ţjórsárdalur as a representative example of the turf churches. The church was discovered during an excavation that was performed there in periods in 1986 and 1992-1993. This particular building was first excavated in 1939 and interpreted as a smithy (Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1996, p. 119-139). The church at Stöng was built of turf and stones, and its interior measured 2.5 meters wide and 5 metres long. A choir was added to the east side of the church, which had an east west orientation (Fig. 2) Several graves were exhumed. A fragmented stone cross of Irish origin was also found during hte excavation of the church. The excavator suggest that the farm at Stöng was established in the 10th century; radiocarbon results date the church to the early 11th century (Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1996, p. 129f).

Leiđrétti ég hér međ:
 

  • Kirkjurústina,sem Kristján Eldjárn og ađrir sveinar danska arkitektsins Aage Roussell komu niđur á međ hrođvirknislegum rannsóknarskurđum áriđ 1939 var ţá ekki túlkuđ sem smiđja. Ţetta ćttu allir ađ vita sem lesiđ hafa Forntida Gĺrdar i Island (Kaupmannahöfn 1943), ţar sem niđurstöđurnar rannsóknanna í Ţjórsárdal 1939 voru gefnar út áriđ 1943. Smiđja fannst hins vegar á Stöng áriđ 1939 um 20 metra austan viđ kirkjuna. Beint undir kirkjurústinni á Stöng er aftur á móti eldri smiđja (sem fannst 1993), forveri smiđjunnar sem rannsökuđ var 1939.
  • Kór var ekki bćtt viđ austurhluta kirkjunnar. Hann var ţar frá upphafi er kirkjan var byggđ. Ţarf ađ nefna ađ kirkjan hafi legiđ í austvestur? Engar grafir voru grafnar upp. Ţćr voru rannsakađar og í ljós koma ađ beinaflutningur í líkingu viđ ţađ sem Kristinna laga ţáttur í Grágas nefnir hefur átt sér stađ - bein höfđu veriđ grafin upp á 12. öld og greftruđ viđ ađra kirkju.
  • Skilgreiningin "exhumation of graves", ţađ er fjarlćgin líka, er mjög einkennileg, ţegar tillit er tekiđ til ţess ađ Steinunn Kristjánsdóttir hlýtur ađ vita, ef hún hefur lesiđ greinina sem hún vitnar í, ađ grafirnar á Stöng voru tómar. Bein höfđu í flestum tilvikum veriđ fjarlćgđ (sjá t.d. hér).
  • Brot af steinkrossi af írskum uppruna hefur aldrei fundist á Stöng og stendur ekkert um ţađ í ţeirri grein sem sem Steinunn Kristjánsdóttir vitnar í.(Sjá enn fremur hérna).
  • Ég hef hvergi ritađ eđa haldiđ ţví fram, ađ geislakolsaldursgreiningar á kirkjunni sýni aldur til byrjunar 11. aldar. Út frá upplýsingum frá afstöđu jarđlaga og mannvistarlaga, aldri gripa sem fundust í smiđjunni undir kirkjunni sem og út frá vitnisburđi gjóskulaga, er ljóst ađ kirkjan hafi ekki veriđ reist fyrr en ca áriđ 1000 e. Kr.
Steinunn-distortion
 
Aldrei var torfgafl til vesturs á kirkjunni á Stöng. Hér hefur Steinunn blandađ saman kirkjurústinni og smiđjurústinni sem liggur undir. Myndin úr Viking Settlements & Viking Society; Papers from the Proceedings of the Sixteenth Viking Congress í Reykjvík 2009 (2011). Mér ţykir Steinunn hafa skrumskćlt niđurstöđur rannsóknanna á Stöng međ ţessari "skrípateikningu" sinni.
 

Hvernig ţađ er hćgt fyrir kennara í fornleifafrćđi viđ HÍ ađ níđast svo á texta og rannsóknarniđurstöđum annarra, er mér algjörlega fyrirmunađ ađ skilja. Til hvers ţarf Steinunn Kristjánsdóttir ađ birta viđvaningslega skematíska teikningu af rústinni á Stöng, ţegar til eru nákvćmar uppmćling á kirkjunni? Verst er ţó, ađ ţeir sem ritstýrt hafa ráđstefnuriti 16. Víkingaráđstefnunnar í Reykjavík, á vegum Hins íslenzka Fornleifafélags og Háskóla Íslands, hafa ekki haft til ţess nokkra burđi.

Réttast vćri ađ kćra ţessi viđvaningslegu vinnubrögđ til siđanefnda í Háskóla Íslands og ráđuneyta sem bera ábyrgđ á ţeim stöđum og stofnunum sem Steinunn vinnur viđ. En ósk mín er ađ fólk lćri ţegar ţeim er bent á rugliđ í sér og vinni ekki á eins hrođvirknislegan hátt í framtíđinni. Mikiđ af efni Fornleifs eru misjafnlega mjúk gagnrýni á léleg vinnubrögđ og fljótfćrnisvillur í íslenskir fornleifafrćđi. En líklegast lesa ţeir sem baunađ er á ekki gagnrýnina. Ţeir eru kannski yfir hana hafnir.

Ef menn geta ekki lesiđ sér texta til gangs, er háskólaumhverfi kannski ekki rétti stađurinn ađ eyđa kröftum sínum og starfsćvi. Afsökunarbeiđni mega ţeir sem skömmina bera setja hér í athugasemdirnar, ef menn hafa einhverja ćru í skrokknum.

*

Ég gaf auđvitađ manninum lćrđa, sem lesiđ hafđi og trúađ skrifum Steinunnar, leyfi til ađ nota myndir sem ég hef birt úr rannsóknum á Stöng. Rannsóknirnar á Stöng voru styrktar af almannafé, og ţó ég hafi unniđ mest međ efniđ á mínum eigin tíma, ţá tel ég allar rannsóknarniđurstöđur vera almannaeign ţegar ţćr hafa veriđ birtar, en menn skulu nota ţćr međ virđingu og án ţess ađ skrumskćla ţađ sem niđurstöđurnar sýna í raun eđa ţađ sem vísindamađurinn hefur skrifađ. Ađ vitna rangt í heimild er misnotkun. Međferđ Steffen Stummanns Hansens á texta mínum er skammarleg heimildafölsun og međferđ Steinunnar ćtti ekki ađ sćma akademískum borgara í HÍ. En ţegar menn eru komnir út í vafasama kenningasmíđ sem mest líkist trúarbrögđum eru rökin, vísindin og frćđimennskan eftir ţví. 


Fćr Páll engin svör?

Páll Theodórsson

Útvarpsţátturinn Spegilinn hefur fengiđ til sín í heimsókn Pál Theódórsson eđlisfrćđing og Orra Vésteinsson prófessor til ađ rćđa hiđ endalausa umrćđuefni landnámiđ

Enn og aftur heldur Páll ţví fram, ađ tilgátum sínum um landnám löngu fyrir ca. 870 sé ekki svarađ. Ţessu er til dćmis haldiđ fram í kynningu á viđtölunum í Speglinum viđ Pál og Orra:

"En Páll fćr ekki svar. Ađ minnsta kosti fćr hann ekki skrifleg, rökstudd svör."

" Fornleifafrćđingar hafa fáu svarađ Páli ţegar hann hefur bent á viđarkolamćlingar sínar..."

Vera má ađ sumum kollega minna ţyki ástćđa til ađ hundsa Páls. En Páll hefur ekki rétt fyrir sér, eđa ađ rangt er eftir Páli haft, er ţví er haldiđ fram ađ Páll hafi engin svör fengiđ. Ég er fornleifafrćđingur međ doktorspróf í fornleifafrćđi en ekki í sagnfrćđi eins og Orri Vésteinsson, og hef hef svarađ Páli opinberlega á ţessu bloggi sem og í ţessari greinargerđ, t.d. um hvađ mér finnst um ađ hann sé vinsa út úr útgáfum manna niđurstöđur sem honum ţykja henta viđ tilgátu sína um "landnám fyrir landnámiđ", en láta annarra niđurstađa úr sömu aldursgreiningaröđum ekki getiđ. Selektív vinnubrögđ sem slík eru ávallt vítaverđ og ég hélt satt ađ segja ađ slíkt vćri ekki stundađ í raungreinum.

Innlegg 2
 
Hér getur Páll og ađrir lesiđ innlegg mitt í umrćđuna um landnámiđ fyrir landnám.

 

Páll hefur, svo dćmi séu tekin, notađ óeđlilega háar niđurstöđur sem komu úr geislakolsaldurgreiningum á beinum í Ţjórsárdal til stuđnings tilgátu sinni um búsetu löngu fyrir landnámiđ sem flestir telja ađ hafi byrjađ ađ mestu um eđa eftir 870 e. Kr. Hinar háu niđurstöđurnar komu frá AMS-kolefnisrannsóknarrannsóknarstofu í Uppsölum. Sýni úr sömu dýra- og mannabeinunum, sem voru greind í Uppsölum, og gáfu aldursgreiningar löngu fyrir landnám á síđara hluta 9. aldar, voru einnig send til kolefnisaldursgreiningarstofunnar á Ţjóđminjasafni Dana.

Ég sendi ţannig tveimur aldursgreiningarstofum sýni úr sömu einstaklingunum án ţess ađ ég léti stofurnar vita um ţessa tvígreiningu. Greiningarnar á sýnunum í Kaupmannahöfn, sem ég hef fyrir löngu birt međ greiningunum frá Uppsölum, sýndu á stundum allt annan aldur en sumar greiningar AMS-stofunnar í Uppsölum gerđu. Greiningarnar í Kaupmannahöfn voru í flestum tilvikum í samrćmi og samhengi viđ afstöđu mannvistarlaga og aldur annarra leifa í Ţjórsárdal, ţar sem engar búsetuleifar hafa fundist undir Landnámslagi. Sumar AMS-greiningarnar í Uppsölum voru hins vegar gersamlega út í hött, en ţćr virđast henta tilgátum Páls. Ađrar greiningar frá Uppsölum voru í samrćmi viđ greiningar sem gerđar voru í Kaupmannahöfn. Hins vegar voru bein, sem greind voru í Kaupmannahöfn til 11. aldar, greind til 7. aldar í Uppsölum.

Hver er konan
Glađleg kona leggst međ beinum sem rannsökuđ voru á Skeljastöđum í Ţjórsárdal síđla sumars 1939. Beinin viđ hliđina á henni eru ekki frá ţví fyrir 870. Eins og grafiđ var á Skeljastöđum myndi ekki koma á óvart ađ beinum úr sumum grafanna hefđi veriđ blandađ saman. Meira um ţađ síđar.

 

Ađrir fornleifafrćđingar og sérfrćđingar en ég (sjá bls. 7) hafa einnig fengiđ ađ senda sýni af mannabeinum úr Skeljastađakirkjugarđi til AMS-greininga og niđurstöđur ţeirra sýna án nokkurs vafa, ađ eitthvađ gćti hugsanlega hafa veriđ ađ í greiningunum á AMS-stofunni í Uppsölum, ţegar ég fékk gerđar aldursgreiningar ţar sem sýndu niđurstöđu sem ekki stemmdu viđ niđurstöđur greiningar á sömu einstaklingunum sem fóru fram í Kaupmannahöfn. Viti menn, ţeir sem nýlega fengu greind mannabeinin úr Skeljastađakirkjugarđi máttu sannreyna ţađ ađ ég hafđi rétt fyrir mér um endalok búsetu í Ţjórsárdal, og ađ Prófessor Sigurđur Ţórarinsson óđ í villu er hann hélt ţví fram ađ henni hefđi lokiđ áriđ 1104. Í fjölda ára lá ég undir svínslegum dylgjum sumra kollega minna og íslenskra jarđfrćđinga fyrir ađ leyfa mér ađ halda öđru fram en jarđfrćđiguđinn Sigurđur Ţórarinsson.

Hvađa halda menn ađ sé ađ? Páll segir ađ ekkert sé ađ og tekur háar niđurstöđur í Uppsölum fram yfir hefđbundnu geislakolsgreininguna frá Kaupmannahöfn, ţó svo ađ Páll hafi manna mest sjálfur haldiđ ţví fram ađ hefđbundnar kolefnisaldursgreiningar međ langan talningartíma séu miklu nákvćmari og áreiđanlegri lausn á aldursgreiningarvandmáli eins og tímasetning elstu búsetu á Íslandi en AMS-greiningar eru.

Hugvísindamenn ţora varla ađ segja ađ ađferđafrćđi og tćki raunvísindamanna séu ţess leg ađ bila, eđa ađ ţađ séu menn á bak viđ tćkin og hreinsun sýna, sem geti feilađ. Eins og kunnugt er er mannlegt ađ gera mistök. Ţađ er góđ regla fyrir fornleifafrćđinga ađ gera sér grein fyrir ţví ađ mćlitćki og menn sem vinna viđ ţau séu ekki ađgangurinn ađ hinum heilaga sanneika. 

Jú, Páli hefur svo sem veriđ svarađ. Hann er ekki einn í heiminum, og ţví ástćđulaust fyrir ţáttagerđamenn Spegilsins ađ ljúga ţví er ţeir segja fornleifafrćđinga hafa ekki svarađ Páli. Lygar og sannleikshliđranir teljast hins vegar til gamallar hefđar á RÚV og er bćđi hćgt ađ mćla ţađ međ einföldum tćkjum međ ţví ađ hlusta og horfa á viđtćki sín og um leiđ ađ vera nokkurn veginn gagnrýninn.

confidentiality-ad
Sumar rannsóknarstofur, eins og BETA, sem íslenskir fornleifafrćđingar hafa mikiđ notađ, bjóđa upp á ţagnarskyldu og ađra einkennilega ţjónustu. Ţetta er auglýsing frá BETA. Ekki sérlega traustvekjandi. Ţađ eru ekki ófáar niđurstöđurnar frá BETA sem hafa sýnt landnám fyrir landnámiđ. Kannski eru fleiri faldar. Kolefnisaldursgreiningarstofur hafa veriđ í samkeppni og ţađ ríkir mikil tortryggni á milli ţeirra og enn er ekki skipulögđ útgáfa á öllum aldursgreiningum í heiminum. Menn geta ekki rćtt ţann möguleika ađ rannsóknarstofur og aldursgreiningarađferđin séu hinir "ófullkomnu" ţćttir í ţví ferli sem kolefnisaldursgreining er.

 

Páll og gömul veggjarbrot

Páli er einnig tíđrćtt um veggjabrot í Kvosinni í Reykjavík og í Húshólma í Krýsuvík, sem hann telur ađ sýni landnám fyrir landnám. Ég hef áđur greint frá túlkunarörđugleikum viđ aldursgreiningu veggjarbrotsins í Kvosinni. Ţar orkar margt tvímćlis og engin sönnun liggur fyrir ţví ađ ţar sé hús frá ţví fyrir landnám. Ţađ eru heldur engin haldbćr rök fyrir ţví ađ veggurinn eđa garđlagiđ í Húshólma sé frá ţví fyrir landnám. Lítum á rökstuđninginn hjá Páli. 

Ţetta segir Páll um veggjarbrotiđ í Húshólma:

Ég segi fyrst frá garđi í Húshólmum viđ Krýsuvík til ađ sýna hversu litla athygli vísbendingar um eldra landnám hafa fengiđ. Hár aldur garđsins kom í ljós fyrir 23 árum í rannsókn sem sjaldan er rćdd og ekki hefur veriđ fylgt eftir ţótt stađurinn liggi nánast viđ túnfót höfuđstöđva íslenskra fornleifarannsókna. Jarđfrćđingarnir Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson (1988) rannsökuđu Ögmundarhraun á Reykjanesi, skammt frá Krýsuvík, sem rann um AD 1170. Ţeir grófu ţversniđ gegnum ţennan vel varđveitta torfgarđ í Húshólmum (Mynd 1). Landnámsaska var hvorki í né undir torfi garđsins. Neđst í pćlunni, ţar sem torf var tekiđ, var hinsvegar dreif af Landnámsösku. Ţessi garđur, ađ öllum líkindum túngarđur, var augljóslega hlađinn fyrir AD 870, líklega skömmu fyrr ađ áliti jarđfrćđinganna. Hversu langur tími leiđ frá ţví landnámsmađurinn settist ađ í Krýsuvík ţar til bústofn hans var orđinn ţađ stór ađ nauđsynlegt var ađ verja túniđ međ hlöđnum garđi? 

Húshólmi

Eins og Páll segir, fannst engin landnámsaska í veggjarbrotinu og eđa viđ ţađ. Ţví er ekki hćgt ađ aldursgreina upphaf veggjarins međ fornleifafrćđilegum eđa jarđfrćđilegum ađferđum til tíma sem liggur fyrir aldur landnámsgjóskunnar (sem í dag er aldursgreind til 870). Ljósmynd af ţessum mikla sönnunargagni Páls hefđi veriđ lágmarksskilyrđi til ađ sýna ţetta betur, og sömuleiđis ljósmynd af einhverri pćlu, ţar sem torfiđ hefur veriđ "tekiđ" og ţar sem sé dreif af landnámsösku. Engin ljósmynd, teikning eđa sönnun er fyrir landnámslaginu "pćlunni" er ţví til. Gaman hefđi veriđ ađ vita úr hvađa efni (hvers konar torfi) ţessi ágćti veggur var reistur, ţví mig grunar ađ skilningur Páls á byggingu torfveggja sé sá ađ menn hafi veriđ međ eitthvađ sem líktist rúllutorfi međ grassvörđ eins og ţann sem menn setja á fótboltavelli og garđa í dag í stađ ţess ađ sá grasfrćjum. Heldur hann ađ slíkt torf hafi veriđ "pćlt upp" ţar sem hann talar um "pćlu". Hefur Páll gert sér grein fyrir ţví ađ torfstrengur í veggi var skorinn og helst í mýri, en ekki "tekinn" eđa pćldur upp. 

Ţađ er ţví engin sönnun fyrir landnámi fyrir "hefđbundiđ landnám" í ţeirri sniđteikningu sem Páll sýnir okkur. Önnur rök hans eru ekki haldbćr. Gott vćri ađ fá ađeins betri skýringar á "pćlu" Páls áđur en athugun jarđfrćđinga er notuđ sem heimild um byggđ á Íslandi fyrir ţann tíma sem öđrum heimildum ber saman um. Svör óskast hér á blogginu í rituđu máli. Páll verđur ađ kynna sér ađferđafrćđi fornleifafrćđinga betur, áđur en hann krefst ţess ađ viđ föllum flöt fyrir tilgátum hans sem greinilega byggja nú orđiđ á óskhyggju og selektívum vinnubrögđum eins og t.d. vali á ţví sem ţykir henta best úr Ţjórsárdal. Notkun hans á sýnum sem ég hef fengiđ gerđ á leifum úr Ţjórsárdal eru ţví miđur gagnrýnisverđ.

Mér er nćst ađ halda, ađ ţetta veggjarbrot í Húshólma sé frá 11. öld miđađ viđ gjóskulagiđ sem falliđ hefur ađ ţví. Ef veggurinn hefur veriđ frá ţví fyrir 870 er furđulegt ađ hann hafi ekki veriđ meira fallinn um 1225.

Mér ţykir virđingarvert ađ Páll sé aldrađur ađ vinna ađ sínum áhugamálum. Páll er ađ mínu mati góđur vísindamađur og hefur lengi sýnt vandvirkni og gagnrýni og spurningargleđi sem margir mćttu lćra sitthvađ af. Hann er virtur međal kollega sinna erlendis. En í síđustu greinum sínum finnst mér Páll hafa slakađ lítillega á og gerst "íslenskur" í vinnubrögđum. Hann er farinn ađ halda sumu fram sem heilögum sannleika. Satt er ađ á Íslandi er gamall siđur á međal "menntamanna" ađ láta rök annarra sem vind um eyru ţjóta og jafnvel ađ ţegja menn í hel, og eru sumir íslenskir fornleifafrćđingar örugglega ekki betri en ađrir í ţeim ljóta siđ. Ţeir mega taka til sín ţá gagnrýni sem svíđur undan henni, en ég er búinn ađ svara Páli.


Landnámsvertíđin er hafin

Celtic argument

Hinn íturvaxni yfirpapi, Egill Helgason, ţjófstartađi um daginn sumarteiti íslenskra fornleifafrćđinga. Ţađ gerđi hann í Kiljunni, eins og keltneskur loftbelgur, ţegar hann rćddi viđ Pál Theodórsson eđlisfrćđing í 871±2 rústunum, sem er illa lyktandi túristagildra í Reykjavík.

Venjulega eru íslenskir fornleifafrćđingar fullfćrir og margir hverjir langsjúkir á vorin í ađ koma sér í fjölmiđlana međ misgóđar sögur af grćnlenskum sjúklingum eđa fílamönnum sem dóu í Skriđuklaustri, ţangađ til annađ, sannara og eđlilegara kemur í ljós. 

En nú duttu fornleifafrćđingar sem sagt í lukkupottinn og fengu ókeypis auglýsingu, og ţađ ekki af ómerkilegra taginu. Hún kom í hinum merka bókmenntaţćtti Egils Helgasonar, Kiljunni. Egill telur víst ađ Páll Theodórsson eđlisfrćđingur sé ađ segja satt um ţrjósku, vantrú og villu íslenskra fornleifafrćđinga hvađ varđar "Landnámiđ fyrir Landnámiđ", sem er heitasta óskhyggja svo kallađra íslenskra keltómaíaka. Keltómaníakar (eins og t.d. ţessi), eru ţeir kallađir sem eru í keltafári og trúa á byggđ "kelta" og papa fyrir landnám "Norsara", mest vegna ţjóđernisrembings en einnig vegna oftúlkunar á fyllingartexta hjá Ara fróđa, sem var ađeins ađ minnast á papa vegna ţess ađ ţeir voru minni úr helgra manna sögum, írskum, sem hann kannađist viđ, en ţar eiga allir almenniglegir heilagir menn bćkur, bagla og bjöllur (sjá hér).  

fucking_papi_or_a_saint
Írskur dýrlingur á broti af hákrossi frá 10. eđa 11. öld í Old Kilcullen, County Kildare á Írlandi. Eins og papar átti ţessi helgi mađur bćkur, bagla og bjöllur, helstu tákn írskra einsetumanna, sem Ari Fróđi hefur líklega lesiđ um og blandađ saman viđ vitneskju úr Siglingum heilags Brendans og frásögur Dicuils, sem voru ćvintýri.

Egill inn alvitri skrifar líka um tilgátur Páls Theodórssonar á Silfrinu og Guđmundur Magnússon, sagnfrćđingur, fjölmiđlamađur, sjálfstćđur penni og fyrrverandi Ţjóđminjavörđur hefur bersýnilega líka bćst í átrúendahóp Páls Theodórsson, en hann hefur ţó allan varann á. Nýlega spurđi Guđmundur mig um aldursgreiningar fornar, svo áhuginn er greinilega mikill á Landnáminu. Er ţađ nokkur óeđlilegt áhugamál hjá ţjóđ sem enn er ekki búin ađ finna sjálfa sig eftir sjáflstćđi og hrun?  Margir eru tilbúnir ađ trúa á hiđ snemmbćra Landnám, en ţekking ţeirra á efninu, heimildum og umrćđunni hingađ til er sísona. Keltafár er mikiđ á Íslandi og menn rugla öllu oft saman og tala um papa og kelta á Íslandi sem fjölguđu sér hér međ bjölluleik, baglaslag og bókasafnsfrćđi áđur en ólćsir, ljóshćrđir fábjánar komu frá Noregi og eyđulögđu keltneska drauminn og lugu ć síđan um ţađ sem í raun gerđist.

En hverju eiga menn eiginlega ađ trúa, ţegar ţađ virđist fyrir neđan virđingu starfandi kollega minna ađ svara Páli Theódórssyni, og hvađ ţá síđur hafa samstarf viđ hann, eđa hlusta á ađra sem vilja svo innilega ađ forfeđurnir hafi komiđ dálítiđ fyrr en heimilt er ađ trúa og halda?

Á Silfurbloggi sínu um Pál segir Egill Helgason frá ritlingi Páls sem út kom áriđ 2011. Ég hef sem svar viđ honum skrifađ ţetta blogg, en einnig í fljótheitum nú um helgina útbúiđ litla skýrslu međ dćmum af kolefnisaldursgreiningum á sýnum frá Skeljastöđum og Stöng í Ţjórsárdal, til ađ sýna ađ vandamálin viđ geislakolsaldurgreiningar á sýnum frá Íslandi, og notkun ţeirra, eru nú fleir og fjölţćttari en Páll tínir til í ritlingi sínum.d

Ţar sem ég telst til ţessarar hrćđilega vitlausu og ţrjósku stéttar fornleifafrćđinga, sem helst trúir ekki neinu nýju, og ţađan ađ síđur tölum sem spýtast úr vélum, ef trúa skal ţví sem Páll skrifar, tel ég mér skylt ađ leggja orđ í belg um tilraunir Páls Theódórssonar til ađ fćra sönnur á landnám fyrir ţetta hefđbundna, ca. 870. Ég hef dálitla ţekkingu á efninu sem Páll hefur oft vitnađ í, og sem má lesa í frekar gömlum greinum eftir mig sem hćgt er ađ finna á ritaskrá minni hér, en einnig t.d. hér. Eins hefur Páll notađ niđurstöđur úr rannsóknum mínum, kolefnisaldursgreiningar sem ég hef fegniđ gerđar, sem mér finnst hann hafa notađ heldu ógagnrýniđ

Ritlingur Páls Theódórssonar (2011)

Í tilefni af viđtalinu viđ Pál Teodórsson birtir Egill Helgason tengingu í rúmlega eins árs gamlan ritling, Upphaf Landnáms á Íslandi, á Silfurbloggi sínu. Páll samdi ritiđ áriđ 2011 en Raunvísindastofnun HÍ gaf hann út. Í ritlingi slćr Páll ţví slegiđ föstu ađ landnám hafi hafist löngu fyrir hefđbundiđ landnám um 870, eđa 871 ár e. Kr., ef mađur notar löggilda aldursgreiningu á Landnámslaginu. Sú aldursgreining er svo til orđin naglföst, ţótt ađ hún byggi á mjög veikum grunni. Áđur en Landnámslagiđ fékk ţessa aldursgreiningu, sem er sögđ absolút (afgerandi/óháđ/óhlutlćg), ţó hún sé ţađ ekki, hafa um 6-7 mismunandi aldursgreiningar veriđ gefnar ţessu lagi, og sumar af sama manninum, Sigurđi Ţórarinssyni.

Ţess ber ađ geta ađ danskir vísindamenn vara nú viđ oftúlkun á ískjarnatímatalinu og eru nú farnir ađ tala um "Settlement~AD 870s" eins og lesa má í ţessari grein. Ţeir skrifa: Our results emphasize the variable spatial and temporal distributions of volcanic products in Greenland ice that call for a more cautious approach in the attribution of acid signals to specific eruptive events. Hafa menn ekki heyrt um 871±2? Jú vissulega, en kannski var sú aldursgreining ţegar hún kom fram frekar bjartsýn?

Landnámslagiđ sést hér óhreyft undir torfvegg (C) skálarústar á Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ er ekki skálinn sem í dag er til sýnis á Stöng, heldur skáli sem liggur undir smiđju, sem liggur undir kirkju og kirkjugarđi. A: Eldahola. B: Grafarfyllingar frá kristni, C:Torfveggur skála frá 10. öld. Gráa lagiđ á fletinum kringum 1.metra mćlistikuna er efri hluti Landnámslagsins. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Prófíll

Hluti af ţversniđi jarđ- og mannvistarlaga á Stöng í Ţjórsárdal, sem sýnir hvernig eldahola og kristin gröf hafa veriđ grafnar niđur í gegnum Landnámslagiđ og veggur var reistur ofan á ţví ekki mjög löngu eftir ca. 900 e.Kr. Teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
.

Páll Theódórsson hefur áđur skrifađ ágćtar greinar um vandamál varđandi aldursgreiningu landnáms í Skírni og annars stađar, en bćklingurinn Upphaf Landnáms á Íslandi er ţví miđur ekki til ţess gerđur ađ auka trú á skođanir Páls. Páll byrjar bćklinginn á tilvitnun í bók Fornleifastofnunar Íslands, Upp á yfirborđiđ (2010) sem vissulega er mjög ţunnur og sjálfshátíđlegur ţrettándi eins og tíundađ hefur veriđ hér. Ţađ er alltaf furđulegt ađ sjá fornleifafrćđinga á miđjum aldri slá ţví föstu ađ ţeir hafi höndlađ sannleikann og uppgötvađ hann einir. Ţeir eru ţá farnir ađ líkjast íslensum eđlisfrćđingum og jarđfrćđingum. Setning eins og ţesser makalaust vitlaus og dćmir sig sjálf: 

»Viđ erum nú viss um ađ landnám Íslands hafi átt sér stađ á seinni hluta 9. aldar og ţađ séu engir gallar á tímasetningarađferđum okkar «

En ţrátt fyrir ţessa skođun mína á galgopahćtti Fornleifastofnunnar Íslands, sem er alls ekki opinber stofnun ţrátt fyrir ţetta mikilmennskubrjálađa nafn, verđ ég ađ lýsa mig ósammála Páli ţegar kemur ađ skođunum hans um landnám löngu fyrir ca. 870. Ég hef alltaf veriđ "large" og sćtt mig viđ 3 áratuga búsetu fyrir 870, en Páll notar ekki ađferđir sem ég er sáttur viđ.

Í ritlingnum notar Páll heldur fjálglega niđurstöđur úr mismunandi fornleifarannsóknum, ţar sem fengist hafa háar aldursgreiningar. En hann gleymir ađ segja okkur frá ţví hvađ hefur veriđ aldursgreint. Í mörgum tilfellum hafa viđarsýni ekki veriđ viđargreind og sums stađar er hinn "óvćnti" hái aldur fenginn ţví kolin hafa veriđ úr rekaviđi, viđi sem ekki vex á Íslandi. Ţetta á t.d. viđ um sum sýni frá Heimaey.

Kenninguna um notkun á gömlum, dauđum trjá úr skógum eignar hann Guđmundi Ólafssyni, sem lengi vel kallađi sig fornleifafrćđing og meira ađ segja "State Archaeologist", ţó hann vćri ţá ekki međ lokapróf í ţeirri grein. Ţađ er háber della ađ eigna honum svo góđa tilgátu, ţví Kristján Eldjárn minntist fyrst á ţennan möguleika í rituđu máli og ég skrifađi hér um áriđ einnig um notkukun gamals viđs í grein í Acta Archaeologica 62 (1991) (ţađ tekur tíma ađ hlađa greinina niđur; Sjá einnig greinar mínar um efniđ frá ţví fyrir 1995 á ritaskrá minni hér, en margar greinarnar er hćgt ađ hlađa niđur sem pdf-skrá).

Til stuđnings visku sinnar um notkun birkis sem eldsneytis á Íslandi á Landnámsöld, vitnar Páll hins vegar í ónafngreindan vin sin sem lengi bjó í Noregi, um ađ ţađ sé af og frá ađ gamalt birki sé brúklegt til eldsneytis. Ţađ er ekki beint vísindaleg ađferđ. Noregur er langt land og siđir ţar eru misjafnir hvađ varđar nýtingu spreks og gamals viđar. Birki gat líka rekiđ til Íslands annars stađar frá eins og Lúđvík heitinn Kristjánsson hefur bent á. Bendi ég hér međ áhugasamari lesendum mínum og Páli, ađ lesa bók F. E. Wielgolaskis Nordic mountain birch ecosystems sem út kom áriđ 2001.

Veggjarstúfurinn í Kvosinni

Í ritlingi sínum er Páli Theodórssyni tíđrćtt um veggjabrot sem rannsökuđ hafa veriđ af nokkrum fornleifafrćđingum í Kvosinni í Reykjavík. Röksemdafćrsla Páls á bls. 8 í ritlingi hans er út í hött. Ţar gerir hann Ţjóđveldisbćinn í Ţjórsárdal ađ samlíkingarefni viđ forleifar frá Landnámsöld í Reykjavík. Menn verđa ađ hafa í huga ađ sú skrumskćling, sem kölluđ er Ţjóđveldisbćrinn, er byggđ međ steinsteypu í veggjum, plastdúk í ţaki, plastklćđningu bak viđ veggi, steypustyrktarjárn í  veggjum og torfi sem er sótt í Ölfussiđ. Ţjóđveldisbćinn er ekki hćgt ađ nota til vísindalegra vangavelta um landnámsrúst í Reykjavík, ţar sem enginn vísindi eru í honum, önnur en ţjóđernisrembingur Harđar Ágústssonar, myndlistakennarans sem fékk ađ ráđa ferđinni ţegar ţetta ţjóđveldis-monstrum var reist.

Kvosin2

Ţverskurđarmyndin sem Páli er svo tíđrćtt um, er ađ mínu mati gölluđ heimild. Skýringar á teikningunni eru ónógar og viđvaningslegar og sýna ađ tölvuvinnsla hreinteikninga gefur ekki alltaf ćskilega eđa rétta niđurstöđur til birtingar. Hér međ er lýst er eftir ljósmynd af ţessu sniđi. Veggurinn sem veggjarbrotiđ tilheyrir gćti vel hugsast ađ hafa veriđ niđurgrafinn ađ hluta til, eins og viđ ţekkjum međ veggi frá Stöng eđa úr ţeim stóra skála sem Jesse Byock fann međ hjálp fornleifafrćđinga ţegar hann var ađ leita ađ Agli Skallagrímssyni á Hrísbrú í Kjós. Ţađ skýrir ađ mínu mati ađ Landnámslagiđ, sem fróđir menn erlendis láta sér nćgja ađ kalla "Settlement~AD 870s", sé ađ finna beggja vegna veggjarins og t.d. ekki ofan á honum.

Niđurstöđur teknar úr samhengi

Annađ sem mér finnst frekar ámćlisvert í bćklingi Páls frá 2011, er ađ hann birtir ekki fulla niđurstöđur kolefnisgreininga eins og samţykkt hefur veriđ alţjóđlega. Menn eiga ađ minnsta kosti ađ birta talningaraldur sýna (BP-aldur fyrir 1950) og leiđréttan aldur viđ 2 stađalfrávik. Ţví gleyma fornleifafrćđingar oft, og birta stundum eitthvađ tölfrćđilega óhaldbćrt međaltal, en ţannig fá ţeir niđurstöđurnar oft frá lélegum rannsóknarstofum eins og t.d. BETA Laboratories.

Niđurstöđur 14C aldurgreininga eru háđar tölfrćđi og umreikningum sem byggja á leiđréttingum út frá skipulögđum mćlingum á geislakoli í trjáhringum fornra trjáa. 14C var í mjög mismunandi mćli í andrúmslofti á mismunandi tímum. Ţess vegna getur dćmigerđ há aldursgreining eins og sú sem Páli er starsýnt á á Íslandi, međ talningaraldur sýnis sem t.d. er 1230±50 (sjá XX-grafiđ hér fyrir neđan) gefiđ sömu aldursgreiningu og talningaldur sýnis sem t.d. er 1240-60 (YY-grafiđ hér fyrir neđan). Fyrri talningin (XX) gćfi umreiknađa og leiđrétta aldursgreiningu sem er 669- 934 e.Kr., en hin (YY) gćfi aldursgreiningu sem vćri svo ađ segja sú sama, 660-940 e.Kr, ţó svo ađ talningin hafđi munađ 10 árum og óvissan 10 árum í báđar áttir. 

xx
yy

Margir óvissu- og áhćttuţćttir eru einnig tengdir mćlingum og međferđ sýna, og ţekkir Páll ţćr manna best. Mengun sýna og mistök á rannsóknarsfofu er aldei hćgt ađ útiloka. En ađstandeur rannsóknastofa eiga mjög erfitt međ ađ viđurkenna neitt slíkt. Í bćklingi sínum einfaldar Páll hlutina einum of mikiđ ţegar hann notar aldursgreiningar sem ekki eru teknar úr góđum samhengjum, eđa einfaldlega eins og honum hentar. Páll er ţađ sem á alţjóđlegu frćđimáli kallast of "selektívur" eđa sértćkur eins og ţađ hefur víst veriđ ţýtt yfir á Íslensku ţá er menn uppgötvuđu ađ ţeir gćtu vísinda- og frćđimenn á Íslandi líka veriđ.  Í stađ ţess ađ líta til allra tiltćkra heimilda og vitnisburđar, er Páll ađ plokka ţćr aldursgreiningar úr ritum sem hentar tilgátu hans best, en gleymir ţví miđur ađ segja ađ fullu frá samhengi ţeirra niđurstađna sem hann rćđir um.

Ţegar Páll blandar umrćđunni um gamalt landnám í Fćreyjum viđ  umrćđuna á Íslandi, fer hann líka heldur geyst. Hann hefđi kannski átt ađ segja lesendum sínum frá ţví ađ sú frétt sem barst af mjög háum mćlingarniđurstöđum úr Fćreyjum var framreidd af fréttamanni RÚV, sem lćrt hafđi fornleifafrćđim sem eitt sinn taldi sig hafa fundiđ munkbyggđ frá ţví fyrir landnám einfaldlega vegna ţess ađ hann misskildi kolefnisaldurgreiningar sem hann fékk gerđar í Ţrándheimi(sjá hér). Sýnin af koluđum frćjum sem gefa mjög háan aldur í Fćreyjum eru tekin úr skeljasandi og eru mjög líklega menguđ af honum. Mengun sýna er mjög mikiđ vandamál sem aftrar kolefnisaldursgreiningum viđ nákvćmnisspursmál eins og upphaf búsetu manna á ákveđnu svćđi. (Sjá hér um ţađ sem Fornleifur hefur ritađ um "landnám fyrir landnámiđ" í Fćreyjum).

Ég hafđi sannast sagna beđiđ eftir og búist viđ mćlingarniđurstöđum og aldursgreiningum Páls sjálfs, ţví ég veit ađ hann og ađstođarmenn hans hafa veriđ ađ reyna ađ ţróa nákvćmnis-geislakolsgreiningar, og hafa haft ađstöđu neđst í Hvalfjarđargöngunum fyrir mćlingar. Ég veit ađ illa hefur gengiđ fyrir Pál ađ fá samstarf viđ íslenska fornleifafrćđinga. Ekki er laust viđ ađ áróđur í garđ tilrauna hans viđ ađ stofna aldursgreiningastofu á Íslandi hafi komiđ frá ţeim íslensku vísindamönnum sem hafa veriđ í samvinnu viđ AMS-14C aldursgreiningarstofuna viđ Árósarhóskóla í Danmörku.

Á Stöng hófst búseta ofan á óhreyfđu Landnámslagi 

Mér til mikillar furđu var í viđtalinu viđ Pál á Kiljunni sýndur myndstubbur tekinn á rigningardegi sumariđ 1992 af rannsóknarsvćđi sem ég stóđ fyrir á Stöng í Ţjórsárdal. Myndskeiđiđ, sem ég hef aldrei áđur séđ, hefur veriđ tekiđ ţegar viđ sem unnum ađ rannsókninni vorum í helgarfríi eđa í mat. Ég frétti aldrei af neinum fréttamönnum eđa kvikmyndatökumönnum frá RÚV. Ţetta kom dálítiđ á óvart, og ađ veriđ vćri ađ blanda Stöng og Ţjórsárdal inn í ţetta "Fyrirburalandnám" í bókmenntaţćtti á RÚV.

Stöng 1992 í Kiljunni

Á Stöng hófst búseta ofan á óhreyfđu Landnámslagi. Á Stöng er landnámslagiđ, sem ég geng enn út frá ađ sé frá 871±2, óhreyft, og allt sem ţar er byggt er yngra en ţađ.

Á Stöng fór árin 1983, 1984, 1986, 1992, 1993 og 1995-6 fram mjög nákvćm skráning á gjóskulögum, í, yfir og undir mannvistarleifum. Fjöldi 14C aldursgreininga á sýnum frá Stöng og öđrum stöđum í Ţjorsárdal var gerđur í Kaupmannahöfn og Uppsölum, sem sýna ađ Stöng fór í eyđi á 13. öld, en ekki 1104. Niđurstöđur mikils meirihluta geislakolsgreininganna stađfestir vitnisburđ gjóskulaga og forngripa um ađ búseta hafi haldist í Ţjórsárdal fram á fyrsta fjórđung 13. aldar. Ţetta hafa ađrar rannsóknir (sjá einnig hér) stađfest síđar, og jafnvel ađ búseta hafi haldiđ fram undir aldamótin 1300.  

Tvćr greiningar á sýnum frá Stöng orka hins vegar tvímćlis. Birkikol fundin í fyllingarlagi á milli smiđju og kirkjurústarinnar á Stöng (sýnin tekin á Stöng áriđ 1986), sem greind voru í Uppsala áriđ 1991, sýndu aldursgreiningu (Ua-1428) á kolunum sem bent gćti til ţess ađ fyllingarlagiđ á milli rústanna sé frá ţví löngu fyrir hefđbundiđ landnám. Vandamáliđ er ađ Landnámslagiđ fynnst óhreyft undir skálarúst sem er undir smiđjurústinni, sem aftur er undir kirkjurústinni. Hár aldur greiningarinnar passar á engan hátt viđ afstöđu (stratigrafíu) gjóskulaga og Landnámslagiđ eins og ţađ finnst á Stöng í Ţjórsárdal. Ef núverandi aldurgreining ţess er rétt, (871±2 e.Kr.), ţá er aldursgreiningin frá Uppsölum á kolunum alvarlega gölluđ. Líklegasta skýringin er, ađ kolin (birkiđ) hafi veriđ úr gömlum viđi sem óx fyrir Landnám, sem hafi veriđ brenndur í landnámsskálunum, en hafi síđar borist í fyllingarlagiđ yfir smiđjunni ofan á skálanum, Ţegar viđ fornleifafrćđingarnir á Stöng gerđum okkur grein fyrir ţví áriđ 1993, ađ minnsta kosti ţrjú byggingarskeiđ vćru austan viđ skálann frá 12.-13. öld, sem í dag er yfirbyggđur og til sýnis á Stöng, sáum viđ fyrst ađ sýni ţađ sem sent hafđi veriđ var kannski ekki ţađ hentugasta til geislakolsaldursgreininga. Alls ekki var hćgt ađ útiloka ađ sýniđ hafi komiđ úr eldri lögum en ţví sem ţađ var tekiđ úr. Hér sést niđurstađa greiningarinnar á sýninu (Ua-1428) sem greint var i Uppsölum. Slíkt sýni er ekki hćgt ađ nota til ađ sýna fram á búsetu fólks fyrir viđtekna Landnámiđ um 870 e.Kr.

Ua-1428

Viđarkol, viđarkol frá fyllingarlagi milli kirkju og smiđju sem rannsakađar voru ađ hluta til árin 1886 og 1992-93 á Stöng í Ţjórsárdal.                    

                      Talningaraldur:

                      14C ár fyrir 1950 BP                                                   1205±50

                      Leiđréttur aldur e.Kr. :

                      viđ 2 stađalfrávik,  (2σ / 95,4% líkur), cal AD               684-962

Sama beiniđ - tvćr niđurstöđur 

Kýrbein eitt frá Stöng var aldursgreint í Kaupmannahöfn og í Uppsölum, ţar sem AMS 14C aldursgreiningarstofan fékk ekki ađ vita, ađ ég leitađist eftir samanburđi á niđurstöđum kolefnisaldursgreininga frá mismunandi rannsóknarsforum. Í Kaupmannahöfn fékk kýrbeiniđ (K-5366) aldursgreiningu sem leiđrétt viđ 2 stađalfrávik hljómar 1054-1287 e. Kr.  Sama beiniđ fékk  allt ađra aldursgreiningu í Uppsölum (Ua-1420), eđa 889-1022 e.Kr. 

Kindabein sem fannst í yngsta skálanum á Stöng var einnig greint í Uppsölun (Ua-1421) og reyndist fá enn hćrri aldursgreiningu en sýni Ua-1420, eđa 690-946 e. Kr. Mig dreymir ţó ekki um ađ halda ađ ţessar greiningar frá Uppsölum sé réttar, miđađ viđ allar hinar einkennulegu aldursgreiningarnar ţađan (sjá hér). Dýrabeinin sem notđuđ voru í sýnum Ua- 1420 og Ua-1421 fundust áriđ 1939 í rúst ţar sem einnig fundust kambar frá seinni hluta 12. aldar og leirkersbroti frá byrjun ţeirrar 13. Hvađ haldiđ ţiđ, lesendur góđir?  

Kambar af sömu gerđ og aldri og kambarnir frá Stöng fundust á 8. áratug síđusta aldar ađ Sámsstöđum í Ţjórsárdal. Brot úr ţeim voru greind í Uppsöllum og fengu aldursgreininguna 776-1016 e. Kr. viđ 2 stađalfrávik í međförum AMS 14C rannsóknarstofunnar í Uppsölum

Međ ađferđarfrćđi Páls, ţ.e. er ađ finna ţađ elsta međ mjög sértćku (selektívu) vali á upplýsingum, ćtti ég auđvitađ ađ nota aldursgreiningarnar afbrigđilegu frá Uppsölum. Samhengi aldurgreininganiđurstađna á sýnum frá Stöng sem greind hafa veriđ í Kaupmannahöfn er eđlilegt, en ţađ er alls ekki hćgt ađ segja um niđurstöđurnar sem fengust í Uppsölum.

Grimston framhliđ cca 1:1

kambur_stong_3
AMS sýni 1991 Ua-1420 b

Myndir af forngripup frá Stöng í Ţjórsárda: a) leirkersbroti frá Grimston á Englandi (byrjun 13. aldar) sem fannst á Stöng áriđ 1939, b) kambi af gerđ sem aldursgreind er međ vissu til seinni hluta 12. aldar, c) kýrbein sem rannsóknarstofa í Uppsölum aldursgreindi til 10-11. aldar en sem í Kaupmannahöfn var aldursgreint til  1054-1287 e. Kr.  Allt fannst ţetta í sömu rústinni og kýrbeiniđ var matur íbúanna í ţví. Ljósmyndir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Kambar Sámsstađir 3

 

Kambar frá Sámsstöđum í Ţjórsárdal, sem almennt er taliđ ađ séu frá síđari hluta 12. aldar. Ein aldursgreining frá AMS 14C greiningarstofunni í Uppsölum upplýsir/gefur miklu hćrri aldur. Sá hái aldur fćr ekki stađist miđađ viđ ađra vitneskju um kamba ţessa og gerđ ţeirra á Norđurlöndunum sem og á Bretlandseyjum. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Páll Theódórsson hefur ţví miđur notađ niđurstöđur á geislakolsmćlingum, sem ég hef fengiđ gerđar á efniviđ úr Ţjórsárdal, mjög ógagnrýniđ. Sér í lagi niđurstöđur á mannabeinum frá kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum. Hann nefnir rannsóknir mínar ekki á nafn í ritlingi sínum nú, líkt og hann hefur gert í greinum í t.d. Skírni, en menn geta menn lesiđ frekar um greiningarnar frá Ţjórsárdal og skođađ línurit í sérskýrslu Fornleifs um efniđ sem má finna hér

unniđ á öllum hćđum 2
Fornleifarannsókn á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1992

Lokaorđ 

Ađ lokum langar mig ađ taka fram, ađ ég ber mjög mikla virđingu fyrir hinum dagfarsprúđa og virđulega Páli Theodórssyni sem vísindamanni og persónu. Viđ ţekkjumst, ţótt sambandiđ hafi veriđ frekar lítiđ á síđustu árum. Viđ reyndum einu sinni ađ koma á laggirnar samnorrćnu verkefni um kolefnisaldursgreiningar og spurninguna um hvort landnám hefđi hafist fyrr en flestir telja og mestur samhljómur er um. Ţađ verkefni rann út í sandinn áđur en ţađ byrjađi, vegna samvinnuörđugleika eins ţátttakandans, dr. Margrétar Hermanns-Auđardóttur, sem var sá íslenskur fornleifafrćđingur sem fyrstur taldi sig hafa uppgötvađ  Landnám fyrir Landnámiđ. En persónulegar skođanir hennar áttu víst ađ gilda hćst í verkefninu og hún byrjađi ađ reka fólk úr verkefninu áđur en ţađ hófst, sem útilokađi vitaskuld frekara samstarf.

Páll hefur mikiđ kvartađ yfir ţví viđ mig, hve lítinn áhuga íslenskir fornleifafrćđingar hafa sýnt vinnu hans. Ţađ er miđur, en ég tel ađ ţađ komi m.a. til af einu. Flestir ţeirra vita afar lítiđ um kolefnisaldursgreiningar, ef dćma má út frá ţví hvernig ţeir birta ţćr, og velja ađ trúa á ákveđnar mćlingarniđurstöđur, en bara ekki ţćr háu mćlingarniđurstöđur sem Páll Theódórsson veltir fyrir sér. Almennt áhugaleysi íslenskra fornleifafrćđinga, nema ţá helst á endalausum uppgröftum og ađ komast í sjónvarpsfréttir međ veika Ínúíta og fílamenn, sé ég t.d. í ađ engir ţeirra hafa viljađ taka ţátt í umrćđum á fornleifabloggi mínu, ţótt nokkrir séu ţó farnir ađ vitna í bloggiđ.

Páll Theodórsson
Páll Theódórsson ca 3 m. yfir sjávarmáli ađ tukta íslenska fornleifafrćđinga til í Kiljunni

Annađ vandamáliđ međ umrćđuna um Landnámiđ fyrir Landnámiđ er, ađ mínu mati, ađ Páll Theodórsson hefur ekki alltaf sett sig nćgilega vel inn í ţađ sem fornleifafrćđin hefur upp á ađ bjóđa, og stundum er ţađ vegna lélegrar framsetningar fornleifafrćđinganna. Ţađ ber dálítiđ á lítilsvirđingu međal sumra íslenskra sagnfrćđinga á fornleifsafrćđinni, svo ekki sé talađ um jarđfrćđinga. Fornleifrćđingarnir og jarđfrćđingarnir virđa aftur á móti margir Pál ađ vettugi, međal annars vegna ţess ađ ţeir leggja trúnađ á fólk viđ Háskóla Íslands, sem ekki hefur líkađ ţađ sem Páll var ađ gera á sviđi aldurgreiningamála. Ţađ er alltaf svo mikil skálmöld og skítasamkeppni í raunvísindunum á Íslandi, líklega vegna hins eilífa fjárskorts.

Viđ sem höfum áhuga á Landnáminu og á ţví ađ svar ósvöruđum spurningum í tengslum viđ ţađ, verđum ađ halda ţing um ţetta endalausa "Landnámsvandamál", og setja niđur vinnuhóp til ađ leysa spurninguna um Landnámstímann eitt skipti fyrir öll, og ţađ ţótt Fornleifastofnun Íslands telji sig hafa höndlađ sannleikann. Ég býđ mig hér međ fram og vona ađ Páll vilji vera međ. Heyri ég einnig gjarnan frá áhugasömum fornleifafrćđingum. Svo er ekki til setunnar bođiđ međ ađ hefja rannsóknarverkefni til ađ fara í saumana á ţví sem hefur veriđ ađ gerjast í Landnámsfrćđunum. Ţađ hljóta ađ fást peningar í slíkt verkefni. 

Menn verđa svo ađ muna, ađ geislakolsaldursgreining eu hlutlćg (realtív) ađferđ, engu síđur en hefđbundnar aldurgreiningar í fornleifafrćđinni. Hún er ađferđ sem međ tímanum hefur sýnt sig ađ vera ekki eins örugg og menn töldu í upphafi. Ţađ á einnig viđ um gjóskulagafrćđina, sem er hlutlćgasta aldursgreiningarađferđ sem sögur fara af, ţótt sumir íslenski jarđfrćđingar hafi kallađ hana "alsólúta" aldursgreiningarađferđ. Ískjarnatímataliđ er einnig hlutlćg ađferđ og danskir sérfrćđingar kalla nú einnig á varúđ viđ (of)túlkun ţeirra.

Menn eru í öllum aldursgreiningarađferđum ađ miđa hlutina viđ ađra vitneskju, sem stundum er fengin međ enn ađra viđmiđun sem menn gleyma ađ athuga niđur í kjölinn. Á stundum fara menn í hring í röksemdafćrslunni og fara ţví ađ trúa öllu eins og heilögum sannleika. Menn eiga einnig ađ varast, ađ trúa öllu ţví sem úr tćkjum kemur. Ţví eru einstaka aldursgreiningar einskir verđar, ef ţćr eru ekki hluti af röđ geislakolsgreininga sem eru gerđar á sýnum sem eru úr innbyrđis tengdum mannvistar- eđa jarđlögum.

Ítarefni: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2013. Innlegg í umrćđuna um "Landámiđ fyrir Landnámiđ". Rit Fornleifs (Stćrstur hluti ţessarar fćrslu er texti úr ţeirri skýrslu, međ smávćgilegum viđbótum).

Beinaflutningur á Stöng í Ţjórsárdal

Stangarkirkja Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson b

Lengi var taliđ ađ ađeins vćri um ađ rćđa eitt byggingarskeiđ á Stöng í Ţjórsárdal. Nú leikur enginn vafi á ţví ađ búseta hefur veriđ ţar frá lokum 9. aldar og allt fram á ţá 13.

ÁRIĐ 1104 varđ mikiđ gos í Heklu. Elstu annálar greina reyndar ađeins frá eldi hinum fyrsta í Heklufelli og annađ er ekki vitađ úr rituđum heimildum međ vissu um ţetta gos. Ţegar eldgosiđ hófst hafđi byggđ haldist í landinu í rúm 200 ár. Ţrátt fyrir ýmsar náttúruhamfarir, sem fyrstu íbúarnir áttu alls ekki ađ venjast úr ţeim löndum sem ţeir komu frá, var Heklugosiđ áriđ 1104 ađ öllum líkindum ţađ ískyggilegasta sem ţeim hafđi mćtt í hinu nýja landi.

Jarđfrćđingar geta nú frćtt okkur um ađ ţetta Heklugos hafi veriđ stćrra en nokkurt annađ gos í Heklu eftir landnám, hvađ varđar magn gosefna (vikurs). Um önnur gos Heklu á miđöldum vitum viđ ađ ţeim fylgdu miklir jarđskjálftar, og um nokkur gos sem nefnd eru í annálum er sagt ađ byggđir hafi lagst af í kjölfariđ. Heklu er hugsanlega einnig getiđ í erlendum miđaldabókmenntum. Er fjalli nokkru á íslandi er lýst sem gátt helvítis í frönskum miđaldakvćđum er ađ öllum líkindum átt viđ Heklu. Júdas var ţar fjallbúi ásamt öđrum fordćmdum sálum, sem veinuđu í kór yfir aumum örlögum sínum í vítislogum. í lok 12. aldar ritađi munkurinn Herbert í klaustrinu Clairvaux í Frakklandi Bók undranna (Liber Miraculorum). Ţar lýsir hann mörgum eldgosum á íslandi og vel gćti hann átt viđ Heklu er hann ritar: Á vorum tímum hefur ţađ sést einhverju sinni, ađ vítiseldurinn gaus upp svo ákaflega, ađ hann eyđilagđi mestan hluta landsins allt í kring. Hann brenndi ekki ađeins borgir og allar byggingar, heldur einnig grös og tré ađ rótum og jafnvel sjálfa moldina međ beinum sínum (Ţýđing dr. Jakobs Benediktssonar).

grafiđ á Stöng 1939

FRÁ UPPGREFTRI á Stöng 1939. Hárprúđi mađurinn fyrir miđju á myndinni er Kristján Eldjárn. Rétt austan viđ gafl skálans, sem veriđ er ađ grafa á myndinni, fannst kirkja Stangarbćnda áriđ 1992. Ţótt rannsóknarskurđir hefđu fariđ í gegnum grafir áriđ 1939 uppgötvuđust ţćr ekki ţá, enda beinin fá. Ljósm. Aage Roussell 1939. Nationalmuseet Kaupmannahöfn.

Rannsóknir i Ţjórsárdal

Í Ţjórsárdal, um ţađ bil 15 km norđvestur af Heklu, var frá landnámi byggđ, sem lengi var álitiđ ađ Hekla hefđi eytt snemma á miđöldum. Spurningin um ţađ hvernig eyđingu dalsins bar ađ var ofarlega í hugum lćrđra manna hér á landi allt frá síđari hluta 16. aldar og margar tilgátur voru settar fram um eyđinguna í aldanna rás. Áriđ 1937 voru ţjóđminjaverđir Norđurlandanna staddir á fundi suđur á Jótlandi og ákváđu ađ rannsaka eyđibyggđ í Ţjórsárdal sameiginlega.

Ţýskir frćđimenn viđ „frćđistofnun" SS-Ahnenerbe, höfđu sýnt fornleifarannsóknum á Íslandi mikinn áhuga á fjórđa áratugnum og varđ áhugi ţeirra hugsanlega til ţess ađ auka áhuga frćndţjóđa Íslendinga á rannsóknunum í Ţjórsárdal. Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur hafđi barist fyrir ţeim og leitađ jafnt til Ţjóđverja sem norrćnna kollega. Ekkert varđ úr rannsóknum ţýskra fornleifafrćđinga á íslandi m.a. vegna fjárskorts sem jókst í takt viđ hernađarbrölt ţriđja ríkisins. Rannsóknirnar í Ţjórsárdal, sem fóru fram sumariđ 1939, gáfu mjög áhugaverđar niđurstöđur. I rannsóknunum tóku ţátt fornleifafrćđingar frá öllum Norđurlandanna nema Noregi. Rústir stórbýlisins á Stöng voru einar sex bćjarrústa sem rannsakađar voru sumariđ 1939. Engum fornleifafrćđinganna hafđi fundist rústirnar álitlegar nema danska arkitektinum og fornleifafrćđingnum Aage Roussell. Hann hafđi mikla reynslu af fornleifagreftri á Grćnlandi og ţekkti ţví rústir á norđlćgum slóđum. Ađstođarmađur hans var ungur fornfrćđistúdent, Kristján Eldjárn.

Rústirnar á Stöng höfđu sérstöđu, vegna ţess hve vel ţćr voru varđveittar. Veggir og mikill hluti torfhleđslna stóđu óhreyfđir. Engu var líkara en ađ húsaviđir hefđu veriđ fjarlćgđir og bćrinn yfirgefinn. Forngripirnir sem fundust bentu til búsetu á Stöng fram á 13. öld og rannsóknir Sigurđar Ţórarinssonar á gjóskulögum bentu til hins sama.

Upphaflega taldi Sigurđur ađ eldgos í Heklu áriđ1300 hefđi grandađ byggđ á Stöng. Síđar komst hann á ţá skođun ađ Heklugosiđ áriđ 1104 hefđi valdiđ eyđingu byggđar í Ţjórsárdal.

Kirkja ofan á smiđju Stöng 3

FRÁ RANNSÓKN kirkjunnar og tćttum smiđjunnar, sem hún var reist á. Gula strikalínan sýnir nokkurn veginn grunnflöt kirkjurúmsins. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1993.

Nýjar rannsóknir

Árin 1983-86 og 1992-94 fóru fram nýjar, ítarlegar fornleifarannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal og hafa ţćr varpađ nýju ljósi á endalok byggđarinnar. Heklugosiđ áriđ 1104, sem ţeytti upp hinum hvíta vikri sínum, eyddi ekki byggđ á Stöng, eins og hingađ til hefur veriđ haldiđ fram. Hinar nýju fornleifarannsóknir hafa skýrt endalok byggđarinnar og upphaf hennar. Međ hjálp geislakolsaldursgreininga er komiđ í ljós ađ búseta hefur haldist á Stöng nokkuđ fram yfir aldamótin 1200, ţ.e.a.s. löngu eftir hiđ mikla eldgos áriđ 1104. Samtímis hefur veriđ sýnt fram á ađ upphaf byggđar á Stöng hafi veriđ skömmu eftir ađ landnámgjóskulagiđ féll. Jarđfrćđingar telja nú nćsta öruggt ađ ţađ hafi gerst áriđ 871, eđa ţar um bil. Á Stöng hafa nú fundist leifar tveggja skála, sem eru eldri en sá er rannsakađur var sumariđ 1939.

Elstu mannvistarleifar, sem fundist hafa á Stöng, eru eldstćđi, sem var notađ skömmu eftir landnám. í ţví fundust leifar brennds kambs og brennd hvalbein úr stórhveli. Smiđja frá 10. öld hefur veriđ rannsökuđ ađ hluta til. Hún er forveri smiđjunnar sem fannst á Stöng áriđ 1939. Eldri skáli er undir íbúđarskálanum sem nú er til sýnis á Stöng. Eldgosiđ áriđ 1104 hefur ekki eytt byggđinni, nema hugsanlega ađ hluta til, og sama er hćgt ađ segja um eldgos í Heklu árin 1159 og 1206. Ef ţessi gos hafa valdiđ einhverri röskun á búsetu, hefur ţađ ađeins veriđ til skamms tíma. Endalok byggđar í innsta hluta Ţjórsárdals verđur ađ líta á sem afleiđingu fleiri, samtvinnađra ţátta. Eldgosin léku ţar stórt hlutverk, en uppblástur vegna gjósku, mađurinn og húsdýr hans og kólnandi veđurfar hafa einnig átt stóran ţátt í ađ byggđin í Ţjórsárdal leiđ undir lok á fyrri hluta 13. aldar. Fornleifar og gripir ţeir sem fundust áriđ 1939 á Stöng og viđ síđari rannsóknir sýna einnig, svo ekki er um ađ villast, ađ búseta hefur veriđ á Stöng allt frá landnámsöld fram yfir aldamótin 1200. Afstađa gjóskulaga á Stöng, t.d. vikurinn úr Heklugosinu áriđ 1104 ţar sem hann er undir mannvistarlögum, sýnir einnig ađ bćrinn getur ekki hafa fariđ í eyđi vegna eldgoss í Heklu áriđ 1104.

  Grunnmynd 

Viđ lok rannsókna sumariđ 1993 var hćgt ađ sjá helming kirkjurústarinnar (A) međ kór og hluta af smiđjunni (B), sem er beint undir kirkjunni. Grafir (A) frá notkunartíma kirkjunnar hafa veriđ grafnar í gegnum vesturvegg smiđjunnar og gegnum gólf (grátt á teikningu) skála, sem liggur undir smiđjunni. Eldahella (rauđbrún á teikningu) í gólfi skálagólfsins hefur varđveist. Kirkjan er ađeins tćplega 5 metra löng ađ innanmáli og 2,8 metra breiđ. Veggir eru eins metra breiđir, hlađnir úr ţremur lögum af grjóti og torfstreng. Nánustu hliđstćđur kirkjunnar á Stöng er ađ finna á Sandey í Fćreyjum og međal kirkna á Grćnlandi. Einnig munu vera til rústir um 50 torfkirkna í Norđur-Noregi, en engin ţeirra hefur veriđ rannsökuđ. Teikn. VÖV.

Kirkja á Stöng

Samkvćmt fyrri kenningum um eyđingu byggđar í Ţjórsárdal átti búseta á Stöng ekki ađ hafa veriđ langvinn. Lengi var taliđ ađ ađeins vćri um eitt byggingaskeiđ ađ rćđa á bćnum. Nú leikur enginn vafi á ţví ađ búseta hefur veriđ ţar frá lokum 9. Aldar allt fram á ţá 13. Ein af ţeim rústum sem rannsakađar hafa veriđ er rúst lítillar torfkirkju međ rómönsku lagi frá 11. öld (myndir), elstu kirkju sem rannsökuđ hefur veriđ á Íslandi. Eldri kenningar gerđu ráđ fyrir ţví ađ ađeins ein kirkja hefđi veriđ í Ţjórsárdal á fyrri hluta miđalda, ţ.e. kirkjan ađ Skeljastöđum. Rannsókn fór fram á kirkjugarđinum á Skeljastöđum áriđ 1939.

Kirkjan á Stöng var rannsökuđ ađ hluta til áriđ 1939, en ţá var rústin kölluđ útihús.

Viđ rannsókn á ruslalagi áriđ 1992, er myndast hafđi fyrir utan ţetta hús, fannst framtönn og kjálkabrot međ jaxli úr manni á milli beina af stórgripum og annars úrgangs. Frekari rannsóknir leiddu í ljós grafir og kistuleifar í nokkrum grafanna. „Útihúsiđ" reyndist ţegar betur var ađ gáđ vera rúst formfagurrar og haglega byggđar kirkju. Eitt vandamál blasti viđ okkur. Ađeins örfá mannabein fundust í gröfunum. Kjúkur og hnéskeljar í einni gröf og ein tönn og tábein í annarri. Ekki var hćgt ađ skýra ţađ hvađ lítiđ fannst af beinum í gröfunum međ lélegum varđveisluskilyrđum. Ţađ sannađi heilleg beinagrind konu, sem ýtt hafđi veriđ til hliđar er yngri kistugröf hafđi veriđ grafin. Í yngri gröfinni voru hins vegar afar fá bein á ruglingi í fyllingu grafarinnar. Nokkra stund stóđum viđ ráđţrota yfir ţessu vandamáli.

Eftir ábendingu frá lögfrćđinema, sem tók ţátt í rannsókninni á Stöng skýrđist máliđ. Hann benti höfundi á stađ í Grágás, elsta lagasafni íslensku.

Af beinaflutningi

Kirkja hver skal standa í sama stađ sem vígđ er, ef ţađ má fyrir skriđum eđa vatnagangi eđa eldsgangi eđa ofviđri, eđa héruđ eyđi af úr afdölum eđa útströndum. Ţađ er rétt ađ fćra kirkju ef ţeir atburđir verđa. Ţar er rétt ađ fćra kirkju ef biskup lofar. Ef kirkja er upp tekin mánuđi fyrir vetur eđa lestist hún svo ađ hún er ónýt, og skulu lík og bein fćrđ á braut ţađan fyrir veturnćtur hinar nćstu. Til ţeirrar kirkju skal fćra lík og bein fćra sem biskup lofar gröft ađ.

Ţar er mađur vill bein fćra, og skal landeigandi kveđja til búa níu og húskarla ţeirra, svo sem til skipsdráttar, ađ fćra bein. Ţeir skulu hafa međ sér pála og rekur. Hann skal sjálfur fá húđir til ađ bera bein í, og eyki til ađ fćra. Ţá búa skal kveđja er nćstir eru ţeim stađ er bein skal upp grafa, og hafa kvatt sjö nóttum fyrr enn til ţarf ađ koma, eđa meira mćli. Ţeir skulu koma til í miđjan morgun. Búandi á ađ fara og húskarlar hans ţeir er heilindi hafa til, allir nema smalamađur. Ţeir skulu hefja gröft upp í kirkjugarđi utanverđum, og leita svo beina sem ţeir mundu fjár ef von vćri í garđinum. Prestur er skyldur ađ fara til ađ vígja vatn og syngja yfir beinum, sá er bćndur er til. Til ţeirrar kirkju skal bein fćra sem biskup lofar gröft ađ. Ţađ er rétt hvort vill ađ gera eina gröf ađ beinum eđa fleiri...(Byggt á Grágásarútgáfu Vilhjálms Finsens 1852).

Ţađ hlýtur ađ hafa veriđ beinaflutningur eins og ţessi, sem lýst er í Grágás, sem átti sér stađ á Stöng. Allt bendir til ţess, og ađ meginástćđan fyrir honum hafi veriđ eldgos í Heklu. Hvíti vikurinn, sem Hekla spjó áriđ 1104, hefur líklega enn huliđ jörđ ađ einhverju leiti er grafir voru tćmdar á Stöng. Ţá fylltust nokkrar grafir ađ hluta til af vikrinum er ţćr voru tćmdar viđ beinaflutninginn. Hugsanlega hafa íbúar á Stöng yfirgefiđ bćinn um skeiđ, en ţeir komu aftur og tóku kirkjubygginguna í notkun, nú sem útihús og minnkuđu húsiđ, reistu torfvegg um ţveran kór kirkjunnar og fyrir vesturgafl, ţar sem áđur hafđi veriđ brjóstţil. Smátt og smátt hafa áhrif vikursins ţverrađ. Yfir gröfunum í kirkjugarđinum myndađist ruslalag úr úrgangi fólks sem bjó á Stöng fram til ca. 1225 ef dćma á út frá aldri forngripa og niđurstöđum geislakolsaldursgreininga.

Neđarlega í ţví lagi fannst síđan tönnin og kjálkabrotiđ sem beinaflutningsmönnum hefđi yfirsést, en sem leiddi fornleifafrćđinga, 800 árum síđar, í sannleikann um elstu kirkju landsins.

Dómsdagur

Á ţennan hátt getum viđ ímyndađ okkur ađ ákvćđum Grágásar hafi veriđ framfylgt á Stöng, en hver er skýringin á ţessum beinaflutningum. Svariđ er ađ finna í hugmyndaheimi miđaldamanna um hinn hinsta dag, dómsdag, ţegar Kristur skyldi koma og „dćma lifendur og dauđa". Dómsdagstrúin var mjög mikilvćg miđaldamönnum. Dauđinn var á fyrri hluta miđalda túlkađur sem biđstađa, međvitađur svefn fyrir hinn hinsta dóm. Gröfin, var eins og í gyđingdómi, „hús lífsins og gleđinnar", stađur ţar sem mennirnir biđu međ tilhlökkun og gleđi eftir ţví sem koma skyldi á hinum hinsta degi er englar Herrans blésu í lúđra sína og legsteinum yrđi velt frá gröfum í jarđhrćringum og menn yrđu dćmdir hinum stóra dómi. Kristur kom međ litlum fyrirvara. Ţví var mikilvćgt fyrir ţá dauđu ađ liggja reiđubúnir í gröfum sínum, ţađ voru ţeir ekki í gröfum viđ kirkju sem lögđ hafđi veriđ niđur. Ákvćđi Grágásar eru í fullu samrćmi viđ dómsdagsspár Biblíunnar og beinaflutningsákvćđin eiga vel viđ í landi eldfjalla og jarđskjálfta, sem óneitanlega hafa minnt fólk á fyrirheit Biblíunnar.

Beinin heilla b

FRÁ RANNSÓKN í kirkjugarđinum á Skeljastöđum í Ţjórsárdal 1939. Beinin heilla. Allar upplýsingar um konuna til hćgri vćru vel ţegnar.

Skútustađir b

GAMLA kirkjan á Skútustöđum viđ Mývatn áriđ 1896. Kirkjan hafđi veriđ lögđ af nokkru áđur en myndin var tekin. Bygging ţessi, sem hefur veriđ áţekk kirkjunni á Stöng, sýnir hina sterku formhefđ sem ríkti í íslenskri kirkjubyggingalist frá öndverđu fram á 19. öld. Ljósm. H. Herdegen 1896. Nationalmuseet Kaupmannahöfn.

Ţess má geta ađ ţegar tíund var komiđ á áriđ 1096 eđa 1097 hefur kirkjum vćntanlega fćkkađ til muna hér á landi í kjölfariđ. Gćti ţađ einnig hafa veriđ ástćđa fyrir beinaflutningum á 12. öld og önnur ástćđa ţess ađ kirkjuhald á Stöng lagđist af. Hvert beinin frá Stöng voru flutt vitum viđ ekki, en ţađ hlýtur ađ hafa veriđ til sóknar- eđa graftrarkirkju í sćmilegri fjarlćgđ frá Stöng, ţar sem ţau hafa vćntanlega veriđ sett í fjöldagröf eđa stakar grafir eins og Grágas bođar. Vart hafa beinin veriđ grafin á Skeljastöđum í Ţjórsárdal, ţar sem ekki fundust merki um flutning beina er kirkjugarđur var rannsakađur ţar áriđ 1939. Hugsanlega var grafiđ ađ Skriđufelli, ţar sem vitađ er til ađ hafi veriđ bćnahús eđa ađ landnámsjörđinni Haga, ţar sem vitađ er um kirkjugarđ er kom í ljós er hús var byggt á 6. áratug ţessarar aldar. Á íslandi hafa enn ekki fundist bein, sem flutt hafa veriđ á ţennan hátt, en á Grćnlandi er hugsanlega hćgt ađ finna slík um atburđum stođ.

Tjekkisk manuskript 2

DAUĐIR rísa upp á hinsta degi. Úr tékknesku handriti frá 11. öld.

Viđ fornleifarannsóknir á kirkju ţeirri sem er kennd viđ Ţjóđhildi konu Eiríks rauđa í Brattahlíđ, fundust á fyrri hluta 7. áratugarins nokkrar grafiđ međ beinum, sem höfđu veriđ flutt annars stađar frá. í einni fjöldagröfinni fundust bein 13 einstaklinga, fullorđinna og barna. Ekki er ólíklegt ađ á Grćnlandi hafi veriđ í gildi svipuđ ákvćđi og í Kristinna laga ţćtti í Grágás og ađ bein hafi veriđ flutt frá kirkjum er lagst höfđu af. Hingađ til hefur fjöldagröfin í Brattahlíđ veriđ tengd Ţorsteini Eiríkssyni rauđa. Ţorsteinn var ađ ná í lík bróđur síns, sem hafđi dáiđ á Vínlandi, er hann ţurfti ađ hafa vetursetu í Lýsufirđi í Vestribyggđ. Ţar dó hann sjálfur af sótt og allir hans menn.

Sagan segir ađ lík ţeirra hafi veriđ flutt til Brattahlíđar og ađ prestur hafi sungiđ yfir ţeim. Kolefnisaldursgreiningar, sem nýveriđ voru gerđar á beinunum úr fjöldagröfinni viđ Ţjóđhildarkirkju, sýna, ađ beinin eru frá 12. öld og geta ţví ekki veriđ af Ţorsteini og mönnum hans.

Flutningur á beinum forfeđranna hefur haft afar mikla ţýđingu fyrir fjölskylduna á Stöng. Hún bjó í sjónmáli viđ gáttir helvítis, ţar sem logamir brutust út ađ međaltali einu sinni á mannsćvi, og minntu á hvađ beiđ hinna syndugu. Ţetta hlutverk Heklu ţótti óumdeilanlegt á miđaldavísu og kemur ţađ greinilega fram í áđurnefndri Bók Undranna eftir Herbert kapellán frá Clairvaux, ţegar hann skrifar um íslensk eldfjöll: Hinn nafnfrćgi eldketill á Sikiley, sem kallađur er strompur vítis, - en ţangađ eru dregnar sálir dauđra, fordćmdra manna til brennslu, eins og oft hefur veriđ sannađ, - hann er ađ ţví, er menn fullyrđa eins og smáofn í samjöfnuđi viđ ţetta gífurlega víti.

Höfundur er fornleifafrćđingur.

Grein ţessi birtist fyrst í Lesbók Morgunblađsins 18. janúar 1997.

 

Heimildir:

Sigurđur Ţórarinsson  1952: Herbert múnkur og Heklufell. Náttúrufrćđingurinn 22. árg.; 2.h. , 1952, bls. 49-61.

Vilhjálmur Finsen 1852: Grágás, Islćndingenes Lovbog i Fristatens Tid. Udgivet efter det Kongelige Bibliotheks Haandskrift og oversat af Vilhjálmur Finsen for de nordiske Literatur-Samfund. Förste Del. Text I. Kjöbenhavn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996: Gĺrd og kirke pĺ Stöng i Ţjórsárdalur. Reflektioner pĺ den tidligste kirkeordning og kirkeret pá Island. í J.F. Krřger og H.-R. Naley (ritstj.) Nordsjřen. Handel religion og politikk.  Karmřyseminaret 1994 og 1995, bls. 119-139. Dreyer Bok Stavanger.

Sami 1996: Ved Helvedets Port. Skalk. nr. 4, bls. 11-15.

Myndin efst: HUGMYND höfundar ađ útliti kirkjunnar á Stöng. Teikn. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996

Til vinstri á spássíunni er ýmis konar fróđleikur um Stöng og Ţjórsárdal.


Landnámsvandinn

Ţór og Ţorvaldur

Mikiđ hefur boriđ á ţví í íslenskri fornleifafrćđi, ađ fornleifafrćđingar vilji helst hafa fundi sína sem elsta og gjarnan frá ţví fyrir hefđbundiđ landnám á síđari hluta 9. aldar. Í fyrra heyrđum viđ til dćmis af veiđistöđ (verstöđ) frá ţví fyrir landnám. Ţeir sem höfđu fyrir ţví ađ fara alla leiđ til Íslands frá öđrum löndum til ađ veiđa, voru greinilega ekki ađ hafa fyrir ţví ađ nema land. Fornleifur á sannast sagna dálítiđ erfitt međ ađ skilja slíkar tilgátur (sjá hér).

Allt tal um landnám fyrir 9. öld kemur oft til vegna ţesa ađ kolefnisaldursgreiningar, sem menn fá gerđar á rannsóknarstofum af mismunandi gćđum, sýna aldur sem hćgt vćri međ varúđ ađ túlka ţannig, ađ ţćr sýni aldur löngu fyrir 870 eftir Krists burđ. Engir aldursgreinanlegir forngripir styđja ţó slíkar niđurstöđur og ekki ţekki ég til ţess ađ aldursgreinanleg gjóskulög bendi heldur til ţess. Sumir fornleifafrćđingar og jarđfrćđingar hafa hins vegar ekki túlkađ kolefnisaldursgreiningar međ nógu mikilli varúđ.

Nú er svo komiđ, ađ flestir sem ţekkja nokkuđ til kolefnisaldursgreininga telja ađ ţćr henti einfaldlega ekki vel til ađ aldursgreina atburđi eins og landnámiđ. Ađferđin er einfaldlega of ónákvćm fyrir ţann tíma.

Svo er einnig til í dćminu ađ menn hafi rokiđ í fjölmiđla og hafi lýst yfir stórum hlutum, bara vegna ţess ađ ţeir kunnu ekki ađ lesa ţćr aldursgreiningarniđurstöđur sem ţeir fengu í hendur. Ţetta gerđist áriđ 1985.

Ţá setti Ţorvaldur Friđriksson fornleifafrćđingur, sem í dag er kannski betur ţekktur sem Miđausturlandasérfrćđingur fréttastofu RÚV og skrímslafrćđingur í frístundum, fram ţá tilgátu ađ hann hefđi fundiđ  „keltneskt kristiđ klaustur" frá frá 7. öld á Dagverđarnesi viđ Breiđarfjörđ og međal annars keltneskan steinkross. Ekki var mikill hljómgrunnur fyrir ţessum hugmyndum Ţorvalds, sem hann studdi ţó međ niđurstöđu einnar kolefnisaldursgreiningar sem ađ sögn Ţorvalds sýndi aldursgreininguna 680 +-100 ár.

Ţorvaldur Friđriksson 

 

Sá galli var á gjöf Njarđar ađ Ţorvaldur Friđriksson hafđi fengiđ geislakolsaldur, ţ.e.a.s. talningu sýnisins, sem var 680 ár (BP/ fyrir 1950) +/- 100 ár. Ţegar ţađ hefur veriđ umreiknađ og leiđrétt međ alţjóđlegum leiđréttingatöflum, (kalibreringum / Calibrations), sem kolefnisaldursgreiningarsérfrćđingar hafa unniđ vegna ţess ađ magn geislakols í andrúmslofinu var mismunandi á hinum mismunandi tímum sögunnar, ţá er aldursgreiningin á sýninu sem greint var á rannsóknarstofu í Ţrándheimi viđ 1 stađalfrávik (68% líkur) 1225-1394 e. Kr.; Og viđ 2 stađalfrávik (95% líkur) 1057-1435 e. Kr. Ţetta er ţví mjög breiđ aldursgreining, sjá hér, en sýnir líklega ađ viđur sá sem mćldur var fyrir Ţorvald hafi veriđ kolađur á Dagverđarnesi á 13. eđa 14. öld eđa jafnvel síđar.

Ţví miđur, engir Keltar, engin klaustur einsetumanna, ekkert Guiness eđa 1200 ára whisky á Dagverđarnesi. Ţađ voru hugarórar líkt og ţegar sumir fréttamenn telja fólki trú um ađ ríki sem heitir Palestína hafi veriđ til, ađ Hamas séu góđgerđarsamtök og ađ Ísrael hafi hafiđ sex daga stríđiđ.

Myndirnar hér fyrir ofan birtust í DV 17. júlí 1985

Dagverđarnes
Birkikol frá Dagverđarnesi viđ Breiđafjörđ

Feneyjaskál

glerskál Ţjms. 3393 ljósm Vilhjálmur Örn
 

Oft er ekkert vitađ um uppruna gripa eđa aldur. Dćmi eru einnig um ađ góđir gripir í söfnum sem er sagđir úr eigu landskunnra manna geti međ engu móti hafa tilheyrt ţeim, ţar sem gripirnir eru miklu eldri eđa oftast yngri en persónan sem talin er hafa átt ţá. Ţannig er ţessu til dćmis fariđ međ skálina sem hér sést á myndinni. Ţegar hún kom á Forngripasafniđ (síđar Ţjóđminjasafniđ) áriđ 1899 og fékk númeriđ Ţjms. 3393, skrifađi Sigurđur Vigfússon svo um gripinn:

,,Kér úr postulíni (porselín) ţađ er eginlega međ forngrísku lagi, skálin flöt 4 3/4 ţuml. í ţvermál, og međ lágum fćti eđa stétt undir er slćr sér út ađ neđan: ađ innan er skálin hvít, en ađ utan er kériđ alt međ kaffibrúnum rósahríslum ţó mjög einkinnilegum, og ţannig er kériđ alt fallegt, og ólíkt samskonar gripum frá vorum tímum. Kériđ er ţunt og postulíniđ mjög gagnsćrt, er ţví af ţví vandađasta (fínarte). Kér ţetta hefir átt Stađarhóls Páll, hann er nafnkéndur mađr sem kunnugt er, hafi ţađ ávalt haldist í ćttinni sem minjagripur, skal eg setja hér skriflega skyrslu frá seljanda P.T. Eggerz í Akureyum í Breiđafirđi: Ţetta kér hef eg átt, og gaf fađir minn mér ţađ, og sagđi föđur sínum séra Eggert á Ballará, og hann eptir sínum föđr Jóni, og svo framvegis hver ţeirra forfeđra fram af öđrum, ađ kériđ vćri frá Stađarhóls Páli, og ađ hann hefđi átt ţađ. Ţannig hefir keriđ geimst sem uppáhaldsgripir í ţessari ćtt, ţar ţađ er kunnugt ađ séra Eggert afi minn, er í beinum karllegg komin af Stađarhóls Páli. Páll lifđi á 16 öld."

Páll Jónsson, sem er best ţekktur sem Stađarhóls-Páll, um 1534-1598 var sonur Jóns Magnússonar ríka á Svalbarđi og Ragnheiđar á rauđum sokkum. Hann var sýslumađur og bjó m.a. á Stađarhóli í Dalasýslu en lengst af á Reykhólum í Reykhólasveit.  Páll nam í Munkţverárklaustri og einnig utanlands. Hann var talinn einn mestur lagamađur á sinni tíđ og ţótti heldur harđdrćgur í viđskiptum. Hann kvćntist Helgu Aradóttur sem var dóttir Ara sonar Jóns biskups Arasonar.

En setjum punktinn viđ Pál hér, ţví hann átti alls ekki skálina, sama hve lögfróđur og harđdrćgur hann var. Skálin sú arna er nefnilega ekki úr postulíni og getur ekki hafa veriđ í eigu Páls, ţví hún er frá lokum 17. aldar eđa byrjun ţeirrar 18., ađ ţví er fremstu sérfrćđingar telja.

Fyrir alllöngu ţegar ég tók fyrst eftir skálinni á Ţjóđminjasafni Íslandi, undrađi ţađ mig mjög ađ skálin vćri skráđ sem postulín, ţví hún var greinilega ekki úr postulíni. Nýveriđ sendi ég ljósmynd af skálinni til sérfrćđinga í gleri viđ British Museum og á glersafninu í Feneyjum, dr. Aileen Dawson og Vladimiro Rusca. Ţau eru sammála um ađ skálin sé frá ţví rétt fyrir eđa eftir 1700. Skálin er hugsanlega gerđ í Feneyjum en einnig getur komiđ til greina ađ hún hafi veriđ gerđ í öđrum löndum.

Skálin er gerđ úr svokölluđu mjólkurgleri, lattimo eđa laterolo sem fariđ var ađ framleiđa í Feneyjum (Murano) ţegar á 15. öld. Slíkt gler var einnig kallađ porcellano, ţví í upphafi var ţetta hvíta gler búiđ til til ađ líka eftir dýru, kínversku postulíni sem barst til Evrópu. Ţví er engin furđa ađ menn hafi ruglast á ţessu og postulíni. Síđar voru gripir úr lattimo-gleri framleiddir í mörgum öđrum löndum, m.a. á Spáni og í Sviss á 18. öld.

Samkvćmt Vladimiro Rusca á Museo del Vetro di Murano, var skálin handblásin og gerđ međ ţví ađ mjólkurglermassinn var rúllađur á járn- eđa koparplötu ţar sem á hafđi veriđ stráđ litlum brotum af lituđu gleri, í ţessu tilviki rauđu. Ţessi brot voru svo brćdd og unnin inn í hvíta glermassann. Glersérfrćđingurinn Vladimiro Rusca telur einnig ađ kristöllum, sem sjást á yfirborđi glersins, hafi veriđ stráđ í hvítan massann áđur en skálin var blásin.

Reyndar er ekki útilokađ ađ skálin hafi veriđ gerđ í Hollandi. Međal gyđinga sem fluttu til Hollands á 17. öld voru margir glermeistarar. Í hverfum gyđinga viđ Waterlooplein í Amsterdam og Rozenstraat i hverfinu Jordaan, ţar sem langafi minn bjó á tímabili, voru glerverkstćđi, t.d. Rósirnar tvćr (De Twee Rozen) sem rannsakađ var af fornleifafrćđingum áriđ 2006 (sjá hér). Ţar voru fyrst og fremst framleiddar perlur. Indíánar voru ólmir í glerperlur frá Amsterdam og Hollendingar keyptu Manhattaneyju fyrir lítinn poka af slíkum perlum. Skálin hér fyrir neđan, sem fannst viđ fornleifarannsóknir í gyđingahverfinu í Amsterdam, er frá 17. eđa 18. öld og gćti veriđ hollensk. Hún er gerđ međ sömu tćkni og skálin á Ţjóđminjasafni. 

Skál Amsterdam Waterloplein

Sem sagt, skálin sem ranglega var eignuđ Stađarhóls Páli, er úr gleri en ekki postulíni, og var kominn tími til ađ leiđrétta ţađ.

En merkilegast ţykir mér ađ svona góđur gripur hefur borist til Breiđafjarđar fyrir 300 árum síđan og ađ skálin hafi varđveist heil í 200 ár áđur en hún kom á Ţjóđminjasafniđ.

Ég ţakka Aileen Dawson og Vladimiro Rusca fyrir hjálp og upplýsingar.

Ítarefni:

Theuerkauff-Liederwald, A.-E. (1994). Venezianisiches Glas der Kunstsammlungen der Veste Coburg. Luca Verlag Lingen. (Myndir nr. 608,609).

http://www.hebrewhistory.info/factpapers/fp006-4_glass.htm  Síđunni hefur ţví miđur veriđ lokađ.

Gawronski Jerzy, Michel Hulst, Ranjith Jayasena en Jřrgen Veerkamp (2010) Glasafval op het achtererf. AAR (Amsterdamse Archeologische Rapporten) 50.


Laxerolían á Dauđahafsrúllunum

 BSBA360402003L

Mađur er nefndur Kaare Lund Rasmussen. Hann er prófessor í eđlisfrćđi viđ Syddansk Universitet í Óđinsvéum, en var áđur m.a. forstöđumađur C-14 aldursgreiningarstofunnar á Ţjóđminjasafni Dana, sem ţví miđur hefur veriđ lögđ niđur. Kaare er einn af mörgum náttúruvísindamönnum sem ég hef kynnst sem hefur brennandi áhuga á laun fornleifafrćđilegra vandamála. Ég leyfi mér ađ segja ađ hann sé einn sá fremsti í ţeirri röđ raunvísindamanna sem hafa áhuga á sögunni. Hann tekur á vandamálunum eins og sannur fornleifafrćđingur. Kaare er líka einn af ţessum mönnum sem tekist hefur ađ velja sér skemmtilegustu verkefnin, eđa ţau hafa valist af honum. Hann hefur aldursgreint sýni frá Ţjórsárdal fyrir ritstjóra Fornleifs.

Eitt merkilegasta verkefniđ sem sem Kaare Lund Rasmussen hefur tekiđ ađ sér er ađ mínu mati aldursgreiningavandamáliđ varđandi Dauđahafsrúllurnar svonefndu frá Qumran í eyđimörk Júdeu. Rúllurnar fundust í krukkum í hellum á árunum 1947-56. Fimm ţeirra fundu bedúínar og 6 uppgötvuđu fornleifafrćđingar síđan. Í rúllunum eru ađ um 800 mismunandi skjöl eđa bćkur, misstjórar og af mismunandi gerđ. Textarnir eru mestmegnis á hebresku, en einnig eru skjöl á arameísku og grísk, mest textar úr ţví sem kristnir kalla Gamla testamentiđ en einnig nokkur fjöldi brota veraldlegra. Rúllurnar fundust ađ ţví ađ er taliđ er í 11 mismunandi hellum. Ţau eru nú til sýnis í Jerúsalem (nokkur brot eru varđveitt í Amman). Hćgt er ađ lesa sum handritanna hér.

Brot af Dauđahafsrúllunum

 

Sum handritanna frá Qumran eru mjög brotakennd.

Er fyrst var fariđ ađ aldursgreina rúllurnar međ AMS-geislakolsađferđinni, sem leyfir miklu minni sýnastćrđ en viđ venjubundnar geislakolsaldursgreiningar, komu ţćr aldursgreiningar á óvart. Ţćr sýndu miklu yngri aldur en ţann sem guđfrćđingar, sérfrćđingar í málvísinum og fornleifafrćđingar höfđu ćtlađ. En mest var líklega örvćntingin međal kristinna frćđimanna, sem eins og flestir vćntust aldurs frá ţví 300 f. Kr. fram á 1. öld  e. Kr.  En fyrstu C-14 aldursgreiningarnar sýndu miklu yngri aldursgreiningar, ţ.e.a.s. frá 3 öld e. Kr., og ţar sem Jesús var hvergi nefndur í rúllunum var komiđ babb í bátinn. Gat ţetta veriđ fornleifafrćđileg/raunvísindaleg sönnun ţess ađ Jesús hafi aldrei veriđ til? Trúleysingjar voru farnir ađ gleđjast.

Kaare Lund Rasmussen og samstarfsmađur hans heyrđu um vandamáliđ varađand misrćmiđ á milli aldurs geislakolsgreininganna og aldursgreininga annarra vísindamanna. Kaare eygđi lausn á á mótsögninni á milli vćnts aldurs og geislakolsaldursgreininganna. Ţegar hann fór ađ kanna sögu rannsókna á rúllunum, kom í ljós ađ á 6. áratug 20. aldar höfđu menn notađ laxerolíu (ameríska olíu, olíu úr plöntunni Ricinus communi), til ađ hreinsa handritin og til ađ gera bókstafina á ţeim skýrari viđ lestur á bókfellinu og papýrusinum. Olían sogađist inn í ţessar lífrćnu leifar. Ţetta gerđist ţegar rúllurnar voru varđveittar á Rockefeller safninu í Austur-Jerúsalem.

Kaare Lund Rasmussen benti á, og sannađi síđar, viđ nokkrar mótbárur ísraelsk fornleifafrćđings sem ekki kunni ađ reikna, ađ laxerolían mengađi sýnin ţannig ađ aldurgreiningarnar sýndu miklu yngri aldur en ţau ćtt ú í raun og veru ađ gera. Ef laxerolían yngir handritin er ekkert mark takandi á geilskolsaldursgreiningum á leifum Dauđahafsrúllanna.

Nú hefur Rasmussen og samverkamenn hans hins vegar ţróađ ađferđ til ađ hreinsa olíuna úr sýnunum áđur en aldursgreining fer fram, en enn bíđa ţeir eftir leyfi frá yfirvöldum í Ísrael til ađ aldursgreina sýni sem má hreinsa og aldurgreina. Auđveldara er líklega ađ fá 1000 hryđjuverkamenn úr haldi í Ísrael en ađ fá sýni til aldursgreiningar á ţjóđararfi gyđinga.

Hellar í Qumran
Ţađ er ţurrt í Qumran.

Dauđahafsrúllurnar eru ţví enn taldar vera frá frá árunum 250 f. Kr. til 68 e.Kr.,ađ ţví er viđ best vitum, ţótt Jesús sé ţađ hvergi nefndur. Jesús kemur í raun og veru ţessum rúllum ekkert viđ. Katólskir frćđimenn settust á rannsóknir á ţessum rúllum í upphafi og ţótt ţćr vćru komnar undir verndarvćng Ísraels eftir 1967 fengu frćđimenn sem voru gyđingar ekki ađgang ađ gögnunum fyrr en á 8. og 9. áratug 20. aldar. Kristnir frćđimenn vilja sjá einhver tengsl milli hinnar gyđinglegu trúdeildar sem bjó og varđveitti rúllurnar í Qumran og fyrstu kristnu mannanna. Ekkert slíkt kemur fram á rúllunum eđa í öđrum minjum í Qumran. Enginn verđur, eins og kunnugt er, spámađur í sínu eigin landi og sérstaklega ekki sonur einhvers snikkara frá Nasaret. Ef Jesús hefđi veriđ sonur lćknis eđa Nóbelsverđlaunahafa hefđi hann kannski fyrr komist á blöđ sögunnar.  

Ítarefni:

Kaare Lund Rasmussen,  Kaare Lund, van der Plicht, J., Doudna, G., Nielsen, F., Hřjrup, P., Stenby, E.H., Pedersen, C. Th., 2009:  THE EFFECTS OF POSSIBLE CONTAMINATION ON THE RADIOCARBON DATING OF THE DEAD SEA SCROLLS II: EMPIRICAL METHODS TO REMOVE CASTOR OIL AND SUGGESTIONS FOR REDATING, RADIOCARBON, Vol 51, Nr 3, 2009, p 1005–1022.

Rasmussen, Kaare Lund, van der Plicht, J., Cryer F.C.,  Doudna, G., Cross, F.M.,  Strugnell, J. 2001. THE EFFECTS OF POSSIBLE CONTAMINATION ON THE RADIOCARBON DATING OF THE DEAD SEA SCROLLS I: CASTOR OIL . RADIOCARBON, Vol 43, Nr 1, 2001, P 127-132.

Bedúínar sem fundu

Bedúínahirđingjarnir Muhammed edh-Dhib (Úlfurinn) Ahmad el-Hamid, Jum’a Muhammed Khalil og Khalil Musa fundu fyrir tilviljun fyrstu rúllurnar í Qumran áriđ 1947. Myndin efst er af fornleifafrćđingnum G. Lankester Harding og dómíníkanaprestinum Roland de Vaux, stjórnanda École Biblique et Archéologique Française í Jerúsalem, viđ rannsóknir í einum hellanna í Qumran.


Glerbrot í Reykholti

Glös af sömu gerđ og Reykholgsbikar

Íanda sumra kollega minna á Íslandi (sbr. hér) sletti ég hér vafasamri tilgátu, ţótt gúrkutíđinni í fornleifafrćđinni sé vćntanlega lokiđ í ár: Snorri Sturluson var veginn í kirkjunni í Reykholti áriđ 1241, ţar sem hann var ađ drekka af messuvíni úr forláta glerbikar frá Frakklandi. Hann missti glasiđ, sem brotnađi, og lét ţá ţessi orđ falla."Veriđ sparsamir á víniđ, piltar". Hné han svo niđur og var örendur.

Ég leyfi mér ađ álykta svo fjálglega, ţar sem í kirkjurúst einni í Reykholti hafa fundist brot úr vínglasi úr gleri. Mér ţykir líklegt er ađ Skúli jarl hafi gefiđ Snorra glasiđ og fimm önnur áriđ 1238 úti í Noregi, um leiđ og hann gaf honum jarlstignina. Gissur Ţorvaldsson, tengdasonur Snorra, sá glösin og vildi eignast ţau, (eđa réttara sagt eiginkona Gissurar). Hann eignađist fimm, ţví ţađ sjötta datt á gólfiđ í holrýminu undir kirkjugólfinu, ţar sem Gissur og ESB-sinnar 13. aldar réđust ađ Snorra og drápu hann. Hafđi Snorri ţá nýlokiđ ađ gefa út Heimskringlu og var enn ađ halda upp á ţađ eins og rithöfundar eiga ţađ til ađ gera. Gissur Ţorvaldsson tćmdi síđan vín- og ölkjallara Snorra, sem var undir kirkjugólfinu. Víniđ var haft ţar til öryggis. Gissur naut góđs af veigunum er hann undirbjó Gamla Sáttmála.

Snorri Killed

Snorri veginn. Lýsing úr Borgarhandriti,  AM 100 Foolio. Ólafur forvörđur telur lýsinguna falsađa, enda er tölvulykt af henni

 

Nú hefđi ţessi glannalega tilgáta veriđ ágćt og vel gjaldgeng í fréttir RÚV-Sjónvarpsins, eins og konan međ sjúkdóm fílamannsins, sem ađ sögn fannst ađ Skriđuklaustri nú fyrr í sumar, eđa eskimóakonurnar sem fundust líka ţar eystra fyrir nokkrum árum síđan. Ţćr fréttir, eins og margar ađrar furđufréttir RÚV, eru lýsandi dćmi um ţađ ástand sem skapast er fréttamenn og fornleifafrćđingar hafa misskiliđ hlutverk sitt og búa til fréttir í stađ ţess ađ greina frá ţeim.

Bikarinn, sem glerbrotin í Reykholti eru úr, er frá 14. öld.

Glas frá Reykholti

Glerbikarinn frá Reykholti, eđa réttara sagt brotin úr honum, voru til sýnis í Ţjóđminjasafninu í heilt ár (2009) á lítilli sýningu sem fjallađi um allar rannsóknirnar á guđshúsum í góđćrinu í fornleifarannsóknum á Íslandi, sem nú er víst lokiđ vegna fjárhagsvandans á Íslandi. Sýningin bar heitiđ Endurfundir. Á sýningunni mátti finna brot af bikarnum úr Reykholti í glerskáp. Afar fátćklegar upplýsingar fylgdu. Reyndar stóđ í sýningartexta, ađ glasiđ vćri frá 13.-14. öld, sem er ekki alveg rétt. Sérfrćđingar telja ađ minnsta kosti ađ vínglös ţessi séu frá tímabilinu 1300-1350. Snorri gćti ţví ekki međ góđu móti hafa drukkiđ af ţessum glerbikar, nema ađ hann hafi drukkiđ í gegnum einhvern. 

Ţađ furđađi mig, er ég sá ţessi merku glerbrot úr Reykholti í fyrsta sinn á Ţjóđminjasafninu í áriđ 2009, ađ ţar var ţví haldiđ fram ađ glasiđ hafi veriđ altariskaleikur. Glerílát frá ţessum tíma, sem og síđar, gátu ekki veriđ vasae sacrae, eđa heilög ílát, á altari í kaţólskum siđ á miđöldum. Sakramentin, líkama Krists, varđ prestur ađ bera fram í ílátum úr góđmálmi. Oblátuna, líkamann, á patínu og víniđ, blóđiđ, í kaleik úr silfri eđa gulli.

Glerbikarinn hefur ţví sennilegast brotnađ í kirkjunni í hefđbundinni fornicationi ecclesiae. Margir Íslendingar eru sem kunnugt er komnir af kaţólskum biskup og margir hverjir líka af ábótum sem stunduđu saurlifnađ. Kirkjur landsins voru fyrr á tímum oft ekki mikiđ betri en gluggalausa kompan í Bústađakirkju, ef sögur af  henni er eru sannar. Ţađ ţarf ţó ekki neina sannleiksnefnd til ađ segja meira um glerbikarinn frá Reykholti, eđa ţađ sem fornleifafrćđingarnir sem stjórnuđu ţeirri rannsókn vita greinilega ekki og miđla ekki til fólksins í landinu.

Bikarinn frá Reykholti er mjög líklega franskur. Svipuđ glös hafa t.d. fundist í Hollandi og á Bretlandseyjum (Sjá myndina efst). Glerbikar, sem fannst í kastalanum Niewendoorn norđur af Alkmaar í Hollandi og í rústum Ludgershall kastala í Wiltshire á Bretlandseyjum, gefa góđa hugmynd um hvernig svona glös litu út óbrotin. Ţetta hafa veriđ dýrindis hlutir, sem líklega hafa kostađ hátt í kýrverđ. En evrópsk samhengi glerbikarsins í Reykholti hefur greinilega ekki veriđ mikiđ áhugamál ţeirra  ţá sem rannsakađ hafa fornleifar á síđustu árum í Reykholti.

Ţađ vekur athygli mína, ađ á vef Skálholtskirkju var ţví haldiđ fram nýlega, ţegar kirkjan fékk nýjan kaleik í gömlum stíl, ađ kaleikar hafi fyrrum veriđ úr gleri, tré og leir. Ţetta er hiđ mesta rugl. Ţađ var ekki fyrr en eftir 1962 ađ kaţólska kirkjan leyfđi kaleika úr öđru efni en góđmálmum, gylltum málmblöndum eđa bergkristal. Á Íslandi er reyndar til kaleikur úr kókoshnotu međ silfurumbúnađi, en hann er úr lútersku kirkjuhaldi.

Almenn kirkjusaga er kannski ekki kennd lengur á Íslandi, og greinilegt er ađ fornleifafrćđingurinn, sem setti glerbikarinn á sýninguna á Ţjóđminjasafninu, er heldur ekki sleipur í miđaldafrćđum, enda hefur ţađ sýnt sig áđur, og býst ég viđ ţví ađ hún taki ţeim dómi ekki illa, enda ţaulvön ađ venja ađra um slćleika í frćđunum, eins og frćgt er orđiđ og dómur fallinn um. Sjá hér .

Nú verđur ekki meiri sannleika hellt í barmafullan bikarinn frá Reykholti... en auđvitađ álíta einhverjir ađ ţetta sé eitur sem í bikarinn fór, ţví gagnrýni er illa tekin í íslenskri fornleifafrćđi. Verđur saga glerbikarsins í Reykholti örugglega skráđ án ţess ađ ţessi athugasemd Fornleifs verđi nefnd. Ţađ er ţó alltaf auđveldara ađ vita betur ţegar mađur veit ekki neitt. Hér neđar er vinsamlegast tilvitnun í grein sem hćgt vćri ađ kynna sér.

Heimildir:

Harden, D.B. 1975: Table-glass in the Middle Ages. Rotterdam Papers II, A contribution to medieval archaeology.[Teksten van lezingen, gehouden tijdens het Symposium 'Woning en huisraad in de Middeleeuwwen' te Rotterdam, van 29 t/m 22 maart 1973] Uitgegeven onder dedactie van J.G.N. Renaud, Rotterdam 1975, bls. 35-45.

Grein ţessi er stytt útgáfa af ţessari fćrslu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband