Ţegar Ali fann innsigli séra Bernharđs í Varde

Bernard

Anno 1982 tók ég ţátt í fornleifarannsókn á fornum kirkjugarđi Sct. Nikolaj kirkju í Varde, bć á Vestur-Jótlandi. Stjórnanda rannsóknarinnar Mogens Vedsř, eldri nema í miđaldafornleifafrćđi viđ Árósarháskóla, bráđvantađi stúdent til ađ grafa međ sér og öđrum nema, Peter Pentz. Rannsóknin var í tímaţröng og nćturfrost voru farin ađ skella á.

Kirkjan hafđi veriđ rifinn fyrr á öldum en leifar hennar sýndu, ađ hún hefđi ađ einhverju leyti veriđ byggđ úr basaltsteini frá Rínarsvćđinu (frá nágrenni Kölnar) líkt og margar kirkjur á SV-Jótlandi. Steinninn var fluttur til Jótlands međ mikilli fyrirhöfn á 12. og 13. öld. Kirkjugarđinn ţurfti nú ađ rannsaka, ţví bílastćđi fyrir einhverja verslun átti ađ vera ţar sem fyrri kynslóđir íbúa Varde höfđu veriđ lagđir til hinstu hvílu.

Ţarna voru rannsakađar um 350 beinagrindur, flestar mjög vel varđveittar. Einnig munu ţarna, áđur en ég kom til starfa, hafa fundist leifar stafkirkju, sem líklega hefur stađiđ ţarna áđur en kirkja úr steini var reist á 12. öld. Tíminn til rannsókna var skammur. Ég var settur í barnabeinagrindurnar, ţar sem Peter gat ekki hugsađ sér ţađ, ţar sem beinagrindurnar minntu hann víst á börnin hans.

Sct Nicolai Varde lille
Peter Pentz grefur upp bein í Varde

Viđ höfđum tvo atvinnuleysingja okkur til ađ hjálpar. Einn var dálítiđ seinţroska ,en hinn var skađađur af drykkju. Ég gat ekki alltaf skiliđ ţá félaga, ţví ţá átti ég erfitt međ vesturjóskuna. Ţar sem ég var víst eini mađurinn međ dökkt, hrokkiđ hár í Varde á ţessum tíma og ţessir kynlegu kvistir höfđu ađeins séđ og heyrt talađ um múslíma í sjónvarpinu, kölluđu ţeir mig Ali, ţví ţeim ţótti ég líkum einum slíkum. Ţeir voru handvissir um ađ ég vćri kominn til bćjarins til ađ stela frá ţeim stúlkunum eđa einhverju öđru verđmćtu. Ég var hins vega ţarna ađeins til ađ grćđa pening og man ađ ég pantađi mér flugmiđa til Íslands úr eina peningasímanum á torginu í Varde. Ţá kostađi meira ađ fara til Íslands í krónum taliđ en nú.

Ég var einnig svo lánssamur ađ finna eina bitastćđa forngripinn viđ rannsóknir á Sct. Nikolaj í lok nóvember 1982. Ţađ var hálfur innsiglisstimpill sem ég fann viđ lćrlegg beinagrindar. Ţetta var gömul beinagrind, og hafđi gröfin, sem innsigliđ var í, raskast af yngri gröfum, ţannig ađ ţađ eina sem eftir var af hinum látna var lćrleggur. Ég fann innsigliđ á síđast degi mínum í rannsókninni, og viđ ţrír fornleifanemarnir vorum allir á leiđ til Árósa í helgarfrí.

Innsiglisstimplar látinna manna voru oft höggnir í tvennt á miđöldum, líkt kreditkort eru ţađ í dag, til ađ komast í veg fyrri skjalafals og ţjófnađ ađ mönnum látnum. Ţess vegna finnum viđ mjög oft brotin innsigli manna í gröfum ţeirra.

Međal ţess sem hćgt var ađ lesa á innsiglinu, sem hér er sýnt feitletrađ, og ţess sem hćgt er ađ geta sér til um, annađ hvort sem ţađ var (skammstöfun sem hér er sýnd í  sviga) eđa [ţađ sem vantađi, sem hér er sýnt á milli hornklofa], var:

S(IGILLUM): BERN[ARDI:]  [SACER]DOTIS

sem útleggst Innsigli Bernharđs Prests. Viđ Mogens Vedsř komum viđ á borgarbókasafninu í Árósum til ađ skođa yfirlitsrit um miđaldainnsigli í Danmörku, en ţar var ekki ađ finna teikningu af vaxi međ líkri innsiglismynd. Ţá datt Mogens Vedsř ađ líta í Resens Atlas, verk sem Peter Hansen Resen frćđimađur og borgarstjóri í Kaupmannahöfn á 17. öld safnađi efni í.

Resen sankađi ađ sér alls kyns fróđleik á 17. öld, sem var ţó fyrst gefiđ út ađ hluta til á 20. öld. Resen hafđi fyrir siđ ađ láta teikna fyrir sig vaxinnsigli miđaldabréfa sem hann frétti af í söfnum. Viđ fundum fljótt innsiglismynd sem tilheyrt hafđi Bernharđi Boossen (eđa Bosen) kanoka í Kaupmannahöfn. Sá sem teiknađ hefur innsigliđ fyrir Resen hefur ekki haft fyrir ţví ađ teikna textann, og líklega hefur myndin í vaxinu veriđ óskýr (sjá myndina efst og teikninguna hér fyrir neđan). En stjarnan og nafniđ sem Resen skráđi í texta sinn bendir til ţess ađ Bernard Boosen hafi endađ daga sína í Varde af einhverjum ástćđum. Vaxinnsigli Bernhards prest, sem Resen lét lýsa var eldi ađ bráđ er Englendingar létu kúlum rigna á Kaupmannhöfn áriđ 1807. Innsigliđ hékk viđ bréf frá 1389.  Aldur bréfsins kemur vel heim og saman viđ aldur innsiglisins eins og greina má hann eftir stafagerđinni og sporöskjulaginu.

Berent Boossen

Innsigli Berents Boossen í Atlas Resens

Viđ munum líklega aldrei fá vitneskju um, hvernig dauđa Bernharđs Boosens bar ađ í Varde, en hugsast getur ađ hann hafi veriđ ćttađur frá Jótlandi og veriđ ţar í heimsókn er hann lést.

Frekari upplýsingar um innsigli á miđöldum er hćgt ađ nálgast í tveimur greinum eftir mig í Árbók hins Íslenzka Fornleifafélags áriđ 1981 og 1984

Ítarefni:

Vedsř, Mogens og Pentz, Peter. Bernhards Segl. Skalk 1985/1,  bls. 11-15.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband