Ekki er öll vitleysan eins
9.11.2011 | 19:43
Þorláksbúð hin nýja er ekki þau stóru verðmæti sem Árni Johnsen þingmaður heldur fram að hún sé. Kannski eru þetta verðmæti á nútímamælikvarða, en menningarleg verðmæti verður endurreisn Þorláksbúðar aldrei, meðan hún er reist á fornminjum, sem ekki hafa verið rannsakaðar að fullu. Framgangsmátinn við gerð Þorláksbúðar og undirbúningur fyrir hana eru afar ljót dæmi um íslenska stjórnarhætti og frekju þingmannapotara sem þurfa að líða undir lok, ef íslenska þjóðin á að eiga sér einhverja von.
Það er mikið fagnaðarefni, að Húsafriðunarnefnd Ríkisins hefur nú stöðvað byggingu "21. aldar fornleifa" við 20. aldar byggingar í Skálholti.
Það er að sama skapi grátbroslegt að þurfa að vera vitni að því, að hin frekar klunnalega, íslenska steinsteypubyggingarlist 20. aldar, sem venst með tímanum, varni því að tómt rugl eins og að Þorláksbúð hin nýja verði byggð ofan á friðuðum fornminjum.
Rúst svonefndrar Þorláksbúðar var friðuð árið 1927. Árið 2009 var hún rannsökuð af starfsmönnum Fornleifastofnunar Íslands hf vegna fyrirhugaðra áforma um endurreisn Þorláksbúðar. Niðurstaða þeirra rannsóknar hefur hvorki verið aðgengileg á heimasíðu Fornleifastofnunar Íslands hf né á vefsíðu Fornleifaverndar Ríkisins. Ekki hefur tekist að finna röksemdir Fornleifaverndar Ríkisins fyrir því að rannsóknin árið 2009 gæfi kost á því að reistar yrðu eftirlíkingar fornleifa ofan á raunverulegum fornleifum.
Við rannsóknina árið 2009 kom í ljós, að rústin hafði, eins og menn töldu sig vita, verið "rannsökuð" að hluta til árið 1954, er fornleifarannsóknir fóru fram í Skálholti undir stjórn Norðmannsins Haakons Christies. Við fornleifarannsóknina árið 2009 kom í ljós að þarna voru eldri byggingarskeið undir yngstu rústinni og sömuleiðis fornar grafir. Fornleifafræðilega var rannsóknin árið 2009 ekki sérstaklega merkileg, þar sem grafinn var langskurður eftir í rústinni endilangri í stað þess gera þversnið, sem þætti eðlilegra aðferðafræðilega séð.
Þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar Mjallar Snæsdóttur hjá Fornleifastofnun Íslands, ákvað Fornleifavernd Ríkisins, sem á að fylgja lögum, að gefa leyfi til þess að hlaða veggi fyrir endurgerð nútímabyggingar beint ofan á friðaðar rústir. Það er ekkert annað en lögbrot !
Er forstöðukona Fornleifaverndar Ríkisins, Kristín H. Sigurðardóttir undir hæl dellugjarnra stjórnmálamanna og héraðshöfðingja í einhverri leikmyndagerð, eða telur hún bara að lög um fornleifar beri að túlka eftir geðþótta sínum, þegar hún ákveður á skjön við lög og reglur að leyfa byggingu gervifornleifa ofan á ekta fornleifum?
Ef Kristín Huld Sigurðardóttir hefði unnið eðlilega að leyfisveitingunni, hefði þetta mál aldrei þurft að fara eins langt og það er nú komið í eintómum skrípaleik. Ef hún hefði unnið vinnuna sína hefði ekki þurft að nota "listrænt gildi" Skálholtskirkju hinnar steinsteyptu til að bjarga því að alvarlegt menningarsögulegt slys ætti sér stað.
Fornleifavernd Ríkisins ber mikla sök í þessu máli og skil ég vel að starfsmaður sem ég talaði við þar á bæ eftir hádegi í dag (9. nóvember 2011) hafi ekki viljað tjá sig og hafi bent á yfirmann sinn Kristínu H. Sigurðardóttur, sem er vitanlega hin eiginlega ljósmóðir andvana barns Árna Johnsens og félaga ofan á friðuðum fornleifum í Skálholti.
Húsafriðunarnefnd á allar þakkir skyldar fyrir að stöðva tragíkómískan skrípaleik byggingameistarans Árna Johnsens, sem er hvorki menningarlegur né verðmætaskapandi.
Ítarefni:
Mjöll Snæsdóttir 2009: Könnunarskurðir í svonefnda Þorláksbúð í Skálholti.Skýrsla Fornleifastofnunar Íslands FS435-09041.
Skýrsluna yfir rannsóknina árið 2009, sem gerð var fyrir Félag til endurreisnar Þorláksbúðar, með leyfi Fornleifaverndar Ríkisins, Fvr 2009070023/KHS, er hægt að fá senda í tölvupósti með því að hafa samband við Fornleifastofnun Íslands og biðja um hana.
Ljósmyndin efst er úr skýrslunni sem Fornleifastofnun Íslands gerði. Varist að rugla saman Fornleifavernd Ríkisins og Fornleifastofnun Íslands. Síðastnefnda "stofnunin" er fyrirtæki sem ungað var út með hjálp ákveðins enntamálaráðherra og stundum mætti halda að "stofnunin" haldi að hún sé ríkisapparat. Ekki hefur samband Fornleifaverndar Ríkisins og Fornleifastofnunar Íslands verið sérlega friðsamlegt, en það er svo önnur saga.
Sjá einnig fyrir færslu á Fornleifi: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1193274/
Flokkur: Fornleifar | Breytt 11.11.2011 kl. 00:22 | Facebook
Athugasemdir
Ég get ekki séð mikil mun að byggja Þorláksbúð á þessum reit og byggja yfir það sem undir er og ekki hefur verið full kannað, Skálholtskirkja var byggð 1956 á reit sem hefði mátt skoða betur hún er eftirlíking af miðaldarkirkjunum og þá helst talað um Ögmyndarkirkju sem var í stíl við miðaldarkirkjuna svo að copy past er ekkert nýt af nálini umræður um bygginguna eru frá 1992 ef ekki eldra.
Ef menn hefðu vilja varveita fornminjar þá hefði Skálholtskirkja hin nýja átt að vera annar staðar svo og aðra byggingar.
Meðal þess sem nefndin bendir á í sinni álitgerð er að þótt Skálholtskirkja sé veglegt hús sé aðstöðu í kirkjunni nokkuð ábótavant. "Til greina kemur að dýpka kór hennar og bæta aðbúnað í skrúðhúsi. Þórláksbúð er forn tóft norðan við kirkjuna. Hlutverk búðarinnar til forna er ekki þekkt með vissu. Til álita kemur að endurbyggja Þorláksbúð þannig að hún mætti hvort tveggja endurspegla forna byggingargerð og nýtast í tengslum við kirkjulegar athafnir," segir í nefndaráliti.
Rauða Ljónið, 9.11.2011 kl. 21:29
Rautt Ljón. Ef merkilegar fornminjar hafa verið eyðilagðar við bygingu Skálholtskirkju, er þá þar af leiðandi ekkert athugavert að eyðileggja meira?
Hvaða kirkjulegu athafnir gæti þessi skúr nýst í? Ég vil fá að vita það, þótt það skipti í raun engu í samhenginu.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 22:38
Það er gott að vita af þé á vaktinni Fornleifur.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 22:40
Sæll. Prakkari þú veist vel að það var byggt yfir fornar rústir hvað eigum við að líðast að svo lengi verði gert á Sigló er verið að varveita söguminjar, húsið hennar ömmu og afa á að varveita og gera að fræðimannasetri áður hafði Hafliðahús langafa verið gert upp til prýði það er rétta aðferðin.
Skúrinn nýtist ekki til kirkjulegar athafnir um það er ég ekki að tala um.
Kv, Sigurjón
Rauða Ljónið, 9.11.2011 kl. 23:26
Þú ert að bera saman hús sem enn standa og hús sem enginn veit hvernig voru eða hvort höfðu eitthvað sögulegt gildi yfirleytt.
Hér á siglufirði er ég ekkert sérstaklega í minjavernd þótt áhugamaður sé um það. Það sem ég hef verið að gera er að taka ónýta skúra og breyta þeim í eitthvað vistlegra og nýtilegra þótt með norsku yfirbragði sé og í anda uppgangstímana. Bara tilvísun eða þema. Örlygur Kristfinnson er maður sem hefuunnið ómetanlegt starf hérna í minjavernd og án hans væri margt þegar fyrir bý, sem í dag er hjartað í tilvist þessa bæjar.
Ég er samt ekki alveg viss hvort ég skil þig rétt. Kannski vantar einhverjar kommur og punkta í svar þitt.
Ég er sammála Frornleifi að metnaðarleysið, þekkingarleysið og nepotisminn er yfirþyrmandi í þessu tilfelli sem talað er um, auk þess sem verið er að brjóta lög.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 23:49
Það er ekki fyrir atbeina minjaverndar ríkissins að hér er verið að gera góða hluti. Hér er það einkaframtakið, áhugi og metnaður ráðið för.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2011 kl. 23:51
Ætli þetta sé tilviljun: http://www.visir.is/fornleifavernd-a-islandi,-kvod-eda-kostur-/article/2011711109991 ???
FORNLEIFUR, 10.11.2011 kl. 11:56
Sigurjón, hvernig það var mögulegt að reisa veggi nýju Þorláksbúðar ofan á friðaðri rúst hinnar einu sönnu Þorláksbúðar, er stóra ráðgátan.
Sérstaklega þegar í ljós var komið, að eldri skeið rústarinnar og fornar kristnar grafir eru undir yngstu friðuðu rústinni. Leyfi til slíkra framkvæmda hefur greinilega verið gefið án vísunar í lagabókstaf. Fornleifavernd Ríkisins, eða réttara sagt forstöðukona þeirrar stofnunar hefur greinilega brotið þau lög og starfsreglur sem henni ber að fylgja í einu og öllu. Í morgun betlaði hún um fleiri peninga fyrir starfsemi Fornleifaverndar í aðsendri grein á Mogganum. Sniðganga á lögum um menningarminjar Íslendinga er sama siðleysið sem olli efnahagshruninu. Menn gera það sem þeim sýnist, hlusta ekki á rök og fylgja ekki reglum. Því miður er traust mitt á Fornleifavernd Ríkisins ekkert meðan yfirmaður stofnunarinnar er álíka ótrúverðugur og þeir sem eru að byggja "fornleifar" í Skálholti.
FORNLEIFUR, 11.11.2011 kl. 00:10
Fornleifafræðingar komnir í ferðaþjónustuna. Miðaldadisneygarðar eru málið. Ja hérna hér...
Er þessi eðla frú ekki í röngum geira?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 10:01
Jón, þetta er sama konan sem stillti upp 700.000.000 króna dæminu fyrir Stöng í Þjórárdal á minnisblað sem hún vill ekki sýna neinum, eins og má lesa í upplýsingum um Stöng í dálknum til vinstri við textann á þessu bloggi. Hún er vissulega stórtæk Kristín Sigurðardóttir.
FORNLEIFUR, 11.11.2011 kl. 12:01
Þakka svarið Fornleifur vissi ekki bara betur, er bún áður að lesa alla þína umfjöllun um Stöng.
Kv, Sigurjón
Rauða Ljónið, 11.11.2011 kl. 17:00
Síra Gunnlaugur skrifað þett í Moggann í morgun málið tekur á sig undarlegar myndi grein Gulla hér.
Ég er líka á þeirri skoðun að ekki eigi að reisa á fornleifum og er mjög á móti því þessvegna svaraði í þér svona á miðvikudaginn.
Kv. Sigurjón
Á Fáskrúðsfirði var byggt þjónustuhús í tólf metra fjarlægð frá Kolfreyjustaðarkirkju. Þetta hús er jafnstórt kirkjunni að grunnfleti. Kolfreyjustaðarkirkja er friðað hús. Húsafriðunarnefnd stóð ekki gegn byggingu hússins né staðsetningu. Arkitekt og umsjón með byggingu hafði Hjörleifur Stefánsson. Á Vopnafirði var byggt safnaðarheimili við hlið Vopnafjarðarkirkju, stærra en kirkjan og henni tengt með göngum. Vopnafjarðarkirkja er friðað hús. Húsafriðunarnefnd stóð ekki gegn byggingu hússins né staðsetningu. Arkitekt og umsjón með byggingu hafði Hjörleifur Stefánsson. Engin hús á Skálholtsstað eru friðuð og eru því utan við lögsögu Húsafriðunarnefndar. Nú hefur nefndin skyndifriðað Skálholtskirkju og Skálholtsskóla til að geta stöðvað byggingaframkvæmdir á Þorláksbúð sem er mjög lítið hús í samanburði við stærð kirkjunnar og er staðsett í tuttugu metra fjarlægð. Formaður Húsafriðunarnefndar er Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. Skiptir máli fyrir afstöðu Húsafriðunarnefndar, ef Hjörleifur Stefánsson er arkitekt og hefur umsjón með byggingu húsa? Hlutverk Húsafriðunarnefndar er að friða hús. Hvergi í lögum er kveðið á um heimild til húsfriðunar í þeim tilgangi að banna byggingu húsa. Er Húsafriðunarnefnd komin út fyrir valdsvið sitt í hagsmunagæslu sinni.Gunnlaugur Stefánsson
Rauða Ljónið, 11.11.2011 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.