Feneyjaskál

glerskál Ţjms. 3393 ljósm Vilhjálmur Örn
 

Oft er ekkert vitađ um uppruna gripa eđa aldur. Dćmi eru einnig um ađ góđir gripir í söfnum sem er sagđir úr eigu landskunnra manna geti međ engu móti hafa tilheyrt ţeim, ţar sem gripirnir eru miklu eldri eđa oftast yngri en persónan sem talin er hafa átt ţá. Ţannig er ţessu til dćmis fariđ međ skálina sem hér sést á myndinni. Ţegar hún kom á Forngripasafniđ (síđar Ţjóđminjasafniđ) áriđ 1899 og fékk númeriđ Ţjms. 3393, skrifađi Sigurđur Vigfússon svo um gripinn:

,,Kér úr postulíni (porselín) ţađ er eginlega međ forngrísku lagi, skálin flöt 4 3/4 ţuml. í ţvermál, og međ lágum fćti eđa stétt undir er slćr sér út ađ neđan: ađ innan er skálin hvít, en ađ utan er kériđ alt međ kaffibrúnum rósahríslum ţó mjög einkinnilegum, og ţannig er kériđ alt fallegt, og ólíkt samskonar gripum frá vorum tímum. Kériđ er ţunt og postulíniđ mjög gagnsćrt, er ţví af ţví vandađasta (fínarte). Kér ţetta hefir átt Stađarhóls Páll, hann er nafnkéndur mađr sem kunnugt er, hafi ţađ ávalt haldist í ćttinni sem minjagripur, skal eg setja hér skriflega skyrslu frá seljanda P.T. Eggerz í Akureyum í Breiđafirđi: Ţetta kér hef eg átt, og gaf fađir minn mér ţađ, og sagđi föđur sínum séra Eggert á Ballará, og hann eptir sínum föđr Jóni, og svo framvegis hver ţeirra forfeđra fram af öđrum, ađ kériđ vćri frá Stađarhóls Páli, og ađ hann hefđi átt ţađ. Ţannig hefir keriđ geimst sem uppáhaldsgripir í ţessari ćtt, ţar ţađ er kunnugt ađ séra Eggert afi minn, er í beinum karllegg komin af Stađarhóls Páli. Páll lifđi á 16 öld."

Páll Jónsson, sem er best ţekktur sem Stađarhóls-Páll, um 1534-1598 var sonur Jóns Magnússonar ríka á Svalbarđi og Ragnheiđar á rauđum sokkum. Hann var sýslumađur og bjó m.a. á Stađarhóli í Dalasýslu en lengst af á Reykhólum í Reykhólasveit.  Páll nam í Munkţverárklaustri og einnig utanlands. Hann var talinn einn mestur lagamađur á sinni tíđ og ţótti heldur harđdrćgur í viđskiptum. Hann kvćntist Helgu Aradóttur sem var dóttir Ara sonar Jóns biskups Arasonar.

En setjum punktinn viđ Pál hér, ţví hann átti alls ekki skálina, sama hve lögfróđur og harđdrćgur hann var. Skálin sú arna er nefnilega ekki úr postulíni og getur ekki hafa veriđ í eigu Páls, ţví hún er frá lokum 17. aldar eđa byrjun ţeirrar 18., ađ ţví er fremstu sérfrćđingar telja.

Fyrir alllöngu ţegar ég tók fyrst eftir skálinni á Ţjóđminjasafni Íslandi, undrađi ţađ mig mjög ađ skálin vćri skráđ sem postulín, ţví hún var greinilega ekki úr postulíni. Nýveriđ sendi ég ljósmynd af skálinni til sérfrćđinga í gleri viđ British Museum og á glersafninu í Feneyjum, dr. Aileen Dawson og Vladimiro Rusca. Ţau eru sammála um ađ skálin sé frá ţví rétt fyrir eđa eftir 1700. Skálin er hugsanlega gerđ í Feneyjum en einnig getur komiđ til greina ađ hún hafi veriđ gerđ í öđrum löndum.

Skálin er gerđ úr svokölluđu mjólkurgleri, lattimo eđa laterolo sem fariđ var ađ framleiđa í Feneyjum (Murano) ţegar á 15. öld. Slíkt gler var einnig kallađ porcellano, ţví í upphafi var ţetta hvíta gler búiđ til til ađ líka eftir dýru, kínversku postulíni sem barst til Evrópu. Ţví er engin furđa ađ menn hafi ruglast á ţessu og postulíni. Síđar voru gripir úr lattimo-gleri framleiddir í mörgum öđrum löndum, m.a. á Spáni og í Sviss á 18. öld.

Samkvćmt Vladimiro Rusca á Museo del Vetro di Murano, var skálin handblásin og gerđ međ ţví ađ mjólkurglermassinn var rúllađur á járn- eđa koparplötu ţar sem á hafđi veriđ stráđ litlum brotum af lituđu gleri, í ţessu tilviki rauđu. Ţessi brot voru svo brćdd og unnin inn í hvíta glermassann. Glersérfrćđingurinn Vladimiro Rusca telur einnig ađ kristöllum, sem sjást á yfirborđi glersins, hafi veriđ stráđ í hvítan massann áđur en skálin var blásin.

Reyndar er ekki útilokađ ađ skálin hafi veriđ gerđ í Hollandi. Međal gyđinga sem fluttu til Hollands á 17. öld voru margir glermeistarar. Í hverfum gyđinga viđ Waterlooplein í Amsterdam og Rozenstraat i hverfinu Jordaan, ţar sem langafi minn bjó á tímabili, voru glerverkstćđi, t.d. Rósirnar tvćr (De Twee Rozen) sem rannsakađ var af fornleifafrćđingum áriđ 2006 (sjá hér). Ţar voru fyrst og fremst framleiddar perlur. Indíánar voru ólmir í glerperlur frá Amsterdam og Hollendingar keyptu Manhattaneyju fyrir lítinn poka af slíkum perlum. Skálin hér fyrir neđan, sem fannst viđ fornleifarannsóknir í gyđingahverfinu í Amsterdam, er frá 17. eđa 18. öld og gćti veriđ hollensk. Hún er gerđ međ sömu tćkni og skálin á Ţjóđminjasafni. 

Skál Amsterdam Waterloplein

Sem sagt, skálin sem ranglega var eignuđ Stađarhóls Páli, er úr gleri en ekki postulíni, og var kominn tími til ađ leiđrétta ţađ.

En merkilegast ţykir mér ađ svona góđur gripur hefur borist til Breiđafjarđar fyrir 300 árum síđan og ađ skálin hafi varđveist heil í 200 ár áđur en hún kom á Ţjóđminjasafniđ.

Ég ţakka Aileen Dawson og Vladimiro Rusca fyrir hjálp og upplýsingar.

Ítarefni:

Theuerkauff-Liederwald, A.-E. (1994). Venezianisiches Glas der Kunstsammlungen der Veste Coburg. Luca Verlag Lingen. (Myndir nr. 608,609).

http://www.hebrewhistory.info/factpapers/fp006-4_glass.htm  Síđunni hefur ţví miđur veriđ lokađ.

Gawronski Jerzy, Michel Hulst, Ranjith Jayasena en Jřrgen Veerkamp (2010) Glasafval op het achtererf. AAR (Amsterdamse Archeologische Rapporten) 50.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband