Made in Japan

Japanese Loman 

Frétt um merkar fornleifar berast nú um allan heim eins og eldur í sinu. Fundist hafa þrjár perlur við fornleifarannsókn í Japan, n.t. í Nagaokakyo nærri Kyoto. Þessar þrjár meintu, rómversku perlur fundust reyndar þegar í fyrra. Japanskir fornleifafræðingar, sem fundu perlurnar í haug miklum, telja eftir eins árs umhugsum, að þær hafi hafi lent í haugnum á fyrstu öldum eftir Krists burð. Þeir eru greinilega ekki að slengja neinu út að óathuguðu máli, líkt og svo oft gerist við fornleifarannsóknir á Íslandi.

JAPAN-ARCHA__c414406_12623_769JAPAN-ARCHA__c414407_12623_769

Þrátt fyrir varúð japanskra fræðimannanna, sem vitnað er til í fréttum, er í þessu samhengi fyndið að sjá hvernig íslenskir dellukallar takast á flug, þegar fréttist af fundi glerperla í landi þar sem mikill fjöldi manns safnar rómverskum minjum og etrúskum. Japanar eru miklir áhugamenn um Rómverja og í Japan er til á annan tug safna með rómverskar minjar og sum þeirra eru í einkaeigu.  Sjá hér.

Ef perlurnar frá Nagaokakyo eru rómverskar perlur, en t.d. ekki frá Miðausturlöndum, sem ekki er þó alveg útilokað, er ekki lokum fyrir það skotið að einhver gárungur hafi verið að stríða fornleifafræðingunum með því að missa þær óvart í uppgröftinn. Það hefur svo sem gerst áður að menn hafi verið að planta fornleifum. Reyndar mjög oft, og einnig í Japan.

Svo eru "rómverskar", eða réttara sagt meintar rómverskar perlur ekki alveg óþekktar í Asíu, en kannski kannast japanskir kollegar mínir bara ekker við það. Sjá hér. Þær gætu því hafa slæðst alla leið til Japan, þó svo að Rómverjar hafi aðeins opnað rifu á dyr Asíu.

Íslenskir draumóramenn sjá með perlum þessum hins vegar strax Rómverja í Japan og telja þetta beinan stuðning við tilgátur um veru Rómverja á Íslandi, já allra þjóða frumkvikinda, svo sem Herúla, Krýsa, Kelta, Galla, og ég veit ekki hvað.

Allt annað en skandínavískur uppruni, með smá ívafi frá Bretlandseyjum, er nú í tísku hjá íslenskum Rómverjum, þótt ekkert annað en ósköp venjulegur skandínavískur, efniskenndur menningararfur og samtíningur með breskum áhrifum finnist í jörðu á Íslandi.

Ekki má gleyma því, að nokkrar rómverskar myntir hafa fundist á ólíklegustu stöðum á Íslandi, sem er þó ekkert óeðlilegt, því forfeður okkar voru margir hverjir myntsafnarar,  og enn algengara var að rómverks mynt væri lengi í notkun og líka í Víkingaöld (söguöld). Lesið þessa ritgerð Davíðs Bjarna Heiðarssonar til fróðleiks. Ef fornleifafræðingar vilja svo ekki syngja með kór samsærisfornleifafræðinnar er þeim kennt um að hafa ekki grafið nógu djúpt og hafa ekki nógan áhuga.

Fyndið er að sjá viðbrögð sumra flughuganna á bloggi Ómars Ragnarssonar, og Ómar kemur með upplýsingar sem ég, fornleifafræðingurinn, hef aldrei heyrt um. Ómar segir frá siglutré úr gallísku skipi. Ekki meira né minna.

Skyldu Asterix og Obelix hafa verið á Íslandi? Össur Skarphéðinsson er vitaskuld greinilega galli, og er mönnum í sjálfsvald sett hvernig þeir bera þetta orð fram þegar að honum snýr.

Bíðum nú og sjáum hvað setur með perlurnar í Japan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að Ástríkur og Steinríkur hefðu alltaf barist gegn hverslags innlimun ólíkt Össuri.

Elías (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 21:37

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Þú lest orði galli á annan hátt en ég. Össur er galli á gjöf Njarðar. Mikill furðufiskur. En ef ef hann er ekta Galli, þá köllum við hann vitaskuld Ráðrík eða Oil rig.

FORNLEIFUR, 23.6.2012 kl. 21:51

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sagnir eru af því að fótspor hafi fundist á vatni einu austanlands, sem leiðir líkum að því að Jesús Jósefson hafi líklega ekki dáið á krossi, heldur sest að í Vopnafirði eða þar um kring.

Fréttir eru einnig af lopapeysu í Irtúsk í Síberíu, sem leiðir líkum að því að íslendingar hafi gert strandhögg þar og miðlað menningu sinni á þessum afskekktu slóðum.  Telja sumir sérfræðingar að þeir hafidrepið síðasta Mammútinn.

Sangríapungur yfir Hansahillu móður minnar hefur valdið heilabrotum í vísindaheiminum og er talið að Spánverjar hafi jafnvel sest hér að á 8. áratugnum og miðlað af menningu sinni hér. 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.6.2012 kl. 02:20

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón, þú ert alltaf að bæta við vísindasöguna. Keep up the good work. Nóbelinn er örugglega handan við hornið frægð og spurning um hvort "intuition" hafi ráði ferðinni í fræðimennsku þinni.

FORNLEIFUR, 24.6.2012 kl. 07:15

5 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jamm... Fornleifur...!

-

Ekki veit ég hvað þú ert mikið og vel menntaður þú hefur opinberað fávisku þína á sumum sviðum, væntanlega fornleifafræðingur þó... En af lestri þessa pistils þíns virðist vera að þú teljir þig alsherjar yfirvald um sögu Íslands og almenna söguskoðun okkar plebbana og pælingar...

Ok... Gott mál þú um það...

En mér er fyrirmunað að skilja hversu hatramlega þú lokar á allar þær pælingar um að hér til þessarar eyju hafi einhverntíma fyrir Íslandsbyggð komið einhverjir aðrir en þeir, sem dogma þeirra fræða sem þú segist standa fyrir, segir og viðurkennir... (Þó það hafi ekki verið nema vegna hafvillu...)

Ég efast ekki um að þú byggir þá skoðun þína á vísindalegum rannsóknum og uppgreftri... En eftir situr að stöðnuð hugsun þín virðist ekki hleypa neinum nýjum hugmyndum að gagnvart þeim pælingum sem fólk óneitanlega hefur gagnvart þeim slitróttu heimildum sem gefa annað til kynna...

Það er staðreynd t.d að Pýþeas frá hinni frönsku Massilíu er sagður hafa farið í mikla siglingu norðureftir um 300 f.kr... Hvort hann hafi komið sérstaklega til hingað til Íslands er umdeilanlegt en í sjálfu sér ekkert ólíklegt miðað við allt og allt... En miðað við þær litlu heimildir sem til eru þá upplifði hann allavega miðnætursól og hafís... Svo langt komst hann... Og er það þá jafnmikill möguleiki að einhverjir aðrir seinna meir, einsog t.d Rómverjar, hafi gert út leiðangur til að leita þeirra landa og aðstæðna sem hann greindi frá... Hann byrjaði á að sigla til Tineyja, sem eru víst Bretland í dag, þar fékk hann upplýsingar um önnur lönd í norðri og á víst að hafa leitað þeirra með fyrrgreindum afleiðingum... Það bendir til þess að fólk það sem gáfu honum þessar upplýsingar vissi af þessum löndum á undan honum... Ekki satt...? Sem bendir til að einhver annar hafi komið þangað áður en hann fór í þessa ferð sína...

Nú efast ég um að hér á Íslandi hafi verið föst búseta fyrr en norrænir menn komu... En miðað við heimildir Rómverja á verslun og skatti við norðurhéruð Spánar og suður Frakkland, Baskalönd... (Sem svo skemmtilega vill til að þeir í Massilíu höfðu mikil viðskipti við á tímum forn-Grikkja/Pýþeasar...) Þá fengu Rómverjar fiskmeti, saltað og hert, af fiski sem var mannhæð að lengd... Þetta hef ég fengið staðfest frá fleirum en einum erlendum sagnfræðingi, Ítölskum semog Enskum, og er um þetta sérstaklega fjallað í bókinni "Ævisaga Þorsksins" sem er víst eftir kanadískan sagnfræðing... Fullyrðir þessi kanadíski að hér hafi verið um að ræða þorskur og ef það er rétt þá verður það að viðurkennast að hvergi í Atlantshafinu veiðist svo stór fiskur einsog í hafinu hér í kring, semog fyrir vestan Grænland á hafsvæði því sem heitir Stóri-banki...

Getur það þá velverið að þessar löngu sjóferðir Baska, sem er sagðar hafa verið í tvö-þrjú ár hafi verið með því formi einsog lýst er í "Ævisögu Þorsksins" þ.e að þeir hafi byrjað á að sigla suður, "teikað" svo stormana vestur um haf til Ameríku og svo norður með vindi og straumi alla leið til Íslands... Hér hafi þeir svo haft verstöð og fiskað... (Sem n.b þarf ekki að vera uppgrafanleg af fornleifafræðingum samtímans...) Haldið svo áfram austur yfir hafið og til Bretlands, þaðan svo suður heim til Baskahéraðanna á Spáni...

Eins er með ferð heilags Brendans (Bréanainn) sem þó er slitróttari og mun ýkjusagnalegri heldur en þessar af ferð Pýþeasar... En þær heimildir sem við höfum eru ritaðar allt að 500-700 árum eftir dauða hans og áætlað ferðalag... Lítill vafi er á að hann lagði af stað í mikla sjóferð vestur um haf... En þá tekur við ýkjusagnastíllinn og fátt sem hægt að byggja á... En þó er það merkileg tilviljun að á þessari 7-9 ára siglingu sinni kemur hann oft til eyjar sem í sögunum eru sögð heita Sheep-island... Það er ekkert í sjálfu sér sem segir að sú eyja sé í raun og veru ekki Færeyjarnar okkar hérna í austri... En þá er Brendan komin nokkuð norðureftir á leið sinni vestur... Og stutt að halda áfram til Íslands en lýsingarnar í framhaldinu á þessu volki hans, eldgos o.fl, gætu vel átt við staðhætti hér...

-

Það er ýmislegt sem við mennirnir verðum að viðurkenna að við kunnum ekki... Þráttfyrir að vera búnir að fara í skóla og stunda vísindi í fjölda ára... En það versta í öllum fræðum eru hugar sem staðna og neita að hugsa útfyrir rammann eða að viðurkenna takmörk þeirra vísinda sem þeir sinna... Það er hægt að afsanna nýjar og öðruvísi hugmyndir á akademískanhátt, en afneitun hugmynda án vísindalegrarniðurstöðu og bakgrunns er hrein og klár heimska... Því þó að við vitum ekki hvernig t.d Egyptar fóru að því að reisa Pýramídana, vegna þess að við finnum ekki vísindalegar sannanir fyrir því né tæki og tól, þá vitum við nú samt að þeir reistu þá... Þeir eru jú þarna fyrir framan okkur... Er það ekki...?

Annað er, að hugmyndir okkar um forsögu mannsins er sífellt að breytast... T.d var mér t.d kennt að fyrir síðustu ísöld hafi mannkynið ekki byggt neinar miklar byggingar... En í dag eru fornleifafræðingar að grafa upp skrýtnar byggingar með skreittum steinsúlum í Tyrklandi sem er aldursgreint síðan vel fyrir ísöld...

Það sem ég að reyna að benda þér á er að staðnaðir hugar standa BARA í vegi fyrir framþróun þekkingar og vísinda... Endilega taktu mark á því...

Og vertu svo marg blessaður...!

-

Kv. Sævar Óli Helgason

Sævar Óli Helgason, 25.6.2012 kl. 15:30

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sævar, "Ævisaga þorskins" er eftir blaðamanninn og rithöfundinn Mark Kurlansky. Hann er ekki sagnfræðingur. Mjög skemmtileg bók og athyglisverð en ég minnist þess ekki að hann hafi talið að Baskarnir hafi veitt við Íslandsstrendur heldur við strendur Nýfundnalands og Nova Scotia og það hafi hugsanlega verið svo snemma sem á 12.-14. öld. Man þó ekki nákvæmlega tímasetninguna, gæti hafa verið örlítið fyrr, en þetta eru auðvitað ágiskanir leikmanns í bókinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2012 kl. 00:46

7 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Bíddu... Er hann ekki sagnfræðimenntaður...? Ef ekki þá biðst ég afsökunnar á misminninu og segi "My bad...!"

Sævar Óli Helgason, 26.6.2012 kl. 05:23

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Sævar, ég er afar opinn fyrir tilgátum en tek þær ekki trúanlegar ef ekki fylgir nein sönnun.

Þú ætlast þó ekki til þess að ég trúi rugli úr ævintýra-trúarriti um ferðir dýrlings til einhverra furðueyja. Ef Færeyjar koma fyrir hjá Brendan, hvar er þá kletturinn þar sem Júdas situr á samkvæmt Sjóferð heilags Brendans? Hvað með eyjuna sem reyndist hvalur. Lestu, vinur minn, um sjóferð heilags Brendas áður en þú ferð að tjá þig um hvað innihaldið fjallar um.

Enn síður getur þú ætlast til þess að ég taki alvarlegan amerískan blaðamann, (Mark Kurlansky) sem hefur  skrifar skemmtirit um þorsk og kryddar það með rugli.

Ég er mjög opin fyrir nýjum hlutum og tilgátum, en ekki í báða enda. Tilgátum (hypotesum) verður að fylgja einhver sönnunarbyrði.

Þetta á líka við um tilgátuframsetningu fornleifarfræðinga. Í nær áratug hafa menn nú heyrt af rannsóknum á baskneskum hvalveiðistöðvum fyrir Vestan. Ekkert er við það að athuga. Við vitum að Baskar voru við Íslandsstrendur. En vandamálið er, að ekki hefur fundist einn einasti gripur við fornleifarannsóknirnar sem bent getur til þess að hvalabræðslan hafi verið í höndum Baska á þessum stöðum. Allir gripirnir eru hollenskir. Það útilokar ekki Baska, því Baskar sigldu með Hollendingum á fyrstu hvalviðvertíðum þeirra síðarnefndu við Ísland. En fyrir þann tíma hljóta Baskar að hafa verið einhvers staðar annars staðar en þar sem fornleifafræðingar hafa rannsakað leifar eftir hvalveiðar. 

Ef engin haldbær rök fylgja því sem slengt er út, dæmir tilgátan sig úr leik og er aðeins sögusögn og þvaður. En slíkar sagnir eiga það því miður til að komast á flug. 

FORNLEIFUR, 26.6.2012 kl. 11:43

9 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hvern andsk... ertu þá að agnúast svona hatramlega af þessum einstaka staðnaða menntahroka sem þú sýnir í viðbrögðum þínum útí pælingar okkar plebbanna, ef þú telur þig vera svona "opinn" fyrir rómantískum sögupælingum einstaklinga sem eru að pæla í þeim slitróttu heimildum fornsögunnar á sjóleiðangrum hingað norður í höf...? Ég vil bara minna þig á að skv. okkar eigin sögnum þá voru þeir fyrstu sem báru sagnir af þessari eyju okkar, til þeirra sem svo námu hér land, í hafvillu... Og þar með ekkert ólíklegt að verslunarskip frá öðrum menningarheimum hafi ekki einnig lent, einhverntíma áður, í svipuðu og komist samt aftur klakklaust heim..

Eins er með þessa ferð Pýþeasar sem þú kýst að líta framhjá í svari þínu hérna fyrir ofan... Það er varla ólíklegt að einhver á tímum Rómverja hafi ekki pælt í þessum sögnum og gert út leiðangur... Þeir silgdu nú til Bretlands nokkuð reglulega og yfir sumartíman og það getur verið mjög gott í sjóinn fyrir norðan Skotland á þeim árstíma... Sem ævitýraþyrstir menn gætu svo látist freistast að sækja útá... En ég efast ekki um, personulega, að viðskipta- og könnunarleiðangrar Rómverja hafi allavega skilað þeim inní Eystrasaltið, ef ekki lengra og þá eitthvað norður með Noregi... Og þá hef ég bara þetta lundargeð þeirra fyrir mér t.d þegar Rómverjar gerðu út Cíceró? & co til að heimsækja Germönskuþjóðirnar o.fl heimshluta...

-

Ég hef nú reynt að bruðlast við að lesa sjóferðarsögu Brendans... Og já, hún er óttalegt rugl...! Og viðurkenni fyrstur manna að það hefur greinilega talsvert skolast til frá upprunanum ef hann var þá einhverntíma ritaður niður... Ég er ekkert svo viss um það... En ef svo ólíklega vildi til að það hafi verið gert... Þá væri hans líklegast í dag helst að finna í þessu botnlausa gímaldi sem bóka- og handritasafn Vatíkansins er... Og ég er ekki að detta niðurí Dan Brown, heldur Matthías Viðar Sæmundsson... Þeir vita ekki sjálfir, kaþólikarnir, hvað það safn hefur nú að geyma... Einsog þú sjálfur átt nú að vita... Ég hafði þó meiri lestrarskemmtun af (Hollensku?)-útgáfunni af sjóferðarsögunni... En svo tók ég það nú sérstaklega fram að ýkjusagnastíllinn í sjóferðasögunni af Brendan gerir sögunna óábyrga... En eftir situr að hann virðist nú hafa farið engu að síður í heljarinnar sjóferð... Sama hvursu óábyggilegar heimildirnar af henni eru núna í dag...

Þannig að... Það var farið í lengri siglingar norður og vestur um haf löngu áður en forfeður okkar komu til sögunnar og óábyrgt af fræðimönnum að afneita því bara vegna þess að öngvar vísindalegar sannanir séu fyrir þeim...

Þú verður að afsaka en mig minnir nú að höfundur "Ævisögu Þorsksins" sé menntaður sagnfræðingur, en það getur vel verið að mig misminni... En það er samt lítilmannlegt af þér að gera úr honum eitthvert viðrinni og tala niður til hans og um þótt hann hafi starfað sem blaðamaður... Það er BARA menntahroki... Sem þú virðist einhverra hluta vegna nú hafa fullt af...!?!

-

Kv. Sævar

Sævar Óli Helgason, 26.6.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband