Nú hefur fílsminni mitt og nef veriđ útskýrt

MicroRNA-graphic 

Hér skal ég ekki gera mig klókan um ţađ efnin sem ég greini frá, og ţetta verđur ţví í styttra lagi í dag;  ţví sú fornlíffrćđi sem ég segi frá er vel handan ţess tíma sem ég skil. Fílsminni mitt segir mér hins vegar, ađ ţessi frćđi hafi veriđ til umrćđu á einhverjum bloggum og međal íslenskra frćđimanna/vísindamanna. En ţar sem ţetta er eins konar fornlíffrćđi, ţá lćt ég ţađ flakka. 

Í grein í Nature, sem birtist í fyrra, var greint frá vinnu dr. Kevins Peterson viđ Dartmouth College í New Hampshire, sem á síđustu árum hefur veriđ ađ endurrita ţróunarferli spendýra út frá rannsóknum sínum á míkró-RNAi. Míkró-RNA eru litlir bútar af erfđaefni, sem skipta miklu máli viđ skipulagningu á genum og hvernig gen rađast saman. Ţar fyrir utan hefur Míkró-RNA ţann áhugaverđa eiginleika, ađ ţađ breyttist lítiđ ef nokkuđ í milljónir ára, alveg öfugt viđ annađ erfđaefni. Gerđ ţess er mjög óbreytt í lengri tíma, ólíkt öđru erfđaefni og hefur erfst óbreytt međal margra tegunda dýra. Ţetta hefur Peterson nýtt sér og hefur nú eftir margra ára rannsóknir rćktađ allt annađ ţróunartré fyrir spendýr, en hingađ til hefur veriđ viđurkennt (sjá hér ađ ofan). Ţetta myndar auđvitađ gárur í sullupolli "viđurkenndra" frćđinga.

Samkvćmt rannsóknum Petersons erum viđ nú miklu frekar skyld fílum en t.d. nagdýrum. Ţetta hefur mig lengi grunađ.

Nú verđa menn ađ gera upp viđ sig, hvort ţeir trúi eđur ei. En athyglisverđ eru viđkvćđi og neikvćđni sumra vísindamanna viđ niđurstöđum Petersons, sjá hér

Án ţess ađ taka neina afstöđu međ eđa á móti, ţykir mér ţetta mjög áhugavert, og hefi lúmskan grun um ađ Peterson hafi mikiđ til máls síns ađ leggja.

Ítarefni:

Videnskab.dk: Mikro-RNA: Skal evolutionen tćnkes helt om?

Elie Dolgin (2011) Phylogeny: Rewriting evolution; Tiny molecules called microRNAs are tearing apart traditional ideas about the animal family tree. á WWW.Nature.com/news. Sjá hér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Strax skal tekiđ fram ađ Peterson er ekki af íslenskum ćttum.

FORNLEIFUR, 17.1.2013 kl. 08:39

2 Smámynd: Ţórhallur Birgir Jósepsson

Fáar trúarhreyfingar eđa trúarbrögđ eru heiftugri eđa ofsafengnari og illskeyttari í umrćđum en einmitt trúin á einhvern "sannleika" í vísindunum. Frćgt er náttúrlega dćmiđ um miđju alheimsins og Galilei. Í nútímanum mćtti nefna til sögunnar ofsafengin trúarbrögđ loftslagsvísindanna, en best ađ fara varlega ţar svo mađur verđi ekki útskúfađur fyrir villutrú.

Ţórhallur Birgir Jósepsson, 17.1.2013 kl. 09:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband