Af félagslegu lýđrćđi međal íslenskra fornleifafrćđinga
30.1.2013 | 19:53
Í síđustu fćrslu gerđi ég athugasemd viđ drög ađ nýjum reglum sem Ţjóđminjasafniđ vinnur ađ um afhendingu gripa til safnsins. Mig hafđi ekki órađ fyrir ţví ađ saklausar athugasemdir mínar skyldu hafa í för međ sér hótanir um limlestingar og heimsóknir leigumorđingja.
Ţar sem ég fékk ţessi drög til umsagnar frá félagi sem ég er međlimur í, Fornleifafrćđingafélagi Íslands, ţá sendi ég athugasemd mína til félagsins og reyndar til allra félagsmanna. Ţar fyrir utan birti ég athugasemdir mínar á Fornleifi í gćr.
Mér var sagt af formanni félagsins, ađ athugasemdum mínum yrđi bćtt inn í athugasemdir félagsins. Fundurinn var svo haldinn í gćr á Fornleifafrćđistofunni á Ćgisgötu í Reykjavík, sem dr. Bjarni Einarsson rekur. Í bítiđ í morgun fékk ég svo athugasemd félagsins, en sá hvergi ţađ sem ég hafđi til málanna ađ leggja. Ég innti formann félagsins eftir ţví í dag og hann greindi mér frá ţví ađ hann "hefđi ekki alrćđisvald" og ađ meirihlutinn hefđi veriđ á móti ţví ađ bćta athugasemdum mínum viđ.
Ekki nóg međ ţađ, reyndir félagar" í Fornleifafrćđingafélaginu, svo notuđ séu orđ formannsins, félagskap sem ég hef veriđ félagi í mjög lengi, töldu sig fullvissa um ađ ég vćri ekki félagsmađur, ađ ég hefđi gengiđ úr félaginu, og ađ ég hefđi ekki greitt félagsgjöld áriđ 2012 og 2013. Mér hefur ekki nýlega veriđ tilkynnt ađ ég vćri ekki félagi og hef fengiđ tölvupósta frá félaginu, sem setur hlekk í bloggiđ Fornleif á heimasíđu sinni.
Skođun mín á drögum Ţjóđminjasafnsins ađ nýjum vinnureglum, sem mér ţykja á flestan hátt ágćtar, féll svo mikiđ fyrir brjóstiđ á einum fornleifafrćđingi, ađ rétt fyrir fundinn skrifađi hann mér m.a. eftirfarandi svödu vegna ţess pósts međ athugasemdum sem beđiđ var um, og sem ég leyfđi mér ađ senda til allra félagsmanna svo ţeir fengju ţćr tímanlega fyrir fundinn:
Ţú gerir ţér grein fyrir ţví ađ ţessar endalausu tölvupóstsendingar ţínar fara ađ jađra viđ ofsóknir og ţú gćtir mögulega átt von á kćru frá mér vegna ţessa. Ţví leyfi ég mér ađ segja ađ ég ţekki fólk í Danmörku sem getur vel tekiđ ađ sér ţađ verkefni ađ heimsćkja ţig - sofđu međ annađ augađ opiđ!
Í SÍĐASTA SINN VILTU DJÖFLAST TIL AĐ TAKA MIG ÚT AF ÖLLUM JÁ ÖLLUM TÖLVUPÓSTUM SEM ŢÚ SENDIR OG BIDDU FYRIR ŢVÍ AĐ ŢÚ EIGIR EKKI LEIĐ TIL ÍSLANDS ŢAĐ SEM EFTIR ER ŢVÍ AĐ OKKAR FUNDIR VERĐA EKKI FAGRIR!!
Ţetta var nú heldur hressilega til orđa tekiđ og sýnir ađ mikiđ vatn hefur runniđ til sjávar síđan Kristján Eldjárn var fornleifafrćđingur. En mig langar strax ađ taka fram, ađ ég sendi hvorki endalausa tölvupósta til félagsmanna í Fornleifafrćđingfélaginu, né öđrum. Ég er ekki "spammari" og sendi mjög fáa pósta daglega. En hunsun reyndra félaga" og ţeirra sem mćttu á fundinn í félaginu í Reykjavík í gćr, sem ég gat ekki mćtt á ţar sem ég bý erlendis, sýnir nú heldur betur nauđsyn ţess ađ ég sendi umbeđnar skođanir mínar til allra félagsmanna í Fornleifafrćđingafélaginu. Einn fór hamförum og hinir fóru ađ gera ţví skóna ađ ég vćri ekki félagi. Mér fundust svalir Moskvuvindar fjúka mér í móti. Ţađ er komin Kremlfýla af ţessu félagi sem ég er í.
Ţegar ég var búinn ađ fá vitneskju um ađ "reyndir félagar" í Fornleifafrćđingafélaginu hefđu lokađ fyrir skođanir mínar á opinberu skjali, sem opinber stofnun hafđi beđiđ um álit á, leyfđi ég mér einnig í dag ađ senda ţessa skođun til formanns Fornleifafrćđingafélagsins:
Sćll Ármann,
ţegar ummćli, sem beđiđ er um hjá félagsmönnum í félagi, eru ekki nýtt í umsögn sem félagiđ sendir frá sér, vegna ţess ađ reyndir félagar telja sig vita "hitt og ţetta" um félagsmanninn sem kemur međ athugasemdina, ţá kalla ég ţađ ekki beint "persónulegan tilgang" ađ nýta sér netföng félagsmanna og senda skođun sína til ţeirra allra, sér í lagi ef félagiđ vill ekki miđla minnihlutaáliti.
Ţótt allir hinir í félaginu séu hugsanlega á ţeirri skođun, ađ fornt silfur geti fundist óáfalliđ í jörđu á Íslandi og ţađ sé í fínasta lagi fyrir Ţjóđminjasafniđ ađ týna sýnum sem safniđ hefur látiđ taka, ţá tel ég ţađ félagslegan rétt minn ađ segja öllum í félaginu, ađ ég hafi ađra skođun á ţví máli. Varđveisla gripa og sýna, fyrr og nú, tengist auđvitađ ósk Ţjóđminjasafnsins um ađ ráđa ţví hvernig gengiđ er frá sýnum og forngripum á Íslandi áđur en ţau eru afhent á Ţjóđminjasafniđ. Hvađ á ađ gera viđ silfur sem finnst óáfalliđ í jörđu? Ţađ kemur einfaldlega ekki fram í drögunum sem Ţjóđminjasafniđ sendi út fyrir áramót. En slíkt silfur hefur reyndar fundist.
Ef Ţjóđminjasafniđ vill ađ varđveislumál séu í lagi, er líkast til ekkert sjálfsagđara en ađ Ţjóđminjasafniđ skýri, hvađ varđ um sýni sem tekin voru fyrir safniđ áriđ 1994, eđa t.d. hvađa gripir týndust hér um áriđ, en komu svo sumir ađ sögn aftur í leitirnar eftir ađ blásaklaust fólk utan safnsins hafđi veriđ ţjófkennt. Ţađ lýsir ekki sérstaklega traustu ástandi í 150 ára sögu safnsins, og ţađ verđur ađ vera öruggt ađ slíkt ástand sé ekki enn viđ lýđi og endurtaki sig. Mér er mikiđ til sama hvađ öđrum félögum í félaginu finnst um ađ gripir sem ég afhenti til forvörslu á Ţjóđminjasafni hafi veriđ látnir grotna niđur. Ţađ var einfaldlega eyđilegging á rannsókn minni, framin af einum af reyndustu félagsmönnunum í okkar félagi. Ţađ var einnig brot á Ţjóđminjalögum, og eftir ţeim eigum viđ ađ starfa.
Ég get alls ekki tekiđ undir ţá skođun meirihlutans og háttvirtra "reyndra félaga" félagsins, sem í gćr söfnuđust saman á Fornleifafrćđistofunni, ađ varđveislumál og frágangur fornminja sem finnast viđ rannsóknir eigi ađ vera á könnu Minjastofnunar Íslands. Ţá verđur ađ breyta Ţjóđminjalögunum, ţví ţau segja okkur ađ fara međ ţađ sem viđ finnum á Ţjóđminjasafniđ. Ţjóđminjasafniđ á auđvitađ ađ taka viđ ţví í góđu ásigkomulagi.
Mér sýnist ekki betur en ađ međan meirihlutinn og "reyndir félagar" í pólítbyrói félagsins vilja ekki hlusta á rök mín, ţá gangi ţeir kinnrođalaust erinda nýstofnađrar Minjastofnunar Íslands, sem einn félagsmađur okkar er forstöđumađur fyrir.
Ţjóđminjasafniđ hefur einnig skuldbindingar samkvćmt lögum. Ţađ er alls ekki nógu gott ađ á stofnun, sem á ađ taka á móti jarđfundnum menningararfi samkvćmt lögum, geti ekki gert grein fyrir ţví sem ţar hefur komiđ inn af sýnum og forngripum, eđa horfiđ. Ég geri vissulega ráđ fyrir ţví ađ mest af ţessum hvörfum og týnslum sé fortíđarvandi, sem hvarf fyrir fullt og allt međ núverandi ţjóđminjaverđi. En hún neitar ţó stađfastlega ađ svara fyrirspurnum um slík hvörf og lćtur ţađ líđast ađ starfsmenn sem bera ábyrgđ á hvarfi menningararfsins á sínum tíma svari ekki spurningum frá sérfrćđingum utan safnsins.
bestu kveđjur,
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Afsakiđ ţađ er einhver ađ banka
... Ţá er einum dönskum leigumorđingja fćrra
Meginflokkur: Minjavernd | Aukaflokkar: Forngripir, Menning og listir, Saga íslenskrar fornleifafrćđi | Breytt 31.1.2013 kl. 08:55 | Facebook
Athugasemdir
Ef ţađ eru til lög sem banna of marga tölvupósta, ţótt fjöldinn sé óskilgreindur, ţá á ţessi herramađur ađ sjálfsögđu ađ fara í mál viđ ţig.
Á sama tíma held ég ađ hans tölvupóstar varđi augljóslega viđ lög og sé óduldar morđ og ofbeldishótanir, sem ţér ber eiginlega skylda til ađ kćra. Ef svona fallbyssa er ađ skvampa ótjóđruđ um dekkiđ, ţá er ţađ hreinlega spurning um almannaheill.
Málsóknin myndi svo vonandi vekja athygli á spurningum ţínum um silfriđ hreina, sem er í meira lagi dularfullt mál og vert rannsóknar, ef ekki lögreglurannsóknar.
Talkúmstökktir steingervingar innan ţessarar trénuđu stofnunnar er orđnir helst til heimakćrir og augljóst ađ ţeir hafa gleymt hlutverki sínu sem opinberir starfsmenn í almannaţjónustu, svo ekki sé minnst á vísindalegar siđareglur.
Eftir ţví sem ég hugsa meira um ţetta mál, ţá finnst mér ţađ meira efni í reyfara eđa bíómynd eđa í öllu falli heimildarmynd.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 23:14
Sćll Jón Steinar, hvar sagđi ég ađ ţetta vćri "herramađur" sem vill ganga í skrokk á mér á Íslandi eđa láta útsendara sína kála mér í Köben?
Nei, ţetta er sko fílefld lítil kona. Sjáum ţá hvađ kynjafrćđin hefur leitt af sér. Sumar konur fćđast ţó víst međ of mikiđ tossetesteron.
Ţađ er ađeins hluti ađ Ţjóđminjasafninu sem fellur undir ágćta lýsingu ţína, og já og líklega verđur brátt fariđ ađ bjóđa í kvikmyndaréttinn.
Ég hef reyndar unniđ á mjög sérstćđum vinnustađ, sem varđ til vegna rannsóknarniđurstađna minna. Ţađ var Dansk Center for Holocaust og Folkedrabstudier (DCHF), sem varđ dönskum rithöfundi Christian Jungersen kveikja ađ skáldsögunni Undtagelsen, sem kom út á íslensku áriđ 2006, Undantekningin. Fjallađi sagan um morđhótanir á Ţjóđarmorđsrannsóknarstofnun, sem starfsmönnum fer ađ berast.
Ţegar Jungersen var ađ safna efni í bók sína, tók hann viđtöl viđ alla starfsmenn á DCHF í Kaupmannahöfn, en ţegar hann kom framhjá minni skrifstofu leit hann inn og sagđi "Svo ţú ert Vilhjálmur Örn, ég hef ekki tíma nú, en mig langar ađ fá ađ tala viđ ţig síđar ef ég má". Ég vissi ekki ţá hvađa mađur ţetta var, og sá hann aldrei síđar, fyrr en í fjölmiđlum ţegar bókin kom út. Nú voru söguhetjurnar og morđingjar í bók Jungersens konur, en á hinu raunverulega ţjóđarmorđsstofnun í Kaupmannahöfn voru frćđimennirnir flestir karlar og ţar á međal fólk sem vildi samverkafólk sitt feigt. Einn vinur minn ţar gćti hćglega hafa drepiđ yfirmanninn, sem var og er óhćfur ESB-loddari frá Árósum, sem ekkert vit hafđi á ţjóđarmorđum ađ hvađ ţá á helförinni. Á Árósarárum sínum stal eitt sinn rannsóknarniđurstöđum nemanda síns og birti sem sínar og var kćrđur fyrir. Hinn akademíski heimur lćtur ekki hćđa ađ sér.
FORNLEIFUR, 31.1.2013 kl. 00:04
Ţú fyrirgefur mér ef mér hefur láđst ađ lesa kyniđ út úr orđunum. Ţetta var svo testosterónhlađiđ.
Hvort sem upplifun mín af andrúmslofti stofnunnarinnar er ekki algild fyrir hana ţá finnst mér hún heltekin einhverju skuggalegu meini. Einhverju samblandi leyndar, gremju, leti og sjálfhverfu. Ţarna kemst fólk greinilega upp ,eđ ađ verja sitt torf og halda vinnu ţrátt fyrir mistök og markmiđ vísindanna sjálfra i öđru sćti á eftir launaáskrift og ţćgilegri innivinnu.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2013 kl. 01:19
Ţađ er annars nýtt fyrir mér ađ opinberir starfsmenn séu í klasasamstarfi viđ hit-menn ú útlöndum og handrukkara heimaviđ. Ţar nćr samtrygging međalmennskunnar alveg nýjum hćđum. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2013 kl. 01:23
Á safninu eru flestir ţeir sem voru ţar á mínum tíma farnir, en nokkrir hafa ţó lođađ viđ, einn t.d. til ađ klára skýrslur nokkuđ margar sem hann átti óklárađar, annar til ađ skrifa silfurbók sem hefur tekiđ hann meira en 20 ár ađ klára, og enn ađrir sem týna sýnum.
Safniđ er núna í miklu betri húsakynnum en ţegar bátar landsins voru ađ brenna í Vesturvör. Í dag finnst mér ţetta vera meira ţjónustustofnun og kaffistofa en rannsóknarstofnun. Fjöldi ţeirra sem vinnur ţar međ doktorspróf eđa M.A., sem á safninu er kallađ Meistarapróf, er hlutfallslega lítill. Ef einhver ein deild á skiliđ hrós, ţá er ţađ myndasviđiđ.
Taka vil ég fram, ađ píningarmeistarinn í Fornleifafrćđingafélaginu, sem vill slá mig og flaka, vinnur ekki á Ţjóđminjasafni Íslands.
Svo talađ sé um vanda, ţá er vandamál Ţjóđminjasafnsins lítiđ miđađ viđ vanda ţeirrar stéttar sem kallar sig fornleifafrćđinga. Ţeir eru einfaldlega of margir á Íslandi. Sagnfrćđingurinn Orri Vésteinsson er búinn ađ fjöldaframleiđa fornleifafrćđinga međ pungapróf í HÍ. Fáir fara í framhaldsnám og peningar og styrkir eru af skornum skammti til rannsókna. Ţess vegna virđist ţessi stétt loga í innbyrđis deilum og erjum, sem sumar hafa fariđ fyrir dómstóla. Mál dr. Bjarna Einarssonar er orđiđ heimsfrćgt. Her af fólki reyndi ađ koma í veg fyrir ađ hann fengi stöđu í Háskóla Íslands og ađferđirnar voru lúalegar.
Ađkoma sumra erlendra fornleifafrćđinga hefur ekki veriđ til góđs. Ég mun brátt greina fré ţví í McGoverns Sögu. sem marga hlakkar örugglega til ađ lesa. McGovern ţessi, tröll af manni, er og var meistari í ađ viđhalda erjum í íslenskri fornleifafrćđingastétt, bjó ţćr til ef hentađi. Hann reyndi á mjög ófagran hátt ađ útiloka samlanda sína (Kevin Smith) frá rannsóknum á Íslandi, sem og íslenska fornleifafrćđinga. Hann rak t.d. nemanda sinn íslenskan úr doktorsnámi, ţví hún bauđ á móti sjálfseignarfélaginu Fornleifastofnun Íslands í rannsóknir í Alţingisreit í Reykjavík. Fornleifastofnun Íslands hefur alltaf veriđ beinn samstarfsađili og leppríki McGoverns konungs á Íslandi. M.a. ţess vegna eru tvö félög fornleifafrćđinga á Íslandi. Margir íslenskir fornleifafrćđingar fá fjárhagslegan stuđning frá McGovern og vilja ţví ekki sjá ţann skađa sem hann hefur valdiđ.
FORNLEIFUR, 31.1.2013 kl. 07:54
Takk fyrir ţetta Villi. En hvernig líst ţér á docudrama um silfriđ hreina?
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2013 kl. 09:33
Ţegar ég vinn í Lottóinu hringi ég í ţig og Spielberg frćnda.
FORNLEIFUR, 31.1.2013 kl. 16:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.