Valkyrja fannst á Fjóni

valkyrja_odense_bys_museer
 

Þessi fagri gripur, sem hér sést frá öllum hliðum, fannst á Hårby á Fjóni. Vitanleg, eins og alltaf, voru það menn með málmleitartæki sem fundu þessa litlu styttu. Slík tæki má ekki nota á Íslandi til að leita að fornleifum og það er ekki hægt að undirstrika það of mikið. Ég ætla ekki að upplýsa meira um gripinn, en hér er hægt að lesa frekar.

Mér þótti þetta svo skemmtilegur fundur, að ég varð að deila honum með ykkur. Þetta er greinilega ekta valkyrja frá 9. öld og hún er sæt og snoppufríð. Hún bítur ekki óð í skjaldarrönd eða er með brjóstaslettur á sverði - eða skegg. Menn höfðu góðan smekk í Valhöll forðum. Þar hafa menn, eins og alls staðar, verið karlrembusvín sem vildu hafa valkyrjurnar sexí og sætar.

Það skal þó tekið fram að listamaðurinn hefur séð til þess að ekki sést í brjóstaskoruna á valkyrjunni. Ef svo hefði verið, hefði ég ekki geta sýnt Íslendingum þessa mynd.

valkyrie_1_foto_morten_skovsby
 

Ljósmynd efst: Asger Kjærgaard, Odense Bys Museer; Ljósmynd neðst: Morten Skovsby, finnandi myndarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Slík tæki má ekki nota á Íslandi til að leita að fornleifum og það er ekki hægt að undirstrika það of mikið.“

Hef hingað til haldið að málmleitartæki væru af hinu góða, hvort heldur er að finna forngripi eða annars. Er ekki bara jákvætt ef forngripir finnast?

Sigurður Sigurðarson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 13:57

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Lög á Íslandi eru nokkuð skýr hvað þetta varðar. Ef þú vilt stunda þessa iðju getur þú gert það í Danmörku, en þar eru líka mjög strangar reglur.

Á Íslandi hafa fornleifar varðveist á annan hátt en í akuryrkjulandi eins og Danmörku. Saga okkar er einnig of stutt. Holur málmleitarmanna í fornar rústir væru bölvaður andskoti ofan í allt hitt, svo sem týnda gripi á Þjóðminjasafni, Þorláksstofur og rómantískar steinsteypuvillur ofan á rústum á Stöng í Þjórsárdal eins og framkvæmdastjóra Minjaverndar Ríkisins dreymir um.

FORNLEIFUR, 28.2.2013 kl. 14:30

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Flestir fornleifafræðingar vilja helst finna gripi og menningararfleifðina í réttu samhengi. Fjársjóðaleitrar hafa aðrar kenndir.

FORNLEIFUR, 28.2.2013 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband