Frelsið fuðrar upp í Danmörku

Safn brennur
 

Þegar ég vaknaði fyrr í morgun og skoðaði niðurstöður úr Alþingiskosningum, sá ég í dönskum fjölmiðlum að Frelsissafn Dana, Frihedsmuseet, stóð í ljósum logum.

Safnið, sem hefur alltaf verið bölvaður hjall, og Dönum til lítils sóma, hálfgerð móðgun við andófið í Danmörku undir hæl nasismans, þótt það hafi verið veikburða, er víst brunnið að miklu leyti. Þvílík hörmung.

Safn brennur 2

Samkvæmt fyrstu sjónvarpsfréttum í Danmörku í morgunsárið, brann allt sem brunnið gat, en einhverjum safngripum tókst að bjarga út úr sýningarskálanum og skjalasafnið hefur samkvæmt fyrstu fréttum bjargast. Eldurinn hófst í suðurálmunni, sem hýsir skrifstofur á efri hæðinni og geymslur og skjalasafn í kjallaranum, einnig útbyggingu þar sem var matsalur, líkastur grillbar og pulsubar. Danir fögnuðu frelsinu með vínarpylsum. Fyrstu fréttir herma að eldurinn hafi kviknað á þessum pulsubar. Fjölmiðlarnir greina þannig frá:Folk på stedet er her til morgen i fuld gang med at tømme museet for våben og andre værdigenstande.

Ég minntist strax, áður en ég sá fréttir um að skjalasafnið hefði líklegast bjargast, setu minnar á skjalasafninu með Leif heitnum Rosenstock, gömlum sagnfræðikennara sem lengi vann í sjálfboðavinnu á skjalasafninu. Leif sýndi mér oft merkar myndir, sem maður hafði aldrei séð í bókum. Ætli þær séu allar brunnar nú? Hann sýndi mér t.d. skjöl um lítilmennsku stjórnenda Rauða Krossins eftir stríð. Þeir vildu einvörðungu bjarga íslenskum nasistum. Ég minnist þess þegar ég fór með vini mínu Erik Henriques Bing til að skanna myndir úr safni Elias Levins sem hafði verið fangi í Theresienstadt, fyrir bók Eliasar um dvöl hans í fangabúðum nasista i Theresienstadt. Ég vona að engin skjöl hafi fuðrað upp.

Ausweis Elias Levin 

Skráningarkort Elías Levins i Theresienstadt sem varðveitt var á Frihedsmuseet og sem ég skannaði árið 2001.

Það var mikið ólán að Frihedsmuseet fór undir Þjóðminjasafn Dana. Frihedsmuseet hefur löngum verið í algjöru fjársvelti og Þjóðminjasafni Dana hefur á síðustu árum verið stjórnað að óhæfu fólki, sem ekki hefur séð sóma sinn í að efla þetta merka safn. 

Það er eins og að Danir vilji ekki minnast annars en samvinnupólitíkurinnar (samarbejdspolitikken, sem aðrir kalla miklu réttar kollaborationspolitikken) við Þjóðverja, forspilinu að þrælstilvist Dana í ESB, og lifa á lyginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Slæmar fréttir en máske tákrænar í tvennum skilningi. Þ.e. Að frelsið skuli hafa verið safngripur í Danaveldi nú eða að það sé fuðrað upp í orðsins fyllstu. Var það Úffi á ferð með eldfærin?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 07:53

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei Uffe er fjarri góðu gamni. Þetta er líklegast bara vegna pulsuástar Dana. Hugsaðu þér? Að hafa pulsubar og skítagrill á frelsissafninu. Frelsið var dýru verði keypt.

FORNLEIFUR, 28.4.2013 kl. 08:50

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Safnað var fyrir byggingu Frihedsmuseets árið 1957, að því er mig minnir. Nú væri gott tækifæri fyrir alla í Danmörku að gefa 10 kr.  í söfnun og reisa almennilega byggingu og safn, sem ekki heyrði undir skussaháttinn á Nationalmuseet.

FORNLEIFUR, 28.4.2013 kl. 09:19

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já þetta er alveg fenómenalt að hafa pulsubúllú á slíkum stað. Geta danir ekki stigið fetið án þess að fá sér eina og Grøn?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 10:22

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Jú, en þessi búlla þarna utan á Frelsissafninu var lengi rekin af einhverjum eiturpésa, sem líklega hefur gengið í andspyrnuhreyfinguna viku eftir að stríðinu lauk. Annars vinnur þarna á safninu ágætt fólk, sem hefur þurft að sætta sig við fjársvelti í áratugi.

FORNLEIFUR, 28.4.2013 kl. 10:27

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Liklega þykir einhverjum ástæðulaust að halda minningu um frelsið á lofti og því talið óþarfa að punga miklu fé í þetta. Er frelsið ekki hvort sem er bara minningarbrot. Novelty, memorabilia um eitthvað sem var?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 21:22

7 identicon

Að allt öðru.

 Hvað segir Forleifur um þetta? Er þetta mikið mál í Danmörku? Hvað segja fræðingar þar í landi meira en rúmast í einni smáfrétt á Vísi?

http://visir.is/fundu-sjaldgaefan-gullhring-med-nofnum-vitringanna-thriggja/article/2013130429346

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 21:27

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Guðmundur. Sjaldgæfur??? Þessi tegund af hringum er frekar algeng. Einn er til á Íslandi og minnir mig að Kristján Eldjárn hafi skrifað um hann.

Blaðamenn og fréttasnápar eru ekki fornleifafræðingar, þótt þeir haldi stundum að þeir séu það - og jafnvel stjórnmálamenn

FORNLEIFUR, 9.5.2013 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband