Frelsiđ fuđrar upp í Danmörku

Safn brennur
 

Ţegar ég vaknađi fyrr í morgun og skođađi niđurstöđur úr Alţingiskosningum, sá ég í dönskum fjölmiđlum ađ Frelsissafn Dana, Frihedsmuseet, stóđ í ljósum logum.

Safniđ, sem hefur alltaf veriđ bölvađur hjall, og Dönum til lítils sóma, hálfgerđ móđgun viđ andófiđ í Danmörku undir hćl nasismans, ţótt ţađ hafi veriđ veikburđa, er víst brunniđ ađ miklu leyti. Ţvílík hörmung.

Safn brennur 2

Samkvćmt fyrstu sjónvarpsfréttum í Danmörku í morgunsáriđ, brann allt sem brunniđ gat, en einhverjum safngripum tókst ađ bjarga út úr sýningarskálanum og skjalasafniđ hefur samkvćmt fyrstu fréttum bjargast. Eldurinn hófst í suđurálmunni, sem hýsir skrifstofur á efri hćđinni og geymslur og skjalasafn í kjallaranum, einnig útbyggingu ţar sem var matsalur, líkastur grillbar og pulsubar. Danir fögnuđu frelsinu međ vínarpylsum. Fyrstu fréttir herma ađ eldurinn hafi kviknađ á ţessum pulsubar. Fjölmiđlarnir greina ţannig frá:Folk pĺ stedet er her til morgen i fuld gang med at třmme museet for vĺben og andre vćrdigenstande.

Ég minntist strax, áđur en ég sá fréttir um ađ skjalasafniđ hefđi líklegast bjargast, setu minnar á skjalasafninu međ Leif heitnum Rosenstock, gömlum sagnfrćđikennara sem lengi vann í sjálfbođavinnu á skjalasafninu. Leif sýndi mér oft merkar myndir, sem mađur hafđi aldrei séđ í bókum. Ćtli ţćr séu allar brunnar nú? Hann sýndi mér t.d. skjöl um lítilmennsku stjórnenda Rauđa Krossins eftir stríđ. Ţeir vildu einvörđungu bjarga íslenskum nasistum. Ég minnist ţess ţegar ég fór međ vini mínu Erik Henriques Bing til ađ skanna myndir úr safni Elias Levins sem hafđi veriđ fangi í Theresienstadt, fyrir bók Eliasar um dvöl hans í fangabúđum nasista i Theresienstadt. Ég vona ađ engin skjöl hafi fuđrađ upp.

Ausweis Elias Levin 

Skráningarkort Elías Levins i Theresienstadt sem varđveitt var á Frihedsmuseet og sem ég skannađi áriđ 2001.

Ţađ var mikiđ ólán ađ Frihedsmuseet fór undir Ţjóđminjasafn Dana. Frihedsmuseet hefur löngum veriđ í algjöru fjársvelti og Ţjóđminjasafni Dana hefur á síđustu árum veriđ stjórnađ ađ óhćfu fólki, sem ekki hefur séđ sóma sinn í ađ efla ţetta merka safn. 

Ţađ er eins og ađ Danir vilji ekki minnast annars en samvinnupólitíkurinnar (samarbejdspolitikken, sem ađrir kalla miklu réttar kollaborationspolitikken) viđ Ţjóđverja, forspilinu ađ ţrćlstilvist Dana í ESB, og lifa á lyginni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Slćmar fréttir en máske tákrćnar í tvennum skilningi. Ţ.e. Ađ frelsiđ skuli hafa veriđ safngripur í Danaveldi nú eđa ađ ţađ sé fuđrađ upp í orđsins fyllstu. Var ţađ Úffi á ferđ međ eldfćrin?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 07:53

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei Uffe er fjarri góđu gamni. Ţetta er líklegast bara vegna pulsuástar Dana. Hugsađu ţér? Ađ hafa pulsubar og skítagrill á frelsissafninu. Frelsiđ var dýru verđi keypt.

FORNLEIFUR, 28.4.2013 kl. 08:50

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Safnađ var fyrir byggingu Frihedsmuseets áriđ 1957, ađ ţví er mig minnir. Nú vćri gott tćkifćri fyrir alla í Danmörku ađ gefa 10 kr.  í söfnun og reisa almennilega byggingu og safn, sem ekki heyrđi undir skussaháttinn á Nationalmuseet.

FORNLEIFUR, 28.4.2013 kl. 09:19

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já ţetta er alveg fenómenalt ađ hafa pulsubúllú á slíkum stađ. Geta danir ekki stigiđ fetiđ án ţess ađ fá sér eina og Grřn?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 10:22

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Jú, en ţessi búlla ţarna utan á Frelsissafninu var lengi rekin af einhverjum eiturpésa, sem líklega hefur gengiđ í andspyrnuhreyfinguna viku eftir ađ stríđinu lauk. Annars vinnur ţarna á safninu ágćtt fólk, sem hefur ţurft ađ sćtta sig viđ fjársvelti í áratugi.

FORNLEIFUR, 28.4.2013 kl. 10:27

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Liklega ţykir einhverjum ástćđulaust ađ halda minningu um frelsiđ á lofti og ţví taliđ óţarfa ađ punga miklu fé í ţetta. Er frelsiđ ekki hvort sem er bara minningarbrot. Novelty, memorabilia um eitthvađ sem var?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 21:22

7 identicon

Ađ allt öđru.

 Hvađ segir Forleifur um ţetta? Er ţetta mikiđ mál í Danmörku? Hvađ segja frćđingar ţar í landi meira en rúmast í einni smáfrétt á Vísi?

http://visir.is/fundu-sjaldgaefan-gullhring-med-nofnum-vitringanna-thriggja/article/2013130429346

Guđmundur Brynjólfsson (IP-tala skráđ) 28.4.2013 kl. 21:27

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Guđmundur. Sjaldgćfur??? Ţessi tegund af hringum er frekar algeng. Einn er til á Íslandi og minnir mig ađ Kristján Eldjárn hafi skrifađ um hann.

Blađamenn og fréttasnápar eru ekki fornleifafrćđingar, ţótt ţeir haldi stundum ađ ţeir séu ţađ - og jafnvel stjórnmálamenn

FORNLEIFUR, 9.5.2013 kl. 05:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband