Langspiliđ á 20. og 21. öld

Anna Ţórhallsdóttir    

Langspilseign Íslendinga hefur líklega fariđ hríđminnkandi ţegar á leiđ 19. öldina, m.a. vegna ţess ađ Íslendingar kynntust betur öđrum hljóđfćrum. Menn voru einnig ađ selja gömlu hljóđfćrin sín eđa gefa erlendum mönnum ţau. Líklega hefur ţetta veriđ eins og međ torfbćina, ţegar menn fóru yfir ţá međ jarđýtum. Íslendingar voru farnir ađ skammast sín fyrir ţađ gamla. Mörg ţeirra langspila sem fóru erlendis hafa sem betur fór varđveist á söfnum ytra, eins og ég hef greint frá (sjá hér).

Á 20. öldinni var samt áfram töluverđur áhugi á hljóđfćrinu, kannski dulítiđ rómantískur, og reyndu ýmsir ađ hefja ţađ aftur til vegs og virđingar. Nú á síđustu árum hafa margir smíđađ sér hljóđfćri. Ţau eru af mjög misjöfnum gćđum, en á međal eru hljóđfćri sem hljóma mjög vel og fallega -  en ekki endilega eins og langspil hljómuđu fyrr á öldum, enda vitum viđ ađeins lítiđ um hljóđgćđin frá tveimur heimildum. Sumum ţótti hljóđfćrin hljóma fallega, en öđrum ţóttust ţeirra óttalegt gargan, sbr. lýsingar MacKenzies og hins vegar John Baines sem var međ í leiđangri John Thomas Stanleys baróns af Alderley til Íslands áriđ 1789 (sjá hér).

Ég er nćr fullviss um ađ sérhvert langspil hafi haft sína sál og sinn hljóm, og ađ engin langspil hafi veriđ alveg eins. Ţetta voru ekki hljómsveitarhljóđfćri.  Ţađ sjá menn besta af ţví yfirliti ţví sem ég hef tekiđ saman yfir elstu hljóđfćrin sem varđveist hafa. Ég tel ađ hljóđfćriđ endurspegli dálítiđ eđli Íslendinga sem ávallt hafa fyrst og fremst veriđ einstaklingshyggjumenn, sólistar, og neiti ţví menn ef ţeir vilja. Vćntanlega eru jafnmargar skođanir á ţví og Íslendingar eru margir.

Ţegar fram á 20. öldina kemur, rćđa menn í riti mest um langspil í minningunni, sem hljóđfćri sem látnir menn höfđu  smíđađ á unga aldri. En eftir síđara stríđ hefst "endurreisnartímabiliđ" međ Önnu Ţórhallsdóttir og síđar öđrum áhugamönnum um hljóđfćriđ. Ţá söfnuđu hin ágćtu hjón Jón Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir miklum fróđleik um langspil, sem er hćgt ađ hlust á hér.

Ég hef tekiđ saman dálítinn lista yfir ritheimildir um langspiliđ, ţegar ţađ er ekki nefnt í ljóđmáli. Ég vinsađi ţetta út á timarit.is:

1898

Langspil voru auglýst sem jólagjafavarningur á 25 aura í Edinborgarverslun fyrir jólin áriđ 1898.  

Jólaauglýsing Edinborgarverslunar 1898

Mig grunađi lengi ađ ţetta herđi veriđ eitthvađ annađ annađ en hljóđfćriđ langspil, hugsanlega borđspil. En í kvćđi sem birtist í Ísafold stendur:  "Helst á langspil Mummi argar", svo ég verđ ađ gera ráđ fyrir ţví ađ einhverjir hafi veriđ ađ smíđa hljóđfćri sem seld voru í versluninni Edinborg. Allar upplýsingar um ţessi langspil í Edinborgarverslun vćru vel ţegnar. Orđiđ "stundanegri" ţarfnađist einnig skýringa.

Ísafold 1898

1910

Í minningargrein í Skólablađinu (4. árg., 7. tlb. 1910) um Eggert Helgason barnakennara (1830-1910) sem fćddist í Húnaţingi, segir:

Hann var á flesta lund vel gefinn, hugvitsmađur mikill og jarđrćktar mađur međ afbrigđum, en ekki síđur pennafćr; sönglaginn var hann og spilađi á langspil og flautu. Smíđađi sér víst hvortveggja sjálfur.

1913

Í Hljómlistinnni (1. Árg. 5. tlb. 1913) eru bréfkalfar um hljóđfćraeign Strandamanna:

Einstakir menn eiga harmonium heima hjá sér, t. d. eru 2 í Óspakseyrarhreppi, 1 í Kollafirđi, 1 i Hrófbergshreppi og 4 i Árneshreppi. Önnur hljóđfćri eru eigi nema harmonikur og grammófónar og svoleiđis gargskjóđur. Langspil eru nú alveg fallin úr sögunni, síđan menn fóru ađ venjast harmonium.

Fyrsta harmoniiđ kom hingađ í miđsýsluna ađ Heydalsá til Sigurgeirs Ásgeirssonar, áriđ 1897; síđan hafa ţau veriđ ađ smátínast inn í sýsluna.«

Í Eimreiđinni  (19. árg. 1. tlb. 1913) er ađ finna minningargrein um Gunnstein Eyjólfsson (1866 - 1912):

"Í ćsku Gunnsteins voru eigi fremur hljóđfćri en skólar eđa önnur menningarfćri í byggđarlagi hans [Hjaltastađaţinghá]. Einhversstađar gróf hann ţó upp langspil hjá fornbýlum náunga, og lćrđi hann ađ ţekkja nótur og tóna međ ţess tilstyrk. Er hann líklega eini nútíđar íslendingur, sem hafiđ hefir sönglistabraut sína viđ ţetta úrelta og ófullkomna hljóđfćri."

1929 

Í grein um austfirska ćttfrćđi í Óđni, (25. árg. 1929, 1.-8. tölublađi), er greint frá Birni Skúlasyni sem smíđađi sér langspil: 

Björn fađir Gróu var sonur Björns Skúlasonar, er bjó hjer og ţar í fjörđunum austan Fljótsdalshjerađs. Var hann ađ ýmsu allmikill hćfileikamađur, smiđur góđur og vel skurđhagur. Hann var söngmađur og smíđađi sjer langspil,til ađ spila á, ţví ađ lítiđ var ţá um hljóđfćri. Hann dó nćrri nírćđur á Kóreksstöđum 24.des. 1872.

1930

Ţann 27. júlí 1930 andađist Halldór Bjarnason bóndi á Stórutjörnum i Ljósavatnsskarđi, tćpra 67 ára gamall. Í Degi er ţann 10. september 1930 er hćgt ađ lesa ţetta um tónlistariđkun Halldórs: 

Halldór var ágćtlega vel hagur bćđi á tré og járn. Mundi hann ţó hafa orđiđ mikiđ fremri i ţeirri grein ef notiđ hefđi tilsagnar viđ smíđar. En hennar naut hann engrar; átti ţess ekki kost. Halldór hafđi hina mestu unun af söng og hljóđfćraslćtti. Ekki gafst honum ţó tćkifćri til ađ lćra f ćsku neitt, er ađ slíku lýtur. En ţađ sýnir áhuga hans og löngun til ţess, ađ hann á unglingsaldri smíđađi sér langspil og lék á ţađ í tómstundum.

ANNA 1961

Anna lćtur hér 6. áratuginn mćta 18. öldinni, ađ ţví er virđist í skarpri stemmu. Hann er einnig virđulegur faldbúningurinn sem hún klćđist á myndinni hér ofar. 

Anna Ţórhallsdóttir og Guđrún Sveinsdóttir 

Ekki verđur međ neinu móti gengiđ framhjá áhuga tveggja merkiskvenna sem reyndu ađ efla áhugann á langspilinu og hefja ţađ til vegs og virđingar. Ţetta voru söngkonurnar Guđrún Sveinsdóttir og sér í lagi Anna Ţórhallsdóttir (1904-1998). Anna, sem var nokkuđ sérstćđ kona, sem lćrđi m.a. söng í Kaupmannahöfn og á Juilliard í New York, lifđi og hrćrđist fyrir langspiliđ. Hún lét áriđ 1960 gera eftirlíkingu af hljóđfćri frá 18. öld, sem í dag er ađ finna á Musikmuseet í Kaupmannahöfn.

X13_3b
Ţetta hljóđfćri frá Stađarhrauni í Mýrarsýslu var fyrirmyndin ađ
hljóđfćri Önnu Ţórhallsdóttur

Ţegar ég smíđađi hljóđfćri mitt međ Auđuni Einarssyni, leitađi ég upplýsinga hjá Önnu og Guđrúnu og man ég ađ Önnu ţótti mjög merkilegt ađ ég vćri ađ fara ađ smíđa mér hljóđfćri og vildi vita af framvindu ţess verkefnis, en eins og gengur og gerist hringir stráklingur ekki í gamlar konur, svo ég sýndi ţví aldrei ţessari öndvegiskonu langspilsins hljóđfćri mitt.

Anna gaf m.a. út tvćr hljómplötur erlendis á eigin kostnađ. Ég festi kaup á einni ţeirra nýveriđ Folk Songs of Iceland, sem út var gefin var út áriđ 1969 hjá Lyricord Discs Inc. í New York. Langplatan var tekin upp af Ítalanum Mario de Luigi og gefin út af Roberto Leydi, sem var ţekktur prófessor í tónlistarfrćđum í Milano. Svipuđ plata fyrir Ítalíumarkađ, sem bar heitiđ Canti popolari d'Islanda, og kom út hjá fyrirtćki sem hét Albatros á Ítalíu áriđ 1974. Vona ađ ég ađ ég brjóti engin upphafsréttarlög međ ţví ađ leyfa lesendum Fornleifs ađ heyra nokkur dćmi af plötu Önnu hér í tónlistaspilaranum til hćgri.

Önnu ţótti greinilega ađ sér vegiđ, ţegar David Woods og íslenskir ađstođarmenn komust í fréttir áriđ 1981, ţegar Woods var staddur á Íslandi viđ rannsóknir á langspilinu. Skrifađi hún grein í Velvakanda Morgunblađsins til ađ minna á sig sem fumkvöđul endurvakningar langspilsins. Enginn tekur ţađ frá henni, ţótt menn geti vel haft ýmsar skađanir á söng Önnu.

Folk Songs of Iceland2

Plötuumslag fyrir Folk Songs of Iceland međ Önnu Ţórhallsdóttur. Hlustiđ á hljóđdćmi í tónlistaspilaranum hér ofar til hćgri

Síđustu vitneskju um langspilin safnađ 

Ţegar saga langspilsins 20. öld er skođuđ, er ef til vill mikilvćgasta starfiđ sem unniđ var í tengslum viđ langspiliđ. ađ hjónin Jón Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir, og síđar ađrir, söfnuđu upplýsingum hjá rosknu fólki um hljóđfćriđ. Mikiđ ađ viđtölum var tekiđ upp á segulband. Flest ţessara viđtala má nú nálgast á http://www.ismus.is/search/langspil og er ţar mikill, skemmtilegur og ómetanlegur fróđleikur inn á milli. 
 

Iđnir langspilssmiđir  

Áđur en menn helltu sér út í langspilasmíđar eftir 1970, líkt og höfundur ţessara langspilspistla hér á Fornleifi ţegar hann var 10-11 vetra höfđu margir sem höfđu stundađ smíđi á ţessu hljóđfćri eftir eigin höfđi og minninu.  

Á  fyrri hluta 20. aldar voru nokkrir menn mjög afkastamiklir langspilssmiđir. 

Ţann 22.9. 1961 greini Bragi Jónsson frá ţví í Tímanum í lesendabréfi ţar sem hann leiđréttir upplýsingar í grein Önnu Ţórhallsdóttur fyrr ţađ ár og segir frá langspilssmíđum föđur síns Jóns G. Sigurđssonar. Bragi skrifar: 

Telur frúin ađ ţeir muni ekki svo margir á íslandi, sem séđ hafi langspil. Enn fremur ađ enginn muni hafa kunnađ ađ leika á langspil á ţessari öld. Ţetta er ekki rétt. Langspil voru allalgeng fram á síđari hluta síđustu aldar og eru enn til á nokkrum stöđum, bćđi söfnum og í eigu einstakra manna. Langspil er t. d. í byggđasafni Rangćinga ađ Skógum undir Eyjafjöllum og eins í byggđasafni Skagfirđinga í Glaumbć. Langspiliđ í Skógasafni er smíđađ af föđur mínum, Jóni G. Sigurđssyni bónda í Hoftúnum (d. 1950), og gefiđ safninu. Hvort langspiliđ í Glaumbćjarsafni er smíđađ af honum, veit ég ekki, en tel ţađ ekki ólíklegt, ţar sem hann var Skagfirđingur ađ ćtt. Hann var hagur vel og hljóm- og sönglistaunnandi. Hann lćrđi ungur ađ leika á langspil og smíđađi ţau mörg. Fyrsta langspiliđ, sem ég sá, smíđađi fađir minn 1911 eđa 12 og lćrđi bćđi ég og flest systkini mín ađ leika á ţađ. Eftir ađ ég lćrđi ađ ţekkja nótur, lćrđi ég mesta fjölda af fallegum lögum á langspil ţetta. Á efri árum sínum smíđađi fađir minn mörg langspil og seldi sem minjagripi. Eitt slíkt langspil er í eigu Ţórđar Kárasonar, lögregluţjóns í Reykjavík og sá ég ţađ fyrir stuttu síđan. Annađ langspil smíđađ af föđur mínum á Eyvindur Friđgeirsson frćndi minn í Reykjavík. Hvar ýmis önnur langspil, sem fađir minn smíđađi, eru niđur komin, veit ég ekki, en ţau munu flest vera í Reykjavík. Langspil eru ţví ekki jafn fáséđ og frú Anna heldur. Á langspil hef ég ekki leikiđ í áratugi og á ţađ ţví miđur ekki. Ţćtti samt gaman ađ taka lagiđ á langspil, ef svo bćri undir og myndi fljótt ćfast í listinni, og sjálfsagt eru einhverjir fleiri en ég, sem kunna međ langspil ađ fara. Annars á frú Anna Ţórhallsdóttir ţakkir skiliđ fyrir ađ kynna í öđrum löndum ţetta alíslenzka hljóđfćri.  Bragi Jónsson. 

Einnig mun Jón Stefánsson á Dalvík hafa smíđađ um fimm langspil sem til voru er David Woods rannsakađi langspil áriđ 1981. 

Á Akureyri bjó lengi niđur viđ höfn, Friđgeir Sigurbjörnsson hljóđfćrasmiđur sem frá 1950 smíđađi ófá langspilin. Áriđ 1977, er Árni Johnsen, síđar kenndur viđ Ţorláksbúđ, heimsótti ţennan merka hljóđfćrasmiđ, voru langspilin orđin 128 ađ tölu. Ţá var Friđgeir nýorđinn áttrćđur. Friđgeir smíđađi m.a. hljóđfćri fyrir Guđrúnu Sveinsdóttur söngkonu (sem var barnabarn Matthíasar Jochumssonar).  

Friđgeir langspilssmiđur
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson langspil
Yngsti langspilssmiđurinn, Vilhjálmuur Örn Vilhjálmsson

Áđur en drengurinn á myndinni, (síđar síđuhaldari á Fornleifi), gerđist yngsti langspilssmiđurinn á Íslandi međ góđri hjálp Auđuns H. Einarssonar (sjá hér), voru menn ađ búa sér til langspil í sitthvoru horninu. Jón Hlöđver Áskelsson tónskáld og Njáll Sigurđsson smíđuđu sér langspil á námskeiđi út í Bayern (Bćjaralandi), ţegar ţeir stunduđu nám viđ Orff-Institut-Mozarteum í Salzburg, en teikningu fyrir hljóđfćrin fengu ţeir hjá Freiđgeiri Sigurbjörnssyni. Jón sagđi mér nýlega ađ hljóđfćri hans sé ekki lengur spilahćft og hangi upp á vegg sem stofustáss.

21. öldin

Eftir aldamótin 2000 virđist hafa veriđ mikil gróska í spilamennskunni og langspilaeign Íslendinga eykst nú aftur. Hljóđfćri ţau sem smíđuđ hafa ţó veriđ eru afar misjöfn ađ gćđum og tónlistin sem töfruđ er fram er ţađ líka. Sumt ađ ţví sem mađur sér er afar illa smíđađ og helstu vankantar eru ađ ţau eru međ of ţykka veggi (borđ). 

Langspil Sigţórs 1

Stundum sér mađur langspil sem skera úr hvađ varđar smíđ og gćđi. T.d. ţetta forláta hljóđfćri sem Sigţór Sigurjónsson smíđađi á námskeiđi hjá Erni Sigurđssyni tréskurđarmeistara. Ég hef einnig skođađ hljófćri eftrir Jón Sigurđsson, ungan smíđakennara á Ţingeyri. Ţau hafa mjög fallegan hljóm.

Ţvílík gersemi er hljóđfćri Sigţórs Sigurjónssonar, og ţađ er bláklukka á sniglinum, stillingarpinnum og hljóđopin eru í laginu eins bláklukkan góđa, enda er Sigţór ćttađur ađ austan. Boginn er úr íslenskum reyniviđ og hárin í boganum eru af tagli fylfullrar merar. Ţađ ku gefa skarpari tón ađ hafa migin hár í boganum ađ sögn fróđra manna. Hvernig ćtli ţađ sé svo ađ músísera á ţetta hljóđfćri? Ég get ekki ímyndađ mér annađ en ađ ţađ sé fallegur hljómur sem úr ţví kemur, enda byggt eftir skabelóni sem ég teiknađi hjá Auđuni Einarssyni forđum, sem síđar var notađ í langspilspakka, sem útbúinn var í Kennaraháskóla Íslands (sjá frekar hér).

Langspil Sigţórs 2 

Ég tel ekki ađ tónlistalćrđum mönnum sé stćtt á ţví ađ gagnrýna langspilslist annarra eins og hér er gert. Ég er eins viss um ađ sumt ađ ţví sem hljómar best í dag, og sem er hćgt ađ hlusta á á YouTube og á disklingum, hefur aldrei heyrst úr langspilum forfeđranna. Ţeir sem í dag spila á langspiliđ íslensk ţjóđlög međ "keltnesk-írskum" áhrifum, og ađ gefa ţá tónlist út fyrir ađ vera íslenska, eru á hálli braut. 

Jafn mismunandi og langspilin eru, jafn misjöfn er listin. Ţannig á ţađ líka ađ vera, allir spila međ sínu nefi og ţannig var ţađ líklega alltaf međ langspiliđ. Hér fyrir neđan getiđ ţiđ notiđ tóna mismunandi listamanna og frćđaţula sem spila á langspiliđ - hver međ sínu lagi, eđa eins vel og hljóđfćri ţeirra leyfa. Sum hljóđfćranna eru rafmögnuđ. Langspiliđ hefur greinilega endanlega tekiđ í sátt af nútímanum. Mig minnir ađ Sigurrós hafi jafnvel notađ langspil, og ef niđursetningarnir í ţeirri sveit eru ekki búin ađ ţví, er ekkert til fyrirstöđu. Einnig er hćgt er ađ hlusta á marga menn, íslenska og erlenda, spila á langspiliđ á YouTube

Örn Magnússon 
Örn Magnússon píanóleikari m.m. er ađ mínu mati meistari langspilsins í dag. Her spilar hann viđ undirleik konu sinnar Mörtu Guđrúnar Halldórsdóttur söngkonu ...

og magister Ţórđur Tómasson spilar hér og syngur eftir sínu eyra:


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guđ

  Ţetta er mjög áhugaverđ og góđ samantekt á sögu langspilsins.  Sigurđur Rúnar Jónsson (Diddi fiđla) hefur á góđri stund brugđiđ á leik međ langspiliđ. 

Jens Guđ, 11.5.2013 kl. 01:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband