Mínir brćđur, víđar er fátćktin en á Íslandi
30.3.2014 | 08:16
Síra Ólafur Egilsson prestur ađ Ofanleiti í Vestmannaeyjum (1564-1639) var einn ţeirra Íslendinga sem mannrćningjar námu á brott á hinn hrottalegasta hátt áriđ 1627. Mannrán sjórćningja frá Alsírsborg var ekki ađeins ađferđ til ađ ná í ţrćla og ambáttir. Leikurinn var einnig gerđur til ţess ađ reyna ađ krefjast lausnargjalds. Ţetta var ekkert annađ en fjárkúgun á fólki sem ţótti vćnna um mannslíf en mönnum ţótti í Norđur-Afríku. Sumir sjórćningjanna voru Norđurevrópumenn, t.d. Hollendingar sem sjálfum hafđi veriđ rćnt og sem höfđu snúist/eđa veriđ beygđir til Íslam. Ţess vegna var síra Ólafur settur á skipsfjöl í Salé, ári eftir ađ hann kom í Barabaríiđ. Skipiđ sigldi til hafnarborgarinnar Livorno í Toscana á Norđur-Ítalíu. Ólafur var talin vćnlegastur Íslendinganna til ađ koma skilabođum um lausnargjaldskröfu til réttra ađila.
Reisubók Séra Ólafs var gefin var út í danskri ţýđingu áriđ 1741 og síđar á íslensku í Höfn. Hún er til í fjölmörgum afritum og er frábćr heimild um mannránin á Íslandi, dvöl Íslendinganna í Barabaríinu, en sömuleiđis vitnisburđur af ferđ Ólafs frá Salé til Íslands, sem og af gífurlega glöggu auga prestsins. Ég hef margoft lesiđ bókina í ágćtri útgáfu Sverris Kristjánssonar sem kom út hjá AB áriđ 1969, sömuleiđis sum handritin, og dönsku útgáfuna frá 1651. Sumar lýsingar síra Ólafs eru mér eftirminnilegri en ađrar. Ţótt Reisubókin sé stutt finnst mér ég alltaf vera ađ uppgötva nýja hluti í hvert sinn sem ég les frásögnina.
Livorno
Ég held mikiđ upp á lýsingunni á ferđ hans frá Salé (nú í Marokkó), sem tók lengri tíma en ćtlađ varđ ţar sem sjórćningjar eltu skipiđ og skipstjórnađi hörfađi allt austur til Möltu. Áhöfn og farţegar urđu vatnslausir og urđu ađ leita lands til ađ finna sér vatn.Ólafur lýsir ferđafélögum sínum ţannig:
Fyrst voru ţar á ţeir Italiani vij, Gyđingar iiij, hverjir mér gáfu nokkra brauđmola stundum, item iiij Engelskir, iiij Spanskir, v Franskir, og ţá óttađist eg, ţví ţeir sáu jafnan súrt upp á mig, item v Ţýskir međ mínum förunaut.
Ţađ bćtti enn í hrćđsluna og hremmingar síra Ólafs, ţó svo ađ súrir Frakkar vćru alveg nóg. Skipiđ var einnig sett í sóttkví og er lýsing Ólafs sú fyrsta sem til er af ţeirri ađgerđ í sögu Evrópu. Íslendingar eru alltaf á stađnum. Loks komst Ólafur í land í fríföninni Livorno, sem hann kallađi Legor (ţ.e. Leghorn sem var annađ nafn borgarinnar sem Norđurevrópumenn kölluđu hana). Honum ţótti mikiđ til borgarinnar koma, og fékk glorsoltinn vín epli og ost ţegar hann komst í land eftir 6 daga á ytri höfninni í Livorno. Hann lýsir borginni vel, m.a. miklu "meistaraverki" sem fyrir augun bar:
Ţessu framar sá eg ţar ţađ meistaraverk, sem eg sá hvergi slíkt, hvađ ađ voru iiij mannsmyndir steyptar af eiri, sem ađ svo sátu viđ einn stólpa af hvítum marmarasteini. Ţćr myndir voru í fjötrum af eyri. Stólpinn var ferskeyttur og sat einn viđ hvern flöt, og sáu ţví nćr út sem lifandi menn, eftirmynd eins Tyrkja og ţriggja hans sona, hverir eđ kristninni höfđu stóran skađa gert, ţeir eđ voru ađ vexti sem risar, en sá hertogi sem ţann stađ byggđi, vann ţá í stríđi, og lét svo steypa ţeirra myndir til minningar, og hans mynd stendur upp yfir ţeim međ stóru sverđi í hendi, og ţar á múrnum eru settir Tyrkja hausar í kring, og svo rekinn stór gaddur í gegnum ţau ofan í múrinn. Nú hljóđar ritningin, ađ ólukkan sú kom i yfir ţá óguđlegu, sem ţeir fyrirbúa ţeim.
Stytta ţessi stendur enn í dag í Livorno. Hún var gerđ af Giovanni Bandini og Pietro Tacca á árunum 1617-1626 og sýnir Ferdinand I Medici greifa sem gerđi Livorno af fríhöfn áriđ 1595. Gyđingar borgarinnar sem voru fjölmargir ţökkuđu fyrir borgararéttindi sín međ ţví ađ borga fyrir ţetta mikla verk. Koparristan er eftir Stefano della Bella og er frá 1655.
Ólafur ferđađist frá Livorno til Marsaille og aftur var Ólafur í vanda:
Um kvöldiđ ţess sama daga fékk eg hvergi hús í ţeim stađ allt til dagseturs. En eg bađ međ grátandi tárum vel í 20 stöđum. Á móti sjálfu dagsetri ţá kom ađ mér ein kvinna, sem til mín talađi í réttri íslensku, ţar eg sat međ harmi hugar, sú sem sagđir: "Hvađ ertú fyrir einn?". Eg ansađi og sagđi: "Einn aumur Íslendur" Ertu Íslendur?" sagđi hún, "svo kom međ mér. Ég skal ljá ţér hús í nótt. Eg er og svo íslend kvinna og svo herleidd." En ţá ég kom í hennar hús, ţá voru ţar bćđir ţýskir menn og engelskir, hverir ađ undirstóđu mín orđ, og einn af ţeim engelsku ţekkti mig, sá eđ var einn brillumakari. Ţessi sagđi, eg vćri einn prestur af Íslandi. Ţá skipađi hún mér strax út áf húsinu. Í ţví bili, ţá hún tók til mín og vildi hrinda mér út af húsinu, ţá uppvakti guđ minn góđur einn ţýskan kaupmann. Sá gekk strax fram og upp frá drykkjuborđinu - ţví ţađ var víndrykkjarhús - og lofađi ađ bítala fyrir mig mat og drykk, hús og sćng svo lengi sem ég vćri í ţeim stađ.
Ég hef oft velt ţví fyrir mér hvort kráarmúttan íslenska hafi ekki í raun veriđ táknmál hjá síra Ólafi fyrir sjálfan djöfulinn, sem reyndi ađ lokka hann. Líklegast hefur hann í veruleikanum látiđ lokkast af portkonu og lent á porthúsi ţar sem hann var ekki borgunarmađur fyrir neinu.
Ţá má furđu sćta ađ Ólafi hafi tekist ađ ná til Íslands, aura- og allslausum, en á einhvern yfirnáttúrulegan hátt hitti hann ávallt gott fólk og gjafmilt sem hjálpađi honum í nauđ og áfram áfram á ferđ sinni. T.d. hinn hollenski kapteinn Caritas Hardspenner sem tók hann upp á arma sína í Marseille og sigldi međ hann til Hollands á ađfangadag jóla 1628. Ferđin tók rúman mánuđ. Ólafur segir frá:
11 dögum fyrir Pálsdag missti ég um nóttina mína nćrpeysu, hverja ég hafđi ţvegiđ og upp í togin fest, hverja bátsfólkiđ niđur sté um nóttina, ţó óviljandi, svo eg ţá ekki hefi eftir á mínum kropp, nema skyrtu gamla og lífstykki gamalt, í hverju ég var međ fyrstu fangađur. Og strax ţar eftir missti eg af hattinn af veđri. Ţá gaf mér aftur annan hatt lítinn og gamlan minn frómi Caritas, og einn stýrimađur hálfa peysu gamla, en eg keypti hálfa sjálfur.
Í Kaupmannahöfn vildi Kristján 4. engu spandera á herleidda ţegna frá Íslandi, sem nú voru fangar í Barbaríinu. Hann ţurfti ađ nota hvern dúkat og eyri í hallir sínar og stríđ. Hann fyrirskipađi ţví söfnun í kirkjum á Sjálandi og henni lauk ekki fyrr en 1635. Fé ţađ sem ţar safnađist, sem og gjafir af Íslandi, voru sendar til mannrćningjanna, sem ađ öllum líkindum hafa veriđ međ vafasama umbođsmenn í Hollandi og Livorno sem tóku sér ríflega prósentu. Íslendingar voru leystir úr haldi fyrir um 4000 kýrverđ eđa 16.687 dali. Hinir útleystu voru ţó ađeins 37 ađ tölu, en taliđ er ađ 300 Íslendingar hafi ekki snúiđ heim úr ánauđinni. Sumir vildu reyndar ekki snúa aftur, voru líklega af ţví kyni sem ţykir allt betra annars stađar, sumir voru of dýrir, enn ađrir dauđir og snúnir til Íslam.
Fyrir hina 300 Íslendinga voru aldrei manngjöld greidd. Ţeir lágu óbćttir hjá garđi. Líkt og ţeir rauđhćru kynlífţrćlar sem hnepptar voru í ţrćldóm og fluttar til Íslands af norskum höldum, ef trúa skal DNA-frćđingum (sem ég geri ađeins mátulega). Konu sína, Ástu Ţorsteinsdóttur, prests á Mosfelli, fékk Ólafur aftur úr Barbaríinu áriđ 1637, en ţrjú börn ţeirra urđu eftir. Síra Ólafur hefur örugglega andast í mikilli sorg. Ásta lifđi mann sinn fram í háa elli. Ekki hefur sorgin veriđ henni minni.
Fleygust athugasemda síra Ólafs ţykir mér: Mínir brćđur, víđar er fátćktin en á Íslandi, sem hann lét flakka um lífiđ í Marseille. Ţetta er eru orđ sem enn eiga viđ og sem margir hálćrđir prófessorar og herrar landsins hafa ekki skiliđ.
Meginflokkur: Sagnfrćđi | Aukaflokkar: Ferđalög, Menning og listir | Breytt 17.12.2020 kl. 07:38 | Facebook
Athugasemdir
Áttu ţeir sem voru í barbaríinu íslenskir ekki afkomendur? Og eru ćttir ţeirra ekki enn á sveimi í ţví sama barbaríi? Hefur ţađ veriđ kannađ?
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 30.3.2014 kl. 19:16
Örugglega, en erfitt verđur ađ finna ţađ međ DNA, ţar sem ţeir sem voru hnepptir í ánauđ komu frá svo mörgum ríkjum og tilheyrđu ţjóđum sem hafa svipađ erfđamengi og Íslendingar. Ţrátt fyrir ađ margir rómi menningarheim "Araba" eru engar ritheimildir til um örlög ţessa ţrćla, enda međ sömu réttindi og dýr.
Söngvarinn BlondBlond, sem var gyđingur, fćddist í Alsír http://jewishmorocco.blogspot.dk/2011/12/happy-hannouka-from-jewish-algeria-and.html. Kannski var hann af íslenskum ćttum?
FORNLEIFUR, 30.3.2014 kl. 19:58
http://www.youtube.com/watch?v=Fv7GoMaTwh0
Hér má heyra söngvarann Blond Blond
FORNLEIFUR, 30.3.2014 kl. 20:04
Hlekkurinn í athugasemd 3 er genginn úr sér. Hér er hćgt ađ hlusta á söng BlondBlonds í stađinn fyrir hann:
https://www.youtube.com/watch?v=53phAEsZYUg
FORNLEIFUR, 19.11.2017 kl. 12:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ţú ert innskráđ(ur) sem .
Innskráning