Flogiđ hátt

Grein ţessi birtist áriđ 2008 í ţví ágćta riti Sagan Öll međtitlinum "Flogiđ hátt lotiđ lágt".

litli belgur  

Fimmtíu ár voru liđin síđastliđiđ sumar frá ţví ađ nokkuđ sérstćtt loftfar sást á sveimi yfir Íslandi. Ţetta var mannađur loftbelgur og flug hans var hiđ fyrsta sem fariđ var á slíku fari yfir Íslandi. Flugferđin átti sér stađ sunnudaginn 23. júní 1957 í tengslum viđ Flugdag sem Flugmálafélag Íslands hélt. Flugmálayfirvöld höfđu fengiđ tilbođ um sýningu á loftbelgsflugi frá hollenskum hjónum, Jo og Nini Boesman, sem ţá voru orđin heimsfrćg fyrir lofbelgjaflug sín víđa um lönd. Ákveđiđ var ađ bjóđa hjónunum hingađ og komu ţau međ lofbelginn Jules Verne, sem var nýkominn úr sinni fyrstu för. Lofbelgir ţessa tíma voru gasbelgir, frábrugđnir ţeim belgjum sem mest eru notađir í dag, ţar sem notast er viđ heitt loft sem er blásiđ inn í belginn međ gasblásara. Reyndar var líka notast viđ heitt loft í fyrstu lofbelgina á 18. og 19. öld en oft tókst illa til og belgir áttu ţađ til ađ hrapa til jarđar.

Lent viđ Korpúlfsstađi 

Gasbelgur eins og Jules Verne var eins og stór blađra fyllt međ vetni. Vetniđ í belginn fékkst á Íslandi í Áburđarverksmiđjunni í Gufunesi. Gasbelgir ţessa tíma voru umvafđir sterku, stórmöskva neti sem tengdist burđarlínunum sem karfan hékk í. Ţegar landfestar voru leystar og sandpokar tćmdir, steig belgurinn fullur af vetni til himins eins og lögmál gera ráđ fyrir. Ef belgfarar vildu til jarđar töppuđu ţeir hins vegar smám saman vetni af belgnum. 

Flugbelgnum Jules Verne var flogiđ frá Reykjavíkurflugvelli og lent var á túninu viđ Korpúlfsstađi. Ekki var ţví um langa ferđ ađ rćđa. Mikilvćgur ţáttur viđ ţetta flug var póstur sá sem mönnum bauđst ađ senda međ belgnum. Áhugafólki um frímerki, sem var fleira ţá en nú, bauđst ađ senda bréfkort eđa ábyrgđarbréf međ belgnum. Bréfin og kortin voru stimpluđ međ sérstökum stimplum, sem síđar skal vikiđ ađ. Ţegar sérstöku pósthúsi ballónflugsins á Reykjavíkurflugvelli var lokađ klukkan ţrjú eftir hádegi og umslög og kort höfđu veriđ stimpluđ, var ţeim vandlega komiđ fyrir í 10 kg póstpoka sem var lokađ og hann innsiglađur. Í honum voru 2.480 bréf samkvćmt frétt Morgunblađsins tveimur dögum síđar.

Belgurinn flaug svo af stađ í góđu veđri og sveif austur fyrir borgina međ Boesman-hjónin prúđbúin undir flugsamfestingnum. Ţegar loftbelgurinn lenti viđ Korpúlfsstađi var ţar margmenni sem tók á móti belgnum og reyndi ađ hemja hann ţegar hann lenti. Allt gekk vel í ţessari fyrstu belgför á Íslandi. Póstritari frá Pósti og síma fór međ póstsekkinn ađ pósthúsinu ađ Brúarlandi í Mosfellssveit og voru kort og bréf, sem hollensku hjónin höfđu haft milli fóta sinna í mjög lítilli körfu belgsins, stimpluđ móttökustimpli, og aftur í Reykjavík áđur en bréfin voru send móttakanda.

Hollendingarnir fljúgandi

Boesmann hjónin, Jo (1914-1976), sem einnig kallađi sig Jan, John og Johan og Nini (fćdd Visscher, 1918, andađist 2.júní 2009), höfđu bćđi flogiđ síđan á fjórđa áratugnum. Reyndar flaug Jo ekki mikiđ á stríđsárunum. Hann var gyđingur og ţurfti ţví ađ fara í felur. Hann hafđi fyrst flogiđ loftbelg áriđ 1934 og hún áriđ 1937. Eftir stríđ giftust Jo og Nini og fóru hjónin víđa og flugu mismunandi flugbelgjum í fjölda landa. Oft var flug ţeirra fyrsta flugbelgsflug sem

 

belgur 1  

Mynd 1. Loftbelgurinn Jules Verne tilbúinn til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli. Sjóklćđagerđin og Belgjagerđin höfđu greinilega keypt sér góđa auglýsingu á belgnum. Ljósm. Erla Vilhelmsdóttir.belgur 2

Mynd 2.  Loftbelgurinn Jules Verne, međ einkennisstafina OO-BGX, stígur til himins frá Reykjavíkurflugvelli. Belgurinn var búinn til í Belgíu hjá lofbelgjagerđ Albert van den Bembdens og var fyrst skráđur 31. maí 1957. Í körfunni standa Boesman hjónin prúđbúin ađ ţví virđist [Ţetta er reyndar fađir minn heitinn sem bođiđ var í prufuferđ međ frú Nini Boesman]. Ljósm. Erla Vilhelmsdóttir.

flogiđ var í ţessum löndum. Ţannig voru ţau fyrst til ađ fljúga lofbelg yfir Grikklandi áriđ 1952, á Jamaíku 1953, í Súrínam 1955, Suđur-Afríku 1958, í Ísrael og Írak áriđ 1959, Malí 1963, Pakistan 1964, Júgóslavíu 1967 og Marokkó 1968. Á ferli sínum sem kapteinar á belgjum, fóru ţau ţví víđa og gaf Jo Boesman út ţrjár bćkur um ćvintýri sín og flugbelgjaflug t.d. Wij waren en de Wolken (Viđ vorum í skýjunum) og seinni útgáfa ţeirrar bókar Luchtic Avontuur (Ćvintýri í loftinu). Löngu eftir dauđa hans var gefin út bókin Gedragen door de Wind (Á valdi vindsins) (1990) sem fjallar um 50 ára feril Nini Boesman, sem enn er á lífi. Bćđi hjónin teljast til fremstu belgfara 20. aldarinnar.

Kaffibođ var munađur 

Mér sem er höfundur ţessarar greinar og fćddur ţremur árum eftir ađ ţetta fyrsta ballónflug átti sér stađ, ţótti ávallt gaman ađ heyra um og skođa myndir frá ballónfluginu áriđ 1957 í myndaalbúmi foreldra minna. Fađir minn hafđi, sökum ţess ađ hann var ćttađur frá Hollandi, komist í samband viđ ballónfarana og lenti í ţví ađ greiđa götu ţeirra og uppvarta ţá á ýmsan hátt og varđ úr ţví nokkuđ amstur, enda ćvintýrafólk oft fyrirferđarmikiđ. Myndir ţćr sem fylgja ţessari grein voru allar teknar af móđur minni og föđur. Eins og fram kemur var ballónförunum bođiđ í íslenskt kaffibođ međ tertum, smákökum og öllu tilheyrandi. Í Hollandi ţekktust ekki slík kaffibođ og -borđ á ţessum tíma. Allt var enn skammtađ og Hollendingar voru lengi of fátćkir eftir Síđari heimsstyrjöld til ađ leyfa sér slíkan munađ. Kökurnar féllu greinilega flugbelgsförum í geđ og var ein rjómaterta móđur minnar skreytt međ mynd af lofbelgnum.

ballon 3

Mynd 3. Frá vinstri sitja Jacques Deminent vinur og samstarfsmađur Boesman hjónanna í Haag, Jo Boesman, standandi er móđir höfundar sem býđur kaffi og kökur og til hćgri viđ hana situr Nini Boesman. Ein hnallţóran var skreytt međ mynd af loftbelgnum Jules Verne. Ljósm. Vilhjálmur Vilhjálmsson.

lítill belgur lentur

Grunsamlegur Ballónpóstur

Hinn 8. febrúar 1958 skrifađi Jónas Hallgrímsson (1910-1975) forstöđumađur Manntalsskrifstofunnar í Reykjavík og frímerkjafrćđingur einn af sínum mörgu frímerkjapistlum í Morgunblađiđ. Fyrirsögn greinarinnar í ţetta sinn var hins vegar ađeins frábrugđin ţví sem menn áttu ađ venjast í fáguđum frímerkjapistlum Jónasar: „Íslenzkur ‘ballón-póstur´ falsađur" stóđ ţar:

„Ţess hefur orđi vart hjá bresku fyrirtćki, sem sérstaklega er ţekkt vegna sölu alls konar flugfrímerkja og umslags sem send hafa veriđ međ sérstökum flugferđum, ađ ţađ hefur haft á bođstólum póstkort sem á er stimplađ, ađ ţau hafi veriđ send međ loftbelg ţeim, er hóf sig til flugs á Reykjavíkurflugvelli 23. júní 1953 og tók međ sér takmarkađ magn af pósti ... Verđ ţessara póstkorti hjá fyrirtćki ţessu er ađeins 15 shillings, en vitađ er ađ verđ ţeirra bréfa, sem send voru međ loftbelgnum fór ört hćkkandi skömmu eftir ađ flugiđ átti sér stađ og hafa umslög ţessi komist í allhátt verđ og ađ undanförnu veriđ seld á 350 kr. stykkiđ. -  Óneitanlega vakti ţađ athygli manna, ađ komast ađ ţví hvernig ţessu var háttađ og skrifađi ţví safnari hér í bćnum fyrirtćki ţessu og bađ um ađ senda sér eitt „ballón" umslag, en fékk ţađ svar, ađ umslög ţau sem send voru međ loftbelgnum vćru ekki fáanleg, en í stađ ţess var honum sent póstkort ţađ er hér birtist mynd af, en ţađ sem ţađ sem strax vakti athygli, var ţađ ađ í fyrsta lagi var kortiđ stimplađ međ venjulegum Reykjavíkur stimpli og dagsetningin í honum  - 26.6.1957 -  en eins og áđur segir var haldinn flugdagur Flugmálafélagsins 23. júní 1957."

Skrýtin póstkort 

Ekki var nema von ađ Jónas frímerkjafrćđingur hafi klórađ sér í höfđinu ţegar hann sá ţessi skrýtnu póstkort. Til ađ fá stimpluđ ábyrgđarbréf og póstkort á Reykjavíkurflugvelli ţann 23. júní 1957 urđu menn ađ setja minnst 25 krónur á ábyrgđabréfiđ og 90 aura á póstkortin sín. Bréfin voru stimpluđ međ póststimpli Flugdags á Reykjavíkurflugvelli á framhliđ en á bakhliđ međ póststimpli pósthúsanna á Brúarlandi og í Reykjavík.

Á framhliđ bréfanna var einnig sérstakur sporöskjulaga stimpill lofbelgsfaranna, sem á stóđ „The Hague Balloon-Club Holland, on board of the freeballon „Jules Verne", Ballooncomm[ander]. John Boesman." Á kortinu sem hćgt var ađ kaupa í Lundúnum, var ađeins póststimpill pósthússins í Reykjavík međ dagssetningunni 27.6. 1958, en engir stimplar á bakhliđ eins og á bréfunum frá 23.júní. Á póstkortunum sem voru til sölu á 15 shillinga voru hvorki 25 kr. eđa 90 aurar í frímerkjum. En ţau báru hins vegar stimpil Jo Bosesmans, sem hafđi veriđ notađur ţann 23. júní, en ţar fyrir utan var stimpill, sem á stendur: FLUG  MALAFELAG  ISLANDS: FIRST FLIGHT BY DUTCH BALLOON: Pilots: John & Nini Boesman, REYKJAVIK - 1957.

belgur 4

Mynd 4. Stimplar ballónflugsins. Hinn opinberi (neđst) og stimpill sem notađur var á fölsuđ umslög sem seld voru í London. Báđa stimplana stimpluđu Boesman-hjónin í gestabók í Reykjavík 26. júní 1957

Ef ţessi grunsamlegu kort, sem Jónas Hallgrímsson bar réttilega brigđur á eru skođuđ nánar, er augljóst ađ einhverjir hafa reynt ađ gera sér belgflugiđ ađ féţúfu međ vafasömum hćtti. Vafalaust voru ţađ Boesmann hjónin sjálf. Póstkortin bera stimpil ţeirra, sem ţau ein höfđu undir höndum, og íslenskan á einum stimplanna bendir ekki til ţess ađ Íslendingur hafi stađiđ ađ gerđ ţessara korta.

Alvarlegt mál 

Ţessi póstkort, sem enn eru á markađnum, og sem valda ţví ađ menn erlendis og á veraldarvefnum telja ranglega ađ fyrsta flug loftbelgs á Íslandi hafi átt sér stađ 26. júní 1957, en ekki ţann 23. júní, bera oft myndir af ţeim hjónum. Slík kort hafa vart veriđ til í miklum mćli á Íslandi og er ţví afar ólíklegt ađ ađrir en Boesman hjónin sjálf hafi veriđ ađ reyna ađ drýgja tekjurnar međ minjagripasölu ţessari.

Jónas Hallgrímsson hvatti áriđ 1958 yfirvöld til ađ rannsaka ţessi dularfullu umslög og hann orđađi áskorun sína ţannig: „Ţađ gefur ţví auga leiđ, ađ um alvarleg vörusvik er ađ rćđa eđa jafnvel fölsun á verđmćtum og vil ég eindregiđ vara safnara viđ ađ kaupa ekki ţessi póstkort ţótt ţeir hafi tćkifćri til ...Vegna ţessa atburđar, ćttu ţeir ađilar sem ađ ţessu „ballón" flugi stóđu, t.d. Flugmálafélag Íslands og póststjórnin, ađ taka ţetta mál til rćkilegrar rannsóknar og fá úr ţví skoriđ hvađan ţessi póstkort hafa borizt á frímerkjamarkađ erlendis". 

Ekki mun ţađ hafa gerst svo kunnugt sé. Ţetta mál var reyndar smámál miđađ viđ frímerkjamisferlismáliđ sem kom upp áriđ 1960. Nokkrir starfsmenn Pósts og Síma urđu ţá uppvísir ađ ţví ađ taka gömul frímerki í stórum stíl úr geymslum Póstsins. Ţađ mál var, ţótt alvarlegt vćri, ekki ađalskandallinn á Íslandi áriđ 1960. SÍS máliđ svokallađa var í algleymingi og var ţađ meira ađ vöxtum en rauđur loftbelgur og nokkur umslög.

belgur 5

Mynd 5. Tveir menn halda á póstpokanum sem flogiđ var međ í lofbelgnum. Pokinn innihélt umslög heiđvirđra póstáhugamanna og -safnara, sem sáu fram á skjótan gróđa af umslögum sínum sem send voru međ loftbelgnum. Á ţessum tíma ţótti frímerkjasöfnum hollt og gagnlegt tómstundargaman, sem menn brostu ekki ađ eins og oft er gert er í dag. Sumir gerđu sér ţá grillu ađ frímerki ćttu eftir ađ verđa góđ fjárfesting, sérstaklega örfá umslög sem höfđu veriđ send í fyrstu ferđ lofbelgs á Íslandi. Ljósm. Erla Vilhelmsdóttir.

 postritari_lille4

Mynd 6. Starfsmađur Pósts og Síma heldur á innsigluđum poka međ bréfum og kortum sem send voru međ lofbelgnum. Áriđ 1960 var ţessi og ađrir starfsmenn Pósts og stađnir ađ misferli međ frímerki úr safni Póstsţjónustunnar. Hinir seku voru dćmdir í fangelsi og háar fjársektir fyrir ađ hafa stungiđ gömlum og fágćtum frímerkjum, sem geymd voru í lćstum skáp, í eigin frímerkjasöfn eđa selt ţau. Ljósm Erla Vilhelmsdóttir.

belg_haldi_a_vi_korpulfssta_i_b.jpgMynd 7. Loftbelgurinn nýlentur á Korpúlfsstađatúni. Nini Boesman situr i körfunni og til vinstri viđ hana standa Jacques Deminent og Jo Boesman. Mađurinn međ hattinn er starfsmađur Pósts og Síma. Ljósmynd Erla Vilhelmsdóttir.

Minnisstćđ för

Hvađ sem líđur misferli međ umslög og frímerki flugdaginn áriđ 1957, var ferđ Boesman-hjónanna ţeim minnisstćđ. Nini Boesman gefur litríka lýsingu af ţví sem gerđist á Íslandi í endurminningum sínum sem gefnar voru út. Hún greinir ţar frá flugi belgsins á flugdeginum og segist hafa veriđ í lofbelgnum Marco Polo, sem er misminni. Hún lýsir ađdragandanum og ferđinni og vandamálum viđ ađ fylla belginn međ vetni frá Gufunesi, ţví ekki voru til nćgilega mörg gashylki í Gufunesi til ađ fylla hann í einni umferđ.

Hún minnist ţess ađ Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri hafi bođiđ ţeim belgflugshjónum í flugferđ í Cessnunni sinni til ađ sýna ţeim landslagiđ fyrir flugferđina. Hún lýsir Reykjavík úr lofti sem stórri litríkri blikkdós, ţar sem sum ţökin voru máluđ ljósblá, önnur rauđ, gul eđa grćn. Fólk vinkađi til hennar frá svölum sínum og húsţökum og hrópađi eitthvađ sem Nini Boesman túlkađi sem „góđa ferđ".

Fúlskeggjađur villimađur 

En eitthvađ hafa minningar hennar veriđ komnar á loft 32 árum eftir flugiđ. Hún lýsir lendingunni og segiđ ađ ţađ hafi fyrstur komiđ á vettvang mađur, međ langt og mikiđ skegg. Hún hélt ađ hér vćri kominn einhver villimađur og vissi ekki hvađ á sig stóđ veđriđ. Svo tók sá skeggjađi til máls og tilkynnti henni á fínni ensku, ađ hún vćri lent í landi Ţingvalla, ţar sem Alţingi hefđi veriđ stofnađ áriđ 930. Sá skeggjađi hafđi veriđ í Kína í árarađir en var nú sestur í helgan stein sem bóndi og umsjónamađur lítillar kirkju.

Sá skeggjađi gćti hafa veriđ sr. Jóhann Hannesson síđar prófessor viđ guđfrćđideild Háskóla Íslands (1910-1976), sem var ţjóđgarđsvörđur á ţessum tíma. Hann hafđi veriđ trúbođi í Kína og var međ snyrtilegt skegg, en var langt frá ţví ađ geta talist villimannlegur. Ćtlunin hafđi veriđ ađ reyna ađ komast til Ţingvalla, en belgurinn komst ekki lengra en til Korpúlfsstađa, ţar sem hann lenti heilu og höldnu eftir tveggja og hálfs tíma flug. Ţar var ţegar saman komiđ margmenni er belgurinn lenti. Nini Boeseman lýsir ţví svo hvernig hinn skeggjađi mađur létti henni biđina ţangađ til ađ bílar komu ađvífandi. Fyrstur á stađinn var „póstmeistarinn" sem spurđi: „hvar er pósturinn"? og frú Nini Boesman segist hafa hafiđ póstpokann sigursćllega á loft og fengiđ rembingskoss fyrir af póstmeistaranum, sem spurđi hvor ađ ekki vćri allt í lagi um borđ. Hann ku svo hafa dregiđ fram flösku af ákavíti og hellt á mannskapinn sem skálađi fyrir ferđinni. Svona er sagan auđvitađ skemmtilegri, ţótt margt af ţví sem frú Boesman man sé greinilega misminni eđa hreinar ýkjur.

Hvađ varđ svo um belginn Jules Verne? Hann breytti um nafn eftir hentugleikum en gekk einatt undir gćlunafninu Le Tomate, eđa tómaturinn. Hann var tekinn af skrá áriđ 1973 og var ţá kallađur Pirelli ţar sem hann flaug fyrir samnefnt dekkjafyrirtćki. 

belgur 7

Mynd 8. Loftbelgurinn nýlentur á Korpúlfsstađatúni og margmenni tekur á móti honum. Ljósm. Erla Vilhelmsdóttir.

TF-HOT

Löngu síđar, eđa 1972, var mönnuđum lofbelg aftur flogiđ á Íslandi. Ţađ gerđi ungur mađur sem á menntaskólaárum sínum í Hamrahlíđ hafđi gert tilraunir međ lofbelgi og geimflaug. Geimflaugin fór reyndar hvergi, ţar sem geimflugasmiđirnir höfđu ruglast á tommum og sentímetrum á breidd eldsneytistanks flaugarinnar. Holberg Másson, einn geimskotsmanna, sem flaug loftbelg á Sandskeiđi áriđ 1972 keypti síđar almennilegan flugbelg frá Bretlandseyjum áriđ 1976 og flaug mikiđ međ farţega sumariđ 1976. Međal annars gafst mönnum möguleiki á ţví ađ fara í loftferđir međ loftbelgnum TF-HOT á útihátíđ viđ Úlfljótsvatn. Belgurinn var heitaloftsbelgur og ţví mjög frábrugđinn belgnum Jules Verne sem flogiđ var hér sumariđ 1957. Reyndar var breskur belgfari, Dunnington ađ nafni, um tíma búinn ađ rćna heiđrinum af Holberg Mássyni, en ţóttist hann vera fyrsti mađur sem flaug heitalofts loftbelg á Íslandi áriđ 1988.

Hassi smyglađ međ loftbelg 

En ekki var önnur kynslóđ loftbelgja á Íslandi laus viđ skandal frekar en sú fyrsta, en ţađ mál var miklu alvarlegra en nokkur frímerki og fölsuđ fyrstadagsumslög. Eigandi belgsins TF-HOT, Holberg Másson, sem einnig reyndi viđ heimsmet i lofbelgsflugi í Bandaríkjunum, smyglađi hassi međ lofbelg sem hann flutti inn frá Bandaríkjunum til Íslands. Síđar, ţegar ţessi loftbelgsfari var búinn ađ afplána dóm sinn, varđ hann fyrsti mađurinn á Íslandi til ađ tengjast tölvuneti og var reyndar líka frumkvöđull í pappírslausum viđskiptum fyrirtćkja á Íslandi. Slíkar ađgerđir hafa síđan hafiđ sig í ólýsanlegar hćđir. Kannski eru miklu fleiri Íslendingar komnir í hörku belgflug án ţess vita ţađ. En ef menn eru í vímu í háloftunum er ţađ vonandi frekar út af fegurđ landsins en vegna kynlegra efna.

Síđastliđiđ sumar var flogiđ međ lofbelg á norđanverđu landinu, til dćmis viđ hvalaskođun, og ţykir ţetta greinilega ekkert nýmćli lengur. Sumariđ 2002 var hér á landi svissneskur hópur frá verkfrćđistofu međ grćnan belg sem ţeir flugu um allt land (hćgt er ađ skođa myndir ţeirra á veraldarvefnum: http://www.inserto.ch/ballon/20022006/index.html# [Hlekkurinn er ekki lengur virkur], ţar sem líka er hćgt ađ lesa greinagerđ ţeirra um ferđina).

Ballonclub Iceland B

Eitt hinna löglegu "fyrstadagsumslaga" frá 23.6.1957. Geđţóttaákvörđun póstmeistara í Reykjavík réđi ţví ađ flugpósturinn sem flaug í loftbelgnum yrđu ađ vera frímerkt sem ábyrgđarpóstur. Hér hefur sendandinn fengiđ Nini Boesman til ađ árita umslagiđ sem flaug međ flugbelgnum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég flaug međ Holbergi í ţessu fyrsta farţegaflugi á Íslandi međ íslenskum farţega. Fariđ var í loftiđ af túni á Álftanesi í allt of miklum vindi, og ţví varđ flugferđ farţegans stutt, ţví ađ ég hékk utan á körfunni stutta stund án ţess ađ komast upp í hana, vegna ţess ađ Holberg tók ekki eftir mér, heldur hamađist viđ ađ kynda gashitarann sem lyfti belgnum. Sem betur fer missti belgurinn hćö svo karfan slóst í jörđina svo ađ ég missti takiđ og lenti kylliflatur á jörđinni. Holberg hélt áfram, komst upp í Leirársveit en lenti ţar í háspennulínu, sló rafmagninu í sveitinni út, og hrapađi í logandi belgnnum til jarđar. Marđist en brotnađi ekki og neđsti hluti belgsins brann. Ţegar tímaritiđ Samúel sagđi frá hasssmyglinu var birt risastór mynd á forsíđunni af mér og loftbelgnum !  

Ómar Ragnarsson, 27.3.2014 kl. 10:52

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ţér fyrir ţessar minningar Ómar. Ţađ er eins og mig rámi í Samúel-forsíđuna. Ţađ voru ađrir belgir ţar en venjulega. 

Hér er komiđ ţađ helsta úr loftbelgjasögu Íslands á einn stađ. Ćtli Samúel sé kominn á tímarit.is, eđa er ţađ of hćttulegt fyrir ungviđiđ og sómakćrleikann?

FORNLEIFUR, 27.3.2014 kl. 11:53

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei, eins og viđ manninn mćlt, Samúel ekki kominn á netiđ. Líklega hefur ţótt of hćttulegt ađ kaupa slíkt rit á Landsbókasafni.

FORNLEIFUR, 27.3.2014 kl. 12:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband