Meira um Gunnar Gunnarsson í Þýskalandi
9.2.2015 | 14:26
Ekki á eg einungis í fórum mínum gamlar (nasista)myndir af Gunnari Gunnarssyni hjá Hitler og að halda fyrirlestra á nasistasamkomum i Þýskalandi. Það eru myndir sem sumir menn þola víst ekki að sjá.
Ég á líka rituð gögn í fórum mínu, sem þeir sem hafa hreinsað nasismastimpilinn af Gunnari hafa ekki haft rænu eða jafnvel vitsmuni til að finna er þeir skrifuðu stórverk sín um skáldið eða gáfu honum syndaaflausnarvottorð sín.
Dönsk yfirvöld höfðu miklar áhyggjur af samskiptum Gunnars við Þriðja ríkið og var fylgst grannt með honum. Konsúlar sendu upplýsingar um ferðir Gunnars í Þýskalandi til sendiráðsins í Berlín og utanríkisráðuneytisins í Kaupmannahöfn.
Herluf Zahle sendiherra Dana í Berlín, sem ekki kallaði allt ömmu sína í samskiptum við nasista, var þó ekki hrifinn af fyrirlestrum Gunnars hjá Nordische Gesellshaft í ársbyrjun 1940. Þó Zahle hafi oft verið ásakaður um veikgeðja afstöðu til nasista, þá var hann alfarið á móti gyðingahatri þeirra - svona oftast.
Vegna þess vildi hann ekki heiðra Gunnar Gunnarsson, fimmtudaginn 1. febrúar 1940, þegar Gunnar hélt fyrirlestur í Berlín. Hann tók fram í bréfi til Utanríkisráðuneytisins í Kaupmannahöfn, að hann myndi ekki mæta á fyrirlestur Gunnars, vegna þeirrar stjórnmálalegu starfsemi sem Nordische Gesellschaft var farin að sýna í ritum sínum. Þetta ætlaði hann að tilkynna Gunnari við hádegisverð í sendiráðinu áður en Gunnar átti að halda fyrirlesturinn.
Zahle skrifaði:
Herved tillader jeg mig at indberette, at den islandske Digter Gunnar Gunnarsson í Morgen Torsdag paa Foranstaltning af Nordische Gesellschaft holder Oplæsning her i Berlin og derefter vistnok i en Række tyske Byer. Jeg giver ikke personligt Møde for paa denne Maade overfor Nordische Gesellschaft at antyde, at jeg ikke er indforstaaet med den politiske Virksomhed, det i den senere Tid har indaugureret i sine Tryksager, Gesandtskabet vil blive repræsenteret af en af sine Medarbejdere. Jeg skal forklare Hr. Gunnarsson, der spiser Lunch paa Gesandtskabet i Morgen, dette. (Sjá frumheimild hér).
Gunnar hélt ótrauður áfram fyrirlestrarferð sinni og heimsótti loks Hitler í óþökk Dana. Þó Danir vildu heldur ekki gyðinga, líkt og Hermann Jónasson og Co, vildu þeir ekki umgangast gyðingahatara. Það gerði Gunnar. Hann var í félagsskap þeirra í samtökum sem Himmler og Alfred Rosenberg vernduðu. Svo segja menn að hann hafi ekki verið nasisti, heldur saklaus sauðbóndi uppi á Íslandi og að menn þurfi að drepa til að kallast nasistar.
Mikla furðu mína vekur sú aðferðafræði sumra íslenskra ævisöguritara Gunnars, að taka barnabörn og jafnvel barnabarnabörn hans gild sem heimildamenn um forföður þeirra, en sneiða síðan hjá samtímaheimildum.
Barnabarnabarn Gunnars hefur t.d. upplýst að afi hans hafi verið í danska heimavarnarliðinu. Það er út í hött. Hann (Gunnar Björn Gunnarsson) hefur einnig haldið því fram að Hitler hafi æst sig við Gunnar á fundi þeirra vegna meintra ummæla Gunnars um Finnland. En hvað sagði Gunnar sjálfur?. Í Fálkanum var föstudaginn 19. apríl 1940 viðtalsgrein við Gunnar um Þýskalandsför hans:
Nú fer jeg að fara í kringum það við Gunnar, að marga langi til að forvitnast eitthvað um fundi hans og Hitlers ríkiskanslara.
Gunnar brosir við.
- Jæja, einmitt það. Annars hefi jeg svo sem ekki margt að segja um það.
- Þið hafið væntanlega eitthvað minnst á íslensk efni.
- Já, meðan annars sagði jeg Hitler frá því, að nú væru 37 ár liðin síðan íslenskur bóndi bar fram á Alþingi frumvarp um þegnskylduvinnu. En ekki var Hitler kunnugt um það. Kvaðst hann hafa fengið ýmsar hugmyndir að þýsku þegnskyldunni frá Búlgaríu.
- Hefir Hitler ekki mikinn persónulegan kraft til að bera, eða sýndist yður hann vera þreytulegur?
-Kringum slíka menn er auðvitað aflsvið. - Nei hann sýndist ekki vera þreyttur. En hann sagðist ekki hafa búist við stríði. Hefði hann verið byrjaður á mörgum stórvirkjum víðsvegar um landið, en nú yrði þau að bíða vegna ófriðarins. Hitler sagðist í raun rjettri ekki mega vera að því að standa í stríð, hann væri orðinn fimmtugur og hefði nógum öðrum störfum að sinna." (Sjá hér)
Gunnar var sem sagt nasisti. Það er enginn ástæða að fara ofan af þeirri skoðun minni og það er sæmd að láta ritskoða sig af glansmyndasöfnurunum á fasbókinni Gamlar Ljósmyndir fyrir að vera á þeirri skoðun. Gunnar vildi ræða um þrælslund sumra Íslendinga og þegnskylduvinnuhugmyndir Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum, sem aldrei urðu að neinu eftir að Páll J. Árdal (1857-1930) orti svo glæsilega, og hjálpaði vísa hans í þjóðaratkvæðagreiðslu um máli árið 1916. Hitler sótti hugmyndir um þegnskylduvinnu til Búlgaríu en Gunnar var greinilega hallur undir slíkar fasískar hugmyndir:
Ó, hve margur yrði sæll
og elska mundi landið heitt,
mætti hann vera í mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt.
.
Meginflokkur: Gamlar myndir | Aukaflokkar: Menning og listir, Sagnfræði | Breytt 2.5.2020 kl. 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Á hverra vegum eru þessar Gömlu ljósmyndir? Hverjir geta tekið út þar myndir?
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.2.2015 kl. 14:43
Glansmyndaútgáfan - nei í alvöru: Guðjón Friðriksson meðal annarra. Guðjón mun þó ekki hafa komið nærri aftökunni. Ættingi Gunnars er þarna líka með fingurna á tökkunum. Maður sem ber ættarnafnið Þormar.
FORNLEIFUR, 9.2.2015 kl. 14:52
Fyrri færslur um Gunnar Gunnarsson og Þýskalandsævintýri hans:
http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1612457/
http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1611010/
http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1257968/
http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1257835/
http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1253339/
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1253388/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.2.2015 kl. 15:02
Ég legg til að fólk lesi frekar eitthvað eftir GUNNAR DAL:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1393564/
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 15:32
Nú verður maður að dáðst af hugmyndafluginu. Í ofangreindum pistli er engin sönnun á skoðun Gunnars. Eingöngu að hann hafi farið til Þýzkalands að selja bækur og halda fyrirlestra. Svo virðist sem röksemdarfærslan hjá höfundi, hér að ofan, sé sú að halda skoðun sinni nógu oft í pistlingnum og telur hann sér þannig trú um að hann færi sönnur á mál sitt. Þegar reitt er hátt til höggs, of hátt, þá verður engöngu vindur fyrir barðinu á ofurhugum. Ég spyr, Hvar sést Gunnar með merki nasista?
Arnar Freyr Ólafsson (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 18:45
Arnar Freyr, nei auðvitað eru Íslendingar ekki nasistar, bara útlendingarnir. Auðvitað er Íslendingur sem fer til Hitlers og hrífst af "aflsviði Hitlers" ekki nasisti. Hvað er að mér? Útlendingar sem gerða það eru hins vegar nasistar. Sumir furðufuglar segja að menn þurfi að myrða gyðinga til að teljast gjaldgengir nasistar, allir hinir eru venjulegt fólk - og þú heimtar merki á Gunnar. Þér er ekki nóg að sjá að helgisöguritarar hans hafa stungið undan heimildum. Á myndunum frá fyrirlestrarferð Gunnars má greinilega sjá að hann var merktur í bak og fyrir. Skoðaðu myndirnar. Hann var ekki að biðja um að merkin sem þú hlýtur að sjá, nema að þú hafi skrifað þessa athugasemd þína með blindraritvél, séu fjarlægð við myndatökuna. Í alvöru, ert þú merktur Sjálfstæðisflokknum?
FORNLEIFUR, 9.2.2015 kl. 19:52
Hugmyndaflug er þegar fólk trúir lygasögu afkomenda Gunnars og þeirra "sagnfræðinga" sem telja sig þess megnuga að gera Gunnar að hálfgerðum mannréttindafrömuði án þess að nota heimildir. Þú segir að ég "haldi skoðun minni nógu oft í pistlinum". Nei, ég er hér að birta gögn sem enginn hefur birt áður, meðan fólk hefur verið tiltækt í að trúa lygum. Lærðu sagnfræði áður en þú belgir þið Arnar. Vertu sæll.
FORNLEIFUR, 9.2.2015 kl. 20:09
Það næsta verður að Gunnar verður talin fórnarlamb nasismans... Hann er jú Íslendingur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.2.2015 kl. 20:13
Margir Íslendingar töldu einnig víst að Eðvald Hinriksson hefði verið góðmenni, þó hann hefði drepið gyðinga. Hvað eru nokkrir júðar á milli vina?
FORNLEIFUR, 9.2.2015 kl. 20:59
Hálfgerð þráhyggja í þessum nasistaveiðum. Svipað og hjá Wiesenthat-stofnuninni. Ágætt hjá þeim að elta glæpamennina til að byrja með, en svo þegar listinn styttist, yfirleitt vegna þess að glæpamennirnir dóu úr elli einhvers staðar í felum í S-Ameríku, þá var farið í undirsátana sem flestir voru kornungir menn í lok stríðsins.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 02:02
Síðustu 20 ár eða svo hefur Wiesenthal-stofnunin bara verið rekið eins og hvert annað fyrirtæki og hin selda vara eru "uppgötvanir" á nasistum sem fáir vissu að nokkurn tíma höfðu verið til og eru í dag farlama gamalmenni. Í sjóð stofnunarinnar rennur ómælt fé úr vösum forríkra gyðinga (og úr ríkissjóði Ísraels?). Þegar síðasti nasistinn er dauður (úr elli), hvað gera bændur þá?
Ég er nokkuð viss um að eitthvað verður fundið sér til dundurs því illt er að leggja niður gróðafyrirtæki.
Tek fram að ég hef fulla samúð með gyðingum en tel að fyrir löngu sé komið nóg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 02:12
Fordómar þínir, Gunnar (Th) Gunnarsson, eru ógeðslegir. Hlutverk SWC er og var m.a. að elta uppi stríðsglæpamenn, t.d. þann morðingja sem stjórnvöld í þínu landi leyfðu að deyja drottni sínum áður en hann kom fyrir dómara. Þar á ég við hann Evald Mikson/Eðvald Hinriksson. Hverjir ættu að leita uppi morðingjana ef SWC gerði það ekki. Þýskaland, landið sem ætlar í stríð við Rússland nú, gerir það ekki og hefur með hjálp annarra landa og kaþólsku kirkjunnar hjálpað morðingjum að komast undan réttvísinni.
Stríðglæpamannaleit SWC er þó minnsti hluti starfsemi stofnunarinnar. Skráning á gyðingahatri um heim allan, m.a. á Íslandi er miklu stærra verkefni SWC, og eru settir smápeningar til 1 manns og aðstoðarkonu hjá skrifstofunni í Jerúsalem, meðan að 20-30 manns vinna t.d. að leita upp fólk eins og þig, sem segist hafa fulla samúð með gyðingum, en telur algjöran óþarfa að leiða morðingja þeirra fyrir dómara. Sérðu ekki siðblindu þína?
Annars fjallaði blogggreinin hér að ofan um Gunnar Gunnarsson, sem var nasisti að mínu áliti. Menn mega hafa aðrar skoðanir. Gunnar var ekki stríðglæpamaður, svo hans hefur aldrei verið leitað af SWC.
En þú telur greinilega að ættingjar þeirra sem myrtir voru eigi að sætta sig við að morðingjarnir gangi lausir. Þá skjátlast þér, kallinn minn. Við styðjum SCW, sem ég hef unnið fyrir í 4 ár á sínum tíma, og ég var ásamt öðrum Íslendingum stofnuninni innan handar þegar málið var sótt gegn Eðvaldi Hinrikssyni. Föðurland hans fyrrverandi viðurkenndi að lokum að hann hefði verið ótíndur stríðsglæpamaður. Íslendingar vernduðu hann hins vegar eins og hetju ásamt hægriöfgamönnum í Eistlandi. Skömm sé ykkur og gyðinghöturunum á meðal íslensku þjóðarinnar, sem telja að það sé sjálfsagt að gyðingar séu brytjaðir niður án þess að það hafi afleiðingar.
Forríkir gyðingar, hvar búa þeir? og Ríkissjóður Ísraels borgar ekki neitt til starfsemi SWC.
Það kom upp í huga mér jiddískt orð, sem mér þykir lýsa þér vel. Þú ert núdnik og nú verð ég að gera undanþágu á reglu minni hér á Fornleifi. Ég banna héðan í frá fólk sem er með gyðingahatur. Í því sem þú skrifaði hér að ofan er gyðingahatur. Þér þykir allt í lagi að morðingjar gyðinga séu látnir ganga lausir og ódæmdir, vegna þess að þeir voru kornungir þegar þeir frömdu morðin. ÞVÍLÍK SIÐBLINDA.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.2.2015 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.