Meira um Gunnar Gunnarsson í Ţýskalandi

reichenber_a_lille_bb_1254254.jpg

Ekki á eg einungis í fórum mínum gamlar (nasista)myndir af Gunnari Gunnarssyni hjá Hitler og ađ halda fyrirlestra á nasistasamkomum i Ţýskalandi. Ţađ eru myndir sem sumir menn ţola víst ekki ađ sjá.

Ég á líka rituđ gögn í fórum mínu, sem ţeir sem hafa hreinsađ nasismastimpilinn af Gunnari hafa ekki haft rćnu eđa jafnvel vitsmuni til ađ finna er ţeir skrifuđu stórverk sín um skáldiđ eđa gáfu honum syndaaflausnarvottorđ sín.

gunnar_koenigsberg_1_a_lille_1254233.jpg

Dönsk yfirvöld höfđu miklar áhyggjur af samskiptum Gunnars viđ Ţriđja ríkiđ og var fylgst grannt međ honum. Konsúlar sendu upplýsingar um ferđir Gunnars í Ţýskalandi til sendiráđsins í Berlín og utanríkisráđuneytisins í Kaupmannahöfn.

Herluf Zahle sendiherra Dana í Berlín, sem ekki kallađi allt ömmu sína í samskiptum viđ nasista, var ţó ekki hrifinn af fyrirlestrum Gunnars hjá Nordische Gesellshaft í ársbyrjun 1940. Ţó Zahle hafi oft veriđ ásakađur um veikgeđja afstöđu til nasista, ţá var hann alfariđ á móti gyđingahatri ţeirra - svona oftast.

Vegna ţess vildi hann ekki heiđra Gunnar Gunnarsson, fimmtudaginn 1. febrúar 1940, ţegar Gunnar hélt fyrirlestur í Berlín. Hann tók fram í bréfi til Utanríkisráđuneytisins í Kaupmannahöfn, ađ hann myndi ekki mćta á fyrirlestur Gunnars, vegna ţeirrar stjórnmálalegu starfsemi sem Nordische Gesellschaft var farin ađ sýna í ritum sínum. Ţetta ćtlađi hann ađ tilkynna Gunnari viđ hádegisverđ í sendiráđinu áđur en Gunnar átti ađ halda fyrirlesturinn.

Zahle skrifađi:

     Herved tillader jeg mig at indberette, at den islandske Digter Gunnar Gunnarsson í Morgen Torsdag paa Foranstaltning af Nordische Gesellschaft holder Oplćsning her i Berlin og derefter vistnok i en Rćkke tyske Byer. Jeg giver ikke personligt Mřde for paa denne Maade overfor Nordische Gesellschaft at antyde, at jeg ikke er indforstaaet med den politiske Virksomhed, det i den senere Tid har indaugureret i sine Tryksager, Gesandtskabet vil blive reprćsenteret af en af sine Medarbejdere. Jeg skal forklare Hr. Gunnarsson, der spiser Lunch paa Gesandtskabet i Morgen, dette.  (Sjá frumheimild hér).

zahle_um_gunnar.jpg

Gunnar hélt ótrauđur áfram fyrirlestrarferđ sinni og heimsótti loks Hitler í óţökk Dana. Ţó Danir vildu heldur ekki gyđinga, líkt og Hermann Jónasson og Co, vildu ţeir ekki umgangast gyđingahatara. Ţađ gerđi Gunnar. Hann var í félagsskap ţeirra í samtökum sem Himmler og Alfred Rosenberg vernduđu. Svo segja menn ađ hann hafi ekki veriđ nasisti, heldur saklaus sauđbóndi uppi á Íslandi og ađ menn ţurfi ađ drepa til ađ kallast nasistar.

Mikla furđu mína vekur sú ađferđafrćđi sumra íslenskra ćvisöguritara Gunnars, ađ taka barnabörn og jafnvel barnabarnabörn hans gild sem heimildamenn um forföđur ţeirra, en sneiđa síđan hjá samtímaheimildum.

Barnabarnabarn Gunnars hefur t.d. upplýst ađ afi hans hafi veriđ í danska heimavarnarliđinu. Ţađ er út í hött. Hann (Gunnar Björn Gunnarsson) hefur einnig haldiđ ţví fram ađ Hitler hafi ćst sig viđ Gunnar á fundi ţeirra vegna meintra ummćla Gunnars um Finnland. En hvađ sagđi Gunnar sjálfur?. Í Fálkanum var föstudaginn 19. apríl 1940  viđtalsgrein viđ Gunnar um Ţýskalandsför hans:

Nú fer jeg ađ fara í kringum ţađ viđ Gunnar, ađ marga langi til ađ forvitnast eitthvađ um fundi hans og Hitlers ríkiskanslara.

Gunnar brosir viđ.

- Jćja, einmitt ţađ. Annars hefi jeg svo sem ekki margt ađ segja um ţađ.gunnar_gunnarsson_meets_hitler_detail.jpg

- Ţiđ hafiđ vćntanlega eitthvađ minnst á íslensk efni.

- Já, međan annars sagđi jeg Hitler frá ţví, ađ nú vćru 37 ár liđin síđan íslenskur bóndi bar fram á Alţingi frumvarp um ţegnskylduvinnu. En ekki var Hitler kunnugt um ţađ. Kvađst hann hafa fengiđ ýmsar hugmyndir ađ ţýsku ţegnskyldunni frá Búlgaríu.

- Hefir Hitler ekki mikinn persónulegan kraft til ađ bera, eđa sýndist yđur hann vera ţreytulegur?

-Kringum slíka menn er auđvitađ aflsviđ. - Nei hann sýndist ekki vera ţreyttur. En hann sagđist ekki hafa búist viđ stríđi. Hefđi hann veriđ byrjađur á mörgum stórvirkjum víđsvegar um landiđ, en nú yrđi ţau ađ bíđa vegna ófriđarins. Hitler sagđist í raun rjettri ekki mega vera ađ ţví ađ standa í stríđ, hann vćri orđinn fimmtugur og hefđi nógum öđrum störfum ađ sinna." (Sjá hér)

Gunnar var sem sagt nasisti. Ţađ er enginn ástćđa ađ fara ofan af ţeirri skođun minni og ţađ er sćmd ađ láta ritskođa sig af glansmyndasöfnurunum á fasbókinni Gamlar Ljósmyndir fyrir ađ vera á ţeirri skođun. Gunnar vildi rćđa um ţrćlslund sumra Íslendinga og ţegnskylduvinnuhugmyndir Hermanns Jónassonar frá Ţingeyrum, sem aldrei urđu ađ neinu eftir ađ Páll J. Árdal (1857-1930) orti svo glćsilega, og hjálpađi vísa hans í ţjóđaratkvćđagreiđslu um máli áriđ 1916. Hitler sótti hugmyndir um ţegnskylduvinnu til Búlgaríu en Gunnar var greinilega hallur undir slíkar fasískar hugmyndir:

Ó, hve margur yrđi sćll
og elska mundi landiđ heitt,
mćtti hann vera í mánuđ ţrćll
og moka skít fyrir ekki neitt.

.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Á hverra vegum eru ţessar Gömlu ljósmyndir? Hverjir geta  tekiđ út ţar myndir?

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.2.2015 kl. 14:43

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Glansmyndaútgáfan - nei í alvöru: Guđjón Friđriksson međal annarra. Guđjón mun ţó ekki hafa komiđ nćrri aftökunni. Ćttingi Gunnars er ţarna líka međ fingurna á tökkunum. Mađur sem ber ćttarnafniđ Ţormar.

FORNLEIFUR, 9.2.2015 kl. 14:52

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fyrri fćrslur um Gunnar Gunnarsson og Ţýskalandsćvintýri hans:

http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1612457/

http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1611010/

http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1257968/

http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1257835/

http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1253339/

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1253388/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.2.2015 kl. 15:02

4 identicon

Ég legg til ađ fólk lesi frekar eitthvađ eftir GUNNAR DAL:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1393564/

Jón Ţórhallsson (IP-tala skráđ) 9.2.2015 kl. 15:32

5 identicon

Nú verđur mađur ađ dáđst af hugmyndafluginu. Í ofangreindum pistli er engin sönnun á skođun Gunnars. Eingöngu ađ hann hafi fariđ til Ţýzkalands ađ selja bćkur og halda fyrirlestra. Svo virđist sem röksemdarfćrslan hjá höfundi, hér ađ ofan, sé sú ađ halda skođun sinni nógu oft í pistlingnum og telur hann sér ţannig trú um ađ hann fćri sönnur á mál sitt. Ţegar reitt er hátt til höggs, of hátt, ţá verđur engöngu vindur fyrir barđinu á ofurhugum. Ég spyr, Hvar sést Gunnar međ merki nasista?

Arnar Freyr Ólafsson (IP-tala skráđ) 9.2.2015 kl. 18:45

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Arnar Freyr, nei auđvitađ eru Íslendingar ekki nasistar, bara útlendingarnir.  Auđvitađ er Íslendingur sem fer til Hitlers og hrífst af "aflsviđi Hitlers" ekki nasisti. Hvađ er ađ mér? Útlendingar sem gerđa ţađ eru hins vegar nasistar. Sumir furđufuglar segja ađ menn ţurfi ađ myrđa gyđinga til ađ teljast gjaldgengir nasistar, allir hinir eru venjulegt fólk - og ţú heimtar merki á Gunnar. Ţér er ekki nóg ađ sjá ađ helgisöguritarar hans hafa stungiđ undan heimildum. Á myndunum frá fyrirlestrarferđ Gunnars má greinilega sjá ađ hann var merktur í bak og fyrir. Skođađu myndirnar. Hann var ekki ađ biđja um ađ merkin sem ţú hlýtur ađ sjá, nema ađ ţú hafi skrifađ ţessa athugasemd ţína međ blindraritvél, séu fjarlćgđ viđ myndatökuna. Í alvöru, ert ţú merktur Sjálfstćđisflokknum?

FORNLEIFUR, 9.2.2015 kl. 19:52

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Hugmyndaflug er ţegar fólk trúir lygasögu afkomenda Gunnars og ţeirra "sagnfrćđinga" sem telja sig ţess megnuga ađ gera Gunnar ađ hálfgerđum mannréttindafrömuđi án ţess ađ nota heimildir. Ţú segir ađ ég "haldi skođun minni nógu oft í pistlinum". Nei, ég er hér ađ birta gögn sem enginn hefur birt áđur, međan fólk hefur veriđ tiltćkt í ađ trúa lygum. Lćrđu sagnfrćđi áđur en ţú belgir ţiđ Arnar. Vertu sćll.

FORNLEIFUR, 9.2.2015 kl. 20:09

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţađ nćsta verđur ađ Gunnar verđur talin fórnarlamb nasismans... Hann er jú Íslendingur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.2.2015 kl. 20:13

9 Smámynd: FORNLEIFUR

 Margir Íslendingar töldu einnig víst ađ Eđvald Hinriksson hefđi veriđ góđmenni, ţó hann hefđi drepiđ gyđinga. Hvađ eru nokkrir júđar á milli vina?

FORNLEIFUR, 9.2.2015 kl. 20:59

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hálfgerđ ţráhyggja í ţessum nasistaveiđum. Svipađ og hjá Wiesenthat-stofnuninni. Ágćtt hjá ţeim ađ elta glćpamennina til ađ byrja međ, en svo ţegar listinn styttist, yfirleitt vegna ţess ađ glćpamennirnir dóu úr elli einhvers stađar í felum í S-Ameríku, ţá var fariđ í undirsátana sem flestir voru kornungir menn í lok stríđsins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 02:02

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Síđustu 20 ár eđa svo hefur Wiesenthal-stofnunin bara veriđ rekiđ eins og hvert annađ fyrirtćki og hin selda vara eru "uppgötvanir" á nasistum sem fáir vissu ađ nokkurn tíma höfđu veriđ til og eru í dag farlama gamalmenni. Í sjóđ stofnunarinnar rennur ómćlt fé úr vösum forríkra gyđinga (og úr ríkissjóđi Ísraels?). Ţegar síđasti nasistinn er dauđur (úr elli), hvađ gera bćndur ţá?

Ég er nokkuđ viss um ađ eitthvađ verđur fundiđ sér til dundurs ţví illt er ađ leggja niđur gróđafyrirtćki.

Tek fram ađ ég hef fulla samúđ međ gyđingum en tel ađ fyrir löngu sé komiđ nóg.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 02:12

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fordómar ţínir, Gunnar (Th) Gunnarsson, eru ógeđslegir. Hlutverk SWC er og var m.a. ađ elta uppi stríđsglćpamenn, t.d. ţann morđingja sem stjórnvöld í ţínu landi leyfđu ađ deyja drottni sínum áđur en hann kom fyrir dómara. Ţar á ég viđ hann Evald Mikson/Eđvald Hinriksson. Hverjir ćttu ađ leita uppi morđingjana ef SWC gerđi ţađ ekki. Ţýskaland, landiđ sem ćtlar í stríđ viđ Rússland nú, gerir ţađ ekki og hefur međ hjálp annarra landa og kaţólsku kirkjunnar hjálpađ morđingjum ađ komast undan réttvísinni.

Stríđglćpamannaleit SWC er ţó minnsti hluti starfsemi stofnunarinnar. Skráning á gyđingahatri um heim allan, m.a. á Íslandi er miklu stćrra verkefni SWC, og eru settir smápeningar til 1 manns og ađstođarkonu hjá skrifstofunni í Jerúsalem, međan ađ 20-30 manns vinna t.d. ađ leita upp fólk eins og ţig, sem segist hafa fulla samúđ međ gyđingum, en telur algjöran óţarfa ađ leiđa morđingja ţeirra fyrir dómara. Sérđu ekki siđblindu ţína?

Annars fjallađi blogggreinin hér ađ ofan um Gunnar Gunnarsson, sem var nasisti ađ mínu áliti. Menn mega hafa ađrar skođanir. Gunnar var ekki stríđglćpamađur, svo hans hefur aldrei veriđ leitađ af SWC.

En ţú telur greinilega ađ ćttingjar ţeirra sem myrtir voru eigi ađ sćtta sig viđ ađ morđingjarnir gangi lausir. Ţá skjátlast ţér, kallinn minn. Viđ styđjum SCW, sem ég hef unniđ fyrir í 4 ár á sínum tíma, og ég var ásamt öđrum Íslendingum stofnuninni innan handar ţegar máliđ var sótt gegn Eđvaldi Hinrikssyni. Föđurland hans fyrrverandi viđurkenndi ađ lokum ađ hann hefđi veriđ ótíndur stríđsglćpamađur. Íslendingar vernduđu hann hins vegar eins og hetju ásamt hćgriöfgamönnum í Eistlandi. Skömm sé ykkur og gyđinghöturunum á međal íslensku ţjóđarinnar, sem telja ađ ţađ sé sjálfsagt ađ gyđingar séu brytjađir niđur án ţess ađ ţađ hafi afleiđingar.

Forríkir gyđingar, hvar búa ţeir? og Ríkissjóđur Ísraels borgar ekki neitt til starfsemi SWC.

Ţađ kom upp í huga mér jiddískt orđ, sem mér ţykir lýsa ţér vel. Ţú ert núdnik og nú verđ ég ađ gera undanţágu á reglu minni hér á Fornleifi. Ég banna héđan í frá fólk sem er međ gyđingahatur. Í ţví sem ţú skrifađi hér ađ ofan er gyđingahatur. Ţér ţykir allt í lagi ađ  morđingjar gyđinga séu látnir ganga lausir og ódćmdir, vegna ţess ađ ţeir voru kornungir ţegar ţeir frömdu morđin. ŢVÍLÍK SIĐBLINDA.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.2.2015 kl. 07:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband