Furđuleg frétt um 417 ljósmyndir

860276_1275630.jpg

Ţađ er víst séríslenskt fyrirbćri ađ segja frá fjögurhundruđ og seytján áđur óţekktum ljósmyndum á ţann hátt sem ţessi frétt gerir. Ađeins er nefnt ađ myndirnar hefi veriđ teknar í Íslandsferđ fimm ungra Svía sumariđ 1919. Ţeir eru ţó ekki nefndir á nafn og heldur ekki seljandinn. Merkilegt ţykir hins vegar ađ ţeir hafi tekiđ mynd af Matthíasi Jochumssyni og dóttur hans ári áđur en ađ skáldiđ andađist.

Ţetta er svo dćmigerđ birtingarmynd afstöđu Íslendinga til umheimsins. Allt fjallar um Íslendinga, en umheimurinn er algjört aukaatriđi.

Mér til mikillar furđu fann ég ekkert um ţessar 417 myndir, sem  Ţjóđminjasafniđ hefur fest kaup á fyrir ţjóđina, á forsíđu vefsvćđis safnsins. Vonandi verđur ráđin bót á ţví hiđ fyrsta, ţví ţjóđin á rétt á ţví ađ vita hverjir hinir fimm sćnsku ferđalangar voru og ađ sjá myndir ţeirra allar sem eina, sem nú eru sameiginleg eign landsmanna sem varđveitt er í Ţjóđminjasafninu. Ţađ eru til nógar myndir af Matthíasi t.d. kvikmynd (sjá hér), en náttúrulega er skemmtilegt ađ fá nýjar myndir ţar sem hann er ađ skvetta úr slöngu í blómagarđi sínum.


mbl.is Eignast yfir 400 ljósmyndir frá 1919
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Ţađ mćtti vera meira af svona góđum fréttum í fjölmiđlunum en er í dag, eitthvađ, sem gleđur mann, eins og allt virđist vera dapurlegt og hryllilegt í heimi hér eftir blöđum og öđrum fjölmiđlum ađ dćma. Svona skemmtilegar fréttir fćr mann til ađ hafa trú á lífinu og tilverunni. Ţetta er líka mjög athyglisvert. Ţađ vćri gaman, ef mađur gćti fengiđ ađ skođa ţessar myndir. Ég vona, ađ ţćr verđi settar á sýningu einhvern tíma í safninu.

Guđbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 13.1.2016 kl. 15:24

2 identicon

Sćll vertu Vilhjálmur.

Ţú verđur ađ spandera nokkrum (dönskum) aurum í Moggann í dag ţví ţar kemur ţetta allt fram eins og segir undir fréttinni: Nánar um máliđ í Morgunblađinu.

Jochum M. Eggertsson (IP-tala skráđ) 13.1.2016 kl. 21:21

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţađ vćri nú óskandi, Guđbjörg Snót, eđa á vefsíđu safnsins. Vefsíđur góđra safna hafa ađ markmiđi ađ upplýsa, en ekki einvörđungu ađ selja eđa ađ auglýsa stöđur mannauđsstjóra líkt og slík fyrirbćri vćru mikilvćgustu starfsmenn safna. EN á Ţjóđminjasafni er stađa "mannauđsstjóra" sem safniđ leitar nú ađ mikilvćgari en 470 ljósmyndir frá Svíţjóđ. Kannski verđur ađ auka mannauđinn til ađ geta sýnt ţjóđinni eign sína. Ţví ekki er ţetta ljósmyndasafn séreign Ţjóđminjasafnsins. Ef safniđ auglýsti eftir nýjum ţjóđminjaverđi vćri safninu einnig gerđur greiđi.

FORNLEIFUR, 14.1.2016 kl. 07:10

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Jochum M.Eggertsson. Skuggi minn, ég kaupi ţennan Mogga í nćstu viku ţegar ég er í Reykjavík. Ţví vart verđa myndirnar ţá komnar á sýningu í safninu. Mannauđsstjórinn (sjá ofar) verđur örugglega fyrst ađ athuga hvernig hćgt verđur ađ spara, áđur en slíkt óţarfaverk er sett í forgang.

En eru kannski 470 sćnskar myndir í Mogganum?

Ađ minnsta kosti grćđir Mogginn eitthvađ á ţessu, ţó ţađ sé ekki nema eitt blađ sem ég kaupi. Fornleifur er ekki lesinn á Ţjóđminjasafninu. Ţar er öll gagnrýnin hugsun bönnuđ og fólk rekiđ í hrönnum ef ţađ er međ slíka takta. Ég hlakka til ađ sjá slönguverk Matthíasar föđurbróđur ţíns í Mogganum. Ekki vissi ég ađ skáldiđ vćri slöngumađur.

FORNLEIFUR, 14.1.2016 kl. 07:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband