Vindmyllur sem duttu mér í hug
30.1.2016 | 08:40
Hér um daginn var ég staddur í Reykjavík og gekk upp Bankastrćti eftir góđan kaffisopa á Café París, og fyrr um kvöldiđ frábćra tónleika í Sinfóníunni međ Mahler, Sibelius og Leifs, sem mér hafđi veriđ bođiđ á.
Ţegar ég gekk upp Bankastrćtiđ međ vini mínum, stöldruđum viđ ađeins í rokinu viđ Ţingholtsstrćti 1, ţar sem veitingastađurinn Caruso var lengi til húsa. Nú er ţar einhver túristapizzubúlla. En áđur fyrr, eđa fyrir 115 árum síđan, stóđ ţar ennţá á baklóđinni stór og vegleg mylla, dönsk af hollenskri gerđ.
Myllur voru eitt sinn tvćr í Reykjavík, byggđar af sama manninum, stórkaup-manninum P.C. Knudtzon (1789-1864). Önnur ţeirra var var reist áriđ 1830 viđ Hólavelli (Suđurgötu 20) en hin á horni Bakarastígs, (nú Bankastrćti) og Ţingholtsstrćtis áriđ 1847. Var sú síđarnefnda kölluđ hollenska myllan. Í myllunum var malađ rúgmél. Ţegar hćtt var ađ flytja inn mjöl til mölunar misstu myllurnar gildi sitt. Hólavallamyllan var rifin um 1880 og hollenska myllan áriđ 1902. Áriđ 1892 keypti Jón Ţórđarson kaupmađur lóđina, lét rífa timburhús sem ţar var viđ mylluna og reisti ţar forláta hús úr grágrýti, Ţingholtsstrćti 1, húsiđ sem ég kom viđ fyrr í vikunni. Ţá var mér hugsađ til myllunnar.
Hér sést hollenska myllan um ţađ leyti sem dagar hennar voru taldir. Myndin er úr safni Daniel Bruuns og er varđveitt á Nationalmuseet í Kaupmannahöfn.
Ég á eintak af The Illustrated London News frá 29. október 1881. Ţar birtist mynd (stungan efst) af hollensku myllunni í Reykjavík. Í tilheyrandi frétt mátti lesa ţessar vangaveltur:
Afar merkilegt ţykir mér ađ lesa, ađ fólk hafi búiđ í gömlu myllunni viđ Bakarastíg, ef ţađ er rétt. Fróđlegt ţćtti mér líka ađ vita hvađa manneskjur bjuggu í myllunni, ef einhver kann deili á ţeim.
Áriđ áđur en fréttin og teikningin af myllunni í Reykjavík birtist í The Illustrated London News á sömu síđu og fréttir af trúarlegum dómstólum í Kaíró, hafđi Hólavallamyllan veriđ rifin, svo hún er ekki nefnd í klausu blađamannsins. Hins vegar ţekkjum viđ tvö málverk Jóns Helgasonar biskups af myllunni, sem hann hefur ţó málađ eftir minni ţví hann var á 14. ári ţegar hún var rifin. Hann málađi myndir sínar af Hólavöllum árin 1910 og 1915. Ýmsar ađrar teikningar og málverk sýna mylluna í Bakarabrekku; sjá t.d. hér.
Mynd Borgarsögusafn Reykjavíkur, tekin af Sarpi.
Ţegar áriđ 1860 var ţessi stereoskópmynd tekin viđ Hólavallamylluna af J. Tenison Wood. Ugglaust er ţetta elsta ljósmynd af myllu á Íslandi. Heimild: Ljósmyndarar á Íslandi eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur. JPV útgáfan. Reykjavík 2001.
Ađrar vindmyllur voru ţekktar á Íslandi á 19. öld. Vitaskuld litla myllan í Vigur, sem enn stendur og svipuđ mylla en stćrri á Eskifirđi sem Auguste Étienne François Mayer sem var međ Gaimard á Íslandi gerđi frćga á tveimur koparstungum sínum. Ţví hefur einnig veriđ haldiđ fram ađ á Íslandi hafi veriđ ţekktar 42 vindmyllur (sjá hér). Ég hef ţó ekki séđ neitt ţví til góđs stuđnings. Líklegt ţykir mér ađ einhver Jón Kíghósti hafi komiđ ađ tilgátusmíđ ţeirri. Tveir útlendingar, međ takmarkađa ţekkingu á menningarsögu Íslands hafa skrifađ mest um myllur Íslands.
Ef menn lesa frönsku og hafa áhuga á ađ lesa um myllur og kvarnasteina á Íslandi er hér ritgerđ eftir Anouchku Hrdy sem ég á erfitt međ ađ sćtta mig viđ, ţví hún gerir sér t.d. ekki grein fyrir menningartengslum viđ Danmörku og áhrifum hefđa í myllugerđ frá Danmörku. Eins eru margar villur eru í ritgerđinni sem hún sćkir m.a. í grein A.J. Beenhakkers frá 1976, sem hún vitnar mikiđ í. Eins hefđi mademoiselle Hrdy ekki veitt af ţekkingu á fornleifafrćđi, áđur en hún kastađi sér út í ţessa ritgerđarsmíđ.
Myllan á Kastellet í Kaupmannahöfn er af nákvćmlega sömu gerđ og Bakarabrekkumyllan. Ţessi vindmylla var reist 1846. Aldamótaáriđ 1900 var ađeins starfrćkt ein vindmylla í Kaupmannahöfn, sú sem sést hér á myndinni. Fćđ vindmylla í Kaupmannahöfn kom til af sömu ástćđum og á Íslandi.
Meginflokkur: Gamlar myndir frá Íslandi | Aukaflokkar: Danske Fortidsminder, Verslunarsaga, Menning og listir | Breytt 5.7.2019 kl. 11:32 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.