Mörg ljón verđa á vegi íslensks prófessors
3.4.2016 | 16:46
Prófessor einn viđ Háskóla Íslands hefur leitađ ađ afdrifum íslenskra klausturgripa úr góđmálmi í ţrjú ár. Á ferđ í Kaupmannahöfn á kostnađ ţess sem styđur rannsóknir hennar, "dettur" hún svo loks niđur á heimild sem svarar öllum spurningum hennar. Hún viđurkennir reyndar ađ hún sé ekki fyrst manna til ađ uppgötva sannleikann, ţví sagnfrćđingar hafa meira ađ segja nefnt heimildina fyrir 70-80 árum. Eins og Steinunn Kristjánsdóttir segir sjálf viđ Morgunblađiđ međ mikilli andargift:
Ég trúi ekki ađ ég hafi fundiđ ţessi skjöl og ađ ţetta hafi veriđ svona. En ţetta stendur ţarna svart á hvítu. Og viđ skođun eldri heimilda og verka fyrstu sagnfrćđingana hér á landi, upp úr 1900, ţá má sjá ađ til dćmis Páll Eggert Ólason notar ţessi skjöl og segir ţetta - ađ á Íslandi hafi allt gjörsamlega veriđ hreinsađ í burtu. En síđan virđast frćđimenn hćtta ađ nota ţau og vitna ekkert í ţau. Ég var ađ minnsta kosti ekki fyrst til ađ finna ţetta.
Ljón á vegi klaustursérfrćđingsins
Steinunn er svo sannarlega ekki fyrst til ađ oftúlka ţessar heimildir í ţjóđernisrembingslegu offorsi. Hún lýsir ţví svo, hvernig hún rauk út á Rósenborgarsafn eftir ađ hafa uppgötvađ hinn mikla sannleika, svartan á hvítu. Svo greinir prófessorinn og klausturfrćđingurinn, sem enga menntun hefur í miđaldafornleifafrćđi, frá ţví ađ ljón hafi orđiđ a vegi hennar í höllinni. Nei, látum hana sjálfa segja frá ţví. Ţessu lýsir hún best sjálf:
"Ég rauk svo út í Rósenborgarhöll, sem Danakonungur byggđi upp úr 1600, ţví ţar er minjasafn dönsku krúnunnar. Ţar er náttúrulega bara allt silfriđ, ţar á međal ţrjú ljón í fullri stćrđ, sem sögđ eru hafa veriđ steypt úr innfluttu silfri í kringum 1600".
Viđ Morgunblađiđ heldur Steinunn ţví fram ađ ţar sé allt silfriđ frá Íslandi niđur komiđ, međal annars ljónin í fullri stćrđ, sem prófessorinn heldur fram ađ hafi veriđ steypt úr innfluttu silfri í kringum 1600.
Ég biđ lesendur mína afsökunar á ţví ađ ţetta er fariđ ađ hljóma dálítiđ ad hominem, en ţađ er ţađ alls ekki. Ţiđ getiđ lesiđ margar greinar hér á Fornleifi um skissur og mistök Steinunnar, sem sýna ađ hún hefur stundum ekkert vit á ţví sem hún skrifar um. Ţađ er ekki bara ég sem er á ţeirri skođun. Menn geta lesiđ ritdóm Guđrúnar Ásu Grímsdóttur á bók Steinunnar um Skriđuklausturrannsóknir sem birtist í Árbók hins íslenzka fornleifafélags áriđ 2012. Ég er sjálfur farinn ađ hafa áhyggjur. Steinunn Kristjánsdóttir heldur ţví fram viđ einn ađal fjölmiđilinn á Íslandi (Morgunblađiđ) ţann 3. apríl 2015 (tveimur dögum eftir 1. apríl) ađ ljón Danakonunga í Rósenborgarhöll séu úr innfluttu silfri kringum 1600 og gefur í skyn ađ silfriđ sé m.a. komiđ frá Íslandi (sjá hér).
Alvarlegur ţekkingarbrestur prófessors á sögu landsins
Ljónin ţrjú í Rósenborgarhöll voru gerđ af ţýskćttađa listamanninum Ferdinand Kübich í Kaupmannahöfn á árunum 1665-1670, nćr 7 áratugum síđar en Steinunn heldur fram. Ekki 1 gramm af silfri í ljónunum eru ćttađ ofan af Íslandi, enda allur málmur úr íslenskum klaustrum, sem alls ekki urđu eins illa út úr klausturhreinsunum og klaustur í Danmörku og Noregi, löngu farinn í kostnađ viđ hallir og hernađ, kúlur og krúdt. Nákvćmar heimildir og rentubókafćrslur eru til fyrir gerđ ljónanna. Legg ég til ađ prófessorinn yfirlýsingaglađi kynni sér ţćr áđur en hún gerir sig frekar ađ athlćgi í fjölmiđlum.
Kann prófessorinn frá Íslandi ekki ađ lesa heimildir sér til gagns? Ég efa stórlega ađ ljón Friđriks ţriđja frá 1665-70 séu nokkur stađar eignuđ Kristjáni 4., nema af Steinunni Kristjánsdóttur. Ţessi furđulega endurritun sögunnar, sem Steinunn er á kafi í, er einstök í sinni röđ. Frćđilegt er ţađ ekki, en ţađ hljómar óneitanlega vel í fjölmiđlum og ćsir einn og annan eins og athugasemd Jóns Vals Jenssonar viđ greinina um fund Steinunnar ber ágćtt vitni um.
Hér má lesa ađra grein um frćđistörf prófessorsins.
Dýrgripir Íslands brćddir í Danmörku | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Spaugilegt, Séríslensk fornleifafrćđi og önnur della | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
Athugasemdir
Sćll, dr. Vilhjálmur.
Hér segirđu "íslensk klaust[ur] ... alls ekki [hafa orđiđ] eins illa út úr klausturhreinsunum og klaustur í Danmörku og Noregi", og ţá spyr ég: Veiztu til ţess, ađ einhverjir dýrgripir íslenzkra klaustra hafi varđveitzt hér á Íslandi (og ţá hvar), sérstaklega listmunir úr silfri og gulli? Ţađ vćri fróđlegt ađ fá svar viđ ţví -- og eins á hverju ţú byggir ţennan samanburđ ţinn á Íslandi, Danmörku og Noregi.
Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 09:27
Haltu ţig vinsamlegast frá orđhengilshćtti, Jón. Veit ég vel, Sveinki, ađ klaustur voru "rćnd". Í landinu urđu siđaskipti, ýmsir nýttu sér ţađ ekki ósvipađ ţví hvernig kaţólska kirkjan komst oft á tíđum yfir eignir gengum valdastéttaklíkur í landinu. Kirkjan viđhélt valdinu á fáum höndum. Tökum Viđey sem dćmi. Í Viđey var öllu ruplađ og rćnt áriđ 1539 og áđur á 14. öld hafđi klaustriđ brunniđ. Gersemarnar höfđu ekki varđveist eins vel og ţú heldur. Margir brunar urđu í íslenskum klaustrum. Ţeir máldagar sem varđveittir eru frá Íslenskum klaustrum sýna ekki beinlínis tonnin af gulli og silfri. Hluti af siđbótarferlinu var fjarlćging pápísku og ţeirra auđćfa sem kirkjan hafđi safnađ ađ sér andstćtt ţví sem Jesús hafđi bođađ er hann braut allt og bramlađi í Musterinu forđum. Ertu búinn ađ gleyma?
Kjarninn í ádeilu minni á Steinunni, í ţetta sinn, var rugl hennar um ađ ljónin í Rósenborgarhöll hefđu veriđ smíđuđ úr brćddum málmi frá Íslandi um 1600. Slíkar yfirlýsingar eru svo langt út fyrir heilbrigđa skynsemi, ađ ţvi verđur ađ andmćla HARĐLEGA!
Ég hef ekki legiđ sérstaklega í gögnum í Kaupmannahöfn, enda ekki á launum hjá Háskóla Íslands viđ ţađ. En ég geri mér hins vegar ljóst ađ Steinunn, út frá ţeim rökum sem hún notar um ljónin, er ekki rétt manneskja til ađ túlka 16. aldar skjöl og ţađan ađ síđur gögn frá 17. öld.
FORNLEIFUR, 4.4.2016 kl. 09:54
Mig langar svo ađ minna ţig sérstaklega á, ađ fjölmörg klaustur og dómkirkjur Evrópu voru byggđ međ lánum frá gyđingum. Sjaldnast fengu gyđingar sem einir gátu stundađ lánastarfsemi ţar sem ţeim voru ađrar bjargir bannađar, greitt til baka, og oft gerđist ţađ ađ kirkjan ćsti upp til skipulagđra ofsókna gegn gyđingum og morđa á ţeim, til ţess eins ađ skuldir kirkna og klaustra ţyrfti ekki ađ borga. Ţetta gerđist t.d. á Englandi á ţeim tíma sem sumir Íslendingar voru ţar í námi á miđöldum. Á endanum var gyđingum bolađ úr landi á Bretlandseyjum og ţeir ofsóttir og brenndir lifandi. Auđur kaţólsku kirkjunnar var nú nokkuđ oft illa fenginn og ţetta hlýtur ţú ađ vita, nema ađ ţú lifir í algjörri afneitun og blindri trú á ágćti kaţólismans sem heimsstefnu.
FORNLEIFUR, 4.4.2016 kl. 10:06
Ţđ er merkilegt hvađ vondur andi hleypur í ţig, Vilhjálmur, viđ ţessa saklausu, tvíţćttu spurningu mína, sem var ekki illa meint og ágćtt vćri ađ fá fullt svar viđ. Ég var ekki međ neinn "orđhengilshátt" hér, en ţrátt fyrir allar ţínar orđalengingar í svörum ţínum hefurđu engu svarađ spurningunni um ţađ, á hverju ţú byggir ţennan samanburđ ţinn á Íslandi, Danmörku og Noregi.
Svo drepurđu hér umrćđunni á dreif. Viđ erum ađ rćđa klaustra- og kirknaeignir á Íslandi (og til samanburđar annars stađar í dansk-norska konungsveldinu), ekki eitthvađ um lánastarfsemi Gyđinga í öđrum löndum eins og í Englandi.
Ennfremur ferđu út í gamalkunna ađferđ vinstri manna ađ smyrja ljótu á kaţólsku kirkjuna vegna ţeirra listgripa og annarra auđćfa sem hún eignađist og voru í ţágu bćđi Guđsdýrkunar fólksins og til samfélagslegrar ţjónustu (m.a. útleigu jarđnćđis á betri kjörum til leiguliđa heldur en jarđir sem einstakir eignamenn leigđu út).
Jón Valur Jensson, 4.4.2016 kl. 10:43
Ég er eins og er í Svíţjóđ, og hef engin gögn viđ höndina um eignir klaustra annars stađar í Danaveldi. Klaustur í Noregi og Danmörku voru flest ríkari en ţau sem á Íslandi voru. Góđmálmar og skurđgođ sem ţađan hurfu eđa voru eyđilögđ voru miklu meira virđis en ţađ sem á Íslandi var tekiđ viđ siđsskipti/bót.
Ef viđ spyrđum Jesús, líkt og og sumir spyrja hvađ Jón Sigurđsson hefđi hugsađ og haldiđ, ţá held ég persónulega, ađ gyđingnum Jesús hafi ekki ţótt mikiđ til skurđgođsdýrkunar og gullkálfadans kaţólsku kirkjunnar koma, en tek fram ađ ţađ er mín skođun, enda tel ég ađ gyđingurinn Jesús sé uppfinning, álíka og fingurkjúkurnar 100.000 sem til eru í monströnsum um heim allan, eru ţađ líka.
FORNLEIFUR, 4.4.2016 kl. 11:26
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.