Heilagur Vitus í Freiburg

st_vitus.jpgFyrir viku síđan dvaldi ég í Ţýskalandi, nánar tiltekiđ í Freiburg, ţar sem ég var gestur í afmćlisveislu Felix vinar míns Rottbergers (sjá fćrslu hér fyrir neđan).

Freiburg er forn háskólaborg og trúarmiđstöđ kaţólskra. Einhverjir Íslendingar hafa lagt stund á nám í Freiburg og ţykir ţar ekki dónalegur háskóli. Borgin varđ mjög illa út úr síđara heimsstríđi. Mikiđ magn af sprengjum rigndi yfir hana í nóvember 1944 og 90 % gamla bćjarhlutans voru jöfnuđ viđ jörđu. 

Nokkuđ var ţó öđruvísi fariđ međ sprengjuregniđ í Freiburg en í flestum öđrum borgum Ţýskalands. Ţýskt stórskotaliđ taldi vegna mistaka ađ borgin vćri frönsk, enda skammt til landamćra Frakklands. Ţjóđverjar töldu ađ í borginni vćru herir bandamanna búniđ ađ hreiđra um sig. Ţví fór sem fór. Ţjóđverjar réđust á sjálfa sig. Aleppó er ekkert einsdćmi.

Á árunum eftir stríđ var gamli bćrinn byggđur upp aftur eftir gömlum myndum, teikningum og jafnvel minni. Endurreisn gamla bćjarins hefur tekist upp og ofan, en margt er ţó međ ágćtum. Í dag sver Freiburg sig ţví í ćtt viđ "gamla Selfoss", leikmyndabć sem fyrrverandi forsćtisráđherrann vildi byggja úr timbri frá BYKO, ţó svo ađ aldrei hefđi sprungiđ nema borđsprengja og nokkrir botnlangar á  Selfossi.

Ekki fóru allir forngripir forgörđum í Freiburg og ţar er ágćtt borgar- og miđaldasafn, Augstiner Museum, sem er í gömlu Ágústínaklaustri.

Ţar fann ég ţetta skemmtilega líkneski frá 1500-1525, sem sýnir háheilagan mann sem tekinn hefur var međ buxurnar niđrum sig og hefur síđan veriđ látiđ krauma í eigin feiti, ekki ósvipađ og sá fyrrverandi sem vildi reisa Selfoss í áđur óţekktri dýrđ. Ţau jarteikn gerast nefnilega á stundum ađ rassberir menn eru teknir í heilaga manna tölu, sér í lagi ef taliđ er ađ ţeir séu sakleysiđ uppmálađ.

Ţarna er auđvitađ á ferđinni heilagur Vitus sem uppi var um 300 e. Kr. í Litlu-Asíu, ef ţađ er ekki lygi. Diocletianus keisari lét sjóđa Vitus í olíu fyrir ţćr sakir einar ađ Vitus var kristinn. Keisarinn var líklegast félagi í Vantrú, ţví ekki hefur hann veriđ múslími. Sánkti Vitus telst í kaţólskum siđ til eins hinna 14 hjálpardýrlinga sem gott ţykir ađ heita á í veikindum og vandrćđum. Vćnlegast ţótti ađ heita á hann ef mađur var barn eđa unglingur eđa fyrir fólk sem haldiđ var flogaveiki og krampa. Hann dugđi ţó skammt fyrir fórnarlömb presta sem hafa fengiđ gott fólk á Íslandi til ađ greiđa 200.000.000 króna í bćtur fyrir ósannađar sakir erlendra presta. Kannski vantar líkneski af Vítusi í Landakotskirkju.

Einhver veltir líklega fyrir sér af hverju af er hćgri höndin á Vítusi. Ég veit bara eitt, ţađ er ekki George Soros ađ kenna.

Blessuđ sé minning hans.

"Í olíu, fyrr má nú fyrr vera. Mikiđ ţurftu sumir menn ađ ţola til ađ viđ gćtum orđiđ svona ferlega siđmenntuđ á okkar tímum."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband