Nýjar fregnir af karlinum í strýtunni

karlinn_naermynd.jpg

strytukarl.jpg

Bergţóra Sigurđardóttir, sem er lćknir á eftirlaunum og mikill áhugamađur um náttúru landsins, ritađi Fornleifi snemma í dag og gerđi viđvart um mynd af sama manninum sem ritađ var um hér á Leifi í febrúar á sl. ári.

Í merkilegri bók Tempest Andersons, Volcanic Studies in many Land frá 1903, sem Bergţóra hafđi lesiđ, bregđur sama rauđhćrđa manninum fyrir á mynd (sjá hér efst). Ţađ er ţó ekki sama myndin sem varđveitt hefur veriđ á safni í York, og sem skrifađ var um hér á Fornleifi í fyrra.

Nú er sömuleiđis ljóst ađ upplýsingin viđ skuggamyndina sem varđveitt er í Jórvík er röng. Myndin getur á engan hátt hafa veriđ tekin nćrri Laxamýri. Enda kemur fram í bók Andersons frá 1903, ađ ljósmyndin af rauđhćrđa karlinum í strýtunni sé tekin norđvestur af Mývatni.

Ég ţakka Bergţóru Sigurđardóttur innilega fyrir upplýsingarnar. Vona ég svo ađ áhugasamt fólk leiti nú uppi ţessar strýtur og hugsi út í ţađ hver karlinn á myndinni hafi veriđ. Ef til vill var ţetta vinnumađur séra Árna Jónssonar (1849-1916) á Skútustöđum sem einnig var í för međ Tempest Anderson á ţessum slóđum. Hvađ hét karlinn í strýtunni? Allar ábendingar eru vel ţegnar.

karl_i_strytu_2.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband