Góđi hirđirinn í Fellsmúla og lélegi hirđirinn viđ Suđurgötuna

1051644

Fréttir (sjá hér og hér) herma ađ Ţjóđminjasafniđ hafi fengiđ plastkassa frá Góđa Hirđinum/Sorpuversluninni í Fellsmúla fullan af forngripum úr bronsi, járni og gleri, sem einhver skilađi af sér í Sorpu í nytjagám. Góđi hirđirinn hirti góssiđ en glöggir sérfrćđingar ţeirra sáu ađ Ţjóđminjasafniđ ćtti líklega frekar ađ fá gripina sem lent höfđu í nytjagám Sorpu í Kópavogi.

Einn ágćtur starfsmađur Ţjóđminjasafns  Íslands hefur nú sýnt ţessa gripi Morgunblađinu og Ríkissjónvarpinu en virđist greinilega ekki vita rass í bala um ţađ sem hann hefur á milli handanna.

oexi goda hirdisins

Hann talar um ađ sumir gripanna geti veriđ frá miđöldum, t.d. öxin. Ađ tala um spjót úr bronsi frá miđöldum líkt og hann gerir er álíka og ţegar bandaríski fornleifafrćđingurinn sem er giftur ruđningsboltafréttamanninum í BNA taldi sig hafa fundiđ danska koparmynd frá lok Víkingatíma í Skagafirđi (koparmynt var aldrei slegin í Danmörku á ţeim tíma). Hann hafđi reyndar fengiđ smá "hjálp" hjá myntsérfrćđingi Seđalbanka Íslands, sem er eins og allir vita stofnun sem ekki ţekkir aura sinna ráđ.

s-l1600

Ţessi öxi var til sölu á eBay. Kemur frá Úkraínu.

Ţađ virđist nú greinilegt ađ starfsmenn Ţjóđminjasafns Íslands hafa aldrei lćrt neitt um gripafrćđi rómverskar eđa keltneskar járnaldar (keltneska járnöld kalla Danir stundum ćldre romersk jernalder). Spjótsoddar ţeir sem í kassanum fundust eru frá ţví um Krists burđ eđa skömmu síđar og öxin er af gerđ sem notuđu var víđa, en ţó mest Miđ-Evrópu. Slíkar fornar axir er í dag reyndar hćgt ađ kaupa á eBay fyrir 100 bandaríkjadali. Ţegar á bronsöld á áttundu öld f.Kr. var ţessi gerđ af flatöxum notuđ í Evrópu, en síđar var fariđ ađ framleiđa ţćr úr járni. Sú gerđ sem hent var á haugana á Íslandi ver í notkun á frekar löngu tímabili, eđa frá ca. tveimur öldum fyrir Krists burđ fram á 1. öld eftir Krists burđ.

56842971_2_x

Ţessi öxi kom úr safni bresks safnara og var nýlega seld á uppbođi.

Ađ mínu mati má telja líklegt ađ ţessir gripir hafi komiđ frá Miđevrópu hugsanlega Póllandi eđa Litháen.

Góđi Hirđirinn og Sorpa sinntu skyldum sínum og sýndu frábćra árvekni, en Ţjóđminjasafniđ sýnir enn og aftur allt annađ en afburđahćfileika. Safniđ verđur aldrei betra en starfsfólkiđ. Safniđ ćtlar ađ bíđa ţangađ til einhver gefur sig fram sem eiganda ţessara gripa;

"Viđ förum nú ekki í rannsóknir á ţessu ađ svo stöddu"

eins og starfsmađur Ţjóđminjasafnsins orđađi ţađ í sjónvarpsfréttum 9. júní 2018. Já hvers vegna ađ afhjúpa vanţekkingu sína í einni svipan? Ţetta er uppgjöf í beinni.

En ţađ er tvímćlalaust hlutverk Ţjóđminjasafnsins ađ svara spurningum um ţessa forngripi og nú ţegar. Ef ţeir eru ekki frá Íslandi, sem er afar ólíklegt - en er auđveldlega hćgt ađ komast úr skugga um - ber safninu skylda ađ ganga úr skugga um hvađan ţeir eru ćttađir, svo ekki komist á kreik gróusögur um ađ ţetta séu fornleifar frá "landnáminu fyrir landnám", sem mörgum manninum er svo hjartnćmt. Nú ţegar eru  fjölmiđlar farnir ađ tala um ađ gripirnir gćtu "sumir hverjir veriđ frá fyrstu öldum Íslandssögunnar" og hafa ţađ eftir fornleifafrćđingi á Ţjóđminjasafni Íslands.

En ef ţessi "fundur" úr Sorpu, líkt og ég held, hafi veriđ eign eins margra ţeirra ágćtu Austurevrópubúa sem sest hefur ađ á Íslandi, sem hugsanlega er látinn eđa fluttur á brott, ţá geta menn orđiđ ađ bíđa heldur lengi eftir dćma má út frá ţeirri ađferđ sem starfsmađur  Ţjóđminjasafnsins ćtlar sér ađ nota: Ađ fara ekki rannsóknir á ţessu ađ svo stöddu.

Keđjan sem fannst er alls ekki nokkurra áratuga gömul eins og haldiđ var fram á RÚV, og er hvorki úr Bauhaus eđa Húsasmiđjunni. Gleriđ sem var í plastkassanum ţarf ekki ađ vera úr lyfjaglasi. Ţađ gćti allt eins veriđ úr rómversku glasi, til ađ mynda glasi fyrir ilmvötn.

Mér ţykir líklegt ađ gripirnir séu ekki allir frá sama stađ eđa nákvćmlega sama tíma. Ég útiloka ţađ ţó ekki.


Áđur en menn haldnir keltafári og ranghugmyndum um elstu sögu Íslands fara ađ ímynda sér ađ hér sé komiđ í leitirnar haugfé fyrir einn af leiđangursmönnum Pýţeasar frá Massalíu sem borinn var til grafar í Kópavogi, ađ ţetta séu leifar eftir Rómverja eđa jafnvel eftir Krýsa, góđkunningja Íslendinga úr bjánasagnfrćđi sjálfstćđisbaráttunnar -  svo ekki sé talađ um lyklana ađ skírlífsbeltum Papanna og vopn ţeirra, ţá leikur enginn vafi á ţví skv. lögum, ađ ţađ er algjör skylda Ţjóđminjasafns Íslands ađ rannsaka ţessa gripi og miđla frćđilegri ţekkingu um ţá. Safninu ber ađ hirđa um ţá fljótt og samviskusamlega líkt og starfsmenn Góđa hirđisins/Sorpu gerđu, er ţeir komu gripunum strax til Ţjóđminjasafnsins, sem ţeir héldu ađ hefđi sérfrćđiţekkingu til ađ upplýsa hvađ ţeir hefđu á milli handanna. En kannski er bara orđiđ betra ađ fara međ fornleifar beint í Góđa hirđinn  ţegar ţekkingin og áhuginn eru í algjöru lágmarki eins og raun ber vitni ?

Plastkassinn, sem gripirnir fundust í, gćti einnig veitt svariđ viđ spurningunni um uppruna eiganda gripanna. Ekki sýnist mér hann vera úr Ikea, Bauhaus, Hagkaup, eđa Húsasmiđjunni. Reyndar sýnist mér ađ á kassanum standi Plast Team, en ţađ eru danskir kassar, sem seldir hafa veriđ á Íslandi. En ţeir eru helst framleiddir í Slupsk í Póllandi. Nú verđa menn ţví ađ vinna fyrir laununum sínum á Ţjóđminjasafninu. Miđinn á kassanum gćti veriđ hjálplegur.

Kassinn


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ţú ert nú ţegar búinn ađ vinna hálfa vinnuna fyrir Ţessa starfsmenn Ţjóđminjasafnsins. Ţeir ćttu ađ geta klárađ verkiđ. 

En sú stađreynd ađ gripirnir voru skildir eftir í Góđa hirđinum gćti bent til ađ viđkomandi hafi viljađ tryggja ađ ţeir glötuđust ekki en jafnframt ađ nafn eigandans héldist óţekkt.

Ragnhildur Kolka, 10.6.2018 kl. 11:36

2 Smámynd: FORNLEIFUR

 Ég brussađi ţessu af kl. 5 í morgunn eftir ađ hafa sofiđ á fréttinni á RÚV. Svo ekki var fyrirhöfnin mikil og Ţjóđminjasafniđ fćr ekki reikning frá mér. En ţađ er miklu meira af skemmtilegum upplýsingum sem ég vona ađ hámenntađir fornleifafrćđingar úr Háskóla Íslands uppgötvi á fullum launum, ţegar ţeir fara loks ađ rannsaka innihald plastkassans góđa frá gjafmilda hirđinum.

Ţađ eru svo margir möguleikar á ţví hvađ gerst hefur. Ég setti bara fram eina hugmynd og lćt ţađ nćgja. En ţađ vekur óneitanlega alltaf grun um eitthvađ gruggugt ţegar menn lauma á fornminjum heima hjá sér. Sums stađar í Evrópu hefur ţađ veriđ mikiđ vandamál ađ menn hafa grafiđ í hauga án leyfis ţví ţeir héldu ađ ţetta vćru miklir fjársjóđir. En nú er veriđ ađ selja axir eins og ţá sem var í kassanum á 100 US$, svo menn grćđa seint á slíkri frístundafornleifafrćđi. Annar möguleiki er vitaskuld ađ ţetta sé eign einhvers sem hafi sankađ ađ sér forngripum sem hann hefur keypt á netuppbođum. Ţađ ţarf ekkert ađ vera neitt lögbrot í tengslum viđ ţennan fund.

FORNLEIFUR, 10.6.2018 kl. 15:01

3 Smámynd: Rauđa Ljóniđ

Sćll. Nú lágu ţeir heldur betur í ţví.
 Kv. Sigurjón.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/11/fraenka_henti_fornum_munum/

Rauđa Ljóniđ, 11.6.2018 kl. 10:37

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Já Sigurjón, ţađ er ekki góđ auglýsing fyrir Ţjóđminjasafniđ ef ţađ telur ađ "3000 ára gripir" séu frá miđöldum. En mikiđ vćri nú gott fyrir allt samhengiđ ađ Arró, meintur eigandi gripanna, sýndi Ţjóđminjasafninu kvittanir fyrir kaupum sínum og kalli til frćnku sína hreingerningaglöđu sem vitni til ađ stađfesta ađ hún hafi hent forgripum Arrós til Sorpu.

FORNLEIFUR, 11.6.2018 kl. 11:23

5 identicon

Meira ađ segja ég, ólćrđur, getur séđ ađ ţetta eru ekki norrćnar axir.

Jóhannes (IP-tala skráđ) 11.6.2018 kl. 12:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband