Brjánslækjarkonur ota sínum tota

Valgerður Briem NM Kobenhavn 3
Ég er farin að halda að kvenleggur Briemsættarinnar (borið fram Brím en ekki Breim) sé sérstaklega lagið við að ota sínum tota.

Fornleifur greindi fyrr á árinu frá Ingibjörgu Briem, sem komst í franska upptöku, þ.e.a.s hún varð fyrst Íslendinga til þess að komast á hljómplötu og þar með að eilífa undurfagra rödd sína. 

Frummóðir Briemsættar, frú Valgerður Briem á Grund í Eyjafirði, kona Gunnlaugs sýslumanns Guðbrandssonar Briem frá Brjánslæk í Barðastrandasýslu (Briem er, af því er sagt er, afbökun á Brjánslæk) ættföður Briemsættgarðsins valdamikla.

Valgerður sem fæddist árið 1779 er talin vera sá Íslendingur sem fæddist fyrst allra þeirra sem ljósmynd var tekin af á Íslandi. Því hélt Mogginn fram er Þjóðminjasafnið opnaði eftir breytingar hér um árið og birti ljósmynd af Valgerði. Og ekki lýgur Mogginn. Er safnið opnaði aftur eftir dýrar endurbætur "breyttist allt" nema þjóðminjavörður, því miður, en ekki ætla ég að daga upplýsingar Þjóðminjasafnsins um Valgerði í efa án rökstuðnings. 

Ljósmyndina af henni sem Morgunblaðið birti, var sögð vera tekin af barnabarni hennar, Trggva Gunnarssyni trésmiði, sem síðar gerðist bankastjóri (f. 1835). Tryggvi var í minni æsku betur þekktur sem "hundraðkallinn". Þessi ljósmynd af frú Valgerði mun þó ekki vera á meðal elstu ljósmynda af Íslendingi, heldur er því haldið fram að hún sé af þeim Íslendingi sem fæddist fyrst þeirra sem ljósmyndir voru fyrst teknar af.  Ljósmyndin á enduropnunarsýningu Þjóðminjasafnsins, sem Morgunblaðið upplýsti að væri tekin af Tryggva Gunnarssyni, hlýtur þá að vera frá því fyrir 1872, en það ár andaðist Valgerður Briem. 

Akne Hustergaard ??

Sama mynd og sýnd var á Þjóðminjasafninu eftir viðgerð þess, er til á Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn (sjá hér og efst). Á síðastnefnda staðnum standa menn algjörlega á gati hvað varðar módelið. Í skráningu á myndinni er því haldi fram að þarna sér komin "Akne Hustergaard". Já ég sel það ekki dýrara en ég keypti.

Akne Hustergaard er vitaskuld einhver furðuleg afskræmin eða mislestur illa menntaðs safnafólks í Kaupmannahöfn. Það er víðar til en í Reykjavík. Gæti verið að það standi Høstergaard?  Myndin í Höfn er úr safni Íslandsvinarins Daniels Bruuns, sem ferðaðist mikið um Ísland og skrifaði merkar bækur um þær ferðir. Þjóðminjasafn Dana telur þá mynd af Valgerði vera tekna af Bruun. En það getur vart  verið, því hann hafði ekki enn komið til Íslands fyrir 1872 er Valgerður deyr. En ef myndin er tekin af Bruun, þá er þetta allt önnur kona en Valgerður Briem.

Málið er greinilega flókið. Tryggvi lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn. Þaðan sneri hann ekki aftur frá Danmörku og Noregi fyrr en 1865. Þá var Valgerður amma hans á níræðisaldri. Hann gæti því vel hafa tekið myndina.  En ef Daniel Bruun hefur tekið myndina, þá er konan greinlega ekki frú Valgerður Briem.

Valgerður Briem Umbreytt Minjasafn Akureyrar
Til er önnur ljósmynd (greinilega prentmynd frá 20. öld) af Valgerði í Minjasafninu á Akureyri (sjá hér). Á þeirri mynd sýnist hún miklu yngri. En næsta víst tel ég að sú mynd sé retúsering af ljósmyndinni sem fyrr var rædd. Myndinni hefur verið breytt af ljósmyndara, þannig að gamla konan liti yngri út að árum. En þetta er samt sama ljósmyndin að mínum dómi. Módelinu hefur ekki verið gerður greiði með því að yngja hana upp.

Eiríkur BriemÞað sem ég trúi því að hvorug ljósmyndin sé af Valgerði Eiríksdóttur Briem, læt mér detta í hug að konan á myndinni sé móðir Tryggva Gunnarssonar. Hún hét Jóhanna Gunnlaugsdóttir Briem (1813-1878). Mér er þó reyndar einnig ófært að sjá að Eiríkur Briem (1811-1894; Sjá mynd til vinstri), sonur Valgerðar og Gunnlaugs, geti hafa verið sonur konunnar á myndunum sem taldar eru vera af Valgerði. Ef svo er, þá hefur eiginmaður hennar, Gunnlaugur Guðbrandsson frá Brjánslæk, sá er tók sér nafnið Briem, verið mun snoppufríðari en stórskorin kona hans. En nú má ekki gleyma að önnur myndin af henni er umbreytt. Þar hefur ljósmyndarinn ekki gert gömlu konuna fríðari.

Látum meistara Dylan ljúka þessari ljósmyndakrufningu Fornleifs með laginu Girl from the North Country sem hann syngur í gegnum nefið með Johnny Cash, þó að Brownsville Girl hafi einnig verið viðeigandi. Í Brownsville Girl hlýtur Dylan að vera að syngja um stúlku af Briemsætt. Brjánslækur og Brownsville eru ekki ósvipuð örnefni. Cash kemur þessu hins vegar ekkert við, nema að því leyti að Briemsættin hefur ávallt átt nóg af því og því mikið látið með þetta fólk, langt fram um efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merkilegt hvað þú hefur alltaf gaman af að tala illa um allt og alla og hér dæmir þú heilu ættina, nokkur þúsund manns.

En það er auðvelt að dæma einn mann og þú ert öfgahægrisinnaður fábjáni.

Brjánn er Brian á ensku og engin ástæða til að bera saman nöfnin Brown og Briem.

Ljósmyndir af gömlum konum segja yfirleitt ekki mikið til um hvernig þær litu út þegar þær voru ungar, til að mynda tvítugar.

Þorsteinn Briem, 1.7.2018 kl. 08:46

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Rólegan æsing Brjánn minn. Ég tala hér mjög fallega um tvær Briemur. Og ein þeirra er aðeins hugsanlega Briem. Hún gæti alveg eins verið hún Akne Hustergaard, hver sem það nú var.

Ættarnafnið Briem er komið af Brjánslæk. Skýrðu það fræðilega. Brimarhólmur væri mun líklegri upphafsstaður þessa uppskafningslega nafns.

Veist þú fyrir víst að formóðir þín sé ljóshærða skutlan á retúrsheruðu gerðinni af þeirri mynd sem sumir telja vera af Valgerði Briem.

Ég fer svo ekkert ofan af þeirri skoðun minni að Briemsættin hafi vel otað sínum tota inn í valdamestu sellur landsins. Það er þó einn og einn rotinn laukurinn sem ekki hefur sprottið vel í kerfinu. Segi ekki meira að sinni svo að Brjánar brjálist ekki.

FORNLEIFUR, 1.7.2018 kl. 08:59

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Seint verður reyndar sagt um mig að ég sé hægrisinnaður. Allt á mér snýr til vinstri og ég er með hjartað á réttum stað, en ekki í buxunum líkt og þú Brjánn sem siglir undir fölsku flaggi. Fábjánar þekkja best sér líka, þannig að ef ég er slíkur bjáni, þá ertu meira en velkominn í hópinn.

FORNLEIFUR, 1.7.2018 kl. 09:05

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Fyrst Brjánslækjarfíflið er komið á stað minnist ég vísu sem hann hreytti í mig með gyðingahatri hér um árið á bloggsíðu Ómars Ragnarssonar, þar sem hann er nánast inngróið sníkjudýr:

Vilhjálmur er ferlegt frík,
að fýsnum djöfuls staðinn,
Satans er hann senditík,
syndum ljótum hlaðinn.

Ég svaraði af vanefnum á þennan hátt og skammast mín ekkert fyrir enda frændi Stephans G. og Ali G.:

Steini Breim er sníkjudýr
síðan hans Ómars líður,
halda mætti hann væri hýr
eins mikinn og hann ríður.

FORNLEIFUR, 1.7.2018 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband