Out of Africa - or Eurasia
6.7.2018 | 12:53
Hér fer Fornleifur mjög langt aftur í tímavél sinni til ađ kynna niđurstöđu íslensk vísindamanns í Lundi. Eldra getur ţađ vart orđiđ. Ţetta er jafnvel óţćgilega fornt fyrir Fornleif, ţó hann kalli ekki allt ömmu sína í forneskjunni.
Haldiđ skal aftur til ţess tíma er sum okkar urđum eldklár og ţenkjandi: sapiens sapiens, međan ađrir héldu áfram ađ vera bara sapiens, og jafnvel hálfgerđir imbecilles, eđa imbar og "silly".
Laglegi pilturinn, á myndinni hér fyrir ofan, er ekki mjög ósvipađur sumum af ţeim knattspyrnuhetjum sem berjast í Rússlandi ţessa dagana. Ţá er ég ekki ađ velta fyrir mér hve útiteknir ţeir eru (litinn ţori ég ekki einu sinni ađ nefna). Ţessi kappi, sem var ekki hávaxnari en 12 ára íslenskur krakki, er framkallađur á grundvelli hauskúpu sem er um tveggja milljón ára gömul og sýnir Homo erectus, forföđur ţeirra mannskepna, sem brugđu undir sig betri fćtinum fyrir ca. 2 milljónum árum síđan: Ţessi manntegund sem voru eđalmenni frá Afríku sem gengu upprétt, tók međvitađa ákvörđun eins og Bjarni F. Einarsson fornleifafrćđingur myndi kalla ţađ. Ţeir höfđu slitiđ barnsskónum í nokkur milljóna ára áđur en ţeir héldu í mikla langferđ norđur á bóginn. Ekki miklu síđar en fyrir um ţađ bil 1,8 milljónum árum, var erectus-ćttin búin ađ dreifa sér um ţađ sem síđar var kallađ Evrópa og Asía.
Homo Sapiens Sapiens, ţrútinn um augun af allt of miklum hugsunum og ákvörđunartökum
Karlinn hér fyrir ofan var hins vega yngri og var hann nokkuđ glúrnari en forfeđur hans sem flykktust norđur á bóginn. Hann er afkomandi ţess á efri myndinni. Ţessi mynd er gerđ eftir beinaleifum manns sem mun hafa veriđ uppi fyrir um 150.000 árum síđan; Og nokkurn veginn ţannig litu fyrstu forfeđur okkar einnig út, ţegar viđ af tegundinni homo sapiens sapiens byrjuđum ađ greinast ađ fullu frá Homo sapiens Neanderthalensis, fyrir meira en 500.000 árum síđan, einhvers stađar í Evrasíu.
Íslenskur vísindamađur, Úlfur Árnason, prófessor emerítus í sameindarţróunarfrćđi í Lundi, greindi frá ţeim skilnađi fyrir tveimur ári síđan í áhugaverđri grein tímaritinu Gene, á mjög sannfćrandi hátt. En fyrst fyrir 150.000 árum, eđa ţar um bil (ţetta er ekki svo nöje), hafi homo sapiens sapiens snúiđ til Afríku frá Evrasíu. Ţannig ađ skilja, ađ fyrstu viti bornu mannverurnar sem bjuggu í Afríku komu frá Evrópu og Asíu.
Ţetta eru ugglaust ekki allir eftir ađ éta hrátt og eins hratt og niđurstöđur í ţróunarfrćđi mannsins og erfđafrćđi breytast, gćti sú kenning ţegar veriđ orđin úreld án ţess ađ ég vissi ţađ - en ég hef ekki haft spurnir af neinu nýrra.
En ef fyrstu fullvita Afríkumennirnir voru "Evrópumenn" (frá svćđum núverandi ESB) eđa "Asíubúar", mćtti til gamans segja í anda ESB-keisarans Merkels, ađ ţeir Afríkumenn sem nú leita til Evrópu í miklum mćli, sér og sínum til ţćginda, séu bara ađ snúa aftur til síns heima. Tyggiđ á ţví, sem haldiđ í hreinum nasisma ykkar ađ Íslendingar séu óflekkuđ "ţjóđ" (sjá t.d. ţetta rugl).
Ég heyrđi fyrst um frćđileg afrek Úlfs Árnasonar frá uppeldisföđur hans Gils Guđmundssyni, sem ég hitti oftar en einu sinni í flugvélum á leiđ til Íslands á 9. áratugi og rćddi viđ hann á Kastrup flugvelli. Ţá var Úlfur Árnason ađ vinna viđ erfđafrćđi hvala, ţar sem hann hefur unniđ mikiđ og ţarft starf.
Mér ţykir grein Úlfs Árnasonar, Out of Africa hypothesis and the ancestry of recent humans: Cherchez la femme (et l´homme) (sjá einnig ţessa frásögn í öđru riti) mun merkilegri en ţađ sem Íslensk Erfđagreining er ađ gera; T.d. ţađ skemmdaverk ađ ţeir fengu ađ bora í tennur 97 íslenskra kumlverja sem hvíla á Ţjóđminjasafninu og rađgreina efniđ úr tanntökunni til ađ fá tölfrćđilega óhaldbćra niđurstöđu sem ekki segir neitt marktćkt (sjá hér), um leiđ og eldri rannsóknir međ öđrum ađferđum sem ekki reiđa sig á hiđ heilaga efni DNA, sameindina Deoxyribonukleinsýru, er hunsađar.
Jú, ţađ urđu greinilega ekki allir sapiens sapiens í einum grćnum hvelli. Stundum held ég ađ langt sé í ađ allir nútímamenn geti státađ sig af ţessu tegundaheiti, t.d. ekki forseti Bandaríkjanna, en í honum held ég ţó frekar ađ hafi orđiđ stökkbreyting, sem valdiđ hefur alvarlegri heilaskerđingu. Hugsiđ ykkur: Allt ţetta erfiđi viđ kynbćtur í gegnum hundruđ ţúsundir ára til einskis.
Meginflokkur: Líkamsmannfrćđi | Aukaflokkar: Mannfrćđi, Vísindi og frćđi | Breytt 7.7.2018 kl. 17:21 | Facebook
Athugasemdir
Gaman ađ lesa ţanka ţína á ég ađ segja vísindalegu ţanka.? Ţađ sem ég heyri oft frá fólki sem ţér er ađ viđ séum gestir í landi okkar og eigum engan rétt frekar en nokkur annar ađ búa hér og sömuleiđis er gefiđ í skyn ađ Afríkubúar eigi rétt á ađ snúa til baka til ESB landanna.Ţetta er oft ţankagangur umhverfissinna og openborder fólks.
Ég hinsvegar er hlynntur ţví ađ sá sem vinnur landvinning á ţađ land. Írar fengu ađ vera áfram á Íslandi annars hefđum viđ ekki ţennan Írska kennileita fróđleik sem viđ höfum í dag svo hafa ţeir bara blandast ţjóđ og orđiđ ađ Íslendungum. Mundu Fornleifur viđ erum Íslendingar ţú og ég. Ég rek mínar ćttir til Auđi Djúpugđu og hennar fólks og jafnvel lengra en í dag erum viđ Íslendingar ţar til Múslímarnir sem er meira en trú en hún er ţjóđ milljóna manna um sem stćkkar og eignar sér allt. Fyrir utan ţađ ţú lést ekkert heyra frá ţér međ spjótin.
Valdimar Samúelsson, 7.7.2018 kl. 14:10
Ó blessađur Valdimar, nokkrir Afríkumenn eru ekkert verri en Skotar, Írar eđa ađrir fyrir hálfskyldleikarćktađa Íslendinga. Međ tímanum yrđi landsliđiđ í sérflokki og viđ hefđum spretthlaupara sem nćđu Ólympíulágmarki og knattspyrnumenn sem fćru í gang án ţess ađ ţurfa ađ heyra "húh"-hljóđ eins og ţau sem bárust til Evrópu fyrir 2 milljónum ára. Ég er nú ekki nema hálfur Íslendingur, og upplýsingar íslensku leyniţjónustunnar benda eindregiđ til ţess ađ ţú sért hálfur Skoti. Ţađ er ađ segja bastarđur í 1. liđ eins og ég. Miđađ viđ allan ţann landshornalýđ sem sótt hefur til Skotlands myndi mig ekki undra ef mađur fyndi annađ en bólugrafin Taggartsgen í genamengi ţínu. Ţar má búast viđ smá negraskvettu, Spánverja á nokkrum litningum, Írafári á litningum sem stýra sálartetrinu, Frakka og rauđvín á elskhugalitningum und zu weiter. Ţú ert afar samsettur kumpáni.
Varđandi "spjótin", ţá átt ţú viđ skutlana sem ţú nefndir í fyrri athugasemd. Ég er búinn ađ segja meiningu mína um ţá. Ef ég segi meir fer taxtamćlirinn ađ tikka. En í fáum orđum sagt, ţá er ekkert evrópskt viđ ţessa skutla, nema járniđ, sem indíánar hafa nýtt sér.
FORNLEIFUR, 7.7.2018 kl. 17:44
Ţegar hún móđir ţín Hulda Valdimarsd. Ritchie andađist, Valdimar, hér um áriđ (1999) skrifađi Finnbogi Hermannsson listavel um hana í minningargrein, m.a. ţetta:
"En nú er ţessi saga öll, ţótt hér hafi ađeins veriđ stiklađ á stóru. Hulda hafđi haldiđ til haga merkum gögnum frá fyrri tíđ. Ljósmyndum, bréfum og hvers kyns pappírum sem mjög áhugavert er ađ skođa og varpar ţetta ljósi á líf og tilfinningar fólks í stríđi. Undirritađur fór í gegnum ţetta međ Huldu nú í vetur, ţegar hún rakti líf sitt í ţeim tilgangi ađ setja á bók sem undirr. er ađ skrifa um líf hennar og kemur út fyrir nćstu jól. Svo viđ notum ţá viđmiđun. Niđurstađan af ţví verki virđist vera falleg ástarsaga međ "happy ending", ţrátt fyrir óvissu og erfiđleika. Og enn eru stađfestar ljóđlínur Tómasar Guđmundssonar um ţađ "hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu"."
FORNLEIFUR, 7.7.2018 kl. 18:03
Ţakka Fornleifur. Já ţađ undarlega er ađ fađir minn er frá sömu slóđum og Auđur Djúpugđa fór frá en ég tel mig Íslending eftir 70 ár á íslandi en ekki nema 7 ár í Skotlandi og Englandi ég tárfelli ţegar ég heyri í sekkjarpípunum en er vestfirđingur mengađur af Húnvetningum Vestur og austur svo ţú getur ekki breytt mér enda líđur mér hvergi eins vel og á íslandi eins og föđur mínum sáluga.
Spjót voru misnefni en skutull var ekki notađur af Indíánum né smíđuđu ţeir úr járni en látum ţađ liggja á milli hluta enda er ţetta ekki ţín grein né svćđi en ţeir fundust í Norđur Dakota og rannsóknir bentu á ađ ţeir vćru Norrćnir.
Valdimar Samúelsson, 7.7.2018 kl. 18:08
Ég efast ekki um ađ ţú sért sannur Íslendingur. En áttu nokkuđ til mynd af ţessum spjótum frá Dakota. Ég er nokkuđ vel fróđur um spjót, vopn og verjur norrćnna manna. Skutlarnir frá Alaska sem ţú skaust inn í athugasemdirnar viđ bloggiđ á undan á ekkert skylt viđ skutla Norrćnna manna. Ţú verđur ţó ađ minnast ţess ađ hćgt er ađ fara međ spjót sem finnast í Noregi og segja ţau fundin í Dakota. Sumu fólki ţykir gaman af prakkarastrikum. Ţađ hefur fylgt mannverunni alla leiđ frá forfeđrum okkar allra í Afríku.
FORNLEIFUR, 7.7.2018 kl. 18:24
Ţakka. Ertu ađ segja ađ ţessir skutlar séu frá Alaska en ég var ekki búinn ađ sjá ţađ áđur en ţar finnast bćir (norrćnir) og er bađstofan ađal tákn ţeirra en Inutarnir á vesturströnd bjuggu í ţeim en ég var ađ grúska í ţví fyrir nokkrum árum. Konurnar fengu bara ađ sofa í ţessum bađstofum.
Ţegar ég segi fundin í N Dakota ţá veit ég vel ađ ţau gćtu ţessvegna veriđ frá Afríku enda finnst mér ţau dálítiđ skrautleg. Ţessar upplýsingar hef ég.
Hi- there were 2 spears, Marion Dahm from Chokio MN got one and I tried to track down the other one but could not find the man Marion named in NorthDakota. As far as I know, when Marion died, his family could not find the spear- that is the last I heard.Judi
Ef ţú veist ađ ţessi spjót eru frá Alaska ertu nokkuđ međ yfir ţađ.?
Finnbogi Hermans gerđi móđur minni góđ skil enda spjölluđu ţau mikiđ saman ţegar móđir min var í heimsókn fyrir vestan. Ég reyndar talađi viđ Finnboga og kom ţessum ferli ađ stađ. Fađir hennar sendi mikiđ frá sér á Árnasafn og var mikiđ ađ tala á segulband og man ég eftir ađ hann sagđi frá ...Hver veit nema Eyjólfur hressist...
Valdimar Samúelsson, 7.7.2018 kl. 19:58
Ći, ţú ertu ađ eyđa tíma mínum Valdimar.
Ţann 4.júlí kl. 21.41 sendir ţú mér mynd af tveimur skutlum á athugasemd viđ blogg um rannsóknir austur á landi. Ég stóđ í ţeirri meiningu, út frá frekar ruglingslegum skrifum ţínum, ađ ţađ vćru skutlar frá Aelutians isles suđvestur af Alaska. Af samhenginu, eđa kannski samhengisleysinu hélt ég ţađ. Ef myndirnar eru hins vegar af "norrćnum spjótum" frá Dakota, ţá verđ ég ađ tilkynna ţér, ađ ţetta eru ekki norrćnir spjótsoddar. Ja, miđađ viđ allt ţá er mér nćst ađ halda ađ ţú hefir bara sett einhverja mynd, svona út í bláinn.
Ţađ eina sem ţú ert međ um margumrćdd spjót í Dakota virđist nú vera dularfullt bréf frá einhverri Judi Doe, sem upplýsir ađ ţegar Marion dó, ţá hafi fjölskylda hans ekki getađ fundiđ spjótiđ hans.
Biđ ég ţig vćnstan ađ gleyma ţessum grillum. Fornleifar eftir norrćna menn á fyrri hluta miđalda hafa ekki fundist vestar en á L´anse aux Meadows. Öllum til mikillar skemmtunar og bandarískri peningafornleifafrćđi til háđungar hélt ţekktur "geimfornleifafrćđingur", sem venjulega leitar uppi leifar í Egyptalandi međ hjálp mynda sem teknar eru úr gervitunglum, ţví fram ađ hún hefđi fundiđ risastóra skála og jafnvel torfpýramída annars stađar á Nýfundnalandi. Ţađ reyndist hugarburđur einn, eins og flestir höfđu sagt fyrir um, og einnig Fornleifur, hér á blogginu.
Nćst ţegar ţig dreymir um hvíta manninn í Ameríku, sem bjargvćtt frumbyggja, hafđu ţá eitthvađ haldbćrara međ ţér á bloggiđ, t.d. myndir af almennilegum skutlum (vćntanlega ljóshćrđum, sem ţér líkar greinilega best) og eittvađ bitastćđara en "ekki neitt" frá henni Judi.
Nú tek ég sumarfrí frá grilluföngurum. Ţessi fćrsla fjallađi um annađ en hánorrćn spjót, skutla frá Alaska eđa yfirburđi íslensku ţjóđarinnar og hvítingja. Ţađ eru hlutir sem eru ţér greinilega hugfangnir.
Höldum okkur viđ efniđ og vöđum ekki úr einu í annađ. Ég biđ ţig ţví í framtíđinni ađ gera athugasemdir sem tengjast efninu. Ef ţig vantar upplýsingar um eitthvađ í Dakota, er auđveldasta mál fyrir ţig ađ hafa samband viđ fornleifafrćđinga ţar. Eftir mikla leit á vefnum, finn ég akkúrat ekkert sem bent getur til ţess ţar hafi veriđ rćtt um norrćna byggđ á miđöldum.
En ef ţú vilt álit mitt, verđur ţú ađ undirbyggja mál mitt, karl minn!
FORNLEIFUR, 8.7.2018 kl. 07:26
Kćri Dr. Vilhjálmur líklega ćttađur frá Ađalvík, bull ţitt er ekkert síđur byggt á misskilning ţínum vegna einfaldra spurninga um Skutul sem ég óvart kallađi spjót.
Ţú talar um skrifsstofu fornleifafrćđing Í Dakota en ţar er einn ríkisfornleifafrćđingur sem starfar á svipuđum nótum og ţú. Ég reikna međ ađ ţú dissir Dr. Sutherland líka og haldir uppá tísku fornleifafrćđningum Barböru ..Streissan.. Wallace ex Smitsonia. Meira ađ segja hefur Páll Bergţórsson lítiđ og allir mínir lćrđu félagar í Bandaríkjunum.
Ég gćti sýnt ţér mikiđ frá NA en efast um ađ ţú hafir áhuga á ţví eđa gerir of miklar kröfur á Dr. lausan mann.
Valdimar Samúelsson, 8.7.2018 kl. 10:23
Nei, ágćti Richie ég er ekki ćttađur úr Ađalvík. Ég ţekki ekki Dr. Sutherland og Barbara Wallace, sem ekki er "Streissan" líkt og ţú skrifar, hef ég aldrei hitt.
Ég tel mig hins vegar, ađ ţú eigir viđ fil.mag. Birgittu Wallace, sem ekki er "Streissan" (ţetta er heldur kjánalega ađdróttun hjá ţér í nafniđ Streisand og ţar međ ađra konu; kannski líkar ţér ekki viđ gyđinga?). Birgitta, sem ekki heitir Barbara, hefur ekki starfađ hjá Smithsonian nema í sambandi viđ sýningu sem var léleg endurtekning á víkingasýningum í Evrópu. Konu ţessa hef ég einu sinni hitt fyrir á ráđstefnu. Hún er komin á eftirlaun. Svo enn og aftur, ţađ er nokkuđ erfitt ađ sjá hvađ ţú ert ađ fara, út frá ţví sem ţú skrifar.
Hvađ "Páll Bergţórsson hefur meira ađ segja lítiđ" hef ég ekki hugmund um "né ţínir lćrđu félagar í Bandaríkjunum". Ég skil ekki alveg setninguna. Páll hefur í elli sinni velt fyrir sér Vínlandi og ţađ hafa ađrir gert á undan honum án árangurs. Ţađ er hiđ besta mál. Menn skulu hafa hobby. Mig grunar ţó ađ menn ţurfi ekki ađ taka Grćnlendingasögu og Grćnlendingaţátt bókstaflega.
Ţađ er ekki spurning um doktorsgráđur ţótt menn séu ekki ginnkeyptir fyrir vitleysum úr BNA. Menn ţurfa ţćr ekki til ađ sjá samengi hlutanna, en ţví miđur eru líka til menn međ ţessa gráđu sem ekki gera ţađ.
Hin hrćđilega "Streissan" og ég gefum ţér kannski langt nef,ađ ţínu mati, en ţađ er ekki út af doktorsgráđum. Hún hefur nokkrar honoris causa og er vel ađ ţeim titli komin. Ég biđ ţig ađeins um rök. Svo er ţessari umrćđu lokiđ hvađ mig varđar. Viđ komumst ekki lengra.
FORNLEIFUR, 8.7.2018 kl. 16:21
Ţakka ţér fyrir Dr Vilhjálmur fyrir lita ađstođ.
Valdimar Samúelsson, 8.7.2018 kl. 19:31
Ekkert ađ ţakka Valdimar. Ég reyni mitt besta ađ vera fólki hjálplegur, en sá áhugi minnkar ţegar menn fanga eintómar grillur og eru hálfdónalegir međ ađdróttanir, rugl og hreina fordóma í garđ minnihlutahópa. Ég vildi óska ađ ég gćti hjálpađ ţér, en ţú vilt greinilega ekki hlusta. Ţađ er ekki hćgt ađ hjálpa fólki sem biđur um svör til ţess eins ađ fá stađfestingu á rugli sem ţađ trúir á. Kannski ćttir ţó ađ leita til "Víkingasérfrćđingsins" dr. Bolanders sem til mikillar furđu hefur fengiđ ađ valsa um á Íslandi, eđa Geim-Söru Parcak, sem ţurftu ađ bíta í ţađ súra epli ađ draumórar ţeirra á Nýfundnalandi vćru bćđi bull og vitleysa. Lifđu heill.
FORNLEIFUR, 10.7.2018 kl. 09:58
Hér, Valdimar, https://en.wikipedia.org/wiki/Point_Rosee#cite_note-SP2017-1 getur ţú lesiđ um "afrek" grillufangarana á Point Rosee, sem segjast vera eitthvađ, en eru ţađ einfaldlega ekki. Nóg er til af slíku fólki. Fjöldi fornleifafrćđinga frá Íslandi, Norđurlöndum og Bandaríkjunum voru búnir ađ segja undirbyggđa skođun sína á ţví sem fannst ţar 2015 og - 16, en Geimfornleifafrćđingurinn Sara Parcak og DR. Bolander hlustuđu ekki.
FORNLEIFUR, 10.7.2018 kl. 10:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.