Trupulleikarnir á Velbastađ

Hringur frá Velbastađ
Fornleifafrćđin í Fćreyjum er ekki eins hástemmd og greinin er á Íslandi. Í Fćreyjum eru t.d. ekki 40 fornleifafrćđingar á ferkílómetra líkt og á Íslandi. Samt finna frćndur vorir, fornfrřđingarnir hjá Tjóđsavninum í Fćreyjum, sem áđur hét Fřroya Fornminnissavn, oft mjög áhugaverđar minjar. Stundum svo áhugaverđar ađ ţćr setja alla á gat.

Áriđ 2016 fannst t.d. á Velbastađ (Vébólsstađ) á Streymoy (Straumey) einstakur gripur, sem hefur valdiđ miklum heilabrotum á međal frćnda okkar í fornleifafrćđingastéttinni í Fćreyjum. Gripurinn sem um rćđir, er forláta hringur úr silfri sem hefur veriđ logagylltur.  

Ţrátt fyrir ađ fćreyskir fornfrřđingar hafi sett sig í samband viđ sérfrćđinga á söfnum í Noregi, Bretlandseyjum (ţar međ töldu Írlandi)  og víđar (ţó ekki á Íslandi), hefur enginn hringasérfrćđingur á söfnum ţessum getađ hjálpađ viđ ađ leysa gátuna um ţennan merka hring. Ţví ţví er haldi fram ađ enginn hringur eins, eđa nćrri ţví líkur, hefur fundist í ţeim löndum sem leitađ hefur veriđ til. Aldursgreiningin er einnig samkvćmt helstu söfnum enn óviss. Viđ sama uppgröft fannst einnig silfurmynt, silfur-penny frá tíma Engilsaxakonungsins Eđvarđs hins Eldra í Wessex og mun myntin hafa veriđ slegin á tímabilinu 910-15.

Hvort hringurinn er eins gamall og myntin, er enginn frćđimannanna sem Tjóđsavniđ hefur haft samband viđ tilbúinn ađ tjá sig um. Einn ţeirra hefur gefiđ aldursgreininguna 1100-1300, en án nokkurra haldbćrra raka. Einn ágćtur fornleifafrćđingur og fyrrverandi safnstjóri Ţjóđminjasafns Írlands, Ragnall O´Floinn, telur hćpiđ ađ uppruna hringsins skuli leitađ á Bretlandseyjum. Ţví er höfundur ţessarar greinar ekki alveg sammála.

Hér má lesa grein eftir fornleifafrćđinginn Helga D. Michelsen hjá Tjóđsavninu sem hann ritađi í tímaritiđ Frřđi (sama og frćđi, en boriđ fram "fröi") og kallar Helgi ágćta grein sína Gátufřrur fingurringur

Eins og lesa má er Helgi fornfrřđingur í Fćreyjum í miklum vandrćđum, eđa trupulleikum eins og ţađ er kallađ hjá frćndum okkar. Trupulleikar er reyndar orđ ćttađ frá Bretlandseyjum, komiđ af orđinu trouble. Ég held ađ hringurinn frá Velbastađ sé líka ţađan. Ţađ er svo minn "trupulleiki". En nú geri ég grein fyrir skođun minni á baugnum:

Fornleifur ákveđur ađ hjálpa frćndum sínum

Ţegar ritstjóri alţjóđadeildar Fornleifs frétti af einum helsta trupulleik Fćreyinga á seinni tímum, ţ.e. hringnum forláta frá Velbastađ, ákvađ hann ađ hjálpa frćndum sínum sem urđu sjóveikir á leiđinni til Íslands. Hann notađi um ţađ bil eina klukkustund á netinu og á bókasafni sínu uppi undir ţaki. Hér kemur mjög stutt skýrsla um niđurstöđur gruflsins:

Ţar sem myntin sem fannst á Velbastađ er vel aldursgreind og uppruni hennar ţekktur, datt Fornleifi fyrst í hug ađ leita uppruna hringsins á sömu slóđum og myntin er frá.  Fćreyjar eru, ţrátt fyrir allt jafn langt frá Bretlandseyjum og ţćr eru frá Íslandi og Noregi.

  Tel ég nú mjög líklegt ađ hringurinn sé undir mjög sterkum Engilssaxneskum stíláhrifum međ áhrifum frá Meróvingískri list í Frakklandi. Lag hringsins frá Velbastađ er einnig ţekkt á frćgum hring međ engisaxískum stíl, sem fannst á 18. öld. Einn helsti sérfrćđingur Breta í engilsaxneskri list, dr. Leslie Webster, telur vera frá fyrri hluta 9. aldar (sjá hér). Hringurinn, sem hér um rćđir, fannst í Berkeley í Mercíu (Midlands) á Englandi, ţar sem er greint frá klausturlífi ţegar áriđ 759 e.Kr.

_48957730_ring

Berkley ring 2  Króna af öđrum hring, sem talinn er örlítiđ eldri en hringurinn frá Berkeley í Mercíu, er hringur sem fannst í Scrayingham í Reydale i Norđur-Jórvíkurskíri (sjá nánar hér,ţar sem hćgt er ađ lesa um ađra hringa međ sama lagi, sem tímasettir eru til 8. og 9. aldar). Krónan af hringnum frá Scrayingham er sömuleiđis meistaraverk međ filigran-verki (víravirki)en  međ sama lagi og krónan á hringnum frá Velbastađ.

Hringur frá Liverpool

  Líklegt má telja, ađ hringurinn sem fannst í Berkley í Miđlöndum hafi veriđ hringur geistlegheitamanns, ábóta eđa biskups. Hringurinn er vitaskuld skreyttur međ annarri ađferđ en hringurinn frá Velbastađ, og er gott dćmi um ţađ allra besta í gullsmíđalist á Bretlandseyjum á 9. öld. En lagiđ á hringnum, eđa réttara sagt krónu (höfđi) hans, er ţađ sama  Ţetta krosslag, sem báđir hringarnir hafa, er hins vegar frekar sjaldgćft en ţó samt vel ţekkt á fyrri hluta miđalda. Ţetta er sams konar kross og mađur sér t.d. á gylltum altörum í Danmörku (gyldne altre). Líklegt ţykir mér einnig, ađ hringurinn frá Velbastađ hafi veriđ borinn af kirkjunnar manni. Af hverju hann tapađi honum í Fćreyjum er alfariđ hans einkamál.

The_Tamdrup_Plates_Detail_1 b

Frontal_Řlst_Church_Randers b
58943119_1_xÉg fann fljótt hringa líka ţeim hér til hliđar, sem hafa álíka krossmynd í auga hringsins og Velbastađarhringurinn, ţ.e. vígslukross (hjólkross/Eng. Consecration Cross), eftir mjög stutta leit á veraldarvefnum. Ţeir eru vitaskuld alls ekki eins og hringurinn fornfái frá Velbastađ, en ef svo má ađ orđi koma, frá nćsta bć.

Ef mađur lítur á stóru silfurkúlurnar, eđa stílfćrđu vínberin beggja vegna hringlaga flatarins međ vígslukrossinum á miđju krónu hringsins frá Velbastađ, minna silfurkúlurnar mjög á hringa frá Frakklandi frá 6.- 9. öld. Hér eru nokkur dćmi um, hvernig ţannig vínberjaklasar (vínberiđ táknar blóđ Krists) voru settir beggja vegna hringkrónunnar, eđa ţar sem baugurinn mćtir krónunni.

Dćmi um Merov hringa

 

cluny-museum-ring-by-thesupermat-wikipedia-commons-800-2x1

Ef trúa má Leslie Webster, helsta sérfrćđingi Breta í Engilsaxískri list, varđandi ađra hringa međ svipuđu lagi og Velbastađarhringurinn, er hringurinn ađ mínu mati líklegast smíđađur á 9. eđa  10. öld, ţegar engilsaxneskur stíll í gullsmíđalist var enn í miklum blóma. Hringurinn er ţví ađ mínu mati frá Bretlandseyjum, en ber einnig áhrif frá hringum á Meginlandi Evrópu, helst frá hringum í Frakklandi, en einnig sjást býsantísk áhrif.  

Ég vona ađ ţetta leysi vandamáliđ međ hringinn frá Velbastađ. Reikninginn sendi ég síđar til Tjóđsavnsins í Fćreyjum, en Fornleifur er vitaskuld rándýr í allri frćđilegri ţjónustu viđ söfn og örn ađ senda stofnunum reikninga. 

Góđar stundir og allt í lagi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 

Ljósmyndin efst birtist í Frřđi og er tekin af Finni Justinussen

Version in English (pdf)

Version in English (word docx), please see "Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu" below.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţessi hringur er nú engin völundarsmíđ. Frekar groddalegur miđađ viđ önnur sýnishorn ţarna. Krossinn ósymmetrískur og flausturslegur, gerđur međ grófum verkfćrum og glákusjón. Mađur gćti alveg ályktađ ađ hér sé á ferđ klaufaleg og alţýđleg eftirmynd af fágađri hring. Jafnvel eftir minni. Kannski var hann bara smíđađur í fćreyjum fyrir preláta međ heimsborgaralanganir.

Virđist sem talsverđur munur sé ţó á handbragđi hringsins og svo krossins í miđju. Svo mikill ađ mađur gćti ályktađ ađ hann sé settur síđar og ađ miđjan hafi máske veriđ prýdd öđru tákni eđa mynd sem hafi veriđ slípuđ af, nú eđa emeleringu sem hafi falliđ af.

Bara svona pćling.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.8.2018 kl. 20:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Má ýmynda sér ađ ţetta sé gripur frá umbreytingarskeiđi frá heiđni til kristni.. Vínţrúgur koma viđ sögu í skartgerđ víkinga og ţetta mjúka krosslaga form má finna í nćlum frá heiđni sem hafa enga tivísun í kristinn kross. Held ađ ţađ séu til dćmi um slíka endurvinnslu. Heyrđi einu sinni sagt ađ ţegar víkingar tóku kristni, ţá hafi ţeir einfaldlega sett nýjan keng á ţórshamarinn og snúiđ honum á hvolf ţannig ađ hann breyttist í kross. Sel ţađ ekki dýrara en ég keypti.

Allavega finnst mér ađ ţessi gripur geti veriđ af ţessu tagi. Fruntalefur krossinn í auga hringsins seinni tima viđbót.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.8.2018 kl. 20:51

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Semsagt hringurinn sjálfur gćti veriđ miklu eldri en tákniđ í miđju hans gefur til kynna.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.8.2018 kl. 20:54

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Alltaf góđar og nytsamar athugasemdir frá ţér, Jón. En nú verđur ţú ađ hafa í huga, ađ hringar ţeir sem nćst koma hringnum á Velbastađ í útliti, eru ţađ besta sem gullsmíđatćkni bauđ upp á ţessum tíma. Ég skora á ţig örn sem ţú ert á www ađ finna fleiri hringa međ sama lagi og ţann sem fannst í Fćreyjum.

Ég skil vel skođun ţína á grófleika hringsins, en miđađ viđ aldur hans, ţykir mér ólíklegt ađ hann hafi veriđ gerđur í Fćreyjum, nema ađ ţar hafi sveitasmiđir keypt tímaritiđ "The Latest in Anglo-Saxon Jewelery" frá Bretlandseyjum.

Ţessi hringur var einfaldlega ekki tísku í ţeim héruđum Bretlandseyja eđa Noregs, ţađan sem íbúar Fćreyja komu frá. Ađ minnsta kosti hefur aldrei fundist slíkur hringur ţar - punktum bast. Fornleifafrćđingar komast venjulega ađ niđurstöđu út frá líklegustu möguleikunum, en ekki öllum möguleikum (OK, flest okkar).

Annar möguleiki er ađ ţetta sé hringur sem borist hefur til eyjanna í silfursjóđ, sem t.d. var hluti af ránsfeng frá Bretlandseyjum. Ţá skođun hefđi ég vitaskuld átt ađ viđra í greininni. En ţá verđum viđ ađ hafa í huga ađ ţessi gerđ af hringum hefur aldrei komiđ fyrir í silfursjóđum frá víkingatíma og hringurinn er líka logagylltur, sem ég tel einnig vera tćkni sem hvađa sveitasmiđur sem var í Fćreyjum hefur ekki kunnađ.

Ég tel ekki ađ krossinn í auga hringsins sé "fruntalegur", AMEN. Menn voru ekki međ stćkkunargler, ţegar ţeir skáru mótíf í hringa á ţessum tíma - og ţess vegna tel ég ólíklegt ađ krossinn sé seinni umbreyting á hringnum. Ţeir kunnu hins vegar ađ búa til  (berin) međ ţví ađ setja bráđiđ silfur í vatn. Mér kunnuglega hefur hefur hvergi í Fćreyjum fundist gripur (sem er eins gamall og ţessi gripur) međ ţeirri ađferđ viđ silfursmíđar  og hún var einni óalgeng á Víkingasilfri, sem ţeir smíđuđu sjálfir.

Ţví fer ég ekki ofan af ţví ađ ef kirkjunnar mađur hafi ekki tapađ hringnum í Fćreyjum, t.d. á fylleríi eftir ađ hafa framiđ primus jus noctis, ţá hafi hringnum veriđ stoliđ á Bretlandseyjum og hefur hann síđan eftir órannsakanlegum leiđum borist til Fćreyja.

Nú er hćgt ađ athuga silfriđ (ţó ekki mćli ég međ ţví ađ fenginni reynslu ađ ţađ sé gert í Kaupmannahöfn (Miđhús, say no more::). Breskir sérfrćđingar hafa á stundum, vegna efnasamsetningar silfurs, tjáđ sig um uppruna gripa. Hugsanlega vćri ţađ hćgt í ţessu tilviki.

FORNLEIFUR, 27.8.2018 kl. 05:11

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţađ er gott ađ fá athugasemd frá glöggsýnum mönnum eins og Jóni Steinari, sem veit lengra en nef hans nćr. En hvađ ţykir kollegum mínum um hringinn. Hvađ myndu ţeir segja ef ţeir fyndu eintak af slíkum hring á Íslandi? Kannski lesa ţeir ekki ţetta blogg - fá kannski í magann?

FORNLEIFUR, 27.8.2018 kl. 05:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband