Á Hudson fljóti, eđa ...

Untitled-TrueColor-05

Ljósmynd ţessi virđist í fljótu bragđi sýna verksmiđjur í forljótu iđnađarhverfi viđ Hudson fljótiđ í New York á fallegum sumardegi. Flotaforingi í bandarísku strandgćslunni siglir framhjá međ háttsettum borgarstarfsmanni á Manhattan, eđa kannski mafíuforingja. Leyfisveiting fyrir neđansjávarkirkjugarđi er kannski í bígerđ.

En skođiđ myndina betur. Húsin eru viđ enda eyju, ţar sem forfađir minn einn bjó, og skálinn til vinstri er löngu horfinn, og ţar var önnur bygging í tóttinni til skamms tíma, sem var einnig algjörlega horfin síđast ţegar ég sigldi ţarna hjá. Í húsinu til hćgri á myndinni er enn veitt Marshall-hjálp. Reyndar í fljótandi formi.

Myndin var tekin áriđ 1957 af hollenskum ljósmyndara, líklega Hollendingnum fljúgandi.

Ég held ađ ţađ sé fokinn einhver Jónas-K í mig; Textinn er orđinn svo stuttur, hálfgert rapp.

Manhattan 2


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fornleifur ţú gerir mig forvitin hvađa eyja er ţetta Manhattaneyja. Hvađa fornfeđur? hvar ertu í dagatalinu.? 1000 ár

Valdimar Samúelsson, 19.9.2018 kl. 13:41

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţetta er nú endinn á Örfirisey. Ég átti forföđur ţar á 18. öld. Gleymdu Hudson, Trump og Ameríku. Allt er betra á Íslandi.

FORNLEIFUR, 19.9.2018 kl. 14:58

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţakka Vilhjálmur ...Ţá ert ţú úr Engeyjaćttinni. :-)  

Valdimar Samúelsson, 19.9.2018 kl. 16:08

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ja, ég er kominn af Guđmundi Jónssyni, og syni hans Gísla. Ţađ varđ til ţess ađ móđir mín og t.d. Björn Bjarnason eru skyld 6. liđ. Ef ţađ er skyldleiki, er nú vel teygt á ţví hugtaki. Engeyjarćttartengsl hafa aldrei nýst mér á nokkurn hátt.

Langafabarn Guđmundar (ríka) Jónssonar vann í pakkhúsi í Reykjavík og lést er ţungur sekkur féll af stćđu og hálsbraut hann. Sonur hans, afi minn, giftist konu sem átti afa og ömmu sem bjuggu á Harđbala í Kjós sem var tangi sem gekk út í Hvalfjörđ, ţar sem fátćklingar bjuggu í kofum. Ţađ flćddi inn í hús sumra. Nágrannarnir, sumir af Engeyjarćtt, voru vondir viđ ţetta fólk. Fólk á Harđbala borđađi krćklinga í verstu hallćrum, löngu áđur en ţađ ţótti fínt. Langalangafi minn fékk líklega eitrun af slíkum mat og lamađist um tím. Ţá var fariđ međ öll börnin á sveitina. Sumum systkinunum farnađist vel hjá nýjum fjölskyldum eins og gengur, en önnur voru misnotuđ eins og algengt var á Íslandi. Sumir ćttingjar mínar voru ţví eiginlega ekkert annađ en ţrćlar velmegandi Kjósamanna.

Vona ađ ţetta breyti furđulegum skilningi ţínum á ćttartengslum, Valdi Skoti.

FORNLEIFUR, 22.9.2018 kl. 09:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband