Á Hudson fljóti, eða ...

Untitled-TrueColor-05

Ljósmynd þessi virðist í fljótu bragði sýna verksmiðjur í forljótu iðnaðarhverfi við Hudson fljótið í New York á fallegum sumardegi. Flotaforingi í bandarísku strandgæslunni siglir framhjá með háttsettum borgarstarfsmanni á Manhattan, eða kannski mafíuforingja. Leyfisveiting fyrir neðansjávarkirkjugarði er kannski í bígerð.

En skoðið myndina betur. Húsin eru við enda eyju, þar sem forfaðir minn einn bjó, og skálinn til vinstri er löngu horfinn, og þar var önnur bygging í tóttinni til skamms tíma, sem var einnig algjörlega horfin síðast þegar ég sigldi þarna hjá. Í húsinu til hægri á myndinni er enn veitt Marshall-hjálp. Reyndar í fljótandi formi.

Myndin var tekin árið 1957 af hollenskum ljósmyndara, líklega Hollendingnum fljúgandi.

Ég held að það sé fokinn einhver Jónas-K í mig; Textinn er orðinn svo stuttur, hálfgert rapp.

Manhattan 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fornleifur þú gerir mig forvitin hvaða eyja er þetta Manhattaneyja. Hvaða fornfeður? hvar ertu í dagatalinu.? 1000 ár

Valdimar Samúelsson, 19.9.2018 kl. 13:41

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Þetta er nú endinn á Örfirisey. Ég átti forföður þar á 18. öld. Gleymdu Hudson, Trump og Ameríku. Allt er betra á Íslandi.

FORNLEIFUR, 19.9.2018 kl. 14:58

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Vilhjálmur ...Þá ert þú úr Engeyjaættinni. :-)  

Valdimar Samúelsson, 19.9.2018 kl. 16:08

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ja, ég er kominn af Guðmundi Jónssyni, og syni hans Gísla. Það varð til þess að móðir mín og t.d. Björn Bjarnason eru skyld 6. lið. Ef það er skyldleiki, er nú vel teygt á því hugtaki. Engeyjarættartengsl hafa aldrei nýst mér á nokkurn hátt.

Langafabarn Guðmundar (ríka) Jónssonar vann í pakkhúsi í Reykjavík og lést er þungur sekkur féll af stæðu og hálsbraut hann. Sonur hans, afi minn, giftist konu sem átti afa og ömmu sem bjuggu á Harðbala í Kjós sem var tangi sem gekk út í Hvalfjörð, þar sem fátæklingar bjuggu í kofum. Það flæddi inn í hús sumra. Nágrannarnir, sumir af Engeyjarætt, voru vondir við þetta fólk. Fólk á Harðbala borðaði kræklinga í verstu hallærum, löngu áður en það þótti fínt. Langalangafi minn fékk líklega eitrun af slíkum mat og lamaðist um tím. Þá var farið með öll börnin á sveitina. Sumum systkinunum farnaðist vel hjá nýjum fjölskyldum eins og gengur, en önnur voru misnotuð eins og algengt var á Íslandi. Sumir ættingjar mínar voru því eiginlega ekkert annað en þrælar velmegandi Kjósamanna.

Vona að þetta breyti furðulegum skilningi þínum á ættartengslum, Valdi Skoti.

FORNLEIFUR, 22.9.2018 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband