Bloggfćrslur mánađarins, október 2012
Vendi eg mínu kvćđi í kross
19.10.2012 | 18:45
Á eyjunni ríku Borgundarhólmi (Bornholm) í Eystrasalti, sem enn tilheyrir Danmörku, finnast oft merkir fjársjóđir og forngripir. Ekki alls fyrir löngu fannst ţar til dćmis merkur silfursjóđur međ 152 arabískum peningum, svo kölluđum dihrem myntum. Ekki er langt högganna á milli á Borgundarhólmi, ţví 18. september síđastliđinn komst málmleitaráhugamađurinn Kim Lund-Hansen í feitt er hann fann ţennan forláta silfurkross sem myndin hér ađ ofan sýnir.
Kim Lund-Hansen gerđi, eins og vera ber, forngripasafninu á Bornholm viđvart um sjóđinn og krossinn. Krossinn, sem hugsanlega inniheldur helgan dóm (reliquium), fer brátt til Ţjóđminjasafns Dana í Kaupmannahöfn til frekara rannsókna og síđan á vćntanlega Víkingasýningu áriđ 2013 sem fer til nokkurra landa. Hver veit, innan í honum gćti hugsanlega fundist flís úr krossi Krists eđa ţyrnir úr krónu hans?
Undur og stórmerki
Kim Lund-Hansen er annađ hvort mjög heppinn mađur eđa hér er kannski um undur og stórmerki ađ rćđa. Ţví um daginn, ţann 15. október fann hann leifar af nýjum krossi (efri hluta), kross sem einnig hefur geymt helgan dóm. Ţessi kross fannst ađeins 8 metra frá ţeim stađ sem hann fann fyrri krossinn (sjá hér).
Mađur veit ekki alveg hvernig mađur á ađ taka á slíku, nema ađ gleđjast ţví. Líklega hefur plógur dregiđ hluta sama sjóđsins frá upphaflegum greftrunarstađ hans, og nćr öruggt má telja ađ nýfundni krossinn, sem er mjög laskađur, sé einmitt úr sama sjóđi og fannst fyrir um mánuđi síđan. Myndirnar og skreyti á síđari krossi Kims sýnir ađ mínu mati einkenni fyrri hluta 12. aldar og andlitin eru mjög svipuđ andlitum á Flatatungufjölunum, einum merkasta menningararfi Íslendinga.
Kim Lund-Hansen fann sjóđinn međ tćki sínu sem ber tegundarheitiđ Minelab X-TERRA 705. Framleiđendur ţess apparats hafa ţegar auglýst sig á kostnađ ţessa merka fundar á Borgrundarhólmi. Ţađ má undra, ţar sem fundurinn er ekki einu sinni enn kominn á Ţjóđminjasafniđ í Kaupmannahöfn til ítarlegra rannsókna hjá sérfrćđingum ţess. Ţar sem ég er lika bölvađ apparat leyfi ég mér ađ velta fyrir mér krossunum hér, ţó svo ađ fremstu sérfrćđingar Dana sé ekki enn búnir ađ handfjatla ţessa helgu dóma og fella sinn dóm. En ţeir lesa vitaskuld ekki íslensku og vita ekki hverju ţeir missa af ađ lesa ekki Fornleif.
Málmleitartćki eru ,andstćtt ţví sem gerist á Íslandi, leyfđ til fornleifaleitar í Danmörku og ţurfa ekki alltaf ađ vera verkfćri andskotans. Á Íslandi kćmi yfirmađur Fornleifaverndar Ríkisins međ lögguna á eftir hverjum ţeim sem leyđi sér ađ nota slík tćki viđ fjársjóđaleit. Ţau eru einfaldlega bönnuđ til slíks brúks á Íslandi.
Í Danmörku finnast nú orđiđ áhugaverđustu málmgripirnir af fjársjóđaleitarmönnum og áhugamönnum, en ekki af fornleifafrćđingum viđ hefđbundnar rannsóknir. Ef gagnkvćmt traust ríkir á milli málmleitarmanna og safna, nýtur fornleifafrćđin og -varslan góđs af, en fornleifafrćđingar eru eins og kunnugt er ekki í fjársjóđaleit og nota sjaldan slík tćki. Menn sem finna forna málmgripi međ tćkjum sínum fá sćmilega greitt fyrir sinn snúđ og fornir málmar sem finnast í jörđu í Danmörku eru samkvćmt gömlum lögum eign konungs og ríkis, svo kallađ Danefć. Líklega vćri enginn betur settur ef ţessi tćki yrđu bönnuđ í Danmörku, ţví ţar eru rústir og mannvistarleifar oftast nćr svo raskađar eđa hreyfđar vegna akuryrkju og annarra síđari tíma framkvćmda, ađ mestur hluti fundinna gripa er hvort sem er komin úr sínu upphaflega samhengi. Ţannig er ţví ekki fariđ á Íslandi, og ţar eru fornminjar fáar miđađ viđ í Danmörku. Ţess vegna vona ég ađ menn séu ekki ađ fá sér svona tćki á Íslandi.
Ljósm. Rene Laursen, sem og myndin efst.
+ Kross I frá Řstermarie
Krossinn er samkvćmt fyrstu tiltćku heimildum 12,6 sm langur lt og 240 grömm ađ ţyngd. Í námunda viđ hann fundust einnig heillegar leifar af keđjunni sem fylgdi krossinum, brotasilfur, og myntir, í allt um 1 kg silfur, og ţar ađ auki önnur keđja. Myntirnar sem fundust á sama stađ eru frá miđbiki og síđari hluta 12. aldar. Krossinn gćti ţó hćglega veriđ eitthvađ eldri en myntirnar, enda er hann nokkuđ slitinn og myndfletirnir máđir.
Myndmál krossins er mjög einfalt og stíliserađ. Krossinn og skreytiđ á honum er í býsnatískum stíl (eđa undir áhrifum býsantísks stíls) fyrir utan drekann efst og fléttuna neđst. Framhliđ krossins, sem er í tveimur hlutum, sýnir mjög stífan, rómanskan Jesús međ langt lendarklćđi og stórann haus. Á endum armanna eru hringlaga myndfletir. Líklega er ţađ Jóhannes skírari sem er í hringnum á hćgri hönd Jesús og María Mey á vinstri hönd hans. Neđst er Guđs lamb. Erfitt ađ sjá hvađ er í hringfletinum efst, en líklega er ţađ Guđs hönd sem blessar međ tveimur fingrum. Hún er nú orđin nokkuđ máđ.
Bakhliđin á krossinum sýnir líklega Jesús ţar sem hann stendur og blessar ţann sem á horfir og í hringlaga flötum á endum armanna eru mjög stílfćrđir postular eđa guđspjallamenn sem blessa hver á sinn máta. Erfitt er ţó ađ segja neitt um hverjir ţađ eru.
Krossinn hefur líklega geymt, eđa geymir enn, helgan dóm. Ţetta er eiginlega, ef svo má segja, krosslaga dós sem leikur neđst á hjöruliđiđ og lokast efst međ drekanum káta. Ef ekki verđur hćgt ađ opna krossinn má ef til vill sjá helgan dóm" innan í krossinum međ háţróađri röntgentćkni.
Efst er hengi og á ţví leikur mjög haglega gerđur silfurdreki, mikill flćkjufótur, sem mjög greinilega er ekki smíđ ţess sem krossinn gerđi. Drekinn veltur sér í kollhnís, er eins og kúla, og bítur í tvíhöfđa snák ofan á krossinum. Hann er í einhvers konar Úrnesstíl og er mjög líklega norrćn smíđ, međan líklegt má teljast ađ krossinn sjálfur sé gerđur í löndum Austrómversku kirkjunnar. Neđst á krossinn hefur einnig veriđ lóđuđ smá flétta í sama stíl og drekinn ofan á krossinum. Án drekans efst og fléttunnar neđst er krossinn sjálfur 9 sm langur.
Leifar keđju fundust međ krossinum og á endum hennar, ţar sem hún tengdist drekanum efst á krossinum, voru aflangir drekahausar í mjög norrćnum stíl sem meira ćttar til drekans ofan á krossinum en krossins sjálfs. Hugsanlega er krossinn innfluttur en en drekinn, fléttan og keđjan viđbót sem gerđ hefur veriđ í Danmörku.
Drekahaus af keđjunni. Ljósm. Rene Laursen.
++ Kross II frá Řstermarie
Annar krossinn sem Kim Lund-Hansen fann eru aumar leifar kross í rómönskum stíl međ skreyti sem ađ mörgu leyti gćti bent til gotnesks stíls (Jesús er hefur lippast ađeins niđur og fćtur hans eru komnir í gotneska stellingu), og til ţess ađ ţessi kross sé yngri en sá fyrri. Telja menn ađ krossinn hafi eyđilagst og undist svo illa er plógur hefur rifiđ hann úr upphaflegu samhengi sínu. Tvćr keđjur fundust ţar sem fyrri krossinn fannst og hefur önnuđ ţeirra líklega tilheyrt ţessum krossi. Krossinn er međ öđru lagi en sá fyrri, en form hans var einnig mjög algengt á býsantískum brjóstkrossum.
Mikiđ meira er ekki hćgt ađ skrifa um ţennan síđari kross, ţar sem lítiđ hefur veriđ greint frá honum síđan hann fannst fyrir nokkrum dögum síđan og hafa sérfrćđingar í Kaupmannahöfn hvorugan krossinn séđ enn.
Kross II settur saman úr mismundandi ljósmyndum. Ljósm. Bornholm Museum, Rřnne.
Tímasetning og uppruni
Ţví er haldiđ fram í grein um fund Kim Lund-Hansens á heimasíđu ţess fyrirtćkis sem framleiđir málmleitartćki hans, ađ 5 svipađir krossar séu til í heiminum. Sú stađhćfing og grein um fundinn á heimasíđu málmleitartćkjaframleiđandans kom safnverđinum Poul Grinder-Hansen á Ţjóđminjasafni Dana nokkuđ á óvart ţegar ég talađi viđ hann í gćr og á heimasíđu Ţjóđminjasafns Dana er ekkert upplýst um slíkt.
Ljóst er ađ krossarnir virđast vera frá 12 öld. Sá heillegri er líklegast frá fyrri hluta aldarinnar, ţótt myntirnar í silfursjóđnum sem fannst nćrri Řstermarie á Borgundarhólmi séu frá síđari hluta 12. aldar. Síđari krossin bendir frekar til ađ hann sé frá síđari hluta 12. aldar. Í skreytinu gćtir gotneskra áhrifa.
Krossinn sem fyrst fannst er skyldur krossum sem finnast í SV-Evrópu og laskađi krossinn er einnig undir mjög sterkum stíláhrifum ţađan, en ekki verđur lokum fyrir ţađ skotiđ ađ krossarnir gćtu einnig hafa veriđ gerđir á Norđurlöndum eđa t.d. á Borgundarhólmi.
Um leiđ og ég óska Borgundarhólmsbúum til hamingju međ ţennan merka fund, í von um ađ fundurinn verđi varđveittur í framtíđinni á Borgundarhólmi, set ég hér nokkrar myndir af krossum í sama stíl og frá sama tíma og fyrri krossinn sem fannst nýlega nćrri Řstermarie. Neđst er mynd af gullkrossi frá Orř sem er í sama stíl og síđari krossinn sem Kim Lund-Hansen fann.
Sjá hér um annan merkan kross, krossinn frá Fossi í Hrunamannahreppi og hliđstćđu hans frá Huse i Rommedal í Noregi. Ég hef velt ţví fyrir mér hvort krosslaga opiđ í ţeim miđjum hafi upphafleg geymt helga dóma sem haldiđ var međ biki eđa einhverju öđru efni..
1 a+b) Kross sem fannst í Thwaite í Suffolk á Englandi og seldur var til British Museum áriđ 2000. Skandínavísk gerđ međ býsantínskum áhrifum (11. öld).
2) Kross á British Museum (12. öld).
3) Kross fundinn í Beograd. Um hann upplýsir borgarminjassafn Beograds: "This type of reliquary, particularly popular in Russia, was made in the Kiev workshops until the invasion of the Tatars in 1240. Their frequent occurrence in the territory of Belgrade should be probably attributed to the Russians who, led by Prince Rostislav Mihailovich of Chernygorsk, the first governor of Slavonia and Mačva, settled in these territories in the middle of the 13th century". (Síđari hluti 12. aldar eđa byrjun ţeirrar 13.).
4) Kross á Metropolitan Museum of Art New York (1000-1400 e. Kr.).
5) Dagmar krossinn, Ţjóđminjasafn Danmerkur.
6) Kross seldur á uppbođi hjá uppbođshúsinu Christies (12. öld).
7) Kross á Walters Museum í Baltimore (11. öld).
8) Gullkross fundinn á Orř í Danmörku (11. öld).
Forngripir | Breytt 22.10.2012 kl. 12:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Mannvist - ritdómur
10.10.2012 | 07:32
Falleg og mikil bók um fornleifar og fornleifafrćđi kom út í lok síđasta árs. Ţetta er hin 470 blađsíđna bók Mannvist, sem forlagiđ Opna gaf út. Birna Lárusdóttir hefur ritstýrt. Ţetta er eiguleg bók, en mjög dýr. Kostađi hún heilar 8.590 krónur hjá ódýrustu bóksölunni á Íslandi í febrúar í ár ţegar ég festi kaup á henni.
Bókin er mjög fallega unnin, fjölmargar ljósmyndir eru í henni, misgóđar ţó, en hönnunarvinnan er til sóma. Bókaútgáfan Opna og Anna C. Leplar, sem sá um hönnun bókarinnar, eiga skiliđ hrós fyrir.
Flagđ er undir fögru skinni
Eins fögrum orđum get ég ómöguleg fariđ um vinnu sumra ţeirra höfunda sem skrifađ hafa í ţessi 1,985 kílógrömm af pappír, sem hefđi veriđ betur nýttur hefđu menn setiđ ađeins lengur yfir ţví sem ţeir skrifuđu, eđa látiđ sér fróđari sérfrćđinga líta á textann áđur en hann var birtur.
Ekki ćtla ég ađ elta ólar viđ stafsetningarvillur og málfar, enda ekki rétti mađurinn til ţess. Nei, bókin er nógu full af ţví sem kallast má vöntun á grundvallarţekkingu, fornleifafrćđilegum rangfćrslum, vangavelturugli og tilvitnanafúski. Skođum nokkur dćmi:
Bls. 63
Perla úr kumli á Vestdalsheiđi ofan viđ Seyđisfjörđ sem fannst sumariđ 2004. Í kumlinu fundust yfir 500 perlur. Á myndinni í Mannvist má sjá sexstrenda, af langa perlu úr (neđst). Ţađ furđar ţó, ađ ţegar menn finna 500 perlur í kumli, ađ ekki sé enn búiđ ađ greina efniđ í ţeim og uppruna ţeirra. Í myndtexta er upplýst, ađ sú eldrauđa og dumbrauđa [sem er perlan sum um er ađ rćđa], eru úr glerhalli og gćti efniviđurinn veriđ kominn alla leiđ frá Asíu." Dumbrauđa perlan ber öll einkenni karneóls, sem ekki er glerhallur í skilgreiningu íslenska orđsins, sem á viđ um hvíta steina. Ţađ sem kallađ hefur veriđ glerhallur (draugasteinn, holtaţór), nefnist öđru nafni kalsedón (Enska: Chalcedony).Kalsedón er dulkornótt afbrigđi af kvarsi (SiO2) og er ţétt sambreiskja örsmárra kristalla. Glerhallur á Íslandi, sem t.d. finnst í Glerhallavík í Skagafirđi er hvítur. Karneól, (kjötsteinn), er vissulega ćttađur úr Asíu, nánar tiltekiđ frá Indlandi, Íran eđa Arabíu. Karneól er hins vegar rautt afbrigđi af kalsedóni. Ţetta kjötrauđa kalsedón er ekki rétt ađ kalla glerhall á íslensku.
Vitnađ er í munnlega heimild viđ myndatextann í Mannvist. Auđveldara hefđi veriđ ađ tala viđ steinafrćđing eđa gullsmiđ sem hefur lćrt eđalsteinafrćđi (gemmologíu) til ađ fá upplýst hiđ rétta um karneólperluna. Einnig eru til fornleifafrćđingar sem hafa leitađ sér sérţekkingar um perlur. Vissuđ ţiđ t.d. ađ fleiri perlur finnast í heiđnum kumlum karla á Íslandi en í kumlum frá sama tíma á hinum Norđurlöndunum eđa á Bretlandseyjum? Perlur úr Karneóli hafa áđur fundist í kumlum á Íslandi.
Bls.169
Skeri af arđi, sem fannst á Stöng Ţjórsárdal. Í myndatexta er ranglega sagt ađ annar "hnífurinn" sé frá uppgreftri í Ţjórsárdal. Ţar er rangt. Skerinn til vinstri á myndinni, sem búiđ er ađ setja ofan á teikningu af hlutfallslega allt of litlum arđi fannst ekki viđ fornleifarannsóknir. Ferđamađur sá áriđ 1949 titt standa upp úr gólfinu međfram ţröskuldi inn í skála yngstu rústarinnar á Stöng. Togađi hann í járniđ sem hann hélt ađ vćri eitthvađ járnarusl, en dró ţá upp plógskerinn úr gólfinu . Greint hefur veriđ frá arđi ţessum í greinum eftir ţann sem ţennan ritdóm skrifar, sem einnig mun hafa veriđ sá sem fyrstur benti á ađ leifar af plógum/örđum hefđu fundist á Íslandi. Ţađ gerđi ég fyrst á bls. 170-71 í kandídatsritgerđ minni sem ég afhenti í desember 1985.
Einnig má lesa um skerinn og sjá mynd af honum í alţjóđlegri sýningaskrá farandsýningarinnar From Vikning to Crusader (1992-393). Ţar er hann í sýningarskrá sem gripur 591 a, bls. 384. Ekkert er minnst á ţađ, engan er vitnađ í. Ţvílík og önnur eins vinnubrögđ! En svona vinnubrögđ eru ekki nýtt fyrirbćri í útgáfum Fornleifastofnunar Íslands, sjá hér .
Bls. 335
Varđa. Ţađ slćr út í fyrir fornleifafrćđingunum á Fornleifastofnun Íslands er ţeir greina frá vörđu sem ţeir telja sig hafa fundiđ í landi Hamra í Reykjadal í Suđur Ţingeyjarsýslu.; Vörđurúst undir garđlaginu, afgerandi grjóthrúga, og var hćgt ađ aldursgreina hana, enda var garđlagiđ greinilega eldra en gjóskulag frá 1158 og varđan ţví áreiđanlega eldri en ţađ. Ţetta er elsta varđa sem vitađ er um á Íslandi.."
Á ljósmynd međ ţessari yfirmáta glannalegu yfirlýsingu má sjá 9 steina, sem ekki er hćgt ađ sjá stćrđina á, ţví enginn mćlikvarđi er á myndinni. En út frá gróđri sést, ađ steinarnir eru ekki sérstaklega stórir og ekki neinn efniviđur í vörđur eins og viđ ţekkjum ţćr annars frá síđari öldum. Mikiđ vćri vel ţegiđ, ef fornleifafrćđingarnir sem fundu vörđuna", gefi alţjóđ skýringar á ţví hvernig menn geta vitađ ađ 9 steinar í hröngli undir garđlagi úr úr streng sé varđa. Yfir viskutunnuna flýtur, ţegar vörđuspekingar FSÍ skrifa"Hugsanlega hefur ţessi tiltekna varđa veriđ hlađin sem viđmiđ áđur en garđurinn var reistur, en hún gćti lík veriđ leifar af eldra kerfi kennileita sem garđarnir leystu af hólmi". En hvar er ţessi hleđsla sem menn sjá. 9 steinar á dreif eru ekki hleđsla! Ekkert vantar á hugmundaflugiđ. Kannski er ţađ kennt sem hjálpagrein í fornleifafrćđi viđ HÍ?
Brot af diski úr hollenskum fajansa úr flaki Het Melckmeyt í Flateyjarhöfn. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Bls. 393
Alvarlegasta villan í bókinni er sett fram af gestahöfundi, fornleifafrćđingi sem hvorki vinnur eđa hefur unniđ hjá Fornleifastofnun Íslands, sem stendur á bak viđ bókina. Dr. Bjarni Einarsson, sem rekur sína eigin fornleifastofnun, skrifar um skipsflök. Hann rannsakađi fyrir löngu undir stjórn minni (ég hafđi rannsóknarleyfiđ), og međ ágćtum, leifar hollenska kaupfarsins Het Melckmeyt(Mjaltastúlkan) í höfninni í Flatey á Breiđafirđi. Skipiđ sökk ţar áriđ 1659. Ţar sem ég hef í árarađir reynt ađ fá fjármagn til ađ rannsaka nokkuđ mikiđ magn af leirmunum sem fundust í flaki Het Melckmeyt, hef ég mikla ţekkingu á leirkerum ţeim sem fundust í flakinu. Ţađ hefur greinilega fariđ framhjá Bjarna. Bjarni skrifar:
Viđ rannsóknina í Höfninni fundust um 300 keramikbrot í Mjaltastúlkunni og er ţađ stćrsta samtímasafn leirkera frá 17. öld frá einum stađ á Íslandi. Ađeins er um eina tegund leirtaus ađ rćđa í flakinu, svokallađan tinglerađan jarđleir, en honum má skipta í maiolica leirtau og faiance leirtau. Báđar gerđirnar voru til stađar, en einkum maiolica leirtau međ fallegum bláum skreytingum af ýmsu tagi, svo sem dýra og blómamyndum. Nćr mikilvćgi safnsins út fyrir Íslands vegna ţess ađ nokkrum árum eftir ađ Mjaltastúlkan sökk var komiđ á laggirnar leirkeraverksmiđju í Ţýskalandi sem framleiddi ţví sem nćst eins leirtau og í Mjaltastúlkunni, en ţađ var hollenskt. Fundurinn frá Flataey gćti veriđ lykilfundur til ađ ađskilja og aldursgreina ţessi leirker í framtíđinni en ekki er algengt ađ finna safn leirkera sem er jafn samstćtt og vel afmarkađ í tíma".
Vitnar höfundur međ ţessum upplýsingum sínum, sem eru meira eđa minna rangar, í bók dr. Guđrúnar Sveinbjarnardóttur, Leirker á Íslandi, frá 1996, bls. 32. Á blađsíđu 32 í bók Guđrúnar Sveinbjarnardóttur stendu ekkert ađ (né annars stađar í bókinni). Í bók Guđrúnar er reyndar einnig greint rangt frá leirkerunum sem fundust í flaki Het Melckmeyt í Flateyjarhöfn.
Nú er ţađ svo, ađ leirkerin í Melkmeyt eru öll svokölluđ faiance leirker, eđa ţađ sem Bretar og Bandaríkjamenn kalla Delft-ware. Faiance eđa fajansi, sem er ágćtt íslenskt heiti, dregur nafn sitt af leirkeraframleiđslu í Faenca á Ítalíu og Maiolcia fćr nafn sitt frá Spáni. Sérfrćđingar í dag kalla venjulega hvít og blá afbrigđi Faienca, og skálar, ker og önnur ílát međ marglitri skreytingu (polychrome) skilgreina menn sem tegundina Maiolicu.
Ţ.e.a.s. blátt og hvítt (eđa alveg hvítt/pípuleir og tinglerungur) í skreyti er fajansi, en hvítt, blátt og ađrir litir skilgreinist sem maiolica eđa majolica.
Hollendingar sem fluttu til Frankfurt am Main hófu framleiđslu á fajansa áriđ 1660 og nćstu árin ţar á eftir. Ein gerđ leirskála sem fundust í flaki Het Melckmeytvar lengi talin hafa orđiđ til eftir 1660 í Frankfurđu. Ţar sem ţessi tegund finnst í flaki hollensks skips sem sökk áriđ 1659 er afar ólíklegt ađ gerđin hafi orđiđ til í Ţýskalandi. Hún er hollensk. Bjarni hefđi betur haft ţađ rétt eftir mér og spurt mig í stađ ţess ađ skila frá sér svona rugli.
Til upplýsingar má bćta viđ, ađ óskreyttar skálar, hvítar međ bylgjuđum kanti/ börđum, sem ég fór međ prufur af til Hollands á 10. áratug síđasta aldar, eru ekki ítalskar eins og fornleifafrćđingar ţá héldu fram. Ungur hollenskur sérfrćđingur hefur nú sýnt fram á ađ fornleifafrćđingur sá sem ég hafi samband viđ í Amsterdam gaf sér" einfaldlega ađ ţessi gerđ skála sem finnst í miklum mćli í Niđurlöndum hafi veriđ framleiddar á Ítalíu. Sá gamli, Jan Baart, sem var yfirfornleifafrćđingur Amsterdamborgar rannsakađi ţađ hins vegar aldrei. Ţegar fariđ var ađ gćta ađ ţví hvađ var til af sams konar diskum kom í ljós, ađ á Ítalíu könnuđust menn ekkert viđ ţessa gerđ diska. Ţeir eru hins vegar frá Norđur-Frakklandi, frá borgunum Nevers og Rouen viđ Leirubakka (Loire) og nánasta nágrenni. Hávísindalegar rannsóknir hafa nú sýnt fram á ţađ.
Ţetta voru ađeins fáein dćmi um frekar lélega frćđimennsku í annars fallegri bók, en oft er flagđ undir fögru skinni eins og skrifađ stendur.
En margt er einnig gott í bókinni, sérstaklega ljósmyndir frá einstaklega fallegum uppgröftum Bjarna Einarssonar. T.d. myndin frá Ţjótanda viđ Ţjórsá á bls. 110, eđa fjárborgin í Hagaey í Ţjórsá á bls. 156, sem bera vott um falleg og vönduđ vinnubrögđ Bjarna.
Fornleifafrćđi | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nathan og fressiđ
6.10.2012 | 13:27
Allir Íslendingar, sem eiga feitlagin börn og ófríđ, ţekkja Cocoa Puffs, amerískt ruslfćđi sem hellt hefur veriđ í kok íslenskra barna áratugum saman, tannlćknum og útfararstjórum til mestrar ánćgju.
Hitt vita ţó fćstir, ađ fyrirtćkiđ sem flytur ţetta ómeti inn og kallar ţađ morgunmat, ber gamalt og rótgróiđ nafn í íslenskri verslunarsögu: Nathan & Olsen. Ţótt Olsen og Nathan séu fyrir löngu komnir undir grćna torfu heitir fyrirtćkiđ nú http://www.nathan.is/ á veraldarvefnum.
Frits Heymann Nathan á sokkabandsárum sínum
Nathan sá er ljćr ţessari heildsölu nafn sitt, án ţess ađ geta gert ađ ţví, var danskur gyđingur, Frits Heymann Nathan ađ nafni. Hann verslađi á Íslandi í byrjun 20. aldar og stofnađi ađ lokum verslun međ Olsen, sem hét fullu nafni Carl Olsen. Ég hef skrifađ um Nathan hér, en hann var m.a. fađir Ove Nathans kjarneđlisfrćđing, sem ég heimsótti eitt sinn á Niels Bohr-stofnuninni til ađ fá upplýsingar um föđur hans, sem dó ţegar Ove var tiltölulega ungur. Ove Nathan vissi ţví svo ađ segja ekkert um afrek föđur síns á Íslandi. Á fjórđa áratugnum fór Frits út i kókosbolluframleiđslu (flřdeboller og negerkys) í Kaupmannahöfn og hafđi ofan af fyrir fjölskyldu sinni međ ţví, ţví Danir hafa alltaf borđađ meira af slíku kremmeti og engu minna en matargötin á Íslandi.
Nathan hafđi skopskyn gott. Eitt sinn, er hann var enn á Íslandi, langađi hann eđa konu hans unga í kött og hann lét prenta fyrir sig fregnmiđann sem myndin efst er af. Nathan var tilbúinn ađ greiđa heilar 10 kr. út í hönd fyrir heilbrigđan, ţrílitan fresskött sem ekki var blá- eđa gráleitur og allra síst málađur. Ég hef spurt afkomendur Nathans, hvor til vćri mynd af ţessum ketti, en ţeir töldu svo ekki vera.
Ég skrifađi fyrir nokkrum árum grein um Nathan og köttinn ómálađa fyrir tímaritiđ Rambam, sem ég ritstýrđi hér í Danmörku um tíma. Sýniđ nú menningalega tilburđi og lesiđ dönskuna, ţví ég nenni ekki ađ snúa öllu ţví sem ég skrifađi ţá yfir á íslensku.
Fregnmiđinn hans Nathans, ţar sem hann lýsti eftir hentugum ketti, er varđveittur á Borgarskjalasafni Reykjavíkur, ţar sem ég rakst eitt sinn á hann, ţar sem hann hékk innrammađur á bakstigagangi.
Menning og listir | Breytt 17.9.2019 kl. 02:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)