Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

Skálholtsskemmdarverkiđ

Fornleifavernd Amen

Í mikilli langloku um Ţorláksbúđ á Vísis.is, lýsir Bjarni Faust Einarsson kollega minn yfir skođun sinni á Ţorláksbúđ hinni nýju. Enginn ţarf ađ vađa í villu um, ađ flestir fornleifafrćđingar á Íslandi, sem bera virđingu fyrir frćđunum sínum, líst illa á Ţorláksbúđ. Ţađ á svo sannarlega viđ um Bjarna Einarsson, ţó hann tjái sig seint um máliđ og ţekki greinilega ekki alla enda ţess. Ekki hafa nú samt margir fornleifafrćđingar, ađrir en viđ Bjarni, lýst skođun okkar opinberlega, nema ef vera skyldi Ţjóđminjavörđur. Hinir eru auđvitađ allir lafhrćddir viđ vald Fornleifaverndar Ríkisins, sem er hin eini sanni sökudólgur, ţví Fornleifavernd gaf leyfi til ađ viđundriđ í Skálholti yrđi byggt.

Bjarni Einarsson

Í grein Bjarna á visir.is er greint frá fundi sem Fornleifavernd Ríkisins bođađi til í ársbyrjun 2012. Ţann fund skrifađi ég um og hvatti menn til ađ fjölmenna á hann. Ţá skrifađi ég mikiđ um Ţorláksbúđ og sýndi fram á hver tók ákvörđunina um bygginguna og hvar ábyrgđin lćgi. Hún liggur algjörlega hjá Fornleifavernd ríkisins. Ţađ hefur Menntamálaráđuneytiđ stađfest. Ég sendi ráđuneytinu fyrirspurn (sjá hér), henni var svarađ á ţennan hátt.

Bjarni (sjá mynd) greinir frá ţví ađ starfsmenn Fornleifaverndar Ríkisins hafi á fundinum ekki litiđ svo á ađ Ţorláksbúđ vćri tilgátuhús, heldur eins konar skýli líkt og skýli ţađ sem reist var á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1957. Sú upplýsing stangst svo um munar á viđ ţćr upplýsingar sem fornminjavörđur Suđurlands gaf viđ leyfisveitinguna. Uggi Ćvarsson, skrifar ekkert slíkt í leyfisveitingu sinni eftir ađ hann hafđi  greinilega fengiđ skipun frá yfirmanni sínum Kristínu Sigurđardóttur um hvađ hann ćtti ađ gera. Sjá einnig hér. Ţetta sýnir greinilega, ađ fyrir utan ađ vera ekki starfi sínu vaxnir, ţá ţekkja starfsmenn Fornleifaverndar ekki sögu minjaverndar sem skyldi.

Skýliđ sem reist var yfir Stöng áriđ 1957 er allt annars eđlis en smekkleysan í Skálholti. Ţađ var m.a. reist fyrir tilstuđlan dr. Kristjáns Eldjárns yfir rústir sem voru rannsakađar ađ hluta til (Ţótt sumir teldu ţćr fullrannsakađa); til ađ koma í veg fyrir algjöra eyđileggingu ţeirra. Ţorláksbúđ er hins vegar eyđilegging, sögufölsun úr gerviefnum, tímaskekkja, eyđsla á almannafé og smekkleysa í einni og sömu byggingunni. Hún er bautasteinn yfir póltíska spillingu og andlegan vanmátt íslenskrar minjavörslu.

Miđađ viđ ţann óskunda sem Fornleifavernd Ríkisins hefur haft í frammi varđandi Stöng sjá hér, hér og hér, ţá ćtti sú stofnun ađ hafa hćgt um sig ađ nota skýliđ á Stöng til ađ afsaka sig út úr fyrirbćrinu viđ kirkjumúrinn í Skálholti. Ţetta er ein lélegasta afsökun sem komiđ hefur frá Fornleifavernd Ríkisins.

Kjarni málslins er sá, ađ Ţorláksbúđ var reist í trássi viđ skýr ákvćđi í lögum, en međ leyfi frá Fornleifaverndar Ríkisins, sem á ađ fylgja ţeim lögum en ekki ađ brjóta ţau.

Ţorláksbúđ er ólögleg framkvćmd og hana ţarf ađ fjarlćgja, samkvćmt lögum og í leiđinni yfirmann fornminjavörslunnar sem einn bar ábyrgđ á ţessu ömurlega lögbroti.

Sjá einnig fćrslu hér í dag um spillinguna í fornleifavörslunni á síđasta áratug 20. aldar. Össur Skarphéđinsson umhverfisráđherra hringdi í Ţjóđminjavörđ og Náttúrvernd Ríkisins til ađ ţjösna í gegn sumarbústađ lyfsala nokkurs. Bústađurinn var reistur ólöglega í Berufirđi á Barđaströnd.


Fiat Lux - 4. hluti

Hvammshjálmur NM

Gotneskir ljósahjálmar, eđa öllu heldur ljósahjálmar í gotneskum stíl, eru ekki einvörđungu áhugaverđir gripir fyrir listfrćđinga eđa David Hockney sem getur ekki teiknađ ţá eins vel og van Eyck. Fyrir fornleifafrćđinga eru ţessir gripir mjög mikilvćg heimild. Brot úr hjálmum og ljósahöldum frá 15. öld hafa meira ađ segja fundist í jörđu á Íslandi.

Selárdalshjálmurinn, sem hangir í geymslu á Ţjóđminjasafninu, og var,  ţegar ég vissi síđast til, ekki enn búinn ađ fá safnnúmer, er fegurstur ţeirra hjálma sem eru upprunnir úr Niđurlöndum og eru enn til. Hann er "listfrćđilegt viđundur", einstakur forngripur sem fyrir heppni varđveittist á hjara veraldar međan allir ađrir af sömu gerđ hurfu fyrir duttlunga tískustrauma og hirđuleysis. 

Ađrir heilir ljósahjálmar međ sex eđa 9 liljum (örmum) hafa varđveist á Ísland. Reyndar hefur tveimur ţeirra veriđ „rćnt" af Dönum og eru nú á Ţjóđminjasafninu (Nationalmuseet) í Kaupmannahöfn. Síđast en ekki síst eru á Íslandi til margar ritađar heimildir til um hjálmana og ljósastikur og í bronsi og messing í kirkjum. Máldagar kirkna eru allgóđ heimild um fjölda slíkra hjálma á Íslandi.

Ađrir hjálmar í gotneskum stíl á Íslandi

Hjálmurinn á efstu mynd liggur í geymslu Ţjóđminjasafns Dana.  Hann ber safnnúmeriđ NM D 8073. Hann er frá fyrri hluta 15. aldar og er skráđur úr Hvammur kirke á Íslandi, sem er líklega Hvammskirkja í Dölum (Hvammssveit). Danski sjóliđsforinginn Daniel Bruun sem skrifađi mikilvćgar lýsingar um Ísland keypti hjálminn og gaf á danska Ţjóđminjasafniđ.

KronefraSydisland b

Ţennan hjálm er einnig ađ finna á Ţjóđminjasafni Dana, hann hefur fengiđ safnnúmeriđ NM D 1025 a og var skráđur inn í safniđ áriđ 1876. Ég man ekki eftir ţví ađ hafa séđ hann í nýlegri miđaldasýningu safnsins. Hann mun hafa komiđ úr kirkju á suđurhluta Íslands. Ţessi glćsilegi hjálmur er frá miđri 15. öld og gćti veriđ ţýskur frekar en niđurlenskur. María stendur efst međ Jesúsbarniđ og geislar af ţeim. Ljóniđ á öđrum ljósahjálmum er reyndar annađ tákn fyrir konunginn Krist sem notađ var á síđmiđöldum og ljóniđ gat líka táknađ kristna trú.

 Hvammskirkja í Hvammssveit 4528 b

Ţennan Ljónahjálm er ađ finna í Ţjóđminjasafni og er frá Hvammi í Hvammssveit og hefur fengiđ safnnúmeriđ Ţjms. 4528. Ljósahöldin, pípurnar og skálarnar eru um 100 árum yngri en stofninn. Greinilegt er ţví ađ gert hefur veriđ viđ hjálminn á 16. öld.

Vídalínhjálmurb

Ţessi glćsilegi litli ljónahjálmur er einnig vel geymdur á Ţjóđminjasafni Íslands og er verkiđ i honum náskylt verkinu í hjálminum í Selárdal. (Ţjms. Vídalínssafn, V 138). Ekki er vitađ úr hvađa kirkju hann hefur komiđ.

Hjálmar sem illa fór fyrir

Áriđ 1913 var lítill ljónahjálmur í kirkjunni í Skálmarnesmúla í Barđastrandarprófastdćmi samkvćmt kirkjugripaskrá Matthíasar Ţórđarsonar:

Hjálmur lítill úr kopar međ 6 ljósaliljum litlum og ljónsmynd efst; hann er forn eins og staki stjakinn og kertakragarnir mjög líkir, en ljósapípurnar eru gegnskornar. 

Ţetta sýnir okkur, ađ gotnesku hjálmarnir voru víđar til á Vestfjörđum en í Selárdal. Hjálmurinn, sem lýst var í Skálmarnesmúlakirkju af Matthíasi er nú, 100 árum síđar, ekki lengur í kirkjunni. Áriđ 1979 sá Ţór Magnússon fyrrv. ţjóđminjavörđur ljósapípur međ krönsum í gotneskum stíl af "ljósahjálmi eđa ljósastjaka" í eigu Hrafnhildar Bergsteinsdóttur (Skúladóttur frá Skáleyjum). Ţađ gćtu eins hafa veriđ ljósapípur af stjaka sem einnig voru i kirkjunni áriđ 1913. Hrafnhildur á enn ţessa ljósaskálar og notar ţá sem kertastjaka. Hrafnhildur greindi mér frá ţví (26.3.2012), ađ um 1930, ţegar foreldrar hennar, Bergsveinn Skúlason og Ingveldur Jóhannesdóttir, hófu búskap í Múla, hafi móđir hennar fundiđ ţessa hluti liggjandi á öskuhaugnum í Múla. Víst má telja, ađ menn hafi kastađ brotnum ljósahjálmi á hauginn, eftir ađ hann hefur eyđilagst í stormi sem braut kirkjuna á 3. tug 20. aldar. [Von er á mynd af gripunum]

saurbljos
Ljósahjálmur í Saurbć á Rauđasandi, lagfćrđur eftir hremmingar. Ljósmynd Ari Ívarsson. 

 Veđur eru sannarlega oft váleg fyrir vestan. Í aftakaveđri ţann 31. janúar 1966 fauk kirkjan á Saurbć á Barđaströnd. Margt merkra gripa var ţar í kirkjunni og bjargađist flest úr brakinu nema koparhjálmur frá 19. öld sem eyđilagđist. Einnig var í kirkjunni fallegur hjálmur frá fyrri hluta 16. aldar, sem Matthías Ţórđarson lýsti í kirkjugripaskrá sinni er hann skrifađi í hana viđ heimsókn sína á Saurbć ţann 28. júlí 1913. Ţegar átti ađ fara ađ endurreisa Reykhólakirkju ţá eldri á Saurbć tók smiđur nokkur sem annađist ţađ verk eldri hjálminn sem var í kirkjunni og fór međ hann til Reykjavíkur. Ţetta var hjálmur međ tvíhöfđa erni efst á stofninum og ljónstrýni neđst (sjá mynd). Hjálmurinn var um tíma talinn glatađur og smiđurinn, sem ekki hafđi sinnt starfi sínu sem skyldi hafđi veriđ sagt upp. Síđar fannst stofn hjálmsins í íbúđ í Reykjavík, ţar sem kirkjusmiđurinn hafđi búiđ um tíma, en á vantađi nú lljur, skálar og pípur og vissi enginn hvar ţćr voru niđur komnar. Fyrir tilstuđlan Harđar Ágústssonar listmálara sem sá um kirkjuflutninginn var gert viđ hjálminn og nýir hlutar steypti í hjálminn sem Ari Ívarsson gekk síđar frá og setti saman.  

Ari Ívarsson frćđaţulur á Patreksfirđi segir mér (26.3.2012), ađ hann myndi vel eftir hjálmunum ţegar hann var ađ alast upp. Hann telur ađ hjálmurinn hafi fengiđ ranga gerđ ađ liljum ţegar hann var "endurreistur". Verđur sá sérfrćđingur sem ţetta skrifar ađ lýsa sig samţykkan ţeirri skođun, enda hefur Ari liíklega oft starađ á hjálminn ţegar hann sótti ţarna kirkju sem ungur drengur.

Jarđfundin brot og lausafundir af hjálmum eđa ljósastikum frá 15. öld á Íslandi

Fáein brot úr ljósahjálmum og ljósastikum úr messing, lausafundir og jarđfundnir, eru varđveittir í söfnum. Fyrir utan tvo hluta úr stofni úr hjálmi, sem hugsanlega hefur hangiđ í bćnahúsi í Núpakoti undir Eyjafjöllum, og sem nú er varđveittur af Ţórđi Tómassyni í Skógum, eru nokkrir fundir varđveittir í Ţjóđminjasafni Íslands. Miđađ viđ fjölda nefndra ljósahjálma sem nefndir eru í Íslenzku Fornbréfasafni kemur ţetta ekki á óvart og ekki myndi ţađ furđa mig ef fleiri brot og leifar af messingljósfćrum hafi fundist á Íslandi á síđari árum án ţess ađ ég hafi heyrt af ţví. Mega ţeir sem fundiđ hafa slíkt, fornleifafrćđingar sem og ađrir, gjarna hafa samband viđ Fornleif og gefa honum allar nauđsynlegar upplýsingar.

StóruBorg b

1) Kertapípa frá Stóruborg undir Eyjafjöllum. Ljósm. Gísli Gestsson 1981. Safnnúmer ekki ţekkt.

Armur Ţjms. 385

2) Jarđfundinn armur úr ljósahjálmi međ gotnesku lagi, mjög litlum. Ţjms. 385

3) Ţjms. 2465. Kertispípa međ tilheyrandi skál af ljósahjálmi frá Breiđabólsstađar kirkju í Fljótshlíđ. Kom á safniđ áriđ 1883.

4) Ţjms. 5420. Ljónsmynd, steypt úr kopar, situr og hefur róuna[sic] upp á bakiđ; holt innan og hefur teinn gengiđ upp í genum ţađ; Ţađ er vafalaust af ljósahjálmi.

5) Ţjms. 6074. Kertiskragi úr koparhjálmi međ gotnesku lagi. ... Fundinn s.á. (1910) í moldarbarđi skamt frá Lágafelli, um 3 fađma í jörđu.

6) Ţjms. 5311. Kringlóttur hlutur úr kopar, steyptur.... Óvíst er af eđa úr hverju ţessi hlutur er, mćtti ćtla ađ hann vćri af kertastjaka eđa kertahjálmi. Páll Jóhannesson í Fornhaga afhenti safninu

7) Fundur 1. (9.7.1981) viđ fornleifarannsókn Ţjóđminjasafns undir stjórn Guđmunds Ólafssonar í Skarđskirkju á Skarđsströnd áriđ 1981. Á Skarđi var rannsökuđ gröf sem hafđi komiđ fram viđ framkvćmdir undir yngstu timburkirkjunni á stađnum. Međal funda var ljósaskál úr gotneskum hjálmi eđa tvíarma ljósastiku. Guđmundi Ólafssyni fornleifafrćđingi á Ţjóđminjasafni Íslands ţakka ég fyrir upplýsingar um fundinn og teikningu.

Skarđ
Ţessa teikningu gerđi Ţorvaldur Friđriksson fornleifafrćđingur og fréttamađur í fundaskrá áriđ 1981, og slćr hann nćrri Leonardo gamla viđ í drátthagleik.

 

Heimildir: Mikiđ af ţeirri rannsóknarvinnu sem fór í ţessar blogggreinar um ljósahjálminn frá Selárdal og ađra gotneska ljóshjálma á Íslandi, var unnir fyrir langalöngu. Mikiđ af ţví sem hér stendur birtist upphafleg í heimildarritgerđ í miđaldafornleifafrćđi viđ háskólann í Árósum voriđ 1983. Bar ritgerđin heitiđ Metallysekroner i senmiddelalderen (prřve e). Notast var viđ um 40 greinar og bćkur um efniđ.

Fimmti og síđasti hluti nćst


Fiat Lux - 3. hluti

Collage Arnolfini nello Arnarfirdi

Málverk meistarans Jan van Eycks af hinum helköldu hjónum í Bryggjuborg, sýnir okkur harla vel aldur ljósahjálmsins úr Selárdal og annarra skyldra hjálma sem varđveittust á Íslandi, međan allt svipađ góss var brćtt í deiglu tímans í Evrópu. Ţessi hjálmar voru nýjasta tíska ţegar ţeir héngu í Brugge áriđ 1434 og fljótlega upp úr ţví í kirkjum uppi á Íslandi, ţar sem menn hafa alltaf elt tískuna eins og rollur.

Viđ vitum einnig, ađ uppruna flestra ţessara kjörgripa er ađ finna í Belgíu. Fyrr á miđöldum höfđu ljósahjálmar í stćrri kirkjum oft veriđ úr járni, gjarnan járngjörđ sem hékk í sverum keđjum og á gjörđina voru hnođuđ ljósahöld eđa ljósapípur. Eru slíkir hjóllaga hjálmar varđveittir víđa um Evrópu.

Hinn gotneski, niđurlenski ljósahjálmur frá Selárdal er úr messing, sem er blanda af ca 68% kopar og 32% sinki (inki). Ţví minna sem sinkiđ er, ţví rauđleitari verđur málmblandan. Ţegar ţessum grunnefnum er blandađ saman í fyrrgreindum hlutföllum fáum viđ hiđ gyllta messing. Á miđöldum ţekktu menn ekki sink sem málm (grunnefni), eđa kunnu ađ vinna hann. Ţeir brćddu svokallađan „Galmei", málmstein úr Eifel fjöllum, sem inniheldur mikiđ sink, saman viđ kopar sem fyrst og fremst kom frá Harz- og Erzfjöllum. Ef koparmálmblandan samanstendur hins vegar af kopar og tini gefur ţađ rauđleitan eđa appelsínugulan lit á málmblönduna, og er sú blanda ţađ sem flestir kalla brons.

Ljósahjálmurinn frá Selárdalskirkju er svokallađ Dinanterí (Dinanderie), ţ.e.a.s. fjöldaframleidd messingvara frá Niđurlöndum, sem fékk nafn sitt af bćnum Dinant í Namur í Belgíu, sem var ţekktust niđurlenskra borga í Maas-dalnum fyrir framleiđslu á ílátum og ambođum úr messing. Erfiđara er ţó ađ segja til um hvort hún er ćttuđ frá öđrum borgum í núverandi Belgíu, eđa hvort hún sé frá vesturhluta Ţýskalands, ţar sem einnig var fariđ ađ fjöldaframleiđa messingvöru til útflutnings á 15. öld. En bćđi í Ţýskalandi og Belgíu stóđ ţessi eirsteypa á gamalli hefđ, sem gerđi fjöldaframleiđslu auđvelt mál á 15. öld.

Ţetta var eftirsótt vara, eins og margt annađ frá Niđurlöndum, og höfđu Mercatores de Dinant(kaupmenn frá Dinant) heildsölur og markađi í mörgum stćrri borgum Evrópu og var sá ţekktasti Dinanter Halle í Lundúnum. Ţess vegna var líkast til auđvelt fyrir Íslendinga ađ sćkja ţessa vöru til Birstofu (Bristol) og annarra borga sem ţeir versluđu viđ, eđa ađ Hansakaupmenn hafi boriđ ţessa gripi međ sér til Íslands. Ýmsir framleiđundur gerđust ţekktari en ađrir og má nefna Jacques Jongfinger í Antvörpum, Jóses fjölskyldan í Dinant og Guillaume Lefevre í Tournay. Kannski hefur einhver ţeirra búiđ til hjálminn í Selárdal? Salmer fjölskyldan frá Dinant seldi í fleiri mannsaldra messingvöru og ađrar eftirsóttar listavöru á Englandi, svo sem altaristöflur, líkneski og listavefnađ (refla og góbelín).

h2_1975_1_1416

Margt annađ en ljósahjálmar var framleitt úr messing í Niđurlöndum, og má nefna kertastjaka, af öllum stćrđum t.d. vegleg stykki eins og ţađ sem hér sést á stóru myndinni neđar á síđunni, en ţađ er ađ finna í dómkirkjunni í Lundi. Frá Niđurlöndum bárust mundlaugar, könnur (sjá hér), skírnarföt, vatnsdýr, rúmpönnur (til ađ hita rúm), bókahöld fyrir predikunarstóla, og svo meira lystileg stykki eins og gripirnir tveir hér ofan viđ og neđan, sem sýna glögglega ađ hinn öfgafulli materíalístíski femínismi er gamalt fyrirbćri.

h2_64_101_1499
Fat í safni í New York eins og myndin styttan fyrir ofan.

 

Kristján í Lundi
Kristján Sveinsson sagnfrćđingur er ekki lágvaxinn mađur eins og margir hafa séđ, og sýnir hann hér hve gífurlegur gripur ţessi sjö arma ljósastika í Lundi er. Hún er 3,5 m. ađ hćđ, frá 15. öld og er vafalaust gerđ í Niđurlöndum. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2012.

Messingiđnađurinn í Niđurlöndum byggđi á miklum hluta á vilja manna í koparríkum hlutum Evrópu ađ eiga samstarf yfir landamćri viđ lönd ţar sem hćgt var ađ fá tin. Iđnađurinn var ţví oft í hćttu ţegar konungar og hertogar ákváđu ađ heyja stríđ. Áriđ 1466 réđst Karl hertogi af Búrgundalandi á borgina Dinant og var bar iđnađurinn ţar ekki barr sitt eftir ţađ. Iđnađarmenn fluttu til annarra bćja eins Brussel, Bryggju, Mecheln, Antwerpen og Tournay.

Ţví er haldiđ fram, og réttilega, ađ framleiđsla gripa úr messing og sala ţeirra hafa veriđ vagga kapítalismans í evrópskum viđskiptum. Framleiđsluferliđ var nýjung. Messinghlutir voru framleiddir í ţví sem mest líktist verksmiđjum og skipulögđ sala og útflutningur fór fram og vörulistum var dreift til söluađila. Samkeppnin var hörđ og vöruverđ gerđist hagstćđara ţví blómlegri sem salan var.

Stofnhjálmurb
Eftir Niels-Knud Liebgott 1973. Lys. Nationalmuseet

Stofnhjálmar

Hjálmurinn úr Selárdalskirkju er af ţeirri gerđ gotneskra ljósahjálma sem á fagmálinu kallast stofnhjálmar (stamkroner á dönsku). Steyptum hólkum úr messing er rađađ upp á járntein sem ber alla hluta ljósahjálmsins. Á miđhólkinn, sem oftast er breiđastur, eru settir armar í ţar til gerđ slíđur. Flatir armar eins og eru á hjálmunum frá Selárdal og á málverki van Eycks voru steyptir í sandi. Mót eđa skabelón voru pressuđ í mjög fínan steypusand og í var hellt brćddum málinum. Síđan var allt pússađ. Ađrir hlutar voru mótađir í vax, sem leirkápa var sett utan um. Málminum var hellt í mótin, og ţegar málmurinn var kólnađur var leirkápan slegin af. Hólkarnir eđa kjarni ljósahjálmanna, sem gátu veriđ margir, voru steyptur úr tveimur hlutum sem settir voru saman og síđan renndir á rennibekk. Ljósaskálar, kertapípur, og skreyti t.d. trjónan neđst eđa myndin efst, sem gat veriđ ljón eđa madonnumynd, voru steypt sér og rađađ á járnteininn.

Selárdalshjálmurinn er til ađ mynda gerđur úr 32 sjálfstćđum einingum fyrir utan járnteininn. Allt ţurfti ađ smellpassa og ţeir sem bjuggu til hjálmana merktu t.d. slíđrin á einum hólkhringnum međ 1-6 skorum og 1-6 merki voru síđan höggvin á armana, ţar sem ţeir voru festir á slíđrin. Ţetta sést vel hér ađ neđan á hólkunum tveimur sem eru frá Núpakoti undir Eyjafjöllum, sem er ađ finna á Byggđasafninu í Skógum.   

Núpakot teikning b
Tveir hlutar úr stofni ljósahjálms frá Núpakoti undir Eyjafjöllum sem nú er ađ finna í Byggđasafninu í Skógum. Samanlagt eru ţessir hlutar nćr 17,1 sm ađ hćđ og gćti hjálmurinn ţví međ frá toppmynd niđur ađ dýrstrjónu hafa veriđ um 40-50 sm langur. Teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1982.
Núpakot bb
Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1982
 
Viđ höldum áfram
eftir nokkra
daga
*

Fiat Lux - 2. hluti

Van Eyck Arnolfini Portrait 

Sjáiđ hve hjónakornin hér á myndinni eru grá og veikluleg, ţótt konan undirleita geti litiđ út fyrir ađ vera ţunguđ og ađ ţau séu augljóslega vel í álnum (stćkkiđ myndina međ ţví ađ klikka á hana nokkrum sinnum).

Ţessi hjón voru vafalaust á međal ríkasta fólksins á Bryggju (Brugge á Flandri í flćmskumćlandi hluta Belgíu) áriđ 1434, ţegar meistari Jan van Eyck (ca. 1395-1441) málađi ţau og sjálfan sig. Hann sést í speglinum undir ljósahjálminum.

Lengi var taliđ ađ ţetta málverk sýndi hjónin Giovanni di Arrigo Arnolfini og konu hans Giovanna Cenami frá Lucca í Toscana á Ítalíu, sem bjuggu í Hansabćnum Brugge mestan hluta ćvi sinnar. Ţessi heimsfrćga mynd, sem nú hangir í National Gallery í London, var meira ađ segja talin vera brúđlaupsmynd ţeirra hjóna. Allar lćrđar ritgerđir urđu síđar úreltar eftir ađ bréf fannst sem sýndi ađ ţau Jóhann og Jóhanna hefđu ekki gengiđ í hjónaband fyrr en 14 árum eftir ađ ţetta litla málverk var málađ. Verkiđ er ekki stćrra en 60x82 sm. ađ stćrđ og málađ á eikarborđ.

Áđur var einnig taliđ ađ málverkiđ vćri táknum hlađiđ, sem gáfu verkinu dýpri meiningu, en ţađ verđur líklegast ađ endurskođa eftir ađ myndin hefur veriđ rannsökuđ međ innrauđu ljósi. Nú halda sumir ađ ţetta séu ekki ţau hjón, en National Gallery heldur greinilega enn í ţá skođun, en upplýsir ađ ţetta sé ţó ekki giftingamynd. En varla telgja sérfrćđingar National Gallery, ađ pör á 15. öld hafi lifađ í synd í 14 ár fyrir brúđkaup ţeirra. Brúđkaup Jóhönnu og Jóhanns var ekki haldiđ fyrr en 1447, en ţá hafđi Jan van Eyck reyndar veriđ dauđur í 6 ár. Hver veit, kannski giftist Giovanni di Arrigo Arnolfini í annađ sinn áriđ 1447, og ţá er ţetta kannski mynd frá fyrra hjónabandi? Engar ritađar heimildir eru ţó til um ţađ.

Ég hef alltaf veriđ á ţeirri skođun, ađ konan á myndinni hafi veriđ svona leiđ og karlin svo veiklulegur vegna ţess ađ ţau misstu af fallegast ljósahjálminum í Brugge áriđ 1434, ţessum međ tveimur röđum og ljóni efst. Sá síđasti í búđinni fór međ skipi til Íslands og urđu hjónin ađ láta sér nćgja ódýrara módel međ einni röđ arma og turni í stađ öskrandi ljóns. Eymdin í ásjónum ţeirra var ţví fyrst og fremst vegna materíalístiskrar vanlíđan. Ţessi tilgáta mín er engu vitlausari en margt annađ sem frćgir listfrćđingar hafa taliđ sig fundiđ eđa séđ í mynd van Eycks.

Selárdalshjálmur Ljósmynd VÖV 1996
Selárdalshjálmur. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (1996)
 
van Eyck detail
Hjálmur van Eycks (1434)

Ţess má geta, ađ maestro David Hockney setti fyrir nokkrum árum fram ţá tilgátu, ađ ýmsir meistarar endurreisnartímans í Niđurlöndum og á Ítalíu hafi notast viđ myndvarpa ţess tíma, camera obscura, og hafi varpađ öfugri mynd međ hjálp safnglers á eitthvert hvítt undirlag sem listamennirnir teiknuđu svo á eftir myndinni sem varpađ var. Hann taldi van Eyck einn af ţessum meisturum sem notast höfđu viđ camera obscura tćknina. I sjónvarpsţćtti sem BBC gerđi međ honum og  Charles M. Falco eđlisfrćđingi, stilltu ţeir međal annars upp líkani af herbergi "Arnolfini" hjónanna međ ljósahjálmi.  Rök Hockneys og Falcos voru ađ ţađ vćri einfaldlega ekki hćgt ađ teikna eins flókinn hlut og gotneska ljósakrónu en mótrök annarra listamanna og eđlisfrćđinga sýndu m.a. ađ safngler myndi ekki gefa ţá mynd af ljósahjálminum sem van Eyck teiknađi. Ég tel persónulega ađ góđir teiknarar getir náđ ljósahjálminum međ smáćfingu.

Hvort sem Jan van Eyck málađi ljósahjálminn í Brugge fríhendis, eđa međ hjálp safnglers í myrkraherbergi, ţá er hún mikil og góđ heimild um margt og tímasetur mjög vel ţá gerđ af messingljóshjálmum í gotneskum stíl, sem varđveittist gegnum aldirnar í kirkjum í Selárdal í Arnarfirđi, á hjara veraldar, ţar sem menn kunnu ekkert ađ teikna og vissu ekki hvađ camera obscura var fyrr en seint og síđar meir. Ţeir Selárdalsmenn áttu hins vegar hinn ekta hlut og vissu ekkert um angist Arnolfini-hjóna og deilur David Hockneys viđ listgćđinga og eđlisfrćđinga.

Eitt sinn héngu svona hjálmar víđa í evrópskum kirkjum og húsum ríkra manna. En í dag eru ţeir flestir horfnir ţví ţeir voru teknir ofan og brćddir í ađra hjálma á á 16 og 17. öld. Síđari gerđir ţekkjum viđ vel, Ţeir hafa kúlu neđst og oftast nćr klofinn örn efst á stofninum og langa og mjóa s-laga arma úr rörum.  Slíkir endurreisnarhjálmar voru ekki síst framleiddir lengi vel í Svíţjóđ og bárust víđa. Einnig hvarf margt ljósahjálma á 19. öld ţegar kirkjur voru rćndar öllum málmi ţegar stríđ voru háđ.

Hjálmurinn í Selárdalskirkju er glćsilegasti hjálmurinn af sinni gerđ í heiminum, glćsilegri en hjálmur hjónanna á mynd van Eycks, en ţeir voru framleiddir í Niđurlöndum (Belgíu) á fyrri hluta 15. aldar. Enn glćsilegri gerđir voru framleiddir síđar í Ţýskalandi og eru nokkur eintök til af slíkum prakthjálmum í ţýskum listasöfnum  

Íslendingar fylgdust svo sannarlega međ tískunni fyrir tćplega 600 árum síđan, og keyptu ađeins ţađ besta fyrir kirkjur sínar sálum sínum til hjálpar.

Viđ höldum ljósahjálmasögunni áfram í nćstu fćrslu,

ţar sem frćtt verđur um framleiđslusögu ţessara

gotnesku hjálma og síđar um ađra

ljósahjálma á

Íslandi

Fiat Lux - 3. hluti


Fiat lux

Selárdalur Ljósmynd Ţjóđminjasafn Íslands

 

Ţann 15. ágúst áriđ 1960 var hr. Sigurbjörn Einarsson biskup Íslands staddur í Arnarfirđi ađ vísitera Selárdalskirkju. Vísitasían hófst međ guđsţjónustu kl. 2 eftir hádegi og ţjónađi sóknarpresturinn Jón Kr. Ísfeld fyrir altari. Biskup stóđ einnig viđ altari eftir predikun, en frú Magnea Ţorkelsdóttir biskupsfrú lék listilega á orgeliđ. Mikil helgi var yfir stađnum ţennan dag.

Í vísitasíugjörđinni frá 1960 er nefnt ađ kirkjan sé 99 ára gömul og í ríkiseign. Ţar stendur m.a., og skal lesiđ međ framburđi Sigurbjörns biskups:

"hefur kirkjueigandi algjörlega vanrćkt allt viđhald á henni, enda er hún stórlega skemmd af fúa, og í yfirvofandi hćttu af veđrum. Vćri ţađ mikiđ og lítt bćtanlegt tjón, ef kirkjan félli, eđa fyki, ţví ađ hún verđur ađ teljast merkilegt hús og auk ţess geymir hún marga og merka muni."

Viti menn, heimsókn biskups hefur líklega haft sitt ađ segja, ţví gert var viđ kirkjuna áriđ 1961, og mćtti ef til vill kalla ţá viđgerđ ćrlega endurbyggingu. Selárdalsprestakall hafđi reyndar ţegar veriđ lagt niđur áriđ 1907 og Selárdalssókn lögđ til Bíldudalsprestakalls. En nú er svo komiđ ađ kirkjan hefur veriđ afhelguđ og um tíma var rćtt um ađ rífa hana, sem auđvitađ kemur ekki til greina ţar sem hún er friđuđ.

Selárdalskirkja er enn ekki fokin og hefur Átthafafélagiđ Skjöldur áform um ađ fćra ţar hluti til betri vegar, enda var ţetta ađ fornu ein ríkasti kirkjustađur á Íslandi.

Myndin efst er tekin í Selárdalskirkju áriđ 1913 og ţá voru enn í kirkjunni ýmsir góđir gripir frá fyrri öldum sem sýndu ađ ţessi kirkja hafđi veriđ rík. Í loftinu hékk "ljósahjálmur góđur" samkvćmt vísitasíu biskups.

Vart er til betri kirkjugripur frá miđöldum Íslands en ţessi ljóshjálmur.

Ljón Selárdalur Copyright Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Ljósm. VÖV (1996)

 

Ljósahjálmurinn í Selárdalskirkju

Fyrsti mađurinn sem gerđi sér grein fyrir hina mikla menningarlegu verđmćti ljósahjálmsins í Selárdal var Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur. Hann kom í Selárdalskirkju áriđ 1913 og sá hvađ ţar hékk neđan úr neđan úr loftţiljum og tók ljósmyndir. Hann ritađi 28. júlí 1913:

"... Ljósahjálmur stór og veglegur og forn, í gotn. stýl, allur úr kopar; 6 armar í neđra kransi en 3 í efra; nokkuđ brotnir og gallađir. Ljón situr á legg efst og vargstrjóna stendur niđur úr neđst. .."

Matthías lýsti hjálminum í kirknaskrá sinni (sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands) og teiknađi m.a. útlínur arma hjálmsins (sjá mynd neđar). Matthías kunni sína kirkjulist betur en flestir og vissi hvađ hann vildi fá á Ţjóđminjasafniđ. Hann skrifađi enn fremur:

"Hjálmur ţessi er mjög gamall og merkilegur og ćtti ađ sjálfsögđu ađ ganga til Ţjms. sem fyrst.  Áriđ 1915 skrifar hann á spássíu: "Bođnar 100 kr. (eđa annar hjálmur ) í bréfi 10.III.'15. Bođinn nýl. Myrkárhjálmurinn og 50 kr. ađ auki 17.IX.1915."

MŢ síđa
 
Úr kirkjugripaskrá Matthíasar Ţórđarsonar (1913) sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands. Útlínur eins af stóru örmum ljósahjálmsins frá 15. öld er teiknađur inn.

 

Allt kom fyrir ekki. Heimamenn vildu ekki selja Ţjóđminjasafninu hjálminn, enda var hann tćknilega séđ ekki í eigu ţeirra, og ţar viđ sat, eđa ţangađ til ađ Hjörleifur Stefánsson arkitekt gerđi ţađ gustukaverk ađ taka hjálminn traustataki og fara međ hann suđur í Ţjóđminjasafn. Ţađ var á síđasta tug 20. aldar og er hjálmurinn ţar enn í geymslu engum til ánćgju, ţví hann er ekki hafđur til sýnis, ţótt hann sé merkilegasti og veglegasti ljósgjafi úr kirkju á Íslandi frá miđöldum, og ţótt víđar vćri leitađ.

Áframhald um Selárdalshjálminn á nćstu dögum

Fiat Lux - 2. hluti


Yam Suf

Til eru menn sem halda ţví fram, ađ engin fornleifafrćđileg sönnun sé til fyrir ţví ađ Ísraelsţjóđin hafi veriđ ţrćlar í Egyptalandi. Vissulega er ekki um auđugan garđ ađ gresja. En ţessi afneitun er farin ađ nálgast trúarbrögđ, ekki ósvipađ ţví ţegar sumir fornleifafrćđingar á Íslandi afneita rituđum heimildum og ađrir vilja helst finna bein Egils Skallagrímssonar međ grafskeiđ í einni hendi og Eglu í hinni. Ţar eru öfgar á báđum vígstöđvum. Fornleifafrćđi er ekki grein sem er hentug til ađ sanna eitt eđa neitt í einum grćnum hvelli. Ef menn lćra fornleifafrćđi međ ţeim hugsunarhćtti, lćra ţeir röng frćđi, eđa eru jafnvel ekki frćđilega ţenkjandi manneskjur. Fréttamennska vćri ef til vill betra fag fyrir slíkt fólk, ţá geta menn líka orđiđ forsetar međ tíđ og tíma.

Ég fékk snemma áhuga á dvöl Ísraelsţjóđarinnar í Egyptalandi. Fađir minn heitinn keypti handa mér frćđibćkur um efniđ í útlöndum og ég keypti allt sem ég fann í bókabúđ Snćbjarnar. Ţegar ég byrjađi í menntaskóla (MH), fór ég á fyrstu önn beint í hugmyndasögu (Sögu 15) sem Jón Hnefill Ađalsteinsson kenndi. Menn fóru venjulega ekki í ţennan áfanga fyrr en undir lok náms síns i MH. Í Sögu 15 skrifađi ég fyrstu lengri ritgerđ mína í menntaskóla og Jón gaf mér meira ađ segja einkunina A fyrir ritgerđina og áfangann, međan flestir fengu C og B, ţví áhuginn var lítill hjá flestum á viđfangsefninu og tímarnir hjá Jóni hreint kaos og rugl. Ritgerđ mín hét Dvöl Ísraelsmanna í Egyptalandi og á ég hana enn, sjá mynd neđst.

Mikiđ vatn hefur runniđ til sjávar síđan ég skrifađi ritgerđ mína um vandamáliđ varđandi brottför gyđinga úr Egyptalandi. Mig langađi um tíma ađ leggja stund á klassíska fornleifafrćđi og fornleifafrćđi Miđausturlanda, en svo varđ ekki. Margir stunda ţau frćđi og mun ég ekki blanda mér háfrćđilega í ţau en vildi gjarna komast í uppgröft á Sinaískaga. 

Prófessor James K. Hoffmeier er í miklu uppáhaldi hjá mér, ţví ađferđafrćđi hans er skynsamleg, en ekki forstokkuđ trú eins og hjá ţeim sem trúa blint á orđ biblíunnar og sjá Charlton Heston í hlutverki Móses og Yul Brynner í hlutverki Ramsesar - eđa hjá fornleifafrćđingum sem telja afneitun mikilvćgari en leit og yfirlýsingar farsćlli en ígrundun.

Moses with rifle

Ţađ er langt frá ţví ađ ferđ Móses og ţjóđar hans yfir Sefhafiđ, Yam Suf (Supf), og ađrar upplýsingar um dvöl Ísraelsmanna í Egyptalandi standist ekki. Hlustiđ hér á mjög skemmtilegan fyrirlestur James K. Hoffmeier eđa kynniđ ykkur bćkur hans um efniđ. Fornleifafrćđi tekur tíma, eins og Hoffmeier bendir á, og er ekki hjálpargrein fyrir fólk sem vill finna hinn eina heilaga sannleika hér og nú eđa afneita öllu. Ţađ er enginn svo vís ađ hann geti gerđ slíkt, ţó sumir halda ađ ţeir séu ţađ.

Dvöl Ísraelsmanna í Egyptalandi

Forsíđa rigterđar minnar í MH haustiđ 1976


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband