Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2015
27 January 2015 - 27 January every Year
26.1.2015 | 20:01
Photo Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson ©
70 years after the liberation of Auschwitz the teaching and remembering the Shoah has never been more necessary. Europe suffers from a bad case of amnesia.
In 2001 I stumbled into this Polish neighbour to the Birkenau death camp. The man in the picture, who I have always perceived as the neighbouring village idiot, was using the ruins in the camp as a pond for his farming of small fish, which he collected into a red bucked. His fish-farming hobby was being realized in the ruins of the so called Gipsy family camp in Birkenau.
Photo Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson ©
I sometimes envisage other idiots sitting beside the fisherman of Auschwitz. Among them some Danish historians who propagate that Danish Nazi-collaboration was the best solution and should have been copied by other Nazi occupied states.
Next to the Danish idiots I see the imbeciles from Estonia, Latvia and Lithuania, who mumble something about double genocide while they praise their many Nazi collaborators. They are captured in a major denial and I fear that they might jump into the pond and participate in a major EU white-wash and even drown themselves in self-satisfaction.
A French idiot lines up and says. "Je suis un poisson", and a Dutch lawyer arrives in his Bentley and announces the final solution: "Send all the Jews to America", as if that was something new. In 1699 the Dutch were already introduced to the idea. But even the Dutch forget... Some have already forgotten that 75% of the Jewish population in the Netherlands were killed in the Shoah.
The Icelandic idiot has no time for remembrance. He is playing balls with his hands in Qatar, where entire village of idiots also support teams like ISIS and Hamas, when they are not bribing the sporting idiots.
Do not allow the idiots to do what they are best at: To forget. Help them remember!
Photo Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson ©
Bloggar | Breytt 26.1.2023 kl. 13:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Forvarsla međ lími
23.1.2015 | 08:46
Kaíró er nú aftur í heimsfréttunum. Nú er ţađ ekki blóđi drifiđ vor og brćđralag friđsamra manna sem angrar ţá, heldur skeggiđ á Tút.
Skeggiđ fléttađa á helgrímu Tutankhamuns féll af viđ hreingerningar og var ţađ límt á aftur. Í stađ fínna ađferđa forvarđa á lokuđu verkstćđi, sóttu menn bifvélavirkjann Abdalla sem er meistari í boddýmeiki. Forvörđur safnsins var nýlega orđinn embćttismađur og mátti ekki veraađessu, ţví hún var ađ vinna ađ áćtlun um ađ byggja yfir pýramídana. Bifvélavirkinn límdi skeggiđ á međ epoxýlími. Dýrt var vitaskuld ađ fá iđnađarmann til ađ redda ţessu, en ţađ heldur.
Svo vel vildi til ađ túrhestur, Jaqueline Rodriques ađ nafni, tók ljósmynd af ţessari björgunarađgerđ á einum frćgasta forngrip Egyptalands. Einnig má nú sjá merki um ţessa forvörslu, ţví límslettur og rispur eru greinilegar.
Ţessi ađgerđ minnir mig á sögu af Listasafni Íslands, sem ratađ hefur í annálana, en ţví miđur eru ekki til myndir af ţeim atburđi:
Sigga gamla sá um hreingerningar á Listasafninu ţegar ţađ var á efstu hćđ Ţjóđminjasafnsins. Eitt sinn sveiflađi hún sópnum svo harkalega ađ hann slóst í typpiđ á styttu Ásmundar Sveinssonar sem kallast Nakinn Mađur. Typpiđ brotnađi af. Sigga varđ miđur sín og nú voru góđ ráđ dýr. Sigga sótti túbu af UHUi og límdi typpiđ aftur á. Daginn eftir kom Kristján Eldjárn til starfa og sá sér til mikillar furđu, ađ eitthvađ var snúiđ á styttunni sem stóđ ekki langt frá dyrum ađ skrifstofu hans. Typpiđ var nú međ reisn en hafđi lafađ ţegar Ásmundur hjó ţađ. Kristján og Selma listasafnsvörđur kölluđu Siggu til sín á fund og spurđu hana, hvort hún kannađist eitthvađ viđ ţetta. Hún viđurkenndi slysiđ og viđgerđina. Ţá spurđu Eldjárn: "En Sigríđur mín, af hverju límdir ţú ţetta svona?" Sigga svarađi: "Hvernig á ţađ ađ vera öđruvísi en svona?Mörg typpi hef ég séđ um ćvina, og ţannig voru ţau öll".
Sigríđur var sómakćr kona, og ţađ eru ţessar nunnur líka:
Eyđilegging fornleifa | Breytt 24.1.2015 kl. 08:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Landnámskonur Íslands voru ekki kynlífsţrćlar frá Bretlandseyjum!
5.1.2015 | 08:31
Nýjar rannsóknir Eriku Hagelberg prófessors í Osló og samstarfshóps hennar sýna greinilega, ađ íslenskar landnámskonur voru ekki sóttar af norskum körlum til Bretlandseyja, gagnstćtt ţví sem DNA rannsóknir á vegum Íslenskrar Erfđagreiningar (deCODE) hafa taliđ okkur trú um í 14 ár (sjá hér).
Hluti af sjálfstćđisbaráttu Íslendinga var leit af ţjóđar- og /ţjóđernisímynd, sem féll ađ kröfunni um fullveldi og sambandsslit frá Danmörku. Hinn íslenski "Kelti" varđ ţess vegna til á 20. öld sem hluti af ţjóđarbyggingu (nation building) Íslendinga. Sumir fundu hjá sér ţörf til ađ skapa ţjóđarímynd og ţjóđerni sem var allur öđruvísi en ţađ sem mađur sá í Skandínavíu, og sér í lagi Danmörku. Ţannig var leitađ til frásagna af írskum konungaafkomendum í Íslendingasögum og öđrum heimildum. Í stađ norrćnna konunga var nú reynt ađ skýra nýfundin séreinkenni Íslendinga međ áhrifum frá landnámsmönnum af göfugum ćttum sem jafnvel voru konungabörn frá Írlandi, ţótt ţeir hefđu komiđ sem ţrćlar og ambáttir til Íslands.
Áriđ 1993 buđu Samvinnuferđir-Landsýn Íslendingum heim til Dublin.
Međ uppblómstrun ţjóđrembulíkamsmannfrćđi 20. aldar jókst ţessi áhugi til muna. Vantrúađri menn kölluđu ţetta Kelta- eđa Írafár. Ţeir sem töldu sig hafa séđ ljósiđ hófu dauđaleit ađ hinum íslenska Kelta. Blóđflokkafrćđin reyndist í árdaga geta bent til uppruna Íslendinga á Bretlandseyjum, frekar en í Skandínavíu. Allar slíkar vangaveltur voru loks skotnar niđur. Ţađ varđ mörgum manninum erfitt ađ kyngja, og áfram héldu ţeir hörđustu ađ leita "keltneskra", gelískra og írskra áhrifa frá Bretlandseyjum í fornbókmenntum okkar. Mestur hluti slíkra frćđa var raus og langsóttur andskoti. Gćtu minni í frásögnum, nöfn og annađ vera áhrif sem alveg eins gćtu hafa borist til landsins á tólftu öld frekar en á ţeirri tíundu.
Sumir rauđhćrđir menn á Íslandi töldu sig vera ekta "Kelta", ţótt rauđa háriđ á Írlandi og í Skotlandi sé óalgengara en t.d. á Jótlandi og Noregi, og hefur ađ öllum líkindum ađ ákveđnu marki skiliđ eftir sig lit á Bretlandseyjum vegna veru norrćnna manna ţar á síđasta hluta Járnaldar. Rautt hár er reyndar ekki bara erfđaţáttur. En rauđa háriđ tóku menn mjög alvarlega. Einstaka menn snerust til kaţólskrar trúar vegna litarhafts síns og nýfundins skyldleika viđ írska konunga. Eitt sinn heyrđi ég frásögn af íslenskum lćkni, sem lifđi sig svo innilega inn í gelískt eđli sitt ađ hann réđst á búfrćđing og líffrćđing á veitingastađ í Reykjavík, vegna ţess eins ađ líffrćđingurinn hafđi leyft sér í grein ađ benda á ađ val gćti hafa orđiđ í blóđflokkakerfinu ABO á Íslandi í tengslum viđ farsóttir, ţannig ađ O blóđflokkurinn, sem lengi var tengdur "keltakenningum", hafi orđiđ algengur, ţar sem fólk međ A og AB blóđflokka dó frekar í ákveđnum farsóttum sem herjuđu á Íslandi. "Írski" Íslendingurinn var á síđasta áratug 20. aldar nćrri ţví ađ syngja sitt síđasta vers.
En ţá kom Kári O'Clone Stefánsson og deCODE til sögunnar. Ein af ţessu ósögulegum stađreyndum. Ţó svo ađ greindustu líffrćđingar Íslands vćru í upphafi margir mjög gagnrýnir á Íslenska Erfđagreiningu, ţá lokkađi fjármagn, frćgđ sem međhöfundaréttur ađ innihaldslausum greinum suma unga menn og lélega tölfrćđinga inn í hirđ Kára Stefánssonar. Einn ţeirra var Agnar Helgason. Ég kynntist Agnari lítillega áriđ 1998 ţegar viđ sóttum báđir mannfrćđiráđstefnu í Kaupmannahöfn og héldum ţar báđir erindi, og var hann ekki svo lítiđ gagnrýninn á keltafáriđ í íslenskum mannfrćđirannsóknum. Skömmu síđar (2001) birti hann hins vegar, ásamt öđrum, greinar ţar sem niđurstađa samanburđarrannsóknar á erfđamengi núlifandi Íslendinga var borđiđ saman viđ ţćr upplýsingar sem menn höfđu safnađ annars stađar.
"Iceland goes Mitochondrial"
Ţađ voru sér í lagi niđurstöđur á hvatberum (mitókondríum) Íslendinga, sem vöktu athygli. Agnar Helgason og Kári Stefánsson, sem eru báđir menn afar norrćnir ađ útliti og atgervi, svo notuđ séu fornar og ófrćđilegar skilgreiningar, töldu nú víst, ađ flestar konur sem komu til Íslands í öndverđu hefđu veriđ ćttađar frá Bretlandseyjum og hefđu ekki á neinn hátt veriđ skyldar "norskum" mönnum sínum. Međ öđrum orđum sagt, áttum viđ nú ađ trúa ţví ađ kynhungrađir norskir karlar hefđu allir sem einn brugđiđ sér í einhvers konar kynlífsferđ til Bretlandseyja til ađ ná sér í konur, sem ţeir drógu svo međ sér til Íslands, stundum sem ambáttir en einnig af eigin og frjálsum vilja. Síđan hófu ţeir ađ framleiđa Íslendinga.
Međ ţessari kenningu Agnars Helgasonar um kynlífstúrismann innbyggđan í hiđ heilaga Landnám, fundu menn sem voru haldnir miklu keltafári til endurreisnar. Ferđir til Dyflinnar og Glasgow fćrđust aftur í aukana. Á sumum varđ háriđ aftur rautt og menn fóru ađ spila keltneska tónlist á öldurhúsum Reykjavíkur. Lopapeysuvíkingar urđu nú ć óvinsćlli og ţegar Jón Páll sprakk undir lóđunum var The Icelandic Viking, risavaxinn, mislođinn og skyldleikarćktađur mađur međ offituvandamál, nćrri bráđkvaddur ţar sem hann var upphaflega skapađur: Á auglýsingastofunum í Reykjavík. Íslendingar brugđu sér nú á Hálandaleikana og í á Keflavíkurflugvelli heyrđi mann stundum ölóđa íslendingar segja frćndum sínum á Bretlandseyjum frá ţessum örugga skyldleika sem nú hefđi veriđ stađfestur í rannsóknarstofum eins af "óskabörnum" íslensku ţjóđarinnar. Keltnesk mynstur sáust nú á lopapeysum. Menn töluđu um ađ nú vćri kominn tími til ađ hćtta viđ alla skandínavískukennslu í skólum og hefja kennslu í River dance og haggisgerđ í stađinn.
Niđurstađa Agnars og teymis hans hefur vakiđ mikla athygli á Íslandi sem og erlendis. DeCode gat selt sig međ ţessari niđurstöđu og sjónvarpsefni frá Skandinavíu hvarf ađ mestu hjá RÚV. Hinn íslenski Kelti varđ stađreynd. Allir töldu sig vita betur en t.d. ţessi fornleifafrćđingur, sem reyndi ađ benda mönnum á ađ ekkert í fornleifafrćđinni eđa hefđbundinni líkamsmannfrćđi gćti bent til ţess sem Agnar og félagar hans héldu fram. DNA var framtíđin og ţađ lá stundum viđ ađ menn héldu ţví ađ hin nýja, fagra veröld vćri komin. Prófessor Gísli Pálson afreiddi alla ađra líkamsmannfrćđi nema DNA, sem nasisma.
Örfáir einstaklingar drógu eindregna niđurstöđu Agnars mjög í vafa og menn spurđu sig mjög hvert gott samanburđarefni Agnars var. Nćr engar rannsóknir á erfđaefni einstaklinga frá ţeim tíma sem landnámiđ átti sér stađ var notađ til samanburđar viđ hvatberana í frumum núlifandi Íslendinga.
Erika Hagelberg kemur til sögunnar
Nú er komin ný rannsókn, sem bráđvantađi, ţegar kenningunni um keltnesku kynlífsţrćla norsku víkinganna var fyrst sett fram. Prófessor Erika Hagelberg í Osló, sem mig minnir ađ hafi alist upp á Kúbu, hefur ásamt samstarfsfólki sínu rannsakađ erfđaefni í beinum einstaklinga í gröfum í Noregi frá síđari hluta járnaldar og víkingaöld (söguöld). Međ stćrra samanburđarefni en Agnar hafđi ásamt niđurstöđum hans, sem hann hefur látiđ í té, er nú ljóst ađ tilgátan eđa réttara sagt alhćfingin um mikinn fjölda kvenna frá Bretlandseyjum međal landnámsmann á Íslandi er fallin. Erika Hagelberg kom eitt sinn á ráđstefnu í Reykjavík sem Tannlćknafélagiđ bauđ til, ţar sem ég hélt einnig erindi. Ţađ var áriđ 1995, löngu áđur en Agnar var farinn ađ vinna međ DNA. Ţá varađi Hagelberg einmitt viđ ofurtrú á DNA rannsóknum og greindi frá hćttum viđ mengun sýna af fornu DNA.
Međ tilkomu rannsóknar Eriku Hagelbergs eru Landnáma og ađrar elstu ritheimildir okkar aftur orđnar áhugaverđar heimildir, skođi mađur upplýsingar um uppruna landnámsmanna í ţeim tölfrćđilega. Ţađ er auđvita ekki eina ađferđin frekar en DNA rannsóknir.
Niđurstöđur Eriku Hagelberg (lesiđ einnig um ţćr hér í alţýđlegri skýringu) koma einnig mátulega heim og saman viđ niđurstöđur Dr. Hans Christian Petersens, sem i samvinnu viđ mig rannsakađi og mćldi elstu mannabeinin á Íslandi sem varđveitt eru á Ţjóđminjasafni Íslands (sjá hér og hér). Mćlingar á hlutföllum útlimabeina elstu Íslendinganna sýna í samanburđi viđ mćlingar á öđrum ţjóđum frá ţessum tímum, ađ landnámsmenn voru fyrst og fremst frá Noregi. 10-15% voru frá Bretlandseyjum og um ţađ 10-15% voru ađ einhverju leyti og á stundum mjög svipađir Sömum, frumbyggjum Skandinavíu.
Ţađ ber ađ fagna rannsóknum Eriku Hagelberg og samstarfsmanna hennar. Ţćr er gott dćmi um hve skjótt veđur geta skipast í lofti í erfđavísindunum. Ađalvandi ţessarar greinar hefur lengi veriđ ađ menn hafa slegiđ of stórmannlega út tilgátum miđađ viđ hvađ litlar upplýsingar, lélega tölfrćđi og magurt samanburđarefni ţeir höfđu undir höndum.
Nú ţegar grein Agnars hefur veriđ gjaldfelld, og rađgreiningar hans orđnar lítils virđi, er hinn káti íslenski Kelti á ný mestmegnis ímyndunarveiki misrauđhćrđra manna og ţeirra sem sem hafa gaman af ađ hlusta á Dubliners og ađ drekka Guinness á krá, kalla börnin sín Melkorku, Brján, Patrek eđa Brendan eđa eru í Whiskeyklúbbi og "draga" í keltapilsi (Kilti) án nćrfata og horfa síđan á gamla skoska sjónvarpsţćtti međ Taggart ţar sem hann tautađi í sífellu "mudder". En mikiđ er ég viss um, ađ mestur hluti slíkra Brjána og Helga Keltasona séu í raun afturhaldssamir Norđmenn innst inni viđ beiniđ.
Melkorka In Memoriam: Ţannig sjá sumir Íslendingar hina konunglegu ambátt, Melkorku, sem nefnd er í Laxdćlu. Mér finnst ţessi vaxmynd af henni líkust norskri freyju međ plokkađar augnabrýr á botoxi. Flestar írskar konur eru dökkhćrđar, jafnvel svarthćrđar og grána fyrir ţrítugt. Ég hef alltaf haldiđ ađ ţćr sem vćru ljóshćrđar og rauđhćrđar á Írlandi vćru afkomendur norrćnna manna sem settust ađ á Írlandi. En hin rauđhćrđa stereótypa er vinsćl. Ţađ er skrýtiđ ţetta ör sem mađur sér á hálsi Vax-Melkorku. Var hún viđbeinsbrotin blessunin, eđa er ţetta merki eftir kynlífsok norrćnna fauta?
Ég er margoft búinn ađ lýsa gagnrýni skođun minni og vantrú minni á tilgátu Agnars Helgasonar um kvenlegginn á Íslandi hér á Fornleifi. Síđast gerđi ég ţađ hér í nýlegri og forlangri grein sem var hörđ gagnrýni á yfirreiđ Gísla Pálssonar félagsmannfrćđings um ranghala íslenskrar líkamsmannfrćđi. Gísli hélt ţví ranglega og afar óheiđarlega fram, ađ íslensk líkamsmannfrćđi á 20. öld vćri eins og hún lagđi sig aukaafurđ nasismans (ţjóđernisstefnu). Ţađ er einfaldlega ekki rétt. Hinn íslenski Kelti og DNA rannsóknirnar nútímans, ţar sem menn álykta stórt án samanburđarefnis, er miklu frekar afurđ öfgaţjóđernishyggju, ef nokkuđ er.
Agnar Helgason, sem einnig hefur veriđ nemandi og samstarfsmađur Gísla Pálssonar, verđur nú ađ skýra fyrir Íslendingum ţann mun sem er á niđurstöđu hans og Eriku Hagelbergs. Ţađ er mikill munur á, en vitaskuld er ekki viđ Agnar einn ađ sakast, ţegar hann fór ađ telja öllum trú um ađ hinar fögru íslensku konur vćru gelískar gellur. Hann vinnur međ unga frćđigrein sem ţróast mjög hratt og rannsókn og samanburđur hans er barn síns tíma. Hann hafđi svo ađ segja ekkert bitastćtt samanburđarefni viđ rannsókn sína á nútímaíslending. Erfđaefni nútímaţjóđar er heldur ekki ţađ besta til ađ rannsaka uppruna ţjóđa. Erfđaefni úr beinum frá fyrri tímum verđur ađ rannsaka til ađ fá rétta mynd. Rannsókn Hagelbergs er örugglega heldur ekki ţađ síđasta sem sagt verđur um samsetningu landnámsmanna, en hún er skref í rétta átt.
Hér má hlusta á Eriku Hagelberg flytja áhugaverđan fyrirlestur um ţróun rannsókna á fornu DNA. Fyrir rúmum áratug varđ Erika enn og aftur frćg sem konan sem sökkti Kon-Tiki. Hún sýndi međ rannsókn á erfđaefni fram á ađ tilgátur Thors Heyerdals um uppruna fólks í Suđur-Ameríku og á Páskaeyjum, ćttu ekki viđ rök ađ styđjast.
Kristján Eldjárn hafđi mikla óbeit á Kelta- og Írafári sumra Íslendinga. Hann hefđi orđiđ ánćgđur ađ heyra um niđurstöđur Hagelbergs og samstarfsmanna hennar. Eldjárn var mikill andstćđingur Íra- og Keltafársins međal sumra manna á Íslandi, enda sá hann vitanlega ađ fornleifar studdu ekkert slíka ţanka og tilgátur. Brekán, grjúpán, Kjaran og Brekkan og önnur orđ međ "gelískar" rćtur gćtu hćglega hafa komiđ međ ţrćlum sem Íslendingar náđu sér í á ţrćlamörkuđum Dyflinnar. Ţeir einstaklingar sem ţar fengust skýra hugsanlega ýmsa ţćtti sem má sjá í erfđamengi Íslendinga og viđ mćlingar hlutfalla í útlimabeinum manna. Ţeir ţćttir eru ţó ekki nćgilega afgerandi til ţess ađ halda ţví fram ađ formćđur Íslendinga hafi veriđ írskar og skoskar lassies. Ţađ var tálsýn.
Good bye you sassy, Icelandic Landnam-Lassie
Menning og listir | Breytt 13.11.2022 kl. 16:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)