Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015
Konungleg jól í fátćku landi
21.12.2015 | 07:33
Ef Íslendingar hefđu haldiđ tryggđ viđ danska konunga, vćrum viđ ţessa dagana líkast til ađ rífa demanta og eđalsteina af sjóreknum náum sýrlensks flóttafólks ađ ósk Bjálka höfuđmanns á Bessastöđum eđa Pinds jústítsráđs í Kaupmannahöfn.
Andi jólanna virđist mér hafa gleymst í Danaveldi og flestir virđast sjálfum sér nćstir um ţessar mundir. Slíkt gerist reyndar stundum ţegar gjafmildin hefur fariđ úr böndunum og menn eiga ekki í raun fyrir henni - eđa ţegar ölmusumóttakandinn er farinn ađ vera međ uppivöđslusemi og frekju og lýsa lítilsvirđingu sinni á hinum vestrćna heim sem hann leitađi upphaflega ásjár hjá. Íslendingar hafa hvorugt reynt og myndu líklegast segja eitthvađ ef ţeir fréttu í ofanálag, ađ nokkur hundruđ Íslendinga hefđu ekki ađgang ađ eigin salerni. Ţannig er ţví nefnilega fariđ í Danmörku samkvćmt síđustu fréttum af náđhúsaeign ţeirra. En ţannig var ţađ einnig áriđ 1999, og segiđ svo ekki ađ sagan endurtaki sig ekki. "Danskerne er pĺ rřven." 30.000 Danir geta ekki skitiđ í eigin skál. Viđ slíkt ástand er ekki nema von ađ drýgja verđi tekjurnar međ "auđćfum" ţeirra sem minnst mega sín. Menn eru vissulega gjafmildari öđlingar viđ förufólk í löndum eins og Íslandi, ţar sem ađ minnsta kosti má finna eitt vatnsklósett fyrir sérhvern rass og nokkur ađ auki fyrir bágstadda botna sem bjargađ hafa sér frá sveđjum og steinkasti í Barbaríunum sem heiđra hann Allann.
Svo minnst sé á steina. Mér hlýnađi um daginn um hjartarćtur er ég hádegisverđarhléi mínu brá mér inn á steinmyndasafniđ, Lapidariet, sem nú hefur veriđ komiđ fyrir í Kongens Bryghus. Starfsmenn safnsins höfđu fćrt fyrrum einveldiskonunga í jólabúninginn. Ţegar ég sá Kristján 4 međ jólasveinahúfuna sigađi ég gemsanum mínum áann og hugsađi međ mér, ađ verstu einokunarkonungar fyrri alda hefđu varla sýnt eins mikinn náriđilshátt og núverandi yfirvöld í Danmörku sýna alheimi öllum. En kannski er ţetta bara nátthúfa danskrar menningar, sem kóngsi er međ á steinrunnum kollinum. Hver veit? Jafnvel er ţetta hulinshúfa til ađ ţurfa ekki ađ vera bendlađur viđ nútímann. Stjáni IV var sjálfur góđur viđ minnihluta og bauđ gyđingum ađ búa í Glückstadt, ţví hann taldi víst ađ ţeir gćtu útvegađ honum gull og geimsteina. Hallgrímur Pétursson sem frćgur varđ af ţví ađ giftast konu sem kennd var viđ Tyrki, bjó einnig í Glückstadt, en Grímur var greinilega ekki eins hrifinn af innflytjendum eins og konungurinn í Kaupmannahöfn ef dćma skal út frá Passíusálmunum (sjá hér og hér).
Eitt veit ég ţó, ađ oft tala margir Íslendingar af mjög lítilli ţekkingu um danskt ţjóđfélag og sjá ekki í fljótu bragđi fátćkt ţess og ömurleika, fyrir tívolíum, Magasínum og d'Angleterre. Danskir Dagar og Jól geta veriđ mjög óhuggulegir.
Bloggar | Breytt 22.12.2015 kl. 19:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Wir sind wieder da! Ómenningarleg dönsk jól 2015.
19.12.2015 | 17:51
"Danir eru Ţjóđverjar sem tala skrítna ţýsku" hefur mađur svo sem heyrt Ţjóđverja segja um Dani. Ţađ ţykir Dönum vitaskuld ekki gott ađ heyra nágranna sína segja, enda er ţetta ekki alls endis satt.
Um ţađ bil 85% Dana eru hins vegar eins konar Ţjóđverjar á heljarţröm sem tala forna gerđ ţýsku og margir bera einnig ţýsk ćttarnöfn eins og Maack, Schram, Cortes og Bernhöft svo eitthvađ vel ţekkt sé nefnt. Vart er um ađ villast.
Ţetta er mjög greinilegt fyrir ţessi jól í Kaupmannahöfn, sem líklega eru ţau ómenningalegustu sem ég man eftir. Nú er aftur hafin ţýsk innrás sem kemur upp um ţýskt eđli og uppruna Dana, og hvađ ţeir eru auđhlýđnir undir ţýskan herradóm og frekju.
Heilu Hollí-rassa-hía-hó ţorpin hafa risiđ á ţekktustu torgum Kaupmannahafnar, t.d. Kultorvet, Hřjbro-Plads og Kongens Nytorv. Íbúar ţar eru allir frá Ţýskalandi og híbýlin í ţýskum stíl, og eru álíka krćsileg og blanda af heiđarkofanum frá Schwartzwald og ţýskum útrýmingarbragga í Auschwitz. Kofarnir í Kaupmannahöfn eru allir međ opna búđ á einni hliđinni og ţar selur fátćkt fólk frá Austur-Evrópu alls kyns ţýskt jólasukk og svínarí, og ţađ ţrisvar sinnum dýrara en í Ţýskalandi.
Ţađ hefur svo sem lengi veriđ vitađ, ađ Danmörk liggur spennt innan ţýska Polka-beltisins og ţessi smekkleysa sniđugra sölumanna höfđar greinilega til margra Dana, sem ţykir ţetta bara "hyggeligt". Genin segja greinilega til sín.
En "Hver sin smag" eins" og Danir segja, og apa eftir Ţjóđverjum. Og svo rennur Herr Stockhausen í hlađ beint undir verndara Kaupmannahafnar, Absalon biskup, sem getur ekki lengur öxi sína hreyft. Stockhausen kemur međ birgđirnar í Ţýskubúđir í Kaupmannahöfn og hlćr síđan alla leiđina í bankann. Danir eru enn og aftur snuđađir af frćndum sínum í suđri. Ţeir kaupa "jólagleđina" frá Stórevrópu á ţreföldu ţví verđi sem Ţjóđverjar borga fyrir hana. Ţađ er ekki bara Fräulein Merkel sem er mara á henni Evrópu um ţessar mundir. En nú skil ég af hverju danska ríkisstjórnin vill hirđa alla demantana af flóttafólki frá Sýrlandi. "Julen varer lćnge, koster mange penge", eins og gamall danskur jólasöngur upplýsir.
Ómenning og lýđskrum | Breytt 6.2.2016 kl. 07:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Skálkaskjól
6.12.2015 | 13:57
Margir ţekkja Skalk, danskt tímarit um sögu og fornleifafrćđi í litlu broti, sem ég og kollega minn Kristján heitinn Eldjárn höfum einir Íslendinga skrifađ í (sjá hér og hér). Ţetta er ţađ tímarit í Danmörku sem hefur flesta áskrifendur, líklegast síđan ađ Eldjárn fćkkađi fötunum og gerđist "side 9 dreng" í blađinu hér forđum daga.
Skalk kemur út 6 sinnum á ári og í nýjasta heftinu er stćrsta greinin (króníkan) í ţetta skipti eftir mig. Fjallar greinin um ferđ hins kvenholla konungs Friđriks IV til Ítalíu áriđ 1708-9, og sérstaklega um innkaupaferđ hans til hafnarborgarinnar og fríhafnarinnar Livorno, sem á sumum tungmalum er kölluđ Leghorn. Um ţá ferđ uppgötvađi ég nýja áđur óţekkta hluti og tengi ţá viđ lýsingu síra Ólafs Egilssonar sem kom viđ í Livorno áriđ 1628 er hann var frelsađur úr Barbaríinu (sjá meira um ţađ hér).
Í grein minni er einnig greint frá ţví hvernig Vivaldi smjađrađi viđ Friđrik konung í Feneyjum og samdi nokkrar sónötur honum til heiđurs. Lesendur Skalks geta ekki hlustađ á ţćr, en Fornleifur er alltaf skrefi framar og bíđur hér upp á eitt af verkum Vivaldis til heiđurs Friđriki, Skálki og grein minni.
Nú er ekkert annađ fyrir ykkur ađ gera en ađ gerast áskrifendur ađ Skálki - svo hann skađi ykkur ekki - eđa bíđa og bíđa eftir ţví ađ Fornleifur birti greinina. Ţiđ vitiđ hvernig Fornleifur er. Hann vill alltaf fá eitthvađ fyrir sinn snúđ.
Forsíđumynd greinar minnar
Bloggar | Breytt 7.12.2015 kl. 13:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)