Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2019
Af DNA-ćvintýrum og rangfćrslum Gísla Pálssonar
25.1.2019 | 10:46
Áriđ 2014 kom út bók Gísla Pálssonar fyrrverandi prófessors viđ HÍ, sem ber heitiđ Hans Jónatan, mađurinn sem stal sjálfum sér. Síđan hefur bókin veriđ gefin út á ensku, dönsku og síđast á frönsku, enda er efniđ vitaskuld áhugavert.
Ţegar bókin kom út á íslensku, reyndi ég ţegar ađ verđa mér út um eintak, ţar sem ég hef lengi haft áhuga á sögu svartra manna á Íslandi (ţiđ finniđ lesefni um ţađ hér á vinstri spássíu Fornleifs).
Ţar fyrir utan hef ég rýnt í skrif Gísla síđan hann vann međ prófessor Paul Durrenberger, bandarískum félagsmannfrćđingi sem var fyrst og fremst sérfrćđingur í Tćlandi og Melanesíu. Durrenberger las eitt sinni kilju međ Íslendingasögu í flugvél og sneri sér ţá ađ mannfrćđirannsóknum á Íslandi í kjölfariđ en međ afar misjöfnum árangri. Eftir ađ Gísli fór út fyrir sitt sviđ og gerđist mikill áhugamađur um DNA-rannsóknir hef ég líka fylgst međ úr fjarska. Ég hef hér áđur á Fornleifi lýst gagnrýni minni á vinnubrögđ Gísla á síđastnefndu sviđinu (sjá hér).
Ţegar vinur minn í Reykjavík heyrđi af ţessum brennandi áhuga mínum á bókinni, keypti hann hana ţegar í stađ og gaf mér nokkrum dögum síđar er hann heimsótti mig í Danmörku. Ég hnaut ţegar um ýmsar villur í bókinni og undrađist síđar ađ ţćr hefđu ekki veriđ leiđréttar ţegar bókin var gefin út á öđrum tungumálum.
Fyrirlestur Gísla Pálssonar í Kaupmannahöfn 2015
Ţar sem sögusviđ bókarinnar um Hans Jónatan er m.a. Kaupmannahöfn, hélt Gísli Pálsson erindi um innihald bókarinnar í Kaupmannahöfn í janúar 2015 á málstefnu í tengslum viđ ágćta sýningu sem ţar var haldin um efni sem ég hef síđan einnig skrifađ viđbćtur um atriđi sem sýninguna og sýningarskrá vantađi (sjá hér).
Erindi sitt í janúar 2015 kallarđi Gísli Pálsson "Homo Islandicus: Black and white. Ţađ var flutt í húsakynnum Nordatlantens Brygge á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn. Ég fór til ađ hlusta, en endađi međ ţví ađ gagnrýna Gísla fyrir villur og rangfćrslur sem fram kom í sýningatexta sýningarinnar sem hann fjallađi um ađ hluta til.
Ţví miđur komst ég ekki ađ til ađ rćđa nýju bókina um Hans Jónatan viđ Gísla. Ung dönsk kona sem stýrđi málţinginu, og sem ég tel nćsta öruggt ađ hafi einhverju sinni veriđ nemandi Gísla á Íslandi, reyndi eftir bestu getu ađ ţagga niđur í mér. Gagnrýni var ekki vel séđ í ţeim dagskrárliđ sem kölluđ var umrćđa. Ţađ var ţví dulítiđ íslenskur frćđibragur yfir pakkhúsinu á Christianshavn ţann daginn.
Fyrirlestur Gísla í Reykjavík
Gagnrýni var greinilega heldur ekki vel séđ, ţegar Gísli Pálsson (GP)hélt erindi um bók sína um Hans Jónatan í stórborginni Reykjavík. Eftir fyrirlesturinn reis upp prófessor Gísli Gunnarsson (GG) sagnfrćđingur, og benti á villur í bók Gísla Pálssonar um Hans Jónatan.
GP vitnar t.d. á bls. 190-91 í bókina Ćttir Austfirđinga, ţegar hann birtir lýsingu á sonarsyni Hans Jónatans, Lúđvík Lúđvíkssyni á Karlstöđum á Berufjarđarströnd. Úr sal benti GG GP á ţá stađreynd, ađ tilvísunin vćri röng hjá nafna sínum; GG greindi frá ţví ađ lýsinguna á Lúđvík vćri alls ekki ađ finna í verkinu Ćttir Austfirđinga og ađ GP hefđi sótt tilvitnunina um Lúđvík á Ćttarvef afkomenda Hans Jónatans. Ţó ađ á ćttarvefnum stćđi skýrum stöfum: "Höfundur ţessarar lýsingar er Gísli Sigurđsson, bóndi og kennari ađ Krossgerđi, Berufjarđarströnd" hliđrađi GP af einhverjum ástćđum stađreyndum og sagđi ađ lýsingin á Lúđvík vćri komin úr verki ţar sem hana er ekki ađ finna. Ţađ eru vćgast sagt furđuleg vinnubrögđ í bók sem ekki telur fleiri en 292 tilvitnanir í 267 blađsíđna bók.
GG er reyndar dóttursonur Gísla Sigurđssonar, og lét GG Ćttarvefnum upplýsinguna sem GP misnotađi í té.
Gísli Gunnarsson átti einnig í stökustu erfiđleikum međ ađ rekja garnirnar úr Gísla á fundinum, ţví nokkrir úr klappliđi nemanda GP og ađrir vildarmenn höfđu í frammi hávćr mótmćli viđ öllum efasemdum sem fram komu í sambandi viđ bókina. GP stóđ í pontu fastur í ţeim ósannindum ađ frásögnin vćri komin úr Ćttum Austfirđinga. GG gerđi hins vegar síđar grein fyrir ţessi villuráfi GP í tímaritinu SÖGU 2015:2. Orđrétt segir ţar:
"Í ađaltexta er sagt ađ tiltekin ummćli (á bls. 190-191 í bókinni séu fengin úr bókinni ĆTTIR AUSTFIRĐINGA. Ţetta ţótti mér undarlegt og leit ţví í tilvísanaskrá bókarinnar. Ţar er sagt ađ ummćlin séu af ĆTTARVEF HANS JÓNATANS...Ţar, (á ćttarvefnum) stendur skýrum stöfum: "Frásögn ţessi er eftir Gísla Sigurđsson, bónda og kennara á Krossgerđi. Hún fékkst frá dóttursyni hans, Gísla Gunnarssyni"".
Nýlega hélt GP ţví ósmeykur fram á Facebook GG, ađ GG vildi kveđiđ hafa ţá Lilju sem hann sjálfur orti međ útgáfu bókarinnar um Hans Jónatan. Gaf GP í skyn ađ GG vćri ađ öfundast út í verk sitt. Ţetta voru heldur klén viđbrögđ viđ gangrýni sem GG hafđi hreyft aftur viđ í tilefni ađ sýningu leikinnar heimildarmyndar um Hans Jónatan í Sjónvarpinu (RÚV).
Ég er persónulega viss um ađ GG hefđi, sem ábyrgur og virtur sagnfrćđingur, gert hluta af ţví efni sem bókin inniheldur betur skil en GP gerđi. Í bók GP eru einfaldlega of margar villur til ađ taka verkiđ alvarlega. Nú verđa sumar ţeirra útlistađar:
Getur GP lesiđ frumheimildir?
Í bók sinni Hans Jónatan: Mađurinn sem stal sjálfum sér, er GP međ mynd af ţví sem hann kallar skírnarvottorđ Hans Jonathans. Ţađ er rangt; Um er ađ rćđa kirkjubók Lúterska safnađarins í Christiansted á Sanct Croix 1780-1794, sem varđveittar eru í Ríkisskjalasafninu (Rigsarkivet) í Kaupmannahöfn, sem GP kallar ranglega "Ţjóđskjalasafn".
Ógreinileg svarthvít mynd í lítilli stćrđ á bls. 31 í bók Gísla er vitaskuld ekki skírnarvottorđ, heldur mynd af blađsíđu í kirkjubók. Rétt heiti kirkjubókarinnar sem ber ađ vitna í er: Den Evangeliske Menighed pĺ Sankt Croix: Enesteministerialbog for evangelisk menighed pĺ Skt. Croix. GP kann ţví greinilega ekki listina ađ vitna rétt í heimildir. Ţađ rýrir mjög verk hans.
Ekki er nóg međ ađ rangt sé vitnađ í kirkjubókina, GP les einnig textann ranglega og fćrir í stílinn. Á óljósri ljósmynd sem hann birtir á bls. 31, ţýđir hann orđiđ Faddere sem Votta. Ţađ er frekar ónákvćm ţýđing. Fadder er skírnarvottur. Skírnarvottar Hans Jónatans voru Herra og frú Testmann og Hr. Delgart, sem Gísli les sem Delpach.
Hvađ á prófessor sem ekki getur lesiđ frumheimildir sér til gagns ađ vera ađ vasast í ritheimildum frá 18. öld? Aldrei voru til neinir Delpach á Sankt Croix, fćđingaeyju Hans Jónatans, en Delgart voru međlimir safnađarins. Í kirkjubókinni stendur greinilega Delgart. Ţó texti kirkjubókarinnar sé ađ mestu rétt túlkađur í vandađri bók blađamannsins Alex Frank Larsens, Slavernes Slćgt (2008), tekst GP ekki ađ nýta sér ţađ, ţó sú bók hafi veriđ honum kunnug.
Höfundur ţessa pistils tók sér sjálfur ferđ fyrir hendur til ađ lesa frumskjaliđ sem varđveitt er í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn og tók af ţví ljósmyndir til ađ fá betri sýn á blađsíđuna í kirkjubókinni.
GP heldur ţví fram, ađ ađ á "skírnarvottorđinu" sem hann hefur greinilega ekki haft á milli handanna sé hćgt ađ lesa eftirfarandi (Ég hef leyft mér ađ setja inn rauđa bókstafi ţegar GP fer međ fleipur):
"Hinn 20. júní, annan mánudag eftir trinitatis. Skírt hér í kirkjunni 1 óskilgetiđ múlattabarn, nefnt Hans Jónatan, móđirin [hans] er negrakonan Regína sem tilheyrir General Major Schimmelmann. [og] Föđur ekki getiđ skriflega en hermt er ađ hann sé ritarinn."
Ef Gísli Pálsson hefđi getađ lesiđ skjöl ţessa tíma sér til gagns, hefđi hann líklega frekar lesiđ ţetta:
Den 20de Juni 2den Sřndag efter Trin. dřbt her i Kirken -/ et ućgte mulatte-Barn, kald.. Hans Jonathan. Hans Moder var Negerinden Regina, tilhřrer Gen: Major Schimmelmann, og Fader blev ingen skriftlig ud[lagt?], men erindrer mundtlig sagt at vćre Secretairen.
Ţýđingin á íslensku ćtti ţví frekar ađ hljóđa ţannig:
Hinn 20. júní., annan sunnudag eftir Trin[itatis]. Skírt hér i kirkjunni - / óskilgetiđ Múlattabarn, kallađ Hans Jonathan. Móđir hans var negrakonan Regina, sem tilheyrir Generalmajor Schimmelmann, og fađir var enginn til [greindur??] skriflega, en [mig] minnir ađ ţađ hafi veriđ sagt munnlega ađ vćri ritarinn.
Á grundvelli ţessarar frekar óljósu og bjöguđu dönsku í kirkjubókarfćrslunni, má ef til vill álykta ađ ritarinn vćri upphaflega ţýskumćlandi.
Ţó GP hafi ekki getađ nýtt sér frumheimildir til hlítar, ćtlar GP, lítiđ fćr á rithendur 18. aldar, ađ leita ađ afkomanda ritarans sem Gísli fćrir rök fyrir ađ hafi veriđ mađur ađ nafni Hans Gram. Ţađ á ekki ađ gerast međ heimildaleit, heldur međ ađstođ beinagrindar Hans Benjamin Burch Grams, sonar Hans ritara, sem GP telur ađ hćgt sé ađ finna í kirkjugarđi einum í Brooklyn í New York.
Nćsta ćvintýri Gísla Pálssonar: Leitin af Hans Benjamin Burch Gram í kirkjugarđinum
Óbifandi ofurtrú GP á DNA-greiningum á nú ađ leysa spurninguna um fađerni Hans Jónatans, ţrćlsins sem flýđi úr ömurlegri vist í Kaupmannahöfn og settist ađ á Íslandi áriđ 1802.
Áđur var Hans Jónatan talinn vera sonur Schimmelmanns, eiganda síns, en GP er eiginlega búinn ađ afskrifa generamajorinn, ţví "alhvítir" afkomendur Schimmelmanns í Danmörku, vilja ekki gefa Gísla sýni úr sér svo hćgt verđi ađ rannsaka skyldleikann međ ţví ađ bera niđjar Schimmelmanns saman viđ genamengi afkomenda Hans Jónatans á Íslandi. Ţriđja ćttin, Moltke, sem gćti ef til vill feđrađ Hans Jónatan, er af einhverjum óskýrđum ástćđum ekki svo mikiđ til umrćđu lengur, ţví GP hefur fengiđ ţá flugu í höfuđiđ ađ enginn annar en ritarinn, sem tilgreindur er óbeint í ofangreindri kirkjubók, komi til greina.
Viđ lestur fréttar á mbl.is sem og fréttar á dönsku sjónvarpsstöđinni TV2 sá ég ađ bandarísk kona, Kirsten Pflomm ađ nafni, sem telur sig vera afkomanda Hans Jónatans, vilji láta grafa upp bein Hans Benjamin Burch Grams upp í kirkjugarđi í Brooklyn.
En ţađ lćđist nú ađ manni sá grunur ađ Eiríkur prófastur og magister Helgi séu líka farnir ađ ađstođa prófessor Gísla. Pflomm, sem á yngri árum starfađi fyrir Bill Clinton og Pentagon, en býr nú og vinnur í Kaupmannahöfn, ćtlar međ Gísla ađ freista ţess ađ ná beinum Hans Benjamíns úr fjöldagröf í Brooklyn.
Hans Burch Gram (1786-1840) var sonur Hans Grams ritara organista og tónskálds, sem GP telur ađ sé sá ritari sem gefiđ er í skyn ađ hafi veriđ fađirinn í kirkjubókinni. Eftir árin í Christiansted settist Hans Gram ađ í Boston. Ţar er sonur hans, Hans Burch Gram, sem GP langar ađ grafa upp. Sonurinn er talinn vera fyrsti homópatinn í Bandaríkjunum. Hann lést áriđ 1840 í mikilli fátćkt.
Ég rannsakađ máliđ betur í bandarískum gögnum og get hér upplýst ađ Hans Burch Gram var ekki upphaflega borinn til grafar í Greenwood-kirkjugarđi í Brooklyn (sjá t.d. hér).
Ţetta kemur einnig vel fram á bls. 180-81 í bók GG, ţar sem Gísli vitnar ekki fyllilega í heimild sína og er mest upptekinn af áhuga manna á hauskúpu Hans Burch Gram, er meint bein hans voru flutt. Hann var upphaflega greftrađur í St. Mark´s Burial Ground, milli 11. og 12. strćtis í New York City.
Hinn 4. september 1862, eđa 22 árum eftir dauđa Hans Burch Grams lét vinur hans og nemandi John Franklin Gray grafa upp jarđneskar leifar Hans, sem lágu undir minnismerki eđa grafsteini (sjá lýsingu í bók Thomas Lindsey Bradfords um bandaríska hómópata, hér bls, 295). Leifarnar voru fluttar í grafreit Gray ćttarinnar í Green-Wood Cemetery í Brooklyn án steins. Reyndar voru allar ađrar grafir í St. Mark´s Burial Ground fluttar til The Evergreens Cemetery áriđ 1864, sem er á öđrum stađ í Brooklyn, 8 km austur af Green-Wood kirkjugarđi. Miklu síđar en 1862 var svo settur nýr steinn ofan á hiđ nýja leiđi Hans Burch Gram. Ţar undir vill Gísli samkvćmt fréttamiđlum leita hálfbróđur Hans Jónatans. Er Bein hans voru flutt frá Manhattan ályktuđu menn ađ hár hans í gröfinni vćru svart. Ţađ hafđi ekki veriđ svart í lifanda lífi heldur rauđleitt.
Kort frá 1852 sem sýnir stađsegningu St. Mark´s Cemetery á Manhattan. Ţar var hugsanlegur hálfbróđir Hans Jónatans borinn til grafar. 1862 voru bein hans flutt.
Teikningar af Hans Burch Gram í lifanda lífi. Hann var međ kastaníurautt hár upplýsa heimildir, en var orđin svarthćrđur í gröfinni. Var ţetta mađurinn međ svarta háriđ sem grafinn var upp í St. Mark´s kirkjugarđi á Manhattan? Svart hár getur orđiđ rauđleitt eftir dauđan, en ekki öfugt.
Hvađa öryggi er fyrir ţví ađ rétt bein hafi veriđ tekin á Manhattan og ađ grafsteinn hafi veriđ lagđur á rétt leiđi? Ţví má GP gjarnan svara viđ tćkifćri, ţví líklega vill hann ekki gera ţađ á opinberum fundum.
Öll ţessi fyrirhugađa og umfangsmikla líkleit er vitaskuld ekki sú sennilegasta til ađ gera sér vonir um "match", sem sýnt gćti skyldleika. Eyđing erfđaefnis getur veriđ umtalsverđ viđ beinaflutninga. Svo er sú spurning opin, hvort grafin hafi veriđ upp rétt bein í Mark´s Burial Ground eđa legsteinninn settur síđar yfir rétt leiđi í Green-Wood. Stundum fćrast legsteinar líka til sökum rasks viđ ađrar greftranir. Međ svo miklu óvissu ćtlar bandaríks kona búsett í Kaupmannahöfn ađ hjálpa sérfrćđingnum auđtrúa á Íslandi ađ finna hálfbróđur Hans Jónatans, ţrćlsins sem settist ađ á Íslandi. Velkominn í heystakkinn sagđi nálin.
En ef GP langar í líkkrukk í New York međ meintum afkomanda Hans Jonathans, byggir ţađ á enn einni veilu GP viđ ađ kynna sér ekki nógu vel heimildir og fara ekki fyllilega rétt međ. Í ţví felst kannski ađferđafrćđi félagsmannfrćđinga? Af hverju greini Gísli ekki frá ţví í bók sinni ađ svarthćrđur mađur í gröf hafi veriđ rauđhćrđur í lifanda lífi. Ég kann ekki ađ meta slík vinnubrögđ.
Er Gísli Pálsson upphafsmađur tilgátunnar um ađ Hans Gram sé fađir Hans Jónatans?
Samkvćmt bók Gísla er ţetta alfariđ hans hugmynd. En er ţađ nú rétt? Alex Frank Larsen sem skrifađi bókina Slavernes Slćgt (2008) um danska ţrćla, m.a. um Hans Jónatan, og gerđi síđan fjóra mjög góđa samnefnda sjónvarpsţćtti, segir mér allt ađra sögu.
Hann upplýsir, ađ Svend E. Holsoe mannfrćđiprófessor í Bandaríkjunum (1939-2017) hafi veriđ fyrstur til ađ stinga upp á Hans Gram og segja GP frá ţessari skođun sinni á fundi í Bandaríkjunum ţar sem viđstödd var kollega GP sem Rannveig heitir. Larsen er fullviss um ađ ţađ var Svend E. Holsoe sem átti hugmyndina. GP gerir ţví miđur ekki grein frá ţessu og gerir hugmyndina ađ sinni. Mađur sem ćtlađ ađ leita ađ beinum í kirkjugarđi í Brooklyn og sem ekki veit ađ ţau hafa áđur veriđ greftruđ á Manhattan vílir greinilega engu fyrir sér.
GP vitnar á einum stađ í bók sinni í Holsoe, á eftir ţesum orđum: Ţótt kirkjubćkur fari ekki alltaf međ rétt mál og margar ástćđur geti veriđ fyrir ţví ađ skrásetjarinn beini sjónum manna annađ, geta líka veriđ gildar ástćđur fyrir ţví ađ taka eigi fullyrđingar ţeirra bókstaflega. Ţetta kemur fram í tölvupósti frá Holsoe til Gísla dags. 22. ágúst 2013. Kannski skýrir ţessi póstur Holsoe forsögu málsins.
Hins vegar er ţađ nú svo, og stađreynd, ađ á ţeim tímum sem um er ađ rćđa voru um 8-10% allra manna rangfeđrađir, sama hvađ stendur í kirkjubókum.
Fyrri ćvintýri Gísla Pálssonar međ DNA og upprunaleit
GP hefur á síđari árum orđiđ eins konar átorítet á sviđi DNA- rannsókna, ţótt ljóst sé viđ lestur ađ ţekking hans á ţví efni sé harla lítil og mestmegnis komin frá samstarfsmönnum hans hjá Íslenskri Erfđagreiningu.
Ekki er ţađ ţó svo, ađ Gísli Pálsson hafi ávallt veriđ eins glađur yfir niđurstöđum úr DNA rađgreiningum og hann er nú orđiđ.
Eitt sinn gerđi hann út á tilgátur Vilhjálms Stefánssonar landkönnuđar og ćtlađi sér ađ sanna ţćr međ DNA greiningum. Fékk hann til ţess fúlgur úr opinberum sjóđum og notađi óspart af sínum akademíska tíma í máliđ - sem var ekkert annađ en della runnin undan grillufangaratilgátum Vilhjálms Stefánssonar og dansks samtímamanns hans.
Vilhjálmur Stefánsson greindi um 1922 frá inúítum međ ljóst hár á međal inúíta Virginíu-eyju nyrst í Kanada. Lítiđ var um sönnunargögn. Vilhjálmur ljósmyndađi ekki alltaf til ađ fćra uppgötvunum sínum fyllilegar sannanir. Vilhjálmur taldi ţessi einkenni inúítanna ljósu vćru til komin vegna blöndunar viđ Evrópumenn, sér í lagi viđ norrćna menn frá Grćnlandi.
Gísli Pálsson gekk í liđ međ nemanda sínum úr félagsmannfrćđi, Agnary Helgasyni, sem farinn var ađ stunda DNA rannsóknir fyrir Íslenska Erfđagreiningu, eftir ađ hann hafđi áđur gagnrýnt deCode/ÍE harđlega. Ćtlun GP var ađ sannreyna tilátu Vilhjálms, en ćvintýri ţađ endađi međ ţví ađ inúítar á eyjunni voru úrskurđađir hreinir inúítar og óblandađir. Ţannig fór um DNA show-ferđ ţá, sem var vitaskuld skemmtun frekar en frćđi.
Ţess má svo geta, svo ađ menn haldi ekki ađ GP sé einn um ađ trúa kjaftćđi, ađ ţađ var ekki Vilhjálmur Stefánsson sem fyrstur velti fyrir sér ljóshćrđum eđa koparhćrđum inúítum (skv. skilgreiningu Vilhjálms) á slóđum. Hugmyndina fékk Vilhjálmur frá dönskum hvalfangara og ćvintýramanni sem Christian Klengenberg hét.
Ţegar Gísli kynnti niđurstöđur rađgreiningarinnar á inúítunum, var ekkert minnst á upphaflegan tilgang međ rannsókninni. En ţegar upp var stađiđ og engin gen Grćnlendinga fundust í fólki á Virginíu-eyju, hélt GP ţví fram ađ Vilhjálmur hefđi vćntanlega búiđ til söguna til ađ ná í styrki.
Fyrrverandi nemandi Gísla, Agnar Helgason hjá ÍE, lét ţađ hins vegar flakka á blađamannafundi ţegar niđurstöđurnar voru kynntar, ađ áframhaldandi samanburđarrannsóknir á inúítum á Grćnlandi og Virginíu-eyju "could reveal a new chapters in the history of humanity". - Ekki meira né minna.
Hinn merka kafla í sögu mannkyns, sem bođađur var, hef ég ţó enn ekki séđ.
Er ekki löngu kominn tími fyrir Agnar ađ segja okkur frá ţessum frábćru niđurstöđum sem hann vćnti áriđ 2003, eđa var ţetta kannski bara beita fyrir umsókn sem hann hafđi í bígerđ til ađ hala nokkrum milljónum inn međ?
Ég bíđ enn, ţví ţetta verđur ađ útskýra betur
Uppruni forfeđra Hans Jónatans
Samkvćmt nýlegri grein í hinu virta tímariti Nature eftir hóp erfđafrćđinga ţmt starfsmenn Íslenskrar Erfđagreiningar, sem rannsakađ hafa afrískan uppruna afkomenda Hans Jónatans, međ ţví ađ rađgreina íslenska afkomendur hans, er ţví slegiđ föstu ađ ţeir séu upprunnir í Benin, Nígeríu eđa Kamerún.
Reyndar kemur sá fjölţćtti uppruni örlítiđ á óvart, ţví nokkuđ vel var vitađ, hvađan Danir sóttu ţrćla sína, sem ţeir fluttu til Vesturindíu. Ţađ vill svo til ađ allar ţrćlasölustöđvar Dana eru ţekktar og ţaulrannsakađar. Allar voru verslunarstöđvar og ţrćlamiđstöđvar Dana í núverandi Ghana. Bćrinn Kumais í Norđurhluta Ghana var hins vegar miđstöđ ţrćlaverslunarinnar. Ashanti-fólkiđ sem ţar réđi ríkum hneppti nágranna sína í ánauđ, stundum í samfloti viđ arabíska ţrćlasala. Frá Kumais voru ţrćlar seldir til verslunarstöđva viđ ströndina. En ekki voru ţrćlar á mörkuđum í Ghana sóttir til Benin, Nígeríu eđa Kamerún.
Afkomendur Hans Jónatans. Myndin fengin ađ láni á Ćttarvef Hans Jónatans.
Ađ uppruni áa Hans Jónatans sé nú heimfćrđur upp á önnur landssvćđi fjarri Ghana, sem sum eru í ţúsunda kílómetra fjarlćgđ frá Ghana, sýnir nokkuđ vel ađ DNA-rannsóknir eru enn á unglingabólustiginu, ţar sem getgátur ráđa ferđinni. Ţađ brennur einnig viđ ađ ţeir sem stunda ţessa etnogenetísku rannsóknir međ DNA nútímamanna, skauti hratt yfir sagnfrćđilegar stađreyndir og almenna vitneskju.
Ţar ađ auki upplýsir greinin í Nature, ađ engir Afríkumenn eđa afkomendur ţeirra hafi skilađ sér inn í erfđamengi Íslendinga fyrir komu Hans Jónatans og telur hópurinn ţađ sömuleiđis víst ađ afrískt genamengi ţeirra 182 einstaklinga sem deCode hefur greint, og sem sem fćddir voru 1880-1930 og sem komnir eru af Hans Jónatan eigi ekkert skylt viđ ţá 320 einstaklinga sem deCode hefur gert rađgreiningar á, sem fćddir eru eftir 1930 og eru einnig međ "afrískar" genotýpur. Síđari hópurinn er vćntanlega helst kominn út af fólki sem eru afkomendur fólks frá Norđur-Afríku, bandarískra hermanna og hugsanlega einhverra sem ekki hafa hugmynd um "afrískan" uppruna sinn fyrr en ţeir fá ađ vita ađ haplotýpa (setröđ eđa einlitna arfgerđ) ţeirra sé óvenjuleg fyrir Íslendinga. Ţetta síđastnefnda er vissulega áhugavert, en kemur ekki á óvart.
Ađeins ein grafskeiđ
Nú er ekki annađ ađ gera en ađ bíđa ţolinmóđur eftir ţví ađ GP og Kirsten Pflomm grafi upp tvígrafin bein Hans Burch Grams í Brooklyn. Ţangađ til fć ég mér rólegur marga kaffibolla, sem viđ getum líka ţakkađ henni Afríku líkt og ágćtt genamengi Hans Jónatans. Ég ţakka tryggum áhangendum Fornleifs fyrir lesturinn ađ sinni, ef einhver hefur náđ alla leiđ hingađ. Ţađ er í sjálfu sér afrek. Kannski ćtti mađur ađ rađgreina slíkt afreksfólk.
Ritstjórn Fornleifs gefur ávallt bókum sem rýnt er í stafrćnar grafskeiđar. Ég er hrćddur um ađ ađeins ein slitin grafskeiđ sé viđ hćfi fyrir bókina Hans Jónatan, Mađurinn sem stal sjálfum sér. Grafskeiđ ţá verđur örugglega ekki hćgt ađ nota til ađ grafa upp Hans Burch Gram.
* Viđbót 25.1.2019: Ritdóm prófessors Ulrik Langens á bók GP í Weekendavisen,7. apríl 2017, er hćgt ađ sjá hér
Ritdómur | Breytt 26.1.2019 kl. 12:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
Ađstođarmađur Hundadagakonungs
23.1.2019 | 08:25
Nýlega sýndi ritstjórinn á Fornleifi ţrjár fágćtar og gamlar ljósmyndir, laterna magica skyggnur, teknar af bandarískum ljósmyndara. Ţćr eru hluti af litlu safni Kaupmannahafnarljósmynda sem er nú varđveitt í ljósmyndasafni Fornleifs. Myndir ţessar sýndi ritstjórinn á FB Gamle Křbenhavn. Myndirnar eru frá ýmsum stöđum í Kaupmannahöfn. Ţćr eru frá lokum 19. aldar og eru ekki ţekktar í söfnum í Danmörku. Fornleifur náđi í ţćr á uppbođi í Bandaríkjunum.
Einn af ţeim sem gerđi athugasemdir viđ ljósmyndirnar var mađur sem bar hiđ kunnuglega ćttarnafn Effersře, Henrik Effersře. Ég vissi strax ađ ţarna vćri kominn fjarskyldur ćttingi úr Fćreyjum. Ţegar ég sýndi Kaupmannahafnarbúum međ áhuga á gömlum ljósmyndum, mynd af ungum manni sem gondólađi á furđulegri uppfinningu sinni á Slotsholmskanalen fyrir framan Christiansborgarhöll sem ţá voru rústir einar) rétt fyrir aldamótin 1900.
Stakk ég upp á ţví viđ Effersře ađ mađurinn á myndinni vćri ef til vill einhver Efferře´ren, og kannski frćndi okkar. Ţá kom í ljós ađ Henrik Effersře var ekki íslenskum ćttum fyrir ekki neitt. Hann hafđi gífurlegan áhuga á ćttfrćđi, sem ég hef hins vegar ekki. Ég gat ţó látiđ honum í té betri upplýsingar um forfeđur okkar á Íslandi, en hann hafđi áđur haft, bćđi af Islendingabók.is, en einnig úr handritađri ćttarbók sem ćttfrćđingur einni reit fyrir móđurafa minn Vilhelm Kristinsson (sjá hér, hér og hér) um 1920.
Greinilegt er ađ Engeyjarangi ćttarinnar (svo kölluđ Engeyjarćtt), sem kominn er út af Pétri Guđmundssyni (1786-1852) einum af yngri brćđrum Jóns (forföđur míns), hefur eignađ sér ćttartengslin viđ Jón greifa og Effersře-ćttina í Fćreyjum. Ţađ er frekar fyndiđ, ţví altalađ var í fjölskyldunni í gamla daga ađ Pétur litli vćri líkast til lausaleiksbarn; Ţađ skýrir kannski ágćta hćfileika hans til ađ safna auđćfum, sem ekki var öđrum gefiđ í systkinahópnum sem taldi í allt 12 börn.
Svo greinir ţessi fjarfrćndi minn sem ćttađur er úr Fćreyjum, en býr eins og fjölskylda hans hefur gert síđan um 1930 á Sjálandi, frá ţví ađ hann eigi ljósmynd af Jóni Guđmundssyni (sjá efst) sem var bróđir langalangalangalangafa míns Gísla Guđmundssonar (1787-1866). Ţetta ţóttu mér tíđindi í lagi. Jón er langalanglangafi Henrik Effersře.
Frćndi minn - Jón greifi
Jón Guđmundsson (1774-1866) var enginn annar en Jón greifi, ađstođarmađur Jörundar Hundadagakonungs Jürgen Jürgensens/Jřrgen Jřrgensens), sem allir Íslendingar ţekkja, en vita fćstir ađ hann átti ćttir ađ rekja til Sviss (sjá hér).
Jón fékk ekki greifatitilinn af Jörundi. Nafnbótin kom til af ţví ađ Jón var ritari hjá Frederik Christofer Trampe greifa (1779-1832) og sinnađist ţeim. Trampe rak Jón umsvifalaust úr ţjónustu sinni. Eftir ţađ gáfu spéfuglarnir í höfuđstađnum Jóni greifatitilinn. Taliđ er ađ Jón hafi átt mikilla harma ađ hefna, ţegar hann gekk í liđ međ Jörundi og setti Trampe stiftamtmann af.
Er skammlíft veldi Jörundar hrundi gerđi Jón sér grein fyrir ţví ađ hann yrđi ađ koma sér af landi brott. Hann lenti í Fćreyjum 1816 og gerđist ţar góđur borgari, kennari og ýmislegt annađ. 1817 tók hann upp ćttarnafniđ Effersře (oft kallađ Effersö á Íslandi) sem er eins og menn vita "fordönskun" af hinni í eina tíđ fögru undurfögru eyju Örfirisey, sem var í eigu föđur hans Guđmundar Jónssonar (1757-1826) og konu hans Guđríđar Ottadóttur (1756-1826). Ţau hjónin eignuđust 12 börn, en fjögur dóu barnung eđa í ćsku.
Myndin af ađstođarmanni Jörundar er líklega frá ţví um 1865. Hann situr ţarna settlegur öldungurinn ásamt fćreyskri konu sinni, Súsönnu Olesdatter (f. 1797) frá Vestmanna (Vestmannahavn) á Straumey.
Ekki veit ég til ţess ađ ađ ljósmynd af Jóni Guđmundssyni hafi birst á Íslandi fyrr en nú. Ţađ kann ađ vera, en ef svo er ekki, er einu sinni allt fyrst. Vart er hćgt ađ komast nćrri Hundadagakonungi en ţađ. Ljósmyndir af honum eru ekki til og málverk og höggmynd á brú virđast ekki međ vissu sýna sama manninn.
Einnig er til mynd af ţeim hjónum hverju fyrir sig. Hér er ein ţeirra af Jóni.
Fornleifur lýsir hér međ eftir málverki af lífverđi Jörundar í bláum treyjum sínum međ korđa og mikla reiđkápur yfir herđar, ţar sem ţeir fara ríđandi um héruđ á stertsstýfđum hrossum. Ţangađ til ţađ verđur grafiđ upp, er hér mynd Jörundar sjálfs af dansiballi í Reykjavík. Ćtli Jón Guđmundsson hafi veriđ góđur lancier-dansari viđ undirleik fiđlara og trymbils? Hvađ kunnu ekki menn sem ólust upp í Örfirisey og Skildinganesi? Er ţetta ekki hann viđ hćgri gluggann ađ bjóđa frúentimmeri upp í polka?
Ţakkir
Mig langar ađ ţakka Henrik Effersře fyrir ađ leyfa mér ađ sýna myndina af forföđur sínum hér á Fornleifi. Mér er sönn ánćgja af ţví, sér í lagi ţegar ég hugsa til ţess ađ ekki er einu sinni víst, hvort til er mynd af langafa mínum Kristni Egilssyni, sem kominn var af Gísla Guđmundssyni, bróđur Jóns greifa. Svo vitađ sé til eru engar eldri myndir til af fólki í minni grein ćttarinnar undan Guđmundi Jónssyni, ađrar en af tveimur börnum Kristins heitins.
Gamlar myndir og fróđleikur | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Stundum nćgir ekki einu sinni íslenskan ...
15.1.2019 | 17:02
Sĺ pĺ dansk: Nogle gange rćkker det ikke engang pĺ islandsk. Det er akkurat tilfćldet nĺr man skal evaluere publikationen:
Christian X og Island: Christian X´s optegnelser vedrřrende Island 1912-1932, af Knud J.V. Jespersen. Syddansk Universitetsforlag, 2018 (1,4 kg.)
Christian X´s barnebarn overrakte denne bog til Islands prćsident i slutningen af 2018. Prćsidenten, Guđni Th. Jóhannesson, er historiker, sĺ jeg gĺr ud fra at han har lćst bogen med stor interesse.
Tidsrammen for vćrket er 1912-1932, og kilden er hans majestćts dagbřger vedr. Island. Det fřrste jeg bed mćrke i, fřr jeg křbte bogen, var Forsidebilledet som er taget under kongens besřg i Island i 1936. Man beskriver ikke 1936-besřget i bogen. Man kan i den sammenhćng undre sig over, at man har valgt at stoppe beretningen i 1932. Hvorfor ikke rejsen i 1936? Sandsynligvis ville det have gjort beretningen mere interessant. Men mĺske er regentens dagbog fra 1936/Island ikke sĺ velskrevet at den egner sig til udgivelse. Den kan ogsĺ vćre gĺet tabt, men i sĺ fald burde det meddeles lćseren.
Hans Majestćt Christian X var ĺbenlyst ikke en mand af detaljen. Da han skrev islandske personnavne i sine dagbřger, anstrengte han sig ikke ved at skrive sine islandske undersĺtter navne korrekt. Sĺledes ser vi gennem hele dagbogen forvanskninger af navne:
Hřjskoleforstander Wilhjelmsson, som var Halldór Vilhjálmsson forstander for Landbrugshřjskolen pĺ Hvanneyri,
Signeszon Olafsson, er uden tvivl Sigurjón A. Ólafsson
Gurun Lausdottir, som hed rigtigt Guđrún Lárusdóttir
Peter Olthus, var antageligt Pétur Ottesen.
Esberngur Friđjónsson, som i virkeligheden hed Erlingur Friđjónsson
Haldur Gudmundsson var Haraldur Guđmundsson.
Museumsinspektřr Thorvaldsson var naturligvis rigsantikvar Matthías Ţórđarsson, som var brćndende royalist.
Mĺske skyldes dette at Kongen var dĺrlig til at lćse signerede underskrifter. Men historikeren som publicerer uddrag af hans dagbřger om Island kunne i det mindste have umaget sig ved at finde ud af, hvilke personer kongen skriver om. En anden mulighed er dog, at historikeren ikke har kunnet lćse kongens skrift, som dog ikke var nogen kragetćer.
Ligeledes stĺr det soleklart, at historikeren bag udgivelse ikke umager sig ved at undersřge den nyeste forskning inden for politikken i Island i perioden; Hverken den danske eller den islandske. Derfor fremstĺr kongens betragtninger ofte som meget naive kommentarer om noget som kongen tilsyneladende ikke havde den mindste indsigt i, og mĺske endnu mindre interesse for. Forklaringer havde i flere tilfćlde vćret pĺ sin plads. Ja, sĺdan virker det nu, med al respekt for regenten og forlaget som besluttede at udgive bogen.
Et eksempel pĺ hvorledes forskellige besřgende lagde kongen ord i mund, er kongens takling af den politiske utilfredshed i Island i 1931. Kongen nćvner museumsinspektřr Thorvaldsson (Matthías Ţórđarsson) i sin dagbog efter et besřg af bankdirektřr Sigurdsson (Magnús Sigurđsson, 1880-1947)i 1932 (side 362). Kongen, som tidligere havde ytret řnske om at Thorvaldsson/Ţórđarson skulle tage kontakt til sig personligt, ćndre nu mening og ytrede at museumsinspektřren havde blandet sig lige lovligt meget i politiske anliggender:
"Han [Sigurdsson] personligt havde ikke řnsket at blande sig den politiske Strid, men det var Museumsinspektřr Thorvaldsson som havde taget Initiativet, om end han selv havde fraraadet det; men hvad forstĺ en Mand sig paa Politik, naar hans gerning ligger blandt Oldtidssager".
Ţórđarson, som tidligere havde vćret parlamentariker, kendte dog mere til forretningsgangen en kongen og henvendte sig med sine forslag pĺ en helt korrekt mĺde. Sagen kom reelt set ikke kongen ved, og fordrede kun hans underskrift/godkendelse i sidste ende. Kongen kendte tilsyneladende ikke indholdet i den Forbundslov han underskrev i 1918. Hvis Christian X havde leget den samme leg i Danmark, havde der nok vanket en politisk krise. Dette var blot en del af kongens tydelige interesselřshed og dĺrlige kendskab til islandske anliggender.
Denne Kongens manglende interesse stĺr i skćrende kontrast med de rygter der verserede om kongens vrede og harme da Island endelig lřsrev sig fra Danmark i 1944, midt under besćttelsen af Danmark.
Bifaldt kongen udvisningen af et barn, eller en farlig kommunist?
Af og til finder man i bogen godbidder som er interessante. Men de sćttes ikke i et relevant sammenhćng for lćseren af historikeren. Pĺ side 237 kan man for eksempel lćse, hvorledes Christian X beskrev et mřde som han havde med minister Jón Magnússon:
Ministeren udtalte, at dette bolsjevistiske Tillřb til Opsćtsighed, der havde udsat hans egen Afrejse, nu var bilagt takket vćre Hr. Tulinin [Tulinius] og Fřreren for Kontrolskibet "Thor" [Ţór], en som dansk Sřlřjtnat uddannet Islćnder. Jeg indflettede, man burde fastansćtte ham som Politiinspektřr, saafremt han ikke havde vćret Skibsfřrer. - Ministeren udtalte, at man havde tćnkt paa en saadan Ansćttelse, sćrlig fordi "Thors" Inspektionstjeneste var bekostelig.
"De bolsjevistiske Tillřb til Opsćtsighed", som kongen skriver om, var uroligheder som skyldtes utilfredshed med at en ung jřdisk dreng, Nathan Friedman, ikke fik lov til at gĺ i land i Island, for at forenes med den islandske familie som havde adopteret ham. Myndighederne pĺstod at han havde en sjćlden řjensygdom, som senere blev hurtigt behandlet pĺ et hospital i Křbenhavn. Friedman boede senere i sit liv i Frankrig, hvor han dřde af sygdom i 1938. Axel V. Tulinius var formand for Reykjavíks Skydeforening (Skotfélag Reykjavíkur), samt spejderhřvding. Han og fćllerne i skydeforeningen kom de fĺ politibetjente Reykjavík til undsćtning da de forsřgte at udvise den syge, jřdiske dreng. Det havde vćret řnskeligt, at Jespersen havde forsřgt at dykke lidt ned i hvad sagen handlede om. En dansk lćser fĺr ingen ting ud af denne beskrivelse pĺ side 237.
Min morfar, Vilhelm Kristinsson (f. 1903), var en fattig Reykjavík-dreng som voksede op i den usle del af Reykjavík. Han var hele sit liv inkarneret socialdemokrat og socialdemokraterne var samtidig Islands mest rendyrkede royalister. Jeg tror min morfar fik mere ud af Christian X´s besřg tidligere i 1921 end kongen selv. Min morfar viste redskabsgymnastik for kongen og for det fik han en medalje overrakt af selve kongen (se fotoet herunder).
Kongen fik derimod selv ikke meget ud af besřget. Kongens dagbogsskriverier fra Island i 1921 er minimale. Det hans skriver om sin visit i Island i 1921 viser en endelřs mangel af interesse for sine undersĺtter.
Spřrgsmĺlet er: Hvorfor skal man fejre det 100 ĺr senere i en mursten af bog som helt savner refleksioner?
Denne forfatters morfar deltog ogsĺ i forsvaret af den jřdiske Nathan Friedman, som en socialistisk leder i Reykjavík řnskede at adoptere. Men da "Tulinin" kom og truede med sin gevćrbande fra det bedre borgerskab i Reykjavík, flygtede morfar med mange andre deltagere i beskyttelsen af Friedman.
Skydeforeningen blev derimod rost af Christian X. De skide bolsjevikker blev slĺet ned med magt og den jřdiske dreng fik ikke asyl i Island. Det behagede tilsyneladende kongen som meget senere skrev at han ville gĺ med jřdestjerne i Křbenhavns gader. Christian X har dog nćppe vidst at drengen var jřde, og mĺske ikke engang hvad sagen helt nřjagtigt drejede sig om. Men de bolsjevistiske banditter var ikke kongens kop the. Kongen og embedsmands-vćrket omkring ham hjalp heller ikke de statslřse jřder i Danmark, som selv kontaktede ham for at fĺ hjćlp (Se Vilhjálmsson 2005, Medaljens Bagside, Křbenhavn: Forlaget Vandkunsten).
Var to mćnd i gang med det samme arbejde?
For nogle ĺr siden oplyste en islandsk journalist, Borgţór Kjćrnested, at han havde fĺet tildelt aktadgang til kongens dagbřger og varslede en bog baseret pĺ dem. I november 2015 holdt Kjćrnested f.eks. et oplćg om sin bogplan i Nordens Hus i Reykjavík. Det var derfor med stor undren at jeg lćste de fřrste nyheder om Knud J.V. Jespersens bog, da dronning Margrethe II overrakte den til Islands prćsident. Forklaringen kan vćre sygdom eller at man ikke magtede opgaven og derfor har Jespersen mĺske viderefřrt arbejdet efter Kjćrnested. Men det fremgĺr ikke af vćrket. Den islandske journalist havde derimod oplyst at han havde mřdt Jespersen pĺ en konference i Finland og at han efterfřlgende havde fĺet adgang til kongens dagbřger med Jespersens mellemkomst.
En sĺdan let adgang til Kongehusets nyere privatarkiver havde man dog aldrig set fřr. Nćrvćrende forfatter fik i sin tid afslag pĺ adgang til Christian X´s dagbřger fra 2. Verdenskrig. Lidt senere fik en dansk historiker adgangen. For at kompensere for sin "fejl", gav Rigsarkivet mig adgang til andet vigtig materiale som dog ikke vedkommer Christian X, og som jeg ikke havde bedt om. Lad os ikke dvćle ved fadćser og rĺddenskab i det danske arkivvćsens andedam. Det er et emne til flere binds vćrk og kommer den sidste islandske regent overhovedet ikke ved.
Bogen om Christian X og Island er rent ud sagt 1,4 kg. af den ringeste betydning, sĺvel for historikere som menigmand. Kongen styrede naturligvis ikke slagets gang i Island - og han forstod den heller ikke helt.
Bogdesigneren břr dog tildeles lidt ros. Rent fysisk er bogen ikke vćrst; En fysisk nydelig bog om en konge som ikke rigtig gad Island - tilrettelagt af en historiker som denne gang ikke rigtig magtede sit hĺndvćrk.
Bćkur | Breytt 16.1.2019 kl. 00:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagspredikun: Biskupsbrek
6.1.2019 | 07:00
Sigurbjörn heitinn Einarsson, biskup íslensku ţjóđkirkjunnar var afar vćnn mađur, segja mér flestir menn, og ekki ćtla ég mér ađ rengja á nokkurn hátt.
Hann kom ţví m.a. verk ađ Passíusálmarnir yrđu lesnir í Ríkisútvarpinu á hverju ári.
"Gegnjúđskađ"
Allir eiga menn sér bernskubrek og einnig óbarđir biskupar. Sigurbjörn lauk skólavist sinni i Menntaskólanum í Reykjavík áriđ 1931 međ ţví ađ skrifa pistil í Skólablađiđ, en svo hét einmitt skólablađiđ Menntaskólanum. Ţetta ritađi biskupsefniđ:
Einn spakur mađur, íslenskur, hefur talađ um, hversu hiđ hvíta mannkyn vćri gegnjúđskađ orđiđ. Er ţađ orđ og ađ sönnu. - Íslendingar eru engir eftirbátar annara hvítra ţjóđa i ţessu efni. Júđum ţakka ţeir bókmentir sínar,- bókmentirnar, "fjöregg ţjóđarinnar". Ţađ er ekkert sjaldgćft ađ Íslendingar ţakki ţađ hebreskum áhrifum ađ sögur voru ritađar, Eddurnar geymdar - og rímur kveđnar. - Slík er ţá frćgđ "söguţjóđarinnar". ...
Einhver voldugasta ţjóđ heimsins er Gyđingar. Hinar arísku ţjóđir hafa gert Ţá ađ kennifeđrum sínum svo mjög, ađ löggjöf sú, sem ţeir Semítarnir sömdu fyrir nćrfelt 3000 árum, má heita undirstađa allrar löggjafar hinna voldugustu og best mentu Ţjóđa af hinum aríska kynstofni. Og Gyđingur er Ţađ, sem oftast er nefndur og ţeirra manna heilagastur sem fćđst hafa, ađ dómi flestra Aria. - Fje heimsins er og mjög i höndum Gyđinga. Mestu fjárplógsmenn hins hvíta heims eru af Gyđingaćttum og hafa sumar ţjóđir fengiđ ađ kenna á ţví nú i seinni tíđ, t.d. Ţjóđverjar. Ţađ liggur viđ ađ Aríarnir kafni undir nafni, (Aríar = herrar). - Einnig hjer á Íslandi er Júđinn vaxinn Íslendingum yfir höfuđ. Og Íslendingar virđast aldrei fá nógsamlega ţakkađ ţeim mönnum, sem ţví ollu upphaflega. Og ţó ćtti ekki ađ vera erfitt ađ skilja hverjum íslenskum manni, ađ ţađ var tilrćđi viđ hiđ íslenska og norrćna ţjóđerni, tilrćđi, sem ađ ben gerđist. Hefur nú grafiđ og grasserađ i ţví sári i nćrfelt 1000 ár og seint mun ganga lćkningin. Jeg fyrir mitt leyti er i engum vafa um ţađ, ađ eina ráđiđ sje ađ upprćta ţann hinn illa meiđinn, taka upp ţráđinn aftur ađ fullu, ţar sem hann var niđur feldur - viđ tilkomu Kristninnar. (Lesiđ grein Sigurbjörns menntskćlings í Skólablađinu).
Ţá var bođskapurinn hjá Sigurbirni ekki kćrleikur líkt og síđar varđ. Seinna gerđist hann félagi í Ţjóđvarnarfélaginu. Hann hélt rćđu í Hafnarfirđi sem fór fyrir brjóstiđ á Sjálfstćđismönnum. Einn ţeirra manna í Hafnarfirđi, sem hallur hafđi veriđ undir Hitler fyrir 1940, klagađi rćđu guđfrćđingsins í Ólaf Thors. Upp úr ţví var hálfgerđur kommastimpill á Sigurbirni, sem víst aldrei tókst ađ hreinsa af honum, eins lofandi og hann hafđi veriđ í skrifum sínum í Menntaskólanum í Reykjavík.
Líkt og margir Íslendingar fyrr og síđar, úr öllu litrófi stjórnmálanna, var Sigurbjörn heltekinn af hatri í garđ gyđinga - ekki ósvipađ ţeim mönnum sem í dag kenna George Soros um allar ófarir sínar og hins appelsínugula átrúnađargođs síns úti í heimi. Ţađ gerir t.d. fólkiđ sem telur múslímahatur sitt vera ađgangskort ađ stuđningi viđ Ísrael. Ísrael er enginn stuđningur eđa akkur í múslímahatri. Hatur sumra múslíma á gyđingum er alveg nóg, svo ađ öfgakristnir fari nú ekki ađ leika sama leikinn.
Hugsanlega gerir Ţjóđkirkjan sér grein fyrir ţví ađ hatriđ í hinum unga manni sem síđar varđ biskup, skýri áhuga hans á Passíusálmunum, sem hann vitnađi einnig í í grein sinni í Skólablađinu áriđ 1931. Ég efa ţađ ţó. Hinir hámenntuđu sérfrćđingar HÍ í Hallgrími Péturssyni, sem ekki ţekkja muninn á Glückstadt (ţar sem Hallgrímur dvaldi) og Glücksburg, hafa ţegar gert kreddu sína ađ öfgatrú.
Ég varpađi ţessum bođskap Sigurbjörns frá 1931 inn á FB Illuga Jökulssonar í umrćđuna um ađför Hannes Hólmsteins á Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Ţar greinid ég einnig frá ţví hjálparstarfi sem Hannes tekur ţátt í, ţegar samtök sem hann er limur í leggur blessun sína yfir ađ t.d. Eystrasaltsţjóđirnar Eistland, Lettland og Lithaugaland, og ţar fyrir utan Úkraína geri á okkar tímum gyđingamorđingja sína í seinni heimsstyrjöld ađ ţjóđhetjum.
Ţađ eru víđa svartar sorgarrendur undir nöglum manna, en skíturinn er oftast sá sami og ekki til kominn viđ vinnu í víngarđi Drottins.
AMEN
P.s. eftir ađ ég setti upplýsingar um ţessi bernskuskrif biskups á FB Illuga Jökuls, skrifađi mér óđur mađur og sagđi mig vera ađ rugla Sigurbirni viđ nafna hans Sigurbjörn Ágúst Einarsson. Svo er ekki. Sá Sigurbjörn, kallađur Bjössi bakari, lćrđi bakaraiđn. Ég hengi ekki bakara fyrir biskup. En ţá, sem hengja ţjóđ kraftaverkameistarans úr Passíusálmunum í snörur haturs síns, gef ég harla lítiđ fyrir.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
Út um stéttar ...
4.1.2019 | 10:23
Árbít mínum nú í morgun lauk ekki fyrir en klukkan hálf ellefu. Ég vakna venjulega snemma og borđa líka árla, en í dag ákvađ ég ađ fasta í nokkrar klukkustundir.
Ég fór í verslun til ađ kaupa nauđsynjar og ćtlađi ađ kaupa mér helgarblađiđ Weekendavisen, en rak ţá augun í Information, sem ég les alla jafna ekki og hef ekki gert í árarađir. Ég hef einfaldlega ekki efni á ţví. Blađiđ kostar 40 DKK í lausasölu, sem er hiđ argasta kapítalíska okur og svínarí.
Ađeins ein ástćđa var fyrir ţví ađ ég keypti hiđ gamla kommablađ Information í morgun. Íslandskort prýddi forsíđuna. Ekki ţarf nú meira til ađ fanga athygli Mörlandans, ţótt forframađur sé!
Ég trúđi vart mínum eigin augum, ţví eitthvađ um móđurlandiđ finnur mađur vart á virkum degi, nema í fyrsta lagi á bls. 4., en venjulega alls ekki, nema kannski í tónlistaraukum prentuđu blađanna - eđa ţegar eitthvađ gýs og skíturinn í bankageiranum vellur yfir.
En eins og siđur minn og erfđagóss hefur fyrir skipađ, rekst ég ávallt fljótt á villur annarra, ţó ég sjái sjaldnast mínar eigin.
Forsíđumyndin í Information var auglýsing fyrir grein eftir hinn ágćta Erik Skyum-Nielsen, sem ég kannast viđ og hef eitt sinn hjálpađ viđ ađ finna villur í bók. Vitnađ er í ljóđlínur eftir Ţorstein Erlingsson á "íslensku". Ţví miđur vill svo illa til ađ tvćr, heilar villur er í ţessum tveimur línum úr ljóđinu. Skođiđ myndina og finniđ ţćr.
Grein Skyum-Nielsens, sem fjallar um Snorra Eddu er međ ágćtum, en eitthvađ hefur runniđ út í sandinn međ stafsetninguna á íslensku. Allt er ekki ritađ alt eins og sumir gerđu á tímum Ţorsteins. Í er ekki skrifađ i.
Smámunir, líkt og Ísland er. En hafa ber ţađ sem réttara reynist eins og viđ Íslendingar segjum - en höldum víst sjaldnast sjálfir. Ţorsteinn Erlingsson orti einnig ţetta:
Ţví fátt er frá Dönum sem gćfan oss gaf,
og glöggt er ţađ enn hvađ ţeir vilja.
Ţađ blóđ sem ţeir ţjóđ vorri út sugu af,
ţađ orkar ei tíđin ađ hylja:
svo tókst ţeim ađ meiđa hana međan hún svaf
og mjög vel ađ hnupla og dylja;
og greiđlega rit vor ţeir ginntu um haf
ţađ gengur allt lakar ađ skilja.
Tak ská´ du ha´! Ţetta á nú ekki viđ um Erik Skyum-Nielsen. En ég er farinn ađ verđa leiđur á sumum öđrum dönsku ţýđendunum sem ţykjast hafa tök á íslensku. Ţađ er nokkuđ langt á milli ţeirra sem ţađ hafa.
Bćkur | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)