Bloggfćrslur mánađarins, september 2021

Ísland lýgur ađ Evrópuráđinu og svíkur loforđ á alţjóđavettvangi

Í dag og í gćr kom út eftir mig grein (sama greinin á frönsku og ensku). Greinin birtist í franska nettímaritinu Revue K (K-LaRevue) Á ensku ber hún heitiđ: What happened to Holocaust-education in Iceland? , en á frönsku: Pourquoi l’Islande résiste ŕ enseigner l’histoire de la Shoah

Í greininni fjalla ég m.a. um óefnd loforđ yfirvalda á Íslandi, sem eitt sinn sóru ađ kenna íslenskum börnum og unglingum um helförina í Evrópu á 20. öld. Nú dreifa íslenskir diplómatar hjá Evrópuráđinu, ósannindum um Rómafólk á Íslandi á vefsíđu Evrópuráđsins og segja ţar ađ engir Rómamenn séu til á Íslandi:

Iceland has not established a Holocaust Remembrance Day. There are no plans to establish a Remembrance day to commemorate the Holocaust. Consequently, Iceland has not officially recognized the Roma Genocide. It is to be noted that according estimates, Iceland does not count any Roma.

Screenshot 2021-09-30 at 09-55-09 Factsheet on the Roma Genocide in Iceland

Sérfrćđingur viđ Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Dr. Sofiya Zahova, sem er frá Búlgaríu, segir Rómafólk á Íslandi telja um 400 sálir.

Ég tel ađ Dr. Zahova, sem hefur unniđ mikilvćgt starf fyrir Rómafólk á Íslandi, hafi vafalítiđ rétt fyrir sér og fáviska íslenskra stjórnvalda endurspegli aldagamalt áhugaleysi Íslendinga á öđrum en sjálfum sér, sem veldur ţví ađ menn vađa í villu, sem ţeir ómaka sig ekki viđ ađ leiđrétta.

Roma og Sintifólk í Evrópu, sem áđur voru almennt kallađir sígaunar, var ćtluđ sömum örlög og gyđingum, af helstu herraţjóđinni Ţjóđverjum - og skósveinum ţeirra víđa um Evrópu. Nú búa fleiri Roma-menn en t.d. gyđingar á Íslandi, já og fleiri en múslímar - En fulltrúar Íslands á erlendri grund hafa útrýmt Rómafólkinu, međ ţví ađ ađ lýsa ţví yfir ađ engin ţeirra búi á Íslandi.

Ćtla illa upplýst yfirvöld á Íslandi einnig ađ ţegja helför Roma og Sinti í hel, líkt og gert hefur veriđ á Íslandi um helför gyđinga? Ég spyr kannski stórt, en ţegar yfirvöld svíkja og einstaka embćttismenn sýna dónaskap og yfirgang ef mađur leyfir sér ađ spyrja hvađ varđ um loforđin, má vitaskuld fyrr eđa síđar búast viđ spurningum.

flag

Rómafólk sem býr og starfar á Íslandi kemur frá nokkrum mismunandi löndum, flestir frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og Póllandi. Ţeir eiga hins vegar eitt sameiginlegt. Ţađ er hrćđsla ţeirra viđ ađ afhjúpa uppruna sinn og viđ ofsóknir og mismunum hans vegna. Ofsóknir í heimalandinu byggja á gamalli hefđ, en greinilegt er ađ einstaklingar af ćtt Róma, eđa ćttmenn ţeirra sem kalla sig Sinti, Kale, Manusch og Romanchial hafa takmarkađan áhuga á ađ standa stoltir fram á Íslandi og segja ađ ţeir tilheyri ćtt Roma. Á Íslandi eru, eins og einhverjir vita mćtavel, einnig fordómar í garđ Romafólks. 

DV. 19.6. 2002, s. 14Screenshot 2021-09-30 at 08-48-42 Dagblađiđ Vísir - DV - 137 tölublađ (19 06 2002) - Tímarit is

Ţannig á ţađ ekki ađ vera hjá ţjóđ sem gengur jafnmikiđ upp í réttindum fólks víđa um heim eins og Íslendingar gera; og ţar sem fjöldi manna hafa gert eina ţjóđ og jafnvel hryđjuverkasamtök ţeirra ađ gćluverkefni.

Á síđari árum, eđa allt síđan um 2002, hafa yfirvöld á Íslandi vísađ úr landi sígaunum, Romafólki, sem til landsins kom. Sumt af ţví fólki leyndi alls ekki uppruna sínum og ađhafđist "hrćđilega hluti" eins og ađ spila á hljóđfćri fyrir utan verslanir. Stundum hafa ţessum brottvísunum fylgt fordómafullar og furđulegar yfirlýsingar yfirvalda og ekki síđur íslenskra (smá)borgara, sem greinilega höfđu ćttgengt og rótgróiđ menningarlegt óţol gegn Roma-fólki. 

Starfsmađur utanríkisráđuneytisins, sem "útrýmdi" Roma-fólki á Íslandi međ dćmalausri fávisku sinni, er ekki starfi sínu vaxinn. Er eđlilegt ađ slíkir "sérfrćđingar" séu ađ vinna fyrir sendinefnd Íslands í Evrópuráđinu á kostnađ íslenskra skattborgara? Í ráđuneyti Íslands bráđvantar líkt og á hiđ háa Alţingi betur menntađ fólk, sem getur hugsađ rökrétt.

Undirdeild Evrópuráđsins, ODIHR, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kransakökufígúra hjá um tíma, áđur hún flýđi starf og skildi ODIHR eftir án stjórnanda vegna COVID, hafđi vitaskuld ekki andlega burđi til ađ uppgötva vanţekkingu embćttismannsins í utanríkisráđuneytinu í Reykjavík. Áhuginn var líka takmarkađur.

Umheimurinn veđur ţví enn í villu um ágćti Íslands og Íslendinga.

Juli---BB-2-177

Sígaunar (eins og ţeir hétu) á Seyđisfirđi áriđ 1912. Ljósmynd Björn Björnsson / Ţjóđminjasafn Íslands (sjá nánar í nćstu grein á Fornleifi)


Kosningasvindl og kosningasvik

Umslag Ólafs Ragnarssonar

Lýđrćđiđ er afar vandmeđfarin stćrđ. Sumir fatta aldrei hvađ lýđćđi er - jafnvel heilu ríkin. Lengi hefur veriđ vitađ ađ kosningarloforđ eru flest brotin. Stjórnmálamenn segja eitt en gera oftast annađ. Lýđrćđi breytir ekki endilega eđli mannsins, en samt sćttum viđ okkur viđ lygara í löggjafarţingi landsins. Ćtt hellisbúans, sem fyrstur laug, hefur haldiđ völdum ć síđan ađ fyrstu ósannindin flugu yfir hlóđareldinn.

Ţótt kosningasvik séu örugglega ólíkleg á Íslandi, er samt til fólk sem býst viđ ţví versta í öđrum; t.d. stjórnmálamenn sem telja 7 kosningaseđla mun á flokkum geta veriđ svik eđa handvömm ţeirra sem vinna viđ talningu.

Endurtalning í Suđurkjördćmi leiddi sem betur fer annađ í ljós. En ţjófar halda hvern mann stela er gömul en góđ greining.

Međferđ á kjörgögnum er lýst í lögum, en samt virđist ćriđ erfitt fyrir kjörstjórnir ađ fylgja ţessum lögum. Ţađ ţarf ekki ađ vera tilraun til kosningasvika, heldur gamall og gildur slóđaskapur og afdalaháttur.

Fyrir nokkrum árum var allt í einu hćgt ađ kaupa 30-40 ára gömul umslög utan af utankjörstađaatkvćđaseđlum Íslendinga erlendis á Frímerkjasölum erlendis (Sjá hér). Slíkum gögnum átti fyrir löngu ađ hafa veriđ eytt.

Í grein minni um máliđ og umslögin sem ég keypti sum, velti ég fyrir mér hugsanlegum atburđarrásum. Sama hvađ gerđist, ţá brugđust kosningastjórnir og ţau embćtti sem sáu um kosningar fyrr á tímum. Einhver frímerkjasafnararotta komst í umslög sem tilheyrđu kjósendum. Rottan kom ţeim í verđ. Eđa var atburđarrásin öđruvísi?

Umslag Matthildar Steinsdóttur 1991

Á eitt af umslögunum (sjá efst), sem ég keypti, sem hafđi veriđ sent af íslenskum farmanni, sem var staddur í Aţenu, ţví hann sigldi á erlendu skipi. Einhver hjá Kjörstjórninni hefur skrifađ bókstafinn D međ blýanti á bakhliđ ysta umslagsins sem sent var frá Aţenu. Líklegt er ađ starfsmađur kjörstjórnar sem opnađi umslagiđ á Íslandi hafi forflokkađ atkvćđin eftir ađ hann hafđi opnađ innra umslagiđ međ kosningaseđlinum.

En hvernig stóđ á ţví ađ starfsmađur kjörstjórnar fór međ umslög heim og setti ţau í sölu?  Ţađ er er illa skiljanlegt, nema ef stórir brestir hafi veriđ í starfsemi kjörstjórnanna og sýslumannsembćttanna. Lýđrćđiđ er vandmeđfariđ í landi, ţar sem lög eru stundum lítils virđi.

Yfirvaldiđ á Íslandi á okkar tímum hefur ekki taliđ ástćđu til ađ rannsaka eđa tjá sig um fund minn á kjörumslögum sem til sölu voru (og eru) á erlendum frímerkjasölum, enda kosningarnar sem um rćđir um garđ gengnar fyrir löngu. En ţau umslög sýna, ađ brotalamir hafa veriđ á túlkun kosningalaga á Íslandi.

Fussusvei.


Kynusli forđum

urn cambridge.org id binary 20210720144631713-0539 S1461957121000309 S1461957121000309_fig3

Í útlegđ sinni hefur Fornleifur einatt og yfirleitt heilmiklar áhyggjur af íslensku ţjóđinni, sér í lagi ţjóđarlíkamanum í heild sinni, bćđi ţví sem gerist efst á milli eyrnanna - en ekki síđur ţví sem gerjast undir beltisstađ, og ţar er langmestur hamagangurinn ađ ţví er virđist.

Orđiđ "kynusli" er einkar leiđinleg orđskrípi sem ég heyrđi fyrst fyrir rúmum mánuđi síđan, og las ţađ á vef RÚV, (sjá hér).

Alveg sér og persónuleg ţykir mér ţetta mjög óheppilegt orđ og minna nokkuđ á rasískt orđaval. Mér skildist á frétt RÚV, ađ ţeir sem eru kynsegin og intersex séu haldnir kynusla. Allur ţessi usli rúmast aftur á móti í hinu nýja stafrói fjölbreytileikans: LGBTQIA+ . Ég viđurkenni fúslega, ađ ég á afar erfitt međ ađ lćra ţađ stafró, en passa ţó vandlega orđaval mitt varđandi fólk haldiđ svokölluđum "kynusla" - um leiđ og ég slć í ţađ orđ stóran og mikinn 12 tommu varnagla. Ég held ađ orđiđ sé afar ósmekklegt.

Ţegar forstokkađir fornleifafrćđingar eru komnir út úrskápnum sem laghentir bókmenntafrćđingar, og leiđa sannleikann í ljós um lygaheilkenni Halldórs Kiljan Laxness, međan ađ bókmenntamenn ţegja ţunnu hljóđi, er ef til vill ekki furđulegt ađ bókmenntafrćđingar séu farnir ađ túlka fornleifafrćđi og jafnvel DNA-rannsóknir.

Bókmenntafrćđingum er nefnilega margt til lista lagt, og ekki síst Ármanni Jakobssyni, sem er furđanlega klár til ađ vera úr röđum bókmenntafrćđinga - klár eins og systir hans - sama hvađ kveifarlegir kratar grenja og sósíalistaflokksmenn vćla og vola. Ţađ var Ármann sem RÚV tók tali og sem tjáđi sig m.a. um kynuslann.

En ţegar fornleifafrćđingurinn notar ósköp einfaldar heimildir er hann rađgreinir Laxness, virđist enn hćgt ađ digta ađeins upp viđ DNA-rannsóknir á manni sem greftrađur var í Finnlandi á 12. öld. Rađgreining á mjög illa varveittum leifum beina hans, sem fundust áriđ 1969 í Suontaka Vesitorninmäki, Hattula hérađi, sýna ađ hann var hugsanlega međ međ svokallađ Klinefelter syndrome. Klinefelter-heilkenni eru menn međ, ţegar ađ ţeir hafa einn auka X-litning í persónulegu genamengi sínu og eru XXY-menn.  Harry hét hann Klinefelter (1912-1990) sem skilgreindi ţessi heilkenni í mönnum og ţökk sé honum fyrir ţađ. Menn geta lesiđ grein um rađgreininguna á European Journal of Archaeology

Ţegar "karlmađur", sem fćr slíkar erfđir, vex úr grasi, fćr hann oftast einkenni sem gerir hann eilítiđ hávaxnari en kynbrćđur hans í sömu ćtt, en kveifarlegri á annan hátt: Tippiđ er afar lítiđ og vesćlt, honum vex ekki grön og sumir drengir međ ţessi heilkenni eru kynsegin og intersex eins og ţađ heitir í dag. Ađ fornu voru menn "ragir". Ekki veit ég hvort gamalt orđ fyrir raga einstaklinga sé til á finnsku, en hér má finna ýmis orđ um raga og arga menn í 1000 vatna landinu, sem ég tel ţó vart ađ hafi veriđ notuđ um einstaklinginn sem fannst í gröfinni í Suontaka Vesitorninmäki áriđ 1969. Sum ţessara orđa eru nokkuđ svćsin en notast ţó af samkynhneigđum sjálfum viđ ýmis tćkifćri; Ţó líklegast ekki Ruskean Reiän Ritari. Ég ćtla ekki ađ upplýsa hvađ ţau ósköp ţýđa. Menn verđa ađ finna sér orđabók sjálfir - Fjölmör börn lesa nefnilega Fornleif og líka einstaka móđgunargjarnt fólk undir fimmtugsaldri. Ţessi mynd er fyrir ţađ:

Screenshot 2021-09-25 at 20-06-59 5 Very Weird Themes in Medieval Manuscripts

Orđiđ Kirkasvärinen (Bjartur, litríkur) var líka til um hýra hali í Finnlandi forđum. Ţađ ţykir mér fallegt orđ og tel nćsta líklegt ađ ţađ sé frá tímum Kalevala.

Ţessi kyngreining á erfđaefni og kynusla mannsins í Suontaka Vesitorninmäki er svo komin út í heimsfréttirnar í ýmsum myndum og oftast tekst blađamönnum ađ nauđga vísindunum og niđurstöđunum, ţví eins og kunngut er hafa margir blađamenn örugglega einhverja skekkju á einum eđa fleiri litningum sinna.

Vinsamlegast takiđ eftir ţví, ađ ég segi ekki ađ hinn forni Finni hafi veriđ ţjáđur af Klinefelter, ţví ég tel ekki ađ hann hafi veriđ haldinn usla, ţó hann gćti kannski ekki eignast börn vegna veikleika kynsins. Ţađ geri ég ţó alls ekki vegna ţess ađ ég er pólitískt kórréttur og áhugasamur um stafróf og regnboga hinsegins fólks sem verđur ć flóknara í framburđi fyrir karlpunga eins og mig. En mađur er alltaf ađ lćra eitthvađ nýtt og verđur ađ sćtta sig viđ ađ heimurinn breytist.

Ég geri mér hins vegar grein fyrir ţví, eftir ađ hafa fylgst međ rađgreiningum og útreikningum erfđafrćđinga sem vinna međ A-DNA (Ancient DNA) ađ ţegar brotakenndar DNA-leifar sem unnar eru úr beinum er "amplifisérađ" ţá geta gerst furđulegustu hlutir - m.a. oftúlkanir.

Ţađ er ţví miđur orđiđ vel ţekkt ađ DNA-sérfrćđingum ţykir mun skemmtilegra ađ halda fram mögulegum villum en ađ draga rangar eđa hugsanlegar niđurstöđur til baka.

Kynsegin-mađur á Íslandi: Á Ytra-Garđshorni í Svarfađardal

gay-vikingŢađ skyldi ţó aldrei vera, ađ ţađ hafi fyrrum veriđ margir einstaklingar međ Klinefelter heilkenna á Íslandi?

Jú alveg örugglega; Ekki ađ spyrja ađ ţví: Iceland has it all - and volcanoes too. Klinefelter-heilkennin fundust vitaskuld fyrst í fornum Íslendingi, og áđur en Finnar fóru í vímu út af sínu eintaki. Hugsiđ ykkur landkynninguna ef okkar Klinefelter karl hefđi komist fyrstur í fréttirna.

S.S. Ebeneserdóttir hjá Íslenskri Erfđagreiningu(ÍE) og ađrir samstarfsmenn hennar á Íslandi og erlendis birtu áriđ 2018 í grein í ritinu SCIENCE, sem ber heitiđ ´Ancient genomes from Iceland reveal the making of a human population´ (sjá hér) niđurstöđur rađgreininga á erfđaefni úr 27 beinagrindum fornum á Íslandi. Og viti menn, ţađ fannst auđvitađ XXY-kynseginn einstaklingur, og var sú "uppötvun" gerđ áđur en "Riddarinn" finnski var rađgreindur.

Ţetta er sagt um íslenska kynseginn kumlbúann:

ŤTo our knowledge, this is the firs report of an individual with Klinefelter syndrome or any kind of aneuploidy based on aDNA... ť.

 Haugbúinn sem greindur var sem kynseginn mađur međ Klinefelter heilkenni, var grafinn upp af Kristjáni Eldjárn í kumli áriđ 1954 ađ Ytra-Garđshorni norđur í Svarfađardal. Kumlbúinn fékk greiningarheitiđ YGS-BT í rannsókn S.S. Ebenesardóttur og alls ađstođarfólks hennar.

Alvarleg kynvilla í beinagreiningu

Hildur Gestsdóttir mannabeinafrćđingur hjá einkafyrirtćkinu Fornleifastofnun Íslands, hafđi í grein í Árbók Fornleifafélagsins 2000 dćmt einstaklinginn í kumli í á Öndverđarnesi á Snćfellsnesi sem "gelding" í grein í Árbók Fornleifafélagsins áriđ 2000, án hjálpar DNA (Sjá hér). Hildur nefndi einnig ţann möguleika ađ ađ kumlbúinn hafiđ veriđ haldinn Klinefelter-heilkenni. En ţess ber ţó ađ geta ađ Klinefelter-einstaklingar voru ekki geldir eins og Hildur heldur fram. Ţeir eru oftast alveg eđa nćr alveg ófrjóir. Á ţví tvennu er mikill munur og vona ég ađ Hildur ţekki nú orđiđ muninn á ţví tvennu. Vísindamenn geta ţó veriđ andlega geldir, en ţađ er annađ vandamál.

Adolf Friđriksson bćtti síđan um betur í endurútgáfu á Kuml og Haugfé Kristjáns Eldjárns, og gerir geldinginn međ Klinefelter í Öndverđarnesi ađ "vönuđum" einstaklingi. Vönun er ađeins skurđur á sáđstreng og annađ en gelding, ţar sem meira rýkur af. Ţađ var eins gott ađ Dolfi og Hilda fóru ekki lćknisfrćđina.

Rannsókn S.S. Ebeneserdóttur et al. (sjá hér) sýndi hins vegar, ef tölfrćđi rannsóknarinnar er yfirleitt marktćk, engin merki um Klinefelter-heilkenni í einstaklingnum í kumlinu á Öndverđarnesi á Snćfellsnesi (DKS-A1) sem Hildur hafđi taliđ ađ gćti hugsanlega hafa veriđ kynseginn einstaklingur eđa geldingur, og sem Adolf Friđriksson kallar vanađan.

Ţannig lauk ţeirri kynlegu ćfingu. Mannskepnan hefur ţví sem betur fer ekki breyst svo mikiđ síđan á 10. öld.

Erfđamengjaheimurinn er hverfull, en lítiđ fer fyrir leiđréttingum ţegar í ljós kemur ađ menn hafa vađiđ í villu.

Auđvitađ hljóta einhverjir Íslendingar ađ hafa veriđ međ Klinfelter-heilkenni frá upphafi - ţó ţađ nú vćri. En hvernig slíkum mönnum var tekiđ í samfélögum fyrri alda er svo annađ mál. Á Íslandi voru ţeir ađ minnsta kosti ekki heygđir eins og furstinn í Finnlandi međ ţví haugfé sem nútímafólk tengir kvenmönnum.

Ekkert erfđagóss í gröfinni var frá mömmu eđa ömmu kynsegins landnámsmannsins ađ Ytra Garđshorni sem greindist međ Klinefelter i sparnađarrađgreiningu ÍE; Var ţađ vegna ţess ađ samfélagiđ sćtti sig ekki viđ "ergi"? Voru Landnámsmenn á sömu línu og einhver Guđmundur Ólafsson sem uppi var á 17.öld og skrifađi: Ragur er sá sem wid rassen glýmer. Fékk hinsegin fólk friđ á landnámsöld eđa voru ţá alveg sömu ofsóknir í gangi og ţegar meira og minna kynruglađir munkar/nunnur í klaustrum skrifuđu um brókar-Auđi (í Laxdćlu) og annađ fólk sem ekki var alveg eins og "viđ hin" ţessi stöđluđu sem göngum í siđlegum og sćmandi fötum.

Allir sem hafa lesiđ Njáls sögu og Laxdćlu vita, hvers kyns var og hve mikill kynuslinn var forđum - ađ minnsta kosti í klaustrunum ţar sem bókmenntirnar voru ritađar međ hönd á pung. Brókar-Auđur var til ţá sem nú. Tađskegglingar Njálu og hoppandi Gunnar eru ţađ sem gerir ţjóđfélagiđ litríkt.

Miđausturlandaguđfrćđi kirkjunnar reyndi hins vegar ađ fela kjötiđ, sem var veikt, og lystina, og skilgreindu allt sem synd sem útilokađi vist í Himnaríki eftir böl jarđvistarinnar. Bönn skapa hins vegar löngun.

Bókmenntafrćđingar og sagnfrćđingar (t.d. Gunnar heitinn Karlsson), sem kyniđ kitlar, gleyma svo algjörlega grundvallar vinnureglum sínum ţegar kemur ađ lýsingu ástarlífs og hvers kyns er, ţví ţeir tala ţá um hvernig slíkt hafi veriđ á söguöld, ţó svo ađ Íslendingasögurnar séu ritađar á kristnum miđöldum af mönnum sem hugsanlega hafa litiđ kynferđi öđrum augum en t.d. landnámsmenn og ţar ađ auki öđruvísi en samtímamenn ţeirra. 

801ace7da1a6a3c9796ba21226d4d028

Vitnisburđur Hómilíubókar

Í Hómilíubók (eđa Íslenskri hómilíubók) sem er safn af fornum stólrćđum, bćnum og lífsreglum, sem jafnframt elsta bók íslensk sem ţekkt er (frá ca. 1200 e.Kr.), ţó hún sé ađeins til í afriti sem varđveitt er í Stokkhólmi í handriti frá 17. öld (og nefni organsöng). Svíar keyptu handritiđ fyrir slikk. Bókin hefur auk rćđna ađ geyma frćđslugreinar og bćnir. Hómilíubók er talin rituđ um aldamótin 1200 (fyrir utan organsönginn) og margir telja hana međal ţjóđargersema íslenskrar tungu.  Enginn veit hins vegar hver skráđi Hómilíubókina eđa hvar hún var niđurkomin á landinu í fjórar aldir áđur en Svíar krćktu í hana.  Í henni má lesa um ýmsar syndir undir beltistađ:

   "Öll kristnispell, ţau er bannsakar eru, og allir lagalestir, ţeir er sakarađili á vígt um, svo iđ sama ţćr inar leiđilegu launţurfasyndir, er sumir menn gera, ţeir er eigi ţyrma körlum heldur en konum eđa misţyrma kykvendum ferfćttum, ţessir hlutir allir lykja himinríki, ţeim er eigi vill af láta né upp bera fyr kennimenn."

EmoO_gdXEAM-E-C

Enn fremur er tekiđ ótvírćtt til orđa utan ramma ţess sem kirkjunni var ţóknanlegur í ţessum bođskap:

"Aldregi má," kveđur bókin, "karlmađur konu saurga." Ţađ er svo ađ skilja, ađ kona verđur ţví ađeins af karlmanns sauri saurug, ef hennar vilji er til. En ef viljinn er til og ţá, ţá er ţó ţess synd, er hana elskar, ţótt hann vinni eigi sjálfur hana, sem Páll mćlti: "Slíkir hlutir," kvađ hann, "skilja mann frá himinríki, eigi ađeins ţá menn, er gera ţá, heldur bćđi og hina, er samţykkir eru viđ slíka atferđ."

Hér var ekki veriđ ađ tala um coprofílíu, held ég (sláiđ ţví upp svo börnin skađist ekki), en eftirfarandi spakmćli í Hómilíunni eiga jafnvel viđ í hinum sauruga og vesćla nútíma ţar margar óhreinar sálir búa í heilbrigđum líkama. Um ţađ segir:

  En ţađ er eigi fjallamannvit, ađ mađurinn viti ţađ, hvađ hann er eđa hverjar greinir hans vesningar eru. Líkami heitir einn, inn óćđsti hlutur mannsins og inn ysti. En sá heitir önd, er bćđi er innri og ćđri. En sá heitir andi, er miklu er ćđstur og göfgastur og innstur.

Kynuslinn Klinefelter-heilkenni, sem höfundur siđvendninnar í Hómilíubókinni ţekkti ekki, hefur vćntanlega fylgt manninum lengi. Víst má telja ađ margir ţeirra sem haldnir hafa veriđ ţessum usla hafi veriđ illa séđir, t.d. ţegar mannskepnan fór ađ trúa ţví ađ andinn vćri ćđri líkamanum. Nauđgandi prestar og biskupar á okkar eigin tímum hafa líklega aldrei lesiđ heillaráđ Hómilíubókar, ţótt synd annarra hafi veriđ ţeim afar hugleikin í pontu.

Screenshot 2021-09-25 at 20-05-32 Oddities in Medieval Manuscript Illustrations

Tré forbođinna ávaxta óx aldrei á hjara veraldar. Konur mega líka láta sig dreyma. Ţetta tré verđur ekki einu sinni rćktađ í gróđurhúsi ímyndunarveikinnar á Íslandi, og ekki eru ţetta bjúgaldin í Eden.

Leitađ var ađ kynsegin-hrossum

Í nýlegri rannsókn á kyni fornra hrossa á Íslandi var leitađ ađ XXY-hrossum, ţađ er ađ segja í leggjum og tönnum hrossa frá Landnámsöld. Ađstendendur rannsóknarinnar leituđu vitaskuld líka ađ Klinefelter-hrossum og Abby Normal hrossum.

Ţegar stagađ hafđi var í holur niđurstađnanna í spálíkani, sem útbúiđ hefur veri til Forn-DNAstags, kom í ljós ađ ekkert fornhrossanna sem greint var var XXY-hestur. Ţađ eru mér og mörgum öđrum mikil vonbrigđi.

Screenshot 2021-09-11 at 11-40-06 Super Gay Horse

Frćndur vorir Svíar hafa aldrei boriđ skinbragđ á öl eđur mjöđ. Hćgt er ađ hella á ţá hrossakeytu og gera ţá glađa. Super Gay Horse er bjórr sćnskur. Hvort hann hentar fólki međ kynusla skál ósagt látiđ.

Ég er ţó alveg viss um ađ glysgjörn XXY hross hafi veriđ mörg á Ísland, sem skýrir brokk og tölt, og ađ ţađ hafi veriđ kynvilltir jálkar úr Skagafirđi sem héldu ađ ţeir vćru trippi sem KEA seldi hér um áriđ sem saxbauta á dós í stađ beljubuffs.

Getur skapast "XXY kynusli", ţegar brotakennt fornerfđaefni er útreiknađ međ spálíkani?

Í samdrćtti um greinina um íslensku hrossin, sem birtist í Journal of Arcaeological Science, (Sjá einnig hér) kemur strax fram ađ leitađ var eftir sparnađi viđ DNA rannsóknir á fornum beinum: This costeffective method provides statistical confidence to allow for sexing of highly fragmented archaeological specimens with low endogenous DNA content; Slíkur sparnađur er ekki alltaf heilladrjúgur. 

En DNA-menn viđurkenna sjaldan gangrýni. Erfđaefni er líka orđiđ ćđri öđrum máttarvöldum og heimstrúarbrögđunum. Menn trúa á DNA eins og guđ úr vél.

Vćri ekki annars unađslegt ef hann Hýr frá Ytra-Garđshorni, ţessi forđum svo jarpvindótti og skjótti hestur hefđi veriđ Equus caballus domesticus sexualis? Ţađ myndi svo sannarlega hafa fullnćgt kenjum ţeirra sem eru á kafi í klofinu á sér og öđrum og hinni afar ţreytandi og afdönkuđu kynjafrćđi sem enn grasserar á Íslandi vegn vanmáttar í frćđunum.

Gárungar í ţéttbýli rađgreina einnig á fullu og telja nú nćr öruggt, ađ gunnfáni Miđfokksins minnist einmitt Hýrs, gredduhestins utan gátta, og sem aldrei stóđ nema ađ lestrarhesturinn nćrsýni athugađi máliđ sérstaklega. Fornleifur gćti japlađ á hráu nautahakki, ţjóđlegu og jafnvel úr útlöndum, upp á ađ ţađ sé rétt greining hjá sér.

logo

Skrifađ á nćrbuxunum síđla í september 2021.


Fyrstu Ólympíuleikar Íslendinga 1908

IMG_0004 (6) lille til publ

Fyrir nokkrum dögum síđan barst Fornleifssafni áhugaverđur safnauki, sem safnvörđur á ljósmyndadeild safnsins gróf upp djúpt úr iđrum skransölunnar eBay. Ţađ er ţessi skyggnumynd (Laterna Magica skyggna) hér fyrir ofan frá 1909, sem sýnir tvo íslenska glímukappa á erlendri grundu.

Myndin var framleidd af ljósmyndastofu Walter Tyler Ltd. í Lundúnum áriđ 1909, en á árunum 1909-1910 gaf ţetta fyrirtćki út um 60 myndaseríur međ fréttaefni (Tyler´s Topical Slides), međal annars seríu nr. 10. sem ţessi mynd hér ađ ofan hefur tilheyrt. 

Myndir ţessar voru sýndar víđa í samkomuhúsum á Bretlandseyjum, á undan öđru efni, og sú hefđ hélst lengi áfram ţegar kvikmyndirnar tók viđ af skyggnusýningunum. Fréttakvikmyndir voru síđar sýndar á undan bíómyndum. Á Íslandi gátu menn upplifađ slíkar fréttakvikmyndir fram yfir 1970, ţegar Ţýskalandsáhugafélagiđ Germanía (forveri ESB-áhugamanna) sýndi enn áróđurs- og fréttamyndir um Wirtschaftswunder og ađra viđreisn sem var gerđ kleif međ Marshallađstođ. Einnig voru sýndar svipađir stuttir, en gamlir fréttapistlar í Kanasjónvarpinu sem einu sinni sást á miklum menningarheimilum á suđvesturhorninu.

Í skrá fyrir seríu Walter Tylers nr. 10, sem var gefin út 20. mars 1909, og sem fylgdi pökkum sem hver innihélt 20 skyggnumyndir, hefur Mynd 17 hér á ofan boriđ titilinn: Iceland Wrestlers, ready to start. Á skyggnunni sjálfri stendur: Iceland wrestlers showing the only method of gripping allowed.

Svo vill til, ađ mynd ţessi var ekki ţekkt hjá LUCERNA, samtökum stofnanna og háskóla í Evrópu, sem eiga söfn Laterna Magica ljósmynda og hlúa ađ ţeim og efla rannsóknir á ţessum forvera kvikmyndanna. Sjá hér. Fornleifssafn deilir, ţegar ţessi pistill verđur birtur, myndinni međ LUCERNA og mun hún örugglega brátt birtast á vefsíđu ţeirra. 

Myndin er frá Ólympíuleikunum 1908 í Lundúnum

Á "nýjustu" ljósmynd Fornleifssafns úr myndaröđ Walter Tayler má sjá tvo íslenska glímumenn sýna list sínar í almenningsgarđi í Lundúnum áriđ 1908.

Ekki sýndu ţeir glímuna á Stadium sem reist var í Vesturhluta Lundúna, ţar sem nú heitir White City í norđanverđu Hammersmith/Fulham, heldur á grösugum völlum almenningsgarđs ţar rétt hjá sem heitir Sheperd's Bush. Íslenski glímuhópurinn tók ekki formlega ţátt í leikunum sjálfum í keppni, en hafđi veriđ bođiđ ađ sýna glímu og ganga inn á leikvanginn viđ upphaf ţeirra.

1908

Glímukapparnir bjuggu á YMCA (KFUM) hótelinu í London viđ Tottenham Court Road, sem var mjög glćsileg bygging. Hún var síđar rifin (um 1971) og ţá byggđur sá óskapnađur sem nú hýsir YMCA og St Giles Hotel í London, og ţar sem margir Íslendingar hafa gist í hryllingslegum húsakynnum. Íslendingunum ţótti ţađ harla löng og erfiđ ferđ ţeir átta kílómetrar sem ţeir ţurftu ađ fara frá miđborginni út til Hammersmith.

Nćrmynd

Mađurinn sem sést framan í er, Pétur Sigfússon, og sá sem viđ sjáum í hnakkann á er líklegast Sigurjón Pétursson. Ţetta getum viđ sagt međ nokkurri vissu, ţví teknar voru myndir af íslensku glímuköppunum fyrir póstkort (bréfkort) sem prentuđ voru á Englandi áriđ 1908. Eitt slíkt hefur lengi veriđ í eigu Fornleifs.

IMG_20210917_0003 (3)

Íslenski Ólympíuhópurinn fór til Lundúna til ađ sýna glímu undir stjórn glímumeistarans Jóhannesar Jósefssonar (sem síđar var kenndur viđ Hótel Borg). Frá vinstri má skjá Jóhannes Jósefsson (1883-1960)í fornmannabúningi, Hallgrímur Benediktsson (1885-1964), Guđmundur Sigurjónsson (1883-1968), Sigurjón Pétursson (1988-1954), Páll Guttormsson (1889-1948), Jón Pálsson (1887-?; sem sýndi glímu međ Jónannesi í Bandaríkjunum og ílentist ţar um skeiđ, og Pétur Sigfússon (1891-1962). Kort í Fornleifssafni frá 1908. Kortiđ var sent áriđ 1907 til "Ungfreyjunnar Sigríđar Böđvarsdóttur á Seyđisfirđi" (1875-1955) af Frú Maríu Guđbrandsdóttur (1855-1942) á sama stađ, "međ vinsemd og virđingu". Svona kort og menn í nćrfatnađi og í ólum höfđuđu greinilega jafnt til hals sem drósar. Ţetta var Unisex á undan sinni tíđ. Ţess má geta ađ móttakandinn var 33 ára og sendandinn 54 ára. Sem sagt djarfar konur á besta aldri. Ljósm. Fornleifssafn.

Stór-danskur yfirgangur

Íslendingarnir neituđu ađ ganga međ hópi Danmerkur inn á leikvanginn í White City, Hammersmith. Jóhannes Jósefsson vildi ađ Íslendingar gengu undir eigin nafni og fána.

Vinur vinar hans, William Henry Grenfell (1855-1945), síđar first Baron of Desborough, sem var í stjórn bresku Ólympíunefndarinnar, leyfđi íslenska glímuhópnum ađ taka ţátt í göngunni viđ opnunarathöfnina inn á leikvanginn.

Lord_Desborough

William Henry Grenfell

Ađalţjálfari Dananna, Fritz Edvard Hansen (1855-1921), var hins vegar ekki alveg á sömu skođun. Dönum var skipađ ađ hindra inngöngu íslenska hópsins. 50 danskir íţróttamenn mynduđu skjaldborg hvítklćddra ţátttakenda sinna viđ innganginn á White City Stadium og vörnuđu Íslendingunum ađgengiđ. Bolabíturinn Hansen, sem einnig var foringi í danska hernum, fór fremstur í flokki. Hann bannađi Íslendingum ađ ganga inn á leikvanginn, ţar sem ţeir vćru danskir ţegnar og taldi hann ađ ţeir ćttu ţví ađ ganga undir dönskum fána. 

Fritz Edvard Hansen

Fritz Edvard Hansen

Áđur en hitnađi enn frekar í kolunum krafđist Sir William Henry Desborough ađ Danirnir vikju og fyrirskipađi ađ Íslendingarnir gćtu gengiđ inn á völlinn. 

Jóhannes Jósefsson tók ţátt í grísk-rómverskri glímu fyrir Danmörku og lenti í fjórđa sćti í sínum flokki, ţó hann hafi ađeins geta notađ einn handlegg. Hann slasađist í fyrstu glímunni sinni. Sannir Víkingar voru ekkert ađ gefast upp á ţessum tímum. Komst enginn Íslendingur nćr verđlaunapalli á Ólympíuleikum fyrr en Vilhjálmur Einarsson stökk í annađ sćtiđ á leikunnum í Melbourne 48 árum síđar.

Olympics.cartoon

Ţessi stórdanska tálmun viđ innganginn ađ leikunum var ekki eini skandallinn á ţessum 4. Ólympíuleikum. Sćnska og bandaríska fánann vantađi í fánaborg leikanna; mjög svo móđgađir Svíar ákváđu ađ taka ekki ţátt í opnunarathöfn leikanna. En hins vegar voru ţar fánar Kína og Japans ţar dregnir viđ hún ţó ţćr merku ţjóđir tćkju ekki ţátt í leikunum. Finnar ákváđu ađ ganga án fána, ţví ţeir neituđu ađ ganga undir fána Rússa, hvers hćl Finnar voru undir um ţessar mundir. Síđast en ekki síst, Bandaríkjamenn höguđu sér ekki mjög íţróttamannslega á leikunum 1908, eins og teiknarinn reynir ađ sýna á myndinni hér fyrir ofan. Allt var sem sagt í hers höndum hjá Tjallanum á fyrstu Ólympíuleikunum. 

wwwopac.ashx 8

wwwopac.ashx7

Showmanninum Jóhannesi Jósefssyni ţótti gaman ađ fara í fornkappadrag og hnykla vöđvana í ýmsum löndum. Takiđ eftir nafni fyrirtćkis hans.

Međ honum sýndu ađrir Íslendingar m.a. Jón Pálsson, sem einnig sýndi "this most peculiar Sport" á Ólympíuleikunum í London áriđ 1908. Takiđ eftir íslenska fálkamerkinu á ljósbláum grunni á rauđri treyju Jóhannesar. Ţetta var hreinrćktuđ vöđvaţjóđrćkni, sem ţekktist víđa um heim á 20. öld.

Vöđvaţjóđrćkni og "samrćđi gegn náttúrulegu eđli"

Og inn gengu ţeir í hvítu nćrfötunum og skýlunum smáu, allir leđurólađir ađ neđan. Ţađ var vitanlega klćđnađur sem kitlađi ýmsan breskan hal og annan. Jóhannes var klćddur í einhvern fornmannabúning, sem kynntur var til sögunnar sem íslenskur ţjóđbúningur, en allt saman var ţetta hálfgert drag.

Ţegar menn kaupa myndir á glímuköppum á netinu er myndum ţessum lýst sem myndum sem LGBTQIA+ fólk kynni ađ hafa meiri áhuga á en ađrir. Í mínu tilfelli er bara mannlegur áhugi á fyrri tímum sem drífur áhugann á glímu; ekkert sem kitlar fyrir neđan belti.

Gordon

En einn af glímuköppunum á Ólympíuleikunum 1908 var reyndar samkynhneigđur og var pískrađ um ţađ í hornunum á Íslandi. Ţađ var Guđmundur Sigurjónsson fánaberi Íslendinganna á Ólympíuleikunum 1908. Eftirfarandi vísa um Guđmund á Ólympíuleikunum gekk eins og eldur í sinu í Reykjavík, ţangađ sem Guđmundur hafđi flust norđan úr Mývatnssveit til náms. Lítiđ varđ hins vegar úr námi.

Gvendur undan gutta her
gekk og bar sinn klafa,
af ţví hann á eftir sér
enginn vildi hafa.

GayGlimaNokkuđ hefur veriđ ritađ um samkynhneigđ Guđmundar, einna helst af Ţorvaldi Kristinssyni fyrrverandi formanni Samtakanna ´78. Ţessi grein hans gefur ágćtt yfirlit yfir líf Guđmundar, en nokkrar myndanna sem sagđar eru vera af honum í greininni eru ţađ reyndar ekki.

Ţegar Guđmundur Sigurjónsson var í Kanada fram til 1920, kallađi hann sig Gordon, og ţegar hann sneri aftur til Íslands og starfađi viđ verslun tók hann upp ćttarnafniđ Hofdal.

Snemma árs 1924 var hann dćmdur í átta mánađa hegningarhúsavist fyrir kynmök viđ ađra karlmenn. Hann var dćmdur eftir 178. grein hegningarlaganna frá 1869: „Samrćđi gegn náttúrulegu eđli varđar betrunarhúsvinnu.“

Jónannes Jósefsson og flokkur

Sýningahópur Jóhannesar Jósefssonar í Vesturheimi. Hreinrćktađ Viking-drag sem enn virđist örva smekklausa Bandaríkjamenn međ veik germönsk gen.

Lýsing glímukappans Páls Guttormssonar Ţormars í Austra á ferđinni til Lundúna áriđ 1908 (stafsetningin er alfariđ hans)

P. Ţormar lille

Elsta lýsing Íslendings á ólympíuleikum er vafalaust frásögn glímukappans Páls Guttormssonar, sem má sjá hér til vinstri á mynd frá  um aldamótin 1900. Hann kallađi sig síđar Pál G. Ţormar og gerđist mikill athafnamađur og verslunareigandi á Seyđisfirđi og Norđfirđi og var m.a. í stjórn Sparisjóđs Norđfjarđar sem stofnađur var áriđ 1920.

Bréf til Austra.          London 12/7.

  Eg lofađi ţér, Austri sćll, ađ senda ţér einhvern tíma línur frá ferđ okkar Lundúnafara.

  Ţá er fyrst til ađ taka, ađ ferđin hefir gengiđ vel ţađ sem af er. Viđ fórum 7 frá Reykjavík sunnudaginn 28. júní kl. 6 e. h. og fengum bezta veđur út yfir hafiđ svo enginn varđ sjóveikur ţađ sem teljandi var, og ekkert markvert bar til tíđinda. Til Leith komum viđ ađ morgni ţ. 3. júlí en komumst ekki inn í höfnina fyr enn um kl. 4.

  Strax er viđ vorum komnir inn fyltist af blađamönnum í kring um okkur, og komu svo greinar ţeirra um hina íslenzku glímu daginn eptir. Ţegar er viđ gátum losazt frá tollţjónum og prangaradrasli fórum viđ upp í Edinburgh til konu nokkurrar, sem leigđi út herbergi. í Edinburgh dvöldum viđ svo par til á mánudaginn 6. júlí, ađ viđ fórum hingađ til Lundúna međ járnbrautarlest og erum viđ búnir ađ dvelja hér 5 daga.

ExoqRn9WEAMUc0C

  Viđ komum á stöđina í Lundúnum kl. 9. e. h. í svarta myrkri, og fórum strax á ţetta gistihús, sem viđ nú dveljum á; ţađ er eign Kristilegs félags ungra manna, og er mjög skemmtilegt hús međ ljómandi garđi, svo okkur líđur ágćtlega, ţađ eina sem amar ađ, er ađ ţađ er nokkuđ langt til „Stadion" par sem Olympisku leikirnir fara fram og viđ ćfum okkur daglega.

NAEST-045-556-Page-13

  Ţegar viđ komum hingađ fengum viđ ađgöngumiđa ađ Fransk-Ensku-sýningunni, sem viđ notum altaf ţegar viđ viljum fara ţangađ, og er ţađ heldur ekki sparađ, ţví margt má par sjá.

  Viđ glímdum í gćr á Olympisku leikjunum fyrir 20,000 áhorfenda, og „The Sports Suplement of The Weekly Dispatch" segir ţar sem ritađ er um sýningarnar ţennan dag, ađ síđast en en ekki sízt megi minnast á hina eptirtektaverđu íslenzku glímu, sem hafi veriđ sýnd af hinum íslenzka flokki. Annars hefi eg ekki séđ fleiri blöđ ennţá, en ţegar viđ glímdum, safnađist fjöldi blađamanna og myndasmiđa í kringum okkur, og eptir ađ viđ höfđum hćtt glímunni urđum viđ ađ fara aptur upp á pallinn til ađ láta taka myndir af ýmsum glímubrögđum sem svo síđan eiga ađ koma í blöđunum.

„Programiđ" var svo skýrt ađ áreiđanlega allir vissu hvađ fram fór og lítur út fyrir ađ talsverđur áhugi vakni fyrir glímunni, ţví alltaf er veriđađ spyrja okkur hvenćr viđ glímum aptur. í gćr var afar fjölbreytt skemmtun á Olympiu, og óskađi eg opt í huga mér ađ viđ vćrum undir ţađ búnir ađ taka ţátt í hinum ýmsu íţróttum sem par fóru fram, en eg varđ ađeins ađ hugga mig viđ ţađ, ađ viđ mundum síđar verđa fćrir um ađ koma fram á sjónarsviđ kappleikjanna sem ţátttakendur.

  Hiđ helzta í „Programinu" var: leikfimi, sund, hjólreiđar, kapphlaup, kappganga, hnefaleikur o. fl., sem eg sökum tímaskorts tel ekki upp.

  Ţađ sem mest hreyf mig af öllu ţessu var leikfimin; fyrst kom fram flokkur enskra karlmanna sem var auđsjáanlega vel ćfđur, en svo kom kvennflokkur, sem gjörđi mikla lukku, enda hefir ekkert, sem eg hefi enn séđ hér jafnazt á viđ ţann flokk, nema Norđmannaflokkurinn, sem er afar fallegur enda á hann ađ koma fram fyrir enska og gríska konungafólkiđ á morgun kl. 3 e. h. Norđmenn unnu fyrstu verđlaun í leikfimi á síđustu Olympisku leikjunum í Athenu og er búizt viđ ađ ţeir gjöri ţađ enn.

  Í kapphlaupum og göngu er eg nćrri viss um ađ Íslendingar gćtu međ ćfingu tekiđ ţátt.

   Sundiđ er ákaflega gaman ađ horfa á, par sem sundmennirnir stungu sér ofan af margra mannhćđa háum palli og fóru marga hringi í loptinu, en hnefaleikurinn ţótti mér ekkert skemtilegur. enda getur hann varla talizt fögur íţrótt, en ţó klöppuđu áhorfendurnir aldrei meir en ţegar einhver var sleginn flatur til jarđar.

fyrstiformadurstj  Viđ höfum ćft okkur á leiksviđinu, áđur en leikir byrja á daginn, til ţess ađ sem flestir íţróttamenn geti fengiđ ađ kynnast glímunni, enda er hér saman kominn fjöldi ţjóđa, og er ekki minnst í variđ ađ sjá séríţróttir ţeirra.

  Ef ćtti ađ skrifa nákvćmlega um leiki ţessa ţá mundi ţađ taka lengri tíma en eg hefi í aflögum, svo eg lćt hér stađar numiđ og verđ ađ biđja alla lesendur ađ fyrirgefa hve lítiđ og ónákvćmt er skýrt hér frá hverri einstakri íţrótt, enda er minnst búiđ af ţví sem fram á ađ fara á Olympisku leikjunum.

Međ kćrri kveđju. P. G.

Síđari endurminningar Péturs Sigfússonar

Screenshot 2021-09-18 at 16-31-20 Vísir - Jólablađ - Megintexti (24 12 1954) - Tímarit isHér og hér má einnig lesa áhugaverđa lýsingu Péturs Sigfússonar um "upplefelsi" hans á Lundúna-Ólympíuleikunum 1908 í jólablađi Vísis áriđ 1954. Pétur var yngstur ţeirra glímukappanna, ađeins 17 vetra. Hann glímdi síđar viđ viđskipti og var kaupfélagsstjóri á Borđeyri fram undir síđara stríđ. Hann var glímumađurinn sem lesendur mínir sjá framan í á safnauka Fornleifssafn. Bók hans Enginn rćđur sínum nćturstađ, ţar sem einnig greinir frá Ólympíuleikunum 1908, kom út fyrri jólin 1962 ađ Pétri nýlátnum.

 

Viđbót 7.4. 2022: Ţess má svo til viđbótar geta, ađ nú hefur veriđ greint frá myndinni á LUCERNA en hún var ekki ţekkt áđur nema af lista sem fylgdi myndum Walter Tyler frá Ólympíuleikunum 1908.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband