Nú er það aftur svart ... og kannski tími til íhugunar
1.7.2020 | 08:35
Nú eru miklir niðurbrotstímar. Í hinum velstæðari ríkjum jarðar ríkir eins konar aflátsæði sem kemur niður á fortíðinni. Allt gamalt sem er talið vera af hinu vonda hjá nútímadýrkendum er brotið og bramlað. Yfirvöld þjónkast við óskirnar og fjarlægja styttur. T.d. í BNA, þar sem nær væri að aðstoða sjúkt fólk í faraldrinum í stað þess að láta styttur angra sig. Bandaríkjamenn styðja greinilega illfyglið í Hvíta Húsinu á marga vegu.
Ungt fólk, sem fyrst og fremst dýrkar EGO sitt, og heldur sig vera bestu og fremstu verur mannkyns, vill brjóta niður allt sem minnir á gamlan tíma. Sjálfselskan hjá þessari illa upp öldu og naflapillandi kynslóð, leiðir til þess að hún telur að hún verði að brjóta niður styttur og fjarlægja orð og jafnvel skoðanir sem eru á öndverður við skoðanir þess sjálfs - til að bjarga heiminum. Þegar mikil vandamál hrjá íslenskt þjóðfélag, líkt og víða annars staðar, rís þessi sjálfselska kynslóð upp í örvinglan því hún hefur aldrei þekkt mótgang eða erfiði líkt og fyrri kynslóðir. COVID-19 hefur einnig sett ýmislegt í gang, sem þó ekki verður rætt hér.
Hræðsla mannsins - og ungviðisins - lýsir sér oft sem öfgar í eina eða aðra áttina.
Ungur maður hafði samband og vill að ég noti ekki orðið blökkumaður
Ungur Íslendingur hafði samband við mig í síðustu viku og bað mig um að fjarlægja orðið blökkumaður af bloggi mínu. Ég svaraði honum á eftirfarandi eins og sjá mér neðar. Ég skýrði út fyrir honum að hann væri víst að herja á rangan bæ ef hann leitaði manna sem nota orðið blökkumaður að staðaldri.
Eitt áður en þíð fáið að lesa svar mitt: Veit einhver, hvort "Svertingi" Hafnfirðinga nr. 2 (sem ég nefni í svari mínu) sé enn uppi við í skrúðgarði Hafnarfjarðar? Hann er glögglega dæmi um hafnfirskan rasisma og ætti því, ef hann er til, að setja hann á safn sem dæmi um birtingarmynd kynþáttahaturs Hafnfirðinga, sem er er þó ekkert gífurlegra en gengur og gerist á Íslandi. Svartir verða örugglega fyrir miklum fordómum á Íslandi, líkt og gyðingar, fólk frá Filippseyjum og Taílandi, og þegar maður sér augljóst kynþáttahatur fáeinna Pólverja og Litháa í garð annarra innflytjenda á Íslandi, og jafnvel Íslendinga sjálfra, er vitaskuld vandamál í landinu litla við heimsskautsbaug.
Hér kemur svo svarið. Nafn mannskins, sem sendi mér línu um orðið blökkumaður, hef ég fjarlægt og ég kalla hann N.N.. Best er að undirstrika að í því felast engin dulin skilaboð sem leyfilegt er að misskilja á nokkurn hátt.
Ágæti N.N.,
Ég þakka áhugaverðan póst, sem þú sendir mér í síðustu viku (25. júní sl.) Það gleður mig mikið að vita af því að yngra fólk en kjarnalesarinn er að stelast inn á hið sífellt unglega blogg Fornleif.
Póstur þinn undrar mig þó töluvert, ef tekið er tillit til þess að orðið blökkumaður kemur fyrir fjórum sinnum á bloggum mínum en óbeint (sem skýring og tilvitnun):
Tvisvar er ég með það, þegar ég skýri andstöðu manna við ýmis orð sem notuð eru um svart fólk; einu sinni kemur það fyrir í texta úr dagblaði sem ég vitna í og í fjórða skiptið á spássíu Fornleifs, þegar verið er að vitna í grein í eldra bloggi mínu (Hvað er í ísskápnum;https://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/356276/ ). Í þeirri grein fjallaði ég m.a. um styttu í Hellisgerði sem Hafnfirðingar kölluðu "svertingja". Gaflararnir gerðu það enn árið 2006, er ný stytta af svörtum manni var sett upp í garðinum (sjá Fjarðarpóstinum 2006 https://timarit.is/page/5812215?iabr=on#page/n7/mode/2up ). Svo mjög söknuðu Gaflararar (Hafnfirðingar) fyrstu "svertingjastyttunnar". Hvort búið er að rífa niður hina síðari birtingarmynd hins annálaða rasisma í Hafnarfirði, veit ég ekki?
En þú hlýtur að sjá, N.N., að þú hefur hoppað yfir gerðið þar sem það er lægst, þegar þú skrifa mér, líkt og ég sé helsti notandi orðsins blökkumaður á Íslandi. Skoðaðu frekar notkun orðsins á rituðum fjölmiðlum á Íslandi eða. Menn verða nefnilega að vita, hvert þeir eiga að beina spjótum sínum í baráttu við hatrið og fordómana.
Ert þú sjálfur svartur Íslendingur (afrískur Íslendingur) ? Afsakaðu svo nærgöngula spurningu. Ef þú ert það sannanlega, má vera að ég íhugi að breyta orðalagi hjá mér nema þar sem um beina tilvitnun er að ræða (innan gæsalappa eða í skáskrift). Skilyrðið er að þú og aðrir svartir Íslendingar móðgist út af orðinu blökkumaður. En ég verð að fá betri rök frá þér en að tilsvarandi orð og blökkumaður sé ekki til um hvíta.
Orðið hvítingi er vissulega til, en það er þegar upptekið og stundum notað fyrir albínóa, en í því samhengi er orðið vissulega dálítið hjákátlegt. Þegar næpuhvítir og svínabelgsbleikir Íslendingar uppgötvuðu að til var fólk með annan húðlit en þorri Íslendinga er og var með, var enn ekki til nein krafa frá svörtum mönnum um hvernig tala ætti um útlit þeirra, enda svarti maðurinn í 99,9% allra tilfella þræll án nokkurra áhrifa í samfélögum þangað sem þeir voru oftast fluttir nauðugir. Sú krafa kom þó loks frá svörtu fólki, sem náttúrulega leiddist orðin nigger, negro og svo framvegis. Nú þekki ég ekki neinn íslenskan mann, svartan, sem hefur kvartað yfir orðinu blökkumaður. Það gæti verið að þetta hafi breyst, og að einhver svartur Íslendingur hafi gert athugasemd. Þess vegna hringdi ég í lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu í þegar ég fékk póstinn þinn. Þar voru allir uppteknir, en símakonan komst að því hjá sérfræðingi að það væri ekki lögbrot sem varðaði t.d. við hegningarlög að nota orðið "blökkumaður", ef ekki væri fari niðrandi orðum um svarta menn.
Ég hef notað orðið blökkumaður í greinum á bloggum mínum tveimur um svarta menn á Íslandi, eins og ég skýri ofar, - án þess að notkun þess sé á neinn hátt niðrandi (að mínu mati).
Ég geri mér grein fyrir því að orð eins og blakkur minni vitanlega nútímafólk á litaskilgreiningu dýra og þar gæti hnífurinn staði í kúnni. En lýsingarorðið blakkur er af gamalli rót og sama orðið og black á ensku og af sama meiði og orðin blæc ("black, dark") í fornensku og sögnin að blika á norrænum málum; sem málsifjalega er skylt blakkaz (brennt) í frum-Germönsku og bhleg- (sem þýðir að brenna, skína, glimta og blika á frum-indóevrópsku; Og af sama meiði eru sagnorðin flagrare á latínu (að brenna, tendra, kynda eld) og "phlegein" (að brenna, svíða) á grísku.
Dags daglega nota ég sjálfur ekki orðið svertingi og orðið negri nota ég aðeins sjaldan vegna þess að sumt svart fólk, sem notar orð eins og nigger og nigga um sit sjálft, krefst þess að aðrir geri það ekki.
En þegar orð móðga, án þess að þau varði við hegningarlög ríkja, eigum við þá ekki bara að banna orðabækur eða brenna þær um leið og við brjótum niður styttur á sama hátt og með sama ofsa og liðsmenn ISIS, þegar þeir eru ekki að útrýma fólki? Þá þykir mér baráttan fyrir jafnrétti sökkva í djúpan og dimman hyl.
Það nú líka óumflýjanleg staðreynd að orðið blökkumaður stendur enn í öllum orðabókum íslenskum og lög "orðalögreglunnar" er, eins og allir vita, orðabókin = https://islex.arnastofnun.is/is/ord/6225/tungumal/DA ...
Eins og þú kannski veist hefur ekki fallið dómur yfir mönnum sem nota orðið blökkumaður. Ég hef heldur ekki séð yfirvöld nota ákvæði í lögum um hatursræðu gegn þeim fjölda manna sem á samfélagsmiðlum tjá sig um gyðinga á miður geðslegan hátt, sér í lagi þegar stríð blossa upp fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður einn, Bobby Fischer, sem fékk heldur sérstakt dvalarleyfi og ríkisfang á Íslandi, var heldur aldrei sóttur til saka fyrir svæsið gyðingahatur sem hann dreifði um allan heim með hjálp japönsku konunnar sem erfði hans jarðnesku eigur. Bobby var tæknilega séð gyðingur, en hann afneitaði uppruna sínum og hataðist síðan sjúklega út í gyðinga. EKKERT yfirvald á Íslandi aðhafðist nokkuð vegna brota Fischers á hegningarlögum, þegar hann var orðinn íslenskur ríkisborgari.
Orðið blökkumaður lýsir ekki, eitt og sér ef það er notað hlutlaust (ef það er þá hægt), hatri notenda orðsins á fólki með afrískan uppruna. En nú verð ég líka að minna á að ekki er fólk með afrískan uppruna allt svart. Ég get ekki skýrt fyrir þér af hverju ég er með niturbasa (DNA) í erfðamengi mínu sem gerir að verkum að það eru 5% líkur eru á því að ég eigi negra að forföður á síðustu 500 árum. Þessi svarti angi í mér kemur vafalaust úr ætt föður míns sem var frá Hollandi. Eins hvítur og ég er, er nær ótrúlegt að ég hafi átt svarta forfeður. Eitt sinn var ég á ferð með pabba á Ítalíu í hópferð þar sem flestir voru gyðingar frá Hollandi og tveir frá Súrínam. Það voru tvær konur frá Súrínam komnar vel yfir sextugt, dökkar á húð (svo þær myndu flokkast sem svartar konur), vel í holdum og með álíka stífhrokkið hár og faðir minn. Þær voru reyndar með skærblá augu. Þær horfðu alltaf svo hugfangnar á pabba, að ég unglingurinn var farinn að hafa áhyggjur á hrifningunni í bláu augum systranna. Eitt kvöld sátu þær við sama borð og við og yfir pastinu sögðu þær af þessu glápi sínu. Pabbi var að þeirra sögn "alveg eins og faðir þeirra" í útliti nema að faðir minn var hvítur en faðir þeirra var svartur maður, en blandaður.
En öll samúð mín í garð svarta mannsins og baráttu hans fær mig nú ekki til að hætta að nota orðið blökkumaður í því samhengi sem það var notað á 20. öld, t.d. um blökkumanninn í Hellisgerði, sem var rasísk stytta sem Hafnfirðingar og aðrir höfðu mikið yndi af og grétu sárt þegar hún hvarf. En ég tek þó ekki í mál að kalla hann "svertingja" líkt og helv. Gaflararnir gerðu svo seint sem árið 2006, þessir bévítis þorparar.
Mynd þessi birtist í frétt um "svertingjann í Hellisgerði", sem birtist í Fjarðarpóstinum 29. júní 2006.
Afsakaður orðabelginginn í mér, en málið er vitaskuld viðkvæmt. Of fá orð geta verið hættuleg því við lifum á tímum hálfsögulausra endurskoðunarsinna, sem virðast ekkert betra hafa við tímann að gera en að bregða fæti fyrir náungann með nútíma siðvendni, sem í raun er alveg eins og sama gamla siðvendnin. Ágætt er að benda fólki á að tímar eru breyttir og orð líka, en minni ástæða er til að gera það að einhvers konar sporti, líkt og margir gera, en þar er ég ekki að meina þig.
Með bestu kveðju,
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
ATH. Innan við klukkustund frá því að ég sendi ungamanninum langloku mína, fékk ég stutt en laggott svar, sem gefur okkur hinum svínslituðu mörlöndum vafalaust góða ástæðu til að íhuga mjög vandlega orðaval okkar:
Já ég er svartur/litaður Íslendingur. Já ég móðgast yfir þessu orði. Fólk hefur kallað mig og mömmu mína allt frá afrikunegrum og apa til múlatta og þeldökkan. Mér svíður mest undan því að fjölmiðlum hérna finnst líka í lagi að nota niðrandi samheiti yfir litað fólk.
Meira lesefni um vandamálið / Styttan efst ber heitið Negri og er eftir Ásmund Sveinsson. Sjá einnig greinar Fornleifs um sögu svarta mannsins á Ísland, sem og grein á hægri dálki um hvað íslensk mannfræði hefur verið að bauka með sögu svarta mannsins út frá blindri, en jafnframt barnalegri tröllatrú á DNA-rannsóknir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hjáfræði er íslenska þýðingin á hugtakinu pseudoscience. Allir sjá á grísk-latneska hugtakinu að slík fræði geta ekki verið góð latína. Íslenska þýðingin finnst mér of væg. Réttara væri að kalla fyrirbærið gervivísindi eða gervifræði. En hvenær er hægt að skilgreina vísindi með hugtaki eins og hjáfræði? Það er vitaskuld mjög vandasamt verk.
Ég leyfir mér að taka gott dæmi um rannsókn þar ég er fullviss um að fornleifafræðin er komin í hjáfræðaflokkinn. Það er einnig hægt að lesa um aðrar rannsóknir undir flokknum Íslensk furðufornleifafræði og grillumannfræði á dálkinum hér til hægri.
Stutt er síðan að nýtt fræðilegt hugtak kom inn í íslenska fornleifafræði. Það er orðið Stöð. Stöð hefur að frumkvæði dr. Bjarna F. Einarssonar fengið merkinguna "búsetustaður manna fyrir "hefðbundið" viðtekið og í stórum dráttum sannað landnám manna á Íslandi á seinni hluta 9. aldar. Samkvæmt dr. Bjarna höfðust norrænir menn tímabundið við í stöðvum á Íslandi fyrir hið viðtekna landnám.
Bjarni telur sig haf rannsakað tvær slíkar stöðvar á Ísland, þar sem á að hafa farið fram einhvers konar fjarvinnsla þar sem voldugir menn sóttu hráefni og fóru með afurðirnar til "heimalands" síns (Noregs).
Þrátt fyrir að talað sé um veiðar á rostungi og önnur verðmæti hafsins, hefur ekki fundist svo mikið sem arða af rosmhvalstönn í "stöðvum" þeim sem nýlega hafa verið rannsakaðar og sem kallaðar hafa verið stöðvar af þeim sem rannsakar. Vinnslan fór greinilega fram án þess að úrgangur væri skilinn eftir.
Íslenskir stöðvartrúarmenn, sem eru fáir, hafa bent á að búsetan hafi verið stutt í stöðvunum. Menn birgðu sig upp af veiði sinni og fluttu hana síðan út til "móðurlandsins". Reyndar bendir sumt til þess að þessar "útilegur" stórmanna í stöðvum á Íslandi, hafi nú lengst töluvert eftir að Stöð í Stöðvarfirði hefur verið rannsökuð. Í Vogi í Höfnum, þar sem Bjarni F. Einarsson telur sig hafa rannsakað "stöð", var hins vegar brotinn kvarnarsteinn í gólfi. Það bendir nú frekar til lengri búsetu, þar sem menn möluðu korn svo ótt að kvarnarsteinn brotnaði.Mynd 2 - Til vinstri perla sú se m Bjarni F. Einarsson telur vera frá Arabíu og sýna auga Allah. Hún er ekki frá Arabíu heldur búin til í Evrópu. Johan Callmer hefur flokkað hana til gerðar sem hann kallar sem B p / B316 (sjá neðar). Perlan til hægri er einnig fundin á Stöð í sumar. Hún er mjög líklega innflutt perla frá löndum Íslam.
Engar C-14 greiningar styðja almennilega við þá yfirlýsingar að "Stöðvar" séu frá því fyrir landnám um 870 e.Kr. Til undirbyggingar því að Stöng í Þjórsárdal hafi ekki farið í eyði fyrr en í byrjun 13. aldar, en ekki í eldgosi í Heklu árið 1104 (sem er nokkuð erfitt að hveða niður) voru greind hátt á þriðja tug C-14 sýna fyrir tilstuðlan þess sem þetta ritar. Þær voru meðal annarra sönnunargagna sem ótvírætt bendir til þess að Stöng hafi farið í eyði eftir aldamótin 1200. Því miður gefur lítill fjöldi C-14 greininga frá Stöð í Stöðvarfirði ekki góðan stuðning við landnám og stöðvarrekstur í Stöðvarfirði fyrir 870 e.Kr. Ef menn ætla sér að kollvarpa landnámstíma á Íslandi verður það frekar gert með C-14 greiningum heldur en Auga Allah.
Það gerir gripasafnið heldur ekki. Reyndar eru menn ekki almennilega komnir niður í gólf eldri skálans á Stöð í Stöðvarfirði, sem á að vera skáli stöðvarinnar, en þangað til gólfið verður rannsakað eru engir gripir frá Stöð sem eru eldri en frá miðbiki 9. aldar.
Spurningum um eðli "stöðvanna" á Íslandi láta þeir sem bera ábyrgð á stöðvarrannsóknum undir hattinn að svara. Dæmi um slíkar spurningar. Hvers vegna sóttu menn frá Noregi fisk og rosmhvalsafurðir alla leið til Íslands, þegar nóg var að slíku við strandlengju Noregs? Hvar eru leifar fiskvinnslunnar?
Hið alsjáandi auga Allah?
Svo er farið út í hjákátlegar tilgátusmíðar og bábiljur. Tökum dæmi: Nýlega fannst perla á Stöð í Stöðvarfirði. Á RÚV var sagt frá þessum fundi á eftirfarandi hátt (sjá hér bæði í texta og á myndbandinu:
Þetta er augnaperla eða augnperla. Önnur slík sem finnst í Stöð. Það má ráða í hana að hún er upprunnin frá Arabíu eða úr múslímskum heimi og á henni eru augu. Þetta er auga Allah sem blasir þarna við. Þetta berst með verslunarleiðum frá Arabíu norður á bóginn og finnst í stórum dráttum alls staðar í Norður-Evrópu, segir dr. Bjarni."
Þótt allt arabísk falli vel að sörvi RÚV, er perlan mórauða með auganu ekki ættuð frá Arabíu eða múslímskum heimi. Glerið, sem notað var við gerð perlunnar, gæti þó hugsanlega upphaflega hafa borist frá fjarlægari löndum til Skandinavíu á 8.öld. Perlan er búin til á söguöld. Hvergi er þekkt fyrirbærið Auga-Allah perla og þegar Bjarni var spurður um það af ritstjóra Fornleifs, kom þetta delfíska svar í véfréttastíl, þótt það sé alveg klárt hvað Bjarni F. Einarsson sagði alþjóð á RÚV:
Gerðarfræði og aldur "arabísku" perlunnar á Stöð
Fyrst skal jörðuð skyndiyfirlýsing Bjarna F. Einarssonar um að perlan mórauða með auganu sé Arabaísk eða frá Íslömskum svæðum. Það er hún ekki.
Ég tek venjulega ekki að mér verktakaverkefni fyrir aðra fornleifafræðinga sem ekki eiga grundvallarrit um perlur, þó þeir séu búnir að finna um 130 í sömu rannsókninni. Ég geri hér hins vegar undanþágu, þar sem höfðingjabýli Bjarna á "Stöð" er glæsileg perla og vel upp grafin af einum besta uppgrafara á Íslandi; en fyrst og fremst vegna þess að ég hlakka til að sjá eldri skálann sem er undir þeim sem er frá 10. öld, sem Bjarni rannsakar nú. Ég hef enn ekkert séð bitastætt sem fær mig til að trúa því að á Stöð sé byggð löngu fyrir hefðbundið landnám.
Þær perlur sem Bjarni hefur sýnt umheiminum eru allar dæmigerðar fyrir perlusöfn frá 10. öld.
Ég fór í kassa uppi undir þaki og sótti þar ritgerð Johan Callmers frá 1979, sem ber heitið Trade Beads and Bead Trade in Scandinavia ca. 800-1000 A.D. Johan Callmer var prófessor í Umeå 1991 og síðar á Humbolt í Berlín. Doktorsritgerð hans frá Lundi keypti ég einu sinni á Historiska Museet i Stokkhólmi snemma á 9. áratugnum er ég heimsótti systur mína í Uppsölum.
Ég get upplýst með tilvísun í Callmer, að "Auga Allah-perlan" á Stöð ber flokkunarheitið B p - perla samkvæmt gerðarfræði Callmers.
Perlur af B p gerð eru (líkt og perlur af B c gerð búnar til í Vestur Evrópu og hafa ekki komið frá Arabíu eða svæðum þar sem Íslam hafði breiðst út til. Nánar tiltekið er perlan af gerðinni:
B p; B316
P p; B316, eru rauðbrúnar perlur með augum (Sjá bls. 88, 98, Plate 8 og Colour Plate II í Callmer (1977)). Hins vegar kalla Danir (t.d. fornleifafræðingar í Rípum/Ribe) þetta skreyti ekki augu, heldur sólar/blóma-mynstur.
Eftir Callmer (1977), Plate 8.
Eftir Callmer (1977), Colour Plate II. Perlan í miðjunni ert skyldust perlunni á Stöð.
Tímasetningar á perlum frá 800-1000 e. Kr. eru mjög erfiðar og menn nota venjulega ekki tímatal Callmers á perlum sem afgerandi tímasetningaraðferð, enda mælir hann hvergi með því þegar hann vann meistaraverk sitt þar sem hann flokkaði perlurnar. En hann upplýsir að perlur í B p-flokki af þeirri gerð sem "Auga-Allah Perlan" hans Bjarna er af hafi komið fram á sjónarsviðið á 9. öld, fjölgað svo mjög á tímabilinu 845-915 (frá tímaskeiðum III-VII sem hann hefur sjálfur skilgreint. Perlum sem þessum fer síðan hríðfækkandi í aldursgreinanlegu samhengi fram til 950.
Hinar perlurnar sem Bjarni hefur fundið í sumar eru allar af gerð perla sem er algengar á 10. öld samkvæmt Callmer og öðrum viðurkenndum perlufræðingum Norðurlanda. Það bendir m.a. í þá átt að yngri skálinn, sem þær hafa fundist í , sé reistur þó nokkru eftir landnám um 870, þ.e. þetta gamla góða hefðbundna landnám, sem því miður hefur orðið alls konar hjáfræði að bráð.
Til að gleðja Stöðvar-fornleifafræðinga sem sjá allt í hyllingum í arabískri eyðimörk, vill svo vel til að perlan lengst til hægri í neðri röðinni á mynd Fornleifafræðistofunnar (Sjá efst) er niðurhlutuð (segmenteruð) perla með silfurþynnu. Þær voru fluttar inn til Evrópu sem verslunarvara í tonnatali á löngu tímabili frá löndum Íslams, m.a. Egyptalandi. Þær má stundum finna í mannvistarleifum allt fram til um 1100 e.Kr. Það verður að vera plásturinn á sárið og perlan í grjúpáninu nú þegar auga Allah er komið alveg í pung austur á Stöðvarfirði.
Lesið fyrri greinar Fornleifs um rannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði hér, hér og hér.
Heimildir:
Callmer, Johan (1977). Trade Beads and Bead Trade in Scandinavia ca. 800-1000 A.D. (Í Acta Archaeologica Lundensia, Series In 40. Nr. 11) Lund, Bonn.
Callmer, Johan (1995). The Influx of Oriental Beads into Europe during the 8th Century AD. í M. Rasmussen, U. Lund Hansen & U. Näsman (Eds.). Glass, Beads: Cultural history, techology, experiment and analogy. Lejre: Historical Arcaeological Experimental Centre, 94-54.
Torben Sode & Claus Feveile (2002) Segmenterede metalfolierede glasperler og blæste hule galsperler med metalbelægning fra markedspladsen i Ribe. By, marsk og geest 14, 5-14 (sjá hér).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar er krossinn á Bessó?
23.6.2020 | 09:11
Fjör er loks að færast í yfirstandandi forsetakosningar, sem hingað til hafa verið hálfdaufar.
Ekki er að sakast við forsetann. Hann þarf ekkert að aðhafast og er það viturlegast í stöðunni. Hann er bara maður sem fylgir starfslýsingu sinni og heldur ekki eins og lítið brot þjóðarinnar að hann búi í Bananaríkjunum.
Einn örgustu stuðningsmanna kauphallar-Franklíns fór mikinn á FB sinni í gær, 22.júní 2020, og setti fram nær vatnshelda ameríska samsæriskenningu um hvarf krossins á spírunni lágreistu á Bessastaðakirkju. Hafið þið tekið eftir því að krossinn er farinn?
Þvílíkt og annað eins.
Enginn kross var á turnhattinum á 19. öld. Turninn stóð fullbyggður árið 1823, og það ártal stóð á vindfánanum.
Stuðningsmaður Franklíns skrifaði reyndar tvær færslur; Ein fauk út í Álftanesvindinn seinni partinn í gær, því hann sá ugglaust að hann hafði hlaupið örlítið á sig, þótt hann hefði glögglega sýnt fram á að kross sem á kirkjunni fallegu var sé horfinn. Kross var líklegast ekki settur á Bessastaðakirkju fyrr en eftir 1940, eða eftir lýðveldisstofnun.
Fyrri færsla mannsins leiddi til þess að vinir áskoranda Guðna forseta fóru mikinn. Sumir töldu að Guðni hefði látið fjarlægja krossinn vegna þess að hann væri trúlaus. Aðrir töldu víst að hann hefði horfið í skjóli nætur vegna þess að forsetafrúinn er gyðingur (sem hún reyndar er ekki).
Menn þurrkuðu sem betur fer ekki skítuga skó sína á Dorrit blessuninni í þetta sinn. Stuðningsmenn Franklíns töldu sumir hverjir að kirkjan væri orðin moska, en aðrir voru vissir um að Kínverjar hefðu keypt krossinn af kirkjunni.
Stuðningsmenn Franklíns eru svo sannarlega ekki alþjóðasinnar, nema í samsæriskenningunum sínum - svo mikið er víst.
Fyrir fáeinum árum misstu Íslendingar enn einu sinni af stórgóðri heimild um Bessastaði. Vasinn á myndinni, sem boðinn var upp í Kaupmannahöfn og sem Fornleifur ritaði þá um, sýnir ekki kross á Bessastaðakirkju. Þetta er með nákvæmustu myndum af kirkjunni frá 19. öld. Vasinn er í miklu uppáhaldi hér á ritstjórnarskrifstofunni.
Stuðningsmaður Franklíns hafði hringt í forsetaembættið og þjóðkirkjuna og þar komu allir af fjöllum. Ég held meira að segja að þjóðkirkjan hljóti að hafa benti manninum á, að það þurfi ekki að vera kross ofan á kirkjum.
Eftir að ég hafði vinsamlegast bent stuðningsmanni Franklíns á að til væri prýðisgóð skýrsla um útlit, þróun og viðgerðir Bessastaðakirkju eftir Þorstein Gunnarsson arkitekt og leikara. Í skýrslu þeirri kemur óbeint fram að kross hafi ekki verið á turnspírunni fyrr en á 20. öld. Hann hvarf síðan við viðgerðir á kirkjunni árið 1998. Á 19. öld og fram á þá 20. var á turnspírunni flötu spjót sem gekk meðal annars í gegnum ríkisepli og vindfána með byggingarári kirkjunnar.
Benedikt Gröndal málaði þessa mynd árið 1844. Engan Kross má sjá en fluga hefur nær dritað á vindhanann á turninum sem var reistur úr grjóti úr Gálgahrauni. Ætli Gröndal hafi verið alþjóðasinni eða kommi?
Þegar þarna var komið við sögu sá stuðningsmaðurinn að sér og fjarlægði allar athugasemdir, og byrjaði upp á nýtt. Hann leitar eðlilega enn að krossinum, því kauphallaforsetar verða vitaskuld að hafa kross til að krjúpa við þegar þeir setja fólk á hausinn.
Þrátt fyrir nýja færslu um krossleysið á Bessó er aftur komið fólk á FB stuðningsmanns Franklíns sem veltir fyrir sér krossleysi vegna Kínverja og Múslíma. En þeir hafa nú verið fullvissaðir um að Þorsteinn Gunnarsson Arkitekt sé á bak við hvarfið og augu hans er auðvitað hálfkínversk.
Eina spurningin sem réttmæt er varðandi Bessastaðakrossinn er þessi: Af hverju var ekki sett upp upphaflegt spíruskreyti, fyrst menn voru að setja kirkjuna í sitt upphaflega form.
Kirkjan á Bessastöðum stendur hálfkollótt án krossins sem var sett á turnhattinn flata á seinni hluta 20. aldar. Best væri ef Guðni fagnaði sigri sínum með því að kosta nýtt turnspjót með epli, vindfána og öðru pjátri. Nóg hefur Guðni sett af gulli til hliðar og hann er áhugamaður um sögu og er mér um margt sammála, en auðvitað ekki um allt.
Stuðningsmenn Franklíns er annað hvort svo ungir eða svo elliærir að þei muna ekki eftir þessum 5 kalli. Framhlið hans sýnir styttuna af Ingólfi þrælahaldara og stöðvarbraskara, sem sögulaus þjóð vill rífa niður af manngæsku við blökkumenn í Bandaríkjunum. Bakhliðin sýnir Bessastaðakirkju án Kross. Ekki er nema von að krónan hafi fallið þúsundfalt í gengi eftir að þessi seðill sá dagsins ljós. Best hefði verið ef á fimmkallinum hefði staði in God We Trust eins og á dollurunum á peningaeik Franklíns westur í Ammríku.
Ritstjórn Fornleifs telur víst, að ef kauphallar-Franklín ætti nokkra von um að verða forseti, þyrfti ekki að setja vindhana á kirkjuna, því einn yrði fyrir í Bessastaðastofu. Flöktandi dalur (dollar) kæmi væntanlega í stað vindfánans og gylltur kjétbauti (hamborgari) í stað ríkiseplisins og jafnvel kjúklingabiti af klofnum hana. En þannig steikarteinn (á franklínsku kallast slíkur teinn Barbecue skewer) verður þar nú ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Niðurbrotsmenn nútímans
22.6.2020 | 12:35
Hið íkónóklastíska háttalag mannskepnunnar er eitt af frumstæðustu kenndum hennar, fyrir utan öfund, hatur og fávisku. Niðurbrot á minnum, helgitáknum, og jafnvel trú þess sem úthrópaður er sem óvinurinn, hefur því miður fylgt manninum síðan á hellisstiginu, og alveg fram í rauða byltingu og dauðamessu fasistanna.
Nú sjáum við vel menntað fólk fara um heiminn og fjarlægja styttur bæjarins. Ja hérna... Hvað hafa blessaðar stytturnar gert kjánunum. Mér sýnist á allri þessari niðurbrotsöldu, aðallega í Bandaríkjunum, að það séu ekki Svört Líf sem Skipta Máli fyrir niðurrifsfólkið - heldur hinn ömurlegi sjálftökuréttur til að eyðileggja með vandlætingu menningu og sögu "óvinarins" á sama hátt og t.d. ISIS brytjaði niður leifar menningar sem þeir telja móðgun við hið háheilaga Íslam. Skríllinn vann einnig þessa byltingu, og þar með er byltingin töpuð.
Íkónóklasmi eru heilkenni sem lýsa sér hjá fólki sem er of frumstætt til að geta tjáð sig með orðum - í máli, myndum eða tónlist. Eyðilegging og útrýming er greinilega eina lausnin. Ég verð eiginlega að segja eins og Dr. Huxtable gerði, áður en hann fór í fangelsið: Sýnið umburðarlyndi!
Líf svartra einstaklinga eru meira virði en það þurfi að eyðileggja stjarfar styttur úr kopar og tini fyrir þau.
Í BNA þurfa íbúarnir í raun ekki að fjarlægja eina einustu styttu; Ef forseta BNA verður velt af stóli og Bandaríkin fara að stunda jöfnuð eins og hann þekkist í lýðræðisríkjum, er stigið stórt skref fram á veg. Ef gargandi vitleysingar BNA, sem ekki geta tjáð sig nema í niðurbroti múgæsingar, sjá ekki að eina styttan sem þarf að fjarlægja, er Trump, þá á þessi volaða þjóð enga von.
Trump er hins vegar búinn að ná allsherjar klofbragði á bandarísku þjóðinni. Hann heldur hreðjataki á þjóð sem í skugga farsóttar er svo tæp að hún gengur berserksgang gegn sjálfri sér, í stað þess að nota mátt orðsins, myndarinnar og tónlistarinnar til að koma hvirfilvindhærða hreysikettinum burt úr Hvíta Húsinu.
Þjóð sem ekki vill jafnræði, en frekar glundroða hópæsingar, fær það sem hún biður um: Fjögur ár í viðbót með vanstilltan mann í Hvíta Húsinu, sem er haldinn alveg sömu kenndum og ISIS-liðinn hér á myndinni og þeir sem telja sig leysa vandamál með niðurbroti. Styttubrjótar nútímans eru andlegir frændur Trumps.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trimmkarlinn - in memoriam
7.6.2020 | 15:18
Ritstjóri Fornleifs var óttalegur trimmkarl á yngri árum og synti eins og óður maður til að verða sér út um gullmerki og trimmkarla.
Áhuginn á Trimmkarlinum var mestur árið 1972, minnir mig. Ég æfði sund hjá KR og því var lítið mál að ná sér í Trimmkarl. Synda þurfti 100 sinnum 200 metra til að mega kaupa trimmkarlinn. Þar sem oft voru syntir 2 km eða meira á æfingu gekk hratt að hala sér inn trimmkarl. Ég átti þrjá, en finn nú aðeins tvo. Sár er sá missir.
Maður missti svo sem áhuga á trimmkarlinum og svo hvarf hann af sjónarsviðinu og dó þar með Drottni sínum eins og mörg önnur dellan í landinu.
Síðar hlupu allir á Íslandi í breiðu bókstafina, nema þeir sem hömuðust í heilsuræktum í iðnaðarhverfum. En þeir fengu enga trimmkarla. Veskið þeirra var hins vegar trimmað vel. Á slíkum ræktum hafði ég einnig viðkomu og hafði gott af, en sá aldrei einn einasta trimmkarl. Ég kemst ekki sem stendur þótt mig langi í ræktina, þar sem ég er að bíða eftir að kviðnum á mér verði sprett upp um nafla og þar stungið inn görn sem gægðist öðru hvoru út eftir lélegan lokafrágang skurðlækna sem fjarlægðu úr mér ónýtt nýra fyrir þremur árum síðan. Ég er því líka kominn í kviðslitsfélagið.
Nú nálgast fimmtugsafmæli Trimmkarlsins á Íslandi. Trimmkarlinn á því tvö ár í að verða hálfgerður forngripur. Væri ekki tilvalið að senda alla þjóðina í smá lýsisbræðslu í laugunum, eða er gullforði landsins uppurinn?
Sumir, og þá sér í lagi snúðugir blaðamenn Þjóðviljans, voru í vafa um gæði Trimmkarlsins, og gaf Þjóðviljinn í skyn, að gullið í gullhúðuninni á honum væri afar lítið ef þá nokkuð. Ekki veit ég, hvort einhver rannsókn fór fram á því, en ekki hefur fallið á gullið í mínum trimmmerkjum og trimmkörlum síðan 1972, og medalíurnar mínar hafa alls ekki verið hreinsaðar með Miðhúsasilfurleginum góða sem komst á markaðinn árið 1980.
Jú, Trimmkarlarnir lifðu Þjóðviljann með glæsibrag, enda voru það svo sem ekki allt gullmolar sem í honum var logið og verulega er fallið á sannleika þess fjölmiðils.
Smá viðbót á mánudegi:
Á FB ritstjórnarfulltrúa Fornleifs kom til tals ýmislegt um uppruna og fyrirmynd Trimmkarlsins. Menn voru farnir að hallast að áhrifum frá punki, (hver fjandinn er það), og viðlíka bábilju. Ég hafði í gamni á orði að við nánari rannsókn Þjóðminjasafns Dana á gullsamsetningu Trimmkarlsins hefði komið í ljós að í honum væri ónákvæm blanda af glópagulli og Rússagulli. Rauði kamburinn var áróðurstækni Kremls til að koma Íslendingum í betra form. Í öðru lagi slengdi ég því út að sumir teldu karlinn vera nákvæma fyrirskallamynd af Ómari Ragnarssyni ungum. En það er vitaskuld út í hött, Ómar var sköllóttur frá því fyrir fermingu. Þriðja kenningin sem ég reyndi að vera fyndinn með er sú, að höfuð karlsins sé stíliserað Íslandskort og að svarti strókurinn neðst sé gjóskan úr Helgafelli.
Örlítil uppfletting leiddi hins vegar í ljós að ég óð í villu. Það var Magnús E. Baldvinsson heitinn, úrsmiður sem var maðurinn á bak við Trimmkarlinn. Magnús stóð jafnhliða úrsmíðunum í merkjaframleiðslu ýmiskonar. Ekki verður lokum fyrir það skotið að Magnús úrsmiður hafi haft sjálfan sig í huga þegar hann teiknaði trimmkarlinn, því í minningargrein um hann í Morgunblaðinu má sjá að Magnús var glettinn karl með nef ekki ósvipað og á Trimmkarlinum.
Bloggar | Breytt 8.6.2020 kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
United by that old hatred
31.5.2020 | 08:59
Anti-Judaism is the old religious form of modern day Jew hatred/Antisemitism. The Anti-Judaism of the Medieval Church had many expressions in art and literature, even in countries where Jews didn´t live. The interesting case of Iceland has been discussed recently by Richard Cole in an interesting article in a new book, Antisemitism in the North (Open access) a volume I also have contributed to with two articles (see here and here).
A Detail from the alter piece of Randlev Church (Photo National Museum of Denmark). Photo at top by Bo Eriksen.
Yesterday, I came across a photograph of a late medieval alter-piece in a Facebook-forum on the Middle Ages in Denmark. On the late 15th century praedella (foot-Pace) of the alter-piece in the church at Randlev East-Jutland (near Aarhus), Jesus is depicted with the Queens of Christianity to his right and and fallen ladies to the left. Judaism was often depicted in Christian art as the blindfolded Synagoga, loosing her crown and holding the sad remains of her broken banner-rod. In the parish church of Randlev, the image of the banner says it all. Synagoga´s crest is the Devil.
Associating Jews with the Devil is an all-Christian invention, which is being reinvented in our own time by fanatic Soros-hatred of the far right, hand in hand with Muslim extremist antisemites and the Jew-complex of parts of the contemporary European Left and Social-Democrats in particular.
No hatred has such a broad spectrum of unity among different kind of professional haters. Today it unites far more people than the antisemitism of the Nazis. Antisemitism seems to unite people who cannot live without hatred, but are at same time just as convinced, in their own minds, that they are the true messengers of Truth, Peace, Love and Understanding. Their hatred of Jews seem to be the proof they need for their human kindness. There are far worse illnesses troubling the world than Covid-19, and now in the primitive imagery of the United Haters of the World, the banner of Synagoga is probably being attributed with an image of a virus.
That´s how far the Human Race has come...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Finnum Reyni - 2020
29.5.2020 | 06:31
Að hugsa sér, nú eru liðin 4 ár síðan teymi af fremstu hugsuðum þjóðarinnar hjálpaði Fornleifi að finna staðinn þar sem hinn einmanna Reynir óx/vex.
Ætli hann sé þar enn? Þeir fyrstu 4 sem finna hann og senda því til sönnunar ljósmynd/selfí með reyninum þar sem landslagið á gömlu skyggnunni er þekkjanlegt, fá sent fornplakat Fornleifs með súkkulaði-Siggu sem verðlaun.
Skoðið upplýsingarnar sérfræðinganna í athugasemdunum við færsluna árið 2016.
Þetta er tilvalin hugmynd fyrir sunnudagstúr næst þegar veður leyfir. Sigga bíður þolinmóð eins og Siggur gera.
Getraun Fornleifs | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dýrð Drottins
24.5.2020 | 16:48
Nú skulu ræddar vindskeiðarnar hér til vinstri sem varðveittar eru á Þjóðminjasafninu, en þær koma af vesturgafli kirkju í Múla í Aðaldal. Kirkja er ekki lengur í Múla, og hefur engin verið þar síðan 1890. Öllum er kannski hundssama um hvað upp á henni snýr eða niður. En sem betur fer ekki alveg öllum.
Múlakirkja var til að mynda til tals um daginn hér á Fornleifi, þegar sagt var frá 13. aldar Maríumynd sem verður fram á haust á Spáni er hún snýr aftur til Kaupmannahafnar þar sem hún á fastan bústað (sjá hér og hér). Þá fæ ég að klappa henni.
Vindskeiðar af kirkjunni að Múla í Aðaldal, sem löngu er rifin, hafa verið til umtals í verkum fjölmargra manna sem látið hafa íslenskan útskurð fyrr á tímum til sín taka. En enginn þeirra hefur hins vegar leyst gátu þá og jafnvel vandamál sem þeim þótti myndmálið á vindskeiðunum vera.
Ástæðan fyrir því að merking útskurðarins hefur vafist fyrir sjálfskipuðum sérfræðingum í íslenskri listfræði er væntanlega sá (að mínu mati), að menn höfðu ekki þann skilning á fyrri alda fólki, að mikill hluti heimsmyndar þeirra hafi stýrst af einnig bók allt fram á 18. öld. Sú bók var Biblían. Til að skýra alþýðulist verða menn að hafa sæmilega þekkingu á sögum gamla og nýja testamentisins, eða vera fært um að leita uppi atburði í þeim bókum. Aldrei hefur það verið auðveldara en nú með veraldarvefinn og skýringar á fjölda tungumála.
Myndmál vindskeiðanna úr Múla er í raun mjög einfalt og vísar í Gamla Testamentið sem menn höfðu lesið og hötuðust ekki út í eins og margir gera í dag. Í spjaldtexta Þjóðminjasafnsins eru þessar upplýsingar veittar:
Vindskeiðar af torfkirkju í Múla í Aðaldal með fangamarki séra Gísla Einarssonar sem þar var prestur 16921723. Neðst er engill sem heldur á stöng með vængjuðu hjóli, tákni hamingjunnar. Síðan gengur jurtastöngull upp eftir fjölunum, sem upphaflega hafa verið nokkru lengri.
Þetta og annað sem skrifað stendur um hjólin á tveimur af vindskeiðunum frá Múla er flest út í hött. Hugsanlega var listamaðurinn Þórarinn Einarsson sem fyrrum merk samstarfskona mín á Þjóðminjasafni Þóra Kristjánsdóttir greinir frá í merku riti sínu Mynd á Þili (2005). Það er vegna þess að líkindi er með vindskeiðanna og öðrum þekktum verkum eftir Þórarinn. En þau líkindi eru samt ekki mjög sterk að mínu mati og rökstuðningur Þóru ekki nægilegur í bókinni (bls. 87 í bók Þóru). Þórarinn, eða sá alþýðulistamaður sem skar út vindskíðin í Múla, var vafalítið einnig betur að sér í Biblíusögum en starfsmenn Þjóðminjasafnsins og aðrir sérfræðingar sem brotið hafa heilann yfir hjólunum á fjölunum frá Múla.
Hjólin og englarnir á vindskeiðunum frá Múla eru Kerúbar eða réttara sagt sú gerð að englum gyðinga sem flokkuðust undir ophanim. Í grísku þýðingunni var englunum breytt í kerúba en eins og fróðir menn vita hafa helgar bækur gyðinga oft orðið illa út út þýðingum kristinna manna, en þessi kafli er nokkuð réttur. Til að skýra myndmálið sem vafist hafa fyrir fyrri tíma sérfræðingum er best er að vísa í 10. kafla Esekíels í Gamla testamentinu, þar sem segir frá heimssókn engla í Musterið í Jerúsalem:
Undir vængjum kerúbanna sást eitthvað sem líktist mannshendi. Ég horfði á og sá fjögur hjól við hlið kerúbanna, eitt hjól við hlið hvers kerúbs. Hjólin voru á að líta eins og ljómandi krýsolítsteinn [kristall]. Öll hjólin litu eins út og virtust þau vera hvert innan í öðru. Þegar þau hreyfðust gátu þau snúist í allar fjórar áttir og breyttu ekki um stefnu þegar þau hreyfðust. Þar sem þau hreyfðust í sömu átt og fremsta hjólið stefndi í breyttu þau ekki um stefnu á ferð sinni. Allur líkami þeirra, bak, hendur, vængir og öll fjögur hjólin voru alsett augum [í hebresku útgáfunni stendur alsett litum] allt um kring. Hjólin voru nefnd Galgal í mín eyru. Hver vera hafði fjögur andlit. Fyrsta andlitið var kerúbsandlit, annað mannsandlit, þriðja ljónsandlit og fjórða arnarandlit. Og kerúbarnir hófu sig upp. Það voru sömu verur og ég hafði séð við Kebarfljót. Þegar kerúbarnir gengu snerust hjólin við hlið þeirra og þegar kerúbarnir lyftu vængjum sínum til að hefja sig upp frá jörðinni sneru hjólin ekki burt frá hlið þeirra. Þegar þeir námu staðar staðnæmdust hjólin einnig og þegar kerúbarnir hófu sig upp hófust hjólin með þeim því að andi veranna var í þeim. [í upphaflega textanum stendur: vegna þess að vilji lifandi veru var í þeim].
Þessi óhemju undur gerðust í draumi Esekíels við Chebarflót (Kebar) sem rennur nærri Nippur í Babýlon. Í dag heitir fljótið Chebur og er nærri Nuffar (Nippur) í Afak héraði í Írak. Þessi texti í helgum ritum gyðinga hefur vitaskuld vakið ýmsar vangaveltur og jafnvel drauma hjá þeim sem lesa bókstaflega í drauma Esekíels.
Nú á tímum ganga um fleiri delludólgar en nokkru sinni fyrr. Ef þeir telja ekki hjól vera lukkuhjól (hamingjukringlur) telja þeir þetta lýsingu á geimverum á ferð í himnavögnum í baráttu sinni við hin illu öfl.
Slíkt dómadags rugl verður auðvitað ekki flúið, meðan að meirihluti mannkyns er enn á kuklstiginu. Þórarinn Einarsson, eða sá sem skar út vindskeiðarnar í Múla, var aðeins að lýsa því sem hann las í helgri bók kirkju sinnar, sem honum hafði verið kennt að trúa á. Hann hafði enga þörf á því að blanda geimverum inn í frásögn sína, sem hentaði á vinskíði. Frásögnin um Dýrð Drottins hentaði vel sóknarbörnum sem til kirkju komu í Múla.
Aðrir listamenn en Þórarinn Einarsson (ef hann á þá nokkuð heiðurinn af vindskeiðunum frá Múla) reyndu að lýsa því sem þeir lásu á mjög mismunandi hátt:
Hugsanlega er draumsýnin lýsing á því sem gyðingar sáu í listsköpun máttugra hervelda sem leiddu þá í þrældóm fyrr á öldum.
Margt er hægt að skýra áður en gullvagninum er ekið út úr bílskúrnum hjá menningarsnauðu fólki í Vesturheimi sem sér geimverur í draumsýn Esekíels og jafnvel Elvis á háaloftinu. Og þegar út í það er farið, getur dýrð Drottins, líkt og henni er lýst i draumi Esekíels, verið hreinræktað hamingjuhjól eins og Þjóðminjasafnið kallar hjólin á vindskeiðunum í dag. Dýrð og hamingja vanþekkingarinnar er vitaskuld engu lík.
Ljósmyndir af vindskeiðum frá Múla tók meistari Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Orðskrípið "útstöð" er afar þunnur þrettándi
23.5.2020 | 07:04
Íslenskir fornleifafræðingar, sumir nær sprellfrískir af færibandi HÍ, eru farnir að ofnota hið leiðigjarna nýyrði útstöð.
Útstöð kom fyrst inn í tungumálið svo vitað sé sem þýðing á tölvumáli, eða á því sem kallast Thin client.
Útstöðin í íslensku fornleifaorðagjálfri (jargoni) er sömuleiðis orðinn frekar þunnur þrettándi. Upphafsmaður þessa orðs í íslenskri fornleifafræði er að öllum líkindum vinur minn, dr. Bjarni F. Einarsson, sem kallar aðra hverja rúst sem hann grefur upp, algjörlega án haldbærra sannana, vera útstöð og það frá "landnáminu" fyrir hefðbundna landnámið okkar sem hófst svona cirka 870-80. Frægust útstöðva útstöðva Bjarna er útstöðin á Stöðvarfirði. Bjarni telur að fiskur hafi verið fluttur út til Noregs í miklum mæli frá Stöðvarfirði og það á tímum þegar nóg framboð var á fiski í Noregi.
Nú sjáum við aðra afar þunna notkun á útstöð; það er á fornleifum sem sumir kalla Bergsstaði í Þjórsárdal. Þar er að sögn einnig komin útstöð eða með orðum fornleifafræðingsins sem þar rannsakar fyrir einkafyrirtækið Fornleifastofnun Íslands:
»Ekki hafa verið nein hús á fornleifasvæði í Þjórsárdal sem kennt er við Bergsstaði. Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, segir að við fyrstu sýn virðist þetta hafa verið vinnustaður, svokölluð útstöð.«
Fyrirsögn Morgunblaðsins er svo glæsileg að hún verður að fylgja:
»Minjarnar taldar vera af vinnustað Fornleifarannsókn í Þjórsárdal Munir tengjast vinnu á landnámsöld«
Já þetta er verulega lært. Það er samt með ólíkindum að því sé haldið fram að eitthvað sé útstöð, þegar kolefnisaldursgreiningar hafa t.d. ekki einu sinni verið gerðar á efnivið frá staðnum. Á Bergsstöðum hefur reyndar fundist Þórshamar sem að öllum líkindum er frá því fyrir 1000 e. Kr. Fundur hans árið 2018 hafði för með sér yfirlýsingar sem sýndi að þeir sem rannsökuðu á Bergstöðum höfðu afar takmarkaða þekkingu á fornleifum í Þjórsárdal, sem og á þórshömrum á Íslandi yfirleitt, eins og reifað var á Fornleifi (sjá hér). Námið í HÍ var vegið og léttvægt fundið.
Þórshamarinn frá Bergsstöðum, sem hér var settur var í samhengi sem fornleifafræðingar í HÍ þekktu alls ekki.
Ljóst er af þessu, að ekki var verið að flytja út fisk til Noregs frá Bergsstöðum eins og frá Stöðvarfirði fyrir landnám, en kannski hefur verið hörkuofframleiðsla á þórshömrum úr steini á þessari "vinnustaðar-útstöð".
Mér sýnist að stúdentum í fornleifafræði í HÍ sé ekki kennt að taka nútímagleraugun af nefinu þegar þeir spá í fornleifar. Það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir alvarlega sjónskekkju. Lágmarksþekking er einnig nauðsynleg.
Mér sýnist að uppgraftarstöðin Fornleifastofnun Íslands (sem er einkafyrirtæki) hafi fundið afar þunnan þrettánda (thin client) á Bergsstöðum og að þeir séu að gefast upp í kulda og vosbúð, þar sem ekki kom í ljós stór og mikil langhúsrúst. Þetta finnst mér furðuleg fornleifafræði. Ekki gefast upp gott fólk! Þið hafið að minnsta kosti fundið vinnustað og útstöð og jafnvel blómlega Þórshamraiðju - og undir landnámi er alltaf annað landnám eins og einn kollega minna segir. Grafið dýpra og finnið fleiri Þórshamra.
Fréttin segir einnig frá holu með fuglabeinum. Jú, það stemmir. gæsaveiðar hafa alltaf verið blómlegar á þessum slóðum, löglegar sem ólöglegar. Kannski var reykt gæs flutt út til Noregs.
Fornleifafræði á Íslandi er orðin ævintýri líkust.
The first Mezuzah in Iceland?
13.5.2020 | 07:00
Once in a while a serious researcher of all things Medieval as well as few things Jewish, has to loosen up and present a silly hypothesis, just like most other archaeologists in Iceland. Mostly not-present in Iceland, I am technically not an Icelandic archaeologist and clinically my gene-pool supports that fact.
In the most resent years the stray Jews who have been cast ashore in Iceland - of all places - have most likely been affixing kosher mezuzoth on their doorposts with the help of a Chabad Rabbi. That´s what Jews are supposed to do, I presume. For my non-Jewish readers, who haven´t got the faintest idea what a mezuzah (Plur. Mezuzoth) is, I will give the X-short version. Look for more information on the 3xW:
Mezuzah (Lit. doorpost) is a small parchment scroll upon which the Hebrew words of the Shema Israel (a central part of the daily Jewish prayer) are handwritten by a scribe. Mezuzah scrolls are rolled up and put into a container (case) and affixed to the doorposts of Jewish homes, designating the home as Jewish and reminding those who live there of their connection to G-d and their heritage.
A couple of days ago, after I had posted my short essay on the Múli-Madonna (a late 13th century statue in a tabernacle) erroneously dubbed the Madonna from "Mule" - Tabernacle Madonna from the now non-existent church at Múli in Aðaldalur (N-Iceland), I was struck by what I thing is a great idea. The idea has now evolved into the fragile form of hypothesis, a phase many Icelandic scholar-colleagues seem to be less acquainted to than the ultimate Icelandic theories (kenningar) which can never be discussed as it seems. In my mind the process from an idea to a theory is very long, but now I am eager to make me a personal dispensation.
Is it a Mezuzah or a miniature turret on the right sight of the cottage of the Holy Mother, and the left turret is missing?
The Madonna statue is normally kept in the National-Museum of Denmark. Some Danes bought the Madonna from a drunken reverend for a bottle of booze in 1859. Presently, however, the late 13th century Madonna from Iceland is at an exhibition at the Episcopal Museum in Vic/Barcelona, which due to the Corona-pandemic was closed less than a week after it opened.
Art-historians in Spain refer to a newly discovered Madonna statue in the Arran-valley in Catalonia, which should have great similarities to the Madonna from Múli. Without have seen the sister-Madonna from Arran, I would not have bought any direct comparisons made between alter-pieces in Spain and Iceland. Norwegian art-historians would most likely argue that the Madonna from Múli was made in Norway, simply because she is carved out of one log of pine-tree. The pine-tree has for a long time be the only criteria for some art-scholars to decide a Scandinavian origin. Thus early Norwegian art-historians argued that every other relic from Catholic-Iceland 1000-1500 AD was Norwegian. But we also know that local patriotism often makes the wisest of people blind.
However, Pine (Pinus) trees and Spruce (Picea) also grow in the Arran-valley and Spain, and pine is a material easier to work with and considerably lighter to carry, when the icons are carried around in procession. The Madonna from Múli is a brown-eyed bella, in contrast to the Norwegian ones, who are blue-eyed like most present day-Norwegians as well as most Icelanders.
During a close-up investigation of some high resolutions photographs of the Múli-Madonna, I discovered a small detail, no-one has bothered to mention in previous descriptions of the Madonna from Múli. This is a small half-cylinder wooden piece affixed over the right door-side of the Múli-Madonna tabernaculum (which literally means a small hut in Latin). A closer look at this vertically placed cylinder, gave me the idea that the artist was trying to show a mezuzah. Mary (of course originally being a true Jew) would have had such a sign on her door-post in the heavenly Jerusalem. In medieval Spain Jews affixed the mezuz in a vertical position, opposite to the the method of it by the Ashkenazim, who placed it on a door-post with the top end slanting inwards in to the house of Jews (position 11 o clock).
Like the Torah-cases of the Sephardim-Jews, the their mezuzoth were cylindrical to indicate the vertical position of the Torah-scrolls in the Aron Hagodesh (the Torah Ark). On the Torah-shaped addition on top of the right-side door post of the tabernacle of the Múli-Madonna, there is painted a white tablet in the traditional medieval form of depicting Moses´ tablets of stones (luchot), which quite often are shown as only one tablet in medieval art.
Inside a Mezuzah there is a blessing on a piece of specially prepared parchment, called the Klaf. The contents of the legend on a klaf is carefully prescribed in various Rabbinic literature of different eras and places in Europe and elsewhere. In the Sefer Maharil, a collection of various halakhic statements by Rabbi Jacob ben Moses of Mulin (Mölln in Holstein) we read the following*:
» And our teacher Rabbi Jacob Segal said he had affixed a mezuzah in the opening/gate of his yard, even if it is a place of filth [and ] urine and the like; only He covers the mezuzah on all sides. And also the cavity, because it is usual to leave an opening [in order] to see there the word Shaddai. Shaddai ["Almighty"] is on of the biblical names of the Lord, but possibly also serves in the Klaf of the Mezuzah as an acronym for Shomer Daltot Yisrael, (Guardian of Israel´s doors). Many mezuzah cases are also marked with the Hebrew letter Shin, an abbreviation of Shaddai. «
Also the phrase Adonai Eloheino Adonai, the fourteen letter name of God was written on the back of the klaf, which could bee seen through an opening.
The fourteen letter Name
Thus I prepose that the tablet-like opening on the affixed Thorah-like wooden item affixed to the shrine of the Múli-Madonna, is a an opening to be able to see the klaf and the word Shaddai - or merely the the letter Shin.
Well, believe me or not. My hypothesis is that the Madonna from Múli might very well show us some Iberian influences after all. The issue is now open to discussion.
Here is my own front-door mezuzah, modern and childish like myself. It is made from Jerusalem-limestone and wonder-clay. The letter shin, which cannot be shown in the type-set of this blog, can bee seen above Noah and his two animals - which opens still another important question: Did Noah have a mezuzah and can one affix a mezuzah on ones house-boat or ones yacht, or is that a new-business opportunity?
Author: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ph.D.
* The reference to the above rabbinic prescriptions for the Mezuzoth, I have nicked from the exceptionally interesting and well written doctoral thesis by Eva-Maria Jansson: The Message of a Mitsvah; The Mezuzah in Rabbinic Literature, defended at the University of Lund in Sweden, an published in the series Skrifter Utgivna av Sällskapet för Judaistisk Forskning 8, Lund 1999. Jansson´s work should really be read by all serious rabbis engaged in the business of affixing mezuzoth.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)