Gerđi Heydrich jafntefli viđ KR - og spćldi eisini bóld í Havn?
3.1.2020 | 17:53
Sko, nú eru fram komnir verulegir "trupulleikar" eins og ţađ heitir í Fćreyjum. Ţađ eru nefnilega komin einhver vandrćđi í sannsöglina og nákvćmnina í frásagnarlistina á tveimur merkum eyjum í norđri, og eiginlega er nóg komiđ af ţví góđa.
Fyrir Jólin (2019) kom út bók Illuga Jökulssonar Úr undirdjúpunum til Íslands: Julius Schopka, U-52 og heimsstyrjöldin fyrri. Í jólabókaflóđinu, og í tengslum viđ umrćđu Illuga og annarra um bókina hans, hefur ţví veriđ haldiđ á lofti ađ Reinhard Heydrich, sem síđar á ćvinni varđ einn af samverkamönnum Hitlers, hefđi leikiđ knattspyrnu í Reykjavík er hann var sjóliđsforingjaefni um borđ á ţýska herskipinu Berlin sem kom til landsins. Hann Heydrich og félagar hans gerđu víst jafntefli viđ KR, ef Illugi skal trúarlegur tekinn (sjá hér).
En nú hafa Fćreyingar, frćndur vorir, bćtt um betur og hann Heydrich á nú ađ hafa leikiđ tvo leiki í Ţórshöfn.
Á Ríkisútvarpi Fćreyja KVF (Kringvarpi Fřroya), hefur blađamađurinn Uni Arge flutt ţátt ţar sem ţví er haldiđ fram ađ Heydrich hafi einnig leikiđ knattspyrnu í Tórshavn: Slaktarin úr Prag í Norđuratlanshavi er heiti ţáttarins og hann er kynntur á eftirfarandi hátt, sem öllum mörlöndum ćtti ađ vera skiljanlegt:
Ein frásřgn um, tá iđ nazisturin Reinhard Heydrich spćldi bólt í Havn.
Uni Arge upplýsir ađ Heydrich hafi veriđ liđsmađur í liđi um borđ á Berlín sem bar nafniđ Manning 22 og ađ hann hafi leiki viđ HB (Havnar Bóltfélag) í Fćreyjum. Ţađ mun ţó hafa veriđ ritsjóri Una sem tók sér ţađ bessaleyfi ađ skrifa ađ Heydrich hafi spćlt bolta í Tórshavn. Uni tók ritsjórann afsíđis og lét breyta textanum í fréttinni sem nú er ekki samur og hann ver í byrjun, ţegar ég tók sjámyndina af fréttinni. Vinnubrögđin eru nćstum ţví alveg eins og á RÚV.
Er ég gerđi fyrst athugasemd viđ ţetta fótboltastand Heydrichs á FB Illuga Jökulssonar drógu ţá bćđi Illugi og Uni nokkuđ í land og Uni Arge ritađi jafnframt:
Ég er ekki ađ segđa ađ hann var međ í fótbóltanum gegn HB - bara kannski. Ég er ađ tala um tíma hans međ Berlin frá juli 1923 til mars 1924 - sem kom hingađ 29. juli og fór til Íslands 1. august. Um ţetta er enginn vafi. Heydrich og Canaris međ Berlin - ţađ er sagan. Samt verđur í ţessum ţátti talađ um leikirnar HB-Berlin 30. juli (1-1) og 31. juli (5-2) í Ţorshöfn - allt samkvćmt Dimmalćtting og Tingakrossi í august 1923 og bókum HB´s. Hvort Heydrich var ađ keppa í Gundadali skiptir reyndar engum máli. Hann kynntist Canaris međ Berlin, og Berlin var í Fćreyjum og á Íslandi frá 29. juli til 20. august 1923.
Ţađ skiptir reyndar öllu máli ađ vera nákvćmur í heimildameđferđ og ţađ gildir ekki síst fyrir blađamenn.
Heilmikiđ hefur veriđ ritađ um Heydrich og íţróttaáhuga hans og samkvćmt öllum heimildum kemur glögglega fram ađ hann var ekki gott efni í liđsmann í knattspyrnuliđiđ. Hans styrkur í íţróttunum var ađeins svo sem svo, og hann stundađi fyrst og fremst sund, hnefaleika, skíđamennsku og skylmingar - og gott er ekki er var hann međ skylmingaör á einni kinninni eđa á annarri rasskinninni.
"Bubi" rotar Heydrich, enda snapađi foringinn sér fćting.
Margir sagnfrćđingar hafa rakiđ feril Heydrichs í ţýska sjóhernum, á einn eđa annan hátt. Hjá ţeim kemur jafnan fram ađ hann var algjör einfari sem enga vini átti. Menn hentu gaman af ofstćki hans í kynţáttamálum og jafnframt útlit hans, sér í lagi langt nef og ankannalegur vöxtur, var í ţví sambandi notađ gegn honum og hann spottađur međ ţví ađ vera sífellt kallađur gyđingur og sígauni. Ţađ voru sömuleiđis ortar háđsvísur um hann og honum var haldiđ utan brćđralags sjóliđanna.
Í bók Shlomo Aronson (1971): Reinhard Heydrich und die Frühgeschichte von Gestapo und SD. [Studien zur Zeitgeschichte; Herausgegeben vom Institut für Zeitgeschichte. Deutsche Verlags-Anstalt] Stuttgart. Ţar kemur fram góđ persónulýsing á Heydrich á yngri árum:
... Freunde hatter er in der Crew - soweit ich mich erinnern kann - keine. Er war ingendwie anders als wir... Das fühlte er auch, und deshalb pflegte er sich einem Kreis Abwerhaltung zu nähern.
"Félagar" Heydrichs í sjóhernum kölluđu hann m.a. til háđungar hvíta Gyđinginn (Der weisse Jude) og annar félaginn skrifađi um hann:
In unserem Jahrgang galt Heydrich mehr oder minder als Jude, weil ein anderer aus Halle stammender Crewkamerad erzählte, dass die Familie früher ´Süss´ geheissen habe und dass dies in Halle bekannt sei.
Allar ţessar gróusögur grasseruđu vegna ţess ađ Heydrich var vćgast sagt afar leiđinlegur og ófélagslegur mađur, sem sjálfur kallađi ţetta ađkast yfir sig. Hann gekk í sjóherinn til annars en ađ spila fótbolta; Sjóherinn var ađeins stökkbretti fyrir framagosann Reinhard Heydrich. Í annarri bók um Heydrich kemur ţetta fram um háttalag hans í enskri ţýđingu:
"Vanity, complacency, coquetry, weak-heartedness and hypersensitivity were conspicuous traits of his character. He soon became an easy target for bullying for all his comrades. And he always reacted the wrong way.
"Skíđakappinn" Heydrich. Efst sjáiđ ţiđ "hnefaleikakappann" Heydrich. Heilbrigđ sál í hraustum líkama eđa egótrippi? Minnir dálítiđ á Andra Slyddu í Ölpunum.
Sko krakkar, svo ég láni nú eitt af beittustu stílbrögđum Illuga Jökulssonar: Ţeir sem trúađ hafa ţví fyrir jólin á Íslandi, ađ Heydrich hafi leikiđ knattspyrnu viđ KR í Reykjavík; og ţeir Fćreyingar sem nú halda ađ hann hafi líka veriđ í fótboltaleik í Ţórshöfn, verđa ađ róa sig. Mér ţykir líklegra ađ Heydrich hafi faliđ sig á klósettinu um borđ á Berlín á ytri höfninni í Reykjavík og Tórshavn og kennt gyđingum um ófarir sínar.
Nú tók Heydrich sem betur fer ekki ţátt í Fyrri heimstyrjöld líkt og Julius Schopka, hann varđ ţví ekki stríđsglćpamađur fyrr en síđar. En kafbátahernađur sá sem Schopka tók ţátt í var ekki eintóm rómantík. Ţjóđverjar grönduđu skipum á grimman hátt ţótt "gentlemennastríđ" hafi enn veriđ háđ í Evrópu. Kafteinar kafbátanna ađvöruđu oft skip áđur en ţeir sökktu ţeim. Schopka lýsir ţví i dagbókum sínum, hvernig hann tók ţátt í sprengingu danska skipsins Ansgar á Miđjarđarđhafi. 11. apríl 1917, tók Júlíus Schopka nefnilega ţátt í óţarfa níđingsverki. Sjóliđar kafbátsins komu fyrir sprengjum um borđ í Ansgar frá Marstal og hófu einnig íkveikju á tveimur stöđum um borđ. Reyndar fengu skipverjar ađ yfirgefa skipiđ.
Danska skipiđ var ekki í flutningum fyrir andstćđinga Ţjóđverja í stríđinu. Fyrst leyfđi kapteinninn á kafbátinum ađ sigla, en skipti svo um skođun. Ţetta er allt hćgt ađ finna í samtímaheimildum í dönskum skýrslum um skipaskaskađa áriđ 1917 sem og í dönskum fjölmiđlum - alt heimildir sem hćgt er ađ nálgast á netinu. Ansgar var reyndar í flutningum međ timbur til Valencia frá Bandaríkjunum. Farminn átti danskur vínkaupmađur í Valencia og hefur viđurinn ugglaust átt ađ fara í gerđ áma. Ţađ var ekkert um borđ í ţessu skipi sem ógnađi Ţýskalandi.
Ansgar fra Marstal sprengdur og sökkt til gamans af kapteini og áhöfn U-52.
Ţađ var eins gott ađ Júlíus Schopca settist ađ á Íslandi og ţagđi ţar um ađild sína ađ árás á danskt skip á Miđjarđarhafi áriđ 1917. Hver veit hver frami hans hefđi veriđ í Ţýskalandi međ slíka reynslu í farteskinu; eđa hvađ gerst hefđi hann, svo Danir heyrđu til í Reykjavík, gortađ sig af ađ hafa sökkt Ansgar. Ćtli illmenniđ Heydrich hafi haft slíkar syndir á samviskunni á sama aldri og Schopka?
Bloggar | Breytt 10.1.2020 kl. 18:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţingvalla-bagallinn endurskođađur
31.12.2019 | 07:30
Međal fegurstu forngripa sem fundist hafa í jörđu á Íslandi er haus, eđa öllu heldur húnn, af svo kölluđum tau-bagli (Ţjms. 15776/1957-39) eđa tau-staf, sem fannst í jörđu áriđ 1957. Bagallinn var lausafundur sem fannst viđ framkvćmdir á Ţingvöllum og eru fundarađstćđur allar frekar óljósar (sjá um ţađ hér á bls. 24-25).
Tau-baglar (tau er boriđ fram tá á íslensku) eru ţeir stafir kirkjunnar manna nefndir sem hafa T-laga haus. Tau er gríska heiti bókstafsins té. Bagall er hins vegar hiđ forna norrćna orđ fyrir biskupsstaf og er orđiđ afleitt af latneska orđinu fyrir staf, baculus (stundum ritađ í hvorugkyni baculum), sem og gríska orđinu baktron, sem hinar margfrćgu bakteríur (stafgerlar), sem hrjá mannkyniđ, mega ţakka nafn sitt.
Gripur ţessi, sem vćntanlega hefur veriđ biskups- eđa ábótastafur, var sendur utan á mikla sýningu 1992-93 sem kostuđ var af Norrćnu Ráđherranefndinni og Evrópuráđinu. Ég (VÖV) ritađi um gripinn í sýningaskrár sem komu út í tengslum viđ hinar stóru farandsýningu sem sett var upp í París, Berlín og Kaupmannahöfn 1992-93. Skráin hét á dönsku Viking og Hvidekrist, Norden og Europa 800-1200; á ensku: From Viking to Crusader, The Scandinavians and Europe 800-1200, á ţýsku Wikinger, Waräger, Normannen. Die Skandinavier und Europa 800-1200 og á frönsku Les Vikings... Les Scandinaves et l´Europe 800-1200.
Í afar stuttum texta sýningarskránna, gaf ég upp ađeins ítarlegri upplýsingar um tau-bagalinn frá Ţingvöllum en t.d. Kristján Eldjárn eđa James Graham-Campbell höfđu áđur gert er ţeir veltu fyrir sér ţessum einstaka grip í verkum sínum, sem ég vitnađi sömuleiđis í. Mađur sökkti sér niđur í frćđin, en gat ţá ekki skrifađ nema nokkra línur. Nú verđur bćtt úr ţví.
Tau-stafurinn frá Ţingvöllum, sem er auđveldast ađ stílgreina sem tilheyrandi Úrnes-stíl, er ekki stór gripur. Lengd hans međ leifunum af tréstafnum sem fundust í fal stafsins er ekki nema 7,1 sm og breidd er 8,6 sm. Viđurinn í stafnum hefur veriđ greindur sem blóđhyrnir (cornus sanquinea L.).
Tau-tákniđ og baglar voru á hámiđöldum taldir skírskota til tau-krossins, té-laga kross, sem var einkennistákn heilags Antoníusar munks í Egyptaland sem talinn er hafa veriđ uppi 3-4. öld e. Kr. Einnig hefur Tau-kross veriđ tengd heilögum Frans af Assisi í list síđmiđalda. Tau-stafir hafa lengir veriđ ţekktir sem biskups og prestastafir í austurkirkjunni, í armensku kirkjunni, međal koptískra kristinna og hjá Eţíópum. Menn hafa leikiđ sér ađ tengja stafinn frá Ţingvöllum viđ austurkirkjuna, en ţví miđur er lítiđ sem stutt getur slík tengsl og Antoníus og heilagur Fransiscus (Frans) koma tau-baglinum á Íslandi ekkert viđ, enda er tau-kross hans ekki eins í laginu og bagall sá sem Antoníus og Frans eru sýndir međ í freskum og altarislist miđalda.
Líkt og ég benti á í afar stuttum texta mínum um bagalshúninn frá Ţingvöllum í sýningaskrám Víkingasýninganna í París, Berlín og Kaupmannahöfn, ţá ţekkjum viđ hausa úr viđi af stöfum sem mest líkjast hausnum frá Ţingvöllum. Ţeir hafa fundist í Dublin. Ţađ hefur lengi veriđ ljóst ađ Íslendingar hafa grimmt sótt í vöruviđskipti í Dyflinni og í enskum verslunarstöđum á fyrrihluta miđalda (sjá nánar neđar í ţessum texta). Ég er enn á ţví ađ húnninn geti veriđ verk frá Bretlandseyjum eđa Írlandi, ţar sem Íslendingar versluđu mikiđ á 11.12 og fram á 13. öld. Ég hika ekki viđ ađ aldursgreina stafinn til um 1100 e.Kr. og jafnvel getur hann veriđ eitthvađ yngri. Hann er heldur ekki í hreinrćktuđum Úrnesstíl.
Baglar kirkjunnar
Bagallinn, eitt af einkennistáknum biskupa og annarra háttsettra manna innan mismunandi kirkjudeilda, hafa gegnum söguna hlotiđ margar skýringar. Sumir vilja álíta ađ ţetta sé fjárhirđstafur, međ vísunar til ţess ađ ţessir menn gćttu hjarđar Drottins. Flestir baglar fengu ţví fljótlega svipađ form og krókstafir fjárhirđa. Ađrir sérfrćđingar sjá frekar uppruna tau-bagalsins međal gyđinga sem fyrstir tóku kristni. Ţeir áttu ađ hafa ćttleitt bagalinn úr gyđingdómi. Tíu ćtthvíslir gyđinga áttu sér hver sinn staf og var hver stafur merktir bókstafi ćttarinnar, en sá sem kristnin "erfđi" eđa fékk ađ láni var stafur prestanna, Levítanna, sem blómsrađi og laufgađis (varđ tré lífsins, lífsins tré arbor vitae; og síđar meir róđan/krossinn) ţ.e. stafur Arons sem greint er frá í 4. Mósebók, 17 kafla og t.d. einnig í 2. Mósebók, 7. kafla: Drottinn ávarpađi Móse og Aron og sagđi:
Ef faraó segir viđ ykkur: Geriđ kraftaverk, skaltu segja viđ Aron: Taktu staf ţinn og kastađu honum niđur frammi fyrir faraó. Hann verđur ađ eiturslöngu. Síđan fóru Móse og Aron til faraós og ţeir gerđu ţađ sem Drottinn hafđi bođiđ ţeim. Aron kastađi staf sínum frammi fyrir faraó og ţjónum hans og hann varđ ađ eiturslöngu. Ţá kallađi faraó fyrir sig vitringa og galdramenn og spáprestar Egyptalands gerđu eins međ fjölkynngi sinni. Hver ţeirra kastađi staf sínum og stafirnir urđu ađ eiturslöngum en stafur Arons gleypti stafi ţeirra. En hjarta faraós var hart og hann hlustađi ekki á ţá eins og Drottinn hafđi sagt.
Stafur Móses er einnig nefndur í Síđari Konungabók, kafla 18:4, ţegar segir frá Hiskía Akassyni, sem svo er kallađur á íslensku (Hezekijah ben Ahaz):
Ţađ var hann sem afnam fórnarhćđirnar, braut merkisteinana og hjó niđur Asérustólpana. Hann braut einnig eirorminn, sem Móse hafđi gert, en allt til ţess tíma höfđu Ísraelsmenn fćrt honum reykelsisfórnir og var hann nefndur Nehústan.
Síđast en ekki síst má finna "stađfestingu" á ţessu í Nýja Testamentinu, nánar tiltekiđ í Jóhannesarguđspjalli 3:14, sem einnig skýrir af hverju menn voru međ bronsstafi sem sýndu táknrćnan orm á Íslandi um 1100 árum e.Kr.:
Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyđimörkinni, ţannig á Mannssonurinn ađ verđa upp hafinn svo ađ hann veiti hverjum sem trúir á hann eilíft líf.
Eirormur var um langan tíma eitt af táknum Krists. Óneitanlega minnir bagallinn frá Ţingvöllum á eirorm Móses, sem kallađur var Nehushtan, og sams konar mynd af krossinum virđist hafa lostiđ niđur í biblíuglansmyndahöfunda í Bandaríkjunum á 20 öld og listamanna sem hefur skreytt kirkjuhurđ í San Zeno í Verona á Ítalíu sem er frá fyrri hluta miđalda (12. eđa 13. öld).
Sagan um stafi ćtthvíslanna 12 á kirkjuhurđinn á San Zeno í Veróna; 1. Mósebók kafli 14: Ţá kom orđ Drottins aftur til Abrams: Ekki mun hann erfa ţig heldur sá sem af ţér mun getinn verđa. Hann skal erfa ţig.
Ţá leiddi hann Abram út fyrir og mćlti: Líttu til himins og teldu stjörnurnar ef ţú getur. Og hann sagđi: Svo margir munu niđjar ţínir verđa.
Móses fćr lögmáliđ og Aron gćtir stafa ćtthvíslanna. Stafur ćtthvíslar hans hans laufgađist og blómgađist.
Vangaveltur um eiganda bagalsins sem fannst á Ţingvöllum
Heyrt hefur mađur og lesiđ alls kyns vangaveltur um hugsanlegan eiganda tau-bagalsins sem fannst i jörđu á Ţingvöllum. Eins og oft áđur á Íslandi, skal sú leiđa hefđ í hávegum höfđ, ađ einstakur gripur sem finnst í jörđu sé tengdur ákveđinni persónu í Íslendingasögum eđa álíka bókmenntum. Slíkir órar eru algjörlega út í hött. Hvort ţeir feđgar Gissur Ísleifsson eđa Ísleifur Gissurarson biskupar hafi átt tau-bagallinn á Ţingvöllum skal ţví hér međ öllu ósagt látiđ, ţó svo ađ bagallinn falli tímalega ađ embćttistíma ţeirra sem biskupa í Skálholti.
En kannski voru ţeir feđgar, líkt og svo margir kirkjunnar ţjónar, óđir međ međ öli, svo ađ ţeir týndu embćttisverkfćrum sínum á víđavangi? Hugsanlega misstu ţeir bagalinn á kvennafari og ţađ međ bráđóţroskuđum stúlkum? Enn annar ţanki gćti gefiđ ástćđu til ađ ćtla, ađ eins og fyrr og síđar hafi ţjófar hreiđrađ um sig á Alţingi. Baglinum gćti hafa veriđ stoliđ. Allt eru ţetta ţó óţarfa vangaveltur er menn vita ekki hvar á ađ leita ađ svörum um uppruna forngripa.
Einhverjum datt nú síđast í hug ađ lögsögumenn hefđu gengiđ međ einhver tákn um stöđu sína á ţingi. Um slíkt var spurt á Vísindavefnum (sjá hér), ţar sem sérfrćđingur einn afneitađi sem betur fer međ öllu ađ slík tákn hefđu veriđ notuđ af lögmönnum; en af einhverjum furđulegum ástćđum birtist samt ljósmynd af Ţingvallabaglinum viđ greinina á Vísindavefnum. Stundum geta menn ekki setiđ á sér í vitleysunni?
Tá-baglar í Evrópu á miđöldum
Hvar finnur mađur svo forláta bagal eins og ţann sem fannst á Ţingvöllum áriđ 1957? Sannast sagna hefur enn enginn tau-bagalshúnn líkur ţeim sem fannst á Ţingvöllum enn fundist í jörđu eđa varđveist á annan hátt. Ţađ ćtti ţó ekki ađ vera útilokađ ađ eins eđa svipađur gripur ćtti eftir ađ finnast einhvers stađar í nágrannalöndum Íslands. Húnninn er steyptur og gćtu fleiri húnar hafa veriđ steyptir eftir sama grunnmóti og hann.
Ţeir Tau-baglar sem nánast ţola samlíkingu viđ stafinn frá Ţingvöllum eru baglar sem höggnir voru út á lágmyndum á írskum hákrossum.
Mynd byggđ á tölvumćlingu af Durrow-hákrossinum í County Offaly á Írlandi. Ţarna situr Jesús í dómsdagsmynd og heldur á tveimur af táknum sínum, krossinum og ormastaf ćttar sinnar.
Hér fyrir neđan sést greinilega á 3 ljósmyndum tau-bagall á dómsdagsmynd á hákrossinum frá Muiredach sem stendur viđ klausturkirkjuna í Monasterboice i County Louth á Írlandi. Krossinn er aldursgreindur til 9. eđa 10. aldar, sem stílfrćđilega virđist vera góđ tilraun ađ teygja grćna lopann. Krossinn er öllu nćr frá 11. öld.
Hér fyrir neđan; Miđjumynd á hákrossi sem stendur í Clonmacnois í County Offaly. Á ţessum krossi stendur Jesús einnig stoltur međ tákn sín krossinn og međ tau-bagalinn ormastaf Levítans) og kross.
Á syđri hákrossinn í Kells á Írlandi sem kenndur er viđ heilagan Patrek og Kólumkilla má einnig sjá Krist standa međ tross og ormastaf. Ţrívíddarmynd.
Tau-baglar voru greinilega í tísku á Írlandi á fyrri hluta miđalda. Baglahúnar úr tré sem fundist hafa viđ fornleifarannsóknir í Dyflinni á Írlandi sýna ţađ glöggt. Ekki er nú alls endis víst ađ um baglahúna sé ađ rćđa í öllum tilvikum. Her eru teikningar af ţremur af fjórum ţeirra, sem upphaflega birtust í bók James T. Lang (1988): Viking-Age Decorated Wood: A study of its Ornament and Style [Medieval Dublin Excavations 1962-81. Ser. B, vol 1], National Museum of Ireland.
Nokkur dćmi um taubagla í Vestur-Evrópu á fyrri hluta miđalda
Enginn tau-bagall hefur enn fundist eđa varđvesit í Skandinavíu; En víđa í Norđur- og Vesturevrópu hafa varđveist tau-baglar og einnig sjást ţeir í kirkjulist, sem sýnir ađ tau-stafir hafa veriđ algengir víđa um álfuna. Hér sýni ég fáein dćmi til gamans:
Brotinn húnn af tau-staf sem skorinn hefur veriđ úr fílabeini eđa rosmhvalstönn. Hann er varđveittur í St.Peter Schatzkammer í Salzburg í Austurríki. Húninum er er gefin mjög breiđ aldursgreiningin eđa 800-1250, ţótt tímabiliđ 900-1150 sé mun líklegri greining. Silfurumgjörđ međ áletrun, sem er háls stafsins, er mun yngri en stafurinn og húnninn. Mál húnsins eru 4,8 x 13 sm (sjá nánar hér). Sjáiđ hve eyrun á orminum líkjast eyrum á orminum á tréhúninum hér ađ ofan frá Dyflinni.
Húnn af tau-staf úr fílabeini frá ţví um 1000 e.Kr., varđveittur í Dómkirkjunni í Köln.
Húnn af tau-bagli úr fílabeini varđveittur í Schatkamer Sint-Servaasbasiliek (kirkju heilags Servatíusar) í bćnum Maastricht í Hollandi.
Tau-bagall frá 11. öld sem varđveittur er í British Museum. Hann er í Engil-Saxneskum stíl sem svo er kallađur.
Írskur tau-bagall sem talinn er vera frá 12. öld og sem varđveittur er í Ţjóđminjasafni Íra í Dyflinni.
Tvenns konar baglar höggnir í lítinn steinkross í Broughanlea í County Antrim á Norđur-Írlandi. Aldur óviss.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
31.12.2019
Kirkjugripir | Breytt 16.3.2022 kl. 10:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Syndafall á Ţjóđminjasafni
27.12.2019 | 10:17
Sumariđ 1883 stundađi starfsmađur Forngripasafnsins í Reykjavík furđuleg forngripa(viđ)skipti međ ţjóđararfinn. Hann lét útsendara frá Nordiska Museet i Stokkhólmi hafa forláta brjóstkringlu frá 16. öld, sem hafđi veriđ búningasilfur kvenna á Íslandi í aldarađir. Brjóstkringlu ţessa, sem sem er úr logagylltu silfri, fékk Nordiska Museet ađ ţví er virđist ađ gjöf ţann 8. júlí 1883.
Áriđ 2008 fékk Ţjóđminjasafniđ brjóstkringluna aftur ađ láni í óákveđinn tíma og hefur hún nú hlotiđ safnanúmeriđ NMs-38867/2008-5-185. Ţađ vekur hins vegar furđu ađ starfsmađur Ţjóđminjasafnsins, sem fćrt hefur brjóstkringluna inn í Sarp, skráningarkerfi flestra safna á Íslandi, lćtur ţetta eftir sér hafa á Sarpi:
í skiptum fyrir R.A., 8.XII. Brjóstkringla. Efni silfur, gylt. Ţverm. 6 cm. Sjá Afb. 2 - 3 , Pl. 3, 12 a - b. Fengin frá Forngrs. í skiptum af R.A., 8.XII.1883 kom hún.
Eitthvađ virkar ţetta eins og endasleppt ruglumbull. En međ góđum vilja má ćtla, ađ menn á Ţjóđminjasafni viti á einhverju stigi ekki hvort brjóstkringlan hafi komiđ frá Svíţjóđ, en ţó er ég ekki viss, ţví mig grunar ađ starfsmađurinn sem skrifar ţessa ţvćlu kunni líklegast ekki setningarfrćđi og notkun spurningarmerkja. En kom kringan til Íslands? Ţađ má vera eđlileg spurning miđađ viđ allt ţetta rugl á Sarpi.
Međan ađ brjóstkringlan góđa var í Svíţjóđ, hafđi enginn í Stokkhólmi burđi til ađ rannsaka ţennan grip eđa uppruna hans, ţví ekki er hann íslenskur. Kringlan var ađeins skráđ ţar sem "smycken" frá Íslandi og upplýst er ađ Forngripasafniđ hafi gefiđ hana Nordiska Museet.
Önnur kringla í "Endurlifnunarstíl"
Nú vill svo til ađ Forngripasafniđ átti annan, sams konar grip og kringluna, sem gefin var til Stokkhólms. Hún ber númeriđ 2156 (sjá hér) og henni fylgir löng keđja; hvortveggja er logagyllt. Kringlunni ţeirri í Forngripasafninu lýsti Sigurđur Vigfússon á eftirfarandi hátt:
Hálsfesti úr silfri, algylt, l.um 135 cm., br. 6 mm., ţ. 2 mm. Öll samfelld; kveiktir hlekkir, grannir, dálítiđ undnir, svo festin verđur sljett; hún er svo sem tvöföld öll, samsett af tvennum hringum; kemur ţađ glegst í ljós er undiđ er öfugt upp á hana. Á henni leikur lítill grafinn silfurlás, gyltur, međ hring í, og í honum hangir kringlótt kinga, 5,9 cm. ađ ţverm. og 48 gr. ađ ţyngd, steypt úr silfri og gylt, međ mjög upphleyptu verki beggja vegna og steyptri snúru umhverfis. Annars vegar er syndafalliđ, Adam og Eva standa hjá skilningstrjenu góđs og ills; Eva tekur ávöxt af trjenu og Adam heldur á öđrum. Ormurinn (djöfullinn) hringar sig um trjeđ. Dýr merkurinnar (einhyrningur, uxi, svanur, hjörtur o.fl.) eru til beggja hliđa. Yzt vinstra megin virđist vera Jahve og sendir frá sjer engil á flugi: en yzt hćgra megin virđist engill(inn) reka Adam burtu; eru ţćr myndir miklu smćrri en ađalmyndin. Trjeđ er međ mikilli krónu og fyrir neđan hana er letrađ: MVLIER . DE - DIT. MIHI/ ET . COMEDI . - GE . 2. ( ţ.e. konan gaf mjer og jeg át međ. Genesis [1. bók Móse ] 2. [kap.]). Hins vegar er friđţćgingin fyrir syndafall og syndir mannkynsins; Krossfesting Krists. Umhverfis Krist ađ ofan eru geislar í hálfhring. Sinn rćninginn er til hvorrar handar. María frá Magdölum krýpur viđ kross Krists og heldur um hann. Önnur kona ( María móđir Krists?) snýr sjer undan og gengur frá. Hermađur (Longinus) ćtlar ađ stinga spjóti í síđu Krists; annar ađ brjóta međ kylfu fótleggi annars rćningjanna. Höfuđsmađurinn (Longinus) situr á hestsbaki hjá krossi Krists og hefur spjót sitt á lopti. Beggja vegna viđ krossana og milli ţeirra er leturlína yfir ţvera kinguna: MIS-ERERE. NO-BIS - DOMI-NE( ţ.e. Miskunna oss drottinn ). Alt er ţetta í endurlifnunarstýl og líklega frá 16.öld. Sennilega gjört í Ţýzkalandi, í upphafi, ađ minsta kosti. - Festin (og kingan) er sögđ ađ vera frá Jóni biskupi Arasyni, en seinast hefur átt hana Sigurđur á Vatnsleysu (Jónsson) (S.V.).
Öll ţessi frćđsla Sigurđar Vigfússonar var góđ og blessuđ, eins langt og hún náđi, og Sigurđur Vigfússon gerđi sér eins og sannur síđendurlifnunarstílisti far um ađ frćđast, sem og upplýsa ţá sem áttu ţjóđararfinn. Mćttu menn taka hann sér til fyrirmyndar, bćđi í á Nordiska Museet og á Ţjóđminjasafni nútímans.
Medalía en ekki brjóstkringla
Ţó Sigurđur Vigfússon hafi miđlađ haldgóđum upplýsingum og komist nćrri um flest hvađ varđar "brjóstkringlu", og sem sögđ var frá Jóni Biskupi Arasyni komin, hafđi hann ekki ađgang af öllum ţeim upplýsingum sem fólk hefur í dag, en sem sumir virđast ţó ekki geta nýtt sér til gagns eđa gamans.
Međ örlítilli fyrirhöfn er fljótt hćgt ađ komast ađ ţví ađ ţćr tvćr "brjóstkringlur" sem varđveittust á Íslandi eru í raun medalíur, sem Jóhann fyrsti Friđrik hinn mikilfenglegi, kjörfursti af Saxlandi (Johann Friedrich der Großmütige von Sachsen;1532-1547) lét steypa (og ekki slá) einhvern tíma stuttu eftir áriđ 1535 - eđa um ţađ bil - eđa ađ minnsta kosti áđur en hann hrökk upp af vegna offitu og lystalifnađs. Hann var mikill fylgisveinn Marteins Lúters og átu ţeir kumpánar greinilega sams konar mat.
Lukas Cranach eilífađi Jóhann kjörfursta eins og kćfu í dós.
Medalíumeistarinn, eđa listamađurinn sem steypti medalíurnar, var Hans Reinhard inn eldri, sem starfađi á tímabilinu 1535 fram til 1568.
Nýlega var á uppbođi í Vínarborg seld medalía af ţeirri gerđ, sem frekt og ríkt siđbótarfólk bar um hálsinn á Íslandi er ţađ rćndi og hlunnfór ađra. Medalían fór á 700 evrur (sjá hér).
Fornleifur vonar nú ađ Ţjóđminjasafniđ taki viđ sér og fari á árinu 2020 ađ skrá ókeypis upplýsingar um gripi safnsins sem Fornleifur hefur nú í allmörg ár miđlađ hér á blogginu til almennings. Safniđ verđur vitaskuld ađ vitna í Fornleif og éta orđrétt eftir honum - Eđa eins og ritađ stendur ANTIQUUS DETID MIHI ET COMEDI og étiđ ţađ!
Fornminjar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Stopp !! Fyrir alla muni
3.12.2019 | 16:42
"Hver er eiginlega tilgangurinn međ sjónvarpsţáttunum Fyrir alla muni", spurđi einn vina Fornleifs í gćr? Honum var greinilega niđri fyrir vegna ţess hve lélegir honum ţóttu ţćttirnir, enda er hann smekkmađur á fortíđ, sögu og menningu.
Ég leit ţví á efniđ í ţessum ţáttum. Nú síđast var búinn til einskis nýtur ţáttur međ ţessu annars ágćta nafni fyrir skattpeninga landsmanna - af fólki sem greinilega veit lítiđ, eđa alls ekkert, um hvađ ţađ er ađ rćđa eđa frćđa um.
Jafnvel ţótt ţáttarstjórnendur leiti til rótgróinna menningarstofnanna eftir upplýsingum, verđa ţáttastjórnendur ţví miđur einskis vísari. Allur vísdómur virđist hafa flutt úr landi og jafnvel löngu fyrir hrun.
Í síđasta ţćtti Fyrir alla Muni (sjá hér) var fjallađ um međalgćđa empire-mublu (sem mér sýnist ađ sé spónlögđ). Hún er, ađ ţví ađ mér sýndist, frá miđbiki 19. aldar. Í ţćttinum er sögđ saga af fólki í Breiđholti sem telur ađ ţetta skúffedaríum hafi veriđ í eigu Skúla fógeta Magnússonar og ađ forfeđur ţeirra hafi náđ í ţađ í Viđeyjarstofu er hún vađ ađ hruni komin snemma á 7. áratugnum.
Ţátturinn byrjađi reyndar á ţví ađ ekiđ vestur í bć. En viti menn, allt í einu var bíllinn kominn upp í Breiđholt. Jafn öfugsnúiđ var allt annađ í ţessum ţćtti.
Sams konar (eđa álíka) mublu, chatol eđa skatthol eins og ţađ heitir nú á íslensku, er hćgt er ađ fá fyrir slikk í Danmörku, ţađan sem mér sýnist ađ skattholiđ sé ćttađ. Skattholiđ var reyndar ekki sýnt sérstaklega vel í ţćttinum Fyrir alla muni. Mér sýnist skúffedaríiđ vera lagt međ spón af eik eđa afrísku mahóní.
Eigendurnir sem eiga kjallarann í Breiđholti sjá líklega ofsjónum fúlgur faldar í skúffedaríinu, fyrst ţeir halda eđa telja sér trú um ađ Skúli fógeti hafi setiđ viđ ţađ. Í fjölskyldunni var ćvinlega talađ um skáp/púlt Skúla.
Greint var frá ţví í ţćttinum, ađ afkomendur eiganda skattholsins hafi leitađ til eins af stjórnendum ţáttarins til ađ finna kaupanda í útlandinu. Reyndar er mublan í Breiđholtinu, sem er sýnd mjög lítiđ og illa í ţćttinum, ađeins neđri hlutinn af skattholinu. Toppskápinn vantar. Ţađ kom vitaskuld heldur ekki fram í ţessu frćđsluefni á vegum RÚV, frekar en svo margt annađ sem skipti máli viđ ađ leysa ráđgátuna sem sett var fram.
Stíllinn á skattholinu, einn og sér, sýnir ţađ ljóslega ađ mublan er í empire (boriđ fram ampír) stíl og er hún frá miđbiki 19. aldar. Ţess er ekki getiđ í ţćttinum. Danir framleiddu empire-mublur lengur en t.d. Frakkar, ţannig ađ skattholiđ gćti hugsanlega veriđ frá síđari hlut 19. aldar (síđ-empire).
Leitađ til Ţórs Magnússonar
Ţó enginn starfsmanna fáliđađs Ţjóđminjasafns hafi haft burđi til ađ frćđa skransala og eina af ţessum ćsiblađakonum sem vinna fyrir auglýsingatekjur RÚV, hefđi ekki ţurft ađ angra öldunginn og eftirlaunaţegann Ţór Magnússon, ţó hann sé sagđur "vita allt", til ađ láta hann segja ţjóđinni ađ ţetta geti ekki veriđ mubla Skúla vegna ţess ađ hann sá hana ekki í Viđey á 7. áratug síđustu aldar.
Rök Ţórs voru ćđi furđuleg og alls ekki byggđ á stílfrćđi húsgagnsins eđa frćđilegu mati.
Ţar sem Ţór var viss um ađ hann hafđi ekki séđ skattholiđ í Viđey á 7. áratug síđustu aldar, ţegar afkomendur stórbóndans Eggerts Briem Eiríkssonar fóru og sóttu skattholiđ, taldi Ţór ađ ţetta gćti ekki veriđ mubla Skúla. Furđulög rök ţađ, en enn meiri furđu sćtir ađ Ţór beitir ekki fyrir sér mikilli ţekkingu sinni og annálađri og bendi einfaldlega á ađ mublan sé í empirestíl og geti ţví ekki veriđ frá tímum Skúla fógeta. Eitthvađ viturlegra hefđi vissulega getađ hafa veriđ klippt út úr ţćttinum, ţví ţáttagerđarmenn eru óprúttnir í viđleitni sinni viđ ađ "búa til góđa sögu". Sannleikurinn er ekki alltaf besta sagan hjá fólki í ţeim bransa.
Afkomendur Eggerts Briem Eiríksson, sem námu á brott mubluna í Viđeyjarstofu, gćtu hćglega veriđ ađ segja sannleikann um hvernig ţau náđu í húsgagn forfeđra sinna, ţví mublan er frá 19. öld og gćti ţví hafa veriđ ritpúlt Eggerts Briem eđa jafnvel föđur hans Eiríks biskupsritara.
Eeeen ekki áttu allir Íslendingar svona fínar mublur á 19. öld. Ţeir sem ekki voru höfđingjar, illmenni og arđrćningjar urđu ađ láta sér nćgja ađ geyma sitt dót í smákistlum og rita sín bćnabréf viđ ljósiđ frá grútarlampa á heimasmíđađri fjöl.
Summa summarum er ađ skattholiđ í ţćttinum Fyrir alla muni hefur Skúli Magnússon hvorki setiđ viđ međ bókhaldiđ sitt, né séđ. Ţađ geta allir frćđst um viđ einfalda leita ađ orđinu chatol (t.d. á dönsku) á netinu (leitiđ líka ađ myndum af chatol). Í leiđinni geta menn, sem ólmir vilja eignast "Skúlaskápa", litiđ á verđ á álíka skattholum og séđ ađ ţađ er vafalítiđ lćgra en innflutningskostnađur. Lítiđ fćst fyrir 19. aldar mublur ţessa dagana. Kannski á ţađ eftir ađ breytast.
Ţađ verđur ađ teljast stórfurđulegt, ađ veriđ sé ađ búa til heilan sjónvarpsţátt međ kjánalegum spuna um eitthvađ, sem auđveldasta mál hefđi veriđ ađ ganga úr skugga um međ leit á veraldarvefnum. Ţá hefđu menn líklega einnig uppgötvađ, ađ á mublunni í kjallaranum hjá Brímunum í Breiđholtinu vantar toppstykki, eins og ţađ sem sjá má hér ađ ofan. Toppstykkiđ vantar greinilega líka í ţćttina sem Fornleifur leyfir sér ađ gagnrýna hér af sinni alţekktu grimmd.
Ţjóđ sem hendir
Íslenska ţjóđin hefur flýtt sér svo mikiđ úr "helv..." fortíđinni, ađ fćstir ţekkja vart stíl og smekk fólks fyrir 70-100 árum síđan eđa fyrr. Nú er allt eins konar Ikea, nema menn teljist til Epal-elítufólks sem er svo vel í álnum og vitstola, ađ ţađ kaupir ţađ sem flott ţykir á 100-200% hćrra verđi en ţađ selst á í nágrannalöndunum. Íslendingar henda einnig manna mest í Evrópu á haugana.
Vanţekking íslenskra skransala í gegnum tíđina, á ţví sem ţeir eru ađ selja, sýnir ţetta líka mjög glögglega. Skransalar ţurfa náttúrulega ekki ađ vita nokkurn skapađan hlut, en ţađ vćri nú líklega til bóta ef lágmarksţekking vćri fyrir hendir. En ţegar sölumenn, sem eru ađ fara međ "meint húsgögn" föđur Reykjavíkur í sölu til útlanda, vita ekki neitt um ţađ sem ţeir taka ađ sér ađ selja, ţá verđa ţeir fyrir alla muni ađ lesa sér betur til - og ţađ hefur reyndar aldrei veriđ auđveldara. Lestrarkunnátta Íslendinga hefur aftur á móti aldrei veriđ verri.
Saga af skransala
Hér segir frá sölumennsku skransala eins í Reykjavík, sem hafđi til sölu nokkuđ kindugan róđukross, sem hann kynnti til sögunnar sem "rómverskan"; og geri ađrir betur. Ţađ er kannski ekki í frásögur fćrandi, ađ skransala mannsins fór á hausinn og ađ hann er hinn sami Sigurđur Helgi Pálmason (Gunnarssonar hljómlistamanns) sem sér um stjórn ţáttanna Fyrir alla muni.
Áhugi ţjóđar, sem af öllu hjarta fyrirlítur fortíđina, var ekki mikill á dýrkeyptu silfri skransalans, sem vildi selja flest sem gulls ígildi. Í dag er Sigurđur Pálmason starfsmađur Myntsafns Seđlabankans, ţegar hann er ekki ađ skýra út skran á RÚV međ lítilli ađstođ frá stofnunum sem ćtti ađ hafa vit á fortíđinni.
Róđukross samsettum úr hlutum frá mismunandi tíma, reyndi Safnaramiđstöđin ađ selja á 4,6 milljónir króna hér um áriđ. Hér má lesa frćđilegt álit á hinum heilaga krossi samsettum á síđari tímum óheiđarlegum. Kannski kemur ţáttur um kross ţennan í röđinni Fyrir alla muni og góđ skýring á vel stćltum handleggjum Krists?
Fornleifur telur ađ sú ágćta kona, sem hlýtur brátt ađ verđa útvarpsstjóri á RÚV, ćtti ađ sýna sparnađ í verki og velta starfsmönnum stofnunarinnar af makindalegri vindsćng Bjarna Ben og taka af ţeim sólgleraugun. Síđan mćtti skipa ţeim ađ láta endursýna ţćttina Muni og Minjar, ţótt ţađ sé gamalt og sigiđ sjónvarpsefni (ja, vonandi er ekki búiđ ađ henda ţeim ţáttum á haugana). Fyrir mannsaldri síđan, reyndu Eldjárn og órykfallinn Ţór Magnússon ađ minnsta kosti ađ miđla vitsmunum í ţjóđina, Ţeir fornólfarnir, Kristján og Ţór, ţurftu ekki ađ aka Miklubrautina vestur í bć til ađ fara upp í Breiđholt til ađ fá gott "plott" í ţćttina sína.
Svo geriđ ţađ nú fyrir hann Fornleif ađ sökkva vindsćngum RÚV í skítalćk í Fossvogi og látiđ svo hendur standa fram úr ermum. RÚV verđur ađ geta gert betur fyrir allar auglýsingatekjurnar sem velta inn og sem ýmislegt grćđgispakk á sólbekkjum lífsins vill fá fingurna í. En ţćttir, sem gerđir er líkt og menn gangi međ tvöföld sólgleraugu í rökkri, eru kannski ţađ sem menn vilja sjá til ađ láta ljúga sig stútfulla.
Forngripir | Breytt 9.12.2019 kl. 09:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag verđur bođiđ upp málverk hjá uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen. Sá hluti uppbođsins, ţar er seld eru málverk, hefst klukkan 16 ađ stađartíma í Kaupmannahöfn. Ţá er klukkan ţrjú og rok og rassgat í Reykjavík. Málverkiđ sem hér sést er númer 119 á uppbođsskrá.
Nú vill svo til ađ Bruun Rasmussen er međ algjörlega ósvikna vöru frá Íslandi. Engin brögđ eru í tafli og Ólafur forvörđur og sjálfcertifíserađur falsarabani ţarf líklega ekki ađ setja gćđastimpil sinn á málverkiđ.
Um er ađ rćđa olíumálverk á striga sem er 40 x 58 sm ađ stćrđ, sem sýnir kot í nágrenni Reykjavíkur áriđ 1847. Ţá var málarinn Carl Ludvig Petersen á ferđ á Íslandi međ öđrum og meiri meistara, Vilhelm Melbye. Carl Ludvig Petersen teiknađi fjölda skyssa og teikninga frá dvöl sinni. Ein teikninganna er varđveitt í Ţjóđminjasafni og hinar í Listasafni Íslands (sjá hér).
Teikning sú sem Ţjóđminjasafn Íslands varđveitir fyrir íslensku ţjóđina, er af sama mótífinu (sama bć) og málverkiđ sem selt verđur síđar í dag. Málverkiđ hefur Carl Ludvig Petersen ađ öllum líkindum málađ viđ heimkomuna til Danmerkur, ţví hún er tímasett til 1848.
Nćrmynd. Mér datt eitt andartak í hug, ađ málverkiđ sýndi kot á Seltjarnarnesi.
Ánćgjulegt vćri ef annađ hvort Ţjóđminjasafn Íslands eđa Listasafniđ hnepptu ţetta málverk, sem danska uppbođsfyrirtćkiđ metur á 40.000 hvítţvegnjar, danskar krónur. Ţađ verđ er ţó nokkuđ í hćrri kantinum ađ mínu mati miđađ viđ "gćđi" myndarinnar. En áksjónaríus Bruun Rasmussen hafa fyrir löngu fundiđ fyrir ţví ađ málverkafćđ Íslendinga á 19. öldunni hćkkar verđ og eykur áhugann á slíkir metravöru hjá nýríkum svindlurum frá Íslandi sem betrekkja stofur sínar međ menningu sem ţeir hafa ekkert vit á. Líklegast ţarf fyrirtćkiđ á ţví ađ halda, eftir ađ annađ hvert 20. aldarmálverk sem ţeir hafa undir höndum reynist falsađ samkvćmt Ólafi konservator.
Ég skođađi málverkiđ í dag ásamt góđum vini mínum, hinum 79 ára meistara Erik Bing Henriques. Viđ ákváđum ekki ađ bjóđa í myndina, til ađ gefa fátćkum söfnum á Íslandi tćkifćri til ađ ná í hana. Og hver vill annars nú orđiđ eiga nokkurt málverk frá Íslandi. Menn eiga á hćttu ađ allt ţađan sé stoliđ, logiđ, snuđađ eđa svikiđ.
O TEMPORA! O MORES!
Gamlar myndir frá Íslandi | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Kaupmannahafnarmyndir Fornleifs
20.11.2019 | 11:20
Kaupmannahafnarbúar elska hina skítugu og subbulegu höfuđborg sína sem algjörlega hćfileikalausir arkitektar nútímans vinna skipulega viđ eyđileggingu á.
Á fésbókinni Gamle Křbenhavn, ţar sem hćgt er ađ frćđast mikiđ um Kaupmannahöfn liđinna tíma, setti ég um daginn enn eina ljósmynd af borginni. Myndin er varđveitt í ljósmyndasafni Fornleifs. Myndin hefur vakiđ mikla hrifningu og hefur hafa nú 600 manns "lćkađ" myndina. Hún sýnir ráđhúsiđ í Kaupmannahöfn í byrjun síđustu aldar.
Myndin af ráđhúsinu fćr menn sig til ađ dreyma um betri tíma, međ farsóttum, barnavinnu og án votts af velferđarţjóđfélagi.
Myndin er varđveitt á laterna magica skyggnumynd, sem tilheyrđi safni skordýrafrćđingsins Levi Walter Mengel (1864-1941), Bandaríkjamanns sem var međ í leiđangri Robert Edwin Pearys áriđ 1891. Mengel var einnig í leiđangri til ađ leita ađ Peary áriđ 1992. Mengel skaust nefnilega "ađeins heim" í millitíđinni.
Levi Walter Mengel
Fyrir fáum árum fór safn eitt í Bandaríkjunum, sem Mengel byggđi upp, í algjöru menningarleysi ađ selja skyggnusafn Mengels á uppbođi. Safnstjóranum ţótti greinilega ekkert variđ í ljósmyndasafn Mengels og í Bandaríkjunum tíđkast ţađ ađ selja ömmur sínar eins og viđ vitum. Hrćđilega vont fólk (bad people).
Fornleifur náđi ţví miđur ađeins í nokkrar myndir frá Danmörku og Grćnlandi úr ţessu merka safni, myndir sem sumar eiga sér ekki hliđstćđur. Myndina efst tók Mengel ekki sjálfur. Hún var gefin út af fyrirtćkinu Underwood & Underwood í New York 1909 eđa -10.
Ţiđ getir séđ fleiri Kaupmannahafnarmyndir Fornleifs međ ţví ađ fara á ţennan hlekk og klikka á hausmyndina af safnverđi Fornleifs međ pípuna. Líklega ţarf mađur ađ gerast félagi í Gamle Křbenhavn til ađ sjá myndirnar. Ţađ er víst frekar auđfengiđ, og nokkrir Íslendingar eru ţarna ţegar eins og gráir og svarthvítir kettir.
Gamlar myndir | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt sinn var ek aurasál
12.11.2019 | 16:37
En ţađ var heldur leiđinlegt áhugamál. Ég held ađ ég hafi gert upp á viđ alla drauma um ađ verđa ríkur eins og Sir Jimbo Ratcliffe fursti í Ţistil- og Vopnafirđi. Ţađ var ţegar á 15. aldursári, enda var ég orđinn eins konar kommúnisti skömmu áđur. Ef ég hefđi látiđ mér nćgja ađ gerast krati, ćtti ég líklegast banka í dag. Engir hugsa eins kćrt um evrur eins og sannir kratar.
Ég gerđi mér ungur grein fyrir ţví ađ ég var af fátćku fólki kominn, og sá ekki í hyllingum fyrir mér framtíđ sem heildsali, líkt og fađir minn var. Hann setti ţó mat á borđiđ og verslunin borgađi fyrir húsakynnin ţar sem ég fékk ađ búa, ţangađ til alvara lífsins tók viđ. Ég er honum honum og vitaskuld móđur minni ţakklátur fyrir ţađ.
Áriđ 1975 fór ég ţó ađ leika mér međ stórfé. Ég ákvađ ađ hefja framleiđslu á mínum eigin seđlum. Ţađ blundađi međ mér einhvers konar Icesave-gúrú. Ég fór ekki hátt međ áform mín, enda var heimaframleiđsla á seđlum lögbrot á Íslandi í ţá daga, eins og ţađ er reyndar í dag - ţótt undarlegt megi virđast miđađ viđ ţróun siđleysis í íslensku ţjóđfélagi á síđari tímum.
Ég ćtlađi ađ gefa föđur mínum seđilinn, ţví hann hafđi óhemjulega gaman af peningum og seđlum, enda líka myntsafnari. Mig minnir ađ hann hafi sett seđilinn í skáp á skrifstofu sinni og aldrei gert honum hátt undir höfđi eftir ţađ.
Í haust skođađi ég hvađ lá innst í hornum gamals fataskáps í gamla herberginu mínu, sem ég formlega flutti úr um 1980. Ţar fann ég rúllu og út úr henni dró ég stórfé sem ég hafđi geymt til seinni nota.
Ţúsundkall í yfirstćrđ var ţađ sem ungir menn bjuggu til áriđ 1975, ţví hvorki áttu ţeir tölvur né gemsa. En ég átti ágćta smásjá sem ég skođađi iđamargt í. Ég lét mér ţó nćgja ađ skođa ţúsundkallinn og teikna hann fríhendis, ţegar ég hóf seđlaframleiđslu mína. Í dag teikna menn líklega platínukort eđa álíka ófögnuđ - eđa ekki neitt.
Ef menn taka vel eftir, tók ég mér líka ţađ bessaleyfi ađ setja nafn mitt á verđbólguseđilinn, líkt og ég vćri seđlabankastjóri. Ég var reyndar alls endis ómenntađur, alveg eins og Davíđ Ólafsson (sjá hér) seđlabankastjóri sem setti sómakćrt nafn sitt undir gott gengi íslensku krónunnar um árabil. Viđ sáum hvernig fór fyrir henni.
Ég get ţó ekki neitađ ţví ađ ég hef enn gaman af peningum/seđlum, helst ţá er ég á ţá, en ţađ er orđiđ svo sjaldan, ađ ég er farin ađ halda ađ hćgt sé ađ lifa á loftinu einu saman - eđa reyndar konunni minni. Međan hún sćttir sig viđ ţađ, er ég hólpinn.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skírteini lífsins
5.11.2019 | 14:32
Seinni partinn í september var ég í algjörri kurteisisheimssókn á Íslandi, ţar sem ég fć enn ađ búa hjá aldrađri móđur minni.
Móđir mín var einn daginn međ óţarfa áhyggjur og vangaveltur út af einhverri endurgreiđslu sem Tryggingastofnun krafđist vegna skekkju stofnunarinnar í útreikningum á ellilífeyri. Ég ţekki ekkert á "kerfiđ" á Íslandi, enda mestmegnis utan allra kerfa, og hafđi ţví ekki vit til ađ hjálpa henni - en bađ hana ađ biđja systur mína um ađ skođa máliđ ţegar hún kćmi heim úr sínu sumarleyfi.
Ţegar viđ töluđum um ţessar áhyggjur sá ég glitta í gamalt skírteini mitt úr Barnamúsíkskólanum undir öllu pappíraflóđinu sem veldur nírćđri konunni svo miklu hugarangri. "Engu skal hent" virđist vera viđkvćđiđ hjá henni í dag andstćtt ţví sem áđur var, ţegar hún henti helst öllu gamla konan. Einhver nostalgía virtist nú vera komin í mömmu á efri árum og hún var farin ađ nota skírteiniđ mitt sem bókamerki. "Ţú mátt alveg taka ţađ", sagđi hún ţegar hún sá ađ ég hafđi margar minningar tengdar plastinu.
Ég man nefnilega ţegar ég kom međ ávísun til ađ borga ársgjaldiđ. Stefán Edelstein skólastjóri var á "kennarastofunni" međ velyfirgreiddan skallann í tweedjakka međ bótum á olnbogum og í rúllukragapeysu. Hann gekk oft međ derhúfu međ dúski á ţeim tíma.
Ţetta var allt eins og ţađ hefđi gerst í gćr, en gerđist samt á efstu hćđinni í Iđnskólanum fyrir nćrri hálfri öld. Skrifstofan var lítil og full af reykingasvćlu. Stefán fór upp á upphćkkunina viđ gluggann, ţar sem skrifborđ hans var; settist viđ ritvélina og pikkađi inn nafn mitt, heimilisfang og símanúmer á miđa sem hann setti inn í plastiđ og fćrđi mér ţađ svo međ pípuna í munnvikinu um leiđ og hann sagđi: "Svakalegt nafn er ţetta sem ţú hefur, mađur". Ég svarađi bara "já" eđa jafnvel engu, enda hafđi ég heyrt hve strangur Stefán var. Annars kunni ég vel ađ svara í stíl viđ "Veit ek vel, Sveinki", en tók ekki sjens í Stebba.
Aldregi var ţetta Ausweis mitt notađ til neins og ţađ gulnađi bara í veski mínu til fjölda ára. Ţađ gaf hvorki afslátt í verslunum né fyrirgreiđslu á flugvöllum eins og platínukort Hannesar Hólmsteins. Mađur ţurfti ekki ađ sýna ţetta skírteini til ađ komast inn í skólann. En skírteini ţurfti mađur samt alltaf ađ hafa. Aginn lét ekki ađ sér hlćja.
Nýlega fór ég međ skírteiniđ í heimssókn í Tónmenntaskóla Reykjavíkur viđ Lindargötu, sem er arftaki Barnamúsíkskólans. Ég var ađ reyna ađ hafa upp á kennsluefni í sambandi viđ hljóđfćrasmíđi barna í skólanum á sínum tíma (sjá hér), og sér í lagi vegna smíđa nemanda á langspilum. Ég lofađi skólastjóranum ađ skrifa henni sem fyrst, en geri ţađ loks í dag. Hún ćtlađi ađ spyrjast fyrir um námsefniđ fyrir langspilssmíđar. Ég sýndi henni skírteiniđ, sem var hćtt ađ nota er hún var í skólanum töluvert síđar en ég. Hún trúiđ vart sínum eigin augum.
Í gćr fór ég svo í skjalsafn Fornleifs gagngert til ađ finna afrit af prófskírteinum ađalritstjórans er hann var í Barnamúsíkskólanum og kemur ţá í ljós ađ ég lauk hvorki meiru né minna en "Burtfararprófi í tónfrćđi og hljóđfrćđaleik úr framhaldsdeild skólans". Ţuríđur Pálsdóttir og Stefán Eldjárn gáfu mér "ágćtt", sem varđ ekki betra, og svo fékk ég nćstbestu einkunn "gott" fyrri píanóleik minn og mátti víst vel viđ una, mađur sem níddist á Bach, Bartok, Beethoven, Brahms, Beatles, BB King, og Bí-bí og Blaka. Umsögnin fyrir hljóđfćriđ 1971-1972 var ţví: Framfarir hćgar. Mćtti ćfa meira (sjá Ausweis HÉR). Ég tók ţegar miđ af ţví, enda ćtlađi ég mér ekki ađ verđa undirleikari fyrir eihverja kerlingu í gulum kjól og enn síđur píanókennari. Ég sá bćđi og heyrđi hve leiđinlegt ţađ var í Barnamúsíkskólanum.
Menntunin og burtfararprófiđ gaf mér hins vegar ákveđna innsýni í heim tónlistar. Ég hlusta mest, en skemmti stundum sjálfum mér međ einleik í höfđinu, tek af og til aríur í bađi eđa trommusóló á potta og pönnur ţegar ég syng ekki bakraddir međ Björk í útvarpinu. Ţađ er meira en nóg fyrir mig. Mađur ţarf ekkert skírteini upp á ţađ.
Minningar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
"Stradivaríusinn" minn er kominn heim
2.11.2019 | 10:35
Í október var ég í nokkra daga međ gömlum vinum í forláta íbúđ í Charlottenburg í Berlínarborg. Áđur en ţeir komu, hafđi ég setiđ á pólitísku skjalasafni Utanríkisráđuneytis Ţýskalands (Politisches Archiv des Auswärtiges Amts) og grúskađ fyrir grein sem ég ćtla ađ skrifa međ konu í París. Fyrir utan daga međ góđum mat, tónleikum og leikhúsferđ á Berliner Ensamble til ađ sjá hiđ djöfulgóđa verk Baal eftir Berthold Brecht, var hápunktur ferđarinnar fyrir mig ađ annar fornvinanna kom međ langspiliđ mitt góđa sem ég smíđađi ţegar ég var ungur (sjá hér).
Nýlega var smíđakennari á Ţingeyri, Jón Sigurđsson ađ nafni, sem smíđar langspil, búinn ađ smíđa verklega tösku fyrir mig undir hljóđfćriđ mitt, en kassinn var ekki tilbúinn ţegar ég var á Íslandi í lok september.
Einn vina minna, Kristján, gerđist vinsamlegast burđardýr fyrir langspiliđ. Ég hafđi vitaskuld miklar áhyggjur af međferđ hljóđfćrisins og kassans í flugvél frá Íslandi til Berlínar. En ekkert var ađ óttast um ţađ í höndum Kristjáns. Ţađ fékk svo sannarlega einnig Sondermeđferđ hjá flugfreyjunum Icelandairs. - Kristján ţurfti ekki annađ en ađ segja leyniorđiđ "LANGSPIL" og brosa á freyjurnar. Ţađ ţótti freyjunum mjög ćsandi og kassinn fékk ađ dvelja á Saga-Class alla leiđ til Tegel Lufthafen. Hvort ţađ var Kristján eđa langspiliđ, sem hafđi slík áhrif á freyjurnar, veit ég ekki, en ţađ verđur eiginlega ađ rannsaka ţađ vísindalega sem allra fyrst. En Icelandair og flugfreyjum félagsins fćri ég innilegustu ţakkir fyrir fyrirgreiđsluna viđ Kristján - eđa langspiliđ.
Saddir af Berlín fóru vinir mínir aftur í hámenningu Fósturjarđarinnar, en ég fór bara í rútu til Danmerkur. Ég er líklega dellukarl, ţví ég keypti sérsćti undir langspiliđ. Kassinn vakti athygli. Ţó ekki meira en ađ svartur hasshundur, sem sleppt var inn í rútuna eftir komuna til Danmerkur, hafđi ekki hinn minnsta áhuga á kassanum. Síđan hef ég í frístundum veriđ ađ dytta ađ hljóđfćri mínu, reyna mismunandi strengi og treina bogann sem ég keypti međ mikilli ró og innhverfri íhugun í versluninni Sangitamiya í Reykjavík í september.
Ţar fyrir utan hef ég horft á YouTube međ upptökum af mismunandi ágćtisfólki sem leikur á nýlega smíđuđ langspil (ţvílík áhugamál sem sumt fólk hefur!). Ég hef viđ ţađ fullvissađ mig um ađ rómađ hljóđiđ í hljóđfćri mínu var engin ímyndun kunnugra manna. Langspiliđ, sem á sínum tíma var dćmt af kanadískum sérfrćđingi sem hljómfegurstu gerđ langspila landsins - hvorki meira né minna. En langspil hljóma ugglaust eins mismunandi og ţau eru mörg.
Íslenskir harđlínukommar viđ minnismerki um Rósu Luxemburg í október 2019.
Ekki hélt ég neina tónleika í Berlín í ţetta sinn, en sársé eiginlega eftir ţví ađ hafa ekki tekiđ Nallann á langspiliđ. Ég lokkađi félaga mína til ađ fara međ mér og setja rósir viđ ána Spree, ţar sem ţýskir óţokkar köstuđu litlum en ţéttvöxnum líkama Rósu Luxemburg í ána áriđ 1919. Ég er viss um ađ Rósa hefđi ekkert haft á móti ţví - ţ.e.a.s. ađ ég spilađi Nallann.
Kommarnir frá Íslandi minntust Rósu međ bleikum rósum. Menn mega leggja í ţađ hvađa merkingu sem ţeir vilja.
Eftir heimkomuna frá Berlín hef ég fariđ í smábreytingar á langspilskassanum. Ég setti á hann ađrar spennur en upphaflega voru, sem og hornspeldi úr messing; keypti ţar ađ auki gítarkassalás sem ég hef enn ekki skrúfađ á. Ég mun einnig setja lamir á hann ađ innanverđu. Ćtlunin var svo ađ setja sútuđ laxaskinn á kassann allan, en ţá frétti ég ađ sútarinn á Sauđárkróki hefđi iđađ í skinninu og vćri ţví miđur farinn á hausinn. Veit einhver, hvar nú er hćgt ađ fá ódýr, sútuđ laxarođ? Kann ekki einhver ađ blikka sútara fyrir mig - eđa er nóg ađ segja bara "Langspil"?
Nú, ćfingin skapar meistarann. Síđar leyfi ég ykkur kannski ađ heyra lag á Útlagann, sem ţangađ til hvílir í töskunni Rođleysu. En ég lofa engu.
Langspil | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
Leirhausinn og Schütz eru nú hinir grunuđu
20.10.2019 | 06:43
Ţegar leirhausar vistast á Ţjóđminjasafni, eru ţeir líkast til sjálfkrafa orđnir ađ efni hér á Fornleifi.
Eins og siđmenntađ fólk veit, skal mikil ađgát höfđi í nćrveru leirhausa. En ţegar menn fara ađ hugsa einum of mikiđ um ţannig hausa, eđa jafnvel eins og leirhausar, er nú ekki nema von ađ útkoman verđi einhvers konar leirburđur.
Ţađ gerđist einmitt nýveriđ er listakonan Ólöf Nordal tjáđi sig um ţá skođun sína, og ţađ á besta útsendingartíma RÚV. Ólöf telur ađ tveir Leirfinnar hefđu veriđ í umferđ á međan ađ rannsókn Geirfinnsmálsins stóđ yfir.
Líklegast var best ađ ţćr vangaveltur, sem greinilega byggja á alvarlegri sjónskekkju á listrćnu auga, hafi ekki orđiđ til áđur en margfrćg skýrsla Starfshóps um um Guđmundar- og Geirfinnsmál kom út áriđ 2013.
Ef ţessi dćmalaust ruglađa leirhausakenning Ólafar hefđi hins vegar veriđ hnođuđ saman eitthvađ fyrr, hefđi hin leirkennda hugarsmíđ líklega fengiđ byr undir báđa vćngi í hinni furđulegu skýrslu yfirvaldsins um Guđmunds- og Geirmundarmál frá 2013. Vafalítiđ hefđi ţá síendurtekiđ veriđ ritađ um tvo hausa í skýrslunni frá 2013 og sú upplýsing höfđ eftir "talsmanni Sćvars" líkt og svo margt í ţví plaggi, sem síđar hefur orđiđ ađ heilögum sannleika.
Nú, ţegar heil ţjóđ er búin ađ sýkna áđur dćmda morđingja, er ég á ţví ađ leirhausinn verđi ekki bara gleymdur í geymslum Ţjóđminjasafns í silfruđum kassa, heldur sem allra fyrst settur til sýnis á flugvallarfćribandinu kostulega á safninu, íslenskri réttarvitund til lofs og ćvarandi virđingar.
En er ekki annars nóg er nú komiđ af rugli í kringum "Leirfinn" heitinn, eingetna sköpun listakonunnar Ríkeyjar (Ingimundardóttur)? Ríkey skóp Leirfinn reyndar eftir rissum teiknara frá Keflavík (sem aldrei hafa veriđ sýndar opinberlega), en teiknarinn var beđinn var ađ teikna mann sem kom viđ í Hafnarbúđinni í Keflavík.
Leirhausinn er reyndar ekki stórt listaverk ef ţađ skal notađ sem hjálpargagn í morđmáli. Sannast sagna lítur enginn út eins og Leirfinnur, nema ađ hann sé eins óheppinn ađ fćđast eins og Magnús Leópoldsson. En Magnús er ekki einu sinnu líkur hinum kúkabrúna leirhaus sem óvart varđ frćgasta íslenska listaverkiđ á 8. áratug 20. aldar.
Nú orđiđ hugsar Leirfinnur fátt í geymslu Ţjóđminjasafnsins suđur í Hafnarfirđi, enda hefur hann bráđskýra ţjóđ til ađ hugsa fyrir sig.
En greinilegt er ađ almennur skilningur á tilurđ hans er afar lítill og frekar leirgerđur. Ţví hefur til ađ mynda ítrekađ veriđ haldiđ fram ađ leirstyttan hafi vísvitandi veriđ látin líkjast Magnúsi Leopoldssyni. sem síđar var handtekinn og haldiđ í Síđumúlafangelsinu í einangrun í 105 daga og fjórar klukkustundir. Teiknarinn úr Keflavík, Magnús Gíslason, hefur haldiđ ţví fram međ algjörlega óundirbyggđum rökum ađ rannsóknarmenn hafi látiđ sig hafa ljósmynd af Magnúsi Leopoldssyni, sem fyrirmynd ađ teikningu, sem hann átti ađ gera af umrćddum Leirfinni. Ţessi ásökun hefur ţó veriđ vísađ til heimahúsanna af opinberum ađilum. Í skýrslu Láru V. Júlíusdóttur lögfrćđings og setts saksóknara, sem Magnús Leópoldsson fékk í hendur áriđ 2003, sem m.a. fjallar um tilurđ leirmyndarinnar, kemur glögglega fram ađ lögreglumenn ýttu alls ekki undir gerđ myndarinnar međ ljósmynd af Magnúsi. Ţrátt fyrir ţá vitneskju heldur gođsögnin um líkindi milli "Leirfinns" og Magnúss Leópoldssonar áfram ađ grassera á međan ađ fólk getur ekki lesiđ sér til gagns.
Stundum er sagt ađ listamenn nái ekki eiginleikum ţess sem ţeir portrettera, og ađ sál listamannsins sjálfs fangist í andlitsmyndum hans af öđrum. Mér er nćst ađ halda ađ hinn mikiđ umrćddi Leirfinnur sé einfaldlega blanda af andliti Ríkeyjar Ingimundardóttur og Kristjáns Viđars Viđarssonar. Útkoman verđur svona sirkabout eins og Magnús Leópoldsson, enda margir Íslendingar úr ţessu sama steypumóti. Höfundur ţessa pistils hefur kallađ ţessa íslensku "týpu" Hinn íslenska kubbahaus og er hann líklega afleiđing skyldleikarćktar og uppruna Íslendinga sem helst eru ćttađir úr Norđur-Noregi. Ţađ eru ţví margir "Leirfinnar" á ferli á Íslandi, t.d. sakamálafrćđingurinn knái, Gísli H. Guđjónsson, sem var ungur rannsóknarlögreglumađur ţegar Geirfinnsmáliđ var í algleymingi.
Ég leyfi mér auđmjúklega ađ benda á, ađ ef mađur málađi afsteypu af leirhausnum međ andlitslitum, verđi útkoman ekki ósvipuđ Kristjáni Viđari Júlíússyni (áđur Viđarssyni) fyrrum sökudólgi. Skítabrúnleitir leirhausar eru einfaldlega ekki til ţess fallnir ađ leita uppi illmenni á međal Íslendinga - frekar en skjannahvítar marmarastyttur eru til ţess fallnar ađ lýsa stađreyndum um útlit Forngrikkja eđa Rómverja.
Leirburđur séra Guđjóns Skarphéđinssonar
Jćja, nú yfir í ađeins ađra sálma -- Í fyrrnefndri skýrslu Starfshóps um Guđmunds- og Geirfinnsmál frá 2013 er mikiđ vitnađ í nokkrar skýringar og útleggingar "umbođsmanns Sćvars", sem byggja einvörđungu á frásögnum í skýrslu eftir Hlyn Ţór heitinn Magnússon. Hlynur starfađi sem fangavörđur í Síđumúlafangelsi á 8. áratug síđustu aldar, er Geirfinns og Guđmundarmálin voru í algleymingi.
Ásakanir í garđ lögreglu og fangelsisyfirvalda varđandi međferđina á Sćvari Marínó Ciecielski, sem ekki komu fram í réttarhöldum og endurupptökubeiđni Sćvars, koma fram í skýrslu Hlyns frá 1996. Í Skýrslu Starfhóps um Guđmundar og Geirfinnsmál frá 2013 eru ţćr frásagnir svo bornar fram á silfurfati af umbođsmanni Sćvars, nćsta orđnar ađ heilögum sannleika, án ţess ađ nokkurn veginn sé hćgt ađ sannreyna ţćr. Hvers konar vinnubrögđ eru ţađ eiginlega?
Stundum lćđist ađ manni sá grunur ađ bráđnauđsynlegt hefđi veriđ ađ fá Karl Schütz (sjá mynd efst međ Gunnari Eyţórssyni og "Leirfinni") til landsins, og ađ hann hefđi betur staldrađ lengur viđ og haft eins og tug sagnfrćđinga sér innan handar - ţar sem íslenskir lögfrćđingar geta víst ekki greint frumheimildir frá gróusögum (sbr. skýrlan frá 2013).
Hvernig hópurinn á bak viđ skýrsluna frá 2013 fer ađ ţví ađ fullvissa sig um ađ Hlynur Ţór Magnússon hafi veriđ betra sannleiksvitni en ađrir menn, skil ég ekki. Hlynur brillerarđi áriđ 2014 á bloggsíđu Illuga Jökulssonar međ ţví ađ halda ţví fram ađ Karl Schütz hefđi veriđ gamall Gestapómađur og nasisti - sem Schütz var reyndar ekki. Ţetta hafđi Hlynur keypt hrátt og ósođiđ úr frásögn Guđjóns Skarphéđinssonar, sem ţá var orđinn ólyginn preláti og sálusorgari á snćrum íslensku Ţjóđkirkjunnar og Drottins Guđs hins almáttuga.
Guđjón laug hins vegar vitleysunni áđur í Óttar "Mayday" Sveinsson í DV (Sjá hér), ţar sem síra Guđjón Skarphéđinsson hélt ţessu fram viđ Óttar ađ Karl Schütz hefđi veriđ illrćmdur Gestapómađur, sem hvađ hafa yfirheyrt og myrt skćruliđa á Ítalíu. En ţađ sanna í málinu er ađ sá Karl Schütz sem kom til Íslands var ekki Gestapo-mađurinn sem hét Karl Theodor Schütz sem brotiđ hafđi af sér á Ítalíu og víđar. Áđur, eđa áriđ 2014 hefur sá er ţetta ritar greint frá ţessari gróusögudreifingu Hlyns Magnússonar og uppspuna úr pontu síra Guđjóns Skarphéđinssonar. Hlynur Magnússon bađst afsökunar á vammi sínu -- En engin slík beiđni heyrđist frá upphafsmanni lygasögunnar.
Nú vill síra Guđjón fá milljarđa frá íslenska ríkinu og skattgreiđendum. Ég geri ţar af leiđandi ráđ fyrir ţví ađ séra Guđjón vilji hafa nóg á milli handanna ţegar afkomendur Schütz koma og krefja hann skađabóta fyrir ađ kalla föđur ţeirra, afa og langafa stríđsglćpamann á Ítalíu. Slíkur leirburđur gćti orđiđ dýr fyrir Guđsmanninn, og ţví gott ađ hafa eitthvađ á milli handanna ţegar ađ ţví kemur - en ađ ţví kemur, og Íslendingar geta líka trúađ ţví eins og öllu öđru. Líka ţeir kjánar á hinu háa Alţingi sem nú vilja ađ ţýsk yfirvöld í nútímanum svíni Karl Schütz enn meira til en ţegar hefur gerst á Íslandi. Ţeir höfđu nýlega samband viđ Ţýsk yfirvöld og heimtuđu gögn um Karl Schütz byggđa á fordómafullum forsendum sem gerjast hafa á Íslandi vanţekkingarinnar.
Hver svo sem ástćđan er fyrir hinni stóru "sannleiksţörf" Íslendinga, ţá á ég erfitt međ ađ skilja hana, ţegar menn sjá ekki ađ leirhausinn á Ţjóđminjasafninu, sem enn er ósýknađur, er fyrst og fremst líkur manni sem dćmdur var fyrir morđ, glćp sem hann hefur veriđ sýknađur af; og ađ annar dćmdur morđingi, og síđar fullsýknađur öđlingur, fćr óáreitt ađ stunda fólskufullar lygar í útlendingahatursstíl um rannsóknarađila í máli sínu. Ef ţađ vekur ekki einhverjar spurningar í hausum landa minna, er ţar kannski meira af leir en ég bjóst viđ.
Dćgurmál | Breytt 18.8.2022 kl. 08:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)