Ísland skuldbatt sig - og Ísland sveik

Simone Veil,

Í lok árs 2002 ritaði ég menntamálráðuneytinu stuttan tölvupóst og spurðist fyrir um stefnu í kennslu um helförina (Holocaust / Shoah) á Íslandi, þ.e.a.s. um evrópsku morðölduna sem margar Evrópuþjóðir steyptu yfir gyðinga og fólk af gyðingaættum á 4. og 5. áratug síðustu aldar.

Ísland lofaði hátíðlega á ráðstefnu í Stokkhólmi árið 2000 að hefja fræðslu/kennslu um helförina og sjá til þess að henni yrðu gerð skil í sögubókum/námsefni sem kennt er á Íslandi.

Fræðsla er besta ráðið gegn fávisku

Starfsmaður í Menntamálráðuneytinu, Sólrún Jensdóttir (skrifstofustjóri), svaraði mér í byrjun 2003;(Sjá hér og neðanmálsgrein 44). Eftir það svar ég nokkuð vongóður.

En nokkrum árum síðar, þegar ég hringdi til að fylgja eftir fyrirspurn minni og til að heyra hvað gerst hefði á vakt ráðherranna Tómasar Inga Olrichs og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur - kom greinilega í ljós að akkúrat ekkert hafði gerst. Ég bað um að fá að vita með hvaða hætti loforðinu hafði verið framfylgt.

En ljós kom að Ísland hafði enn eina ferðina blekkt aðrar þjóðir. Ég lét þá skoðun mína í ljós í samtali við Sigrúnu Jensdóttur, sem þá fór algjörlega úr böndunum og hellti yfir mig alls kyns ósmekklegheitum og lét m.a. þau orð falla að "ekki þurfti minnast neins meðan að Ísraelsmenn höguðu sér eins og þeir gerðu".

Sólrún Jensdóttir upplýsti 7. janúar 2003 að Ísland hefði ákveðið að halda minningardag um Helförina í skólum frá og með árinu 2003 í samræmi við ákvörðun sem tekin var á fundi sem fór fram  á vegum Evrópuráðsins í Strasbourg 17-19 október 2002. Fundurinn bar heitið “Teaching about the Holocaust and Artistic Creation” (sjá hér; Myndin efst við þessa grein sýnir Simone Veil halda erindi á ráðstefnunni).

Algjörlega óhæfir íslenskir embættismenn

Jens Benediktsson

Þó ég undirstriki að fræðsla um helförina sé aðalatriðið, verð ég að geta þessa að Sólrún Jensdóttir fyrrverandi skrifstofustjóri í Menntamálaráðuneytinu er dóttir Jens Benediktssonar guðfræðings og nasista (1910-1946).

Sólrún hefur sjálf verið viðloðandi flokk sem Viðreisn kallast. Sá stjórnmálaflokkur stjórnast af börnum karla, sem á einn og annan hátt tengdust Þýskalandi nasismans með félagsskap í nasistaflokki eða með veru sinni í Þýskalandi á stríðsárunum.

Sem dæmi má taka föður eins stofnanda flokksins, sem nú hefur verið settur út af sakramentinu af félögum hans í flokknum.  Faðir formannsins stundaði nám í Þýskalandi nasismans og vann á góðum Reichsmarkslaunum  fyrir alræmda verksmiðju í Þýskalandi sem notaði þræla sem vinnuafl (sjá hér).

Sólrún hefur um langt skeið verið stjórnarmaður í íslenska Richard Wagner-félaginu. Minningu Wagners hefur Sólrún eflt meira í frístundum sínum en hún efldi minninguna um helförina í opinberu starfi sínu. Eins og flestir vita var Wagner blessaður gerður að undirleikara í helförinni (algjörlega óviljugur), enda Hitler mjög hrifinn af tónlist hans - en kannski ekki á sama hátt og félagsmenn í Richard Wagner félagsskapnum á Íslandi.

Nú, aftur að svikum Íslands, lands sem EKKI hefur hafið fræðslu um helförina líkt og ríkistjórn landsins lofaði fyrir rúmum tveimur áratugum síðan. Ég tel að augljóst samband sé á milli þeirra svika/gleymsku og þess þegar gyðingahatrið blossar upp á Íslandi í hvert skipti og öfgamenn hefja árásir á Ísraelsríki.

Öfgamennirnir vilja útrýma gyðingum í Ísrael sem og gyðingum annars staðar. En gleymum ekki, að þegar sumir Íslendingar fara algjörlega úr límingunni og tjá sig um að "Hitler hefði átt að ljúka ætlunarverki sínu" og álíka óþverra og styðja við samtök sem hafa útrýmingu þjóðar á stefnuskránni er það kannski vegna þess að fræðslunni í landinu er ábótavant. Fólk er illa upplýst, skólarnir og Menntamálaráðuneytið hafa brugðist. Því segir fólk óyfirvegað hræðilega hluti sem það myndi ekki gera, ef það þekkti sögu 20. aldar.

Lengi vel var lítið minnst á helförina í kennslubókum um sögu Evrópu á 20. öld og hve lítilfjörlegt það efni var má lesa um í stuttri en hnitmiðaðri skýrslu frá Háskólanum á Akureyri frá 2004, Report on Holocaust education in Iceland (sjá hér).

Börnin hafa svo sem fyrir þeim er haft - en þegar skólakerfið bregst og ráðuneytin svíkja alþjóðlega loforð er ekki nema að vona að hatur á gyðingum sé enn landlægt í sumum afkimum valdastéttarinnar á Íslandi, þar sem pabbastelpur og -strákar, jafnt til hægri og vinstri, stjórna landinu að gamalli venju í gamla þjóðrembustílnum.

Gaman væri að sjá, hvað íslensk yfirvöld hafa gert til að efla kennslu um helförina í grunnskólum og framhaldsskólum.

Ég veit að háskólinn á Akureyri hefur reynt að kenna um helförina og árið 2006 var haldin ráðstefna um helförina á Akureyri, þar sem mér var boðið að taka þátt. Sérfræðingur um sögu 20. aldar og helförina, sem er prófessor á Akureyri, Markus Meckl hefur sýnt málinu mikinn áhuga.

Það eru ekki bara börnin sem vita lítið um mestu ódæðisverk 20. aldar. Kannski hafa Íslendingar aldrei haft áhuga á sögu annarra en sjálfra sinna. Það grunar mig. 

Þegar ég hugsa um þessa hluti, þakka ég mínu sæla fyrir að Íslendingar búa á eyju. Það hefði orðið ljótur vígvöllur ef nasistagerpin á Íslandi hefðu búið nær átrúnaðargoðinu sínu.

Ég verð að nefna að nokkrir alþingismenn hafa reyndar óskað eftir árlegum minningardegi um helförina. Sjá hér. Það er prýðileg ef úr verður, en þegar sömu þingmenn lýsa yfir stuðningi við öfl eins og Hamas, eru slíkar óskir vitanlega alls endis óskiljanlegar og jafnvel afar ósmekklegar.

Samfélag gyðinga á Íslandi, undir væng Chabad-samtakanna, hefur haldið minningardag í janúar sl. 2 ár í samstarfi við sendiráð fjögurra landa á Íslandi. Síðara árið (2021) var athöfnin án gesta en henni var streymt. Fyrsta árið var ég viðstaddur. Gyðingahatarar misnotuðu þá athöfnina sem fór fram í pólska sendiráðinu í Reykjavík (sjá hér). Fjölmiðlar á Íslandi ákváðu að þaga um þann hluta athafnarinnar, alveg eins og fjölmiðlar þögðu samtaka um stríðsglæpamanninn Evald Miksons (Eðvald Hinriksson),sem stóð að morðum á gyðingum í Eistlandi. Aðeins einn blaðamaður hafði siðferðislegan styrk til að segja frá. Það var Þór Jónsson, en sumir yfirmenn hans höfðu í hótunum við hann fyrir að gera það. 

Og enn er logið...

Hér má lesa hvernig nýir embættismenn á Íslandi ljúga að hluta til að Evrópuráðinu í skýrslu árið 2019. og hver stefnan er í raun, þvert á það sem lofað var árið 2003. Kannski er lygin ekki ætlunarverk og líklegast þekkja þeir sem vinna fyrir Ísland í Evrópuráðin ekki sögu sína.

Maður neyðist þó til að spyrja hvaða embættismaður hefur framreitt þessar lygar fyrir Evrópuráðið - og ekki síst hvaða ráðherra hefur lagt blessun sína yfir bullið (Það var reyndar hún Lilja Alfreðs, sem ekki tímdi að bjóða fyrsta gyðingnum sem fæddist á Íslandi á 80 ára afmæli hans. Honum var vísað úr landi af flokksfélögum hennar). Ég mun hafa samband við Evrópuráðið og fá nauðsynlegar upplýsingar, ef blókin sem skrifaði þetta gefur sig ekki fram og skýrir mál sitt.

Helförin er ekki framandi Íslendingum. Gyðingar voru sendir úr landi frá Íslandi með þeim skilaboðum til danskra yfirvalda, að ef þau vildu ekki vernda gyðinga þá sem Íslendingar sendu úr landi, væri Ísland viljugt til að borga fyrir að senda flóttafólkið áfram til Þýskalands. Íslensk yfirvöld frömdu einfaldlega glæp. Í dag segjast yfirvöldin ekkert vita og ekkert muna, meðan flokkur forsætisráðherrans langar að minnast helfararinnar. En sami flokkur lýsir yfir stuðningi við öfl sem ætla sér að útrýma gyðingum og ríki þeirra Ísrael.

Hluti af því gyðingahatri sem menn svala sér og öðrum með í "stuðningi" sínum við öfgasamtök Palestínuaraba, er ósköp einfaldlega íslenskum yfirvöldum að kenna. Þau hafa trassað fræðslu sem þau höfðu lofað að veita - fræðslu sem hefði getað komið í veg fyrir öfgar fólks sem styðja útrýmingu eina lýðræðisríkisins fyrir botni Miðjarðarhafs.

Lágt er flogið og mikið logið.

Mitt framlag:

Höfundur þessarar greinar hefur aldrei sætt sig við aðferð íslenskra stjórnvalda að þaga mál í hel. Að bestu getu hef ég reynt að gera því skil, hvernig Ísland tengdist helförinni beint eða óbeint.

productKafli í bókinni Medaljens Bagside (sem má finna á nokkrum bókasöfnum á Íslandi) er helguð Íslandi. Hér má einnig lesa grein um sögu gyðinga á Íslandi og í bókinni Antisemitism in the North má lesa grein eftir mig um gyðingahatur á Íslandi. Fræðsla er eina vopnið gegn gyðingahatri. Ísland hefur hingað til komið í veg fyrir fræðslu um efnið, þó landið hafið hátíðlega lofað öðru.

 

Vinsamlegast lesið einnig ýmsa þætti um íslenska nasista sem ekki hafa birst annar staðar áður, hér á dálkinum til vinstri. Ég gæti kannski verið að skrifa um pabba ykkar.


My Daddy was a Soldier Boy

IMG_20210529_0002 b

But only for a very short while. Og eiginlega þyrfti þessi saga ekki að vera mikið lengri. Herskylda föður míns var afar stutt. Hann sagði mér að hann hefði óttast mjög að vera sendur til Indónesíu. En þar sem hann var sonur ekkju og hafði þolað ýmislegt óþægilegt á árunum 1940-45, var hann undanþeginn því að verða sendur í stríð í nýlendum Hollendinga.

IMG_20210529_0007 dFaðir minn henti gaman að herskyldu sinni. Hann gat, að eigin sögn, ekki gengið í takt, var einstaklega léleg skytta og tókst að laska trukk sem var verið að reyna að kenna honum að aka. Hann bakkaði út í skurð, eyðilagði skurðinn, trukkinn og sitthvað fleira. Mannfall varð sem betur fór ekki. Þá var hann settur inn á skrifstofu, því hann var góður að leggja saman og deila og gat vélritað eins og hríðskotabyssa. Síðar var hann í lok herskyldunnar sendur til Parísar þar sem hann var skrifstofublók og frímerkjasleikir hjá hernaðarsendifulltrúanum í hollenska sendiráðinu, því hann var að sögn góður í frönsku.

Pabbi i Paris b

 

800px-Bouche_de_métroGóð vinkona mín í París, og fyrrverandi samstarfskona, sendi mér þessa mynd af stöðinni Chaussée d´Antin – La Fayette.

Afi minn (sjá s.l. hérna), sem meldaði sig í herinn með metnaði, eftir meira en þúsund ára hernaðarandstöðu í fjölskyldunni, hefði ekki verið stoltur af hermennsku pabba. Þeir voru afar ólíkir feðgarnir að því er sagan hermir.

WILLEM FLOKKUR A færdigreduceret mindre skærpet

Litli karlinn með háa hattinn er afi. Hann stóð á tánum.

Fornleifur er hins vegar afar herskár og það mun ekkert minnka með árunum, nema síður sé. Vopnabúrið er stórt.

IMG_20210529_0009 f

Hérna er pabbi í friðsamlegri pósisjón, nærri öndum í díki.


Erlendur aftur genginn

193315880_10225666637510904_1084081600680305205_n

Hulda Björk Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, kennari og hundasérfræðingur hefur undanfarnar vikur verið að grafa sig niður í bæjarhauginn á Árbæjarsafni. Á fasbók sinni sýnir hún fólki myndir af áhugasömu sauðfé, sem horfir furðu lostið upp á mannfólkið grafa ofan í jörðina í stað þess að bíta hina safaríku tuggu sem þarna vex ofan frjósamri torfunni.

Meðal glápandi sauðpeningsins er Erlendur afturgenginn, athyglissjúkur þríhyrndur hrútur með mórauðan sauðasvip. Ég leyfi mér að rupla mynd Huldu af Erlendi.

Hraðskreitt og ólygið andaglas Fornleifs, sem eitt sinn átti amma dr. Bjarna F. Einarssonar, segir mér ítrekað að þarna sé genginn aftur hrúturinn Erlendur sem Fransmenn keyptu og fluttu úr landi á 18. öld ásamt ánni Vigdísi (með ærinni fyrirhöfn) og hundinum Snata, sem síðar breytti nafni sínu í Seppý. Erlendur endaði líf sitt í París og lenti í mikilli kássu sem borin var fram í Bastillunni, eftir að hann hafði verið frægur pinup-hrútur í dýrafræðibókum í Frakklandi. Endalok Vigdísar voru, samkvæmt nýjustu rannsóknum mínum, meira á huldu, enda var hún heldur engin kótiletta lengur, þegar hún sneri aftur í Sauðlauksdal eilífðarinnar eftir farsæl fyrirsætustörf í Frans.

Myndin hér fyrir neðan er úr hrútakofa Fornleifssafns, ásamt öðrum fornum dýrafræðimyndum af Íslendingum og fé þeirra. Sjá enn fremur hér.

Hruturinn Erlendur b


Tímasetningar "biblíuumslags" og "biblíubréfs"

Biblíufréfið

Þjóðskjalasafnið gaf í dag frá sér þessa yfirlýsingu, því safnið hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að verðmætt og margumtalað umslag, sem jafnan er kallað Biblíubréf, sé ríkiseign. Eiginlega er Biblíubréfið umslag, en Þjóðskjalasafnið telur sig hafa bréfið sem í því var undir höndum. Safnið hefur komist að þeirri niðurstöðu að umslagið hafi hugsanlega verið tekið ófrjálsri hendi.

Þessi skýrsla Þjóðskjalasafnsins stendur aðeins í hálsinum á mér og sendi ég því eftirfarandi fyrirspurn til Þjóðskjalasafni, nánar tiltekið þeirra starfsmanna sem manni var bent á að hafa samband við í tilkynningu safnsins.

Sæl verið þið Hrefna og Njörður

Ég var að hlusta á fréttir í dag í Útvarpinu og heyrði frétt um yfirlýsingu Þjóðskjalasafns varðandi Biblíubréf svokallaða, í framhaldi af þætti sem nýlega var sýndur á RÚV - sem ég hef því miður ekki séð, þar sem ekki er hægt að horfa á hann erlendis.

Ég las aftur á móti mjög vel það sem Þjóðskjalasafnið hafði til málanna að leggja. Mig langar þess vegna að spyrja, hvernig stendur á því að bréfið sem þið teljið hafa verið inni í Biblíuumslaginu er dags. 30. september 1874, en bréfið sem þið viljið tengja því er er póststimplað þann 22. október 1874.

Ef þið skoðið Alþingisbréfið (sjá hjálög mynd) er ljóst að frímerkið var stimplað 22. október 1874. Bréfið sem sérfræðingar Þjóðskjalasafns telja að hafi verið í því umslagi er dagsettu 30. september 1874.

Getið þið skýrt þessa seinkun á sendingu bréfsins sem er undirritað 30.9. 1874. Beið Landsfógeti með að senda 2. sendingu í 22 daga eða voru stimplar pósthússins í ólagi? Ja, kannski var Óli Peter Finsen póstmeistari á fylleríi.

Með góðri kveðju,

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ritstjóri á Fornleifi https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/

Ég lofa að skýra fyrir lesendum Fornleifs, það sem Þjóðskjalasafnið skýrir út fyrir mig, um umslag sem er stimplað 22. október 1874, meðan að bréfið sem Þjóðskjalasafnið telur að hafi verið í umslaginu er frá 30. september 1874.

Kannski hafa lesendur Fornleifs góðar skýringar? Kannski er önnur Pfizer sprautan eitthvað að rugla mig í ríminu? Fjandakornið nei, það er meira hálfur mánuður síðan að ég fékk hana og ég hef ekkert fundið fyrir heilatöppum.

Viðbót 14.5. 2021

Þjóðskjalasafnið hefur vinsamlegast svarað erindi mínu:

Heill og sæll Vilhjálmur

Til að svara fyrirspurn þinni. Samkvæmt bréfadagbók sýslumannsins í Árnessýslu barst bréfið frá landfógeta dags. 30. september 1874 til sýslumannsins 30. október sama ár. Samkvæmt bréfadagbókinni virðast 28 bréf hafa borist þennan dag til sýslumanns og eru þau dagsett frá 14. september til 27. október 1874. Þessi bréf eru skráð á þrjár blaðsíður í bréfadagbók sýslumanns. Ég læt fylgja með ljósmynd af síðunni sem bréfið frá 30. september 1874 er skráð á (nr. 526) og aðra mynd þar sem betur má lesa færsluna fyrir bréfið frá 30. september 1874. Þú sérð að í dálki lengst til vinstri er móttökudagsetning bréfanna en í dálki lengst til hægri er dagsetning bréfanna. [Sjá myndir hér og hér]

Rétt er að benda á að samkvæmt athugun Þjóðskjalasafns er hið svokallaða „Biblíubréf“ ekki umslag heldur er það hluti af bréfi til sýslumannsins í Árnessýslu dags. 30. september 1874 frá landfógeta. Sá hluti sem hefur verið nefndur „Biblíubréfið“ hefur verið klipptur eða skorinn af bréfi landfógeta. Venjan var að bréf voru skrifuð á sambrotnar arkir þar sem innihald bréfsins var skrifað á fremra blað arkarinnar og utanáskrift bréfsins, þ.e. nafn móttakanda, aftan á síðari hluta arkarinnar. Síðan var bréfið brotið saman á tiltekinn hátt, það innsiglað með lakki og þrykkt á það skjaldarmerki embættisins sem sendi bréfið og frímerki síðan límt á þá hlið eftir atvikum. Á bréfi landfógeta til sýslumannsins í Árnessýslu dags. 30. september 1874 má enn sjá brot í bréfinu og hvernig það hefur verið brotið saman. Til samanburðar birti Þjóðskjalasafn mynd af sambærilegu bréfi frá landfógeta til sýslumannsins í Árnessýslu dags. 24. október 1874 þar sem sést vel hvernig sambrot voru á þessum tíma.

Með kveðju,

Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs

Þjóðskjalasafn Íslands

Laugavegur 162, 105 Reykjavík

Sími 590 3300 / 590 3322

 


Mont seint á mánudegi

Cover_vind_41_600px 

Ég leysti nýlega þíðan vind i Hollandi. Að því tilefni langar mig að benda lesendum Fornleifs, sem geta lesið hollensku, á tímaritið VIND, sem kemur út 4 sinnum á ári hverju.

VIND (sem borið er fram Find) er tímarit um listir, sögu og fornleifar og hefur það mikla útbreiðslu og vinsældir í Hollandi. Greinar í ritinu er jafnt um efni frá Niðurlöndum sem öðrum löndum. 

Ritið er í mjög háum gæðum, enda er prentverk í sérflokki í Hollandi eins og margir vita. Ritið er heldur ekki dýrt, eða 12.50 evrur út úr búð. Fyrir 1893 ISK fær maður nú með VIND 41, 210 blaðsíðna rit í hágæðum. Ritið er 950 grömm að þyngd. Það er því sums staðar orðið dýrara að senda slíkt rit stakt í pósti á hinum mikla hnignunartíma eðlilegra póstsamgangna en að kaupa það. Það eina sem kannski letur Íslendinga til kaupa á þessu ágæta riti er að það er á á hollensku. En sífellt fleiri Íslendingar eru meira en mellufærir á því góða tungumáli og sagt er að Íslendingar séu með eindæmum listrænir og góðir tungumálamenn. VIND er tilvalið rit fyrir fagurkera, sem nenna að hafa fyrir því að stafa sig fram úr 2-8 blaðsíðna greinum á niðurlensku.

Ritstjóri Fornleifs hefur tvisvar skrifað grein í ritið um efni sem tengja Ísland, Norðurlönd og Holland saman. Þriðja greinin er á leiðinni, fjórða er í forvinnslu og fimmta greinin er farin að gerjast í höfðinu á mér. Svo er einnig í frásögur færandi að titstjóri Fornleifs var nefndur í ritstjórnargrein ritsins um daginn (sjá hér). 

Ég set hér hlekk á heimasíðu VIND ef einhver aðdáandi lista hefur áhuga á góðu riti og að læra nýtt tungumál, t.d. ef menn stefna að því með tíð og tíma að verða menningarlegir íslenskir embættismenn í Brussell. Nýjasta grein mína (rétta próförk) í ritinu getið þið lesið hér, en síðutölin eru röng; í lokaútgáfu ritsins er greinin á blaðsíðum 50-57, en annars er greinin á allan hátt sú sama.


Faðirvorið á 1. maí

Faðirvorið Fornleifur

Ritlingurinn, sem þið sjáið hér fyrir ofan, ber titilinn Faðirvorið og fleiri Sögur úr "Þriðja Ríkinu".

Í tilefni dagsins getið þið flett honum hér eða lesið, því þetta er nefnilega nokkuð merkilegur pési.

Ekki er bæklingur þessi, nú orðið, mjög algengur í íslenskum bókasöfnum samkvæmt Gegnir.is. En þótt furðulegt megi virðast er hann til í erlendum bókasöfnum, t.d. á háskólabókasafninu í Leeds á Englandi ásamt fjölda ritlinga kommúnista á Íslandi. 

Góður vinur minn sagði mér frá pésanum nýlega og ég náði þegar í eintak hjá bókabjörgunarmanninum Bjarna Harðarsyni á Selfossi.

Ritlingur þessi var kostaður af Sovétríkjunum til að upplýsa fólk um eðli nasismans. Hann var gefinn út á ýmsum tungumálum. Í kverinu er að finna 5 örsögur og hlutar úr frásögnum eftir 4 höfunda/frásagnarmenn; þá Johannes R. Becher, Peter Conrad, G.P. Ulrich og S. Gles.

soviet-flag-11

 

csm_10886x_ba2c5dae26Peter Conrad var betur þekktur sem Anna Seghers (1900-1983), sem var reyndar einnig dulnefni konu sem upphaflega hét Anna (Netty) Reiling. Hún var af gömlum þýskum gyðingaættum frá Mainz í Þýskalandi. Sjá meira um þá merku konu hér. Um Johannes R. Becher og S. Gles (Samuel Gleser) getið þið lesið neðst, en ég verð að viðurkenna að ég veit enn ekki hver G. P. Ulrich var, en nafnið er vafalaust höfundarnafn.

stefan_ogmundssonBæklingurinn var líklega gefinn út árið 1935 á Íslandi, en það vantar ártal. Prentsmiðjan Dögun í Reykjavík er sögð hafa prentað bókina og útgefandi er Baráttunefndin gegn Fasisma og Stríði.

Stefán Ögmundsson (1909-1989) prentari stofnaði Prentsmiðjuna Dögun í Reykjavík og rak hana árin 1933-1935. Hann seldi þá prentsmiðjuna til hlutafélags er hætti störfum skömmu síðar en Prentsmiðja Jóns Helgasonar keypti vélarnar.

Prentsmiðjan Dögun prentaði ýmsa bæklinga og blöð fyrir vinstri væng verkalýðsstéttarinnar á Íslandi,svo sem Rauða fánann og Sovétvininn. Síðar var Stefán einn af stofnendum Prentsmiðju Þjóðviljans og vann þar 1944-1958 og var prentsmiðjustjóri frá 1948. Stefán var formaður Hins íslenska prentarafélags um tíma og varaforseti Alþýðusambands Íslands 1942-1948. Hann var einnig formaður Menningar- og fræðslusambands Alþýðu sem gaf út ýmis merk rit. Sjá nánar um Stefán hér.

EInar OlgeirssonBaráttunefndin gegn Fasisma og Stríði var líkast til hluti af Kommúnistaflokki Íslands á 4. áratug síðustu aldar. Það upplýsir að minnsta kosti háskólabókasafnið í Leeds á Englandi, sem einhverra hluta vegna er betur búið af ritlingum íslenska Kommúnistaflokksins en blessuð Þjóðarbókhlaðan (sjá hér).

Mig grunar að félagi Einar Olgeirsson (hér til vinstri) hafi haft eitthvað með þetta rit að gera, en þigg allar upplýsingar um það, ef svo er ekki.

Hér á baráttudegi okkar alþýðumanna (byltingin er á næsta leyti) er við hæfi að minnast tveggja þeirra höfunda sem rituðu smásögurnar í ritlingi Baráttunefndar gegn fasisma og stríði:

167096155_855015991714051_4827647388414356739_nS. Gles hét réttu nafni Samuel Glesel (1910-37) og var gyðingur fæddur í Chrzanów syðst í Póllandi, en ólst upp í borginni Gotha í hjarta Þýskalands. Ungur að árum gerðist hann rithöfundur og bjó um tíma í Berlín, en árið 1932 flutti hann ásamt sambýliskonu sinni til Sovétríkjanna. Í trú um að hann myndi gera heiminn betri ætlaði hann að búa þar og hjálpa til við uppbyggingu landsins. En Adam var ekki lengi í Paradís. Árið 1937 féll Glesel í ónáð í Moskvu. Honum var bannað að vinna og varð að lokum fórnarlamb þeirra hreinsana Stalíns sem kallaðar voru "Þýska átakið" (Deutche Operation). 

Þann 5. nóvember 1937 var Glesel tekinn af lífi ásamt 98 öðrum kommúnistum ættuðum frá Þýskalandi. Flestir þeirra voru reyndar gyðingar enda Stalín gyðingahatari.

Margir þeirra voru af gyðingaættum. Líkum þeirra var varpað í fjöldagröf í Lewaschowo í grennd við Leningard (Sankti Pétursborg). Fjölskylda Glesels lenti þrælavinnubúðum. Sonur hans Alexander að nafni, sem lifði ódæði Stalíns af, fékk árið 1956 skýrslu um dauða föður síns í hendur. Þar hafði dánarorsökin verið fölsuð. Það var ekki fyrr en 1990 að hið rétta kom í ljós. Glesel hafði orðið fyrir barðinu á þeirri byltingu sem hann brann fyrir. En Byltingin étur stundum börnin sín eftir að glæpamenn hafa stolið byltingunni.

Johannes R BecherJohannes R. Becher (1891-1958) var heppnari en Glesel. Hann slapp lifandi úr hreinsunaræði Stalíns og félaga. Becher fæddist í München og var sonur dómara.

Becher var vægast sagt mjög dramatískur ungur maður. Árið 1910 ákvað hann að binda enda á líf sitt með vinkonu sinni Fanny Fuss, sem hann hafði kynnst fyrr það ár. Becher skaut hana og sjálfan sig, en hann lifði skotið af. Faðir hans, dómarinn, bjargaði honum frá aftöku með því að láta hann lýsa yfir geðveiki. Hann losnaði samt fljótt úr haldi og hóf nám við háskólann í Jena í læknisfræði og heimsspeki árið 1911. Hann losnaði undan herskyldu vegna heróínfíknar og sálrænna vandamála, en fór að gæla við kommúnisma og gerðist félagi í fjölda samtaka, meðal annars í flokki Óháðra Sósíaldemókrata. Síðar (1918) varð hann meðlimur Spartakistahreyfingarinnar í Óháða Sósíaldemókrataflokkun (USPD), en sú hreyfing hvarfaðist að lokum við Kommúnistaflokk Þýskalands (KPD). Um skeið yfirgaf hann flokkinn, óánægður með tök hans á "Þýsku byltingunni", en meldaði sig svo aftur í KPD árið 1923.

Becher var settur á svartan lista eftir Reichstags-brunann árið 1933 og yfirgaf Þýskaland. Hann hélt til Zurich og Parísar og ól manninn í umhverfi byltingarsinnaðra listamanna. Árið 1935 flutti hann búferlum til Sovétríkjanna eins og margir meðlima KPD.

Í Moskvu fékk hann vinnu sem ritstjóri innflytjendablaðsins Die Internationale Literatur-Deutcsche Blätter og varð meðlimur í Miðnefnd KPD í útlegð. En það var aðeins skammlífur vermir, því skyndilega varð hann fyrir barðinu á Stalín og kumpánum hans, sem ásökuðu hann um að hafa sambönd við engan ófrægari en Leon Trotsky.

Sumir telja að Becher hafi lifað af "hreinsanir" Stalíns, þar sem hann hafi gerst uppljóstrari um aðra meinta pólitíska samsærismenn gegn Stalín. Ég þekki ekkert sem styður þær skoðanir sumra höfunda. Honum var árið 1936 bannað að yfirgefa Sovétríkin. Hann lagðist í þunglyndi og reyndi að fyrirfara sér. Hann var sendur í útlegð til Tashkent árið 1940, en var kallaður aftur til Moskvu þar sem hann varð einn af stofnendum Landsnefndarinnar fyrir Frjálst Þýskaland.

Eftir stríðslok hélt hann aftur til Þýskalands með stjórn KPD og settist að í Berlín. Þar stundaði hann ritstjórn og útgáfu, en reis samtímis til æðstu metorða í þýska Kommúnistaflokkunum.

Stofnun í bókmenntafræðum var opnuð í nafni hans við háskólann í Leipzig og hann var settur Menntamálaráðherra Austur-Þýskalands árin 1954-1956. En sól hans settist skjótt bak við rauðu tjöldin í Berlín. Hann var settur af, því hann var í ellinni farinn að hallmæla blessuðum sósíalismanum. Hann skrifaði handrit að bók um þær skoðanir sínar og reit þar um sósíalisma sem grundvallarvillu (Grundirrtum meines Lebens) vegar í lífi sínu. Bókin sú var ekki prentuð fyrr en 1988, 30 árum eftir dauða hans. Þannig var nú kommúnisminn í DDR, sem dó hægum dauðdaga, þar sem gráðugir kommísarar höguðu sér eins og kommísarar (les: þjófar) gera alls staðar, líka þar sem kapítalisminn er við völd. Það þarf ekki nema rotið eðli glæpamanna til að eyðileggja hina bestu isma... ja bæði trúarlega og þá hugsjónarlegu.

Þannig er það nú.

Baráttukveðjur á degi alþýðu, og þeir mættu nú alveg vera fleiri!

thumb_large_79f44771d3f000a7b3d0


The true Nature of the Norwegian Bucket-men

Bøttebeslag2

By Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

The most famous "Bucket-man" of Norway (fig. 2) can be found on a bucket mount in the Oseberg long ship burial, which is dated to ca. AD 834. The mount is in the shape of a sitting man with closed eyes. In front of him is a rectangular board, looking very much like a gaming-board of some sort.

The miniature board-man is a so called escutcheon (a decorated disc or mount, supporting or covering the handles finial attachments on hanging bowls or buckets).

Radiocarbon dates obtained from the bones of one of two women´s buried a Oseberg are poor, partly because of great disturbance of radiocarbon 13 and 14 around 800 AD. The BP ages of two measurements are 1220+/-40 and 1230+/-40, which when calibrated support vaguely the more reliable dendrochronology dates from the burial tent timbers that show us the tent on the deck of the Oseberg burial ship was constructed in 834 AD.

Oseberg

Fig. 2. The bucket-man of Oseberg.

Buddhas on the bucket - hardly - which doesn´t make them Irish.

The original interpretation for the figure proposed it was the Buddha meditating with his eyes closed and in a locked lotus pose. That assumption has changed and now the bucket-man with the geometric board is interpreted as Irish relics, nicked by the Vikings in Ireland around AD 800. Some scholars believe these allegedly Irish mounds are even older than that.

It seems to me that many things in Ireland are dated somewhat earlier then elsewhere, and that the Jazz was even invented in County Kerry - some call it Green nationalism.

So without dates and real parallels from Ireland, I am not buying an Irish origin for the Norwegian Bucket-men, nor a date before 800 AD.

Rin

 

Fig. 3  Crucifixion plaque from Rinnagan near Athlone.

In a recent article (see here) some stylistic arguments for an Irish origin of the Bucket-Buddha of Norway are presented with e.g. a crucifixion plaque from St John´s, Rinnagan, near Athlone in Ireland (presumably late 7th century AD) and a figure of a man in a cloak, the so called "Man of Matthew"  in the Book of Durrow (folio 21v), which is dated to 650-80 AD.  Neither suggestions are convincing for the interpretation of the interpretation of the Norwegian "Bucket-Buddhas"

Matt

Fig. 4 Late 7th ? century manuscript.

Another insular find, and a more convincing uncle of the Oseberg "Buddha" is a bronze mount from Cumbria, England (see fig. 8). The mount is a stray find dated to the 8th century.

A new Grand-master from Stjørdal, A Buddah, bucketeer or a local board-player?

index dfgsgQuite recently a mount from a bucket, or more likely another implement (see the photograph at the beginning of this article and the one left/fig. 5), was found by a Norwegian metal-detectorist in Stjørdal in Trøndelag (Þrændalög) in Norway.

The Norwegian Media has been full of photos of the unconserved artifact and the Viking-people around the world are frolicking.

It is difficult to see whether the new member of the Norwegian Bucket-family is a mount for a bucket, or something entirely different, for instance a belt mount.

S2

Fig. 5-6 (and 1) A Mount recently found in Sjørdal, Trøndelag, Norway.

A different interpretation:

To be a little untraditional, I am going  to apply a gender approach and some queering on this solution.  - - No, just kidding. I´m too old to have experienced that era in Norse Archaeology.

MyklebostadInstead of explaining the "strange" and "unexplained" as Eastern influx, Irish origin or queering the mounts from Oseberg, the open eye one from Myklebostad (Miklabólstað, photo left, Fig. 7, Bergen Museum) and now the figure recently found in Sjørdal (Figs 1, 5 and 6). I am proposing that the bucket-men were made in Scandinavian.

Obviously they were influenced by insular style, or possibly designed by an artisan from the British Isles/Ireland. However, he might have moved, or have been moved, to Norway, where he produced mounts like these for Norwegian Nobility around AD 800.

Instead of the venerable Buddha - may God be with him - or an Irish holy man, I am suggesting that that the figures represent belief and traditions closer to home in Scandinavia, than to Asia or Ireland.

Tafl-players - Scandinavian Grand Masters of their era

The latest member(s) of the Norwegian Bucket-mound family has two fellows sitting opposite to one another with a chequered board between them. To me it seems as if the mount depicts two men playing a board game, e.g. the Tafl of the Sagas. 

To be bold, I want to suggest that the Bucket-men in Norway and Cumbria (se fig. 8, below, of a mount from Arnside, Cumbria),  were the way the 9th century Norwegians were trying to depict a sequence of the tale of Völsungar (later preserved in the Völsunga saga in Iceland; Read it here)or in English here, about Sigurður Fáfnisbani (who is somewhat related to old Sigfried in the similar German tradition of the Niebelungenlied) playing tafl with his tutor and foster father whose name was Reginn Hreiðmarsson according to the Icelandic tradition.

We do know that Buddha was against playing checkers or other board games and if the Norwegian bucket-men are not Irish mounts, showing holy Irish eremites holding the Holy Scripture in a Lotus-position, I am definitely voting for Sigurður and Reginn playing a good game of Tafl - even the Hneftafl.

Myklebostad

Fig. 8. This board-player was found in Arnside in Cumbria. Kendal Museum.

Gs_19,_Ockelbo_(game)You can believe this hypothesis or not; But why Buddha or Christ, when we have old Sigfried (aka Sigurður) who plaid tafl in local tales?

Jesus was seemingly never a keen player, and Buddha didn´t like a whole series of games, because he believed them to be a "cause for negligence" - Namaste for that (see here).

Another depiction of the gaming Sigurður and Reginn can be found on the Runic stone Ockelbo, north of Uppsala, Sweden (fig, 9). Please focus on the board.

The Vikings were hooked on the game of tafl.

Well, believe this or not.

To end these reflections, here are some photographs of some top plates of weights (or are they gaming pieces?) found in Iceland, Wales and Norway. They are dated to the 9th and 10th centuries (see more here if you can read Icelandic).

Met Sandtorgum svart

Fig. 10 a. Sandtorg, in Tjeldsund, Harstad, Troms

Fig. 10 b. Anglesey, Wales

large better435637

Fig. 10 c: Bólstaður in Álftafjörður, Iceland


Hvaeretta?

Getraun2

Nú er heldur betur kominn tími til getraunar hér á Fornleifi.

Það sem ritstjórnin vill vita er:

1) Hvað þetta sem er fremst á myndinni er (málmgripurinn)?
2) Frá hvaða tíma er gripurinn?
3) Örstutt ritgerð um efnivið verður að fylgja.
4) Í hvaða landi var gripurinn búinn til?

Verðlaun fyrir þann sem fyrstur gefur fullnægjandi svar: Fornplakat Fornleifs: Súkkulaði Sigga.


Sóttkví og sagan

Abraham_Storck_-_Harbour_at_Livorno_-_(MeisterDrucke-218124)

Árið 1628 var séra Ólafur Egilsson fluttur úr Barbaríinu á skipi frá Salé í núverandi Marokkó til Livorno á Ítalíu. Tilgangurinn með því að skila síra Ólafi úr þrælakistunni var nú ekki vegna þess að hann var sínöldrandi í vistinni eða óbrúklegur til þrælavinnu. Ætlunin var að láta hann vinna að því að kría út lausnargjaldi fyrir landa sína sem enn voru í prísund sinni í Norður-Afríku. Mannrán gengu oft út á það.

Siglingin til Livorno var ævintýraleg og Ólafur lýsir henni vel í reisubók sinni (sem áður hefur verið rætt um hér á Fornleifi). 

Séra Ólafur segir meðal annar frá sóttkví um borð á því skipi sem flytur hann til Livorno (Legor/Leghorn; sjá efst á málverki Abrahams Storcks)

Ólafur lýsir þessu svo:

Nokkrum dögum þar eftir komum vér undir þá ey, sem nefndist Malta, í hverri s(ankti) Páll var um stund. En þá þar er nokkrum dögum komum vér undir Italia, þar sem kapteinninn átti heima, og staður nefnist Legor, og þar mátti þeir allir úti bíða á skipinu í 6 daga, og enginn af þeim sinn fót á land setja fyrr en þeir væru skoðaðir af einum þar til settum meistara. En að landinu máttu þeir fara, og þeirra kvinnur, sem þar heima áttu, máttu sjá þá og tala við þá, en ekki nærri þeim koma. En þá strax var mér af einum Italinus gefið vín að drekka, epli og ostur að eta, svo þá var mér hjálpar von, hefði það svo lengi staðið. Ég má svo segja sem Job sagði: Guðs andlit hefir gert mig og andi þess almáttuga hefur haldið mér við lífið. Ég er að sönnu drottins.

Greinargóð lýsing Jóns á sóttkví þeirri sem hann var settur í á skipi á ytri höfninni í Livorno er ein sú fyrsta sem til er frá Evrópu, þótt fyrirbærið sé þekkt miklu fyrr. Livornobúar reistu mikla sóttvarnarstöð um 1648, skammt frá borginni, þar sem sjúklingar og grunaðir urðu að hafa viðkomu eftir að þeir voru komnir í land. Það hefur vafalaust ekki verið nein lúxushótelvist.

Sóttkví Ólafs árið 1628 er frábær fyrsti kafli í sögu Íslendinga sem þurfa að taka tillit til fjöldans (annarra en sjálfs síns og reksturs) þegar þeir koma frá svæðum, þaðan sem pestir og veikindi geta borist. Ólafur stóð sig vel en það er því miður ekki hægt að segja um suma í seinni köflum sóttkvíarsögu Íslands.

Borgari stórþjóðar einnar í Evrópu flýr úr sóttkví á Íslandi árið 2021.

Árið 2021 talar íslenska þjóðin einna mest um eldgos en nú er mikið talað um smitin á leikskólanum Jörfa í Reykjavík, sem bárust þangað, að sögn, frá erlendum manni, búsettum á Íslandi. Sá braut reglur um sóttkví og varð valdur að smiti barna með hegðun sinni eftir að hann kom frá mesta smitasvæði í Evrópu um þessar mundir. Það brot sýnist mér nálgast glæp.

Því miður telja fáeinir landar þessa pólska einstaklings, er braut sóttvarnalögin á Íslandi, að gagnrýni Íslendinga á erlent fólk sem vinnur á Íslandi í lengri eða skemmri tíma á Íslandi, og sem brýtur íslensk lög, sé í ætt við áróður nasista gegn gyðingum.

Ungur Pólverji tók upp hanskann fyrir landa sinn sem braut sóttkví á Ísland eftir komu frá dvöl í Póllandi, með því að birta hatursteikningu/smáplakat úr dagblaði á pólsku, Nowy Kurjer Warszawski. Hann birti þetta á visir.is

Nowy Kurjer gefið var út í síðara stríði í stóru upplagi og líkaði mörgum Pólverjum vel. Blaðið var rekið og gefið út af þjóðverjum og örlitlu broti Pólverja sem unnu með þeim á einn eða annan hátt í anda þess fólks sem leggst undir stórveldi og eins og lóða tíkur. 

Screenshot_2021-04-20 MDW-11-12_2020-Walka-z-tyfusem-plamistym-w-warszawskim-getcie pdf

Plakat sem fylgdi dagblaðinu Nowy Kurjer Warszawski árið 1942. Pólverji einn á Íslandi birti myndina við athugasemd sína á visir.is til að líka gagnrýni Íslendinga á Pólverja, sem brjóta lög á Íslandi, við ofsóknir Þjóðverja gegn gyðingum. Þetta er ein versta smekkleysa sem ég hef séð nýlega á Íslandi.

En hvað fær ungan, og sýnilega gagnrýninn Pólverja, búsettan á Íslandi, til að setja samasemmerki milli gyðingahaturs í Póllandi í seinni heimsstyrjöld, og Íslendinga sem eru óánægðir með að Pólverji á Íslandi brjóti sóttkví og valdi þannig smiti meðal barna á leikskólanum Jörfa í Reykjavík?

Kannski getur pólska sendiráðið skýrt fyrir okkur slíkt hegðunarmynstur einstakra þegna sinna á Íslandi? Sannast sagna ber sendiráðinu að tjá sig um málið.

Fylgjum reglunum eins og Séra Ólafur Egilsson gerði á skipinu við Livorno árið 1628, og berum virðingu fyrir þeirri þjóð sem við höfum ákveðið að búa á meðal. Gagnrýni er holl og Pólverjar á Íslandi eiga að láta í sér heyra. En eitruð samlíking, þar sem Pólverji með brenglaða sögusýn líkja örlögum sínum á Íslandi, þegar þeir eru teknir í brjóta sóttkvíarlög, við örlög gyðinga í Póllandi er afar ósmekkleg og yfirgengisleg.

Ég mæli að lokum með þessari grein, ef menn vilja lesa um sóttkvíar á 17. öld. En til vara geta menn lagst í íhugun og spurt sjálfa sig, hvernig á því stendur að þegnar ESB-ríkis, þar sem sumt fólk telur sig í alvöru hafa orðið verr út síðari heimstyrjöld en gyðingar, hafi eflst svo mikið að þeir sjái sig til neydda að brjóta lög smáríkis á hjara veraldar sem hefur veitt þeim vinnu sem ekki stendur til boða í stórríkinu sem þessir ESB-stórborgarar koma frá? Er mögulegt að hluti vinnuaflsins frá Póllandi fyrirlíti þá þjóð sem þeir vinna fyrir? Ég hef engin svör, en það verður að spyrja spurninga til að fá svör.


Túrhestagos

bertuch_vol_4_3c

Í dag ætla ég ekki að drepa lesendur mína úr leiðindum með löngu og fræðilegu bloggi. Á fyrri öldum létu útlendingar sig dreyma um eldgos og sjóðheitar himinmigur á Íslandi. Myndirnar við þessa grein sem eru úr safni Fornleifs og hafa verið birtar áður, en aldrei verður góð vísa of oft kveðin.

Nú dreymir Íslendinga um ósmitaða ferðamenn á Íslandi og vona að gos haldi áfram fram yfir pest og að ný bætist í hópinn. Á myndinni hér fyrir neðan, sem er gerð af draumsýnum útlendingi með fyrsta stig berkla, sem langaði í gosferð til Íslands á 18. öld, er eins og að blessuð húsfreyjan sé að reyna að koma því inn í gegnum þykka höfuðskelina hjá bónda sínum, að hægt sé að græða miklu meira á gosferðamönnum en á hinum marflatta. Segjum svo ekki að konur séu ekki framsýnar.

img_6704_fornleifur

Síðasta myndin í myndaseríunni úr einkasafni Fornleifs í dag sýnir svo að öryggisráðstafanir og almannavarnir við eldsumbrot, hamfarir og hryðjuverk, eins og t.d. girðingar, voru fundnar upp af gyðingum þegar Móses náði í frumgerð lögmáls og stjórnarskrár í jarðhræringum og eldsumbrotum á Sínaí. Kannski kemur ný stjórnarskrá innan úr möttli jarðar undir Íslandi?

RP-P-1934-166


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband