Fćrsluflokkur: Forngripir

Vendi eg mínu kvćđi í kross

ebe797bc95
 

Á eyjunni ríku Borgundarhólmi (Bornholm) í Eystrasalti, sem enn tilheyrir Danmörku, finnast oft merkir fjársjóđir og forngripir. Ekki alls fyrir löngu fannst ţar til dćmis merkur silfursjóđur međ 152 arabískum peningum, svo kölluđum dihrem myntum. Ekki er langt högganna á milli á Borgundarhólmi, ţví 18. september síđastliđinn komst málmleitaráhugamađurinn Kim Lund-Hansen í feitt er hann fann ţennan forláta silfurkross sem myndin hér ađ ofan sýnir.

Kim Lund-Hansen gerđi, eins og vera ber, forngripasafninu á Bornholm viđvart um sjóđinn og krossinn. Krossinn, sem hugsanlega inniheldur helgan dóm (reliquium), fer brátt til Ţjóđminjasafns Dana í Kaupmannahöfn til frekara rannsókna og síđan á vćntanlega Víkingasýningu áriđ 2013 sem fer til nokkurra landa. Hver veit, innan í honum gćti hugsanlega fundist flís úr krossi Krists eđa ţyrnir úr krónu hans?

Undur og stórmerki

Kim Lund-Hansen er annađ hvort mjög heppinn mađur eđa hér er kannski um undur og stórmerki ađ rćđa. Ţví um daginn, ţann 15. október fann hann leifar af nýjum krossi (efri hluta), kross sem einnig hefur geymt helgan dóm. Ţessi kross fannst ađeins 8 metra frá ţeim stađ sem hann fann fyrri krossinn (sjá hér).

Mađur veit ekki alveg hvernig mađur á ađ taka á slíku, nema ađ gleđjast ţví. Líklega hefur plógur dregiđ hluta sama sjóđsins frá upphaflegum greftrunarstađ hans, og nćr öruggt má telja ađ nýfundni krossinn, sem er mjög laskađur, sé einmitt úr sama sjóđi og fannst fyrir um mánuđi síđan. Myndirnar og skreyti á síđari krossi Kims sýnir ađ mínu mati einkenni fyrri hluta 12. aldar og andlitin eru mjög svipuđ andlitum á Flatatungufjölunum, einum merkasta menningararfi Íslendinga.

Kim Lund-Hansen fann sjóđinn međ tćki sínu sem ber tegundarheitiđ Minelab X-TERRA 705. Framleiđendur ţess apparats hafa ţegar auglýst sig á kostnađ ţessa merka fundar á Borgrundarhólmi. Ţađ má undra, ţar sem fundurinn er ekki einu sinni enn kominn á Ţjóđminjasafniđ í Kaupmannahöfn til ítarlegra rannsókna hjá sérfrćđingum ţess. Ţar sem ég er lika bölvađ apparat leyfi ég mér ađ velta fyrir mér krossunum hér, ţó svo ađ fremstu sérfrćđingar Dana sé ekki enn búnir ađ handfjatla ţessa helgu dóma og fella sinn dóm. En ţeir lesa vitaskuld ekki íslensku og vita ekki hverju ţeir missa af ađ lesa ekki Fornleif.

Málmleitartćki eru ,andstćtt ţví sem gerist á Íslandi, leyfđ til fornleifaleitar í Danmörku og ţurfa ekki alltaf ađ vera verkfćri andskotans. Á Íslandi kćmi yfirmađur Fornleifaverndar Ríkisins međ lögguna á eftir hverjum ţeim sem leyđi sér ađ nota slík tćki viđ fjársjóđaleit. Ţau eru einfaldlega bönnuđ til slíks brúks á Íslandi.

Í Danmörku finnast nú orđiđ áhugaverđustu málmgripirnir af fjársjóđaleitarmönnum og áhugamönnum, en ekki af fornleifafrćđingum viđ hefđbundnar rannsóknir. Ef gagnkvćmt traust ríkir á milli málmleitarmanna og safna, nýtur fornleifafrćđin og -varslan góđs af, en fornleifafrćđingar eru eins og kunnugt er ekki í fjársjóđaleit og nota sjaldan slík tćki. Menn sem finna forna málmgripi međ tćkjum sínum fá sćmilega greitt fyrir sinn snúđ og fornir málmar sem finnast í jörđu í Danmörku eru samkvćmt gömlum lögum eign konungs og ríkis, svo kallađ Danefć. Líklega vćri enginn betur settur ef ţessi tćki yrđu bönnuđ í Danmörku, ţví ţar eru rústir og mannvistarleifar oftast nćr svo raskađar eđa hreyfđar vegna akuryrkju og annarra síđari tíma framkvćmda, ađ mestur hluti fundinna gripa er hvort sem er komin úr sínu upphaflega samhengi. Ţannig er ţví ekki fariđ á Íslandi, og ţar eru fornminjar fáar miđađ viđ í Danmörku. Ţess vegna vona ég ađ menn séu ekki ađ fá sér svona tćki á Íslandi.

efd2c183c6

Ljósm. Rene Laursen, sem og myndin efst.

+ Kross I frá Řstermarie

Krossinn er samkvćmt fyrstu tiltćku heimildum 12,6 sm langur lt og 240 grömm ađ ţyngd. Í námunda viđ hann fundust einnig heillegar leifar af keđjunni sem fylgdi krossinum, brotasilfur, og myntir, í allt um 1 kg silfur, og ţar ađ auki önnur keđja. Myntirnar sem fundust á sama stađ eru frá miđbiki og síđari hluta 12. aldar. Krossinn gćti ţó hćglega veriđ eitthvađ eldri en myntirnar, enda er hann nokkuđ slitinn og myndfletirnir máđir.

Myndmál krossins er mjög einfalt og stíliserađ. Krossinn og skreytiđ á honum er í býsnatískum stíl (eđa undir áhrifum býsantísks stíls) fyrir utan drekann efst og fléttuna neđst. Framhliđ krossins, sem er í tveimur hlutum, sýnir mjög stífan, rómanskan Jesús međ langt lendarklćđi og stórann haus. Á endum armanna eru hringlaga myndfletir. Líklega er ţađ Jóhannes skírari sem er í hringnum á hćgri hönd Jesús og María Mey á vinstri hönd hans. Neđst er Guđs lamb. Erfitt ađ sjá hvađ er í hringfletinum efst, en líklega er ţađ Guđs hönd sem blessar međ tveimur fingrum. Hún er nú orđin nokkuđ máđ.

Bakhliđin á krossinum sýnir líklega Jesús ţar sem hann stendur og blessar ţann sem á horfir og í hringlaga flötum á endum armanna eru mjög stílfćrđir postular eđa guđspjallamenn sem blessa hver á sinn máta. Erfitt er ţó ađ segja neitt um hverjir ţađ eru.

Krossinn hefur líklega geymt, eđa geymir enn, helgan dóm. Ţetta er eiginlega, ef svo má segja, krosslaga dós sem leikur neđst á hjöruliđiđ og lokast efst međ drekanum káta. Ef ekki verđur hćgt ađ opna krossinn má ef til vill  sjá „helgan dóm" innan í krossinum međ háţróađri röntgentćkni.

Efst er hengi og á ţví leikur mjög haglega gerđur silfurdreki, mikill flćkjufótur, sem mjög greinilega er ekki smíđ ţess sem krossinn gerđi. Drekinn veltur sér í kollhnís, er eins og kúla, og bítur í tvíhöfđa snák ofan á krossinum. Hann er í einhvers konar Úrnesstíl og er mjög líklega norrćn smíđ, međan líklegt má teljast ađ krossinn sjálfur sé gerđur í löndum Austrómversku  kirkjunnar. Neđst á krossinn hefur einnig veriđ lóđuđ smá flétta í sama stíl og drekinn ofan á krossinum. Án drekans efst og fléttunnar neđst er krossinn sjálfur 9 sm langur.

Leifar keđju fundust međ krossinum og á endum hennar, ţar sem hún tengdist drekanum efst á krossinum, voru aflangir drekahausar í mjög norrćnum stíl sem meira ćttar til drekans ofan á krossinum en krossins sjálfs. Hugsanlega er krossinn innfluttur en en drekinn, fléttan og keđjan viđbót sem gerđ hefur veriđ í Danmörku.

 b7226940a4 

Drekahaus af keđjunni. Ljósm. Rene Laursen.

833ebde1e6
 

++ Kross II frá Řstermarie

Annar krossinn sem Kim Lund-Hansen fann eru aumar leifar kross í rómönskum stíl međ skreyti sem ađ mörgu leyti gćti bent til gotnesks stíls (Jesús er hefur lippast ađeins niđur og fćtur hans eru komnir í gotneska stellingu), og til ţess ađ ţessi kross sé yngri en sá fyrri. Telja menn ađ krossinn hafi eyđilagst og undist svo illa er plógur hefur rifiđ hann úr upphaflegu samhengi sínu. Tvćr keđjur fundust ţar sem fyrri krossinn fannst og hefur önnuđ ţeirra líklega tilheyrt ţessum krossi. Krossinn er međ öđru lagi en sá fyrri, en form hans var einnig mjög algengt á býsantískum brjóstkrossum.

Mikiđ meira er ekki hćgt ađ skrifa um ţennan síđari kross, ţar sem lítiđ hefur veriđ greint frá honum síđan hann fannst fyrir nokkrum dögum síđan og hafa sérfrćđingar í Kaupmannahöfn hvorugan krossinn séđ enn.

0858524087

kors2b

Kross II settur saman úr mismundandi ljósmyndum. Ljósm. Bornholm Museum, Rřnne.

Tímasetning og uppruni

Ţví er haldiđ fram í grein um fund Kim Lund-Hansens á heimasíđu ţess fyrirtćkis sem framleiđir málmleitartćki hans, ađ 5 svipađir krossar séu til í heiminum. Sú stađhćfing og grein um fundinn á heimasíđu málmleitartćkjaframleiđandans kom safnverđinum Poul Grinder-Hansen á Ţjóđminjasafni Dana nokkuđ á óvart ţegar ég talađi viđ hann í gćr og á heimasíđu Ţjóđminjasafns Dana er ekkert upplýst um slíkt.

Ljóst er ađ krossarnir virđast vera frá 12 öld. Sá heillegri er líklegast frá fyrri hluta aldarinnar, ţótt myntirnar í silfursjóđnum sem fannst nćrri Řstermarie á Borgundarhólmi séu frá síđari hluta 12. aldar. Síđari krossin bendir frekar til ađ hann sé frá síđari hluta 12. aldar. Í skreytinu gćtir gotneskra áhrifa.

Krossinn sem fyrst fannst er skyldur krossum sem finnast í SV-Evrópu og laskađi krossinn er einnig undir mjög sterkum stíláhrifum ţađan, en ekki verđur lokum fyrir ţađ skotiđ ađ krossarnir gćtu einnig hafa veriđ gerđir á Norđurlöndum eđa t.d. á Borgundarhólmi.

Um leiđ og ég óska Borgundarhólmsbúum til hamingju međ ţennan merka fund, í von um ađ fundurinn verđi varđveittur í framtíđinni á Borgundarhólmi, set ég hér nokkrar myndir af krossum í sama stíl og frá sama tíma og fyrri krossinn sem fannst nýlega nćrri Řstermarie. Neđst er mynd af gullkrossi frá Orř sem er í sama stíl og síđari krossinn sem Kim Lund-Hansen fann.

Sjá hér um annan merkan kross, krossinn frá Fossi í Hrunamannahreppi og hliđstćđu hans frá Huse i Rommedal í Noregi. Ég hef velt ţví fyrir mér hvort krosslaga opiđ í ţeim miđjum hafi upphafleg geymt helga dóma sem haldiđ var međ biki eđa einhverju öđru efni..

AN00026142_001_l a

1 a+b) Kross sem fannst í Thwaite í  Suffolk á Englandi og seldur var til British Museum áriđ 2000. Skandínavísk gerđ međ býsantínskum áhrifum  (11. öld).

AN00026143_001_l b

AN00145188_001_l

2) Kross á British Museum (12. öld).

big_thumb_04d87a0e8248817dc1507b2bf0ee850c

3) Kross fundinn í Beograd. Um hann upplýsir borgarminjassafn Beograds: "This type of reliquary, particularly popular in Russia, was made in the Kiev workshops until the invasion of the Tatars in 1240. Their frequent occurrence in the territory of Belgrade should be probably attributed to the Russians who, led by Prince Rostislav Mihailovich of Chernygorsk, the first governor of Slavonia and Mačva, settled in these territories in the middle of the 13th century". (Síđari hluti 12. aldar eđa byrjun ţeirrar 13.).

hb_1998_542

4) Kross á Metropolitan Museum of Art New York (1000-1400 e. Kr.).

dagmarkors

5) Dagmar krossinn, Ţjóđminjasafn Danmerkur.

d1946598x Christies 1

d1946598x Christies 2

6) Kross seldur á uppbođi hjá uppbođshúsinu Christies (12. öld).

360px-Byzantine_-_Pectoral_Cross_with_the_Crucifixion_and_the_Virgin_-_Walters_542629

7) Kross á Walters Museum í Baltimore (11. öld).

ORKORS~1

8) Gullkross fundinn á Orř í Danmörku (11. öld).

 


Made in Japan

Japanese Loman 

Frétt um merkar fornleifar berast nú um allan heim eins og eldur í sinu. Fundist hafa ţrjár perlur viđ fornleifarannsókn í Japan, n.t. í Nagaokakyo nćrri Kyoto. Ţessar ţrjár meintu, rómversku perlur fundust reyndar ţegar í fyrra. Japanskir fornleifafrćđingar, sem fundu perlurnar í haug miklum, telja eftir eins árs umhugsum, ađ ţćr hafi hafi lent í haugnum á fyrstu öldum eftir Krists burđ. Ţeir eru greinilega ekki ađ slengja neinu út ađ óathuguđu máli, líkt og svo oft gerist viđ fornleifarannsóknir á Íslandi.

JAPAN-ARCHA__c414406_12623_769JAPAN-ARCHA__c414407_12623_769

Ţrátt fyrir varúđ japanskra frćđimannanna, sem vitnađ er til í fréttum, er í ţessu samhengi fyndiđ ađ sjá hvernig íslenskir dellukallar takast á flug, ţegar fréttist af fundi glerperla í landi ţar sem mikill fjöldi manns safnar rómverskum minjum og etrúskum. Japanar eru miklir áhugamenn um Rómverja og í Japan er til á annan tug safna međ rómverskar minjar og sum ţeirra eru í einkaeigu.  Sjá hér.

Ef perlurnar frá Nagaokakyo eru rómverskar perlur, en t.d. ekki frá Miđausturlöndum, sem ekki er ţó alveg útilokađ, er ekki lokum fyrir ţađ skotiđ ađ einhver gárungur hafi veriđ ađ stríđa fornleifafrćđingunum međ ţví ađ missa ţćr óvart í uppgröftinn. Ţađ hefur svo sem gerst áđur ađ menn hafi veriđ ađ planta fornleifum. Reyndar mjög oft, og einnig í Japan.

Svo eru "rómverskar", eđa réttara sagt meintar rómverskar perlur ekki alveg óţekktar í Asíu, en kannski kannast japanskir kollegar mínir bara ekker viđ ţađ. Sjá hér. Ţćr gćtu ţví hafa slćđst alla leiđ til Japan, ţó svo ađ Rómverjar hafi ađeins opnađ rifu á dyr Asíu.

Íslenskir draumóramenn sjá međ perlum ţessum hins vegar strax Rómverja í Japan og telja ţetta beinan stuđning viđ tilgátur um veru Rómverja á Íslandi, já allra ţjóđa frumkvikinda, svo sem Herúla, Krýsa, Kelta, Galla, og ég veit ekki hvađ.

Allt annađ en skandínavískur uppruni, međ smá ívafi frá Bretlandseyjum, er nú í tísku hjá íslenskum Rómverjum, ţótt ekkert annađ en ósköp venjulegur skandínavískur, efniskenndur menningararfur og samtíningur međ breskum áhrifum finnist í jörđu á Íslandi.

Ekki má gleyma ţví, ađ nokkrar rómverskar myntir hafa fundist á ólíklegustu stöđum á Íslandi, sem er ţó ekkert óeđlilegt, ţví forfeđur okkar voru margir hverjir myntsafnarar,  og enn algengara var ađ rómverks mynt vćri lengi í notkun og líka í Víkingaöld (söguöld). Lesiđ ţessa ritgerđ Davíđs Bjarna Heiđarssonar til fróđleiks. Ef fornleifafrćđingar vilja svo ekki syngja međ kór samsćrisfornleifafrćđinnar er ţeim kennt um ađ hafa ekki grafiđ nógu djúpt og hafa ekki nógan áhuga.

Fyndiđ er ađ sjá viđbrögđ sumra flughuganna á bloggi Ómars Ragnarssonar, og Ómar kemur međ upplýsingar sem ég, fornleifafrćđingurinn, hef aldrei heyrt um. Ómar segir frá siglutré úr gallísku skipi. Ekki meira né minna.

Skyldu Asterix og Obelix hafa veriđ á Íslandi? Össur Skarphéđinsson er vitaskuld greinilega galli, og er mönnum í sjálfsvald sett hvernig ţeir bera ţetta orđ fram ţegar ađ honum snýr.

Bíđum nú og sjáum hvađ setur međ perlurnar í Japan.


Gleđilega hátíđ !

Gleđilega hátíđ

Fornleifur bćtir hér viđ fánaskrúđ ţjóđhátíđardagsins međ íslenskum fánum úr hollenskum og belgískum Turmac sígarettupökkum frá 4. áratug síđustu aldar. Sjá ítarlegar hér.


Tapađ fundiđ

Poq

Í nýjasta hefti SKALK, hinu vinsćla, danska riti um fornleifafrćđi og sögu, er áhugaverđ grein eftir ungan fornleifafrćđing, Jens Winther Johannsen.

Greinin fjallar um grćnlenskan grip sem fannst nýveriđ viđ fornleifarannsóknir í tengslum viđ byggingu neđanjarđarlestarstöđvar viđ Řsterport í Kaupmannahöfn. Gripurinn grćnlenski hefur endađ í díki viđ Eystrahliđ um miđja 17. öld.

Spydspids

Gripurinn er teinn eđa oddur međ krókum úr beini. Oddurinn er spjótsoddur af grćnlensku fuglaspjóti, spjóti sem var kastađ úr kajökum međ kasttrjánungi. Gerir höfundur greinarinnar grein fyrir sögu ţeirra Grćnlendinga sem rćnt var á ferđum Dana til Grćnlands. Ţeir voru fćrđir til Kaupmannahafnar á fyrri hluta 17. aldar til ađ svala forvitni konungs og svo hćgt vćri ađ „uppfrćđa ţau útí Guđshrćđslu, Tungunni og borgaralegum Sýslum". Rekur Johannsen sögu ţeirra í stórum dráttum og leggur til ađ spjótsoddurinn, sem fornleifafrćđingar fundu í Kaupmannahöfn, hafi týnst er Grćnlendingar sýndu norska frćđimanninum Jens Bjelke spjótiđ einhvers stađar viđ Řsterport, og hafi oddurinn síđar ratađ í díkiđ.

Persónulega finnst mér mun líklegra ađ einn hinna nauđugu Grćnlending, sem dauđleiddist í Kaupmannahöfn og dóu flestir úr ţunglyndi ţótt ţeim hafi annars veriđ lýst sem glađvćru fólki, hafi eitt sinn lćđst út á andaveiđar og veriđ ađ veiđa sér önd í matinn á díkjum Kaupmannahafnar er oddurinn brotnađi af kastspjótinu. 

Svo mikiđ leiddist Grćnlendingum í flatneskju Kaupmannahafnar, ađ ţeir reyndu ađ strjúka á konubáti sem ţeir smíđuđu sér, en komust ađeins yfir á Skán, ţar sem ţeir bjuggu í góđu yfirlćti hjá skánskum bćndum áđur en ţeir voru fluttir aftur leiđindi Kaupmannahafnar.

Ég get ekki sagt meira um ţennan skemmtilega fund viđ Řsterport, nema ađ ég brjóti höfundarétt, og bendi lesendum á ađ finna sér eintak af Skalk nr. 2012 á bókasafni á Íslandi til ađ frétta frekar af örlögum frćnda vorra á Grćnlandi í kóngsins Kaupmannahöfn. Ţví óneitanlega er ţetta merkilegur fundur, sem tengist enn merkilegri örlagasögu.

Einhvern tíman munu líklega finnast sauđskinnskór íslenskir međ leppum í díkjum Kaupmannahafnar. Íslendingar köstuđu hins vegar svo vitađ sé reiđhjólum í ölćđi í díki Kaupmannahafnar, eins og menn geta lesiđ um í dönskum lögregluskýrslum sem upplýsa, ađ sökudólgarnir hafi veriđ tveir fornleifafrćđingar, fćreyskur og íslenskur  - ţó ekki sá er ţetta skrifar. Kannski segir mađur frá ţeirri uppákomu í seinni tíma annálum á blogginu Fornleifi.

Efst er mynd af Grćnlendingnum Poq, sem ađ eigin frjálsum og fúsum vilja fór til Danmerkur áriđ 1724, svo ţađ var líklega ekki hann sem tíndi örvaroddi sínum. Hann var fyrsti Grćnlendingurinn sem tókst ađ snúa aftur á lífi til síns heima eftir dvöl í hjarta ríkisins. Á málverkinu, sem nú hangir í Ţjóđminjasafni Dana, ţar sem einnig sést Piqueroq samlandi Poqs, heldur Poq á spjóti međ króksoddum af sömu gerđ og oddurinn sem fannst í 17. aldar lögum í díkinu viđ Řsterport, og sömuleiđis kasttrjáningur eđa teinn sá sem notađur var til ađ kasta fuglaspjótinu.  


Nálhúsiđ og hrosshárin frá Stöng

Nálhús fundiđ á Stöng 1938

Fimmtu getraun Fornleifs lauk eftir um ţađ bil einn sólahring, ţegar Bergur Ísleifsson gaf okkur rétt svör viđ öllum spurningum. Skulda ég nú lesendum Fornleifs ítarlegri upplýsingar um hrossháriđ sem myndin međ getrauninni var af.

Rannsóknir mínar á Stöng í Ţjórsárdal hófust áriđ 1983. Ţjóđhátíđarsjóđur gaf mér ţađ sumar smápening til rannsóknarinnar, sem dugđu fyrir nokkurra vikna launum fyrir tvo stúdenta. Árangurinn var góđur. Viđ rannsókn á gólflögum skálans, sem enn stendur opinn á Stöng og er yfirbyggđur, fundust eldri, óhreyfđ gólflög, og sömuleiđis veggur eldri skála undir ţeim sem nú er opinn gestum.

Vinna á Stöng b
 
Uppgröftur í skálanum ađ Stöng í Ţjórsárdal. Einar Jónsson teiknar. Ljósm. VÖV.

Nokkrir merkir gripir fundust viđ rannsóknina, en sá merkilegasti kom á nćstsíđasta degi rannsóknarinnar. Ţađ var nálhúsiđ sem ţiđ sjáiđ hér á myndinni efst.

Nálhúsiđ fann ég í neđst í gólflagi skálans sem liggur undir yngsta skálanum sem til sýnis er í dag. Nálhúsiđ fannst rétt fyrir framan pallinn (setiđ) sem var međfram veggjum skálans, framarlega (austast) í skálanum.

Ég og Einars Jónsson lögfrćđingur og ţá sagnfrćđinemi, sem vann međ mér, trúđum ekki okkar eigin augum og ánćgja okkar fóru ekki framhjá hópi ferđamanna sem kom í heimsókn nokkrum mínútum eftir ađ viđ fundum hlutinn. Ţar fór fyrir hópi Sigurjón heitinn Pétursson trésmiđur, sem lengi var forseti borgarstjórnar í Reykjavík fyrir Alţýđubandalagiđ og einhverjir samflokksmenn hans og kollegar frá Norđurlöndum. Sigurjón fékk ađ höndla hlutinn og úrskurđađi međ gantalegu brosi á vör ađ ţetta hlyti ađ vera eitthvađ stykki úr bíl og vćri glćnýtt. 

Ţó ég ţekkti ekki neitt nálhús međ ţessu sama lagi, gerđi ég mér strax grein fyrir ţví ađ ţessi gripur vćri nálhús, og stađfestu tveir sérfrćđingar á Norđurlöndunum ţađ, en ţeir höfđu heldur ekki séđ nálhús sem var međ ţessu lagi og töldu gripinn "austrćnan".

Nálhús

Nálhúsiđ séđ frá enda ţess. Ljósm. VÖV.

Er gripurinn var kominn í hús, fór innihaldiđ í nálhúsinu ađ ţorna, og losnađi ţađ ađ lokum úr nálhúsinu. Ţetta voru einhvers konar trefjar. Ég fór međ ţćr til Danmerkur, ţar sem ţćr voru greindar af dr. Jesper Trier forstöđumanni forvörslustofu Forhistorisk Museum Moesgĺrd í Árósum, sem var á sama stađ og fornleifadeildin viđ háskólann í Árósum, ţar sem ég nam frćđin. Jesper Trier sem er "fiberolog" og hafđi sérhćft sig í alls kyns tćgjum og taugum í egypskum fornleifum, var ekki í miklum vafa ţegar hann brá ögn af hárinu undir smásjána. Ţetta voru samankuđluđ hrosshár, sem ugglaust er ekki mikiđ öđruvísi en hrosshár af hesti Faraós.

Hrosshár úr nálhúsi

Hrosshárin í nálhúsinu. Ljósm. VÖV.

Hrosshárum hefur líklega veriđ trođiđ inn í rör nálhússins, sem var opiđ í báđa enda, og ţađ gegnt ţví hlutverki ađ halda nálunum í skorđum. Ekki veit ég hvort hrosshár séu betri til ţess arna en t.d. ull, en hver veit?

Aldursgreining á birkikolum og beinum úr gólflagi ţví sem nálhúsiđ fann hefur sýnt, ađ gólfiđ og húsiđ sé frá 11. öld. Sjá t.d. hér.

Ég tel ađ nálhúsiđ á frá Stöng geti allt eins veriđ íslensk smíđ. Á Stöng var smiđja á 10 öld, ţar sem menn unnu međ kopar og á nálhúsinu er skreyti Ţjórsárdals, sem er hringur međ punti í miđjunni, svokallađir "Circle-dot" eđa "konsentrískir hringir", sem reyndar er líka mög algengt skreyti um allan heim. En í Ţjórsárdal eru flestir gripir međ skreyti einmitt međ ţetta einfalda, alţjóđlega "mynstur".

Nálhúsiđ hefur fariđ á sýningar í 4. löndum og talađ hefur veriđ um ađ framleiđa eftirlíkingar af ţví til sölu, og ţćtti mér ţađ í lagi ef einhver hluti gróđans af slíku framtaki, sama hvađ lítill hann yrđi, fćri á einhvern hátt í áframhaldandi rannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal, sem mér hefur reynst erfitt ađ fjármagna.

Nálhúsiđ er nú til sýnis á Ţjóđminjasafni Íslands í hinu kjánalega „Ţjórsárdalsbúri", sem er glerkassi hálffullur af vikri sem eitthvert hönnuđargrey hefur flippađ út međ í föstu sýningu safnsins. Kassinn á ađ gefa tilfinningu af eldvirkni og eyđingu byggđar. Eldvirkni, ein og sér, eyddi reyndar ekki búsetu á Stöng eđa byggđ í Ţjórsárdal, svo kassinn er út í hött. Einnig er bagalegt, ađ vart er hćgt ađ sjá gripina frá Ţjórsárdal vegna ţess ađ of dimmt er í ţessum eldakassa Ţjóđminjasafnsins, sem verđur líklega ađ teljast eitt kjánalegast gimmick safnasögu Íslands. Vikurinn, sem notađur er í ţennan undrakassa, er ekki eini sinni vikurinn úr Heklugosinu 1104, sem um tíma var taliđ ađ hefđi grandađ byggđ í dalnum. Nú hafa fornvistfrćđingar og jarđfrćđingar einnig gert sér grein fyrir ţví, ađ Ţjórsárdalur lagđist fyrst í eyđi á 13. öld.

Ítarefni

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (1989). Stöng og Ţjórsárdalur-bosćttelsens ophřr. Í Bojsen Chris­tensen K. M. og Vilhjálmsson, V.Ö. (eds.) hikuin 15, 75-102. English summary.

Sami (1992) Fćrsla um grip númer 590 b í sýningarskránni Viking og Hvidekrist. Norden og Europa800-1200 (From Viking to Crusader; Wikinger, Waräger, Normannen; Les Vikings... Les Scandinaves et l'Europe800-1200) fyrir sýninguna Viking og Hvidekrist, sem var sett upp á Ţjóđminjasafni Dana áriđ 1992 (sýningin var einnig í Paris - Berlín - Kaupmannahöfn 1992-93). Nordic Council of Ministers in collaboration with The Council of Europe; The 22nd Council of Europe Exhibition 1993.

Sami (1994) "Nálhús frá Stöng í Ţjórsárdal. Í Á. Björnsson (red.). Gersemar og ţarfaţing. Úr 130 ára sögu Ţjóđminjasafns Íslands. Ţjóđminjasafn Íslands, Hiđ íslenska Bókmenntafélag. Reykjavík 1994.


Silfurberg í Kaupmannahöfn

Rosenborg kristallar

 

Í Rósenborgarhöll í Kaupmannhöfn er geymt safn glćsigripa danskra konunga, svo og krónur, ríkisepli og annađ sem konungum ţótti gaman af áđur en hrađskreiđir bílar og lífrćn rćktun urđu vinsćlli. Á međal lítilfjörlegri dýrgripa konungasafnsins eru tveir teningslaga kristallađir kalksteinar, nánar tiltekiđ kristallar úr silfurbergi, sem á frćđimálinu er kallađ Iceland Spar, einnig kallađ kalkspat, Ca[CO3].

Efst međ köntunum á teningum ţessum hefur veriđ greyptur á kristallana rammi úr gylltu silfri, en neđst standa ţeir á fćti úr sama efni. Umbúnađur steinanna er ţó ekki alveg eins, og steinarnir eru heldur ekki jafnstórir. Einn er 10 sm ađ hćđ hinn nokkuđ minni eđa 8,9 sm. Sá stćrri er, sem reyndar er ekki sá hćsti, er 689 rúmsentímetrar og hinn minni 672.

Ekki er međ vissu vitađ, hvenćr ţessi gripir komu í safn konunganna, Kunstkammeret, en líklega hefur ţađ veriđ á 17. öld. Kristallarnir eru nú í ţví safni sem kallađ er Grćna Herbergiđ (Det Grřnne Kabinet) í kjallaranum undir Rosenborg.

Lengi voru ţessir kristallar skráđir sem norskir, en ţađ eru ţeir ekki, ţví silfurberg finnst ekki í Noregi. Ţeir voru á ţeim tíma ekki ţekktir utan Íslands, en síđar hefur silfurberg einnig fundist og veriđ unniđ á Spáni, í Síberíu, Japan og Suđur-Afríku, og síđar í Bandaríkjunum.

Silfurbergsteningarnir í Rósenborgarhöll er taldir ćttađir úr Helgustađanámu viđ Reyđarfjörđ, ţar sem fyrst var fariđ ađ sćkja silfurberg á 17. öld, en námuvinnsla sem ađ lokum eyđilagđi hreinleika silfurbergsins hófst ţó ekki fyrr en eftir 1850. Silfurberg finnst á tveimur öđrum stöđum á Austurlandi.

Í ferđalýsingu Ferdínands Albrechts hertoga af Braunschweig-Lüneburg-Bevern frá 1670 lýsir Ferdínand ţví sem hann sá í safni Danakonungs:

Ein grosser hohler Stein gantz voll Amathistern, so auch in Norwegen gefunden werden. Chrystall aus Issland, welchen, wie auch den Norwegischen Edelgesteinen, es nur daran fehlet, dass sie nich zur rchten MATURITÄT kommen können.

Frederik_3__Paul_Prieur__1663__Rosenborg_Slot
Friđrik 3. Danakonungur og Íslands

Tveimur árum áđur en Ferdínand Albrecht hertogi heillađist af óţroskuđum steinum (kristöllum) Friđriks 3, skipađi Friđrik konungur steinskurđarmeistara og ađstođarmanni hans ađ sigla til Íslands og dvelja ţar í sex mánuđi til ađ vinna ţar íslenskan kristal.  Mun Erasmus (Rasmus) Bartholin prófessor í stćrđfrćđi og síđar lćknisfrćđi viđ Hafnarháskóla líklegast hafa stađiđ á bak viđ ţann leiđangur, ţar sem hann ráđlagđi flotanum danska sem átti ađ koma námumanninum til Íslands.

Menn hafa svo gefiđ sér ađ Bartholin hafi ţakkađ konungi ađstođina viđ ađ ná í kristalla til Íslands međ ţví ađ fćra konungi ađ gjöf hina tvo silfurbergskristalla frá Helgustađanámu. Hafa kristallarnir ţá hugsanlega veriđ settir í umbúnađ sinn árin 1668-69.

Telja fróđir menn ađ Bartholín hafi haft áhuga á silfurberginu frá Íslandi fyrir rannsóknir sínar eđa áhuga, en síđar notuđu ţekktir vísindamenn í Evrópu silfurberg til rannsókna. Má ţar nefna danska stjarnfrćđinginn Ole Rřmer, tengdason Bartholins, hollendinginn  Christian Huygens (1629-95) og Isaac Newton (1642-1727).

Ametyst Konungs
Strýturnar úr ametysti, eru 3,1 og 3,0 sm ađ lengd.

Taliđ er, ađ upphaflega hafi tvćr strýtur úr ógegnsćjum vínrauđum ametyst veriđ límdar ofan á teningana. Ţannig er einn kristallana nú hafđur til sýnis í Kaupmannahöfn Ţessar strýtur eru líka enn til í safni Danakonunga, í Det Grřnne Kabinet, og bera númerin  320 og 321.  Geta strýturnar, ein áttstrend en önnur međ ferningslaga ţversniđ, vel veriđ komnar frá Íslandi, ţar sem ametyst er einnig ađ finna.

Sumir frćđimenn hafa leikiđ sér af ţeirri hugmynd ađ silfurberg hafi veriđ notađ sem svokallađir sólarsteinar á miđöldum. En ţegar nefndir eru sólarsteinar (solarium) í miđaldaannálum kirkna var ţó örugglega ekki alltaf átt viđ kristalla, heldur sólúr úr steini. Bergkristall gćti einnig hafa veriđ notađur. Peter heitinn Foote gaf áriđ 1956 út grein um sólarsteina og gerđi danskur fornleifafrćđingur skýringar hans ađ sýnum og hefur sá, Thorkild Ramskou, kallađur Ramses, síđan veriđ ţökkuđ skýring á sólarsteinum, sem ég held ađ sé röng. Meira um ţađ síđar.

Ítarefni

Garboe, Aksel 1959. Geologiens historie i Danmark: Fra myte til videnskab. C.A. Reitzel, Kbh.

Hein, Jřrgen 2009. The tresure Collection at Rosenborg Castle II; The inventories of 1696 and 1718; Royal Heritage and Collectin in Denmark-Norway 1500-1900. [Udg. Af Selskabet til Udgivelse af danske Mindesmćrker]. Museum Tusculanum Press. [Gripunum er lýst á blađsíđum 139 og 140. og bera silfurkristallarnir númerin 268 og 269. Jřrgen Hein naut ađstođar Dr. Sveins Jakobssonar viđ kafla sinn um kristallana frá Íslandi]. Myndirnar hér ađ ofan eru úr bók Jřrgen Heins.

Leó Kristjánsson 2007. Silfurberg og ţágttur ţess í ţróun raunvísinda og ýmissar tćkni, einum á 19. öld: Minniblöđ og heimildaskrá. Jarđvísindastofnum Háskólands, Raunvísindastofnun Háskólans, Önnur útgáfa, nóv. 2007.

Leó Kristjánsson 2001. Silfurberg: einstćđ saga kristallanna frá Helgustöđum. Jökull 50, Reykjavík 2001, bls. 95-108.

Grein um Silfurberg á Wikipedia.

Ţakka ég einnig Peter Kristiansen safnverđi á Rosenborgarsafni fyrir upplýsingar.

Viđbót 1.6. 2012 

Ég fékk um daginn neđanstćtt bréf frá Leó Kristjánssyni jarđeđlisfrćđingi viđ HÍ, sem ég ţakka innilega fyrir, en Leó hefur manna mest rannsakađ silfurbergiđ og skrifađ um ţađ:

Sćll Vilhjálmur,

ég var ađ lesa fróđleg skrif ţín um silfurbergs-skrautmuni í Rósenborgarhöll. Ég er mjög áhugasamur um íslenska silfurbergiđ og hef síđan 1995 tínt saman ýmis gögn um ţađ, ađ mestu í tómstundum. Áhersla mín hefur ţó einkum veriđ á notkun ţessa efnis í raunvísindarannsóknum, frekar en t.d. á verslun međ ţađ, eđa á sýnum af ţví á söfnum. Ég hafđi ekki heyrt af mununum sem ţú lýsir eđa af frásögn Ferdinands hertoga, en er svona "paa staaende fod" sammála um ađ kristallarnir sem ţeir eru úr gćtu hafa komiđ til Danmerkur 17. öld. Mér hefur fundist líklegt ađ Ole Worm hefđi eignast sýni af silfurbergi, en ekkert óyggjandi hef ég ţó séđ um slíkt í bók H.D. Schepelerns 1971 um Museum Wormianum sem ég á, né í bókum hans og Jakobs Benediktssonar um bréfaskipti Worms. Ţađ er hinsvegar spurning hvenćr tćkni viđ ađ saga og/eđa slípa svona efniviđ hafi komist á nógu hátt stig til ađ smíđa hallar-kubbana úr kristöllum sem í upphafi voru örugglega frábrugđnir teningslögun. Silfurberg klofnar eđa springur mjög gjarna eftir sínum náttúrulegu ţrem skakkstćđu stefnum; stórir saltkristallar úr ţýskum námum hefđu líklega veriđ bćđi auđfengnari og auđveldari ađ sníđa til í teninga en silfurbergiđ. Ţú nefnir ađ silfurberg tengist einhverjum rannsóknum Ole Rřmers, ég hef ekki haft fregnir af ţví fyrr og vćri ţakklátur fyrir frekari upplýsingar ţar ađ lútandi. Frásagnir hef ég séđ um ađ Danir hafi stillt út stórum silfurbergskristöllum á einhverjum heimssýningum o.ţ.h. á 19. öld. Ég hef ekki haldiđ öllum slíkum frásögnum til haga, en til dćmis segir G. vom Rath í Annalen der Physik 132, bls. 530, 1867 ađ á ţví ári hafi í der dänischen Abtheilung der Pariser Ausstellung veriđ (ótilsniđinn) kristall ađ stćrđ 2 1/2 fet og breidd 1 fet.

Sitthvađ í umfjöllun um silfurberg í seinni tíma ritum m.a. hinni íslensku Wikipediu er ónákvćmt, raunar einnig í ţví sem ég hef skrifađ sjálfur vegna ţess ađ nýjar upplýsingar er ég ađ finna smátt og smátt. Skrá um ýmis rit mín og erindi varđandi silfurbergiđ er á heimasíđunni www.raunvis.hi.is/~leo undir "Web-publications". Ég bendi sérstaklega á 400 bls. skýrslu frá 2010 sem hćgt er ađ lesa og prenta út. Ég mun vonandi bćta viđ hana mörgum heimildum o.fl. síđar á árinu. Nýjasta grein mín sem ađgengileg er ţar kom út fyrir nokkrum dögum í tímaritinu History of Geo- and Space Sciences. Af ţessum ritum má vel draga ţá ályktun, ađ Helgustađanáman sé merkasti stađur á Íslandi í heimssögulegu tilliti. Hinar ýmsu stofnanir (landshlutans og landsins) sem sjá um byggđaţróunar-, umhverfis-, ferđa- og safna-mál, ćttu ađ geta nýtt sér ţá stađreynd á ýmsan hátt.

Sumir fjölmiđlar einkum útlendir hafa löngum haft furđu mikinn áhuga á sólarsteinum og ţessháttar "fornmanna-vísindum". Jókst hann enn eftir birtingar greina í ritum Konunglega Vísindafélagsins í London á nokkrum síđustu árum (Hegedüs o.fl. 2007, Ropars o.fl. 2012) sem fjalla m.a. um fund kalkspat-mola í gömlu skipsflaki í Ermarsundi. Ég er sammála ţér, Ţorsteini Vilhjálmssyni (sjá kafla hans í ritinu  Íslensk Ţjóđmenning 7, 1990) o.fl.skynsömum mönnum sem ég hef rćtt viđ, um ađ hćpiđ sé ađ tengja sólarsteina úr fornritum viđ hvort heldur er silfurberg eđa landafunda-sjóferđir, af ýmsum ástćđum. Ég hef ţví látiđ öđrum eftir ađ rćđa um ţau mál á prenti. Ritgerđ Peters Foote 1956 hefur fariđ fram hjá mér en ég er ađ verđa mér úti um afrit. Árni Einarsson líffrćđingur sagđi mér fyrir nokkrum árum frá sólarsteinum í máldögum kirkna og hefur birt grein í Griplu XXI 2010 ţar sem ţeir koma viđ sögu. Ég vissi ekki ađ ţar gćti veriđ um sólúr úr steini ađ rćđa eins og ţú nefnir, hélt frekar ađ ţađ hefđu kannski veriđ steinar međ hringlaga formum í, eđa steindir sem sýndu einhver sérstök litbrigđi (enda mun Sonnenstein á ţýsku allavega nútildags geta átt viđ tiltekiđ feldspat međ ţesskonar eiginleika).

Kveđja,

Leó Kristjánsson


Fiat Lux - 4. hluti

Hvammshjálmur NM

Gotneskir ljósahjálmar, eđa öllu heldur ljósahjálmar í gotneskum stíl, eru ekki einvörđungu áhugaverđir gripir fyrir listfrćđinga eđa David Hockney sem getur ekki teiknađ ţá eins vel og van Eyck. Fyrir fornleifafrćđinga eru ţessir gripir mjög mikilvćg heimild. Brot úr hjálmum og ljósahöldum frá 15. öld hafa meira ađ segja fundist í jörđu á Íslandi.

Selárdalshjálmurinn, sem hangir í geymslu á Ţjóđminjasafninu, og var,  ţegar ég vissi síđast til, ekki enn búinn ađ fá safnnúmer, er fegurstur ţeirra hjálma sem eru upprunnir úr Niđurlöndum og eru enn til. Hann er "listfrćđilegt viđundur", einstakur forngripur sem fyrir heppni varđveittist á hjara veraldar međan allir ađrir af sömu gerđ hurfu fyrir duttlunga tískustrauma og hirđuleysis. 

Ađrir heilir ljósahjálmar međ sex eđa 9 liljum (örmum) hafa varđveist á Ísland. Reyndar hefur tveimur ţeirra veriđ „rćnt" af Dönum og eru nú á Ţjóđminjasafninu (Nationalmuseet) í Kaupmannahöfn. Síđast en ekki síst eru á Íslandi til margar ritađar heimildir til um hjálmana og ljósastikur og í bronsi og messing í kirkjum. Máldagar kirkna eru allgóđ heimild um fjölda slíkra hjálma á Íslandi.

Ađrir hjálmar í gotneskum stíl á Íslandi

Hjálmurinn á efstu mynd liggur í geymslu Ţjóđminjasafns Dana.  Hann ber safnnúmeriđ NM D 8073. Hann er frá fyrri hluta 15. aldar og er skráđur úr Hvammur kirke á Íslandi, sem er líklega Hvammskirkja í Dölum (Hvammssveit). Danski sjóliđsforinginn Daniel Bruun sem skrifađi mikilvćgar lýsingar um Ísland keypti hjálminn og gaf á danska Ţjóđminjasafniđ.

KronefraSydisland b

Ţennan hjálm er einnig ađ finna á Ţjóđminjasafni Dana, hann hefur fengiđ safnnúmeriđ NM D 1025 a og var skráđur inn í safniđ áriđ 1876. Ég man ekki eftir ţví ađ hafa séđ hann í nýlegri miđaldasýningu safnsins. Hann mun hafa komiđ úr kirkju á suđurhluta Íslands. Ţessi glćsilegi hjálmur er frá miđri 15. öld og gćti veriđ ţýskur frekar en niđurlenskur. María stendur efst međ Jesúsbarniđ og geislar af ţeim. Ljóniđ á öđrum ljósahjálmum er reyndar annađ tákn fyrir konunginn Krist sem notađ var á síđmiđöldum og ljóniđ gat líka táknađ kristna trú.

 Hvammskirkja í Hvammssveit 4528 b

Ţennan Ljónahjálm er ađ finna í Ţjóđminjasafni og er frá Hvammi í Hvammssveit og hefur fengiđ safnnúmeriđ Ţjms. 4528. Ljósahöldin, pípurnar og skálarnar eru um 100 árum yngri en stofninn. Greinilegt er ţví ađ gert hefur veriđ viđ hjálminn á 16. öld.

Vídalínhjálmurb

Ţessi glćsilegi litli ljónahjálmur er einnig vel geymdur á Ţjóđminjasafni Íslands og er verkiđ i honum náskylt verkinu í hjálminum í Selárdal. (Ţjms. Vídalínssafn, V 138). Ekki er vitađ úr hvađa kirkju hann hefur komiđ.

Hjálmar sem illa fór fyrir

Áriđ 1913 var lítill ljónahjálmur í kirkjunni í Skálmarnesmúla í Barđastrandarprófastdćmi samkvćmt kirkjugripaskrá Matthíasar Ţórđarsonar:

Hjálmur lítill úr kopar međ 6 ljósaliljum litlum og ljónsmynd efst; hann er forn eins og staki stjakinn og kertakragarnir mjög líkir, en ljósapípurnar eru gegnskornar. 

Ţetta sýnir okkur, ađ gotnesku hjálmarnir voru víđar til á Vestfjörđum en í Selárdal. Hjálmurinn, sem lýst var í Skálmarnesmúlakirkju af Matthíasi er nú, 100 árum síđar, ekki lengur í kirkjunni. Áriđ 1979 sá Ţór Magnússon fyrrv. ţjóđminjavörđur ljósapípur međ krönsum í gotneskum stíl af "ljósahjálmi eđa ljósastjaka" í eigu Hrafnhildar Bergsteinsdóttur (Skúladóttur frá Skáleyjum). Ţađ gćtu eins hafa veriđ ljósapípur af stjaka sem einnig voru i kirkjunni áriđ 1913. Hrafnhildur á enn ţessa ljósaskálar og notar ţá sem kertastjaka. Hrafnhildur greindi mér frá ţví (26.3.2012), ađ um 1930, ţegar foreldrar hennar, Bergsveinn Skúlason og Ingveldur Jóhannesdóttir, hófu búskap í Múla, hafi móđir hennar fundiđ ţessa hluti liggjandi á öskuhaugnum í Múla. Víst má telja, ađ menn hafi kastađ brotnum ljósahjálmi á hauginn, eftir ađ hann hefur eyđilagst í stormi sem braut kirkjuna á 3. tug 20. aldar. [Von er á mynd af gripunum]

saurbljos
Ljósahjálmur í Saurbć á Rauđasandi, lagfćrđur eftir hremmingar. Ljósmynd Ari Ívarsson. 

 Veđur eru sannarlega oft váleg fyrir vestan. Í aftakaveđri ţann 31. janúar 1966 fauk kirkjan á Saurbć á Barđaströnd. Margt merkra gripa var ţar í kirkjunni og bjargađist flest úr brakinu nema koparhjálmur frá 19. öld sem eyđilagđist. Einnig var í kirkjunni fallegur hjálmur frá fyrri hluta 16. aldar, sem Matthías Ţórđarson lýsti í kirkjugripaskrá sinni er hann skrifađi í hana viđ heimsókn sína á Saurbć ţann 28. júlí 1913. Ţegar átti ađ fara ađ endurreisa Reykhólakirkju ţá eldri á Saurbć tók smiđur nokkur sem annađist ţađ verk eldri hjálminn sem var í kirkjunni og fór međ hann til Reykjavíkur. Ţetta var hjálmur međ tvíhöfđa erni efst á stofninum og ljónstrýni neđst (sjá mynd). Hjálmurinn var um tíma talinn glatađur og smiđurinn, sem ekki hafđi sinnt starfi sínu sem skyldi hafđi veriđ sagt upp. Síđar fannst stofn hjálmsins í íbúđ í Reykjavík, ţar sem kirkjusmiđurinn hafđi búiđ um tíma, en á vantađi nú lljur, skálar og pípur og vissi enginn hvar ţćr voru niđur komnar. Fyrir tilstuđlan Harđar Ágústssonar listmálara sem sá um kirkjuflutninginn var gert viđ hjálminn og nýir hlutar steypti í hjálminn sem Ari Ívarsson gekk síđar frá og setti saman.  

Ari Ívarsson frćđaţulur á Patreksfirđi segir mér (26.3.2012), ađ hann myndi vel eftir hjálmunum ţegar hann var ađ alast upp. Hann telur ađ hjálmurinn hafi fengiđ ranga gerđ ađ liljum ţegar hann var "endurreistur". Verđur sá sérfrćđingur sem ţetta skrifar ađ lýsa sig samţykkan ţeirri skođun, enda hefur Ari liíklega oft starađ á hjálminn ţegar hann sótti ţarna kirkju sem ungur drengur.

Jarđfundin brot og lausafundir af hjálmum eđa ljósastikum frá 15. öld á Íslandi

Fáein brot úr ljósahjálmum og ljósastikum úr messing, lausafundir og jarđfundnir, eru varđveittir í söfnum. Fyrir utan tvo hluta úr stofni úr hjálmi, sem hugsanlega hefur hangiđ í bćnahúsi í Núpakoti undir Eyjafjöllum, og sem nú er varđveittur af Ţórđi Tómassyni í Skógum, eru nokkrir fundir varđveittir í Ţjóđminjasafni Íslands. Miđađ viđ fjölda nefndra ljósahjálma sem nefndir eru í Íslenzku Fornbréfasafni kemur ţetta ekki á óvart og ekki myndi ţađ furđa mig ef fleiri brot og leifar af messingljósfćrum hafi fundist á Íslandi á síđari árum án ţess ađ ég hafi heyrt af ţví. Mega ţeir sem fundiđ hafa slíkt, fornleifafrćđingar sem og ađrir, gjarna hafa samband viđ Fornleif og gefa honum allar nauđsynlegar upplýsingar.

StóruBorg b

1) Kertapípa frá Stóruborg undir Eyjafjöllum. Ljósm. Gísli Gestsson 1981. Safnnúmer ekki ţekkt.

Armur Ţjms. 385

2) Jarđfundinn armur úr ljósahjálmi međ gotnesku lagi, mjög litlum. Ţjms. 385

3) Ţjms. 2465. Kertispípa međ tilheyrandi skál af ljósahjálmi frá Breiđabólsstađar kirkju í Fljótshlíđ. Kom á safniđ áriđ 1883.

4) Ţjms. 5420. Ljónsmynd, steypt úr kopar, situr og hefur róuna[sic] upp á bakiđ; holt innan og hefur teinn gengiđ upp í genum ţađ; Ţađ er vafalaust af ljósahjálmi.

5) Ţjms. 6074. Kertiskragi úr koparhjálmi međ gotnesku lagi. ... Fundinn s.á. (1910) í moldarbarđi skamt frá Lágafelli, um 3 fađma í jörđu.

6) Ţjms. 5311. Kringlóttur hlutur úr kopar, steyptur.... Óvíst er af eđa úr hverju ţessi hlutur er, mćtti ćtla ađ hann vćri af kertastjaka eđa kertahjálmi. Páll Jóhannesson í Fornhaga afhenti safninu

7) Fundur 1. (9.7.1981) viđ fornleifarannsókn Ţjóđminjasafns undir stjórn Guđmunds Ólafssonar í Skarđskirkju á Skarđsströnd áriđ 1981. Á Skarđi var rannsökuđ gröf sem hafđi komiđ fram viđ framkvćmdir undir yngstu timburkirkjunni á stađnum. Međal funda var ljósaskál úr gotneskum hjálmi eđa tvíarma ljósastiku. Guđmundi Ólafssyni fornleifafrćđingi á Ţjóđminjasafni Íslands ţakka ég fyrir upplýsingar um fundinn og teikningu.

Skarđ
Ţessa teikningu gerđi Ţorvaldur Friđriksson fornleifafrćđingur og fréttamađur í fundaskrá áriđ 1981, og slćr hann nćrri Leonardo gamla viđ í drátthagleik.

 

Heimildir: Mikiđ af ţeirri rannsóknarvinnu sem fór í ţessar blogggreinar um ljósahjálminn frá Selárdal og ađra gotneska ljóshjálma á Íslandi, var unnir fyrir langalöngu. Mikiđ af ţví sem hér stendur birtist upphafleg í heimildarritgerđ í miđaldafornleifafrćđi viđ háskólann í Árósum voriđ 1983. Bar ritgerđin heitiđ Metallysekroner i senmiddelalderen (prřve e). Notast var viđ um 40 greinar og bćkur um efniđ.

Fimmti og síđasti hluti nćst


Fiat Lux - 3. hluti

Collage Arnolfini nello Arnarfirdi

Málverk meistarans Jan van Eycks af hinum helköldu hjónum í Bryggjuborg, sýnir okkur harla vel aldur ljósahjálmsins úr Selárdal og annarra skyldra hjálma sem varđveittust á Íslandi, međan allt svipađ góss var brćtt í deiglu tímans í Evrópu. Ţessi hjálmar voru nýjasta tíska ţegar ţeir héngu í Brugge áriđ 1434 og fljótlega upp úr ţví í kirkjum uppi á Íslandi, ţar sem menn hafa alltaf elt tískuna eins og rollur.

Viđ vitum einnig, ađ uppruna flestra ţessara kjörgripa er ađ finna í Belgíu. Fyrr á miđöldum höfđu ljósahjálmar í stćrri kirkjum oft veriđ úr járni, gjarnan járngjörđ sem hékk í sverum keđjum og á gjörđina voru hnođuđ ljósahöld eđa ljósapípur. Eru slíkir hjóllaga hjálmar varđveittir víđa um Evrópu.

Hinn gotneski, niđurlenski ljósahjálmur frá Selárdal er úr messing, sem er blanda af ca 68% kopar og 32% sinki (inki). Ţví minna sem sinkiđ er, ţví rauđleitari verđur málmblandan. Ţegar ţessum grunnefnum er blandađ saman í fyrrgreindum hlutföllum fáum viđ hiđ gyllta messing. Á miđöldum ţekktu menn ekki sink sem málm (grunnefni), eđa kunnu ađ vinna hann. Ţeir brćddu svokallađan „Galmei", málmstein úr Eifel fjöllum, sem inniheldur mikiđ sink, saman viđ kopar sem fyrst og fremst kom frá Harz- og Erzfjöllum. Ef koparmálmblandan samanstendur hins vegar af kopar og tini gefur ţađ rauđleitan eđa appelsínugulan lit á málmblönduna, og er sú blanda ţađ sem flestir kalla brons.

Ljósahjálmurinn frá Selárdalskirkju er svokallađ Dinanterí (Dinanderie), ţ.e.a.s. fjöldaframleidd messingvara frá Niđurlöndum, sem fékk nafn sitt af bćnum Dinant í Namur í Belgíu, sem var ţekktust niđurlenskra borga í Maas-dalnum fyrir framleiđslu á ílátum og ambođum úr messing. Erfiđara er ţó ađ segja til um hvort hún er ćttuđ frá öđrum borgum í núverandi Belgíu, eđa hvort hún sé frá vesturhluta Ţýskalands, ţar sem einnig var fariđ ađ fjöldaframleiđa messingvöru til útflutnings á 15. öld. En bćđi í Ţýskalandi og Belgíu stóđ ţessi eirsteypa á gamalli hefđ, sem gerđi fjöldaframleiđslu auđvelt mál á 15. öld.

Ţetta var eftirsótt vara, eins og margt annađ frá Niđurlöndum, og höfđu Mercatores de Dinant(kaupmenn frá Dinant) heildsölur og markađi í mörgum stćrri borgum Evrópu og var sá ţekktasti Dinanter Halle í Lundúnum. Ţess vegna var líkast til auđvelt fyrir Íslendinga ađ sćkja ţessa vöru til Birstofu (Bristol) og annarra borga sem ţeir versluđu viđ, eđa ađ Hansakaupmenn hafi boriđ ţessa gripi međ sér til Íslands. Ýmsir framleiđundur gerđust ţekktari en ađrir og má nefna Jacques Jongfinger í Antvörpum, Jóses fjölskyldan í Dinant og Guillaume Lefevre í Tournay. Kannski hefur einhver ţeirra búiđ til hjálminn í Selárdal? Salmer fjölskyldan frá Dinant seldi í fleiri mannsaldra messingvöru og ađrar eftirsóttar listavöru á Englandi, svo sem altaristöflur, líkneski og listavefnađ (refla og góbelín).

h2_1975_1_1416

Margt annađ en ljósahjálmar var framleitt úr messing í Niđurlöndum, og má nefna kertastjaka, af öllum stćrđum t.d. vegleg stykki eins og ţađ sem hér sést á stóru myndinni neđar á síđunni, en ţađ er ađ finna í dómkirkjunni í Lundi. Frá Niđurlöndum bárust mundlaugar, könnur (sjá hér), skírnarföt, vatnsdýr, rúmpönnur (til ađ hita rúm), bókahöld fyrir predikunarstóla, og svo meira lystileg stykki eins og gripirnir tveir hér ofan viđ og neđan, sem sýna glögglega ađ hinn öfgafulli materíalístíski femínismi er gamalt fyrirbćri.

h2_64_101_1499
Fat í safni í New York eins og myndin styttan fyrir ofan.

 

Kristján í Lundi
Kristján Sveinsson sagnfrćđingur er ekki lágvaxinn mađur eins og margir hafa séđ, og sýnir hann hér hve gífurlegur gripur ţessi sjö arma ljósastika í Lundi er. Hún er 3,5 m. ađ hćđ, frá 15. öld og er vafalaust gerđ í Niđurlöndum. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2012.

Messingiđnađurinn í Niđurlöndum byggđi á miklum hluta á vilja manna í koparríkum hlutum Evrópu ađ eiga samstarf yfir landamćri viđ lönd ţar sem hćgt var ađ fá tin. Iđnađurinn var ţví oft í hćttu ţegar konungar og hertogar ákváđu ađ heyja stríđ. Áriđ 1466 réđst Karl hertogi af Búrgundalandi á borgina Dinant og var bar iđnađurinn ţar ekki barr sitt eftir ţađ. Iđnađarmenn fluttu til annarra bćja eins Brussel, Bryggju, Mecheln, Antwerpen og Tournay.

Ţví er haldiđ fram, og réttilega, ađ framleiđsla gripa úr messing og sala ţeirra hafa veriđ vagga kapítalismans í evrópskum viđskiptum. Framleiđsluferliđ var nýjung. Messinghlutir voru framleiddir í ţví sem mest líktist verksmiđjum og skipulögđ sala og útflutningur fór fram og vörulistum var dreift til söluađila. Samkeppnin var hörđ og vöruverđ gerđist hagstćđara ţví blómlegri sem salan var.

Stofnhjálmurb
Eftir Niels-Knud Liebgott 1973. Lys. Nationalmuseet

Stofnhjálmar

Hjálmurinn úr Selárdalskirkju er af ţeirri gerđ gotneskra ljósahjálma sem á fagmálinu kallast stofnhjálmar (stamkroner á dönsku). Steyptum hólkum úr messing er rađađ upp á járntein sem ber alla hluta ljósahjálmsins. Á miđhólkinn, sem oftast er breiđastur, eru settir armar í ţar til gerđ slíđur. Flatir armar eins og eru á hjálmunum frá Selárdal og á málverki van Eycks voru steyptir í sandi. Mót eđa skabelón voru pressuđ í mjög fínan steypusand og í var hellt brćddum málinum. Síđan var allt pússađ. Ađrir hlutar voru mótađir í vax, sem leirkápa var sett utan um. Málminum var hellt í mótin, og ţegar málmurinn var kólnađur var leirkápan slegin af. Hólkarnir eđa kjarni ljósahjálmanna, sem gátu veriđ margir, voru steyptur úr tveimur hlutum sem settir voru saman og síđan renndir á rennibekk. Ljósaskálar, kertapípur, og skreyti t.d. trjónan neđst eđa myndin efst, sem gat veriđ ljón eđa madonnumynd, voru steypt sér og rađađ á járnteininn.

Selárdalshjálmurinn er til ađ mynda gerđur úr 32 sjálfstćđum einingum fyrir utan járnteininn. Allt ţurfti ađ smellpassa og ţeir sem bjuggu til hjálmana merktu t.d. slíđrin á einum hólkhringnum međ 1-6 skorum og 1-6 merki voru síđan höggvin á armana, ţar sem ţeir voru festir á slíđrin. Ţetta sést vel hér ađ neđan á hólkunum tveimur sem eru frá Núpakoti undir Eyjafjöllum, sem er ađ finna á Byggđasafninu í Skógum.   

Núpakot teikning b
Tveir hlutar úr stofni ljósahjálms frá Núpakoti undir Eyjafjöllum sem nú er ađ finna í Byggđasafninu í Skógum. Samanlagt eru ţessir hlutar nćr 17,1 sm ađ hćđ og gćti hjálmurinn ţví međ frá toppmynd niđur ađ dýrstrjónu hafa veriđ um 40-50 sm langur. Teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1982.
Núpakot bb
Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1982
 
Viđ höldum áfram
eftir nokkra
daga
*

Fiat Lux - 2. hluti

Van Eyck Arnolfini Portrait 

Sjáiđ hve hjónakornin hér á myndinni eru grá og veikluleg, ţótt konan undirleita geti litiđ út fyrir ađ vera ţunguđ og ađ ţau séu augljóslega vel í álnum (stćkkiđ myndina međ ţví ađ klikka á hana nokkrum sinnum).

Ţessi hjón voru vafalaust á međal ríkasta fólksins á Bryggju (Brugge á Flandri í flćmskumćlandi hluta Belgíu) áriđ 1434, ţegar meistari Jan van Eyck (ca. 1395-1441) málađi ţau og sjálfan sig. Hann sést í speglinum undir ljósahjálminum.

Lengi var taliđ ađ ţetta málverk sýndi hjónin Giovanni di Arrigo Arnolfini og konu hans Giovanna Cenami frá Lucca í Toscana á Ítalíu, sem bjuggu í Hansabćnum Brugge mestan hluta ćvi sinnar. Ţessi heimsfrćga mynd, sem nú hangir í National Gallery í London, var meira ađ segja talin vera brúđlaupsmynd ţeirra hjóna. Allar lćrđar ritgerđir urđu síđar úreltar eftir ađ bréf fannst sem sýndi ađ ţau Jóhann og Jóhanna hefđu ekki gengiđ í hjónaband fyrr en 14 árum eftir ađ ţetta litla málverk var málađ. Verkiđ er ekki stćrra en 60x82 sm. ađ stćrđ og málađ á eikarborđ.

Áđur var einnig taliđ ađ málverkiđ vćri táknum hlađiđ, sem gáfu verkinu dýpri meiningu, en ţađ verđur líklegast ađ endurskođa eftir ađ myndin hefur veriđ rannsökuđ međ innrauđu ljósi. Nú halda sumir ađ ţetta séu ekki ţau hjón, en National Gallery heldur greinilega enn í ţá skođun, en upplýsir ađ ţetta sé ţó ekki giftingamynd. En varla telgja sérfrćđingar National Gallery, ađ pör á 15. öld hafi lifađ í synd í 14 ár fyrir brúđkaup ţeirra. Brúđkaup Jóhönnu og Jóhanns var ekki haldiđ fyrr en 1447, en ţá hafđi Jan van Eyck reyndar veriđ dauđur í 6 ár. Hver veit, kannski giftist Giovanni di Arrigo Arnolfini í annađ sinn áriđ 1447, og ţá er ţetta kannski mynd frá fyrra hjónabandi? Engar ritađar heimildir eru ţó til um ţađ.

Ég hef alltaf veriđ á ţeirri skođun, ađ konan á myndinni hafi veriđ svona leiđ og karlin svo veiklulegur vegna ţess ađ ţau misstu af fallegast ljósahjálminum í Brugge áriđ 1434, ţessum međ tveimur röđum og ljóni efst. Sá síđasti í búđinni fór međ skipi til Íslands og urđu hjónin ađ láta sér nćgja ódýrara módel međ einni röđ arma og turni í stađ öskrandi ljóns. Eymdin í ásjónum ţeirra var ţví fyrst og fremst vegna materíalístiskrar vanlíđan. Ţessi tilgáta mín er engu vitlausari en margt annađ sem frćgir listfrćđingar hafa taliđ sig fundiđ eđa séđ í mynd van Eycks.

Selárdalshjálmur Ljósmynd VÖV 1996
Selárdalshjálmur. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (1996)
 
van Eyck detail
Hjálmur van Eycks (1434)

Ţess má geta, ađ maestro David Hockney setti fyrir nokkrum árum fram ţá tilgátu, ađ ýmsir meistarar endurreisnartímans í Niđurlöndum og á Ítalíu hafi notast viđ myndvarpa ţess tíma, camera obscura, og hafi varpađ öfugri mynd međ hjálp safnglers á eitthvert hvítt undirlag sem listamennirnir teiknuđu svo á eftir myndinni sem varpađ var. Hann taldi van Eyck einn af ţessum meisturum sem notast höfđu viđ camera obscura tćknina. I sjónvarpsţćtti sem BBC gerđi međ honum og  Charles M. Falco eđlisfrćđingi, stilltu ţeir međal annars upp líkani af herbergi "Arnolfini" hjónanna međ ljósahjálmi.  Rök Hockneys og Falcos voru ađ ţađ vćri einfaldlega ekki hćgt ađ teikna eins flókinn hlut og gotneska ljósakrónu en mótrök annarra listamanna og eđlisfrćđinga sýndu m.a. ađ safngler myndi ekki gefa ţá mynd af ljósahjálminum sem van Eyck teiknađi. Ég tel persónulega ađ góđir teiknarar getir náđ ljósahjálminum međ smáćfingu.

Hvort sem Jan van Eyck málađi ljósahjálminn í Brugge fríhendis, eđa međ hjálp safnglers í myrkraherbergi, ţá er hún mikil og góđ heimild um margt og tímasetur mjög vel ţá gerđ af messingljóshjálmum í gotneskum stíl, sem varđveittist gegnum aldirnar í kirkjum í Selárdal í Arnarfirđi, á hjara veraldar, ţar sem menn kunnu ekkert ađ teikna og vissu ekki hvađ camera obscura var fyrr en seint og síđar meir. Ţeir Selárdalsmenn áttu hins vegar hinn ekta hlut og vissu ekkert um angist Arnolfini-hjóna og deilur David Hockneys viđ listgćđinga og eđlisfrćđinga.

Eitt sinn héngu svona hjálmar víđa í evrópskum kirkjum og húsum ríkra manna. En í dag eru ţeir flestir horfnir ţví ţeir voru teknir ofan og brćddir í ađra hjálma á á 16 og 17. öld. Síđari gerđir ţekkjum viđ vel, Ţeir hafa kúlu neđst og oftast nćr klofinn örn efst á stofninum og langa og mjóa s-laga arma úr rörum.  Slíkir endurreisnarhjálmar voru ekki síst framleiddir lengi vel í Svíţjóđ og bárust víđa. Einnig hvarf margt ljósahjálma á 19. öld ţegar kirkjur voru rćndar öllum málmi ţegar stríđ voru háđ.

Hjálmurinn í Selárdalskirkju er glćsilegasti hjálmurinn af sinni gerđ í heiminum, glćsilegri en hjálmur hjónanna á mynd van Eycks, en ţeir voru framleiddir í Niđurlöndum (Belgíu) á fyrri hluta 15. aldar. Enn glćsilegri gerđir voru framleiddir síđar í Ţýskalandi og eru nokkur eintök til af slíkum prakthjálmum í ţýskum listasöfnum  

Íslendingar fylgdust svo sannarlega međ tískunni fyrir tćplega 600 árum síđan, og keyptu ađeins ţađ besta fyrir kirkjur sínar sálum sínum til hjálpar.

Viđ höldum ljósahjálmasögunni áfram í nćstu fćrslu,

ţar sem frćtt verđur um framleiđslusögu ţessara

gotnesku hjálma og síđar um ađra

ljósahjálma á

Íslandi

Fiat Lux - 3. hluti


Getes Sevrement Getes

Getes Sevrement Getes 1bGetes Sevrement Getes 2

Getes Servement

Getes Sevrement Getes stendur á bronspeningi nokkrum sem fannst fyrir nokkrum árum viđ fornleifarannsóknir ađ Skriđuklaustri. Margir merkir gripir hafa fundist viđ fornleifarannsóknirnar á Skriđuklaustri síđastliđin ár, en eins og ég hef margoft bent á hefur ţeim sem stjórnađ hafa rannsókninni ekki tekist ađ gera hinum merku fundum nćgilega góđ skil. Glannalegar yfirlýsingar koma um sumt í fjölmiđlum á sumrin, en hins vegar er skrifađ af vanefnum um mjög merka hluti sem hafa fundist á Skriđuklaustri. Ţađ á til dćmis viđ um peninginn ađ arna.

Á heimasíđu Skriđuklausturs er fjallađ um grip sem geymir miklu meiri sögu en ţar er sögđ:

„Franskur reiknipeningur er međal ţess sem fundist hefur viđ fornleifauppgröftinn. Slíkir peningar voru notađir sem merki á línum til útreiknings og höfđu sjálfir ekkert sérstakt verđgildi. Línurnar voru dregnar á dúk eđa fjöl en einnig voru til reikniborđ međ inngreiptum línum. Peningurinn sem fannst á Skriđuklaustri er skreyttur sverđliljum, merki frönsku konungsfjölskyldunnar og Möltukrossi, sem tengist međal annars musterisriddurum og ýmsum miđaldareglum í Evrópu. Ţekkt er ađ franskir konungar létu árlega slá reiknipeninga handa embćttismönnum sínum og ţetta er einn slíkur, trúlega frá síđari hluta 15. aldar. Hvernig hann er kominn til Íslands og hvort hann hefur veriđ notađur viđ útreikninga á Skriđuklaustri verđur ekki sagt til um međ vissu en Stefán biskup Jónsson var lćrđur frá [sic] Frakklandi og gćti hafa komiđ međ peninginn"

Hér verđur ađ leiđrétta. Vera má ađ mynt sú sem fannst á Skriđuklaustri hafi veriđ notuđ sem reiknipeningur, regnepenning á dönsku, en upphaflega var hann ef til vill sleginn til annars. Hins vegar finnst mér tilgátan um ađ Stefán biskup Jónsson hafi komiđ međ myntina upp á vasann nokkuđ líklegri en margt af ţví sem hingađ til hefur veriđ sagt um myntina.

Í umfjöllun um myntina í rannsóknarskýrslu og á heimasíđu Skriđuklausturs er einnig ranglega hermt ađ sverđliljur, sem eru margar á peningnum, tengist ađeins frönsku konungsfjölskyldunni  Rangt er einnig ađ Möltukross sé ađ finna á peningnum. Krossinn á peningnum er ekki Möltukross, og  meira ađ segja Dan Brown veit ţađ, ţví Möltukrossinn er svona:

Möltukross

Krossinn á peningnum er hins vegar ţannig:

Kross

og er kross sem gjarnan var settur á áletranir á innsiglum, myntum og öđru til ađ sýna upphaf texta eđa enda hans og um leiđ hiđ helga tákn krossins. Menn međ lágmarksţekkingu í miđaldafornleifafrćđi ćttu ađ ţekkja muninn á ţessum krossum.

Ekki er greint frá ţví á heimasíđu Skriđuklausturs eđa í rannsóknarskýrslu fyrir áriđ 2005, hvađ stendur í raun á framhliđ peningsins. Má ţađ vera vegna ţess ađ fornleifafrćđingarnir sem fundiđ hafa hana kunni ekki ađ lesa á miđaldatexta, eđa mismunandi miđaldaletur. Á peningnum má lesa

Getes Servement

 

Sevrement er sama orđiđ og surement á nútímafrönsku, og er ţví hćgt ađ leggja út af textanum á ţennan hátt: "Kvittun: međ vissu : Kvittun", eđa öllu heldur "reikningur án skekkju", („Account without mistakes").

Peningurinn frá Skriđuklaustri er frá lokum 15. aldar, er franskur, og götin á honum gćtu bent til ţess ađ hann hafi veriđ notađur á "borđtölvu" miđaldamanna, reikniborđiđ og voru til mjög flóknar reglur um ţessi göt í Niđurlöndum og Ţýskalandi, en í Frakklandi virđast gatađir peningar ekki hafa veriđ notađir.

jet14 

Belgísk bók frá 16. öld sem kennir borđreikning međ reiknipeningum međ götum.

Ég vona ađ ţessi greinargerđ mín sé getes sevrement og leyfi mér svo ađ segja eins og Frakkinn gerđi forđum: Ils doivent surement avoir les jetons ŕ Skriduklaustur.

De la Tour Pl. XXV 5De le Tour Pl XXI 8

Tveir líkir peningar fundnir í Frakklandi. Eftir de le Tour 1899.

Ţakkir fyrir ađstođ fćri ég Dr. Claude Roelandt í Belgíu og Michel Prieur í Frakklandi.

Ítarefni:

De la Tour, Henri (1899 ). Catalogue de La Collection Rouyer: Premičre Partie: Jetons et méreaux du Moyen Âge, Léguée en 1897 Au Département Des Médailles Et Antiques.[Bibliothčque Nationale]. Paris.

Roelandt, Claude; Stéphan Sombart, Michel Prieur, Alain Schärlig (2005). Jetons & Méreaux du Moyen Âge. Chevau-légers.

Myntir líkar peningnum sem fannst í jörđu á Skriđuklaustri eru alls ekki óalgengar og er hćgt ađ kaupa ţćr á netinu í miklum mćli. Sjá t.d. hér. Hins vegar er peningurinn sem fannst á Skriđuklaustri af frekar sjaldgćfri gerđ.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband