Fćrsluflokkur: Forngripir

Íslendingar selja frekar ömmu sína

Silver Police 2
 

Margrét Hallgrímsdóttir ţjóđminjavörđur, starfsmađur Ţjóđminjasafns og fulltrúar safnaráđs tóku silfur af útsendara málminnkaupafyrirtćkis á Bretlandseyjum sem aliđ hefur manninn á hótelherbergi í Reykjavík. Ţar hefur hann undanfarna daga tekiđ á móti Íslendingum sem vilja selja honum ćttarsilfriđ og gulliđ sitt. Ekki ósvipađ og ESB sem vill kaupa fjöregg ţjóđarinnar. Ţjóđminjavörđur lét eftirfarandi eftir sér hafa í morgun, ţegar hún var búin ađ taka silfriđ af Bretanum:

„Ţađ er kannski erfitt ađ segja nákvćmlega til um hvađ ţetta er gamalt. Ţetta er frá síđustu öld," segir Margrét. „Viđ teljum ástćđu til ađ fjalla um ţetta sérstaklega. Ég spyr mig hvort ţađ sé ekki eitthvađ sem viđ ţurfum ađ hugleiđa Íslendingar hvort ţađ sé ţess virđi ađ selja fjölskylduarfinn, fjölskyldusilfriđ, ţađ sem tilheyrđi ömmu eđa langömmu, bara út frá ţyngd málmsins."

Sem sagt, ekki er einu sinni víst ađ silfriđ, sem gert var upptćk í morgun, uppfyllti 100 ára regluna í Ţjóđminjalögum, sem ákvarđar hvort gripur er forn eđa ekki. Ég tel nćsta öruggt ađ ţetta hafi ekki veriđ austfirskt gćđasilfur sem alls ekki fellur á eđa úr verđi, ţví til stađar var einn helsti sérfrćđingur landsins í ţannig silfri. Greinilega kemur einnig fram í hreyfimynd međ frétt Morgunblađsins, ađ útrásarvíkingar hafa ekki veriđ ađ selja silfriđ sitt. Mest af ţessu var bölvađ rusl, eins og ţađ heitir á fagmálinu.

Fyrirtćkiđ P&H Jewellers/Honest Advise, sem er sagt hafa bćkistöđ í Nottingham, er kannski ekki ţađ fyrirtćki sem ţađ gefur í skyn ađ ţađ sé. Útsendarinn á Íslandi segist aldrei hafa lent í silfurlögreglu í öđrum löndum en á Íslandi. Ţví trúi ég, en ef viđ skođum heimasíđu fyrirtćkisins. http://www.pandhjewellers.com/2012/02/jewellery-roadshow-in-rekjakvik/, sjáum viđ ađ fyrirtćkiđ hefur svo sem ekki veriđ međ neitt annađ á dagsskránni en Jewellery Roadshow í Rekjakvik [sic] 7.-9. janúar (á líklega ađ vera febrúar) 2012. Líklega er ţetta bara fyrirtćki framtakssams manns sem frétt hefur af ríkidómum Íslands.

Hafiđ ţiđ einhvern tíma heyrt um Nígeríusvindl...? Einhvern megin verđur sumt fólk vitaskuld ađ bjarga sér, og ţví ekki á heimsku og menningarleysi Íslendinga, sem vilja selja silfriđ hennar ömmu sinnar?

Ţetta silfur, sem vösk sveit silfurlögreglunnar tók í morgun, hefur ađeins verđmćti á Íslandi, ţađ er ađeins sérstakt í íslensku samhengi, og ţví gćti ţetta virst broslegt, ţar sem óhemjumikiđ er til af víravirki á Íslandi. En ţótt menn hafi fariđ međ jarđýturnar á torfkofann, sem menn skömmuđust sín fyrir, ţá er engin ástćđa ađ selja "ćttarsilfriđ" í deiglu skammvinnrar grćđgi. Kannski er fátćktin í kreppunni svona mikil? Kannski var víravirkiđ bara ţýfi?

Fréttin og framgangur silfurlöggunnar fćr ađ minnsta kosti silfurverđlaun Fornleifs fyrir skemmtilega uppákomu.


mbl.is Skart stöđvađ á leiđ úr landi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Örvarodds saga

Örvaroddur fundinn í Reykjavík

Adolfi Friđrikssyni fornleifafrćđingi var eitt sinn faliđ ţađ vandasama verk ađ sjá um endurútgáfu hins merka verks Kristjáns Eldjárns Kumls og Haugfjár, sem kom út áriđ 2000.

Ţví miđur var mikiđ af ţeirri vinnu sem átti ađ bćta viđ ágćtisverk Kristjáns Eldjárns óttalega illa unnin og sýnir ađ ţeir sem ađ bókinni stóđu hafa ekki haft mikla ţekkingu á ţví sem ţeir voru ađ vinna međ. Kuml og Haugfé var reyndar velskapađ barns síns tíma áriđ 1956, gott rit miđađ viđ ađ Kristján Eldjárn hafđi ekki lokiđ námi í fornleifafrćđi í Danmörku, en viđbćtur í endurútgáfunni, sem ekki eru frá hans hendi, eru afar ţunnur ţrettándi.

Fyrir áramót sagđi ég frá kingunni sem týnst hafđi eftir ađ bók Eldjárns kom út í fyrsta sinn. Ekki var ađ finna stafkrók um ţađ hvarf í nýju útgáfunni áriđ 2000.

Í fyrstu útgáfu Kumls og Haugfés sem kom út áriđ 1956 er afar stutt og látlaus lýsing á ţeim örvaroddum sem til voru á Íslandi á ţeim tíma. Viđ ţađ var eiginlega litlu ađ bćta, nema um einn grip sem fannst á Stöng áriđ 1939 og sem haldiđ var fram ađ vćri örvaroddur. Miklu líklegra er ađ gripurinn sé hnífur enda blađiđ of flatt til ađ geta veriđ oddur sem léti af stjórn.

Samojed3
Samojed2
Örvaroddar Samojeda í Síberíu, sem lýst er í stórverkinu Continuation de L'Histoire générale de Voyages ou Collection Novelle des Relations de Voyages par Mer, Decouvertes, Observations, Desceiptions Omises dans celle de feu M. l'Abbé Prevôt, ou publiées depui cet Ouvrage ...etc. etc. etc. sem kom út í Paris áriđ 1768, Avec Approbation et Privelege du Roi. 

 

Einnig er greint frá "sérkennilegum örvaroddi, sem fannst viđ fornleifarannsóknirnar í Suđurgötu 3-5 í Reykjavík, sem sćnski fornleifafrćđingurinn Elsa Nordahl fjallađi um í bók sem hún gaf út um rannsóknir sínar. Nordahl taldi sig ekki ţekkja neinn slíkan örvarodd. Adolf Friđriksson leitađu ţví til tveggja manna sem mikiđ hafa rannsakađ örvarodda í Svíţjóđ og á Hörđalandi í Noregi, en ekki könnuđust ţeir viđ svona V-laga örvarodda samkvćmt upplýsingum í neđanmálsgrein.

Sérfrćđingarnir ţessir hafa reyndar fyrst og fremst sérhćft sig í örvaroddum sem voru vopn, en margir örvaroddar voru ekki ćtlađir til ţess ađ drepa fólk og slíkir örvaroddar finnast ţá sjaldnar í kumlum. V-laga  örvaroddar eru ekki óţekktir. Ţeir hafa fundist á Bretlandseyjum, í Úkraínu, Asíu og međal Samójeđa í Síberíu, fjarskyldra frćnda Sama í Skandinavíu. Samúrćar í Japan hafa einnig notađ álíka örvarodda. Ţeir finnast víđa í Asíu.

oddar

 

961

Svona oddar voru hentugir til ađ drepa stóra bráđ, t.d. sel eđa hreindýr og hirti. Ţetta hefđi Adolf Friđriksson líklegast vitađ, hefđi hann stundađ rannsóknir á haugfé og efnislegri menningu áđur en hann tók viđ ritstjórn Kumls og Haugfjár.

 

Adolf Silfurviti 1994

Adolf Friđriksson áriđ 1994, ţegar hann hélt ađ íslenskur jarđvegur hefđi ţann kost fram yfir jarđveg annars stađar heiminum ađ ekki félli á silfur sem lenti í honum fyrir hundruđum ára. Lengi hef ég óskađ ţess ađ Adolf gćfi nánari skýringar á ţví fyrirbćri, í stađ ţess ađ ţykjast vitrari en kennari viđ háskólann í London ţar sem hann hafđi lćrt. En engin svör komu viđ ţví frekar en mörgu öđru í endurútgáfu Kumls og Haugfjár.


Negrinn á fjölinni

F22b
 

Nýlega skrifađi mér gamall skólafélagi minn úr MH, sem ég hef ekki séđ eđa heyrt í síđan hann bauđ mér í fisk og heimspekilega umrćđu á Hard Rock Café í Kringlunni hér um áriđ. Hann spurđi mig út í ţađ hvađ ég hafđi fyrir mér í ţví ađ ein af vangamyndunum á fjöl Dađa Dalaskalla í Ţjóđminjasafninu vćri "blámađur"*. Ţađ var vitaskuld góđ spurning og ég svara honum ekki fyrr en nú en ađ vel athuguđu máli. 

Sumariđ 1999, nánar tiltekiđ 10. júlí, birtist síđari hluti greinar sem ég ritađi um ţrćlasala í Norđurhöfum. Ţar var međal annars greint frá Kólumbusi og íslenskum sveinum í Birstofu (Bristol) og leiđrétti eina af mörgum meinlokum í verkinu Saga Íslands. Ţennan síđari hluta frásagnar minnar kallađi ég Fjöl Dađa Dalaskalla. Greinin fjallar m.a. um útskorna eikarfjöl sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands og sem er greinilega frá síđari hluta 15. aldar, en taliđ er ađ Dađi Arason, kallađur Dalaskalli, hafi átt og brúkađ hana sem rúmfjöl. Dađi veriđ uppi ca 1425-1502.

Fjölin er úr eik og ađ öllum líkindum frá Spáni eđa Portúgal. Lesa má um hana hér  og hér

F12b
 
F42b

Svo svarađ sé spurningu heimsspekingsins á Hard Rock, var ég auđvitađ leiddur af skođun ţess sem upphaflega skrifađi um fjölina og taldi vangamyndina af blámanni*. ţegar hún kom fyrst á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1881. En ađ betur athuguđu máli í kjölfar spurningar skólafélaga míns, er ég enn pikkfastur á ţeirri skođun ađ listamađurinn sem skar ţessa fjöl hafi veriđ ađ skera út mynd af negra (svörtum Afríkumanni eđa svokölluđum svertingja/ blámanni).

F32b

Allir ţeir sérfrćđingar sem ég hafđi samband viđ á söfnum ţegar ég skrifađi fyrst um fjölina voru líka á ţeirri skođun. Zigzag mynstriđ í hári vangamyndarinnar tel ég ađ sé tilraun til ađ sýna stífhrokkiđ hár. Viđ sjáum ţví miđur ekki hár hinna, betur klćddu mannanna, á vangamyndunum, en englarnir á hinni hliđ fjalarinnar eru t.d. međ liđađ hár og ekki er ţađ skoriđ út í neinni líkingu viđ hár hins meinta negra.

Negrinn á fjölinni
 

Negri Francis Drakes

Einhvern tíma á tímabilinu 1586-1588 gaf Elísabet I Englandsdrottning Sir Francis Drake verđmćtan skartgrip, sem enn er til og er kallađur The Drake Jewel. Gripur ţessi ber m.a. cameo-vangamynd úr lagskiptum sardonyx-agatsteini af negra og hvítum manni.

Steinninn hefur veriđ skorinn ţannig ađ vangamynd negrans er skorinn í efsta lag steinsins og á bak viđ hann grillir í hvítan mann, sem skorinn er í hvítt lag steinsins. Á bakhliđ skartsins er smámynd máluđ af Elísabetu drottningu og neđan úr ţessu stóra skreyti hangir stór og mikil perla. Til eru málverk af ţrćlasalanum Francis Drake frá lokum 16. aldar ţar sem hann ber ţennan skartgrip.

Drake Jewel

Gheeraerts_Francis_Drake_1591

Drake Jewel painting

Skođum steininn međ negramyndinni. Uppruni hans og aldur er ekki ţekktur og gćti hann hćglega veriđ eitthvađ eldri en hinn mjög svo samsetti skartgripur sem Elísabet I gaf Francis Drake. En vangamyndinni á cemeo steininum svipar mjög til vangamyndarinnar á rúmfjöl Dađa Dalaskalla. Hálslíniđ og hnúturinn eru af sama meiđi og á húfulausa manninum á fjöl Dađa Dalaskalla.

Hvort myndin sýnir afríkanskan höfđingja/konung eđa ţrćl er svo annađ mál. En hugsanlega er hér kominn einn af ţeim konungum Afríku sem Portúgalar höfđu samskipti viđ í lok 15. aldar. Samskipti nýlenduţjóđanna einkenndust ekki alltaf af fordómum og gegndarlausri grćđgi. Síđar, á 17 öld kom til dćmis sendiherra konungsins af Kongó, Don Miquel da Castro til Lissabon til ađ tala máli herra síns. Hann fór síđar til Brasilíu og Hollands og var hann málađur í Brasilíu og er málverkiđ ađ finna á Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn.

da Castro

*Vegna kjánalegrar pólitískrar rétthugsunar og almennrar hysteríu á Íslandi má nú orđiđ varla nota orđiđ negri eđa blámađur. En ég sé ađ ţessi orđ eru enn í íslenskum orđabókum, án ţess ađ ţau séu útskýrđ ţar sem fordómar eđa rasismi.

Ljósmyndirnar af fjölinni voru teknar af höfundi, en ekki Ívari Brynjólfssyni eins og ranglega var hermt í greininni í Morgunblađinu forđum. Hann tók mynd af fjölinni í einu lagi sem ekki var notuđ í greininni.

Ítarefni.

Sjá einnig pistla mína um sögu svarta mannsins á Íslandi; Svart fólk á Íslandi I, II og III.

 


Feneyjaskál

glerskál Ţjms. 3393 ljósm Vilhjálmur Örn
 

Oft er ekkert vitađ um uppruna gripa eđa aldur. Dćmi eru einnig um ađ góđir gripir í söfnum sem er sagđir úr eigu landskunnra manna geti međ engu móti hafa tilheyrt ţeim, ţar sem gripirnir eru miklu eldri eđa oftast yngri en persónan sem talin er hafa átt ţá. Ţannig er ţessu til dćmis fariđ međ skálina sem hér sést á myndinni. Ţegar hún kom á Forngripasafniđ (síđar Ţjóđminjasafniđ) áriđ 1899 og fékk númeriđ Ţjms. 3393, skrifađi Sigurđur Vigfússon svo um gripinn:

,,Kér úr postulíni (porselín) ţađ er eginlega međ forngrísku lagi, skálin flöt 4 3/4 ţuml. í ţvermál, og međ lágum fćti eđa stétt undir er slćr sér út ađ neđan: ađ innan er skálin hvít, en ađ utan er kériđ alt međ kaffibrúnum rósahríslum ţó mjög einkinnilegum, og ţannig er kériđ alt fallegt, og ólíkt samskonar gripum frá vorum tímum. Kériđ er ţunt og postulíniđ mjög gagnsćrt, er ţví af ţví vandađasta (fínarte). Kér ţetta hefir átt Stađarhóls Páll, hann er nafnkéndur mađr sem kunnugt er, hafi ţađ ávalt haldist í ćttinni sem minjagripur, skal eg setja hér skriflega skyrslu frá seljanda P.T. Eggerz í Akureyum í Breiđafirđi: Ţetta kér hef eg átt, og gaf fađir minn mér ţađ, og sagđi föđur sínum séra Eggert á Ballará, og hann eptir sínum föđr Jóni, og svo framvegis hver ţeirra forfeđra fram af öđrum, ađ kériđ vćri frá Stađarhóls Páli, og ađ hann hefđi átt ţađ. Ţannig hefir keriđ geimst sem uppáhaldsgripir í ţessari ćtt, ţar ţađ er kunnugt ađ séra Eggert afi minn, er í beinum karllegg komin af Stađarhóls Páli. Páll lifđi á 16 öld."

Páll Jónsson, sem er best ţekktur sem Stađarhóls-Páll, um 1534-1598 var sonur Jóns Magnússonar ríka á Svalbarđi og Ragnheiđar á rauđum sokkum. Hann var sýslumađur og bjó m.a. á Stađarhóli í Dalasýslu en lengst af á Reykhólum í Reykhólasveit.  Páll nam í Munkţverárklaustri og einnig utanlands. Hann var talinn einn mestur lagamađur á sinni tíđ og ţótti heldur harđdrćgur í viđskiptum. Hann kvćntist Helgu Aradóttur sem var dóttir Ara sonar Jóns biskups Arasonar.

En setjum punktinn viđ Pál hér, ţví hann átti alls ekki skálina, sama hve lögfróđur og harđdrćgur hann var. Skálin sú arna er nefnilega ekki úr postulíni og getur ekki hafa veriđ í eigu Páls, ţví hún er frá lokum 17. aldar eđa byrjun ţeirrar 18., ađ ţví er fremstu sérfrćđingar telja.

Fyrir alllöngu ţegar ég tók fyrst eftir skálinni á Ţjóđminjasafni Íslandi, undrađi ţađ mig mjög ađ skálin vćri skráđ sem postulín, ţví hún var greinilega ekki úr postulíni. Nýveriđ sendi ég ljósmynd af skálinni til sérfrćđinga í gleri viđ British Museum og á glersafninu í Feneyjum, dr. Aileen Dawson og Vladimiro Rusca. Ţau eru sammála um ađ skálin sé frá ţví rétt fyrir eđa eftir 1700. Skálin er hugsanlega gerđ í Feneyjum en einnig getur komiđ til greina ađ hún hafi veriđ gerđ í öđrum löndum.

Skálin er gerđ úr svokölluđu mjólkurgleri, lattimo eđa laterolo sem fariđ var ađ framleiđa í Feneyjum (Murano) ţegar á 15. öld. Slíkt gler var einnig kallađ porcellano, ţví í upphafi var ţetta hvíta gler búiđ til til ađ líka eftir dýru, kínversku postulíni sem barst til Evrópu. Ţví er engin furđa ađ menn hafi ruglast á ţessu og postulíni. Síđar voru gripir úr lattimo-gleri framleiddir í mörgum öđrum löndum, m.a. á Spáni og í Sviss á 18. öld.

Samkvćmt Vladimiro Rusca á Museo del Vetro di Murano, var skálin handblásin og gerđ međ ţví ađ mjólkurglermassinn var rúllađur á járn- eđa koparplötu ţar sem á hafđi veriđ stráđ litlum brotum af lituđu gleri, í ţessu tilviki rauđu. Ţessi brot voru svo brćdd og unnin inn í hvíta glermassann. Glersérfrćđingurinn Vladimiro Rusca telur einnig ađ kristöllum, sem sjást á yfirborđi glersins, hafi veriđ stráđ í hvítan massann áđur en skálin var blásin.

Reyndar er ekki útilokađ ađ skálin hafi veriđ gerđ í Hollandi. Međal gyđinga sem fluttu til Hollands á 17. öld voru margir glermeistarar. Í hverfum gyđinga viđ Waterlooplein í Amsterdam og Rozenstraat i hverfinu Jordaan, ţar sem langafi minn bjó á tímabili, voru glerverkstćđi, t.d. Rósirnar tvćr (De Twee Rozen) sem rannsakađ var af fornleifafrćđingum áriđ 2006 (sjá hér). Ţar voru fyrst og fremst framleiddar perlur. Indíánar voru ólmir í glerperlur frá Amsterdam og Hollendingar keyptu Manhattaneyju fyrir lítinn poka af slíkum perlum. Skálin hér fyrir neđan, sem fannst viđ fornleifarannsóknir í gyđingahverfinu í Amsterdam, er frá 17. eđa 18. öld og gćti veriđ hollensk. Hún er gerđ međ sömu tćkni og skálin á Ţjóđminjasafni. 

Skál Amsterdam Waterloplein

Sem sagt, skálin sem ranglega var eignuđ Stađarhóls Páli, er úr gleri en ekki postulíni, og var kominn tími til ađ leiđrétta ţađ.

En merkilegast ţykir mér ađ svona góđur gripur hefur borist til Breiđafjarđar fyrir 300 árum síđan og ađ skálin hafi varđveist heil í 200 ár áđur en hún kom á Ţjóđminjasafniđ.

Ég ţakka Aileen Dawson og Vladimiro Rusca fyrir hjálp og upplýsingar.

Ítarefni:

Theuerkauff-Liederwald, A.-E. (1994). Venezianisiches Glas der Kunstsammlungen der Veste Coburg. Luca Verlag Lingen. (Myndir nr. 608,609).

http://www.hebrewhistory.info/factpapers/fp006-4_glass.htm  Síđunni hefur ţví miđur veriđ lokađ.

Gawronski Jerzy, Michel Hulst, Ranjith Jayasena en Jřrgen Veerkamp (2010) Glasafval op het achtererf. AAR (Amsterdamse Archeologische Rapporten) 50.


Týnda kingan

  Kinga 3

Eitt af ţeim orđum sem hljómuđu svo fornlega og seiđandi í doktorsritgerđ Kristjáns heitins Eldjárns, Kumli og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi, var orđiđ kinga. Ef mađur leitar ađ orđinu kinga og ljósmyndum af kingum á Google, er svo sannarlega um auđugan garđ ađ gresja, ţar sem ţetta er líka nafn á kvendýrlingi í Pólandi. Kingur nútímans í Pólland líkjast ţó margar föllnum snótum, eđa kannski er ég ekki međ nógu pólskan smekk til ađ sjá ţessa pólsku fegurđ. Sjón er sögu ríkari.

Aftur ađ kingum Eldjárns. Hann lýsti í bók sinni Kuml og Haugfé fjórum forláta kingum sem fundist höfđu í fornu kumli á Granagiljum fyrir ofan Búland í Skaftártungum (Granagil eru kölluđ svo eftir Grana Gunnarssyni sem Kári Sölmundarson drap). Á myndunum hér ađ ofan og neđan sjáiđ ţiđ ađ kingur ţessar eru kringlótt, steypt men međ opnu verki, sem menn og konur hengdu viđ sörvi (steinahálsfesti) eđa einhvers stađar á klćđnađ sinn. Kingurnar frá Granagiljum eru um 2,5 sm í ţvermál.

Kinga 2

Ţiđ furđiđ ykkur kannski á ţví, ađ hér er ađeins ađ finna myndir af ţremur kingum, en en ekki fjórum. Ţađ er ekki vegna plássleysis. Í nýrri útgáfu Kumls og Haugfjár, ţađan sem myndirnar eru fengnar ađ láni, eru nefnilega ađeins hćgt ađ finna ljósmyndir af ţremur kingum, ţótt textinn nefni fjórar. Og viti menn, ţegar mađur athugar í frumútgáfu Kumls og Haugfjár, ţá eru ţar vissulega sýndar fjórar kingur frá Granagiljum á blađsíđu 323 (mynd 142, kingan í miđjunni).

Og hér kemur skýringin. Fyrir allmörgum árum, síđast á 9. áratug og fyrst á síđasta áratug síđustu aldar, áđur en ég hóf störf á Ţjóđminjasafni Íslands, skráđi ég og ljósmyndađi valda hluta kumlfjár á Íslandi í tengslum viđ doktorsverkefni mitt. Einn daginn var ég kominn ađ kingunum. Sama hvađ ég leitađi, ţá fann ég ekki allar kingurnar frá Granagiljum. Mér var sagt ađ leita í skúffunum undir gömlu sýningarskápunum í Fornaldarsalnum svokallađa, en allt kom fyrir ekkert. Í ađfangabók voru kingurnar vissulega sagđar fjórar. Loks náđi ég tali af Ţór Magnússyni ţjóđminjaverđi, sem gat sagt mé, ađ ein kingan hefđi veriđ send til Kanada á heimssýninguna ásamt öđrum gripum úr Ţjóđminjasafni, en hún kom aldrei aftur til Íslands.

Kingan var send á heimssýninguna EXPO67 i Kanada og kom aldrei aftur til baka. Hún hvarf, eđa kannski var henni stoliđ? Ţór gat lítiđ skýrt fyrir mér, af hverju ekkert var fćrt af upplýsingum inn um ţetta tap, t.d. í ađfangabók safnsins. Ţór sagđi ţađ ekki venju ađ bćta viđ skráningu á gripum í handritađri ađfangabók safnsins.

Kinga 1

Kannski hefur Ţór Magnússon heldur ekki haft fyrir ţví ađ segja yfirritstjóra annarar útgáfu Kuml og Haugfjár, Adolfi Friđrikssyni, frá ţessu tapi, ţví ekki er Adolf ađ furđa sig á ţví ađ upphaflegi textinn, sem og textinn í 2. útgáfu, greini frá fjórum kingum frá Granagiljum, međan ađ hann er ađeins međ mynd af ţremur kingum í nýrri útgáfu á doktorsritgerđ Kristjáns forseta. Hann er líka međ heldur lélegar pennateikningar af kingunum, ţremur og ekki fjórum. Gripateikningarnar í 2. útgáfu Kuml og Haugfjár er reyndar mikill ljóđur á útgáfunni, en ţađ er önnur saga sem verđur fariđ inn á síđar. 

Fleiri týndir gripir 

Ćtli Ţjóđminjasafniđ sakni fleiri gripa en kingunnar frá Granagiljum? Ég tel mig vita ađ svo sé, en veit ekki hvort tekiđ er á ţví máli eins og eđlilegt mćtti ţykja. Vissuđ ţiđ ađ stytta úr safni Jóns Sigurđssonar hvarf eitt sinn eftir ađ hópur fólks af Keflavíkurflugvelli hafiđ fengiđ ađ heimsćkja safniđ á mánudegi, ţegar safniđ var annars lokađ. Gömul kona, sem gćtti herbergis Jóns Sigurđssonar, sór og sárt viđ lagđi, ađ postulínsstyttan hefđi horfiđ úr safninu ţann dag (og hún var enginn Kanahatari). Hún og ađrar konur sem gćttu gripa á safninu í mörg ár greindu mér frá ţessu ţegar ég var barn, líklegast hefur ţađ veriđ um 1970, en styttan hvarf fyrr.

Gripir hafa einnig horfiđ skömmu eftir ađ ţeir voru grafnir úr jörđu, ţví ţeir hafa ekki fengiđ forvörslu. Ţar hafa fariđ forgörđum upplýsingar sem hefđu veriđ miklu verđmćtari fyrir áhugasama ferđamenn en tilgátuóskapnađurinn sem menn dreymir um, og ţeir byggja nú jafnvel í Skálholti

Ítarefni:

Kristján Eldjárn 1956. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. Bókaútgáfan Norđri, Akureyri.

Kristján Eldjárn 2000. Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi. 2. útgáfa. Ritstjóri Adolf Friđriksson. Fornleifastofnun Íslands, Mál og Menning, Ţjóđminjasafn Íslands.


Lausn á 3. getraun Fornleifs

Hćstikaupstađur lille

Sigurvegari 3. getraunar Fornleifs heitir Tumi Ţór Jóhannsson og býr á Ísafirđi. Hann ţekkti greinilega heimaslóđirnar, ţví myndin sýnir Hćstakaupstađ áriđ 1877. Ţá var Tumi ekki fćddur og ţví var mér spurn, hvernig hann sá ađ ţetta var á Ísafirđi? Tumi svarađi, ađ ţađ vćru fjöllin, enda eru ţau vel teiknuđ. Jón Steinar hefđi nú átt ađ ţekkja ţetta líka.

Myndin í ţriđju gátu Fornleifs sýndi ţá félaga Gerrit Verschuur (1840-1906) og J.C. Greive (1837-1891) frá Hollandi, sem komu til Íslands í maí 1877, eins og greint var frá í blöđum ţess tíma. Ţeir ferđuđust um landiđ í mánađartíma. Myndin sem spurt var um sýnir ţá á Ísafirđi, kappklćdda, líklega nokkrum klukkustundum áđur en ţeir stigu á skipsfjöl og sneru aftur til síns heima.

p_Verschuur
Gerrit Verschuur

Gerrit Verschuur  var ţekktur ferđalangur, sem skrifađi m.a. frćgar bćkur um ferđir sínar til Asíu og Ástralíu.  J.C. Greive var ţekktur listamađur sem sérhćfđi sig í ađ teikna myndir viđ ferđalýsingar í myndríkum vikublöđum sem urđu algeng afţreying fyrir borgarstéttina í Evrópu um miđja 19. öldina. Ljósmyndin var dauđi listamanna eins og Greive. 

Greive
J.C. Greive

Á myndinni, sem spurt var um, sjáum viđ ţá félaga í Hćstakaupstađ (Ísafirđi) í júní 1877, en frá Ísafirđi sigldu ţeir til Bretlandseyja á leiđ heim til sín. Ţađ er Gerrit Verschuur sem stendur međ kúluhatt (stćkkiđ myndina međ ţví ađ klikka á hana) og talar viđ karl og konu í söđli, og J.C. Greive stendur og teiknar og vekur ţađ verđskuldađa athygli einhverra karla.

Greive teiknar
J.C. Greive teiknar sjálfan sig?

Myndin bitist í 2. tölublađi hollenska vikuritsins EigenHaard áriđ 1870. Rit ţetta kom út í borginni Haarlem á síđari hluta 19. aldar og var lesiđ víđa í Hollandi og Belgíu. Gerrit Verschuur birti ferđalýsingu sína frá Íslandi međ titlinum Ultima Thule, of Eene maand op Ijsland

Teikningar J.C. Greive höfđu veriđ sendar ţeim félögum Joseph Burn-Smeeton og Auguste Tilly,   Breta og Frakka, sem ráku saman fyrirtćki sem vann málmstungur úr teikningum listamanna til nota í myndablöđum margra landa Evrópu.

Ýmsar skemmtilegar teikningar ađrar eru viđ Íslandslýsingu Verschuurs í nokkrum fyrstu heftunum af vikublađinu EigenHaard áriđ 1878, t.d af torfbć á Seyđisfirđi međ einkennilegt strýtulaga hornherbergi. Falleg mynd er frá Flateyri af lýsisbrćđslu, mynd af konum í skautbúningi fyrir utan Dómkirkjuna í Reykjavík (sjá neđar) og af ţeim félögum Verschuur og Greive úti í Engey svo eitthvađ sé upp taliđ. Mynd af ţeim félögum, ţar sem ţeir gistu í kirkjunni á Mosfelli í Mosfellsdal birtist fyrir allmörgum árum í Lesbók Morgunblađsins. Karl fađir minn, sem átti ţessar myndir, gaf eina ţeirra, og líklega ţá skemmtilegustu, Sigurjóni Sigurđssyni sem lengi var kaupmađur á Snorrabraut, og skrifađi Sigurjón heitinn smá grein um Mosfell og myndina sem má lesa hér.  Ég birti kannski síđar einhverjar af öđrum myndum Greive frá Íslandi.

Greive Dómkirkjan 2
Viđ tröppur Dómkirkjunnar í Reykjavík áđur en kirkjan var tekin í gegn og lagfćrđ áriđ 1878.

3. getraun Fornleifs

Getraun 3
 

Fornleif langar nú ađ sjá hve fljótir fornaldardýrkendur ţeir sem venja komur sínar hingađ í forneskjuna geta veriđ ađ sjá:

1) hvađa stađ myndin sýnir?

2) hvenćr ristan var gerđ og hvar hún birtist?

Ósköp einfalt. Hér ađ neđan er smá brot úr myndinni. Kannski gefur ţađ einhverjum lausn á ráđgátunni.

Brot 

Ţegar Ali fann innsigli séra Bernharđs í Varde

Bernard

Anno 1982 tók ég ţátt í fornleifarannsókn á fornum kirkjugarđi Sct. Nikolaj kirkju í Varde, bć á Vestur-Jótlandi. Stjórnanda rannsóknarinnar Mogens Vedsř, eldri nema í miđaldafornleifafrćđi viđ Árósarháskóla, bráđvantađi stúdent til ađ grafa međ sér og öđrum nema, Peter Pentz. Rannsóknin var í tímaţröng og nćturfrost voru farin ađ skella á.

Kirkjan hafđi veriđ rifinn fyrr á öldum en leifar hennar sýndu, ađ hún hefđi ađ einhverju leyti veriđ byggđ úr basaltsteini frá Rínarsvćđinu (frá nágrenni Kölnar) líkt og margar kirkjur á SV-Jótlandi. Steinninn var fluttur til Jótlands međ mikilli fyrirhöfn á 12. og 13. öld. Kirkjugarđinn ţurfti nú ađ rannsaka, ţví bílastćđi fyrir einhverja verslun átti ađ vera ţar sem fyrri kynslóđir íbúa Varde höfđu veriđ lagđir til hinstu hvílu.

Ţarna voru rannsakađar um 350 beinagrindur, flestar mjög vel varđveittar. Einnig munu ţarna, áđur en ég kom til starfa, hafa fundist leifar stafkirkju, sem líklega hefur stađiđ ţarna áđur en kirkja úr steini var reist á 12. öld. Tíminn til rannsókna var skammur. Ég var settur í barnabeinagrindurnar, ţar sem Peter gat ekki hugsađ sér ţađ, ţar sem beinagrindurnar minntu hann víst á börnin hans.

Sct Nicolai Varde lille
Peter Pentz grefur upp bein í Varde

Viđ höfđum tvo atvinnuleysingja okkur til ađ hjálpar. Einn var dálítiđ seinţroska ,en hinn var skađađur af drykkju. Ég gat ekki alltaf skiliđ ţá félaga, ţví ţá átti ég erfitt međ vesturjóskuna. Ţar sem ég var víst eini mađurinn međ dökkt, hrokkiđ hár í Varde á ţessum tíma og ţessir kynlegu kvistir höfđu ađeins séđ og heyrt talađ um múslíma í sjónvarpinu, kölluđu ţeir mig Ali, ţví ţeim ţótti ég líkum einum slíkum. Ţeir voru handvissir um ađ ég vćri kominn til bćjarins til ađ stela frá ţeim stúlkunum eđa einhverju öđru verđmćtu. Ég var hins vega ţarna ađeins til ađ grćđa pening og man ađ ég pantađi mér flugmiđa til Íslands úr eina peningasímanum á torginu í Varde. Ţá kostađi meira ađ fara til Íslands í krónum taliđ en nú.

Ég var einnig svo lánssamur ađ finna eina bitastćđa forngripinn viđ rannsóknir á Sct. Nikolaj í lok nóvember 1982. Ţađ var hálfur innsiglisstimpill sem ég fann viđ lćrlegg beinagrindar. Ţetta var gömul beinagrind, og hafđi gröfin, sem innsigliđ var í, raskast af yngri gröfum, ţannig ađ ţađ eina sem eftir var af hinum látna var lćrleggur. Ég fann innsigliđ á síđast degi mínum í rannsókninni, og viđ ţrír fornleifanemarnir vorum allir á leiđ til Árósa í helgarfrí.

Innsiglisstimplar látinna manna voru oft höggnir í tvennt á miđöldum, líkt kreditkort eru ţađ í dag, til ađ komast í veg fyrri skjalafals og ţjófnađ ađ mönnum látnum. Ţess vegna finnum viđ mjög oft brotin innsigli manna í gröfum ţeirra.

Međal ţess sem hćgt var ađ lesa á innsiglinu, sem hér er sýnt feitletrađ, og ţess sem hćgt er ađ geta sér til um, annađ hvort sem ţađ var (skammstöfun sem hér er sýnd í  sviga) eđa [ţađ sem vantađi, sem hér er sýnt á milli hornklofa], var:

S(IGILLUM): BERN[ARDI:]  [SACER]DOTIS

sem útleggst Innsigli Bernharđs Prests. Viđ Mogens Vedsř komum viđ á borgarbókasafninu í Árósum til ađ skođa yfirlitsrit um miđaldainnsigli í Danmörku, en ţar var ekki ađ finna teikningu af vaxi međ líkri innsiglismynd. Ţá datt Mogens Vedsř ađ líta í Resens Atlas, verk sem Peter Hansen Resen frćđimađur og borgarstjóri í Kaupmannahöfn á 17. öld safnađi efni í.

Resen sankađi ađ sér alls kyns fróđleik á 17. öld, sem var ţó fyrst gefiđ út ađ hluta til á 20. öld. Resen hafđi fyrir siđ ađ láta teikna fyrir sig vaxinnsigli miđaldabréfa sem hann frétti af í söfnum. Viđ fundum fljótt innsiglismynd sem tilheyrt hafđi Bernharđi Boossen (eđa Bosen) kanoka í Kaupmannahöfn. Sá sem teiknađ hefur innsigliđ fyrir Resen hefur ekki haft fyrir ţví ađ teikna textann, og líklega hefur myndin í vaxinu veriđ óskýr (sjá myndina efst og teikninguna hér fyrir neđan). En stjarnan og nafniđ sem Resen skráđi í texta sinn bendir til ţess ađ Bernard Boosen hafi endađ daga sína í Varde af einhverjum ástćđum. Vaxinnsigli Bernhards prest, sem Resen lét lýsa var eldi ađ bráđ er Englendingar létu kúlum rigna á Kaupmannhöfn áriđ 1807. Innsigliđ hékk viđ bréf frá 1389.  Aldur bréfsins kemur vel heim og saman viđ aldur innsiglisins eins og greina má hann eftir stafagerđinni og sporöskjulaginu.

Berent Boossen

Innsigli Berents Boossen í Atlas Resens

Viđ munum líklega aldrei fá vitneskju um, hvernig dauđa Bernharđs Boosens bar ađ í Varde, en hugsast getur ađ hann hafi veriđ ćttađur frá Jótlandi og veriđ ţar í heimsókn er hann lést.

Frekari upplýsingar um innsigli á miđöldum er hćgt ađ nálgast í tveimur greinum eftir mig í Árbók hins Íslenzka Fornleifafélags áriđ 1981 og 1984

Ítarefni:

Vedsř, Mogens og Pentz, Peter. Bernhards Segl. Skalk 1985/1,  bls. 11-15.


Grísland hiđ góđa

L'Europe_en_1876

Ísland er dauđur grís međ garnirnar úti, ađ minnsta kosti samkvćmt frönskum teiknara, sem teiknađi ástand Evrópu á "leiđrétt Evrópukort" áriđ 1876: L´EUROPE EN  1876, A LA PORTÉE DES GRANS ESPRITS, sem var gefiđ út hjá forlagi S. HEYMANN, á Rue du Croissant 15 í París. Teiknararnir voru Yves & Barret Sc. S. Heymann gaf út fjölda ádeilu og spaugblađa, ţar á međal La Nouvelle Lune.

d_bloggi_svinlandhi_go_a

Ísland varđ, sem sagt, ađ dauđu svíni í augum franska listamannsins, og er lýst á ţennan hátt: ISLANDE: Ni situation, ni habitants, sem útleggst getur: Ísland: Hvorki ástand, né íbúar.

Danmörk er teiknađ eins og froskur á hausnum og skrifađ stendur: Ţađ er mjög slćmt ástand í Danmörku. Íbúarnir hafa ţó ekki lélega siđi. Um Grikkland skrifar gárunginn franski: Grikkland er án ástands. Íbúarnir eru fátćkir, en grískir. Ekki eru Ítalir heldur hátt skrifađir: Ástand Ítalíu er eins og stígvéls, sem bíđur eftir ţví fyrir utan hótelherbergi ađ ţjónn pússi ţađ. Íbúarnir eru annađhvort lassarónar eđa ábótar. ... Mannasiđir og venjur:. Eftir ađ hafa étiđ fylli sína af makkaróní, hafa Ítalir fyrir siđ á fara í gervi stígamanna til ađ eiga erindi viđ ferđamenn.

Frakkar eru, og hafa alltaf veriđ bestir, og ekki ţorđi gárungurinn annađ en ađ lýsa ţjóđ sinni öđruvísi en svona: Ţađ sem einkennir Frakkland er,  Regla - Vinnusemi - Frelsi.   Oui-oui!

Kort ţetta, einblöđungur, sem er prentađ á ţunnan dagblađapappír, átti Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur einu sinni. En ţegar skjalasafn hans var skráđ á Ţjóđminjasafninu fyrir um ţađ bil 15 árum var ákveđiđ ađ farga ýmsu úr ţví, sem ekki ţótti ástćđa til ađ geyma á Ţjóđminjasafninu. Matthías safnađi öllu, t.d. öllum ađgöngumiđunum sínum í Tívolí til fjölda ára. Ţeir var einnig međal ţess sem ţjóđminjavörđur ákvađ ađ farga í byrjun 10. áratugar síđustu aldar. Matthías fékk líka mikiđ af rituđu máli frá háttsettum nasistum í Ţýskalandi. Svo mikiđ var af ţannig bleđlum í ţví sem Ţjóđminjasafniđ henti út á tveimur pöllum, ađ vart verđur í framtíđinni hćgt ađ sjá ađ Matthías hafi veriđ hallur undir hakakrossinn.

Ţegar söfnunargleđi Matthíasar var kastađ á haugana var ég kominn međ annan fótinn inn á Ţjóđminjasafniđ, og fékk leyfi ţjóđminjavarđar í snarheitum ađ tína smárćđi úr ţví "rusli", sem hent var úr geymslum Matthíasar Ţórđarsonar, áđur en ţví var hent inn í sendibíl. Međal ţess sem ég tók var dýrakortiđ (samanbrotiđ) á milli auglýsingaplakata úr Tívolí frá aldamótunum 1900. Kannski ćtti ég ađ segja "dýra kortiđ".

Ef til vill hefđi veriđ réttara, hefđi textinn á kortinu viđ Ísland veriđ: Hvorki ástand, íbúar, né menning.

Vive l´Islande

Fćrsla ţessi birtist áđur hér


Hvalur á Stöng

hvalbein Stöng

Hljómar ţetta ekki eins og forréttur á veitingastađ í höfuđborginni, sem ögrar blygđunarsemi veikgeđja útlendinga sem óska ţess heitast ađ geta synt, blístrađ og borđađ sushi međ hvölum í heimshöfunum áđur en haldiđ skal út í nóttina til ađ horfa á norđurljós?

Á Stöng í Ţjórsárdal hefur reyndar fundist hvalur, eđa réttara sagt brunnar leifar hvals. Sagan en svona:

Áriđ 1993 fundum viđ sem rannsökuđum á Stöng í Ţjórsárdal eldaholu međ móösku og viđarkolasalla og í henni ýmsar leifar, t.d. brot kambs (greiđu) og brenndra beina. Eldaholan fannst undir skála, sem lá undir smiđju, sem aftur lá undir kirkjurúst, sem síđar varđ ađ skemmu. Eldaholan hefur veriđ grafin í lok 9. aldar eđa í byrjun ţeirrar 10., ef dćma má út frá landnámslaginu, sem ţarna markađi greinileg mörk. Engin búseta virđist hafa veriđ á Stöng áđur en ţađ gjóskulag féll, og eldaholan eru leifar eins af fyrstu verkum ábúenda á stađnum.

Eldahola
A: Eldahola. B: Grafarfyllingar frá kristni, C:Torfveggur skála frá 10. öld. Gráa lagiđ á fletinum kringum 1.metra mćlistikuna er efri hluti Landnámslagsins. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Prófíll
Sniđ sem sýnir hvernig eldaholan hefur veriđ grafin niđur í gegnum Landnámslagiđ. Teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Beinin í eldaholunni ollu ţví ađ ég fór ađ velta ţví fyrir mér hvort ţau gćtu veriđ úr manni og ađ holan vćri brunakuml. Ég fór í október áriđ 1996 međ sýni af ţeim til Svíţjóđar til norska beinasérfrćđingsins Torstein Sjřvold sem var prófessor í Stokkhólmi, og er mest ţekktur fyrir rannsóknir sínar á íslíkinu Ötzi, sem allir ţekkja í sjón. Thorstein ţurfti ekki ađ skođa beinin lengi áđur en hann komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ beinin vćru úr öđru spendýri en manni, ţ.e.a.s. hval.

hvala

 

Hvort menn hafi veriđ ađ borđa hval uppi í Ţjórsárdal vitum viđ ekki. En ţađ er ekki međ öllu útilokađ. Líklegra ţykir mér ţó, ađ einhver gripur úr hvalbeini, t.d. leifar hvalbeinsspjalds, líku ţessu á myndinni hér ađ ofan sem er frá Norđur Noregi, hafi lent í eldinum. Útiloka ég ţví ekki ađ holan á Stöng, sem ekki er fullrannsökuđ,sé hugsanlega brunakuml.

Vonandi verđur hćgt ađ rannsaka ţađ og margt annađ á Stöng á nćstu árum.

Ítarefni:

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2010:  Úrvinnsla úr niđurstöđum Fornleifarannsókn á Stöng í Ţjórsárdal, Áfangaskýrsla fyrir 2009.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996: "Gĺrd og kirke pĺ Stöng i Ţjórsárdalur. Reflektioner pĺ den tidligste kirkeordning og kirkeret pĺ Island". I J.F.Krřger og H.-R. Naley. Nordsjřen.Handel, religion og politikk. Karmřyseminaret 1994 og 1995. Dreyer bok. Stavanger, bls. 118-139.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband