Fćrsluflokkur: Forngripir
Skál !
24.3.2013 | 11:53
Ef ţíđ eigiđ svona skál, ţá eruđ ţiđ svo sannarlega komin í álnir.
Nýveriđ seldist kínversk hrísgrjónaskál fyrir 274 milljónir íslenskra króna. Kannski hefđi ţađ ekki veriđ í frásögur fćrandi, ef fjölskyldan sem seldi skálina hefđi ekki keypt hana á bílskúrstombólu fyrir 3 dollara fyrir 6 árum síđan. Fjölskyldan er enn ađ velta ţví fyrir sér hvort hún hefđi fengiđ meira fyrir snúđ hefđi hún ekki sett skálina í uppţvottvélina.
Skálin er frá tíma Song keisaraćttarinnar, sem var viđ völd í Kína frá 960-1279. Taliđ er ađ ađeins séu til tvćr skálar af ţessari gerđ, svo nú er bara ađ leita í skápum og skúffum.
Kaupandi skálarinnar er Guiseppi Eskenazi, sem er einn fremsti safnari og seljandi kínverskra forngripa í heiminum. Hef ég i tvígang komiđ í verslanir hans til ađ skođa sýningar. Áriđ 1993 ţótti fréttnćmt, ađ hann vćri međ tvo gripi í nýrri verslun sinni í Mayfair sem kostuđu meira en 1 milljón punda. Eftir ađ Kínverjar sýndu okkur hvernig hćgt er ađ misnota Marxismann til ađ arđrćna lýđinn, hefur verđlagiđ á kínversku postulíni rokiđ upp úr öllu valdi og Nubóar Kína kaupa inn í stórum stíl hjá Eskenazy í London.
Kannski sjá menn nú hvađa hrísgrjónaverđ var sett á landiđ okkar af Kínverjum í spreng. Ísland er ađeins grjón í veislu Maó-kapítalistanna.
Heimildir um langspil fyrir aldamótin 1900
23.3.2013 | 07:08
Á síđari árum hefur blómstrađ mikill áhugi á langspilinu, einu af tveimur ţekktum hljóđfćrum Íslendinga fyrr á öldum. Af ţví sem skrifađ hefur veriđ á síđustu áratugum um langspiliđ, er grein David G. Woods í Árbók hins íslenska Fornleifafélags sennilega besta heimildin um langspil á Íslandi og sú áhugaverđasta. Ég bendi áhugasömu fólki á ađ lesa hana. Hún er ţó alls ekki tćmandi heimildarsafn um langspiliđ. Woods rannsakađi fyrst og frem hljómgćđi hljóđfćra en hér verđur lögđ meiri áhersla á elstu heimildir og ađ sýna elstu hljóđfćrin.
Hér skal tekiđ saman ţađ sem vitađ er um langspil á Íslandi fyrir aldamótin 1900, bćđi ritađar heimildir teikningar og ljósmyndir.
Í nćstu fćrslu um langspiliđ verđur greint frá ţeim hljóđfćrum sem til eru í söfnum og einkaeign og voru smíđuđ fyrir aldamótin 1900 - ţó ekki hljóđfćri smíđuđ úr krossviđ.
Arngrímur Jónsson
Arngrímur lćrđi (1568-1648) nefnir ekki, eins og margir halda fram, langspil í bók sinni Anatome Blefkeniana sem út kom á Hólum áriđ 1612 og ári síđar í Hamborg. Bókin var andsvar gegn falsi og lygum Ditmars Blefkens um Ísland og Íslendinga. Anna Ţórhallsdóttir hin mikla áhugakona um langspiliđ skrifađi ađ Arngrímur hefđi gert ţessa athugasemd viđ lygar Blefkens: Hvađ sönglist og lagfrćđi snertir, hafa landar mínir veriđ svo vel ađ sér, ađ ţeir hafa búiđ til hljóđfćri upp á eigin spýtur og tekizt vel. Taldist Önnu til ađ ţarna gćti veriđ átt viđ langspil.
En upphaflegi textinn hljóđađi nú svona ţegar ég fór ađ lesa hann:
Quoad Musicam et melodiam, non fuerunt adeo amusi nostri homines, quin instrumenta Symphoniaca ipsi artificiose facerent, et melodiam vel musicam, ut vocant, figurativam, recentiore memoria noverint.
Sem getur ađeins útlagst ţannig:
Hvađ varđar tónlist og sönglist, ţá geta landar mínir, ţađ er viđ vitum síđast til eins og ţađ er orđađ, ekki hafa veriđ án hljóđfćra, sem ţeir hafa byggt listavel, eđa án tónlistar eđa söngs
I handriti ađ Íslensk-latnesku orđasafni (AM 433 1, fol. I-IX) Jóns Ólafssonar Grunnvíkings, sem tekiđ var saman á árunum ca. 1736-1772, kemur orđiđ Langspilsstrengur fyrir. Rósa Ţorsteinsdóttir ţjóđfrćđingur á Árnastofnun hefur vinsamlegast upplýst mig ađ í seđlum Jóns Ólafssonar viđ orđasafn hans komir orđiđ langspil fyrir (sjá athugasemd Rósu í athugasemdum neđst).
Kveđskapur á 18. öld
Vísa Árna Böđvarssonar (1713-1776) á Ökrum á Mýrum tileinkuđ Latínu Bjarna, Jónssyni (f. 1709), sem einnig var kallađur djöflabani. Bjarni Jónsson var bóndi og bjó á Knerri í Breiđuvík. Af Bjarna ţessum eru einnig til ţjóđsögur í safni Jóns Árnasonar.
Smiđur bezti, vanur til veiđa,
vistast hjá honum allar listir,
fiđlu, simfun, fer hann tíđum,
fiol, hörpu, langspil, gígju,
kirurgus er mörgum meiri
mađur tryggur, vel ćttađur,
orđsnotur, skáld, allvel lćrđur
Árni kveđur um Jónsson Bjarna.
Jón Steingrímsson
Önnur 18. aldar heimild um íslenska langspiliđ er ćvisaga séra Jóns prófasts Steingrímssonar (1728-1791) sem hann ritađi sjálfur á árunum 1784-1791. Í sögunni er tvisvar minnst á langspilsleik:
Hún [ţ. e. Ţórunn Hannesdóttir, síđar eiginkona höfundar] hafđi mig og áđur séđ, er eg var í skóla [í Hólaskóla 1744-1750], ţví síra Sveinn [Jónsson, prestur á Knappsstöđum] og síra Pétur [Björnsson, prestur á Tjörn], skólabrćđur mínir, sem voru um hátíđir ţar á klaustrinu,lokkuđu mig um ein jól ađ koma ţangađ ađ sjá stađ og fólk og slá ţar upp á langspil, er eg međ list kunni, ásamt syngja međ sér, hvar af klausturhaldari hafđi stóra lyst á stundum. Ţá eg í minni Setbergsferđ, hvar um áđur er getiđ, hafđi nćturstađ á Bć í Borgarfirđi, sá eg ţar snoturt langspil, er ţar hékk, og ţarverandi húsmóđir, Madame Ţuríđur Ásmundsdóttir átti og brúkađi. Hún, sem gera vildi mér alt til ţénustu og afţreyingar, bauđ mér ţađ til ađ slá upp á ţađ. Og ţá eg ţađ reyndi, gat eg ţađ ei fyrir innvortis angursemi og hugsun til fyrri daga, hvađ ţá hún sá, tók hún sjálf ađ spila á ţađ ein ţau listilegustu lög, hvar viđ eg endurlifnađi viđ og fékk ţar af sérleg rólegheit.
John Thomas Stanley
Enski ferđalangurinn og John Thomas Stanley barón af Alderley (1766-1850) stýrđi leiđangri til Fćreyja og Íslands áriđ 1789. Í ferđ sinni um Ísland heimsótti Stanley og rannsakađi ýmsa ţekkta stađi og umhverfi ţeirra. 28. ágúst 1789 var ritađ í dagbók leiđangursins ađ Stanley hefđi fundiđ íslenska hljóđfćriđ langspil (Ţannig ţýtt i grein D.G. Woods):
Ţegar Stanley kom um borđ í skip leiđangursins sýndi hann okkur íslenskt hljóđfćri, sem heitir langspil. Ţađ er í lögun líkast stýfđum píramíđa, 5 ˝ ţuml. sinnum 3 og 1 í toppinn, hćđin 39 ţuml., međ sex strengjum úr látúnsvír, hinn lengsti 37 og hinn stysti 12 ˝ ţumlungur festir líkt og gítarstrengir viđ grunn píramíđans, og leikiđ á ţá međ klunnalegum boga. Stanley lék á ţađ, en naumast getur annađ hljóđ látiđ verr í eyrum en ţau, sem úr ţví komu. [Hér vantar setningu hjá ţeim sem ţýddi]
(Upphaflegi textinn er ţannig: When Mr. Stanley came on board, he shewed us an Icelandic Instrument of music called Langspiel. It is a frustrum of a rectangular pyramid 5˝ in by 3 and 1 sq at the top. height 39 in with 6 Strings of thick brass wire the longest about 37 inches and the Shortest 12˝ inches with stops like those of the Guitar - The strings come over a Moulding at the base of the pyramid and are played upon by a clumsy Bow. - Mr. Stanley played upon it but nothing is more grating to the ear than the sounds it produced. It is it seems a very Ancient intrument, introducing here perhaps by the first Norwegian Colonists.
Erfitt er ađ átta sig á útliti ţessa 6 strengja hljóđfćris, međ mismunandi lengd strengja.
William Jackson Hooker
Áriđ 1809 ferđađist um Ísland ungur enskur grasafrćđingur, William Jackson Hooker (1785-1865). Áriđ 1811 kom út í Yarmouth bók hans Journal [á 1. titilblađi stendur reyndar Recollections] of a Tour in Iceland in the Summer of 1809. Hooker, sem síđar varđ forstöđumađur grasagarđsins frćga í Kew, lýsti međ mikilli hrifningu heimsókn sinni ađ Innra-Hólmi nćrri Akranesi, ţar sem Magnús Stephensen bjó. Magnús var sem kunnugt er sonur Ólafs Stephensens og var hann lögmađur norđan lands og austan áriđ (1789), síđan settur landfógeti og áriđ 1800 og varđ dómstjóri (háyfirdómari) í Landsyfirrétti, sem ţá var nýstofnađur. Ţar ađ auki bar hann titilinn Etatsráđ (Etatsrĺd) sem var ţađ sem Íslendingar komust nćst ađalstign. Magnús bjó áriđ 1809 međ fjölskyldu sinni ađ Innra-Hólmi viđ Hvalfjörđ. Til er góđ stutt íslensk endursögn á ţví sem Hooker sá á upplýsingarheimilinu ađ Innra-Hólmi í tímaritinu Brautinni áriđ 1928, en í bók Hookers sjálfs er lýsingar allar mjög langdregnar:
Segir Hooker, ađ ţar sé ágćtlega húsađur bćr, enda búi ţar mađur sem sé háyfirdómari, og svo vel búinn ađ gáfum og lćrdómi, ađ sómi myndi ađ honum í hverju ţjóđfélagi sem vćri. Alt benti til ţrifnađar, jafnvel útihúsin báru vott um smekk og snyrtimennsku. Var ađ vísu fylgt gamalli landsvenju i húsaskipun og byggingaefni. Mörg hús í röđ hlađin upp úr torfi og grjóti, en ţó var svo frá öllu gengiđ, torfveggjunum og torfţökunum, ađ sannarlegt prúđmennskusniđ var á. Útidyrnar voru málađar og stórir gluggar á bćnum. Var gengiđ inn löng göng alţiljuđ, og međ timburgólfi. Bókastofa húsbóndans var í međallagi stórt herbergi, alsett bókum. Innar af ţví dagstofa, var hún blámáluđ međ gipsrósum á lofti. Var ţar inni góđur húsbúnađur líkur ţvi er tíđkađist á Englandi. Á veggjunum voru nokkrar litmyndir međal annars af Napóleon Frakkakeisara og Nelson sigurvegaranum viđ Trafalgu. Strax er ţeir voru seztir ađ, bar bóndinn fram hvítt vín og tvíbökur, og međan beđiđ var til máltíđar sýndi húsbóndinn Hooker ýmsar fágćtar og merkar bćkur, og handrit um sögu landsins. Ţar voru og bćkur eftir merkustu rithöfunda, franska, ţýzka, sćnska og danska, og mikiđ af enskum skáldritum. Par ađ auki megniđ af fornritum Grikkja og Rómverja. - Sönglistin var einnig í hávegum höfđ á Innrahólmi. Stóđ upp ađ vegg í dagstofunni stórt orgel, og ţegar Hooker lét á sér skilja, ađ sig langađi til ađ heyra íslenskan söng, kom fjölskyldan inn, og söng fyrir hann nokkur sálmalög, en húsbóndinn lék undir á hljóđfćriđ. Einnig söng dóttir húsbóndans nokkra íslenzka og danska söngva, og lék undir á langspil. Um kl. 3 var sezt ađ miđdegi, var fram borin steik međ sćtu kirsuberjamauki og kálstöppu, en á eftir kom rauđvín, laufabrauđ og kökur.
Hooker teiknađi eitt langspilanna eftir minni og birtist teikningin í bók hans um Íslandsförina áriđ 1811.
Í bók Hookers var langspiliđ sýnt á haus
George Steuart Mackenzie
Sir Mackenzie (1780-1848) kom einnig viđ hjá Stephensen fjölskyldunni á Innra-Hólmi á reisu sinni áriđ 1810 sem hann greindi frá í mikilli bók sinni Travels on the Island of Iceland during the Summer of the Year MDCCCX, sem var gefin út áriđ 1811. Mackenzie greinir svo frá langspilinu á bls. 146-47:
While busily engaged with our viands, our ears were all at once struck with musical sounds. Knives and forks were instantaneously laid down; and we gazed at each other in delight. Having heard nothing of the kind before in Iceland, except the miserable scraping of the fiddle in the Reikjavik ballroom, the pleasure we now derived from agreeable sounds and harmonious music, was very great. When our first surprise was over, and we could recollect ourselves, we thought that the music, which proceeded from an apartment above, was from a pianoforte; but we were told that it was an Icelandic instrument, called the Lang-spiel; and that the performers were the son and daughter of Mr Stephenson, whose proficiency upon this instrument was considered to be very great. The Lang-spiel, which was now brought down for our inspection, consists of a narrow wooden box, about three feet long, bulging at one end, were there is a soundhole,and termination at the end like a violin. It has three brass wires stretched along it, two of which are tuned to the same note, and one an octave lower. One of the two passes over little projections, with bits of wire on the upper part. These are so placed, that when the wire above them is pressed down by the thumbnail, the different notes are produced on drawing a bow across; and the other wires perform the same office as the drones of a bagpipe. In short, it is simply a monochord, with two additional strings, to form a sort of bass. When the instrument is near, it sounds rather harsh; but, from adjoining room, especially when the two are played together, as was the case when we first heard the music, the effect is very pleasing. The tunes we heard played were chiefly Danish and Norwegian. Mr Stephenson's daughter made me a present of her Lang-spiel,from which this description and the drawing were taken.
Viđ ţessa frásögn er rista af langspilinu gerđ af E. Mitchell.
Eftir dóm um miđur fallegan söng ungra stúlkna á Innra-Hólmi skrifar Mackenzie: Mr Stepenson's family is the only one in Iceland that be said to cultivate music at all. He himself plays upon a chamber-organ, which he brought from Copenhagen a few years ago.
Auguste Étienne François Mayer
Smelliđ á myndina til ađ stćkka hana
Listamađurinn Auguste Mayer (1805-1890) ferđađist međ lćkninum og náttúrfrćđingnum Joseph Paul Gaimard (1796-1858) um Ísland árin 1835 og 36, og teiknađi af mikilli leikni ţađ sem fyrir augun bar. Listaverk hans voru gefin út í ţremur stórum bindum (Atlösum) sem fylgdu 11 binda ritröđ um ferđir Gaimards til Íslands og Grćnlands, sem bar heitiđ Voyage en Island et au Groënland. Ekki er í bókunum greint frá ţeim "concert" sem frönsku ferđalangarnir upplifđu í hlóđaeldhúsinu á Grímstöđum á Fjöllum, en myndin sem birtist í öđrum atlas leiđangursins er steinprent (litógrafía) međ lýsingunni: Un concert ŕ Grimsstadir (Islande). Myndin er á viđ mörg langspil.
Benedikt Gröndal
Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1827-1907) verđur ađ teljast međ hér, ţegar hann lýsir langspilsleik móđur sinnar í Dćgradvöl, bók sem út kom ađ honum látnum áriđ 1923 og var eins konar blogg ţess tíma. Gröndal óđ úr einu í annađ. Kallinum ţótti gaman ađ lífinu! Hann segir svo frá langspilinu í bókinni:
Um Langspil hjá Benedikt Gröndal: Dćgradvöl (Afisaga Mín), Bókaverslun Ársćls Árnasonar , Rvík, Prentsmiđjan Gutenberg - MCMXXIII (bls. 40)
Einu sinni man jeg til at Bjarni Thararensen kom; jeg man eptir honum og sýndist mjer hann stćrri en hann var í raun og veru, ţví ađ jeg var barn, en Bjarni bar sig hátt og ljet mikilmannlega; hann var á rauđum kjól, eđalmađur á hćđ, baraxlađur og flatvaxinn; hann beiddi móđur mína ađ spila á langspil, sem hún var ágćtilega vel leikin í, og spilađi hún ţá Lyt Elskede, ut", en Bjarni söng undir. Ţetta hefur veriđ 1836 eđa 7.; Ţá voru Langspil alltíđ á Alptanesi; í Mackenzies ferđabók er mynd af langspili međ bumbu, alveg eins og móđir mín átti, međ ţrem strengjum, myndin er alveg rétt. Móđir mín var frćg fyrir ţetta spil, hún ljek valsa og allskonar lög. Sum langspil voru ekki međ bumbu, en einungis breiđari í ţann endann sem hljóđopiđ var á og leikiđ var yfir; strengirnir voru ţrír en nótur settar einungis á ţann strenginn sem nćstur manni var og hćst var stemdur. ţar nćst var strengur einni octövu lćgri og svo bassinn. Í bók Ólafs Davíssonar um gátur og leiki og í Sunnanfara (nr. 6, 1893) er talađ um langspil af töluverđum ókunnugleik (ţar sendur og bls. 272 ađ M. St. hafi andast 1827) Ólafur ćtlar ađ ţau sjeu alíslenzk ađ uppruna,en ţau eru sjálfsagt frá Noregi og heita (hjetu) "langeleg", "Langeleik" og "Langspel" (I. Aasen). Um langspil eru ţessi vísa, líklega eptir Rósu;
"Netta fingur venur viđ
veifir slingur korđa
hjartađ stingur, fćr ei friđ,
fallega sýngur langspiliđ".
Vatnsenda Rósa
Ţađ var Rósa Guđmundsdóttir (1795-1855) sem svo orti ţannig um langspiliđ:
Hvort ţetta var ort er Rósa var í ţingum viđ Natan Ketilsson í Húnaţingi, eđa síđar er hún bjó í Markúsarbúđ undir Jökli (Snćfellsnesi), er ekki vitađ, en falleg er vísan.
Ljósmyndir
Til eru tvćr skemmtilegar ljósmyndir af mönnum sem leika á langspil. Ein er af Jóni Ásbjörnssyni (f. 1821), sem einatt var kallađur goskall. Jón var vinnumađur og bóndi víđa í Borgarfirđi og á sunnanverđu Snćfellsnesi en átti heima í Borgarnesi frá 1879 til dauđadags 1905. Myndina hefur Árni Thorsteinsson sennilega tekiđ (Úr ljósmyndasafni Ţjóđminjasafns Íslands). Svo virđist sem Jóns leiki á langspil međ bogadreginni hliđ.
Hin ljósmyndin var tekin einhvers stađar í Húnaţingi (Skagaströnd) af danska ljósmyndaranum Johannes Klein sem ferđađist međ Daniel Bruun um Ísland áriđ 1898. Bóndinn leikur á langspil međ bogadreginni hliđ (sem sumir kalla bumbu).
Forngripir | Breytt 31.1.2021 kl. 15:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
Menntamálaráđuneyti gefur rangar upplýsingar um fornminjar
12.3.2013 | 17:03
Í fyrra lagđi Unnur Brá Konráđsdóttir ţingmađur Sjálfstćđisflokksins fram fyrirspurn á Alţingi til menntamálráđuneytisins um íslenskar fornminjar í erlendum söfnum. Áhugi ţingmannsins er ánćgjulegur. Viđ erum mörg sem teljum ađ fágćtir íslenskir forngripir, sem erlend ríki hafa t.d. lagt eign sína á, ţó svo ađ Ísland sé ekki í lengur í ríkjasambandi viđ viđkomandi ríki, eigi ađeins heima á Íslandi. Líkneskjaskríniđ hér ađ ofan, sem er frá 13. öld, er t.d. ađ finna í Ţjóđminjasafni Dana í Kaupmannahöfn, en var upphaflega eign kirkjunnar á Keldum á Rangárvöllum. Auđvitađ á ţetta skrín ađ vera á Íslandi og hefur ekkert ađ gera í Kaupmannahöfn.
Spurning Unnar hljóđađi ţannig:
Á ráđuneytiđ skrá yfir íslenskar fornminjar varđveittar á erlendri grund og ef svo er, hvađa munir og minjar eru á ţeirri skrá?
Samkvćmt ţjóđminjalögum, nr. 107/2001, sem enn eru í gildi, eru fornminjar annars vegar fornleifar og hins vegar forngripir. Ţar sem fornleifar eru stađbundnar minjar eru engar íslenskar fornleifar til á erlendri grundu.
Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ sjálft á ekki skrá yfir forngripi sem varđveittir eru á erlendum söfnum en slík skrá er hins vegar til í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi, www.sarpur.is. Langflestir gripir eru varđveittir á Ţjóđminjasafni Dana og til frekari upplýsingar má sjá á fylgiskjali lista sem tekinn er úr Sarpi yfir ţá forngripi sem ţar eru skráđir. Eitthvađ er til af munum á öđrum söfnum, ţó í mun minna mćli.
Menntamálaráđuneytiđ (Ţjóđminjasafniđ) gaf ónógar og rangar upplýsingar
Unnur Brá hefur ţví miđur ekki fengiđ tćmandi svör frá Menntamálaráđuneytinu sem hlýtur ađ hafa ráđfćrt sig viđ starfsmenn Ţjóđminjasafn Íslands.
Listi sá sem Unnur Brá hefur fengiđ í hendur í kjölfar fyrirspunar sinnar er alls ekki tćmandi. Fyrir utan fornleifar og forngripi í dönskum og sćnskum söfnum, er ţá ađ finna annars stađar í Danmörku, á Bretlandseyjum, Hollandi, Frakklandi, Noregi og víđar. Um marga ţeirra gripa hefur veriđ ritađ í Árbók hins íslenzka Fornleifafélags og annars stađar. En greinilega hefur enginn haft fyrir ţví ađ setja upplýsingarnar um ţá í Sarp. Ég hef t.d. skrifađ um einn íslenskan grip í erlendu safni í Árbókina (sjá hér). Ţađ er áhyggjuefni ađ Ţjóđminjasafniđ hafi ekki gert góđa skrá yfir íslenska forngripi og muni sem í erlendum söfnum.
Dýrabein voru flutt út af erlendum fornleifafrćđingum í stórum stíl á 9. og 10. áratug síđustu aldar. Fćstum ţessara beina hefur veriđ skilađ. Ég ţekki til ţess ađ stóru beinasafni frá Stóru-Borg undir Eyjafjöllum hafi veriđ fargađ á öskuhaugum New York, m.a. vegna ţess ađ umhverfisslys varđ í byggingu ţeirri ţar sem stofnunin, sem var međ beinin ađ láni, var. Ef einhver hefur áhuga á ađ rannsaka niđurstöđur bandaríkjamannanna sem tóku ađ sér ađ rannsaka beinin, og lofuđu sömuleiđis ađ skila ţeim, ţá er ţađ ekki hćgt í öllum tilvikum.
Menntamálaráđuneytiđ segir réttilega í svari sínu til ţingsmannsins, ađ engar íslenskar fornleifar findust á erlendri grund. Ţetta er ekki alls kostar rétt. Til eru í söfnum á Norđurlöndunum heimildir og frumgögn um samnorrćnar rannsóknir á fornleifum sem fóru fram á Íslandi. Ţessi gögn eru heldur ekki talin upp í Sarpi.
Ekki get ég séđ annađ en ađ dýrabein ţau sem fóru forgörđum í Nýju Jórvík á 9. áratug síđustu aldar séu forngripir samkvćmt ţjóđminjalögum (sem nú heita Lög um menningarminjar) - og ţess vegna tel ég víst ađ ţingmanni hafi veriđ gefin röng svör og gegn betri vitund starfsmanna Ţjóđminjasafnsins, en ţar vinna enn menn sem ađstođuđu viđ útflutning dýrabeina til rannsókna.
Sarpur tilheyrir ţjóđinni en ekki starfsmönnum safnanna
Í bréfi sínu til Unnar Brár Konráđsdóttur nefnir Menntamálaráđherra Sarp, líkt og ţađ sé einhver Mímisbrunnur. En ţađ getur oft reynst ári erfitt ađ fá upplýsingar úr ţeim brunni.
Í síđustu viku bađ ég t.d. um upplýsingar um einn grip á Ţjóđminjasafni Íslands. Gripurinn ber númeriđ Ţjms. 635. Starfsmenn ţar hafa alla möguleika til ađ svara um hćl, ţví ţeir geta flett upp í Sarpi, gagnasafni sem Íslendingar hafa borgađ fyrir međ skattpeningum sínum. Svar viđ fyrirspurn minni um einn grip hef enn ekki borist, ţó svo ađ starfsmennirnir séu međ Sarp í tölvum sínum og gćti hćglega slegiđ Ţjms. 635 inn, klippt og límt uppklýsingarnar í gagnagrunninum til mín um hćl.
Ţađ er líklegast ekki nokkur vafi á ţví, ađ nú er kominn tími til ađ allir hafi ađgang ađ ţví sem ţeir hafa borgađ fyrir. Sarpur á ekki ađ vera einkaheimild stofnanna sem geta ekki einu sinni veitt réttar upplýsingar til ţingmanna landsins.
Ég á ekki sem fornleifafrćđingur ađ ţurfa ađ bíđa eftir upplýsingum úr Sarpi upp á geđţótta starfsmanna Ţjóđminjasafnsins sem geta ekki einu sinni gert almennilega grein fyrir forngripum sem týnst hafa í tímans rás á Ţjóđminjasafni, eđa sýnum sem hafa horfiđ. Ţađ er algjörlega óviđunandi.
Forngripir | Breytt 13.3.2013 kl. 07:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
Valkyrja fannst á Fjóni
28.2.2013 | 13:03
Ţessi fagri gripur, sem hér sést frá öllum hliđum, fannst á Hĺrby á Fjóni. Vitanleg, eins og alltaf, voru ţađ menn međ málmleitartćki sem fundu ţessa litlu styttu. Slík tćki má ekki nota á Íslandi til ađ leita ađ fornleifum og ţađ er ekki hćgt ađ undirstrika ţađ of mikiđ. Ég ćtla ekki ađ upplýsa meira um gripinn, en hér er hćgt ađ lesa frekar.
Mér ţótti ţetta svo skemmtilegur fundur, ađ ég varđ ađ deila honum međ ykkur. Ţetta er greinilega ekta valkyrja frá 9. öld og hún er sćt og snoppufríđ. Hún bítur ekki óđ í skjaldarrönd eđa er međ brjóstaslettur á sverđi - eđa skegg. Menn höfđu góđan smekk í Valhöll forđum. Ţar hafa menn, eins og alls stađar, veriđ karlrembusvín sem vildu hafa valkyrjurnar sexí og sćtar.
Ţađ skal ţó tekiđ fram ađ listamađurinn hefur séđ til ţess ađ ekki sést í brjóstaskoruna á valkyrjunni. Ef svo hefđi veriđ, hefđi ég ekki geta sýnt Íslendingum ţessa mynd.
Ljósmynd efst: Asger Kjćrgaard, Odense Bys Museer; Ljósmynd neđst: Morten Skovsby, finnandi myndarinnar.
Forngripir | Breytt 1.3.2013 kl. 07:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Týnda tákniđ
19.2.2013 | 16:01
Nú haldiđ ţiđ ađ ég sé enn og aftur ađ fara ađ skrifa um týnda gripi á Ţjóđminjasafninu. Nei, ţar er fćst týnt, geymt eđa grafiđ.
Eitt er ţađ forna skreyti, sem ég er nokkuđ viss um ađ sé eitt ţađ algengasta á fyrri öldum. Ţađ hefur veriđ notađ jafnt á Íslandi, sem í Kína og Egyptalandi, međal Indíána, Sama og Rómverja. Engin tengsl eru nauđsynlega á milli ţeirra sem notuđu ţetta skreyti. Ţađ er einnig tilfelliđ á Íslandi. Ţetta munstur er svo einfalt, ađ varla er hćgt ađ kalla ţađ stíl, og svo alţjóđlegt og algengt í tíma og rúmi, ađ ţađ er til einskis nýtt viđ tímasetningu, eins og mađur getur ţó varlega međ öđrum stíltegundum, eins og t.d. dýrastíltegundunum víkingaaldar.
Mynstur ţađ sem hér um rćđir er punktur og hringur utan um. Englendingar kalla ţetta circle dot, dot and circle eđa jafnvel circled dot, sem lýsir öllu sem lýsa ţarf. Hálfguđ okkar íslenskra fornleifafrćđinga, Kristján Eldjárn, kallađi ţetta depilhringi og er ţá ágćtt heiti.
Ţetta "tákn" hefur t.d. veriđ notađ af Dan Brown í bókinni The Lost Symbol, sem á íslensku heitir Týnda tákniđ. Menn leggja mismunandi skilning í hvađ depilhringir getur táknađ, ef ţađ táknar ţá nokkuđ, og er ekki bara einfaldasta mynstur/skreyti sem til er, og sem er einfalt ađ grafa eđa slá í málm eđa bein međ ţar til gerđu verkfćri, til dćmis ţar til gerđum síl eđa járnal (grafal). Ég les alls ekki Dan Brown, svo ég veit ekki hvađa ţýđingu hann leggur í ţetta "tákn". Ég hef ţó heyrt ađ sumir sjá í ţessu alsjáandi auga eđa tákn fyrir Jesús. Ţađ held ég ađ sé langsótt hringavitleysa.
Hér sýni ég lesendum mínum safn fallegra gripa á Ţjóđminjasafni Íslands, sem fundist hafa á Íslandi og sem eru skreyttir međ ţessu einfalda munstri. Sumir depilhringirnir eru grafnir međ sýl og ađrir slegnir međ grafal. Ţetta skreyti finnst á gripum út um allt land sem notađir voru á löngu tímabili. Man ég t.d. eftir kefli úr sauđalegg, sem til er á Ţjóđminjasafninu, sem alsett er ţessu skreyti. Ţó virđist sem depilhringurinn hafi veriđ sérlega algengur í Ţjórsárdal. En ekki vil ég leggja of mikiđ í ţađ.
Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1983
Kambar frá Stöng (Ţjms. 13829) og Sámsstöđum í Ţjórsárdal (númer 30 og 31 í uppgreftri Sveinbjarnar Rafnssonar sem ţar fór fram sumrin 1971-72; Sjá hér). Kambarnir eru af gerđ (hřjryggede enkeltkamme) sem algengir voru í Noregi á 12. öld. Aldursgreining á kömbunum í t.d. Björgvin og Ţrándheimi í Noregi var ein af mörgum ástćđunum til ţess ađ ég dró tilgátu Sigurđar Ţórarinssonar um eyđingu allrar byggđar í Ţjórsárdal í gosinu í Heklu áriđ 1104 í efa. En sú meinloka, ađ halda ađ Ţjórsárdalur hafi fariđ í eyđiđ áriđ 1104 er harla lífseig. Jafnvel eftir ađ ađrir fornleifafrćđingar en ég hafa reynt ađ gera ţá skođun ađ sinni eigin, er enn veriđ ađ kenna börnum vitleysuna í skólum landsins og ljúga ţessu ađ ferđamönnum (sjá hér). Ađrir kambar en Ţjórsárdalskambarnir, međ depilhringaskreyti, en eitthvađ eldri, eru einnig varđveittir á Ţjóđminjasafni Íslands, en ég á víst ekki tiltćkar myndir af ţeim.
Ljósmynd og teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Nál úr bronsi, rúmlega 6 sm löng, međ hnattlaga haus úr bronsi sem fannst viđ rústina á Steinastöđum í Ţjórsárdal áriđ 1960 (skráđ í ađfangabćkur Ţjms. sem 1960:42). Svipađar nálar en fíngerđari og úr silfri eđa gulli teljast venjulega til 10. og 11. aldar.
Ljósmynd V.Ö.V. 1988
Hringprjónn (dálkur), Ţjms. 5252, frá Hróarsstöđum í S-Ţingeyjarsýslu. Prjónninn er ađeins 6,2 sm langur og er úr bronsi. Prjónninn, sem er međ 6 depilhringi á haus og 3 á prjóninum,fannst eins og svo margt á Íslandi í uppblćstri. Fyrir mörgum árum teiknađi ég og ljósmyndađi alla dálka sem fundust höfđu á Íslandi og sendi Thomas Fanning, sem var írskur fornleifafrćđingur (einnig prestur/munkur) og , sem í árarađir hafđi rannsakađ hringprjóna á Írlandi og annars stađar. Ég kynntist Fanning lítillega í Danmörku. Ţví miđur dó Thomas Fanning um aldur fram og ég fékk aldrei neinar aldursgreiningar frá honum. Áriđ 1994 kom hins vegar út verk hans Viking Age Ringed Pins from Dublin. Samkvćmt tegundafrćđi hringprjóna í ţeirri bók, sem byggđi á rannsókn Fannings á fjölda hringprjóna sem fundust viđ fornleifarannsóknir í Dublin á 7. áratug 20. aldar, virđist ţessi prjónn á grundvelli annarra áreiđanlegra aldursgreininga vera frá 11. öld. Ţessi tegund telst til Polyhedral headed ringed pins. Síđar verđur hér fariđ betur inn á hringprjónana sem varđveittir eru í Ţjóđminjasafni Íslands. Ţeir eru í dag eru sýndir í stílfrćđilegri og tímatalslegri belg og biđu sem sýnir vćntanlega ađ ţekking starfsmanna á ţessum gripum hefur ekki aukist síđan ađ Kristján Eldjárn ritađi sitt ágćta rit Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi.
Beinhólkur (Ţjms. 329) sem fannst áriđ 1866 í dys viđ Rangá eystri. Á hólknum eru ristar (krotađar, svo notuđ séu orđ Eldjárns) myndir af tveimur hjörtum (eđa hreindýrum) í frekar Vest-norrćnum stíl. Hirtirnir bíta lauf af stílgerđu tré (lífsins tré/arbor vitae). Hirtir sem er mjög kristiđ (einnig gyđinglegt: Zvi) tákn sem táknar hreinleika eđa sál. Svo eru á hólkinum fjórir depilhringir. Menn hafa sökum skreytisins og fundastađarins taliđ sér trú um ađ hringur ţessi hafi tilheyrt Hirti bróđur Gunnars á Hlíđarenda. Stílfrćđilega getur ţađ ekki stađist. Bergsteinn heitinn Gizurarson brunamálastjóri fór árin 1996 og 2000 á skeiđ í hugmyndafluginu í ţremur áhugaverđum greinum í Lesbók Morgunblađsins ţegar hann skrifađi um ţennan grip. Tengdi hann hólkinn vítt og breitt um steppur Asíu (sjá enn fremur hér). Ekki tel ég ástćđu til ađ rengja hugmyndir Bergsteins, en mađur velur hverju mađur trúir.
Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1995
Nálhús úr bronsi sem fannst á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1983 (Stöng 1983:25). Nálhúsiđ (sjá meira hér), sem er ađeins 4,5 sm ađ leng fannst neđst í gólfi skálarústarinnar sem er undir ţeim skála sem menn geta enn skođađ á Stöng í Ţjórsárdal. Nálhúsiđ er álitiđ vera af aust-norrćnni gerđ. Nálhúsiđ er frá 11. öld.
Bjalla úr bronsi, 2,5 sm, ađ hćđ međ depilhringum (Ţjms. 1198). Fundin í kumlateig á Brú í Biskupstungum (Kumlateigur 29, skv. kumlatali Kristjáns Eldjárn í Kumli og Haugfé,1956, bls. 62-3). Bjallan og annađ haugfé fannst fyrir 1880 af 10 ára stúlku og föđur hennar. Kristján Eldjárn taldi víst, ađ ţar sem steinasörvi (perlur) og bjalla hafi fundist á sama stađ og vopn og verjur, ađ ţarna hafi veriđ a.m.k. tvö kuml, karls og konu. Kristján Eldjárn gekk ekki međ perlur (sörvitölur) svo vitađ sé, en ţađ gerđu hins vegar forfeđur hans. Ekki getur ţví talist ólíklegt, ađ fundurinn sér úr kumli eins karls. Tvćr ađrar bjöllur svipađar hafa fundist á Íslandi, ein í kumli karls, hin úr kumli konu. Svipuđ bjalla, sem fannst sem lausafundur á Freswick Links á Caithness á Skotlandi, er sýnd hér til samanburđar (sjá enn fremur hér).
Kirkjukambur úr bronsi, frá Norđlingahól hjá Melabergi á Miđnesi í Gullbringusýslu. (Ţjms. 5021). Sjá meira um kambinn hér hér.
Forngripir | Breytt 17.9.2019 kl. 02:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Af félagslegu lýđrćđi međal íslenskra fornleifafrćđinga
30.1.2013 | 19:53
Í síđustu fćrslu gerđi ég athugasemd viđ drög ađ nýjum reglum sem Ţjóđminjasafniđ vinnur ađ um afhendingu gripa til safnsins. Mig hafđi ekki órađ fyrir ţví ađ saklausar athugasemdir mínar skyldu hafa í för međ sér hótanir um limlestingar og heimsóknir leigumorđingja.
Ţar sem ég fékk ţessi drög til umsagnar frá félagi sem ég er međlimur í, Fornleifafrćđingafélagi Íslands, ţá sendi ég athugasemd mína til félagsins og reyndar til allra félagsmanna. Ţar fyrir utan birti ég athugasemdir mínar á Fornleifi í gćr.
Mér var sagt af formanni félagsins, ađ athugasemdum mínum yrđi bćtt inn í athugasemdir félagsins. Fundurinn var svo haldinn í gćr á Fornleifafrćđistofunni á Ćgisgötu í Reykjavík, sem dr. Bjarni Einarsson rekur. Í bítiđ í morgun fékk ég svo athugasemd félagsins, en sá hvergi ţađ sem ég hafđi til málanna ađ leggja. Ég innti formann félagsins eftir ţví í dag og hann greindi mér frá ţví ađ hann "hefđi ekki alrćđisvald" og ađ meirihlutinn hefđi veriđ á móti ţví ađ bćta athugasemdum mínum viđ.
Ekki nóg međ ţađ, reyndir félagar" í Fornleifafrćđingafélaginu, svo notuđ séu orđ formannsins, félagskap sem ég hef veriđ félagi í mjög lengi, töldu sig fullvissa um ađ ég vćri ekki félagsmađur, ađ ég hefđi gengiđ úr félaginu, og ađ ég hefđi ekki greitt félagsgjöld áriđ 2012 og 2013. Mér hefur ekki nýlega veriđ tilkynnt ađ ég vćri ekki félagi og hef fengiđ tölvupósta frá félaginu, sem setur hlekk í bloggiđ Fornleif á heimasíđu sinni.
Skođun mín á drögum Ţjóđminjasafnsins ađ nýjum vinnureglum, sem mér ţykja á flestan hátt ágćtar, féll svo mikiđ fyrir brjóstiđ á einum fornleifafrćđingi, ađ rétt fyrir fundinn skrifađi hann mér m.a. eftirfarandi svödu vegna ţess pósts međ athugasemdum sem beđiđ var um, og sem ég leyfđi mér ađ senda til allra félagsmanna svo ţeir fengju ţćr tímanlega fyrir fundinn:
Ţú gerir ţér grein fyrir ţví ađ ţessar endalausu tölvupóstsendingar ţínar fara ađ jađra viđ ofsóknir og ţú gćtir mögulega átt von á kćru frá mér vegna ţessa. Ţví leyfi ég mér ađ segja ađ ég ţekki fólk í Danmörku sem getur vel tekiđ ađ sér ţađ verkefni ađ heimsćkja ţig - sofđu međ annađ augađ opiđ!
Í SÍĐASTA SINN VILTU DJÖFLAST TIL AĐ TAKA MIG ÚT AF ÖLLUM JÁ ÖLLUM TÖLVUPÓSTUM SEM ŢÚ SENDIR OG BIDDU FYRIR ŢVÍ AĐ ŢÚ EIGIR EKKI LEIĐ TIL ÍSLANDS ŢAĐ SEM EFTIR ER ŢVÍ AĐ OKKAR FUNDIR VERĐA EKKI FAGRIR!!
Ţetta var nú heldur hressilega til orđa tekiđ og sýnir ađ mikiđ vatn hefur runniđ til sjávar síđan Kristján Eldjárn var fornleifafrćđingur. En mig langar strax ađ taka fram, ađ ég sendi hvorki endalausa tölvupósta til félagsmanna í Fornleifafrćđingfélaginu, né öđrum. Ég er ekki "spammari" og sendi mjög fáa pósta daglega. En hunsun reyndra félaga" og ţeirra sem mćttu á fundinn í félaginu í Reykjavík í gćr, sem ég gat ekki mćtt á ţar sem ég bý erlendis, sýnir nú heldur betur nauđsyn ţess ađ ég sendi umbeđnar skođanir mínar til allra félagsmanna í Fornleifafrćđingafélaginu. Einn fór hamförum og hinir fóru ađ gera ţví skóna ađ ég vćri ekki félagi. Mér fundust svalir Moskvuvindar fjúka mér í móti. Ţađ er komin Kremlfýla af ţessu félagi sem ég er í.
Ţegar ég var búinn ađ fá vitneskju um ađ "reyndir félagar" í Fornleifafrćđingafélaginu hefđu lokađ fyrir skođanir mínar á opinberu skjali, sem opinber stofnun hafđi beđiđ um álit á, leyfđi ég mér einnig í dag ađ senda ţessa skođun til formanns Fornleifafrćđingafélagsins:
Sćll Ármann,
ţegar ummćli, sem beđiđ er um hjá félagsmönnum í félagi, eru ekki nýtt í umsögn sem félagiđ sendir frá sér, vegna ţess ađ reyndir félagar telja sig vita "hitt og ţetta" um félagsmanninn sem kemur međ athugasemdina, ţá kalla ég ţađ ekki beint "persónulegan tilgang" ađ nýta sér netföng félagsmanna og senda skođun sína til ţeirra allra, sér í lagi ef félagiđ vill ekki miđla minnihlutaáliti.
Ţótt allir hinir í félaginu séu hugsanlega á ţeirri skođun, ađ fornt silfur geti fundist óáfalliđ í jörđu á Íslandi og ţađ sé í fínasta lagi fyrir Ţjóđminjasafniđ ađ týna sýnum sem safniđ hefur látiđ taka, ţá tel ég ţađ félagslegan rétt minn ađ segja öllum í félaginu, ađ ég hafi ađra skođun á ţví máli. Varđveisla gripa og sýna, fyrr og nú, tengist auđvitađ ósk Ţjóđminjasafnsins um ađ ráđa ţví hvernig gengiđ er frá sýnum og forngripum á Íslandi áđur en ţau eru afhent á Ţjóđminjasafniđ. Hvađ á ađ gera viđ silfur sem finnst óáfalliđ í jörđu? Ţađ kemur einfaldlega ekki fram í drögunum sem Ţjóđminjasafniđ sendi út fyrir áramót. En slíkt silfur hefur reyndar fundist.
Ef Ţjóđminjasafniđ vill ađ varđveislumál séu í lagi, er líkast til ekkert sjálfsagđara en ađ Ţjóđminjasafniđ skýri, hvađ varđ um sýni sem tekin voru fyrir safniđ áriđ 1994, eđa t.d. hvađa gripir týndust hér um áriđ, en komu svo sumir ađ sögn aftur í leitirnar eftir ađ blásaklaust fólk utan safnsins hafđi veriđ ţjófkennt. Ţađ lýsir ekki sérstaklega traustu ástandi í 150 ára sögu safnsins, og ţađ verđur ađ vera öruggt ađ slíkt ástand sé ekki enn viđ lýđi og endurtaki sig. Mér er mikiđ til sama hvađ öđrum félögum í félaginu finnst um ađ gripir sem ég afhenti til forvörslu á Ţjóđminjasafni hafi veriđ látnir grotna niđur. Ţađ var einfaldlega eyđilegging á rannsókn minni, framin af einum af reyndustu félagsmönnunum í okkar félagi. Ţađ var einnig brot á Ţjóđminjalögum, og eftir ţeim eigum viđ ađ starfa.
Ég get alls ekki tekiđ undir ţá skođun meirihlutans og háttvirtra "reyndra félaga" félagsins, sem í gćr söfnuđust saman á Fornleifafrćđistofunni, ađ varđveislumál og frágangur fornminja sem finnast viđ rannsóknir eigi ađ vera á könnu Minjastofnunar Íslands. Ţá verđur ađ breyta Ţjóđminjalögunum, ţví ţau segja okkur ađ fara međ ţađ sem viđ finnum á Ţjóđminjasafniđ. Ţjóđminjasafniđ á auđvitađ ađ taka viđ ţví í góđu ásigkomulagi.
Mér sýnist ekki betur en ađ međan meirihlutinn og "reyndir félagar" í pólítbyrói félagsins vilja ekki hlusta á rök mín, ţá gangi ţeir kinnrođalaust erinda nýstofnađrar Minjastofnunar Íslands, sem einn félagsmađur okkar er forstöđumađur fyrir.
Ţjóđminjasafniđ hefur einnig skuldbindingar samkvćmt lögum. Ţađ er alls ekki nógu gott ađ á stofnun, sem á ađ taka á móti jarđfundnum menningararfi samkvćmt lögum, geti ekki gert grein fyrir ţví sem ţar hefur komiđ inn af sýnum og forngripum, eđa horfiđ. Ég geri vissulega ráđ fyrir ţví ađ mest af ţessum hvörfum og týnslum sé fortíđarvandi, sem hvarf fyrir fullt og allt međ núverandi ţjóđminjaverđi. En hún neitar ţó stađfastlega ađ svara fyrirspurnum um slík hvörf og lćtur ţađ líđast ađ starfsmenn sem bera ábyrgđ á hvarfi menningararfsins á sínum tíma svari ekki spurningum frá sérfrćđingum utan safnsins.
bestu kveđjur,
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Afsakiđ ţađ er einhver ađ banka
... Ţá er einum dönskum leigumorđingja fćrra
Forngripir | Breytt 31.1.2013 kl. 08:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýir tímar, breyttir siđir
28.1.2013 | 19:59
Nýveriđ bárust mér drög ađ Leiđbeiningum um umhirđu forngripa. Skjal ţetta er upprunniđ á Ţjóđminjasafni Íslands. Ţađ lýsir óskum safnsins, á 150 ára afmćli sínu, um hvađ gera skal viđ jarđfundna forngripi úr fornleifarannsóknum, sem allir eiga ađ varđveitast á Ţjóđminjasafni Íslands, nema ef annađ sé tilgreint og ákveđiđ.
Ég fékk ţessa umsögn frá félagi sem ég er međlimur í, Forleifafrćđingafélagi Íslands, sem er eitt af tveimur félögum fornleifafrćđinga á Íslandi. Ég fékk skjaliđ harla seint, finnst mér, ţví ţađ á ađ rćđa um ţađ á morgun (29.1.2013), og félagiđ á ađ skila áliti til Ţjóđminjasafns ţann 1. febrúar nk.
Í fljótu bragđi sýnast mér drögin vera ágćt, ţótt vanda mćtti íslenskuna og varast endurtekningar. Nú á 21. öld verđum viđ ađ lúta fremstu kröfum um frágang á fornleifum og syndir forfeđranna má ekki endurtaka.
Mér er óneitanlega hugsađ til frágangsins á ýmsu ţví sem ég sá koma til Ţjóđminjasafnsins ţegar ég vann ţar frá 1993 til 1996. Ég uppfyllti langt frá ţćr reglur sem nú er ćtlunin ađ setja, ţegar ég afhenti fornleifar úr rannsóknum sem ég stýrđi, en ég gerđi ţađ eftir bestu getu og vitund. Ţađ gerđi líka Mjöll Snćsdóttir, er hún afhenti ţjóđminjasafni Íslands merka forngripi sem fundist höfđu viđ fornleifarannsóknir á Stóru-Borg sem fóru fram í fjölda ára undir hennar stjórn og á vegum Ţjóđminjafans Íslands. Ţví miđur hefur mikiđ magn forngripa ţađan eyđilagst á Ţjóđminjasafninu, eftir ađ ţeir voru afhentir ţangađ. Ţar var um tíma enginn forvörđur og ţegar ţeir hófu loks störf var skađinn skeđur. Ţađ var menningarsögulegt stórslys.
Ég afhenti kassa af járngripum til forvörslu á Ţjóđminjasafni íslands áriđ 1984, í ţar til gerđum fundakössum sem ég hafđi fengiđ afhenta af forvörđum Ţjóđminjasafns Íslands, ţar sem mér hafđi veriđ lofuđ forvarsla á gripunum. Ţegar ég hóf ţar störf áriđ 1993, kom í ljós ađ járngripirnir sem fundust á Stöng áriđ 1984 lágu allir undir skemmdum. Ekkert hafđi veriđ gert síđan 1984. Áriđ 1984 var einn forvarđa Ţjóđminjasafnsins Kristín Sigurđardóttir, nýútnefndur forstöđumađur Minjaverndar Ríkisins.
Gripir sem finnast sýningarhćfir
Stundum er mađur bara svo heppinn, ađ forngripir finnast svo ađ segja forvarđir. Ţađ gerđist t.d. á Miđhúsum áriđ 1980. Silfriđ, sem fannst ţar, var óáfalliđ og forverđir ţurftu ađeins ađ bursta óhreinindi af gripunum. Kristján Eldjárn var mjög undrandi yfir ţessari ótrúlegu varđveislu og spurđu finnendur í ţaula út í ţađ. Ţór Magnússon Ţjóđminjavörđur hefđi örugglega falliđ á prófinu ef hann hefđi afhent silfursjóđinn á Ţjóđminjasafniđ í dag, ef hann hefđi gert ţađ eins og hann gerđi ţá. Samkvćmt ströngustu reglu Ţjóđminjasafnsins nú, hefđi hann alls ekki mátt setja sjóđinn í plastpoka ofan í stresstösku sína eins og hann gerđi samkvćmt ţví sem hann upplýsti. En hvađ á mađur ađ halda ţegar mađur finnur óáfalliđ silfur. Hvađ á mađur yfirleitt ađ gera ţegar mađur finnur óáfalliđ silfur í jörđu á Íslandi? Hingađ til hefur ţađ ţótt viđ hćfi ađ stinga höfđinu í sandinn í stađ ţess ađ spyrja spurninga.
Skýringar á ţví hvađ gjöra skal ef mađur finnur ááfalliđ silfur í jörđu vantar tilfinnanlega í nýjar leiđbeiningar Ţjóđminjasafns Íslands. Er ekki ósköp eđlilegt ađ hafa allan varann á, ef ţađ sem gerđist áriđ 1980 á Miđhúsum gerđist aftur. Ég hef ţví beđiđ félag mitt ađ beina ţeim breytingartillögum til Ţjóđminjasafns, ađ upplýst verđi hvađ gera skuli finni mađur óáfalliđ silfur í jörđu.
Eyđublöđ fyrir afhenta gripi og sýni
Hvađ varđar eyđublađ yfir afhenta gripi og sýni sem Ţjóđminjaafniđ sendi einnig fagfélögum fornleifafrćđinga í nóvember sl., ţykir mér ţađ vera til sóma. En ég hafđi samt búist viđ einhverju öđru en einfaldri Excellskrá. Í ţví sambandi leyfi ég mér vinsamlegast ađ benda á, ađ jarđvegssýni sem ţjóđminjasafniđ lét taka af jarđvegi á Miđhúsum áriđ 1994 eru nú týnd - ekki til - og ekki skráđ inn í safniđ. Excell var reyndar til á ţeim tíma er sýnin voru tekin og er ţví engin afsökun fyrir ţví ađ sýni sem Ţjóđminjasafniđ lét taka séu horfin. Týndu jarđvegssýnin, sem voru frá Miđhúsum í Eiđaţinghá, höfđu aldrei veriđ rannsökuđ. Grunur leikur á ţví, ađ ţađ hafi veriđ notađ sem pottamold á Ţjóđminjasafni Íslands, en ekkert finnst heldur um ţađ á skrá eđa skjölum. Einn fremsti sérfrćđingur safnsins um silfur, ţjóđfrćđingurinn Lilja Árnadóttir vill ţó ekki enn tjá sig um máliđ.
Vitandi af slíku hvarfi, getum viđ fornleifafrćđingar nokkuđ fullvissađ okkur um, ađ Ţjóđminjasafniđ varđveiti ţađ sem afhent er til safnsins? Getur safniđ yfirleitt kastađ ţví á glć sem ţađ safnar, án ţess ađ stafkrókur sé til um ţađ á safninu? Samkvćmt nýjustu yfirlýsingum ţjóđminjavarđar á 150 ára afmćli safnsins er ţađ hćgt, án nokkurra frekari skýringa.
Safn verđur aldrei betra en ţađ fólk sem vinnur ţar.
Dćmi um nýlega og nokkuđ athyglisverđa forvörslu
Á síđasta ári greindi ég frá fundi silfurbaugs í svonefndum Alţingisreit í Reykjavík. Á vefsíđu Ţjóđminjasafns er einnig greint frá ţessum fundi . Í myndasögu Ţjóđminjasafni er fyrst sýnd mynd af ţví er ungur fornleifafrćđingur er ađ grafa fram gripinn í felti.
Tekin hefur veriđ ákvörđun um ađ halda áfram uppgreftri á forvörsluverkstćđi Ţjóđminjasafns Íslands, og ţess vegna hefur gripurinn veriđ tekinn upp međ undirliggjandi mold, svo hćgt vćri ađ halda áfram nákvćmri rannsókn á honum. Svo sýnir Ţjóđminjasafniđ tvćr myndir af moldarkögglinum sem starfsmenn safnsins tóku međ sér í hús og bćtir viđ ţessari upplýsingu:
"Myndir sem sýna annars vegar moldarkökkinn og svo hins vegar ţegar búiđ er ađ hreinsa lausa mold ofan af honum, áđur en armbaugurinn var losađur úr honum. (Ljósm: Sandra Sif Einarsdóttir)."
Takiđ hins vegar eftir ţví hvernig gripurinn leit út áđur en hann var tekinn upp sem "preparat". Var mikill jarđvegur ofan á honum ţá? Nei, ekki samkvćmt ţeim ljósmyndum sem hafa birst í fjölmiđlum.
Einnig má glögglega sjá á báđum myndunum, ađ köggullinn hefur brotnađ eftir ađ hann var tekinn upp og fćrđur á Ţjóđminjasafniđ, og er ţađ greinilega vegna ţess ađ preparatiđ hefur ekki veriđ styrkt međ gifsi, eins og tíđkast t.d. hér í Danmörku og á flestum öđrum stöđum í heiminum - nema á Ţjóđminjasafni Íslands.
Röntgenmynd af kögglinum sýnir ađ gripurinn hefur greinileg brotnađ ţar sem köggullinn hefur brotnađ.
Forngripir | Breytt 29.1.2013 kl. 09:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Mittismjó brúđur eđa Venus frá Utrecht
20.1.2013 | 18:48
Sjötta getraun Fornleifs reyndist greinilega fornfálegu fólki á Íslandi um megn. Sumir voru ađ brjóta heilann í hálfan annan sólahring og langt fram á síđustu nótt. Ađrir voru enn ađ snemma í morgunsáriđ, eftir ađ ţessi raun hafđi tekiđ af ţeim allan svefn og sálarró ađra nóttina í röđ. Ég verđ nú ađ létta á spenningnum og lýsa ţví yfir ađ getrauninni sé formlega lokiđ. Sumir gerđust heitir en flestir stóđu á gati. Bergur Ísleifsson komst nćst sannleikanum allra ţátttakenda.
Ţađ sem spurt var um, og mynd var sýnd af, var ađeins brot af grip. Ţađ er ađ segja neđri hlutinn af lítilli styttu, sem sýnir hefđarfrú í fínum plíseruđum kjól. Gripurinn, sem er 8,6 sm. á hćđ, er tćplega 300 ára gamall, eđa frá fyrri hluta 18. aldar. Hann fannst í Amsterdam, nánar tiltekiđ í Vlooienburg-hverfinu (einnig ritađ Vlooyenburg), sem upphaflega var manngerđa eyja. Ţar stendur nú síđan 1983 nýtt óperuhús Amsterdamborgar, almennt kallađ Stopera. Áđur, á 17. öld og alveg fram undir 1940, var ţarna hluti af hverfi gyđinga. Á 17. og 18. öldu bjuggu á Vlooienburg margir portúgalskir gyđingar.
Gripurinn er úr brenndum leir, svokölluđum pípuleir, sem er blágrár en verđur hvítur viđ brennslu á ákveđinn hátt. Gripurinn var framleiddur í Hollandi, hugsanlega í borgum eins og Delft eđa Utrecht, ţar sem viđ vitum ađ slík framleiđsla fór fram. Brot af sams konar eđa líkum styttum hafa fundist í miklum mćli í jörđu í Hollandi. Hollendingar kalla brenndann pípuleir, pijpaarde (sem er boriđ fram peipaarde).
Á miđöldum var heilmikil framleiđsla á pípuleirsmyndum í Hollandi, m.a. í borginni Utrecht. Mynd af heilagri Barböru sem Kristján Eldjárn fann í kapellunni í Kapelluhrauni, var einmitt gerđ í borginni Utrecht eins og ég ritađi um í grein í Árbók Fornleifafélagsins um áriđ og síđar hér á blogginu. Stytta, sem virđist vera úr sama mótinu og brotiđ af Barböru sem fannst í Kapelluhrauni, var einmitt frá Utrecht. Ţá styttu má nú sjá á sýningu í Utrecht fram í febrúar. Á Skriđuklaustri hefur líklega stađiđ altari úr nokkuđ stćrri pípuleirsstyttum frá Hollandi, m.a heilagri Barböru frá ţví um 1500.
Topless Dutch women
Undarlegt má virđast, ađ allar styttur, eins og sú sem spurt var um, finnast ađeins brotnar. Ţađ er einvörđungu neđri hlutinn sem finnst. Sama hvort ţessar myndir finnast í Hollandi, Danmörku eđa annars stađar, ţá eru ţađ ađeins neđri hlutinn, pilsiđ, sem finnst. Ég hef reynt ađ leita uppi efri hlutann á ţessum hefđarfrúm, en hef enn ekkert fundiđ. Greinilegt er, ađ ţessi mittismjóa hefđarfrú hafi haft veikan punkt um mittiđ. Hér sjást myndir frá ýmsum álíka styttum:
Two birds from Alkmaar
Bakhlutinn á mittismjórri meyju frá Rotterdam
Nokkrir hollenskir pilsfaldar. Efri hlutann vantar, en vitanlega minnir ţetta sumt á digur og stutt ređur eins og einhver stakk upp á međan á getrauninni stóđ
Ţessi brotnađi einnig um mittiđ, enda ţvengmjó, og svo nokkrar úr Kaupmannahöfn hér fyrir neđan:
Brotakonur frá Kaupmannahöfn. Stytturnar hafa margar veriđ málađar/litađar. Mynd úr Nationalmuseets Arbejdsmark 2012, sem Ţjóđminjasafn Dana gefur út.
Gripur sá sem getraunin gekk út á er í einkasafni Fornleifs. Mér var gefinn gripurinn af frćgum hollenskum safnara, Edwin van Drecht , sem á unga aldri tíndi lausafundi upp úr byggingagrunnum víđs vegar í Amsterdam. Ţá voru fornminjalög í Hollandi ekki eins og ţau eru í dag og áhugasafnarar gátu fariđ og safnađ sér fornminjum ţegar hús voru byggđ. Edwin fann mikiđ af heilum diskum og gripum úr fajansa, rauđleir og postulíni í leit sinni og ánafnađi ţađ síđan virđulegum söfnum í Hollandi, sem gefiđ hafa út virđulegar útgáfur til ađ heiđra Edwin van Drecht. Sýningar á fundum hans hafa veriđ víđa um heim, t.d. í Japan.
Eftir síđari heimsstyrjöld voru mjög fá heilleg hús eftir í Vlooyenburg hverfinu í miđborg Amsterdam. Ţjóđverjar höfđu sprengt húsin ţar sem gyđingar höfđu búiđ. Ţađ var ţó ekki fyrr en á 8. og 9. áratug 20 aldar ađ bćjaryfirvöld ákváđu ađ byggja aftur á svćđinu, og ţá var m.a. tekin sú ákvörđun ađ reisa nýa óperuhöll Amsterdamborgar viđ Waterlooplein. Fađir minn bjó viđ Waterlooplein fyrsta ár ćvi sinnar, áđur en hann fluttist međ foreldrum sínum til Norđur-Amsterdam. Síđar á 4. áratugnum fluttust ţau til den Haag. Ţess má geta ađ í grennd viđ Vlooyenburg í Joodenbreestraat (Gyđingabreiđgötu) bjó Rembrandt Harmenszoon van Rijn á 17. öld.
Vlooienburg er innan bláa ferhyrningsins, hús Rembrandts innar ţess rauđa og portúgalska samkunduhúsiđ, Snooga (Esnoga) er merkt međ stjörnu
Vlooienburg áriđ 1934
Ţess má í lokin geta, ađ ţessi brotna hefđarfrú frá Vlooienburg og álíka styttubrot leiđa hugann ađ einu af frćgustu verkum Rembrandts sem gengur undir heitinu Gyđinglega brúđurin (Het joodse bruidje). Ţađ verk er frá ţví um 1667, og ţví nokkuđ eldra en styttan mín. Takiđ eftir ţví hvernig mađurinn á myndinni heldur um brúđi sína og hún leggur hönd í skaut sér. Stytturnar mittismjóu úr Hollandi eru einnig til í öđru afbrigđi, ţar sem mađur stendur viđ hliđ konunnar og hún leggur hönd í skaut sér, eins og brúđurin á mynd Rembrandts.
Ég leyfi mér ađ halda ţví fram, ađ ţessi mittismjóa snót úr Amsterdam hafi veriđ barbídúkka síns tíma eđa stytta af brúđur, kannski stytta sem sett var á hlađin borđ í brúkaupsveislum líkt og kransakökumyndir af hjónum úr plasti eru settar á brúđhlaupskökur í dag. En hugsanlega var ţetta bara stytta eins og Venus frá Míló, ţessi sem vantar handleggi. Ţessar hollensku vantar hins vegar tilfinnanlega búk og haus, og lýsi ég hér međ eftir ţeim.
Neđan á dömunni minni frá Amsterdam hefur sá sem steypti ţessa mynd skiliđ eftir sig fingra- og naglaför sín.
Forngripir | Breytt 16.9.2019 kl. 15:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
6. getraun Fornleifs
18.1.2013 | 12:52
Forngripir | Breytt 20.1.2013 kl. 10:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (38)
"Miklu betri en Silvo"
16.12.2012 | 14:00
Sagđi eitt vinur minn, ţegar ég greindi honum frá ţví ađ hinn merki silfursjóđur sem fannst á Miđhúsum viđ Egilsstađi áriđ 1980, hefđi fundist óáfallinn og skínandi fagur í jörđu. Hann átti ţar viđ gćđi jarđvegsins, sem hlaut ađ valda ţessum frábćru varđveisluskilyrđum. Ţessi fćrsla fjallar um jarđvegssýni sem tekin voru á Miđhúsum, en sem voru aldrei rannsökuđ.
Ţađ er reyndar međ einsdćmum ađ silfur finnist varđveitt á ţann hátt sem silfriđ á Miđhúsum gerđi. Dr. Kristján Eldjárn velti varđveislunni mikiđ fyrir sér í viđtali sem hann átti viđ finnanda áriđ 1980 og tók upp á segulband. Hann spyr finnendur margoft um varđveislu silfursins. Ţór Magnússon minntist einnig á ţann mikla gljáa sem sjóđurinn hafđi, í vettvangsskýrslu sinni frá 1980 (sjá hér) og síđar. Ţeir ákváđu ţó ekki ađ athuga ţađ neitt nánar.
Snemma árs 1994 hafđi ég fyrir hönd Ţjóđminjasafnsins samband viđ hjónin á Miđhúsum og bađ ţau um ađ senda mér jarđvegssýni frá fundarstađnum. Ţau fékk ég aldrei. Hins vegar sendu ţau dýrabein sem ţau fundu einnig áriđ 1980, en sem ţau höfđu ekki látiđ Eldjárn eđa Ţór Magnússon vita um. Í međfylgjandi bréfi létu ţau í té alls kyns upplýsingar, en fćstar af ţeim hafđi ég beđiđ um.
Ritari Ţjóđminjaráđs greindi rangt frá
Ég bađ margsinnis um ađ jarđvegssýni yrđu tekin í tengslum viđ fyrirskipađa rannsókn menntamálaráđuneytis á sjóđnum 199-95. Síđast í bréfi til ţjóđminjaráđs dagsettu 14. apríl 1995. En í kjölfar ţess var mér tjáđ ađ ráđiđ ćtlađi ađ fresta umfjöllun um ţađ efni ţangađ til niđurstöđur höfđu borist úr efnagreiningu á silfrinu í Kaupmannahöfn. Lilja Árnadóttir ritari nefndarinnar undirritađi bréfiđ sem ég fékk frá nefndinni.
Ţessi upplýsing frá Ţjóđminjaráđi var reyndar haugalygi. Annađ hvort vissu ráđsmeđlimir betur, eđa Lilja hefur ekki greint ţeim réttilega frá ţví sem gerst hafđi.
Lilja Árnadóttir hafđi nefnilega ţegar ţann 15.11. 1994 beđiđ Guđrúnu Kristinsdóttur safvörđ á Egilsstöđum, um ađ taka sýni af jarđvegi. Safnvörđurinn gerđi ţađ í tveggja stiga frosti sama dag. Guđrún Kristinsdóttir á Safnastofnun Austurlands tók jarđvegssýni og sendi ţau og skýrslu dags. 15. nóvember 1994 til Reykjavíkur (sjá hér) til Helga Ţorlákssonar sagnfrćđings og Lilju Árnadóttur starfsmanns Ţjóđminjasafns og Ţjóđminjaráđs sem sjá áttu um ađ rannsaka silfursjóđinn.
Afar furđulegt rannsóknarferli
Ţótt fyrirskipađ hefđi veriđ ađ allir ţćttir varđandi fund silfursjóđsins yrđu rannsakađir og birtir, er nú ljóst ađ ađeins var ţađ birt sem henta ţurfti.
Fariđ hafđi fram taka jarđvegssýna á Miđhúsum ţann 15. nóvember 1994, ţótt ekki mćtti greina mér frá ţví í apríl 1995. Sú jarđvegstaka var fyrirskipuđ af Helga Ţorlákssyni og Lilju Árnadóttur, sem í hlutverki ritara Ţjóđminjaráđs laug ţví ađ mér, ađ ráđiđ hefđi ekki tekiđ afstöđu til slíkrar rannsóknar.
Ţau tvö ákváđu ađ jarđvegssýnin skyldu tekin og rituđu ţađ á minnisblađi merkt Trúnađarmál dags. 18. nóvember 1994. Lilja hafđi kannski ekki sagt Ţjóđminjaráđi frá ţeirri "rannsókn" sem hún fékk gerđa 15. nóvember, og ađ hún og prófessor Helgi Ţorláksson fyrirskipuđu ađ slíka sýnatöku ćtti ađ framkvćma, í skjali sem er dagsett ţremur dögum eftir ađ sýnatakan átti sér í raun stađ. Stórfurđulegt!
Í lokaskýrslu Helga og Lilju dagsettri í júní 1994, er hins vegar greint frá ţví ađ Lilja Árnadóttir hafi fariđ međ jarđvegssýni frá Miđhúsum til Kaupmannahafnar og ţví haldiđ fram, ađ Lars Jřrgensen fornleifafrćđingur, sem hélt um rannsóknir í Kaupmannahöfn, hafi ekki taliđ ástćđu til ađ láta rannsaka jarđveginn. Sú stađhćfing er í meira lagi athyglisvert í ljósi ţess, ađ ekkert er minnst á ţessi jarđvegssýni í skýrslu danska Ţjóđminjasafnsins eđa í gögnum um sendingu gripa til Kaupmannahafnar. Ţegar ég hef spurt Lars Jřrgensen um máliđ man hann ekki eftir ţeim jarđvegssýnum sem Lilja segist hafa tekiđ međ sér til Kaupmannahafnar.
Lilja upplýstir síđar (1995), ţá sem ritari Ţjóđminjaráđs, ađ ekki vćri búiđ ađ taka ákvörđun um sýnatöku á jarđvegi, sem eru náttúrulega enn meiri ósannindi ef hún hefur fariđ međ ţau til Kaupmannahafnar. Enn síđar upplýsti hún og Helgi Ţorláksson ađ jarđvegssýni hafi veriđ bođin Ţjóđminjasafninu í Kaupmannahöfn. Ţađ kemur ekkert fram um jarđvegssýni í bréfi Lilja og Helga til Olaf Olsens fyrrverandi prófessors m.m. dags. 17. október. Heldur ekki í svari Lars Jřrgensens dags. 10. nóvember 1994, né í bréfi hans frá 17.11. 1994; heldur ekki í fréttatilkynningu frá Ţjóđminjasafni dags. 28. nóvember 1994, né í fylgibréfi Ţórs Magnússonar međ sérstöku innsigli Ţjóđminjasafnsins dags. 1. desember 1994 (sjá ţessi bréf hér). Ekkert kemur fram í yfirlýsingu Lars Jřrgensens frá 17.11. 1994, um ađ hann hyggi á jarđvegsrannsóknir, enda höfđu ţćr ekki veriđ nefndar í bréfum til hans eđa Ţjóđminjasafns Íslands.
Hvernig má ţetta vera? Svona er reyndar allt ferliđ viđ rannsóknina á silfursjóđnum hjá ţeim sem ekki sćttu sig viđ niđurstöđu breska sérfrćđings James Graham-Campbells, sem dró uppruna sjóđsins í vafa.
Vart er neinum steinum um ţađ ađ velta ađ Lilja Árnadóttir var algerlega óhćf til ađ sinna ţessum rannsóknum. Mörg ţau skjöl sem hér birtast í fyrsta sinna, sýna ţađ svo ekki er um neitt ađ villast.
Helgi og Lilja
Hvađ kom Hriflungum eiginlega sýnatakan viđ?
Ţann 15. nóvember 1994 hringdi Lilja í GK [Guđrúnu Kristinsdóttur] v/sýnatöku + Sigurđ St. 1Kg. Sama dag átti hún samtal /v Eddu húsfreyju á Miđhúsum og skrifar Lilja gott á eftir upplýsingu um ţađ í minnispunktum sínum sem ég hef undir höndum (sjá hér). Minnispunktar ţessir hafa ekki veriđ birtir ţótt slíkt gćti talist eđlilegt miđađ viđ yfirlýsingar ţess ráđs sem Lilja var ritari hjá.
Sigurđur St. mun vera enginn annar en Sigurđur Steinţórsson jarđfrćđingur, barnabarn Jónasar frá Hriflu.
Ekki er mér ljóst, af hverju Sigurđur Steinţórsson er nefndur í sambandi viđ 1 kg. af jarđvegi frá Miđhúsum, og ekki er vitađ hvort hann hafi greint ţann jarđveg. Ađkoma hans ađ sýnatökunni er ţví algjörlega á huldu og út í hött, ţví Ţjóđminjaráđ bađ ekki um hana. Ekkert kemur heldur fram í opinberum skýrslum um ţátt hans í rannsóknum á jarđvegi frá Miđhúsum. En greinilega fékk hann 1 kg. af ţessu undraefni eđa var sérlegur ráđgjafi Lilju Árnadóttur.
Sama Lilja og skrifađi minnispunkta sína 15.11. 1994 og ákvađ međ Helga Ţorlákssyni ţann 18. nóvember 1994, ađ sýni skyldu tekin (í framtíđ), vildi ekki tjá sig um jarđvegssýnin sem ritari ţjóđminjaráđs, ţegar ég spurđi hvort hćgt vćri ađ fá ţau tekin í fyrirspurn í apríl 1995. Verđur ţađ ađ sćta furđu. Hvađa tiltćki var ţađ hjá Lilju, og ef til vill ţjóđminjaráđi, ađ ljúga ađ mér. Kannski getur heiđursmađurinn Sturla Böđvarsson kastađ ljósi á ţađ, en hann var formađur Ţjóđminjaráđs.
Ef ţađ hefđi ekki veriđ vegna ţess ađ starfsmađur Ţjóđminjasafnsins hefđi skiliđ gögn um töku sýna á jarđvegi á Miđhúsum eftir á glámbekk, ţá hefđum viđ líklega aldrei fengiđ ađ vita, ađ ţann 18.11. 1994 hafi Lilja Árnadóttir á fundi međ Helga Ţorlákssyni á Neshaganum taliđ honum trú um ađ eitthvađ ćtti ađ gera, sem ţegar hafđi veriđ gert.
Ljóst er ađ Helgi Ţorláksson og sér í lagi Lilja Árnadóttir sátu á gögnum og upplýsingum um rannsóknir sínar á silfursjóđnum. Ţau fóru ekki ađ óskum Menntamálaráđuneytis og Ţjóđminjaráđs.
Nú er minnsta mál ađ efnagreina jarđveginn og aldrei meiri ástćđa
Ţjóđminjasafni ber nú at taka fram sýnin sem tekin voru af jarđvegi á Miđhúsum til ađ ganga úr skugga um hvort eitthvađ sé í ţessum jarđvegi sem getur skilađ silfri skínandi hreinu og glansandi í hendur finnanda og fornleifafrćđinga 1000 árum eftir ađ ţađ hefur veriđ grafiđ í jörđu. Ţađ gleymdist áriđ 1994-95.
Ég er búinn ađ hafa samband viđ Ţjóđminjasafniđ til ađ fá upplýst hvernig sýnin eru varđveitt og hvernig ţau eru skráđ. Enn hafa ekki borist svör. Ef veigrađ verđur viđ svörum verđur máliđ sent il Menntamálaráđuneytis. Sigurđur Steinsţórsson er hugsanlega einnig međ sýni, sem hann getur vonandi gert grein fyrir hiđ fyrsta. Eđa kannski var hann bara hulduráđgjafi.
Einnig vćri vit í ţví ađ fá gerđa kolefnisaldursgreiningu á ţeim beinum sem Miđhúsahjónin sendu allt í einu á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1994 í stađ ţess ađ láta Kristján Eldjárn og Ţór Magnússon hafa ţau áriđ 1980. Ţau fundust í sömu lögum og silfriđ.
Miđhúsajarđveg og bein verđur ađ rannsaka. Annađ vćri siđlaust, sérstaklega í ljósi ţess ađ fremsti sérfrćđingur Breta í efnagreiningu á fornu silfri hefur látiđ í ljós vafaum skýrslu Ţjóđminjasafns Dana, en einnig vegna ţess ađ umsjónamađur dönsku rannsóknarinnar lét í ljósi ţá fyrifrakgefnu skođun, ađ: Iřvrigt mener vi, at projektet er spćndende - selvom ĺrsagen er yderst beklagelig og Det vil som sagt vćre yderst beklageligt for skandinavisk arkćologi, hvis Prof. Graham-Campbel antagelser er korrekte"; En kemst ađ lokum ađ ţeirri niđurstöđu, ađ einn gripanna hafi veriđ frá ţví eftir iđnbyltingu og skrifađi ţá: Dette sidste forhold bevirker desvćrre, at der sandsynligvis er indblandet en tidsmćssigt yngre hĺndvćrksteknologi i skattefundet. Det mĺ anses for sandsynligt at den nuvaerende sammensćtning af skattefundet ikke er den oprindelige, svo notuđ séu orđ Lars Jřrgensens, sem greinilega ţótti allt ţetta mál mjög miđur fyrir Ţjóđminjasafn Íslands.
Jú, ţessi síđustu orđ danska "sérfrćđingsins" gefa jafnvel ástćđu til ađ silfriđ hafi veriđ bađađ í SILVO-fćgilegi - eđa kannski var ţađ Goddard? Hvernig skýra menn annars gljáann og varđveisluna - nema ţá međ efnagreiningu á jarđveginum?
Ég hef áđur greint frá ţví hvernig Helgi og Lilja greindu rangt frá rannsóknarferlinu í skýrslu sinni sem var gerđ opinber í júni 1995 (sjá hér).
Meira um Silfurmáliđ síđar, ţví er ekki lokiđ.
Forngripir | Breytt 18.7.2020 kl. 10:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)