Fćrsluflokkur: Íslenskir nasistar
SS-Úlfur í gćruúlpu
7.3.2021 | 17:40
Ţessi langa grein er örugglega eftir ađ valda smá skjálfta hér og ţar, ţótt vart valdi hún túristagosi án virđisaukaskatts.
Hún gćti miklu frekar komiđ af stađ óţćgilegu iđragasi hjá ţeim sem töldu sig ţekkja sögu mannsins sem hér verđur ritađ um. Ég er nokkuđ hrćddur um ađ samferđamenn hans, sem enn eru á međal okkar, hafi ekki ţekkt hann eins vel og ţeir héldu, svo ţađ sé alveg ljóst hér frá upphafi.
Mađurinn sem ég skrifa um er SS-mađurinn sem starir á ykkur hér fyrir ofan. Eg er reyndar búinn ađ "djúpfćgja" myndina örlítiđ. Ţiđ sjáiđ engin nasistamerki á myndinni. Ţví er um ađ gera ađ leggja ţađ á sig ađ lesa. Ţví upphaflega ljósmyndin er birt neđar.
Hann var einn af ţessum íslensku nasistum (en ţessi fékk ríkisborgararétt á 7. áratugnum) sem ég skrifa af og til um. Ţetta er "söguhetjan". Hann var nasisti í 1. deild. En á Íslandi var hann ađeins ţekktur ţekktur sem óđamála garđyrkjumađur.
Helvíti lék hann nú vel á okkur elskurnar mínar. Hann sló Mikson viđ!
SS-mađur í Hinu Íslenska Fornleifafélagi
Einhverjir muna líklegast eftir öldnum, hávöxnum manni, Úlfi Friđrikssyni, sem kom á ársfundi hins íslenska fornleifafélags á 10 áratug síđustu aldar. Ţá hafđi ég tök á ţví ađ sćkja fundi í ţví félagi og hafđi aldrei gert síđan ađ ég hafđi gerst félagi á barnsaldri og heldur ekki eftir ţann tíma.
Úlfur ţessi sýndi gífurleg taugaveiklunareinkenni og horfđi sjaldan beint í augun á fólki ţegar hann talađi viđ ţađ. Ef menn töluđu ekki viđ manninn, vissu fáir ađ hann var mađur af erlendu bergi brotinn. En hann gekk eftir veggjum og komst ekki í samband viđ fólk ađ fyrra bragđi. Ég vissi ţó ađ hann var útlendingur löngu áđur en ég uppgötvađi ađ hann vćri í sama félagi og ég. Ég hafđi heyrt hann tala viđ annan karl í strćtisvagni á menntaskólaárum mínum. Íslenska ţessa nýbúa var óhemju bjöguđ. Hann var ávallt óđamála og nćstum óskiljanlegur.
Nóg um ţađ. Ég gluggađi einu sinni í bók sem hann skrifađi og sem bar heitiđ Fundiđ og gefiđ sundurlausir ţankar á leiđum milli leiđa í kirkjugarđinum viđ Suđurgötu. Bók ţessi kom út áriđ 1988 og er ekki alls vitlaus. Ţegar ég gluggađi í bókina, furđađi ţađ mig, ađ mađur sem gerđi sig vart skiljanlegan á íslensku, gćti skrifađ bók á okkar falleg en tormelta tungumáli. Hann hefur ugglaust fengiđ til ţess dágóđa hjálp.
Ţar las ég ţađ sem hann upplýsti um sjálfan sig sem fékk mig til ađ glenna upp augun:
Ég fćddist sem Wolf von Seefeld í Kúrlandi. Meirihluti íbúa ţessa lands, ţá kallađir Kúrar, voru síđar Lettar. Ţó voru einnig Kúrlendingar af öđru ţjóđerni. Ég tilheyrđi minnihluta af ţýsku bergi til margra alda. Ţar gekk ég í skóla, nam sögu og fornleifafrćđi og síđar í Ţýskalandi uns ađstađan breyttist ađ stríđi loknu. Baltnesku lýđveldin ţrjú voru innlimuđ í Sovétríkin. Ţá fluttust margir Lettlendingar, sér í lagi af ţýsku ţjóđerni, til Ţýskalands og víđar.
Ađalsmađur
Wolf von Seefeld fćddist áriđ 1912 inn í gamla ćtt ţýsks landađal í Degole, bć sem herrafólkiđ í Lettlandi (Ţjóđverjarnir) kallađi Degahlen. Ćttmenn hans og forfeđur báru barónatitla og notađi Wolf ţann titil á 4. og 5. áratug síđustu aldar í Ţýskalandi.
Mér ţótti ţessi karl afar grunsamlegur og sagan hans ótrúleg og hef í langan tíma safnađ upplýsingum um hann. Ég sendi eitt sinni nafn hans til Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem, sem ég hef unniđ fyrir í ýmsum minni verkefnum. Wolf von Seefeld var ţó ekki ţar á skrá og ţví líklega ekki eftirlýstur fyrir stríđsglćpi.
Ég heyrđi eitt sinn frá íslenskum sagnfrćđingi, sem taldi Úlf ţennan hafa starfađ í fangabúđum nasista. Ţađ hefur hann ţó aldrei getađ undirbyggt.
Bjó á Íslandi í 54 ár og varđ 97 ára
Áriđ 2009 sé ég minningargreinar um Úlf í Morgunblađinu. Hann var dáinn ţessi Úlfur Friđriksson í Fornleifafélaginu, ekki meira né minna en 97 ára ađ aldri. Hann andađist á Hrafnistu í Reykjavík 19. september, ţađ ár.
Í lofgreinum um líf manns, sem fólk virtist ekkert ţekkja - eđa taldi sig ţekka ađ siđ Íslendinga, frćddist mađur um ţađ sem Úlfur Friđriksson hafđi sagt samferđarfólki sínu í Íslandi. Ári áđur sagđi hann starfsmanni Hrafnistu í Reykjavík, ţar sem hann bjó síđustu tvö ár ćvi sinnar, ćvipunkta sína. Ţegar ég sá ţađ, gerđi ég mér grein fyrri ţví ađ ekki var allt međ felldu međ Úlf hinn óđamála frá Kúrlandi.
Ţetta var skrifađ um Úlf í Hrafnistubréfi:
Sagnfrćđingur í garđyrkjunámi
Úlfur er menntađur mađur en hann fór í menntaskóla í Ríga í Lettlandi áriđ 1930 og lćrđi ţar grísku og latínu. Ađ loknu framhaldsskólanámi fór ég í lettneska herinn í eitt ár og fór ţá ađ lćra sagnfrćđi viđ háskóla í Ríga, segir Úlfur en hann er sagnfrćđingur. Svo ţegar ég kom til Ţýskalands fékk ég enga vinnu viđ sagnfrćđina svo ég ákvađ ađ fara til Hannover og lćra ţar garđyrkju, segir hann en hann lauk ţví námi á tveimur árum. Ađ loknu garđyrkjunáminu flutti ég til Englands ...
Úr Hrafnistubréfi 1. tbl., 35. árg. maí 2008
Hér um daginn fékk ég svo fyrirspurn frá bókmenntafrćđingi og vini í Litháen, sem er ađ skrifa grein um fyrstu Litháana sem bjuggu á Íslandi, ţar sem hún vitnar í mig en - en ég hafđi vitnađ í merka grein eftir hana í tímariti í Litháen. Ţá var mér aftur hugsađ til Úlfs, Wolf von Seefeld, sem var frá nćsta bć, ef svo má segja, og ákvađ ađ skrifa ţessa grein nú, enda hef ég átt ýmislegt efni um í ţó nokkurn tíma um Úlfinn.
Wolf von Seefeld lengst til vinstri međ félögum sínum í lettneska hernum á 4. áratug síđustu aldar.
Úlfur laug ađ Íslendingum til ađ hylma yfir frekar svarta fortíđ sína
Úlfur Friđriksson var eins og fyrr getur af barónaćttum, af ćtt ţýsks landađals á Kúrlandi sem settist ţar ađ á 16. öld. Hann notađi barónstitilinn óspart sér til framdráttar, er hann dvaldi í Ţýskalandi Hitlers.
En úlfurinn var slćgur og fór frekar hratt yfir sögu ţegar hann sagđi grandvaralausum Íslendingum sögu sína sem sögu fórnarlambs og "flóttamanns", t.d. ţeim sem ritađi um hann í Hrafnistubréfi áriđ 2008.
Yfirlýsingin um ađ hann hafi ekki fengiđ vinnu í ţýskalandi er hann hrökklađist frá Lettlandi á ekki viđ nein rök ađ styđjast.
Í Ţýskalandi stundađi Úlfur háskólanám og var framarlega í starfi nasista viđ ţann háskóla á 4. áratugnum. Kannski hefur hann hitt Davíđ Ólafsson sem síđar varđ seđlabankastjóri, og ţađ án prófskírteinis í hagfrćđi eđa skyldum frćđum. En Davíđ var ađ eigin sögn í Kiel.
Fornleifafrćđingur
Úlfur stundađi nám í germönskum frćđum og fornleifafrćđi viđ háskólann í Kiel.
Einn prófessora hans var SS-Übercharführer (SS-Forschungsführer) Herbert Jahnkuhn fornleifafrćđingur.
Jankuhn sem var sannfćrđur nasisti sem međ öllum ráđum otađi sínum tota í innsta hring Ţriđja ríkisins. Hann varđ fljótt innsti koppur í búri hjá Alfred Rosenberg og Heinrich Himmler í samtökunum Ahnenerbe sem var stofnun stofnun innan SS.
ţar sem hann bar titilinn Reichsarchäeologe í deild sem kölluđ var Ausgrabungen. Hann skipulagđi fornleifarannsóknir til ađ sýna fram á forna búsetu "Germana" á ýmsum stöđum sem Ţriđja ríkiđ vildi ná yfirráđum yfir til ađ auka Lebensraum Germanans, mátt og megin, og um leiđ og "óćskilegu fólki" sem á vegi ţeirra varđ var rutt úr vegi eđa ţví útrýmt.
Til ađ setja stofnun ţessa í samhengi viđ Íslandi, fyrirhugađi hún, eins og kunnugt er, leiđangra til Íslands og sendi til landsins ýmsa furđufugla til frćđistarfa sem var ţó ekkert annađ en kukl og hindurvitni.
Gunnar Gunnarsson rithöfundur starfađi fyrir ţetta apparat og fór í fyrirlestraferđ um Ţýskaland á vegum Ahnenerbe, eins og lesa má hér ítarlega um á dálkinum til vinstri. Guđmundur Kamban gerđist Kalkúnasérfrćđingur félagsins (sjá hér). Ţađ er saga sem sumir á Íslandi vilja ekki heyra, sjá né lesa.
Á vegum Ahnenerbe-stofnunarinnar rannsakađi Wolf von Seefeld ásamt Hans Schleif leifar miđaldavirkis úr timbri ţar sem heitir Stary Dziergon í nyrsta hluta Póllands nútímans. Hugmyndafrćđingar dellunnar hjá Ahnenerbe kölluđu stađinn Alt Christburg og töldu stađinn höfuđvígi Germanskrar búsetu á síđari hluta járnaldar og á miđöldum.
Úlfur og Hans Schleif viđ myndatökur á leirkerum
Úlfur var rétt upp úr 1940 kominn međ ómerkilegt ţýskt SS-doktorspróf upp á vasann. Áriđ 1940 fékk hann stöđu safnvarđar í Posener Museum í Posen (vestur-Prússland), hérađ sem ţeir höfđu tekiđ aftur af Póllandi sem fékk ţađ áriđ 1919.
Skömmu síđar tók hann tímabundiđ viđ viđ starfi Jahnkuhns i Kiel, í lektorsstöđu. Ţar starfađi hann ađeins í nokkra mánuđi. Herbert Jahnkuhn hafđi ţá orđiđ of mikiđ ađ gera til ađ gegna skyldum sínum í Kiel. Hann var ţó um tíma orđinn háskólaforseti (rektor) í Kiel og gegndi líka skyldum hjá Ahnenerbe í Berlín, beint undir Heinrich Himmler.
Frćđilegt rán og rupl í skjóli ţjóđarmorđa
Áriđ 1942 stofnađi SS Ahnenerbe nýja deild: Sonderkommando Jankuhn sem starfa átti undir Division Wiking i Waffen-SS. Hlutverk ţessa "fornleifafrćđingateymis2 Jankuhns var at fara til Krím og tćma ţar söfn og fćra ránsfenginn til Berlínar. Tilgangurinn međ ruplinu var, fyrir utan ađ svala ţjófseđlinu sem nasistar voru allir haldnir, ađ sanka ađ sér sönnunargögnum um uppruna Gotanna á Krím og ţar međ yfirráđarétt Ţjóđverja allt suđaustur til Svartahafs.
Jankuhn tók dyggan samstarfsmann sinn Wolf von Seefeld (Úlf Friđriksson), sem og dr. Karl Kersten.
Ţann 1 ágúst 1942 meldar Dr. Herbert Jankuhn og Baron Wolf von Seefeld komu sína sína í Staroberheve í Donetsk (Úkraínu nútímans), ţar sem ađalstöđvar Division Wiking á Krím var stađsett. Hann átti ţar erindi viđ yfirmann ţar sem hét Steiner. Steiner ţessi átti ađ hjálpa til viđ ađ finna fornleifafrćđilegar sannanir fyrir tilvist gotnesk veldis viđ Svartahaf. Svo vildi til ađ Steiner var ekki til stađar í bćkistöđvum ţar sem hann hafđi ţurft ađ fara fram á víglínuna til ađ líta til manna sinna ţar.
Jankuhn og međreiđarsveinar hans dvelja í höfuđstöđvunum í nokkra daga og vingast Jankuhn viđ félaga í Einsaztskommando 11b undir Einsatzgruppe D9, sem var var herdeild sem um tíma varđ frćgust fyrir ađ ferđast um međ vörubíl međ gasklefa á pallinum .... sem notađur var til "sérstakra ađgerđa", ţ.e. er morđa á gyđingum. Foringinn í Einsatzgruppe D, Werner Braune, fékk áhuga á leiđangri Jankuhns og gefur honum ráđleggingar um hvađa söfn hann megi búast viđ upplýsingar sem gćtu veriđ áhugaverđar.
Herbert Jankuhn á yngri árum
7. ágúst 1942 hittast Steiner og Jankuhn loks. Steiner, sem var á kafi í stríđsrekstri, hefur lítinn skilning á erindi Jahnkuhns og félaga, en fćst ţó loks til ađ greiđa götu ţeirra. Jahnkun og ađstođarmenn hans tveir, allir í SS-herbúningi slást í för međ Steiner til Maikop ţann 26. ágúst. Í ţeirri för taka SS-Wiking deildin sem ţarna var ekki fanga heldur skjóta alla á stađnum sem "grunađa hermdarverkamenn".
Á međan Einzatskommando 11 smalar saman gyđingum bćjarins Maikop til aftöku, leyfir Dr. Karl Rudolf Werner Braune, ofursti í Division Wiking á Krím (sem var hengdur í Vestur-Ţýskalandi 1951, fyrir glćpi sína, m.a. Noregi), Jahnkuhn og Úlfi og Karli Kersten ađ rćna meintum gotneskum forminjum sem var pakkađ og ţćr sendar heim í heim til Reich.
Ţví sem ruplađ var voru forngripir ćttađir frá Grikklandi og sem í dag, sem og gripir sem hćgt hćgt er ađ tengja Skýţum, sem var austuríranskur og "arískur" hirđingjaćttbálkur ađ ţví helst er taliđ. Í dag vitum viđ, ađ ekkert af ţví sem stoliđ var ađ Ţjóđverjum tengdist Gotum.
Skírteini félaga í SS-Ahnenerbe.
Herbert Jankuhn starfađi áfram 1943-45 sem höfuđsmađur viđ njósnastörf í Sicherheitsdiens (SD) í Division Wiking frá 1943-45. Jankuhn tók áriđ 1944 ţátt í hernađi Wehrmachts og Waffen-SS viđ ađ brjóta niđur andspyrnu Pólverja í hinni stríđshrjáđu borg. Ţađ var glćsileg andspyrna eftir ađ andspyrna örfárra gyđing í sem faliđ höfđu sig í rústum gettósins í borginn hafđi veriđ brotbariđ niđur međ miklum erfiđismunum. Fyrir framgöngu sína eftir stríđ var Herbert Jankuhn verđlaunađur međ Járnkrossinum.
Allt fram til desember 1944 var ţessi frćđilega siđlausa skepna fullviss um endanlegan sigur Ţjóđverja. Ţess má geta ađ Jankuhn mćtti einnig međ stórar armteygjur í Osló fyrr áriđ 1944. Norđmenn gleymdu ţví ekki eftir stríđ og ţar var hann aldrei velkominn aftur í Noregi - Hatten af for Norge!!
Ahnenerbe hafđi óhemju áhuga á Íslandi. Hér prýđir Valţjófsstađarhurđin forsíđu á riti ţeirra Germanien.
Garđyrkjumađur var hann ekki
Söguhetjan í ţessari frásögn, Wolf von Seefeld, fór vitanlega ekki í garđyrkjunám, líkt og hann taldi grandvaralausum og auđtrúa Íslendingum trú um. Hann var hugsanlega sendur á vígstöđvarnar og var skráđur sem "Frontkämpfer". Á síđustu árum stríđsins eru heimildir um hann afar gloppóttar. Hugsanlega hefur hann veriđ fylgifiskur og skósveinn prófessors síns, Jankuhns í Varsjá.
Eftir stríđiđ var Wolf von Seefeld fangi í fangabúđum Bandamanna fram til 1948. Ţađan fór hann til Kanada og dvaldi ţar í mörg ár. Hafa Kanadamenn ađ öllum líkindum ekki veitt honum ríkisborgararétt. Hann mun síđar hafa fariđ til Englands og sagđi ţá sögu ađ hann hefđi hitt Íslending í París, sem útvegađi honum vinnu á Íslandi. Ţar vann hann ýmis störf m.a. viđ garđyrkju í Biskupstungum, í Eyjafirđi, í Hveragerđi og síđan í Kirkjugörđum Reykjavíkur, lengst ađ í kirkjugarđinum viđ Suđurgötu, sem hann skrifađi síđar um. Sumariđ 1965 saltađi Úlfur fisk í Grímsey og sama ár hlaut hann íslenskan ríkisborgararétt. Enginn vissi ađ hann hafđi fariđ gegnum líkhrúgurnar til ađ rćna fornminjum á Krím.
Í Hveragerđi vann Wolf von Seefeld hjá Gunnari Björnssyni í Álfafelli, efst í bćnum. Hjá Gunnari unnu margir útlendingar og reyndar fleiri gyđingar en nasistar. Sćmundur Bjarnason, sem er međ áhugaverđari bloggarum landsins, vegna stíls og innihalds, minntist lettneska barónsins á bloggi sínu 14.11.2012:
Ţann 1. september 1958 vann ég í Álfafelli hjá Gunnari Björnssyni og hef veriđ 15 ára gamall ţá. Ástćđan fyrir ţví ađ ég man ţetta svona vel er ađ ţennan dag var íslenska fiskveiđilögsagan fćrđ út í 12 mílur, ef ég man rétt. Ţann dag var starf mitt m.a. ađ ţvo skyggingu af rúđunum í blokkinni sem var áföst vinnuskúrnum. Í Álfafelli vann konan hans Eyjólfs hennar Svanborgar. Hún var ţýsk og oftast kölluđ Eyfa mín. Af öđrum sem unnu hjá Gunnari um ţetta leyti man ég best eftir Hansi Gústafssyni og Lettneska baróninum. Hann var nú víst bara af barónsćttum og talađi svolitla íslensku. Einhverntíma var ég ađ tala um barónstitilinn viđ hann og hann gerđi heldur lítiđ úr honum og sagđi ađ íslendingar vćru allir af barónsćttum. Ţetta datt mér í hug ţegar ég las um ćttrakningu the King of SÍS.
Já, svo gekk ţessi SS-doktor í Félag Íslenskra fornleifafrćđinga, sem enn hefur ekki veitt honum neinn heiđur sem öđrum íslenska ríkisborgaranum međ doktorspróf í einhvers konar fornleifafrćđi. Líklega engin ţörf á ţví.
Óhugnanlega nálćgđ sögunnar
Fyrir utan ađ vera um tíma í sama félagi og SS-fornleifarćninginn Wolf von Seefeld, sem ég vona ađ mér sé fyrirgefiđ, hef ég upplifađ ađ ţurfa ađ vera viđstaddur fyrirlestur fyrrverandi yfirfornleifafrćđingsins SS, Herberts Jankuhns. Ţađ var snemma á árum mínum á Miđaldafornleifafrćđideild Háskólans í Árósum, líklega 1981 eđa 1982.
Ţá var Herbert Jahnkuhn kominn á eftirlaun sem prófessor viđ háskólann í Göttingen, ţar sem hann hafđi síđast fengiđ embćtti. Hann fékk áriđ 1949 einhverja falsađi uppreistarćru frá Bonn, og sumir fóru ađ trúa ţví ađ hann hefđi ekki veriđ félagi í SS eđa nasistaflokknum, líkt og hann hélt fram. Allt slíkt hefur í dag veriđ afsannađ. Jahnkuhn var ófyrirleitinn atvinnunasisti.
Einhverjir prófessorar og safnverđir á Moesgaard í Árósum, ţar sem deild mín hafđi til húsa á gömlum herragarđi, tóku upp á ţví ađ bjóđa gamla prófessornum í Göttingen til ađ heyra sögu Haithabu-rannsóknanna sem fyrst fóru fram á vegum Ahnenerbe. Sumir fornleifafrćđingar í Danmörku héldu vart vatni fyrir fyrirbćrinu.
Fyrirlesturinn var svokallađur miđvikudagsfyrirlestur, onsdagsseminar, sem stúdentar áttu og urđu jafnvel ađ mćta á.Í byrjun annar fengu viđ blágrćnan seđil međ yfirliti yfir fyrirlestrana. Eitt sin komst ég á blágrćna seđilinn.
Ég gerđi eins og mér var sagt, af gömlum prófessor mínum, Olaf Olsen, sem var af gyđingaćttum. Seinna kom ţví miđur í ljós ađ hann hafđi sjálfur á unga aldri stundađ einhvers konar njósnir fyrir Rússa (sjá hér).
Ţađ sem ég man helst eftir úr ţessum fyrirlestri Jankuhns, sem var leiđinlegur, var forláta skyggnusýningartćki sem gamli nasistinn kom međ sér og sem ađstođarmađur hans bar inn. Ţetta var sýningartćki fyrir 6x6 sm skyggnur ólíkt ţeim forngripum sem notast var viđ á deildinni ţangađ til Powerpoint kom til sögunnar.
Jankuhn kom lítiđ inn á starfsár sín hjá Ahnenerbe, en sýndi hins vegar skyggnur frá ţví eftir stríđ, ţar sem hann notađi fanga til ađ grafa fyrir sig, međan hann stóđ upp á bakka og benti. Mađur sá fangaverđi gráa fyrir járnum á grafarbakkanum.
En hin alţekkta ţýska Technik mit Komfort kemur ekki alltaf međ stormsveipsgljáa eins og ţýskar ţvottaefnisauglýsingar eru svo vel ţekktar fyrir. Tćki Jankuhns var splunkunýtt af fćribandi ţýska efnahagsundursins, en fyrsti hálftíminn fór í ađ koma helvítis tćkinu í lag. Mig minnir ađ peran í tćkinu vćri sprungin en hún fékkst ađ lokum hjá ljósmyndara safnsins. Ţessi total unperfekte byrjun var hugsanlega ástćđan til ţess ađ ekki mátti spyrja SS-prófessorinn spurninga eftir fyrirlesturinn. Hann flýtti sér í burtu ... og dó svo 10 árum síđar.
Á ţessum árum var sannleikurinn um hann farinn ađ koma fram, og síđan hefur veriđ grafiđ duglega í skjöl utan Ţýskalands af yngri kynslóđ sem ţorir, ţannig ađ allir viti, ef ţeir vilja ţađ, ađ Herbert Jahnkuhn var skítmenni af fyrstu gráđu, sem ţjónađi dauđanum en ekki frćđunum. Međ honum starfađi Barón Wolf von Seefeld, óđamála undirmađur, sem síđar gerđist garđyrkjumađur í kirkjugörđum Reykjavíkur undir sérstakri vernd Íslendinga.
Jú, vissulega eru örlög mannanna misjöfn. En af hverju var Wolf van Seefeld á Íslandi? Hvađa Íslendingur var ţađ sem hann hitti í París? Var hann ađ fela sig, eđa í leit ađ germönskum hreinleika? Ţađ síđarnefnda fann hann örugglega ekki í Mörlandanum. Svo mikiđ er víst.
Ýmsar frćđigreinar sem notađar voru viđ ritun greinarinnar:
Sérstakar ţakkir:
Ţess má geta ađ einn höfundanna sem hér hefur veriđ vitnađ í , Seweryn Szczepanski, og sem myndin af Úlfi í SS-klćđum er fengin ađ láni hjá, fann upplýsingar um Fornleifaúlfinn á Íslandi, međ ţví ađ googla nafn hans. Hann fann ţađ í minningargrein í Morgunblađinu og ţýddi hana međ Google-translate.
Gamlir nasistar reiknuđu aldrei međ veraldarvefnum. Sjá grein Szczepanskis frá 2011. Hann skrifađi enn eina grein áriđ 2018. sem má lesa hér.
Angrick, Andrej, 2003. Besatzungspolitik und Massenmord. Die Einsatzgruppe D in der südlichen Sowjetunion 1941-1943. Hamburger Edition, Hamburg 2003, 581-582.
Eickhoff, M. & Halle, U. 2007. Anstelle einer Rezension Anmerkungen zum veröffentlichten Bildüber Herbert Jankuhn. Etnographisch-Archäologi-sche Zeitschrift48:1. Berlin. Heuss, A., 2000.
Jankuhn, Herbert 1942. Bericht über die Tatigkeit des Sonderkimmandos Jankuhn bei der SS-Division Wiking, für die Zeit vom 20. Juli bis 1 Dezembeer.
Kaczmarek J. 1996. Organizacja badań iochrony zabytków archeologicznych w Poznaniu (17201958). Poznań 1996
Kater H. M., 2006 Das Ahnenerbe der SS 19351945. Ein Beitrag zum Kulturpolitik des Dritten Reiches. München.
Leube, Achim 2008. Wolf von Seefeld ein Menschenschicksal in nationalsozialistischer Zeit der Jahre 19361945. Terra Barbarica [Series Gemina, Tomus 2, Studia ofiarownane Magdalenie Maczynskiej W. 65. cocnice urodizin]. Lodz.
Mehner, Kurt 1995. Die Waffen-SS und Polizei 1939-45, Norderstedt, Militair Verlang, 191.
Pringle, Heather 2007. The Master Plan: Himmlers Scholars & The Holocaust, Hachette Books,
Schreiber Pedersen, Lars 2011. Nationalsocialisten Herbert Jankuhn. Fornvännen 2011 (106):3, 245-249.
Szczepanski, Seweryn 2009. Archaeology in the Service of the Nazis: Hitler´s Propaganda and the Excavations at the Hillfort Site in Stary Gziergon (Alt Christburg), Lietuvos Archaeologija 2009, T. 35, 8394.
Idem 2011. Archeologia w sluzbie nazistów czyli rzecz o dzialalnosci Wydzialu Wykopalisk SS -Ahnenerbe na stanowiskach w Starym Dzierzgoniu i Starym Miescie
(1935-1937). z dziejów badan archeologicznych na pomorzu wschodnim 24-25.XI.2011
Muzeum Archeologiczne w Gdansku, 224-246.
Vollertsen, Nils 1989. Herbert Jankuhn, Hedeby-forskningen og det tyske samfund 1934-1976. Fortid Og Nutid, 1, 235-251.
Ljósmynd úr Hrafnistubréfi 2008, Ljósmyndari ókunnur.
Íslenskir nasistar | Breytt 16.10.2022 kl. 15:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenski nasistinn sem ferđađist gegnum Síberíu - í huganum
16.2.2021 | 12:54
Hér um daginn, 11. febrúar 2021, birtist áhugaverđ grein, en heldur stutt, í Morgunblađinu. Ţar var endursagt viđtal viđ Jóns Frímann Sigvaldason fyrrv. bílasmiđ í Garđabć.
Áriđ 1979 hitti Jón, sem fćddur er 1929, af algjörri tilviljun, íslenska nasistann og Kínakaupmanninn Gunnar Guđmundsson (1917-2010) á hóteli í Guangzhou (Kanton).
Í Morgunblađsgreininni, sem Stefán Gunnar Sveinsson blađamađur ritar, segir Jón frá minningu sinni af fundi sem hann átti međ Gunnari á hótelherbergi í Kanton, ţar sem Gunnar vildi ólmur segja Jóni sögu sína.
Saga Gunnars er mjög flókin, og ekki allt ţađ sem ritađ hefur veriđ um Gunnar Guđmundsson alveg nógu nákvćmt. Hér skal bćtt úr skák, svo grein í Mogga verđi ekki međ tímanum ađ sannleiksheimild um íslenska nasistann Gunnar Guđmundsson.
Ţađ var ófrávíkjanlegur siđur Gunnars Guđmundssonar ađ segja ósatt til um nćr allt í fortíđ sinni í ţýskri ţjónustu. Ţess vegna er lítiđ hćgt ađ fara í saumana á ţeirri sögu sem hann sagđi Jóni, ţví ţađ sem sagt hefur veriđ um Gunnar í bókum er líka meira eđa minna rangt eđa logiđ.
Sú bók sem blađamađur Morgunblađsins vitnar í, Berlínarblús, er ţví marki brennd ađ höfundurinn hefur haft takmarkađan ađgang ađ heimildum. Í ţví sem skrifađ hefur veriđ um íslenska nasista vantar mikiđ af upplýsingum um Gunnar Guđmundsson í Danmörku. Í Ríkisskjalasafninu (Rigsarkivet) í Kaumpannahöfn skođađi Ásgeir Guđmundsson sagnfrćđingur, höfundur Berlínarblús, ađeins skýrslu danska Dómsmálaráđuneytisins nr. 1111 um Íslendinga sem unnu í ţjónustu Ţjóđverja í stríđinu, skýrslu sem mun einnig hafa veriđ send til Íslands.
Ljóst er sömuleiđis, ađ Gunnar Guđmundsson laug grimmt ađ fólki. Ţađ var nánast alltaf siđur manna sem ótilneyddir gengu til liđs viđ ógnarríki Hitlers og frömdu ţar jafnvel glćpi. Gunnar Guđmundsson var ekki einn um ađ ljúga.
Oft voru ţeir sem gengu í Waffen-SS ekki bestu börn heimsins, ţjófar og loddarar, og ţađ er engin ástćđa til ađ fegra eđa mćra minningu ţeirra, en ţessir óhamingjumenn, og ekki síst ţađ ţjóđfélags sem ól ţá, eiga ţađ ţó skiliđ ađ rétt sé sagt frá, og ţađ gerđi hinn vel minnugi Jón Kr. Sigvaldason er hann tók nýlega á móti blađamanni Morgunblađsins á heimili sínu og sagđi frá ţví er hann hitti Gunnar Guđmundsson í Kína fyrir tilviljun.
Ég talađi einnig viđ Gunnar Guđmundsson
Sjálfur hringdi ég í Gunnar Guđmundsson áriđ 2001, ţegar ég vann á Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier.
Međ hásri en jafnframt djúpri rödd reykingamannsins lét gamli nasistinn móđan mása, en mest af ţví sem hann sagđi mér var helber lygi. Međan ađ ég talađi viđ hann, sat ég međ gögn um hann fyrir framan mig, m.a. dóma frá Danmörku og skjöl frá Englandi, ţar sem breska leyniţjónustan tók saman ţađ sem ţeir fengu af upplýsingum um Gunnar, frá íslenskum njósnurum sem fangađir höfđu veriđ á Íslandi. Ég vissi ţví ađ vart eitt aukatekiđ orđ af ţví sem Gunnar Guđmundsson sagđi mér var sannleikanum samkvćmt.
Lítilfjörleg gögn um Gunnar Guđmundsson hjá Bresku leyniţjónustum MI5 og MI6 hef ég lengi haft undir höndum og virđist blađamađur Morgunblađsins hafa komist yfir ţau skjöl, enda ţau nú ađgengileg öllum. Ţau eru frekar lítils virđi og eru fyrst og fremst, hvađ Gunnar varđar - samantekt annarra og ţriđju handa upplýsinga um Gunnar sem fengnar voru hjá Íslendingum sem handteknir voru fyrir njósnir á stríđsárunum. Ekki virđast Bretar hafa náđ ađ yfirheyra Guđmund er hann var handsamađur í Kaupmannahöfn áriđ 1945.
* Ljósmyndin ofar er úr vegabréfi Gunnars (sjá efsts) sem gefiđ var út í íslenska sendiráđinu í Kaupmannahöfn ţar ţann 9. júní 1944. Ţá var Gunnar nýgenginn í SS.
Ţegar Gunnar Guđmundsson gerđist geđveikur
Nei, ţađ er engin ástćđa ađ fetta fingur út í minni Jóns Fr. Sigvaldasonar, sem blađamađur Morgunblađsins heimsótti. En í Kanton sagđi Gunnar honum auđvitađ ekki allan sannleikann um sig, frekar en mér 20 árum síđar í Kaupmannahöfn.
Gunnar Guđmundsson sagđi ekki Jóni Fr. Sigvaldasyni frá ţví ađ hann gerđist skyndilega geđveikur í Kaupmannahöfn áriđ 1944. Mjög umdeildur danskur geđlćknir, sem taldi hann í fyrstu sýna einkenni geđsjúkdóms, komst síđar ađ ţeirri niđurstöđu ađ allur krankleikinn vćri leikur, uppgerđ og uppspuni.
Fréttir af geđveiki Gunnars kom meira ađ segja út í ólöglega pressu Dana. Í fjölrituđu, leynilegu dreifibréfi kommúnista, sem var forveri danska dagblađsins Information mátti svo lesa ţetta :
/4.Novmeber1944.INFORMATION Nr.325.I.NORDISK NYHEDSTJENESTE Nr.29
Fredag Eftermiddag blev SS-Mand Gunnar Gudmundson, der gjorde Tjeneste i Vestre Fćngsel, pludselig sindssyg, mens han opholdt sig paa Domhuset. Han blev indlagt paa Kommunehospitalets 6. Afdeling. Om det drejer sig om en organisk Sindssygdom eller om det er hans Oplevelser i Vestre Fćngsel, der har řdelagt hans Nerver, vides selvfřlgelig ikke, men det sidste maa anses for sandsynligt.
Ţetta var reyndar ekki alveg rétt hjá leyniţjónustu andspyrnudeildar vinstrimanna í Danmörku. Gunnar hafđi tekiđ ćđiskast í ölćđi og var handsamađur Huspetakler. Hann var tekinn fastur ţví hann var talinn hćttulegur og hafđi skotvopn undir höndum. Hann var fangelsađur í Vestre Fćngsel en var aldrei fangavörđur ţar. Síđar var hann fluttur á spítala. Rétt er hins vegar ađ hann var orđinn međlimur í SS á ţessu stigi.
Áđur en Gunnar Guđmundsson gekk til liđs viđ Waffen-SS ţann 6. júni 1944, hafđi hann veriđ liđsmađur Wehrmacht (ţýska hersins) í Danmörku og unniđ um tíma hjá Das Wachtkorps, á Station I (Höfuđbyggingu dönsku lögreglunnar í Kaupmanna. Í SS náđi hann aldrei nema lćgstu "tign", Schütze.
Einnig var haldiđ ađ hann hefđi starfađ hluta úr árunum 1942 og 1943 á Stelle Boysen sem stundađi viđskiptanjósnir und stjórn Bruno Boysen. Boysen var ţjóđverji sem alist hafđi upp í Vojens í Danmörku. Wehrmachtstelle Boysen var á Friđriksbergi og dulbúiđ sem inn- og útflutningsfyrirtćki. Aldrei var ţó hćgt ađ sanna ađ Gunnar Gunnarsson vćri sá "Gudmundsson" sem var ađ finna á lista yfir starfsmenn Stelle Boysen
Gunnar sem njósnari Ţjóđverja
Njósnastarfsemi Gunnars fyrir ferđina á Esju frá Petsamó í Finnlandi til Íslands frá Finnlandi í 1940 er heldur ekki hćgt ađ stađfesta.
Gunnar hélt utan áriđ 1937, var munstrađur á skip, en gekk í land í Kaupmannahöfn í byrjun 1938.
Upplýsingar um meintar njósnir Gunnars eftir ađ hann sneri aftur til Íslands koma frá íslenskum njósnurum sem komust í kynni Max Andreas Pelving (1895-1999), fyrrverandi danskan lögreglumann. Pelving hafđi hrjáđ gyđinga og ađra flóttamenn, ţegar hann starfađi viđ útlendingalögreglu (Fremmedpolitiet/Tilsynet med Uldćndinge) undir Dönsku Ríkislögreglunni (Statspolitiet - síđar Rigspolitiet). Pelving ţessi var áriđ 1939 ásamt öđrum dćmdur í fangelsi fyrir njósnir í ţjónustu erlends ríkis, nánar tiltekiđ fyrir Gestapo, sem og fyrir ađ hafa útvegađ ţjóđverjum upplýsingar um flóttamenn undan nasismanum sem höfđu fengiđ dvalarleyfi í Danmörku.
Pelving var síđar strax leystur úr haldi í apríl 1940, ţegar Ţjóđverjar réđust inn í Danmörku. Ljóst er ađ Gunnar ţekkti ekkert til Pelvings á tímabilin 1937 ţar til Ţjóđverjar réđust á Danmörku 9. apríl 1940, enda Pelving lengst af í fangelsi.
Íslenskir njósnarar nasista, sem gengu til liđs viđ njósnaapparat ţjóđverja í Danmörku, tengdu Gunnar viđ Pelving. Pelving hafđi samskipti viđ Gunnar eftir ađ hann kom aftur til Kaupmannahafnar áriđ 1941 og ađstođađi Pelving og ţýska njósnaútsendara í Kaupmannahöfn viđ ađ leita uppi Íslendinga sem ćtlun Ţjóđverja var ađ senda til Íslands til ađ njósna. Pelving ţótti góđur á Íslendingana ţví hann var drykkjuhrútur og ţađ voru margir Íslendinganna sem hann fékk á njósnatjansinn. Ađrir, ţýskur höfuđsmađur, sá um ađ heimsćkja íslenska stúdenta, sem einnig fengust sumir til ađ njósna, jafnvel sumir hálfólmir, og einn mađur vegna ţrýstings ţar sem kynhneigđ hans var notuđ gegn honum.
Samstarfsmađur Gunnars Guđmundssonar nasista, Max Pelving. Hann sćrđist illa ţegar danska andspyrnuhreyfingin sat fyrir honum í Kaupmannahöfn áriđ 1943. Hann var síđan falinn á Jótlandi, ţar sem hann var um tíma illrćmdur fangavörđur í búđum nasista ţar.
Ekkert í dönskum skjölum bendir til ţess ađ Pelving hafi starfađ međ Gunnari áriđ 1940-1941, eftir ađ Ţjóđverjar leystu hann úr fangelsinu ţar sem hann sat inni fyrir ađ njósna fyrir ţá - eđa fram fram til ţess tíma ađ Gunnar var međal 258 farţega á Esjunni í Petsamóförinni til Íslands í október 1940.
Hins vegar sagđi einn Íslensku njósnaranna sem handteknir voru af Bretum á Íslandi ađ Gunnar hefđi veriđ handgenginn dönskum njósnara sem hét "PELVIN". Engin vissa er ţó fyrir ţví ađ Gunnar Guđmundsson hafi veriđ sá njósnari sem haldiđ hefur veriđ fram ađ Bretar hafi fengu pata af ađ vćri međ Esjunni sem fór frá frá Petsamo 5. október 1940. Ţađ er ađeins óundirbyggđ ályktun íslensk sagnfrćđings, sem er ósönnuđ.
Gunnar Guđmundsson var ekki skráđur fyrir upplýsingum um íslensk málefni í njósnakerfi Ţjóđverja fyrr en hann kemur til Kaupmannahafnar 23. apríl 1941 eftir sína margslungnu ferđ frá Íslandi, yfir hálfan heiminn ađ ţví er hann á stundum reyndi ađ telja fólki trú um. Ţá fór hann um Hamborg, ţar sem hann upplýsti leyniţjónustu ţýska hersins um fjölda hermanna á Íslandi.
Hins vegar kom Íslendingur, annar en Gunnar, sem ćtlađ var ađ njósna, til Íslands međ Esjunni frá Petsamó.
Gunnar var lýst sem óreglumanni og hann dćmdur fyrir fjárdrátt
Eitt ađ ţví sem Gunnar sagđi ekki ţeim sem á hann vildu heyra, var ađ hann átti alla tíđ í vandamálum međ Bakkus. Bćđi sálfrćđingaskjöl frá 1944 og 1945 sem og vinir hans Íslenskir sem Bretar yfirheyrđu á á Íslandi lýstu honum sem drykkfelldum mjög. Einn félaga hans í Kaupmannahöfn, sem sendur var til Íslands til ađ njósna, lýsti honum 1941 sem mjóslegnum manni, gulleitum á húđ. Ţessa lýsingu gaf njósnarinn Hjalti Björnsson sem var fangi Breta:
BJORNSSON described GUDMUNDSSON as a noted sponger, often drunk and borrowing money whenever he can.
Bretar tóku svo saman eftirfarandi lýsingu á Gunnari eftir yfirheyrslur á vini hans sem handsamađur var fyrir njósnir.
Gunnar komst einnig í kast viđ lögin eftir ađ hann sneri aftur til Kaupmannahafnar. Ţann 8. desember 1942 var hann var dćmdur skilorđsbundnum fjögurra mánađa dómi fyrir fjárdrátt (og átta mánuđi ef skilorđ var brotiđ). Gunnar hafđi svikiđ Íslending, sem vann í dönsku ráđuneyti, í viđskiptum međ frímerki sem hann tók í umbođssölu. Gunnar stakk undan gróđa (400 kr.) ţótt samiđ hafi veriđ um 100 kr. greiđslu til Gunnar fyrir ađ miđla sölunni.
Nú eru kannski farnar ađ renna tvćr grímur á ţá sem hlustađ hafa á sögur Gunnars eđa trúađ jólabókum sem segja lausaralega og illa frá ćvintýrum hans.
Ferđin mikla frá Íslandi áriđ 1941
Í minningu Jóns Fr. Sigvaldasonar er ađ finna eina af mörgum ćvintýralegum gerđum frásagna Gunnars Guđmundssonar um ferđ Gunnars frá Íslandi til Danmerkur áriđ 1941, hálfu ári eftir ađ Gunnar kom til Íslands međ Esjunni frá Petsamó. Hann sagđi Jóni ađ hann hefđi fariđ međ skipi frá Íslandi til New York og ţađan til Sikileyjar, síđan upp gegnum Evrópu og til Kaupmannahafnar.
Önnur gerđ, sem Gunnar grobbađi sig af, var ađ hann hefđi fariđ frá New York til San Francisco og međ skipi til Japans, síđan gegnum gjörvöll Sovétríkin og ţađan komist til Kaupmannahafnar. Ţangađ kom hann, eins og fyrr segir í apríl 1941. Í Danmörku var Gunnar einnig tvísaga viđ yfirvöld er hann var yfirheyrđur eftir stríđ. Sagđi annars vegar frá ferđinni Ísland - New York, San Francisco, Japan - Spánn - og Danmörk, og hins vegar ferđ sem hljóđađi upp á Ísland - New York - Spánn - Danmörk. Hvađ er réttast af ţessu munum viđ seint vita, ţví vegabréf Gunnars frá ţessum tíma glatađist. Ţegar ég hlustađi á Gunnar fékk ég Sovétríkja-gerđina í hausinn, sem mér ţykir allraólíklegust. Ég reyndi ađ bora í hvađa borgir hann hafđi fariđ um í Sovétríkjunum, en kom ţar ađ algjörlega tómum kofanum hjá karli. Honum var hins vegar mjög umhugađ ađ segja mér hversu miklar hörmungar og illmennsku hann hefđi séđ í Sovétinu og ađ "Rússarnir hefđi ekkert veriđ betri en nasistar".
Atvinnuveitandi Gunnars stađfesti ţann 30. nóvember 1942, at Gunnar hafi sagt sér ađ hann hafi fariđ frá Bandaríkjunum beint til Hamborgar og unniđ ţar í 5 mánuđi, áđur en hann birtist í Kaupmannahöfn.
Meint ferđ Gunnars frá Íslandi yfir Sovétríkin til Danmörku áriđ 1942, sem lýst er í bókinni Berlínarblús, var vafalaust algjör tilbúningur. Í bókinni er sú ferđatilhögun m.a. runnin undan rifjum Björns Sv. Björnssonar (forsetasonar). Gunnar hafđi ţó einnig sagt söguna mönnum í Kaupmannahöfn, sem síđar komust á einn og annan hátt til Íslands til ađ njósna fyrir Ţjóđverja, ţví sú gerđ sögunnar kemur fram í yfirheyrslulýsingum yfir íslendinga sem teknir voru fyrir njósnir af Bretum. Björn Sv. Björnsson gćti einnig hćglega hafa heyrt af ţeim upplýsingum síđar.
Líklegasta ferđin er ađ Gunnar hafi fariđ til Bandaríkjanna og ađ ţađan hafi hann komist til Evrópu, nánar tiltekiđ Spánar og Hamborgar. Sú gerđ er einnig höfđ eftir einum af vinum hans sem Bretar yfirheyrđu. Síberíuförin var ađ mínu mati tilbúningur, sem Danir sáu í gegnum; og ţađ reiknađi Jón Fr. Sigvaldason, sem hafđi heyrt ţá gerđ, einnig hárrétt út. Upplýsist ţađ hér međ blađamanni Morgunblađsins, sem vafalaust er eins og margir Sjálfstćđismenn alinn upp í ţeirri leiđu möntru ađ Rússar hafi í engu veriđ betri en Ţjóđverjar. Hverjir frelsuđu Auschwitz?
Hjálparhella Gunnars var SS-Untersturmführer Björn Sv. Björnsson, sonur fyrsta forseta lýđveldisins Íslands
Mörg andlit "sonar forsetans". Hann laug líka grimmt.
Af lýsingum geđlćknis í réttarhöldum gegn Gunnari, kemur greinilega í ljós, ađ menn töldu mögulegt ađ hann hafi af einhverjum ástćđum veriđ ađ gera sér upp geđveikina haustiđ 1944. Gunnar upplýsti, međal annars viđ yfirheyrslur ađ honum líkađi hvorki dvölin í Waffen-SS né Ţjóđverjar. Hann gerđist hrćddur viđ ađ verđa sendur á vígstöđvarnar.
En "sonur forsetans, sem einnig var prýđis lygari, "reddađi svo málum, enda mađur sem dćmdi fólk til dauđa í hjáverkum og lagđist á ungar konar, sem hann hafđi skaffađ íbúđ - Jú gögn eru líka til um ţađ (sjá hér til vinstri á spássíunni hjá Fornleifi).
Björn Sveinsson Björnsson, sem vann á áróđurs- og njósnamiđstöđinni SS Standarte "Kurt Eggers" (Kurt-Eggers Stelle) i Kaupmannahöfn kom Gunnari á ţriggja mánađa áróđursfréttaritaranámskeiđ hjá SS. Ţađ var sumariđ og haustiđ 1944. En lítiđ varđ um fréttamannastörf á frontinum,ţar sem hann veiktist í Berlín.
Ţađ var í leyfi haustiđ 1943, ađ Gunnar Guđmundsson gerđist hálfsturlađur. Hann var eftir fangelsis og spítalavist sendur til München, en ţar ágerđist sjúkdómurinn og hann var ţví sendur aftur til Danmerkur í mars 1945 og rúinn SS-búningi sínum viđ komuna til Kaupmannahafnar. Hann upplýsti sjálfur ađ hann hefđi fengiđ ađ halda skammbyssu sér til varnar, ţví Ţjóđverjar sáu hvert stríđslukkan stefndi. Ţađ leyfi kom fram í herbók hans (Soldbuch)sem dönsk lögregla sá áriđ 1945.
Gunnar fór ţví aldrei á neinar vígstöđvar og var aldrei í haldi Rússa, eins og hann laug ađ Jóni Fr. Sigvaldasyni ásamt fleirum.
Gunnar kvćntist heldur aldrei í Kína, líkt og hann laug ađ Jóni Kr. Sigvaldasyni og mörgum öđrum. Gunnar átti tvo syni međ danskri konu Gerdu Marie Nielsen, (f. 1927) sem starfađi lengi sem lćknaritari. Synir ţeirra fćddust 1956 og 1963. Ţeir héldu lengi uppi uppi fyrirtćki sem bar nafn Gunnars Guđmundssonar, og er ţađ enn skráđ á fyrirtćkjaskrá 10 árum eftir dauđa Gunnars, ţó engin sé starfsemin. Einn son átti Gunnar Guđmundsson frá fyrra hjónabandi međ íslenskri konu (Jóhönnu Lauru Hafstein, sem fćddist áriđ 1906), sem var 10 árum eldri en Gunnar. Sá sonur fćddist áriđ 1948 og var lćknir í Reykjavík. En ţegar hann tók upp á ţví ađ verđa geđveikur (ađ mati geđlćknis) áriđ 1944, upplýsti hann danska lćkna ađ hann hefđi eignast barn áriđ 1938 utan hjónabands á Íslandi, hann gaf hvorki upplýsingar um móđur barnsins né nafn ţess. Á stríđárunum var hann í tygjum viđ íslenska konu í Kaupmannahöfn Önnu Norđfjörđ, sem var nokkrum árum eldri en hann.
Nei, Jón Fr. Sigvaldason misminnti ekkert. Gunnar Guđmundsson rađlaug ađ Jóni. Nasistar lugu alltaf ađ fólki. Ţegar menn skrifa um íslenska nasista ber margs ađ varast, ţví vefur lyganna getur veriđ fjári flókinn hjá ţeim sem ţjónuđu Hitler á einn eđa annan hátt.
Gunnar fékk upphaflega 12 ára fangelsisdóm í Danmörku
Ţađ vekur mesta undran mína, af hverju einhver á Íslandi stóđ í ţví ađ reyna ađ bjarga Gunnari Guđmundssyni úr 12 ára fangelsi sem hann var dćmdur í af borgarrétti hér í Kaupmannahöfn áriđ 1945. Reyndar var dómurinn í undirrétti í hćrri endanum, í samanburđi viđ dóma sem ađrir hlutu fyrir sams konar brot. Dóminum var síđan breytt í eins árs dóm í júní 1946 og Gunnari sleppt. Gunnar fór til Íslands en mátti ekki snúa aftur til Danmerkur í 5 ár.
Danski lögfrćđingurinn, er var međ mál Gunnars, vann starf sitt mjög vel. Ţegar í undirdómi hafi einn dómaranna andmćlt dómnum og taldi sá dómari, ađ tveggja og hálfs ára fangelsi vćri betur viđ hćfi miđađ viđ upplýsingar sem rétturinn hefđi undir höndum. Ómenntađir dómsmenn voru hins vegar á ţví ađ 12 ára hentađi Gunnari. Sendiráđ Íslands hjálpađi Gunnari lítiđ međ yfirlýsingu sem ţeir sendu áđur en hann hann var dćmdur í 12 ára fangelsi, nema síđur sé. 19. júní 1945 spurđi íslenska sendiráđiđ hverjir möguleikarnir voru á ţví ađ hćgt vćri ađ fá hann leystan úr haldi. Gögn sem endurspegla ţá fyrirspurn hljóta ađ vera til á Ţjóđskjalasafni í Reykjavík. En 1946 lögđu dómarar áherslu á á ţađ sem sendiráđiđ skrifađi ţann 12. desember 1945 til dómsstólsins áriđ 1945:
"... En anden Sag er, at den Kendsgerning, at Tiltalte som Statsborger i andet Land i hvert Fald kun har stĺet i et meget lřsere og mere midlertidigt Tilhřrsforhold til Danmark end danske Statsborgere",
Ađ lokum var dómurinn léttur um 11 ár - vegna ţess ađ lögđ var áhersla á ađ Gunnar hefđi veriđ Íslendingur - erlendur borgari í Danmörku. Hvort ţađ var eina ástćđan til ţess ađ Danir sýndu vćgđ, verđur ekki dćmt um ađ sinni. Veriđ er ađ rannsaka ţađ. Íslensk yfirvöld höfđu ýmis tök á Dönum, sem notuđ voru. Mér hefur veriđ sagt ađ líklega hafi íslenska ríkiđ borgađ málskostnađ áriđ 1946, en ég hef enn engar afgerandi sannanir fyrir ţví. Líklega eru upplýsingar ađ finna um slíkt í Ţjóđskalasafninu í Reykjavík.
Gunnar Guđmundsson framdi, ađ ţví er viđ vitum, enga stóralvarlega glćpi fyrir utan hjálp viđ ađ finna menn til njósnaleiđangra til Íslands. Ekki er hćgt ađ útiloka ađ upphaflega harkan í fyrsta dómnum hafi endurspeglađ persónulegt álit dómsmanna vegna endanlegra sambandsslita Íslands og Danmörku áriđ 1944, en ţađ verđur ţó ekki lesiđ út úr skjölum.
Lokaorđ til varnađar
Ég furđa mig alltaf á ţeirri manngerđ, sem kynslóđ eftir kynslóđ, hefur áhuga og jafnvel ađdáun á hernađi 3. Ríkisins, en sem hins vegar virđist ekki geta fengiđ sjálfa sig til ađ lesa bćkur um öll fórnarlömb nasista og helstefnu ţeirra og mannfyrirlitningu. Sumir rembast viđa ađ líkja nasisma viđ kommúnisma. Hinn furđulegi áhugi á 3. ríkinu, SS-mönnum, morđingjum, vitorđsmönnum og međreiđarsveinum ţeirra um alla Evrópu og enn fjćr, er sjúklegt fyrirbćri.
Ţegar menn svo bjarga stríđsglćpamanni frá saksókn og fangelsisvist eđa dćmdum nasistum frá fangelsisvist, líkt og íslensk yfirvöld hafa gert, er ţađ og VERĐUR svartur blettur á sögu Íslendinga. Hann verđur aldrei farlćgđur, ekki einu sinni međ besta tjörueyđi.
Ég hef haft fyrir siđ, jafnhliđa rannsóknum mínum á fórnarlömbum nasista, sem ég vinn enn ađ, ađ kynna mér niđur í kjölinn hvers konar fólk nasistar voru, sér í lagi ţeir sem Ísland ól. Lesiđ hér á vinstri spássíu Fornleifs sumt af ţví sem ég hef safnađ í sarpinn um íslenska nasista. Ţetta er ađeins lítiđ brot af ţví sem ég hefi undir höndum. Upplýsingum um íslenska nasista hef ég fyrst og fremst safnađ til ađ leiđrétta ýmsar villur sem um ţá hefur veriđ ritađ á síđari árum. Af nógu er ađ taka, án ţess ađ ég lýsi frati á bćkur sem gefnar hafa veriđ út og sem fjalla um ţessa ógćfulegu Íslendinga. Ţeim bókum er ţó um margt ábótavant. Ég geri engan mannamun eins og ţćr. Mér er sama, hvort nasistinn var lítill karl og fátćkur, ellegar stórlax sem síđar gekk í Sjálfstćđisflokkinn.
Ađrir nasistar, líkt og t.d. rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson og Guđmundur Kamban voru ekkert betri en saklausir sveitastrákar sem heilluđust af SS. Ţannig er ţađ nú. Viđ skulum ekki gera mannamun. Ţađ er léleg sagnfrćđi.
Hvađ lengi eigum viđ t.d. ađ sćtta okkur ađ háttvirt Alţingi hafi rangfćrslur um međlimi ţingsins í ćviskrám ţeirra á heimasíđu ţingsins. Ţar á ég viđ kaflann sem Alţingi hefur um Davíđ Ólafsson. Miđađ viđ hvađ ţar vantar má örugglega búast viđ ţví ađ Klausturbarsmáliđ verđi faliđ af afrekaskrá brotamannanna í kynningu á ţeim Alţingismönnum sem hlut áttu ađ máli í framtíđinni.
Nýlega greindi ég t.d. frá ţví hér á Fornleifi (sjá hér), ađ sonur Sveins Björnssonar, síđar forseta Ísland, sem var trúnađarvinur Gunnars Guđmundssonar í Kaupmannahöfn, hefđi dćmt fólk til dauđa viđ störf sín í Kaupmannahöfn. Ţađ hefur aldrei komiđ fram í neinum ţeim útgefnu verkum sem hingađ til hafa veriđ um íslenska nasista. En íslensk yfirvöld ţekktu söguna, en völdu ađ halda henni leyndri. Í sömu grein sagđi ég frá kynnum mínum af syni forsetans.
Ég vona ađ mér endist aldur til ađ segja nánar frá ýmsu ţví sem ég hef sankađ ađ mér af upplýsingum um íslenska nasista. Ađ minnsta kosti hér á Fornleifi, ţó ég hafi sannast sagna almennt ekki mikinn áhuga á SS-sjálfbođaliđum,međreiđarsveinum, ţrammandi ţjóđverjum eđa fylgismönnum og langtímaađdáendum ţeirra íslenskum. Ég er ekki nasistaveiđari, ţó ég hafi öđru hvoru starfađ fyrir Simon Wiesenthal stofnunina (Simon Wiesenthal Center), ađallega deildina í Jerúsalem. Ef mađur kann ekki sögu fórnarlamba nasista skilur mađur ekki óeđliđ sem m.a. fékk nokkra Íslendinga til ađ ţjóna Hitler og pótintátum hans, sem eyđilögđu Evrópu og líf svo margra íbúa álfunnar.
Svo viđ snúum aftur af Gunnari Guđmundssyni. Hann var ađeins lítiđ peđ í ţeim hildarleik og leiđ kannski meira fyrir mistök fyrr á ćvi sinni en menn annars stađar á ţjóđfélagsstiganum sem fengu jafnvel hćstu stöđur í íslensku ţjóđfélagi.
Íslenskir nasistar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýju fánar löggunnar
22.10.2020 | 08:50
Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan, eru flestir lögreglumenn ólmir í ađ vernda okkur gegn hćttulegum öflum.
Einhver hefur sagt ţeim í skólanum, ađ fólk á flótta sé allt saman hćttulegt. Ţađ var líka mantran ţegar löggan tók á gyđingum sem flýđu til Íslands. Ég vil meina ađ flestir lögreglumenn séu bara illa launađir Jónar og Jónur sem eru í afar óţakklátu starfi. Landslög sem lögreglumönnum eru sett í starfi eru nauđsynleg fyrirbćri í lýđrćđisţjóđfélagi. En ţegar ţeir sem lögreglustörfum gegna ţekkja ekki lög varđandi starf sitt, annađ en kannski ákvćđi heilagleika búningsins, er okkur vandi á höndum. Ţegar ţeir fara ađ skreyta sig međ sérhönnuđum fánamerkjum sem tengjast öfgaöflum í fjarlćgu ríki verđur vitaskuld ađ blása í stóra viđvörunarlúđra.
Íslenskir lögreglumenn geta vitanlega haft öll heimsins áhugamál fyrir mér. Sumir spila jólalög fyrir gamla fólkiđ međan ađrir fara í golf.
Ći, 0870 á Stöđinni ćfir ekki listskauta, SHIT.
Enn ađrir láta húđflúra sig međ Ţórshömrum og gotnesku letri eins og hann 0780 af stöđinni, sem ćfir barning hjá Mjölni, međan ađ vöđvarýr starfsfélagi hans er ákafur áhugamađur um SS-pylsupartí. Hvorttveggja er óhollt í miklum mćli, svo ekki sé talađ um húđflúriđ á honum 0780.
En ţegar laganna verđir fara ađ punta sig međ furđufánum og setja ţá á plögg sem ţeir fá útdeilt í vinnunni - og ţessi merki eru jafnan annars notuđu af öfgaöflum - er komiđ upp vandamál. Ţađ er líka óeđlilegt í lýđrćđisríki ţegar löggur gefa út bćkur í útlöndum ţar sem ţeir mćra heri Ţriđja ríkisins, morđingja ţeirra sem íslensk yfirvöld og lögregla sendu úr landi eđa höfnuđu hćlisleit, ţá er vert ađ staldra viđ og líta á máliđ í sögulegu ljósi og grafa ađeins í ţađ, líkt og ávallt gerist hér á Fornleifi.
Sjáiđ ţessa kumpána. Ţeir voru hreinrćktađir nasistar sem stigu til metorđa í lögreglunni og öđrum embćttum í nýja lýđveldinu. Ţessi međ húfuna var í miklu uppáhaldi í Berlín og vildu ţeir gera hann ađ ofursta á Íslandi. Hafa menn ekkert lćrt af bjánahćtti 20. aldar?
Lögreglukonan međ furđufánana á barminum er ekki ein um ţetta sjúklega, afameríska áhugamál sitt; ađ búa til fána í anda öfgasamtaka og skiptast á ţeim viđ samstarfsmenn sína.
En ţetta eru sko ekki nein stimplatyggjómerki eđa leikaramyndir sem hún og félagarnir skiptast á í vinnunni.
Ríkisstjórnin verđur ađ láta fara fram óháđa rannsókn á ţví, hvort öfgahópar hafi gerjađ um sig í lögreglunni. Er t.d. í lagi ađ rannsóknarlögreglumađur gefi út bćkur í útlöndum, ţar sem hann mćrir hernađ 3. ríkisins? Herir 3. ríkisins stunduđu ţjóđarmorđ um alla Evrópu.
Íslenskri lögreglu hefur fyrrum veriđ stjórnađ af tveimur nasistum og margir ţekktir lögreglumenn á 20. öld höfđu veriđ í íslenskum nasistahreyfingum.
Öfgahyggja innan lögreglu í Svíţjóđ og Noregi (ugglaust einnig í Danmörku) er illkynja mein sem Svíar og Norđmenn hafa tekiđ á. Ef slíkt gerjast í lögreglu okkar allra, ţá verđur ađ rífa ćxliđ upp međ rótum.
Óháđa rannsókn takk!
Íslenskir nasistar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fornleifur er lesinn víđar en áđur var taliđ
4.4.2019 | 13:42
Nú veit Fornleifur fyrir víst ađ neftóbaksfrćđi hans um íslenskt njósnakvendi eru lesin á flugvöllum í fjarlćgum löndum. Njósnakvendiđ íslenska komst ţó ekki međ tćrnar ţar sem Mata Hari (mynd) var međ háu hćlana.
Síđastliđna nótt hafđi prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson samband viđ ritstjóra Fornleifs í tölvupósti. Hann var staddur einhvers stađar í útlöndum á milli kennslustunda. Hann kallađi ţađ smárćđi, en margt smátt er stórt. Hann var međ ţćr upplýsingar ađ "sér hefđi veriđ sagt", ađ íslenska njósnakvendiđ, sem ég skrifađi um á ađventunni áriđ 2017, vćri rangt feđruđ af mér.
Sko, ţessi tíđindi úr útlandinu glöddu mig vitaskuld mjög, ţví ég hef síđan 2017, ţegar ég varpađu fram spurningu til lesenda minna ćtterni njósnakvendisins í Kaupmannahöfn, ekki fengiđ nein svör. Nú kom loks svar og ţađ sýnir ađ auki, ađ menn eru ađ lesa Fornleif á alţjóđarflugvöllum í stórum stíl.
Reyndar "feđrađi" ég sjálfur ekki konuna í grein minni 2017, en tók hrátt eftir fyrrverandi ritstjóra Morgunblađsins, nafna mínum sem var Finsen ađ eftirnafni.
Vilhjálmur Finsen skrifađi svo nákvćmlega um íslenska konu í tygjum viđ nasista, ađ ég fékk lýsingarnar ađeins til ađ passa viđ eina konu, Lóló fegurđardís. Lóló var jafnaldra njósnakvendisins Guđrúnar hjá Vilhjálmi, hún var rauđhćrđ, dóttir útgerđarmanns, hún hafđi veriđ í leiklistarnámi í Ţýskalandi og fékkst ađeins viđ leiklist í Kaupmannahöfn. Hver gat ţetta veriđ önnuđ en Lóló?
Ég spurđu ţví í varkárni hvort njósnakvendiđ hjá Vilhjálmi Finsen vćri Lóló sú sem giftist inn í Thorsćttina (sjá hér). Ekki kom svariđ fyrr en í nótt og ţađ líklegast alla leiđ frá Suđur-Ameríku og frá Hannesi Hólmsteini, sem hefur veriđ ađ vasast í neftóbaksfrćđi Fornleifs.
Hannes hafđi heyrt, ađ njósnakvendiđ í Köben vćri ekki Lóló heldur systir Guđmundar frá Miđdal. Ţetta kom mér töluvert á óvart og fór ég ađ vasast í minnigargreinar um ţćr Guđrúnu Steinţóru, Sigríđi Hjördísi, Karólínu (Líbu) cand.mag. og Ingu Valfríđi (Snúllu) Einarsdćtur. Ég útilokađi ţegar Karólínu (f. 1912) og Ingu (f. 1918). Eftir ađ hafa ráđfćrt mig viđ sérfrćđing um Guđmund frá Miđdal, sjálfan Illuga Jökulsson, taldi ég víst ađ ţađ vćri heldur ekki Guđrún, ţó svo ađ njósnakvendiđ hefđi veriđ kallađ Guđrún hjá Vilhjálmi Finsen í minningarbók hans Enn á heimleiđ (1956)
Ţá var ađeins eftir Sigríđur Hjördís Einarsdóttir, og í ţví ađ mér varđ ţađ ljóst kom tölvupóstur frá Hannesi ţar sem hann sat á flugvelli og var ađ fara út í flugvél til ađ losa meiri koltvísýring.
Hannes skrifađi áđur en hann fór í flugvélina ađ upplýsingar sem stađfesti ađ njósnakvendiđ, sem Vilhjálmur Finsen kallađi Guđrúnu, hafi í raun heitiđ Sigríđur Einarsdóttir frá Miđdal og ţađ kćmi greinilega fram í nýrri útgáfu bókar Ţórs Whiteheads á Styrjaldarćvintýri Himmlers.
Ekki var frú Sigríđur, sem Vilhjálmur Finsen gerđi ađ innanstokkshlut hjá nasistanjósnurum í Kaupmannahöfn, rauđhćrđ - tja nema ađ hún hafi litađ hár sitt rautt um tíma - líkt og Mata Hari gerđi. Samkvćmt Vilhjálmi var njósnakvendiđ Guđrún fyrst í tygjum viđ ţýskan njósnara áriđ 1938. Kannski gat Finsen ekki einu sinni fariđ rétt međ ártöl. En í minningargrein um frú Sigríđi frá Miđdal kemur fram ađ hún hafi gifst ekklinum Guđna Jónssyni (menntaskólakennara) sem ţekktastur er fyrir útgáfur sínar á Íslendingasögunum. Ţau létu pússa sig saman ţ. 19. ágúst 1938.
Ţór Whitehead birti gögn um ađ Sigríđur Hjördís Einarsdóttir frá Miđdal vćri njósnakvendiđ sem Vilhjálmur Finsen fabúlerađi um sem rauđhćrđa leikkonu áriđ 1956.
Heldur hefur frú Sigríđur veriđ kvikk í karlana, ef hún hefur vart yfirgefiđ ţann ţýska fyrr en hún var komiđ heim Íslands og lét látiđ pússa sig saman viđ Guđna Jónsson, ekkjumann međ fimm börn.
Svona ađ dćma út frá myndinni af Sigríđi, er mér nú nćsta ađ halda ađ áhugi ţýskra nasista á henni hafi nálgast hinn hrćđilega glćp í ţeirra herbúđum: Rassenschändung. Sigga er sýnilega dekkri á húđ og hár en Mata Hari. En nú er hins vegar vitađ ţađ sem menn vissu ekki áđur: Ađ Mata Hari var 100% Fríslendingur og ekki af indónesískum ćttum eins og margir trúđu hér fyrr á árum.
Nú er ég líklegast búinn ađ fá svar viđ spurningu minni frá 2017, ţegar mér datt út frá upplýsingum helst í hug rauđhćrđ fegurđardís. Lýsingar Finsens pössuđu best viđ hana Lóló. Enginn Thorsari hefur greinilega taliđ ástćđu til ađ leiđrétta ţađ. Kannski lesa Thorsarar heldur ekki Fornleif eins fjálglega og prófessor Hannes.
En ef ţađ var hún Sigga frá Miđdal sem lék sér í Kaupmannahöfn, frekar en einhver Gudda - og alls ekki Lóló - er mér alveg sama. Ég biđ ţó alla Thorsara velvirđingar á ţví ađ hafa yfirleitt látiđ mér detta ţá í hug í ćttartengslum viđ nasískt njósnakvendi.
Ţađ sem skiptir máli er, ađ ţađ sé fariđ rétt međ; hafa ţađ sem réttara reynist. En ef ekki er einu sinni hćgt ađ treysta fyrrverandi ritstjóra Morgunblađsins, lifum viđ á válegum tímum. - Hins vegar, ef sumir heimsfrćgir sagnfrćđingar treysta Gunnari M. Magnúss hvađ varđar skođanir á útlendingum á Íslandi - ţá skammast ég mér ekkert fyrir ađ hafa trúađ Vilhjálmi Finsen. Enn verra er ef menn hafa á einhvern hátt leyft sér ađ trúa Kurt Singer og verkum hans. Kurt Singer getur á engan hátt talist trúanlegur um eitt eđa neitt í bókum sínum um njósnara.
Ég ţarf hvorki lífsýni úr Siggu frá Miđdal né Lóló til stađfestingar, en bíđ nú eftir sönnunargagni frá Hannesi Hólmsteini úr bók Ţórs Whitehead, ţar sem sannleikurinn um Siggu birtist samkvćmt HHG í annarri útgáfu Íslandsćvintýris Himmlers en ţeirri sem ég á. Ég á ađeins gulnađ ljósrit af fyrstu útgáfunni.Önnur útgáfan var ekki til á flugvellinum ţar sem Hannes var, svo hann gat ekki sent mér stađfestingu..
Legg ég ađ lokum til, ađ einhver íslenskur porn-director taki sig til og búi til ljósbláa stórmynd um íslenska njósnakvendiđ Helgu X frá Ydal og tengsl hennar viđ Ţjóđverjann sem gekk jafnan í leđurkápu í Kaupmannahöfn og var međ ljótt skylmingaör á (rass)kinninni.
Fornleifur segir mér nú, ađ sér hafi veriđ sagt, ađ búiđ sé ađ framleiđa heila sjónvarpsţáttaröđ um ţetta njósnakvendi og ţađ fyrir löngu síđan. Hér koma brot úr henni:
Íslenskir nasistar | Breytt 17.4.2019 kl. 12:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenćr leiđréttir Alţingi villur á vef sínum?
16.10.2018 | 09:11
Á vef Alţingis eru upplýsingar um alla alţingismenn. Einn ţeirra hefur gefiđ rangar upplýsingar um sjálfan sig, eđa ađrir um hann. Hér á ég viđ Davíđ Ólafsson sem var ţingmađur 1963-1967 og einnig fiskimálastjóri og seđlabankastjóri.
Glćstur ferill Davíđs er útlistađur á vef Alţingis, en ţar er ţó hvergi minnst á pólitískan feril hans sem međlims Ţjóđernishreyfingar Íslendinga.
Upplýst er ađ hann hafi fengiđ prófgráđu viđ háskólann í Kiel áriđ 1939.
Skjalasöfn í Ţýskalandi finna engar upplýsingar um ţá prófgráđu eđa ađ hann hafi veriđ á lista yfir erlenda námsmenn viđ háskólann í Kiel.
Vitaskuld er ekki viđ Alţingi ađ sakast, ef ţinginu hafa veriđ fćrđar rangar upplýsingar. Í Hagfrćđingatali er ţví haldiđ fram ađ Davíđ hafi veriđ Bac. sc. oecon. eđa "bac[calaureus] sc[ientić] oecon[omicć]. Ţađ er bara einn galli á gjöf Njarđar viđ ţessa upplýsingu, og ţađ heldur stór. Ekki voru gefnar bakkalárusagráđur í Ţýskalandi ađ ráđi eftir 1820 (ţiđ lesiđ rétt: Átjánhundruđ og tuttugu). (sjá hér og hér).
Óskandi vćri ađ Alţingi tćki ekki ţátt í hvítţvćtti á íslenskum nasistum sem lugu til um menntun sína, Íslandi til vandrćđa á alţjóđavettvangi. Ţađ ţarf ađ gera betur hreint !
Myndin efst er af hálfóttaslegnum Davíđ Ólafssyni. Hún var tekin á OECD-fundi. Engu er líkara en ađ Davíđ hafi veriđ hrćddur á međal allra topp-hagfrćđinganna sem ţar voru staddir.
Íslenskir nasistar | Breytt 17.10.2018 kl. 04:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar í hjarta Ţriđja ríkisins
7.8.2018 | 18:15
Fyrir síđara heimsstríđ, og fram til 1940, fylgdist danska utanríkisţjónustan grannt međ fólki frá Íslandi, sem nasistar höfđu bođiđ til ýmis konar mannfagnađa í Ţýskalandi nasismans. Hér skal ţó ekki ritađ um Ólympíuleikana áriđ 1936 sem er kapítuli út af fyrir sig, heldur um Íslendinga sem dáđust af Ţriđja ríkinu, og sömuleiđis ţá sem bođiđ var ţangađ til ađ umgangast háttsetta nasista. Íslendingar létu nota sig, eins og svo oft áđur, en margir ţeirra voru einnig rétttrúađir nasistar, sem heilluđust ađ Hitler og nasismanum.
Í ţessum pistli, sem er í lengri kantinum, leyfi mér hér ađ nefna nokkur dćmi um hve vel áhyggjur dönsku utanríkisţjónustunnar sjást í skjölum frá ţessum tíma. Ţessar áhyggjur komu til vegna mjög náinna samskipta sumra Íslendinga viđ Ţriđja ríkiđ, sem og umfjöllun nasískra fjölmiđla um Ísland og Íslendinga.
Gunnar Gunnarsson
Í fćrslunni hér á undan á Fornleifi, kom ég lítillega inn á hinn gráa kött á međal Íslendinga sem sóttu Berlín og Ţýskaland nasismans heim. Ţađ var vitaskuld Gunnar Gunnarsson skáld. Ţann 21. júlí 1936 hafđi danska sendiráđiđ í Berlín t.d. samband viđ utanríkisráđuneytiđ í Kaupmannahöfn og lýsir ferđum Gunnars Gunnarssonar á vegum nasistafélagsins Die Nordische Gesellschaft. Ţví var m.a. stýrt af nokkrum af sömu einstaklingum sem einnig úthugsuđu gyđingaofsóknir nasista.
Gunnar í Köngigsberg (Kaliningrad) áriđ 1940.
Fyrir ţessa heimsókn Gunnars áriđ 1936 var búiđ ađ veita honum frekar innihaldslausa nasistaprófgráđu og Gunnar gat nú titlađ sig Dr.phil. h(onoris).c(ausa), ţ.e heiđursdoktor, í Heidelberg, ţar sem nasistar réđu nú lögum og lofum í háskólanum. Sporin eftir Gunnar eru mörg á ţessum slóđum, og furđu sćtir ađ Gunnarsstofnun á Skriđuklaustri sé beinlínis iđin viđ ađ fjarlćgja alla vitneskju um samskipti Gunnars viđ háttsetta nasista í Ţýskalandi. Slíkt er ekkert annađ en gróf sögufölsun og vćgast sagt nokkuđ furđuleg hegđun á okkar tímum.
Gunnar var og enn mikiđ skáld í margra augum, og sumir ímynda sér í ofanálag, ađ hann hefđi átt Nóbelsverđlaunin skilin - Gunnarsstofnun á Hérađi hefur meira ađ segja klínt mynd af Nóbelsmedalíu á nýa vefsíđu sína (sjá hér og sömuleiđis smćlkiđ ţar um ţýsk samskipti hans). Í ţví sambandi má kannski nefna ađ stofnun Knut Hamsuns í Noregi leynir ţví ekkert, ađ Hamsun hafi veriđ hinn argasti gyđingahatari, ţegar um slíkt hefur veriđ rćtt. Heimalningarnir á Skriđuklausti eiga margt enn ólćrt.
Sigurbjörn Gíslason og dóttir hans
Nokkru eftir ađ Gunnar gerđi hosur sínar grćnar í Berlín, eđa 28. júlí 1936, ritađi sendiherra Dana, Herluf Zahle til ráđuneytis síns í Kaupmannahöfn og segir frá ferđum Sigurbjörns Gíslasonar cand. theol., sem stofnađi elliheimiliđ Grund. Sigurbjörn var međ dóttur sinni í Berlín, ţar sem ţau voru m.a. gestir des Deutschen Frauenwerks (NS-Frauenwerks) í Berlín, ţar sem ţau hittu "Helgu allra Helgna". Hún hét Gertrud Scholtz-Klink, og var eftir stríđ yfirlýst glćpakvendi og fór huldu höfđi og kallađi sig Maríu Stuckebrock.
Íslenskur guđfrćđingur og dóttir hans hittu ţessa konu sem framleiddi sex börn fyrir Ţýska Ríkiđ. Hún hét Gertrud Scholtz-Klink, sem var helsta talskona ţess ađ ţýskar konur fćddu sem flest börn í ţeim tilgangi ađ fjölga Ţjóđverjum og hinum "aríska stofni", og auka ţar međ yfirráđ Ţjóđverja. Slík kynni eru álíka smán og ţegar nútímafólk á Íslandi mćrir og sćkir heim hryđjuverkasamtök sem hefur sömu skođun á hlutverki kvenna sem framleiđsludýr á fallbyssufóđur. Ţrátt fyrir ţungan fangelsisdóm var Scholtz-Klink ávallt nasisti međan hún hafđi rćnu til.
Áriđ 1938 fórst kona Sigurbjörns, Guđrún Lárusdóttir, alţingismađur fyrir Sjálfstćđisflokkinn, og tvćr dćtur ţeirra međ henni, ţćr Sigrún Kristín og Guđrún Valgerđur í sviplegu dauđaslysi, ţar sem bíll síra Sigurbjörns hentist bremsulaus í Tungufljót. Sigurbjörn var sem kunnugt er fađir Gísla Sigurbjörnssonar, sem síđar var forstjóri Grundar en einnig landsţekktur nasisti og oft uppnefndur Gitler.
Eiđur Kvaran
Kvaran, sem var berklasjúkur nasisti (sjá hér), var einnig undir smásjá danska sendiráđsins í Kaupmannahöfn, og t.d. upplýsir sendiráđiđ ráđuneytiđ í Kaupmannahöfn um ađ út sé komin ritgerđ eftir Eiđ í tímaritinu RASSE, sem bar titilinn Die rassischen Bestandteil des isländischen Volkes.
---
Áhugi Herluf Zahles
Herluf Zahle sendiherra Dana í Berlín varđ međ árunum í Berlín sífellt betur ljóst, ađ nasisminn var mikiđ mein. Hann ritađi einnig ráđuneyti sínu bréf varđandi heimsókn ţýska konsúlsins Timmermanns í Hamborg, ţar sem Günther Timmermann rćđismađur Ţjóđverjar í Reykjavík sat fyrir svörum í nasistableđlum sem birtu viđtal viđ hann undir fyrirsögninni "Draumar og Veruleiki". Timmermann sem var ekki harđlínunasisti var giftur íslenskri konur. Hann var fuglafrćđingur ađ mennt. Timmermann sagđi frá ţví sem fyrir bar á Íslandi, jafnvel hreinskilningslegar en Íslendingar sjálfir, og Zahle lýsti skođu sinni á viđtalinu viđ Timmermann á eftirfarandi hátt:
Drřmmen var det nordgermanske Svćrmeri, Virkeligheden en "Venstre-Instilling", som endogsaa har kommunistiske Reklameplakater mod Tyskland at opvise. Saavel herimod som mod Gćstevvenskabet misbrugende tyske Eventyrer, paakalder Konsul Timmermann den gode Vilje, den taktfulde gensidige Anerkendelse af hinandens sćrlige Ejendommeligheder.
Vart er hćgt ađ skrifa ţetta betur á ţeim tíma er Íslendingar flykktust til Ţýskaland Nasismans, og héldu var vatni yfir ágćti hans og Foringjans. Og í leiđinni baunuđu ţeir á Danmörku viđ hvert tćkifćri sem ţeim gafst. Fyrir sumt fólk var nasisminn vel ţegiđ "vopn" í frelsisbaráttunni - en Ţjóđverjar hlustuđu lítt á slíkt, ţví ţeir vissu hvađa ríki Ísland tilheyrđi á ţessum tíma.
Ýmsar ađrar heimssóknir Íslendinga voru til athugunar í sendiráđi Dana, allt frá mönnum sem sóttu í námskeiđ í leirkerasmíđi til karlakóra. Yfirgengilegur stíll Jón Leifs fór einnig fyrir brjóstiđ á Dönum, eins og áđur hefur veriđ sagt frá á öđru bloggi mínu sjá hér).
Allt ţetta og meira er hćgt ađ lesa um í gögnum í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn, sem íslenskir sagnfrćđingar, sem rannsaka Íslandi í síđari stríđi, hafa alls ekki nýtt sér sem skyldi - eđa yfirleitt komiđ ţangađ, nema kannski eina dagsstund. Ţess vegna "myrti" t.d. íslenskur sagnfrćđingur ungan ţýskan gyđing sem vísađ var úr landi á Íslandi. Samkvćmt bókum og greinum íslensk sagnfrćđings fórst mađurinn í helförinni, ţó mađurinn hefđi dáiđ úr krabbameini í bćnum Horsens eftir stríđ.
Sumum íslenskum sagfrćđingum var reyndar meira annt um ađ halda ţeim stjórnmálasamtökum sem ţeir tilheyrđu flekklausum, en ađ skrifa söguna sem sannasta. Ţađ hefur reyndar lengi veriđ vandi sagnfrćđinga jafnt til vinstri og hćgri á Íslandi - međ nokkrum undantekningum ţó.
Hér skulu til tekin nokkur dćmi um Íslendinga sem Danir fylgdust međ í Ţýskalandi nasismans, sem ég hef ekki ritađ um áđur á Fornleifi:
María Markan
María hélt sinn fyrsta konsert í Berlín laugardaginn 16 desember. Hún var rómuđ mjög í Völkischer Beobachter, og margir nasistar komu til ađ hlusta á íslenska söngfuglinn. Fyrir konsertinn hafđi Markan mćtt í danska sendiráđiđ međ íslenska rćđismanninum Jóhanni Ţ. Jósefssyni rćđismanni Ţjóđverja á Íslandi. Zahle skrifađi yfirbođurum sínum í utanríkisráđuneytinu í Kaupmannahöfn ađ hann hafi Frk. Markan mismundandi ráđ og bođiđ henni nauđsynlega hjálp ađ sendiráđsins hálfu.
Hann bćtti síđan viđ:
"Derefter har Gesandskabet overhovedet ikke hřrt nogetsomhelst til hende, hvilket er saa meget mćrkeligere, som to af dettes Medarbejdere turde vćre kendt som Islandsinteresserede."
Vart hefur Zahle gefiđ Markan ráđleggingar varđandi söng og sviđsframkomu. Ég vćnti ţess ađ ráđleggingar hans hafi gegniđ út á umgengni viđ nasista, sem ung kona gćti misskiliđ. Ţetta var skömmu áđur en María Einarsdóttir Markan var ráđin ađ Schiller-óperunni í Hamborg. Nasistum líkađi hún og söngur hennar.
Karlakór Reykjavíkur
Kórinn og kom til Berlínar í nóvember 1937, og hélt ţ. 12. ţess mánađar konsert í mjög fámennum Bach-salnum á Lützowstraβe 7 (áđur kallađur Blüthner-salurinn), undir stjórn Sigurđar Ţórđarsonar en einsöngvari međ kórnum var Stefán Íslandi. Zahle var mćttur á tónleikana međ dóttur sinni og nokkrum öđrum starfsmönnum sendiráđsins og skrifađi skýrslu til Utanríkisráđuneytisins. Zahle upplýsir ađ kórinn hafi einvörđungu sungiđ ţýska "ţjóđernissálma" fyrir hlé, ţótt stađiđ hafi í söngskránni ađ einungis íslenskir söngvar yrđu sungnir utan tveir; Annar eftir F.A. Reissiger sem telst vera norskt tónskáld ţó hann hafi fćđst í Ţýskalandi og hinn eftir prins Gustaf Oscar af Svíţjóđ og Noregi (1827-52). Zahle og og ađrir kröfđust ţá úr salnum íslenskra söngva. Zahle var einstaklega hrifinn af Ave Mariu eftir Sigvalda Kaldalóns, og ţađ varđ dacapo.
Ţjóđverjar (eđa huganlega Guđbrandur Jónsson) hafa greinilega breytt dagsskránni og sett ţýska ţjóđernissöngva (nasistamúsík) á dagsskrána.
Tvennt fór mest fyrir brjóstiđ á Zahle varđandi kórinn, en var ţađ alls ekki söngurinn sem hann rómađi mjög í löngu bréfi sínu til Kaupmannahafnar: Annars vegar var ţađ hiđ algjöra skipulagsleysi ferđarinnar. Kórinn kom of seint til lofađs söngs og hann hafđi ekki haft samband viđ t.d. sendiráđiđ um ađstođ. Fámenniđ í Bach-salnum má fyrst og fremst skrifa á fararstjóri ferđarinnar, sem var annađ ađalvandamáliđ samkvćmt Zahle. Ţađ var enginn annar en Guđbrandur Jónsson (sem kallađur var prófessor um tíma). Zahle lýsir honum ţannig í bréfi sínu til yfirbođaranna í Kaupmannahöfn:
".... Guđbrandur Jonsson, som under Koncerten gjorde mig sin opvartning, kjoleklćdt og medalje-dekoreret, men hvis Egnethed til Hvervet dog vistnok turde vćre Tvivl underkastet."
Karlakórinn hélt áfram frćgđarför sinni til Prag og síđar til Vínarborgar, Leipzig, aftur til Berlínar - og loks til Hamborgar, en ţegar danska sendiráđinu í Berlín barst frásögn af konsert karlakórsins í Hamborg sem birtist í Hamburger Tageblatt, hnaut Zahle ekki um söngdóminn sem var ágćtur, heldur um frásögn af titlum ţeim sem Guđbrandur "vitlausi" veifađi um sig. Hann var orđinn íslenskur Archaeologe, Professor und Doktor og ofan í kaupiđ Protockolchef Islands.
Ekki má heldur gleyma Ţýskalandsferđ alţýđuflokksmannsins!! Guđbrands Jónssonar til Berlínar og Ţýskalands áriđ 1936, ţar sem hann talađi í ţrígang í útvarp. Ţjóđverjar buđu gerviprófessornum međ sér til fangabúđanna Dachau í Bćjaralandi (vegna óska frá Guđbrandi sjálfum), sem hann lét víst vel af. Stórfurđulegt er hvernig ađ íslenskur "krati" og kaţólikki hafđi ánćgju af ađ umgangast nasista og sjá skođanabrćđur sína í fangabúđum fyrir skođanir sínar. Ţór Whitehead sagir frá ţví í Ţýskalandsćvintýri Himmlers (2. útg. 1998). Sjálfur tók Guđbrandur, sem sumir menn uppnefndu síđar sem Bralla, fram, ađ hann vćri sósíaldemókrati. Áriđ 1938 ritađi hann er hann fann fyrir óánćgju flokksfélaga sinna í Alţýđuflokknum:
Ég ćtla hér ađ taka fram ... ađ ég er alţýđuflokksmađur, og ađ ég er ţví andvígur stjórnmálastefnu Natíónalsócíalista eđa Nazista, eins og ţeir eru nefndir í daglegu tali. Ţađ má ţví enginn ćtla ađ ég ađhyllist ţćr skođanir, ţo ađ mér ţykir Ţjóđverjar ágćtir menn, og skylt, ađ andstćđingar stefnunnar beitist gegn henni međ ţeim rökum sem ţeir ráđa yfir. (Sja bók Guđbrands: Ţjóđir sem ég kynntist : minningar um menn og háttu, Reykjavík: Bókaverzlun Guđm. Gamalíelssonar, 1938).
Síđar skrifađi íslenskur sjálfstćđismađur ţetta til bresks nýnasista og helfararafneitara. Lausar skrúfur? Kannski eru menn bara svona á íslandi. Lögmađurinn og sjálfstćđismađurinn sem ritađi breska helfararafneitaranum bćtti viđ: I am not saying, that I always agree with you, Dear Sir, but I like your books very much.
Líkt og áđur fyrr eru nasistar nútímans fljótir ađ taka höndina, ţegar litli fingurinn er réttur út. Lögmađurinn bjóst líklegast ekki viđ ţví ađ helfararafneitarinn Irving myndi birta bréf sitt.
Kratinn, kaţólikkinn og nasistaađdáandinn Guđbrandur Jónsson, tók síđar beinan ţátt í ritun texta sem notađur var viđ brottvísun gyđinga frá Íslandi.
Hér má lesa um annan krata sem á margan hátt var skođanabróđir Guđbrands.
Heimsóknir rektora Háskóla Íslands til Berlín
Nasistum ţótti allra vćnst um ađ fá íslenska menntamenn í heimsóknir til Berlínar. Ţar vantađi heldur ekki viljuga međreiđarsveina. Međal ţeirra var prófessor Alexeander Jóhannesson sem var rektor Háskóla Íslands á árunum 1939 til 1942.
Nordisches Gesellschaft og SA (Sturmabteilung, sem var á ýmsan hátt forveri SS) hélt honum kvöldverđ til heiđurs á Hótel Adlon, ţar sem mćttir voru glćpamenn eins og Diedrich von Jagow. Áđur hafđi Alexander Jóhannesson haldiđ fyrirlestur viđ háskólann í Greifswald. Viti menn, Danir voru fljótir ađ senda upplýsingar um ţađ til Utanríkisráđuneytisins í Kaupmannahöfn ( í bréfi dagsettu 7. Febrúar 1939). Vegna fćrni sinnar í ţýsku, ţar sem Alexander hafđi menntast í Leipzig og Halle, ţá sagđi hann margt og sumt sem betur hefđi veriđ ósagt. Meira um ţađ síđar.
Síđar varđ Alexander líklega frćgari sem frímerki ţar sem minnst var hlutverki hans í flugsögu Íslands; Menn sem ţurftu mikiđ ađ skreppa til Berlínar voru vitaskuld miklir áhugamenn um flug:
Níels P. Dungal prófessor í lćknisfrćđi, var á ferđ í Berlín áriđ áđur, nánar tiltekiđ í maímánuđi 1938. Ţađ ár var hann rektor Háskóla Íslands. Mánudaginn 30. maí hélt hann fyrirlestur međ skyggnum um Ísland á 20. öld (Island im 20. Jahrhundert) sem var haldinn á Hótel Adlon fyrir samansafn háttsettra nasista. Friedrich Wilhems Universität zu Berlin hafđi bođiđ Dungal ađ halda fyrirlesturinn.
Professor Dr. Niels Dungal
Dungal var hins vegar ţegar í janúar sama ár mćttur í Berlín, og ćtlađi sér ađ tala viđ engan annan en Alfređ Rosenberg, sem ţá starfađi í einni af deildum ţýska utanríkisráđuneytisins, Ausvärtiges Amt. Rosenberg var einnig helsti hugmyndafrćđingur ţýskra nasista um gyđinga og síđar stríđsglćpamađur, og var tekinn af lífi fyrir stórfellt hlutverk sitt í helförinni gegn gyđingum. Hans málefni voru á tímabili í sér deild í ráđuneytinu, Aussenpolitische Amt der NSDAP (sem stytt var APA) sem í daglegu tali var einnig kölluđ Amt Rosenberg. Fékk hún síđar heitiđ Einsatzstab Reichsleiter Rosenberg. APA hafđi lengi til húsa í hliđarbyggingu viđ hiđ margfrćga og glćsilega hótel Adlon, sem nasistar gerđu fljótlega ađ sínu hóteli og ballsal SS.
Alfred Rosenberg stjórnađi einnig Die Nordische Gesellschaft, andlegri taug Gunnars Gunnarssonar í Ţýskalandi, sem sumir sögulausir menn á Íslandi hafa leyft sér ađ kalla Norrćna Félagiđ í ţýđingum.
Fanginn Alfred Rosenberg bíđur dóms
Die Nordische Gesellschaft bauđ Dungal í hádegisverđ á hinu dýra Adlon-hótelinu í Berlín og ţangađ mćtti Zahle sendiherra Dana, en ekki mjög fjálgur. Fyrir utan ađ Zahle segđi yfirbođurum sínum í Kaupmannahöfn frá ţessum hádegisverđi sem Dungal var heiđursgestur í, var sagt frá honum í einu helsta blađi nasista Völkischer Beobacther ţann 23. janúar 1939. Ţannig notuđu nasistar Íslendinga, og ţeir voru greinilega upp međ sér rektorarnir af ţessum tengslum sínum.
Fljótlega rann upp fyrir Zahle sú stađreynd ađ Níels Dungal hefđi međ kynnum ţeirra fyrst og fremst áhuga á ađ tala máli öfganasistans Friedrich Walterscheids, sem stundađ hafđi nám viđ Háskóla Íslands. Stúdentinn Walterscheid, ţótti rćđismađur Ţjóđverja í Reykjavík, Günther Timmermann, ekki standa sig nógu vel í stykkinu og réđst ţví líkamlega á Timmermann á fundi sem haldinn var í Germaníu, vinafélagi Ţýskalands og . WalterscheidÍslands taldi ađ Timmermann hefđi ekki kynnt nćgilega vel eđli ţrćlkunarbúđa nasista sem ţeir kölluđu ţá "ţegnskylduvinnubúđir". Nasistar völdu alltaf vel nöfn á skítverk sín. Waltersceid gerđi sér lítiđ fyrir og sló Timmermann. Ţessu fúlmenni, sem hafđi numiđ viđ HÍ, var vísađ til Ţýskalands fyrir bragđiđ eftir ađ Timmermann kćrđi athćfi hans til sendiherra Dana í Kaupmannahöfn.
Zahle upplýsir 24. janúar 1938, ađ hann teldi ađ Dungal vćri nú búinn ađ gefa ţau áform sín upp á bátinn ađ ađstođa Walterscheid. En aldeilis ekki - Dungal rektor ritar Zahle aftur frá Reykjavík 10. febrúar 1938 Í ţví bréfi kemur í ljós ađ Dungal er einn ţeirra Íslendinga sem hve mest vilja losna viđ hinn "gagnrýna Timmermann". Reyndar voru ţađ flestir félagsmenn í félaginu Germaníu, sem kröfđust ţess. Dungal skrifar m.a. í stuttu bréfi sínu til Dungals:
"Vi har stadig noget vrövl med vor tyske Konsul som vi alle gerne vil vere fri for og forhaabentlig ogsaa snart bliver, men den sag skal jeg ikke yderligere betynge dem med."
En áđur en Zahle fékk ţetta bréf frá Dungal, sem kenndi í brjósti um öfgapiltinn sem sló Timmermann utan undir, og sem hafđi gefiđ Walterscheid sín bestu međmćli, ritađi Zahle utanríkisráđuneytinu í Kaupmannahöfn bréf, ţar sem hann skýrđi hvernig hann hafđi ráđlagđi Dungal ađ láta máliđ kyrrt liggja.
En hafđi Dungal samband viđ Auswertiges Amt, eđa ađrir íslenskir Ţýskalandsvinir? Ţađ er mjög líklegt. Ólíklegt er ađ Dungal segi satt frá í bréfi sínu til Zahle. Mjög líklega hefur hann einnig velt ţessu máli viđ ađra valdamenn í Berlín en Alfred Rosenberg, ţví skömmu síđar var Timmermann hrakinn úr embćtti sínu á Íslandi og kallađur heim og varđ ađ ţola erfiđ ár í herţjónustu á stríđsárunum. En til Íslands erkinasisti, SS-mađurinn Gerlach, sem lítt var rómađur, og ekki syrgđur ţegar Bretar tóku hann til fanga áriđ 1940.
Svo vinsćll var Dungal í Berlín, ađ hann var aftur kominn til borgarinnar í maímánuđi 1938, eins og áđur greinir, og hélt nú skyggnuljósmyndasýningu um Ísland á 20. öld. Herluf Zahle sendiherra fann sér gilda ástćđu til ađ fara ekki á fyrirlesturinn og sendi Helga P. Briem, íslenska sendiráđunaut (verslunarfulltrúa) í sinn stađ.
Dungal fór svo heim til íslands og hélt áfram sínu daglega amstri viđ Háskóla Íslands og í frítímum sínum rćktađi hann brönugrös (orkídeur).
Óskandi vćri ađ Háskóli leiđrétti ófullnćgjandi ćvisögur fyrrverandi rektora háskólans. En af ţekkingu minni af ţeirri stofnun, hef ég samt á tilfinningunni ađ seint muni svo fara. Feluleikurinn kringum hinn Nóbelsrúna verđlaunagrip Gunnar á Skriđuklaustri er nefnilega nokkuđ algengt fyrirbćri í íslensku ţjóđfélagi eins og flestum er nú kunnugt um.
*Ítarefni um íslenska nasista, sjá dálkinn til vinstri.
*Áhugverđ lesning fyrir ţá sem hafa áhuga á íslenskum nasistum: Rannsökum nasistana í Sjálfstćđisflokknum!
Íslenskir nasistar | Breytt 2.5.2020 kl. 10:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
The Gunnarsson Nazi Hush
4.8.2018 | 13:00
The Gunnar Gunnarsson Center (Gunnarsstofnun) at Skriđuklaustur in East-Iceland is still more or less silent about Icelandic author Gunnar Gunnarsson´s Nazi sympathies.
Icelandic author Gunnar Gunnarsson´s Nazi ties have been dealt with earlier here on the Fornleifur-blog (see articles below on the left side column). A center in the east of Iceland, dedicated to the memory of Icelandic author Gunnar Gunnarsson (1889 - 1975), which should tell the punlic about the life and promote the work of Gunnar Gunnarsson, still chooses to do so by leaving out crucial information about Gunnar Gunnarsson´s naive Nazi sympathies.
Visitors at Skriđuklaustur, formerly the home of Gunnarsson, will only be presented by a small portion of the story about Gunnar Gunnarsson contacts with Nazi organizations and his visit to Hitler in 1940. That is plain and simple a historical distortion, funded by the Icelandic state and the sinister indifference of the director of the center.
To remind the center at Skriđuklaustur and the Icelandic authorities, who run this center, that they are distorting history, Fornleifur is publishing this photograph of Gunnarsson in Germany in the early 1930s. At the far left we see Danish Ambassador Herluf Zahle, who in 1940 loathed Gunnar Gunnarsson´s Nazi sympathies and his activities in Germany.
On 31 January 1940, Ambassador Zahle reported to the Foreign Office in Copenhagen about Gunnar Gunnarson´s Nazi-friendly activities in Germany, and the one instance when Gunnarsson mistakenly claimed that the 1918 Versailles-treaty definition of Schleswig border of Denmark was "more than just any other border". For this, one daily in Germany, the Niederduetscher Beobachter in Schwerin, defined Gunnarsson statement as anti-German (Undeutsch). However, that single failure on behalf of Gunnarsson, reported on the 4th of February 1938, didn´t destroy his good reputation and popularity in the Third Reich.
In January 1940 Dansih ambassador Herluf Zahle notified his superiors in Copenhagen,that Gunnarsson was visiting Berlin and stated that he was personally not going to support Gunnarsson´s cause by attending the lecture at a seminar held by Die Nordische Gesellschaft, which was a Scandinavian-German organisation highly infiltrated by the SS. Zahle sent one of his junior diplomats to attend. The day after, when Gunnar Gunnarsson was invited to lunch in the Danish embassy, Zahle told Gunnarsson to his face his decision not to attend Gunnarsson´s Nordische Gesellschaft speech.
Please tell all visitors at the Gunnarsson Center at Skriđuklaustur about this, as well as ALL other aspects of Gunnarsson´s contacts with the Nazis. If that doesn´t happen, the Gunnar Gunnarsson Center cannot be taken seriously.
Instead of this rather limited and contrafactual narrative about Gunnarsson´s activities in Nazi-Germany, the center should also tell the visitors how negative Gunnarsson´s attitude towards Nordic States´ collaboration was after the war. That was noted by the Danish Foreign Ministry, which archived the below clipping from the Danish daily Information, written by an Icelandic journalist who wrote under the pseudonym Hamar.
The above photograph shows the following people - from the left: Herluf Zahle, author Clara Viebig, who was married to a Jew, Gunnar Gunnarsson and the Austrian Jewish author Vicky Baum, many of whose books were filmatized. The photograph is taken at a party in the Press Club in Berlin in 1930, before Vicky Baum emigrated to the USA. The Nazis called her a jüdische Asphaltliteratin (Jewish tarmac author).
Íslenskir nasistar | Breytt 7.9.2019 kl. 04:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
Thorsaraviđbćtur - giftist íslenskt njósnakvendi Thorsara?
12.12.2017 | 18:00
Ćvisöguritun er ein strembnasta list sem sögur fara af. Ţeir sem skrifa ćvisögur geta átt von á ţví ađ móđga stóran hóp fólks sem ţótti meira til mannsins sem ritađ er um koma en ţađ sem höfundur ćvisögunnar dregur fram. Ađrir sögumenn verđa hins vegar ástfangnir af ađalpersónunni og skrifa helgirit. Vandamáliđ fyrir höfunda sem skrifa á tímalaunum eđa sem verktakar fyrir fjölskyldur sem vilja eignast ćvisögu um löngu látinn ćttingja vorkenni ég hreinlega. Ţađ getur ekki veriđ skemmtileg iđja nema ef einstaklingurinn sem skrifađ um hafi ekki veriđ barnanna bestur og helst hálfgerđur bófi. Engla og ćttarljós hlýtur ađ vera mjög leiđinlegt ađ skrifa um. Slíkt fólk er litlaust og um ţađ á ađ rita helgisögur međ jarđteiknalista aftast.
Guđmundur Magnússon er orđinn einn helsti ćvi- og ćttasöguritari landsins og hefur farist ţađ mjög vel úr hendi. Hann er međ ţeim bestu í ţessari vandmeđförnu list. Hann er nú međ bók í um Eggert Claessen hátt á sölulistum fyrir jólin, og margfrćg er bók hans um Thorsarana sem kom út hér um áriđ og sem ég hef haft mikla ánćgju af ađ lesa. Bókin er ţađ sem menn kalla eye-opener.
Ţótt ég fari ađeins niđur í eyđur og skalla á Thorsarabókinni, ber ekki ađ líta á ţađ sem gagnrýni, heldur sem viđbćtur viđ verk sem stendur vel undir nafni.
George Lincoln Rockwell um Ísland og "gyđingana tvo" á Íslandi
Torsararnir munu hafa valdiđ sögumanni sínum Guđmundi nokkrum höfuđverk, ţví ţegar upp var stađiđ líkađi ekki öllum Thorsörum sem greiddu fyrir verkiđ viđ ţađ sem skrifađ stóđ, og var ţar fyrst og fremst kaflinn um bandaríska nasistann Rockwell sem fór fyrir brjóstiđ á velefnuđum Thorsörum sem héldu Guđmundi uppi međan hann skrifađi um afrek forfeđra ţeirra.
Er nema von ađ menn vilji sem minnst heyra um hundsbrund eins og George Lincoln Rockwell, sem sló konuna sína og var hiđ mesta fúlmenni sem rekiđ hefur á fjörur Íslands. Áriđ 1961 lýsti ţessi ógeđfelldi mađur eftirfarandi kom fram í viđtali viđ hann í ögrandi vikublađi sem kallađ var Realist, og vitnađi fjöldi blađa í Bandaríkjunum í ţetta viđtal vikurnar á eftir:
"... What about the murder of six million Jews and those gas ovens? Rockwell claims they were built AFTER the war, by Jew, of course- "just like they put on their Hollywood movies." Yet, says the leader, he has evidence of millions of "traitors" in this country, and when he comes to power "we will bring them berfore the juries. And if they´re convicted, we´ll gas ´em."
Rockwell, 43, claims to have a great silent following in this country and around the world. He expects the first Nazi governmen in, of all places, Iceland within four to five years. "Our best information is that there are only two Jews in Iceland." He predicts he will be elected govenor of Virginia in 1964 and president of the United States in 1972."
Ekki veit ég hvort Guđmundur Magnússon ritađi svo náiđ um ţennan tengdason Thorsaranna, ađ ţetta hafi veriđ međ, en fyrst upplag bókar hans var ađ sögn hafnađ og nýtt var prentađ ţađ sem Rockwell-meiniđ var minna áberandi í sögu Thors-ćttarinnar.
Hann var ekki beint óskadraumur tengdamömmu auminginn hann Rockwell.
Ţó svo ađ bók Guđmundar hafi komiđ út og hann haldiđ ţví fram, međ tilvísun til ţess er ţetta skrifar, ađ Thorsarar vćru nú örugglega ekki af gyđingaćttum, héldu menn áfram ađ halda ţví fram. Enn sést ţví fleygt ađ ástćđan fyrir ţví ađ Thor Thors hafi viđurkennt Ísraelsríkis áriđ 1948 hafi veriđ vegna ćttartengsla viđ gyđinga. Engin ćttartengsl viđ gyđinga er ađ finna međal Thorsara og "útlit" ţađ sem menn tengdu meintum gyđingauppruna Thorsaranna er ađ öllu leyti komiđ úr rammíslenskri ćtt íslenskrar eiginkonu Thors Jensens.
Bróđir Thors Jensens, gyđingahatarinn Alfred J Raavad
Guđmundur Magnússon leitađi viđ skrif bókar sinnar um Thorsararna til mín vegna ţeirra ţrálátu farandsögu ađ Thor Jensens hefđi veriđ af gyđingum komminn. Ég leitađi til ýmissa sérfrćđinga í Danmörku til ađ ganga úr skugga um ţetta og Guđmundur vitnađi í mig um ađ ţessi mýta vćri fjarstćđa. Ţví hef ég ekki falliđ ofan af síđan. Hins vegar kynnti ég síđar hér á Fornleifi kynnti til sögunnar áđur ókunnan, eldri bróđur Thors Jensens, sem um tíma var merkur arkitekt vestan Atlantsála, en einnig hinn argasti gyđingahatari. Hann hét Alfred Jensen Raavad (einnig skrifađ Rĺvad; 1848-1933 - Sjá mynd hér til vinstri).
Hér á Fornleifi birtust tvćr greinar um karlinn (hér og hér) og m.a. var greint frá tengslum hans viđ flokk í Danmörku sem kallađur var Foreningen til Fremmedelementers Begrćnsning , en nafninu var síđar breytt í Dansker Ligaen sem hafđi lítiđ annađ á stefnuskrá sinni en hatur og illindi út í gyđinga.
Eftir uppljóstrunina um gyđingahatarann sem var bróđir Thors Jensens, mćtti halda ađ frćndgarđur Thorsaranna vćri orđinn ţađ sem Ţjóđverjar kalla svo lýsandi "salonfähig".
Nei, aldeilis ekki. Eins og í öllum góđum ćttum, sem stórar ćttarsögur eru skrifađar um, er alltaf eitthvađ kusk á hvítflibbanum og ryk sem gleymst hefur undir gólfteppunum.
Eftir ţetta langa og ertandi forspil erum viđ loks komin ađ söguhetjunni í ţessari frásögn, henni Lóló.
Lóló eđa "Guđrún" ?
Lóló, eđa Ólafía Jónsdóttir (12.10. 1919-29.5.1993) var einnig tengdadóttir Thorsaranna, gift inn í hina merku fjölskyldu líkt og vitleysingurinn Rockwell, sem menn káluđu ađ lokum í Bandaríkjunum eins og óđum hundi - sem hann og var.
Lóló var hins vegar hiđ mesta ljós, Reykjavíkurmćr og dóttir mikils útgerđarmanns Jóns Ólafsson forstjóra Alliance, sem kosinn var á ţing fyrir Sjálfstćđisflokkinn áriđ 1937, en lést ţví miđur áđur en hann gat tekiđ sér setu ţar. Lóló var ađ ţví er viđ best vitum mjög greind stúlka og lauk stúdentsprófi ađeins 17 vetra. Lóló/Ólafía Guđlaug er ţó varla nefnd í bók Guđmundar Magnússonar um Thorsaranna, nema ađ Thor Guđmundsson Hallgrímsson (dóttursonur Thors Jensens) kvćntist henni áriđ 1942.
En ţađ hefđi nú mátt nefna ađ hún Lóló var líka bráđhugguleg og margt til lista lagt, og hún var meira ađ segja fyrsta fegurđardrottningin sem kosin var á Íslandi en ţađ var sumariđ 1939. En ţađ var nú ef til vill frekar aum keppni ţví keppendur sem sćtari voru en Lóló og tilheyrđu sauđgrárri alţýđunni máttu ekki vera međ í keppninni. Fyrsta fegurđarkeppnin í Reykjavík var ađeins fyrir betri-borgaradćtur og fór fram í Vikunni. Hugmyndin um yfirburđafríđleika íslenskra kvenna er ţví ekki alveg ný á nálinni. Bregđum niđur í greininni Fríđustu dćtur Íslands sem birtist í Vikunni áriđ 1939:
Ţađ er mál ţeirra manna, sem víđa hafa fariđ, og margar konur séđ, ađ hvergi geti fegurri konur en á voru landi, Íslandi. Og ţetta er ekki skrum, ţví ađ íslenzka stúlkan er hvort tveggja í senn: fagurlimuđ og andlitsfríđ. En ţar viđ bćtist sú sjaldgćfa gjöf guđa, er ţćr hafa í ríkari mćli en nokkrar stallsystur ţeirra, er í öđrum ţjóđlöndum lifa, ţá náđargjöf, sem á flestum Evrópu-málum nefnist: charmé. Ţađ orđ er einnig vel skiljanleg íslenzka í Reykjavík. Glćsileiki hennar á sjaldnast skilt viđ fágađan kvenleika yfirstéttarkvenfólks erlendis, en er runninn frá öđrum og heilbrigđari rótum.
Auk ţessa er íslenzka stúlkan yfirleitt blátt áfram í fasi, svo ađ stundum getur valdiđ misskilningi í bili. Glćsileiki hennar á sjaldnast skilt viđ fágađan kvenleika yfirstéttarkvenfólks erlendis, en er runninn frá öđrum og heilbrigđari rótum. Fyrir tćpum mannsaldri vorum viđ Íslendingar nćr einvörđungu bćndaţjóđ, og ţađ á allfrumstćđu stigi, tćknilega séđ. Bókmenningu áttum viđ nćga, og ţađ, sem henni fylgdi, en á ţessari öld, og einkum síđustu 20 árin hafa Íslendingar breytt mjög um viđhorf og lífsvenjur, og ţađ svo, ađ halda mćtti, ađ ţeir hefđu stokkiđ yfir aldir, eđa eins og greindur mađur komst ađ orđi: Ađ Íslendingar hefđu stigiđ úr hjólbörunum beint upp í flugvélina. Af ţessu hefir eđlilega leitt ýmsan glundrođa og flaustur í ţjóđfélaginu, ţótt betur hafi fariđ, en ćtla mćtti. Ţađ má slá ţví föstu, ađ sá hluti ţjóđarinnar, sem bezt hefir runniđ ţetta skeiđ, séu íslenzku stúlkurnar. Hver skyldi trúa ţví, er hann lítur yfir danssal, fullskipađan ungum, íslenzkum meyjum, ađ ţćr vćru dćtur kotunga og fátćkra fiskimanna í ótal ćttliđu, og eigi allar ţeirra hafi slitiđ barnsskónum viđ ađgerđir á fiski, línubeitingar, viđ smalamennsku og votaband. Í ţeim sal myndi ókunnugum ganga illa ađ segja fyrir um ţađ, hverjar stúlkurnar vćru af alţýđu komnar, og hverjar af hinni svokölluđu yfirstétt, og skilur hér í ţjóđfélagslegu tilliti mjög á milli ţeirra og stallsystranna erlendis.
Hánorrćnt njósnakvendi?
Svo er nú ţađ. Aldrei hefur vantađ lofiđ á hina íslensku konu. jafnvel ţegar menn voru "ađ stíga úr hjólbörunum upp í flugvélina" eins og Vikupenninn komst svo faglega ađ orđi. Ţegar Lóló hafđi veriđ kosinn (sjá hér) var ţetta einnig prentađ í Vikunni:
Og vestur eftir Austurstrćti trítlar hin unga fegurđardrottning Íslands, léttstíg og hvöt í spori eins og ćskan. Hún er hánorrćn ađ yfirlitum, 117 pund ađ ţyngd, 169 sentimetrar á hćđ, notar skó nr. 36 og hefir gulbjart, náttúruliđađ hár og perluhvítar, fagrar og sterklegar tennur. Vonandi bítur hún ekki frá sér međ ţessum gullfallegu tönnum!
Menn gátu kosiđ á milli nokkurra ungra kvenna sem myndir voru birtar af en ţćr voru ekki nefndar á nafn, svo líklega verđum viđ ađ viđurkenna ađ hlutleysi var ţó einhvers stađar til stađar í ţessari keppni. Lóló er nr. 3, en mér ţykir nú nr. 1 vera fallegust. Nr. 2 er nú alveg eins og hryssa, ef ég má segja mitt álit, og miklu líkari njósnakvendi en Lóló.
Eins og síđar kom fram í Vikunni hafđi Lóló haldiđ ung til listanáms í Ţýskalandi. Í ţá átt hafđi hugur hennar snemma beygst. Hún dvaldi í um tvö ár í München og lćrđi leiklist, en um ţennan kafla sögu hennar er lítiđ skrifađ í minningargreinum um hana í Morgunblađinu ţegar hún andađist áriđ 1993.
Hér er Lóló nr. 3 í kynningu á keppendum í fegurđarsamkeppni sem Vikan stóđ fyrir (sjá hér og hér).
Ekki var ţađ nú ástćđan fyrir ţví ađ Fornleifur fékk áhuga á Lóló. Ţađ var hins vegar safarík frásögn Vilhjálms Finsens eins af fyrstu ritstjórum Morgunblađsins og síđar sendiherra í öđru bindi endurminninga sinna sem hann kallađi Enn á heimleiđ. og sem út kom hjá Almenna Bókafélaginu áriđ 1956. Ţar greinir Vilhjálmur frá ungri íslenskri konu sem komin er úr leiklistanámi í München og fer síđan međ miklum pilsaţeytingi í heimi nasistanjósnara í Kaupmannahöfn.
Hvort saga Vilhjálms Finsens er alsönn er ég ekki dómbćr á, en ţađ sem hann ritar ađ konan sem hann kallar "Guđrúnu" hafđi veriđ í München og ađ hún hafi kynnt sig í Kaupmannahöfn sem dóttur manns sem "ćtti hluta af íslenzka fiskiflotanum", getur vart veriđ um ađra konu ađ rćđa en Ólafíu Jónsdóttur, Jóns Ólafssonar í Alliance, sem um tíma var taliđ ganga nćst Kveldúlfi Thorsaranna á velmektarárum ţessara íslensku stórfyrirtćkja.
Vilhjálmur Finsen gefur í skyn í bók sinn sem kom út áriđ áriđ 1956, ađ unga leikkonan sem hafđi aliđ manninn í Ţýskalandi nasismans hafi leikiđ sér nokkuđ óvarlega međ háttsettum ţýskum nasistum og njósnurum í Kaupmannahöfn og ađ ţađ hafi komiđ til tals ađ hún vćri međ í njósnaleiđöngrum. Vilhjálmur skrifađi ađ Horst Pflugk-Harttung, sem kom ásamt bróđur sínum Heinz ađ morđi Rósu Luxemburg og Karl Libeknecht áriđ 1919 í Berlín, hafi reynst "Guđrúnu" sem leiđarljós í Kaupmannahöfn. Allt sem ég hef lesiđ um Horst Pfugk Hartung í dönskum dómskjölum sýnir mér ađ hann hafi veriđ hiđ argasta illmenni.
Nú er orđiđ fjandanum erfiđara ađ ná í ćvisögu Vilhjálms Finsens. Ţađ er eins og hún hafi lent á skipulagđri bókabrennu, ţví svo sjaldgćf er hún orđin. Ég náđi samt loks í slitiđ eintak sem Lestrafélag Skeiđahrepps hafđi fargađ og sem var komiđ í sölu hjá fornbókasala einum á Selfossi sem oft bjargar manni međ ţađ sem manni er vant um. Lćt ég hér fylgja síđur ţćr sem Vilhjálmur Finsen skrifađi um "Guđrúnu" sem hafđi svo ćđi náin kynni af toppnasistum og njósnurum í Kaupmannahöfn.
Nú veit ég ekki, hvar Vilhjálmur Finsen keypti öliđ, en lćt samt flakka frásögu Finsens, sem ţiđ getiđ lesiđ hér, í von um ađ sú frásaga verđi leiđrétt, eđa ađ betri eđa réttari upplýsingar fáist um konuna sem gerđi nasistana í Kaupmannahöfn svo helvíti "geil". Enginn amađist út í ţessa lýsingu Finsens sendiherra á "Guđrúnu" njósnakvendinu í Kaupmannahöfn, er bók hans Enn á heimleiđ kom út áriđ 1956.
Ţess bera ađ geta ađ Horst von Pflugk-Harttung, njósnaleiđtoginn sem nefndur er af Finsen, var í Danmörku undir ţví yfirskini ađ hann vćri blađamađur en hann hélt um njósnahring sm kallađur var Auslandsspionage Nord. Pflugk-Hartungg sem var dćmdur af Dönum í fangelsi fyrir njósnir áriđ 1938, en leystur úr haldi er Ţjóđverjar ţrömmuđu inn í Danmörku áriđ 1940. Hann stjórnađi tugum njósnara, ţýskum, dönskum, sumum háttsettum embćttismönnum, og íslendingum. Ég hef t.d. skrifađ um hann hér. Paul Burkert, sem Finsen kallar Burchardt, á hin íslenska "Guđrúnu" ađ hafa veriđ tygjum viđ. Burkert var slyngur ađ lađa fólk ađ sér, og ţví hefur veriđ lýst svo af Thor Whitehead, ađ Kristján Eldjárn hafi haft ţó nokkuđ mikil afskipti af manninum, áđur en danski arkitektinn og fornleifafrćđingurinn Aage Roussell, sem rannsakađi Stöng í Ţjórsárdal á undan mér, bannađi Eldjárni ţađ. Í Danmörku vissu menn vel hvađ fyrirhugađur fornleifaleiđangur Ţjóđverja á Íslandi gekk út á.
Blađsíđa í skýrslu frá yfirheyrslum bandaríska flotans á Pflugk-Harttung í Arizona eftir stríđiđ (1945), ţangađ sem hann hafđi veriđ fluttur sem fangi frá Frakklandi út í eyđimörk. Í Arizona viđurkenndi hann ađ hafa sjálfur drepiđ Karl Liebknecht áriđ 1919. Yfirmađur "Guđrúnar" njósnakvendis í Kaupmannahöfn var ţví ótíndur morđingi og hryđjuverkamađur. Burkert, viđhald "Guđrúnar" útgerđamannsdóttur, var hins vegar ađ öllum líkindum tekinn af lífi af Rússum fyrir glćpi í fangabúđum nasista.
Ég bar söguna um Lóló undir Guđmund Magnússon höfund bókarinnar um Thorsarana áđur en ég birti ţessa grein sem ţiđ nú lesiđ. Guđmundur kannađist ekki viđ sögu Vilhjálms Finsens af dóttur eins helsta útgerđamannsins í Reykjavík, konu sem um tíma átti í tygjum viđ nasistanjósnara í Danmörku nćstum ţví barnung ađ aldri.
Ef ţađ var ekki fegurđardísin Lóló, hver var ţá konan, sem átti einn helsta útgerđamanninn á Íslandi fyrir föđur og sem lćrđi um skeiđ í München og sem tilbúin var í tuskiđ međ nasistum samkvćmt Vilhjálmi Finsen?
Hér lýkur nú sögunni af nasistadraugum Thorsfjölskyldunnar. Allar frekari upplýsingar vćru vel ţegnar. Í minningargrein um Ólafíu Guđlaugu Jónsdóttur Hallgrímsson áriđ 1993 í Morgunblađinu er ţannig ritađ ađ allt hafi bent til ţess ađ menn hafi óskađ sér ađ minningar um veru Lóló í Ţýskalandi og Danmörku yrđu látnar óhreyfđar í öskustó síđari heimsstyrjaldar:
Lóló hafđi góđar námsgáfur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ađeins 17 ára gömul. Hún fór síđan til München til listnáms, en seinni heimsstyrjöldin batt enda á ţá drauma. Hún kom heim skömmu áđur en stríđiđ hófst og hvarf ekki til náms ađ nýju. Flest allt, sem hún hafđi gert í listnáminu ţar, varđ eftir í Ţýskalandi og varđ eldi og eyđingu ađ bráđ.
VIĐBÓT:
á fyrrihluta árs 2019 hélt Hannes Hólmsteinn Gissurarson ţví fram í tölvupósti til mín, ađ íslenska konan sem var međ Burkert hafi veriđ Sigríđur Hjördís Einarsdóttir frá Miđdal (systir Guđmundar frá Miđdal). Mjög margt í frásögn Kurt Singers og Vilhjálms Finsens tel ég ađ stangist á viđ ţá niđurstöđu og hef ég greint frá ţeirri skođun minni hér. Hannes hefur enn ekki fćrt mér heimildir sem geta rennt stođum undir skođun hans.
Íslenskir nasistar | Breytt 7.9.2019 kl. 06:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Er hormottan undir nefi Hitlers enn helg á Íslandi?
6.11.2017 | 18:55
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hyggst minnast aldarafmćlis Jóhannesar Zoëga fyrrv. hitaveitustjóra nćstkomandi fimmtudag, 9. nóvember. Ţá verđur haldiđ málţing um Jóhannes eftir hádegi. Er ţađ vart í frásögur fćrandi, nema fyrir ţađ ađ nú hefur mađur úti í bć, sem leyfđi sér ađ hafa skođun á einu atriđi á ćviferli Jóhannesar upplifađ ađ skođanir hans hafi veriđ fjarlćgđar af FB Orkuveitunnar. Ţetta vakti furđu mína.
Orkuveitan tilkynnti á FB um málţingiđ, sem er vćntanlega opiđ öllum međan húsrúm leyfir eins og sagt er. En ţađ nokkur umrćđa á FB OR eftir ađ mađur ađ nafni Steinţór Bjarni Grímsson leyfđi sér ađ minnast á tengsl Jóhannesar Zoëga heitins viđ Ţýskaland Hitlers, ţar sem Jóhannes stundađi framhaldsnám. Ćttingjar Jóhannesar og ađrir sćttu sig greinilega ekki viđ ţćr skođanir sem Steinţór hefur
En viti menn. Hefur nú heila ritsennan frá ţví í gćr veriđ fjarlćgđ og ný mynd sett í stađ ţeirrar sem var á FB-fćrslunni í gćr. Á brott eru bćđi skođanir Steinţórs, sem og svör ýmissa í hans garđ, t.d. afkomanda Jóhannesar Zoëga. Nú í morgun er bara ein athugasemd sem hljóđar svo: Ţessu vil ég helst ekki missa af. Hlakka mikiđ til og takk fyrir allir sem ađ ţessu koma. Ţetta verđur meira en eitthvađ. Síđan hafa komiđ nokkrar athugasemdir manna sem spyrjast fyrir um hvađ hafi gerst, en ábyrgđarmađur Facebókar Orkuveitunnar veitir greinilega ekki svör viđ ţessari furđulegu ritskođun sem átti sér stađ í gćr
Af hverju láta menn svona, ćsa sig út af engu og fremja ritskođun ... spúla allt í burtu međ sjóđandi heitu vatninu? Lítum á rök:
Jóhannes Zoëga valdi ađ stunda nám í Ţýskalandi Hitlers á tíma, er mönnum var ljóst ađ mannréttindi voru ţar fótum trođin.
Jóhannes Zoëga valdi ađ yfirgefa ekki Ţýskaland, ţegar ţađ stóđ til bođa í byrjun stríđsins.
Jóhannes Zoëga valdi ađ vinna fyrir fyrirtćkiđ BMW, sem notađi ţrćla í verksmiđjum sínum.
Jóhannes Zoëga valdi ađ fara út ađ borđa á uppáhaldsveitingastađ Hitlers í München, Osteria Bavaria, ţegar hann fagnađi prófum sínum áriđ 1941. Látiđ hann sjálfan segja ykkur makalausa söguna međ hjálp sonar síns (lesiđ hér).
Jóhannes Zoëga, fátćkur stúdent frá Íslandi, át á Osteria Bavaria og sá ţar Unity Valkyrie Mitford međ Hitler. Unity var systir Diönu Mitford sem gift var Mosely leiđtoga breskra nasista. Ţessi mynd er einmitt af ţeim Adi (Adolf) og Unity Valkyrju á Osteria Bavaria, en hvort hún er tekin sama dag og Jóhannes fagnađi prófum sínum, veit ég ekki. Myndin hér fyrir neđan er litmynd af ţví er ţegar Hitler kemur á veitingastađinn áriđ 1941.
Mađur sem valdi ađ leggja braut sína eins og Jóhannes Zoëga gerđi, getur ekki hafa veriđ annađ en nasisti og ađdáandi Hitlers á ákveđnum tíma ćvi sinnar. Af hverju er svo erfitt ađ horfast í augu viđ ţađ?
Enn einu sinni leyfi ég mér ađ minna menn á, ađ menn gátu veriđ svćsnir nasistar, ţó ţeir klćddust ekki einkennisbúningi Hitlersveldisins eđa tćkju ekki ţátt í hernađi Ţriđja ríkisins.
Jóhannes Zoëga starfađi hjá BMW sem verkfrćđingur. BMW stundađi ţá eingöngu framleiđslu hergagna, sem urđu ţúsundum manna ađ bana. "Vinna ađ smíđi flugvélahreyfla hjá BMW" er ţađ sama og vinna viđ dauđa saklauss fólks fyrir BMW. BMW hefur loks í fyrra beđist afsökun á ţátttöku fyrirtćkisins í morđum, hryđjuverkum og stríđsglćpum. Jóhannes vann hjá einni deild BMW og var ţví ţátttakandi. Hann taldi sig hafa fengiđ vinnu hjá BMW, ţar sem Gestapo hefđi horn í síđu sinni (sjá hér). Stjórnendur BMW héldu ţrćla og hjá BMW var augljóslega ekkert mál fyrir vel menntađan Íslending ađ fá vinnu sem vel launađur verkfrćđingur.
Ţrćlar í BMW verksmiđju áriđ 1943. Ţeir borđuđu ekki á Osteria Bavaria, svo mikiđ er víst.
Ef Jóhannes vissi ekki af ţrćlkun í verksmiđjum BMW, hefur hann veriđ mjög óathugull mađur, jafnvel siđblindur, og verđur mađur alvarlega ađ draga ćvisögu ţannig manns mjög í efa. Međan Jóhannes var hjá BMW hafđi eigandi BMW, Günther Quandt, og sonur hans Herbert skilyrđislausa samvinnu viđ ţýsk stjórnvöld og notuđust ţeir feđgar viđ 50,000 ţrćla í hergagnaverksmiđjum sínum. Um 80 ţrćlar létust í mánuđi hverjum vegna lélegs ađbúnađar í verksmiđjubúđum BMW og fjöldi fólks var tekinn ţar af lífi. Hérhttps://bmwslave.wordpress.com/ má frćđast betur um BMW á stríđsárunum.
Ef ekki má rćđa um fortíđ Jóhannesar Zoëga á málţingi um Jóhannes Zoëga og ćvi hans, eru Íslendingar ef til vill enn ekki reiđubúnir ađ heyra allan sannleikann um sjálfa sig og sér í lagi Íslendinga sem veđjuđu á Hitler? Gangstćtt ţví sem gerđist í Evrópu var slíkum mönnum hyglt á Íslandi og ţeir fengu margir ágćtis embćtti (Lesiđ meira hér).
Á málţinginu fimmtudaginn 9. nóvember mun Stefán Pálsson sagnfrćđingur segja sögu Jóhannesar í erindi sem ber heitiđ Ćvi og störf Jóhannesar.
Á flokksskírteininu í rassvasa Stefáns stendur mjög greinilega VG. VG er einn ţeirra stjórnmálaflokka sem telja sig sérleyfishafa á réttar hugsanir, sannar skođanir og á tíđum á hinn heilaga sannleika. Félagarnir í VG eru, eins og allt heilvita fólk veit, andsnúnir ţrćlahaldi og fjöldamorđum. Vart er ţví viđ öđru ađ búast en ađ Stefán segi alla sögu Jóhannesar hjá glćpafyrirtćkinu BMW og Tćkniháskólanum í München. Eđa eigum viđ frekar ađ búast viđ einhverju snöggu Hitler-Stalín samkomulagi í höfđi Stefáns og ađ ritskođun verđi á fullu hjá honum líkt og á fésbók OR?
Kannski ćtlar Stefán Pálsson sér ekkert ađ fjalla um stríđsárin í lífi söguhetjunnar sem hyllt verđur nk fimmtudag. En fjallar Stefán Pálsson (VG) ţá um hvernig Jóhannes fékk stöđuna sem hitaveitustjóri, algjörlega án ţess ađ stađan vćri auglýst, og var settur í embćttiđ af mági sínum, eftir ađ Jóhannes var búinn ađ gera Landssmiđjuna ađ einkafyrirtćki? Eđa er Stefán á launum viđ ađ skrifa um OR eins og pólitískir vindar ţjóta? Ţá vitum viđ náttúrulega hvar Davíđ keypti öliđ.
Íslenskir nasistar | Breytt 7.9.2019 kl. 04:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Illugi Jökulsson veitir njósnara og landráđamanni uppreist ćru
5.9.2017 | 15:17
Ég hafđi vart lokiđ fćrslunni hér á undan um sagnfrćđilega ónákvćmni Veru Illugadóttur í útvarpsţćtti, en ađ ég ţurfti aftur ađ stinga niđur penna til ađ rita um óvenju grófa ónákvćmni föđur hennar, hins landsţekkta meiningarmanns um allt milli himins og jarđar, Illuga Jökulsson.
Illugi var síđla kvölds hins 3. september sl. međ ţáttinn Frjálsar Hendur og valdi hann ađ segja sögu dćmds íslensks landráđamanns, Jens Pálssonar, njósnarans á frystiskipinu Arctic. Fornleifur hefur gert ţví skipi skil áđur (sjá hér).
Ţađ sem Illugi las upp var sagan eins og Jens Pálsson óskađi ađ hún yrđi sögđ. Nóg hefur nú heyrst af rugli um ferđir Arctic, en Illugi lék vćgast sagt af fingrum fram sem miđill Jens Pálssonar ţađ kvöldiđ. Hlustiđ á söguna hér.
Sá galli er á gjöf Njarđar, ađ saga Jens Björgvins Pálssonar í ţeirri útgáfu sem útvarpshlustendur heyrđu, stangast verulega á viđ ţá sögur sem hann sagđi Bretum áriđ 1942 og undirritađi til stađfestingar. Jens viđurkenndi glćp sinn en hafđi einnig veriđ margsaga hjá Bretum, líkt og menn sem margsaga eru dćmdir ţyngri dómum í sakamálum á Íslandi í dag.
Gögn um Jens Pálsson eru til á skjalasöfnum erlendis og hann gerđi sér greinilega ekki grein fyrir ţví ađ ţau yrđu ađgengileg ţegar byrjađ yrđi ađ miđla af endursagđri sögu hans af segulbandi ađ honum látnum, en Jens lést áriđ 2000. Illugi Jökulsson hefur ekki gert sér far far um ađ rannsaka ţá sögu sem önnur gögn en íslensk segja. Illugi skrifar stundar einvörđungu ţađ sem Danir kalla andedamshistorie sem útleggst gćti sem heimalningasagnfrćđi. Ţar líta menn sjaldan á heimildir nema í heimalandi sínu. En viđ erum nú öll hluti af stćrra heimi.
Í yfirheyrslugögnum um Jens má ljóst vera, ađ hann tók ađ sér njósnir fyrir nasista og var í sambandi viđ íslenska nasista ţegar heim var komiđ frá Spáni og veđurskeyti höfđu veriđ send frá skipinu á tćkum sem ţýskir njósnarar höfđu komiđ fyrir í skipinu og sem Jens vann viđ. Jens koma á kreik sögum um barsmíđar á sér á Íslandi og á Englandi, ţar sem hann var hafđur í haldi til ágústmánađar 1945. Engar af ţeim sögum er hćgt ađ stađfesta. Jens fékk af öllu ađ dćma góđa međferđ hjá Bretum, og fékk meira ađ segja ađ svara spurningum međ ţví ađ skrifa svörin.
Jens var illa ţokkađur af öđrum skipverjum Arctic
Samferđamönnum hans á Arctic var langt frá ţví ađ vera hlýtt til Jens Pálssonar. Íslenskur sagnfrćđingur hefur ţetta eftir mönnum sem unnu međ Guđna Thorlacius á skipinu Hermóđi og lýstu ţví ţegar Jens Pálsson reyndi ađ fara um borđ í Hermóđ ţar sem skipstjóri var enginn annar en Guđni Thorlacius, afi forseta Íslands, en Guđni skipstjóri hafđi einnig veriđ í áhöfn Arctic (sjá hér):
Kannski áleit hann sig tilneyddan, kannski var honum ekkert á móti skapi ađ ađstođa nasistana. Hvađ veit mađur. En ég held ađ ég hafi skrifađ ţér sögu Sigurjóns Hannessonar heitins (hann lést í sumar) af ţví ţegar Jens hugđist ganga um borđ í Hermóđ á Austfjörđum ţar sem hans gamli stýrimađur af Arctic, Guđni Thorlacius, réđ ríkjum. Guđni lét hindra ađ Jens kćmist um borđ og hafđi um hann ill orđ, sagđi Sigurjón, en slíkur talsmáti mun annars hafa veriđ sjaldheyrđur hjá honum. Ţađ sögđu mér kallar sem ég var međ á Árvakri og höfđu veriđ hjá Guđna. Og ţá var nafni hans bara grunnskólapiltur og áratugir í ađ hann yrđi forseti ţannig ađ ekki var veriđ ađ smjađra fyrir honum né neinum öđrum. Kannski var Guđni fyrst og fremst reiđur Jens fyrir ađ hafa logiđ ađ honum og öđrum í áhöfn Arctic og komiđ ţeim í vandrćđi. Ekki veit ég, en aldrei heyrđi ég um Guđna talađ öđruvísi en af virđingu. Og ţađ átti ekki viđ um alla skipherra Landhelgisgćslunnar ađ ţeir fengju slíkt umtal af skipsmönnum.
Ţegar lesnar eru skýrslur af áhafnarmeđlimum á Arctic, sér mađur reginmun á ţeim sem teknar voru af saklausum mönnum og ţeim seku.
Ţetta getur Illugi kynnt sér í stađ ţess ađ lýsa svađilförum úr síđari heimsstyrjöld beint út úr höfđi Jens Pálssonar. Sumir menn álíta greinilega síđari heimsstyrjöld hafi veriđ eins konar fótboltaleikur, ţar sem ljótt var ađ spila af hörku. Athćfi Jens og hugsanlega skipstjórans, sem ekki var drepinn um borđ á herskipi líkt og Jens lét ávallt í veđri vaka viđ viđmćlendur á Íslandi, heldur andađist á sjúkrahúsi í London úr krabbameini ári eftir ađ hann var fluttur til Englands, gat hafa leitt til dauđa saklausra sjómanna.
Smekkleysa Illuga
Í ótrúlegum auđtrúnađi gefur gefur Illugi í skyn ađ Sigurjón Jónsson hafi dáiđ skyndilega eftir ađ hann var sendur til Englands 1942, og jafnvel ađ krabbameiniđ sem dró hann til dauđa hafi orsakast af illri međferđ hjá Bretum. Reyndar er ţađ rétt ađ Sigurjón dó, en ári síđar en Illugi heldur, eđa 1943.
Illugi lét eftirfarandi orđ falla í ţćttinum Frjálsar Hendur í framhaldi af frásögn um flutning fjögurra áhafnarmeđlima Arctic til Bretlandseyja:
Hinn 13. júlí brá svo viđ ađ Sigurjón Jónsson andađist á sjúkrahúsi - í London. Banamein hans var krabbamein. Ţađ sögđu Bretar ađ minnsta kosti. Víst hafđi Sigurjón veriđ veikur. Ţađ hafđi víst ekki fariđ milli mála. En hafđi ömurlegur ađbúnađur hans í fangavistinni haft áhrif á skyndilegan dauđdaga hans. Ekki sögđu Bretar. En ţeir voru líka einir til frásagnar.
Illugi gleymir bara ađ segja hlustendum sínum og lesendum komandi hasarbókar sinnar, sem vćntanlega á ađ setja undir tréđ um jólin, ađ Sigurjón andađist ekki áriđ 1942 á sjúkrahúsinu í London, heldur sumariđ 1943. Fjöldi gagna er til um sjúkdóm hans og sjúkralegu. Dauđdaginn var ekki eins skyndilegur líkt Illugi vill láta í verđri vaka.
Sigurjón Jónsson skipstjóri. Myndin efst er af Jens Pálssyni.
Upplýsingar um heilsu Sigurjóns í byrjun júní 1943 (efst) og í júlí sama ár (neđar). Vill Illugi trúa landráđamanni eđa ţessum skjölum?
Ţessi aulasagnfrćđi Illuga er forkastanleg og dćmir Illuga úr leik. Honum ber ađ stöđva bók sína, ţar sem ţetta lítilfjörlega efni verđur útlistađ, áđur en ţessi vitleysa hjá honum kemst á prent. En kannski vilja Íslendingar einmitt helst lesa lognar sögur og fá annan endi á mál heldur en ţau sem t.d. dómstólar komust ađ?
Ef hörku var beitt af Bretum viđ yfirheyrslu á áhöfn Arctic, er ţađ alls ekki óskiljanlegt. Ef til vill orsakađist barningur bandarískra hermanna og breskra yfirmanna á t.d. Guđna Thorlacius af lygaframburđi Jens Pálssonar. En furđulegt er ađ ekki má ekki sjá marblett á andliti nokkurs í áhöfn Arctic sem Bretar mynduđu í Reykjavík áđur en ţeir voru sendir utan. Bretum varđ fljótt ljóst hverjir voru ţeir seku um borđ á Arctic voru, og útilokuđu t.d. nćr strax Guđna Thorlacius sem var fljótt farinn ađ túlka fyrir ţá, ţví hann var heiđursmađur og betri í ensku en margir hinna.
Arctic viđ strendur Skotlands
Gyđingar međ demanta dregnir inn í sögu Jens
Frásögn sú sem Illugi las fyrir Jens Pálsson látinn í útvarpi um daginn var á allan hátt afar ógeđfelld. Sagan um gyđinga hlađna demöntum sem Illugi las fyrst, sem áttu ađ vera ađ skemmta sér á hóteli í Vigo, á Spáni er ósómi af verstu gerđ. Ćtti Illugi eingöngu út frá henni ađ gera sér grein fyrir ţví ađ mađurinn sem segir söguna var enn nasisti ţegar hann las sögu sína inn á band. Illugi gerir sér grein fyrir ţví ađ óhróđurinn sem Jens setur í munn Sigurjóns skipstjóra um demanta gyđinganna frá Berlín, sé furđuleg saga, en fer svo í stađinn ađ fabúlera um franska gyđinga og réttlćtir söguna ađ lokum.
Franskir gyđingar komust aldrei frá Vigo til Bandaríkjanna en í einstaka tilfellum áriđ 1942 komust ţýskir gyđingar til St. Louis en ekki međ hjálp demanta heldur á síđustu eignum sínum. Örfáir gyđingar frá Ţýskalandi fóru međ spćnskum skipum frá Vigo til New Orleans áriđ 1942.
Ţjóđverjar höfđu rćnt flestum eigum af ţví flóttafólki sem náđu til Spánar og Portúgals. Reyndar segir Jens Pálsson frá gyđinga sem urđu á vegi hans á hóteli í hafnarborginni Vigo. Hann sagđist viđ yfirheyrslur á íslensku sem ţýddar voru yfir á ensku hafa hitt mann, líklega gyđing, Felix Zevi ađ nafni sem sagđist vera frá Zurich í Sviss. Zevi var um borđ í skipi sem hafđi veriđ kyrrsett, og var ţađ eina skipiđ sem vitađ er ađ hafi flutt gyđinga frá Vigo til Bandaríkjanna, samkvćmt upplýsingum sem ég hef grafiđ upp. Skjöl um ţetta hefđi almennilegur sagnfrćđingur átt ađ geta fundiđ. En Illugi er nú einu sinni ekki sagnfrćđingur. Hann er ađ selja bók sína í útvarpsţćtti sem greiddur er fyrir afnotagjöld íslensku ţjóđarinnar.
Svo lýkur Jens frásögn sinni af flóttafólki međ safaríkri sögu er hann brá sér í land um áramótin 1941-42 i eina af sínu mörgu heimsóknum á hórukassa Vigo. Ţessi greinargerđ hans áriđ 1942, sem var ţýdd yfir á ensku úr íslensku, var á allan hátt mjög frábrugđin ţví sem Illugi Jökulsson hafđi eftir Jens í ţćttinum Frjálsar hendur hér um daginn.
Úr afriti af skýrslu undirritađri af Jens Pálssyni
Jens Pálsson var enn haldinn fordómum nasista rétt fyrir andlát sitt. Međ tilbúningi og óhróđri um gyđinga og demanta ţeirra setur hann eftirfarandi orđ um gyđinga á hóteli í Vigo í munn látins mann, Eyjólfs Jónssonar Hafstein (d. 1959) sem var annar stýrimađur á Arctic. Takiđ efir ţví ađ Jens reyndi ávallt ađ koma skođunum sínum og gerđum á ađra menn:
... og ég man ađ Eyjólfur sagđi í glensi ađ í ţessum sal vćri nú ađ minnsta kosti hálf smálest af demöntum. Er ég nú ekki ađ fjöryrđa um ţađ. Ţetta fólk var ađ halda eitthvađ hátíđlegt sem ekki var okkar, svo viđ yfirgáfum hóteliđ og átum pínusíli og sođin egg á pínubar. Nćsta dag voru skemmtiferđaskipin farin til New York.
Ţegar fariđ er ađ segja endurunna frásögn Jens Pálssonar, dćmds landráđamanns, 75 árum eftir ađ Jens Pálsson loftskeytamađur á Arctic var til í ađ njósna fyrir nasista, međ endursögn sem stangast á viđ ţađ sem hann sagđi viđ yfirheyrslur, er sagnfrćđin orđiđ heldur lítils virđi. Enginn almennilegur sagnfrćđingur myndi láta frásögn Jens standa eina.
Ţađ sem gyldir er Sagan Öll, Illugi, og ekkert annađ en sagan öll, en ekki skekkt og skrumskćld útgáfa hennar. Ef ţörf er á ađ koma neikvćđum tilfinningum sínum í garđ Breta og Bandaríkjamanna til skila, er hćgt ađ gera ţađ á annan hátt en međ samanburđi í sögu íslenskra njósnapésa.
Fólk sem tekur málstađ hryđjuverkamanna sem teknir hafa veriđ af Bretum og Bandaríkjamönnum á síđustu árum og fárast yfir ađferđum ţeirra viđ yfirheyrslur á glćpamönnum, í stađ ţess ađ hugsa út í ţćr hörmungar sem hryđjuverkamennirnir hefđu geta valdiđ, mun ef til vill aldrei nokkurn tímann skilja ađ hryđjuverkamenn og njósnarar fyrir erlend öfl eru ómerkilegar raggeitur sem oftast nćr hugsa ekkert um ađra en sjálfa sig og er skítsama um líf saklauss fólks.
Viđ höfum séđ mikinn fjölda sjálfskipađra dómara á Íslandi á síđari árum, sem telja sig megnuga ţess ađ sýkna menn af morđdómum um leiđ og ţeir fara hamförum ţegar kynferđisglćpamenn fá ćruuppreisn. Ţessi mjög hlutlćga tilraun Illuga til ađ hreinsa mannorđ Jens Björgvins Pálssonar svipar til ţessa furđulegu strauma á Íslandi, enda hefur Illugi ekki ósjaldan veriđ í hćstaréttardómarasćti götunnar. En ţetta er ekki sagnfrćđi og ţađan ađ síđur góđ lögfrćđi. Illugi er ađ selja bók á ríkisfjölmiđli, og honum er greinilega slétt sama um hvort hún sé full af rangfćrslum.
Lćknađist Jens af staminu?
Ađ lokum langar mig ađ nefna, ađ gott er heyra og lesa, ađ Jens Björgvin Pálsson lćknađist af staminu sem hrjáđi hann er hann var fangi Breta 1942-45.
Hann gat hins vegar hiklaust tjáđ sig um ţá sögu sem Illugi Jökulsson leyfir okkur ađ heyra. Enn kannski fengum viđ einmitt ekki ađ heyra upptökuna međ Jens, vegna ţess ađ Illugi telur ekki viđ hćfi ađ láta menn stama í útvarpiđ. En hér ađ neđan geta menn svo séđ, skjalfest, hvernig greint var frá ţessari fötlun mannsins áriđ 1945.
Jens stamađi hins vegar ekki hiđ minnsta í lýsingum sínum af nánum samtölum sínum viđ ţýska nasista á Spáni og meinta gyđinga á hótelum í Vigo. Sumir menn geta bara ekki stamađ á ţýsku.
Íslenskir nasistar | Breytt 4.1.2020 kl. 18:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)