Færsluflokkur: Íslenskir kvenbúningar
Íslenskar kerlingar og karlar í frönskum ritum
14.3.2017 | 20:00
Fornleifur stundar það sem frístundagaman, álíka og læknar leika sér í golfi, að safna teikningum og ristum af íslenskum kerlingum og körlum frá 18. og 19. öld. Á hann orðið dágott safn af þeim sem fyllt gæti heilt óðal í búsælli sveit. Við verðum að þakka Frökkum fyrir að eilífa þessa Íslendinga á seinni hluta 18. aldar, jafnvel þótt þeir hafi hugsanlega aldrei séð Íslendingana sem þeir teiknuðu.
Þær myndi sem sýndar verða hér úr safni Fornleifs, og sem ekki byggja á teikningum í bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Reise igigennem Island (1772), eru einnig flestar franskar. Þessar frönsku myndir voru einu ásjónur Íslendingar sem lítill hluti af heimsbyggðinni hafið séð síðan að íslenskar konur sátu (stóðu) fyrir hjá Albrecht Dürer i Antwerpen árið 1521 (sjá hér). Voru teikningar Dürers vitaskuld lítt til sýnis fyrr en 19. öld þegar þær komust í eigu eins af meðlimum Rotschild-ættarinnar, þeirrar ríku.
Hvort einhver Frakki teiknaði upphaflega þessi hjón, sem yður eru sýnd í dag, á Íslandi, eða hefur látið aðrar myndir hafa áhrif á sig skal ekkert fullyrt um hér. Mér hefur dottið í hug að leiðangrar þeir sem komu til Íslands á vegum franska greifans Buffons (sjá hér) og sem tók með sér sauðkind og þríhyrndan hrút, sem áður hefur verið greint frá á Fornleifi, hafi hugsanlega rissað upp mynd af Íslendingum af tegundinni homo sapiens, án þess að vilja taka slíka vandræðagripi með sér til Frakklands viljuga eða nauðuga. Frakkarnir vildu miklu frekar hafa með sér kind og hrút en mannfólk, enda voru þeir dýrafræðingar. Ástand Íslensku þjóðarinnar var vissulega slæmt á síðari hluta 18. aldar, en Íslendingar voru hvorki í svo mikilli útrýmingarhættu, né það hrjáðir og dýrslegir í útliti að útlenskir ferðalangar vildu hafa spesímen af þeim með sér á fæti til Frans.
Rúmri hálfri öld síðar tóku aðrir Frakkar afsteypur af Íslendingum og höfðu síðar til sýnis í konungshöllinni í París (sjá hér). Segið svo ekki að íslensku afdalafólki hafi ekki verið sýndur áhugi. Vive la France!
Homme Islandois & Femme Islandois (1788)
Fyrsta gerð mynda af íslenskum karli og konu (sjá efst) sem birtist á bók í Frakklandi eru tvær myndir af Homme Islandois og Femme Islandois. Þau birtust í 10. bindi í ritröð um búninga þjóðanna eftir Jaques Grasset Saint-Sauveur, sem ber heitið Costumes Civils actuels de tous les Peuples connus. Bindið sem íslensku hjónin birtust komu út árið 1788. (Sjá myndirnar efst; Hér geta menn flett bókinni sem gefin var út af Pavard útgáfunni í París). Myndirnar voru teiknaðar af Felix Mixelle.
Maður getur leyft sér að velta því fyrir sér, hvort íslenska konan í bók Grasset Saint-Sauveur hafi verið teiknuð eftir mannamyndunum úr einhverjum af útgáfum af bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Reise igiennem Island, sem kom fyrst út í Sorø árið 1772 (2. bindi, sjá hér). Það tel ég þó næsta ólíklegt, og karlinn hjá Eggerti og Bjarna skilar sér alls ekki á teikninguna af íslenska karlinum hjá Grasset Saint-Sauveur.
Þess ber að geta að árið 1788 komu út aðrar myndir af íslenskum hjónum í nágrenni Heklu og öðrum Íslendingum við soðningu við Geysi í Haukadal. Í enskri bók, nánar tiltekið í 1. bindi af bók síra John Trusler: The Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788. Leifur á einnig þessa bók og sömuleiðis úrrifnar myndir úr öðru eintaki í safni sínu. Myndirnar af Íslendingum í bókinni eru heldur ekki fyrirmyndir íslensku hjónanna í frönskum búninga og landfræðiritum.
Homme de L´Islande & [Femme de L´Island] í Costumes de Différent Pays (1797)
Árið 1797, tæpum áratug eftir að Homme og Femme Islandois komu út í bók Grasset Saint Savieurs um búninga heimsbyggðarinnar, kom út rit með endurteiknuðum myndum Grasset Saint-Saveurs sem gefin var út í Bordeaux undir ritstjórn útgefanda sem hét Labrousse. Bókin bar heitið Dostumes de Différent Pays.
Fornleifur á því miður aðeins karlinn, sem ég keypti nýverið í Frakklandi af fornbóksala. Einhvern tíma hefur hann líklega verið rifinn út bókinni, því myndirnar gáfu fyrir nokkrum árum meira í aðra hönd en ef reynt var að selja bókina. Slíkt skemmdarstarfsemi hefur lengi tíðkast og eru bækurnar nú orðnar svo sjaldséðar og svo dýrar að þessi ljóti siður er sem betur fer sjaldgæfari en áður. Ég leita enn að konu fyrir karlinn. Þessi kona hér fyrir neðan á ég ekki en hún á heima á LACMA listasafninu í Los Angeles og því ugglaust ekki til fals fyrir piparsveininn á óðali mínu. Ef ég næ í konu fyrir hann, og hann er ekki hommi, bíð ég í brúkaup í beinni á Fornleifi með tölvukampavíni og ódövrum.
Konan í Los Angeles
Hjón í Tableau historique, descriptif et géographique de tous les peuples du monde (1821)
Á öðrum og þriðja áratug 19. aldar gaf forlagið Lecrivain í París út verk í litlu broti um landafræði og menningu fólks í heiminum. Árið 1821 var Íslandi gerð skil. Listamaðurinn sem fenginn var til að sýna hina hrjáðu íbúa þessa eldfjallalands tók hjón Felix Mixelle frá 1788 og pússaði þau saman á eina mynd. Þetta gera útgefendur víst til að spara, en samt var einnig pláss fyrir Heklu í bakgrunninum. Karlinn er enn með sinn svarta þríhyrnuhatt, stafinn og skikkjuna góðu. Konan er einnig kopípeistuð úr fyrrnefndum frönskum verkum. Mér líkar einstaklega vel við uppgræðsluátakið á þessari mynd. Svo virðist sem listamanninum hafi þótt við hæfi að setja eina Alaskaösp eða álíka stórvið í bakgrunninn. Ég held mikið upp á þessi menningarhjón sem ég hef leyft mér að kalla Vigdísi og Geirharð í höfuðið á frumkvöðlum þeim sem kenndu frönsku á RÚV í árdaga.
Costumes Civils Actuels Des tous les Peuples Connus, dessines d´apres nature, graves et colories (1830)
Árið 1830 birtust loks íslensk hjón, sem skyld voru þeim fyrrnefndu í fyrsta bindi fjögurra binda ritraðar Silvain Marechals, sem hann kallaði Costumes Civils Actuels Des tous les Peuples Connus, dessines d´apres nature, graves et colories, sem út kom í París (Hér er meira að segja hægt að skoða bókina). Fornleifur á þessi hjón í tveimur eintökum og búa ein þeirra ugglaust á Suðurlandi og hin einhvers staðar á Snæfellsnesi.
Vona ég að lesendur hafi haft gaman af þessari myndlistasýningu Fornleifs, sem verður opinn um óákveðinn tíma. Þetta er ekki sölusýning.
V.Ö.V. í mars 2017
Íslenskir kvenbúningar | Breytt 17.9.2019 kl. 02:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
To H.M. Queen Elizabeth II: Please correct the error, your Highness
12.3.2017 | 12:18
The above painting is by Elisabeth Jerichau-Baumann (1819-81), who was one of the leading female painters in Denmark in the mid and late 19th century. Born in Zoliborz, once a wealthy rural area south of Warsaw, into a German family, Elisabeth became a Danish subject, when she married fellow artist and professor of the Royal Academy in Copenhagen, Jens Adolf Jerichau. They had met in Rome, whereto they both had travelled to seek inspiration and live the lives of true artists of the period. In Rome Jens Adolf was a student of the Icelandic-Danish sculptor Bertel Thorvaldsen.
After settling down in Copenhagen, Elisabeth lived in the shadow of her husband, as was the custom of those days. From 1847 and onwards, she gave birth to nine children. Despite this, she managed to work with her art and to present it to a wide public. She found it difficult to get accepted in Denmark being a woman, and later when Denmark and Germany were at war, also because of her German descent. Due to the couples' many visits and stays abroad, together and on their own, Elisabeth Jerichau-Baumann received more recognition in England and especially in France. Her art was also more inspired by French and British trends than by the so called Danish Golden Age painters.
In the month of June 1852 the artist couple travelled to London to present Queen Victoria with a portrait of the Queen dowager of Denmark (see here), and to exhibit Elisabeth's works at the gallery at the newly rebuilt Bridgewater House. A review in the Times, probably referring to the portrait above, reported that 'the lovers of simple natural beauty will not fail to be attracted by the portrait of an Icelandic maiden, in her national Sunday suit, holding her Psalm book in her hand - a picture which for the tenderness and truthfulness of execution seems to us worthy of the highest praise.
During the exhibition, Queen Victoria invited Elisabeth and her husband to a private reception at Buckingham Palace. The painting of the Icelandic girl was bought by Queen Victoria for the amount of 900 Rbd (Rixdollars). The painting now hangs in the drawing room of Osborne House, Isle of Wight.
From an Icelandic girl to a Norwegian widow
At some stage, during the long period of Victoria's own dedicated widowhood, a sign stating that the painting depicted a "Norwegian widow" was fixed to the elaborate frame in 1876. Ever since the owners have been reluctant to correct the error. The title The Norwegian widow is now presented with quotation marks on the website of The Royal Collection Trust in London (see here).
It is highly unlikely that an Icelandic woman living in Copenhagen posed for Elisabeth in Copenhagen. That would definitely have made the 'headlines' in Iceland, which it didn't. A more likely scenario is that Elisabeth used available etchings of Icelandic women, which she found in contemporary travel-books, as a model. She then masked the model with a Hellenistic face and seated her in a slightly Victorian variation of one of the Icelandic church chairs from Grund, which is still kept in the National Museum of Denmark. This 16th century Icelandic chair is one of a pair of chairs (the other one to be found in the National Museum in Reykjavík), carpentered in the Romanesque style. The sad, but majestic face, as well as the black robe of the 'Icelandic woman' might have led to the assumption that she was a widow.
The Grund-chair which Elisabeth Jerichau-Baumann was inspired by
Other Icelandic Women by Jerichau-Baumann
In 1852 Elisabeth completed two variations of the panting of the Icelandic woman; The one she sold Queen Victoria. Another one is now kept at the Hamburger Kunsthalle (Ein isländisches Mädchen, Inv.-Nr. HK-3466; see here on the website of Dr. Jerzy Miskowiak, a Polish urologist and a surgeon who has lived in Denmark since 1971. Dr. Miskowiak plans the publication of all known works of Jerichau-Baumann later this year. The model in the arched panting in Hamburg is similar to that of the Icelandic lady in London. However, she sits in a chair, which has no connection to Iceland at all. The London-painting is a much better work of art than the painting in Hamburg. Most likely the painting in Hamburg, also dated to 1852, was first painted for an exhibition in Copenhagen, after which Elisabeth decided to paint a better version for her exhibition in London. The work in Hamburg has the title "Ein Isländisches Mädchen" - An Icelandic girl. The Germans possibly have found the woman in the picture too young to be addressed as a 'Frau' or a widow.
In 1862 Elisabeth painted still another Icelandic woman with the help of remedies in the form of Icelandic artefacts kept in the National Museum in Copenhagen. Now Elisabeth created the 10th Century Saga-figure Hallgerður, the femme fatale wife of Gunnar from Hlíðarendi. Gunnar was a good friend and companion of Njáll in Njáls-Saga. By putting an 18th century Icelandic crucifix around her neck and an Icelandic ornamented belt around her early 19th century hat, Elisabeth tried to revive a major figure of the Icelandic Saga-litterature, the heartless 10th Century proto-feminist Hallgerður, which the Danes wrongly renamed Hallgjerde. Despite 400 year of Danish rule at the time the portrait was painted, only a few Danes managed to understand Icelandic, not to mention to speak it.
Elizabeth Jerichau-Baumann´s 'Hallgjerde' was auctioned off by Bruun & Rasmussen in 2008. Whom the painting was sold to is a secret, but the estimated value was 50.000 DKK or € 6700 (link Work 570, page 232). Hallgerður didn't want to give her husband a few strands of her long hair so he could rewind the broken cord of his bow, when their home was under attack - which resulted in his death. Now she is hanging somewhere to the delight of a passionate collector, who probably doesn't know that Hallgjerde forsaked her husband, because he had slapped her cheak, when he discovered that she had sent her slave to a neighboring farm to steal.
Iceland rembembers the artist in 1882
Half a year after the death of Elisabeth Jerichau-Baumann, she was remembered in the Icelandic annual magazine, Skírnir. Skírnir reported (in my translation):
On the same day (11 June) died Elisabet Jerichau-Baumann, who has become famous for her drawings and colored paintings. She was married to the sculptor Professor Jerichau, whom she had met in Rome. She was born in Poland to German parents, and in the recallection of her childhood, she had vivid memories from the revolution (1829). One of her paintings is called "Finis Poloniæ" (The termination of Poland). She travelled widely in Europe and was greatly inspired by these travels, e.g.in Constantinopel, where she was allowed to get aquainted to the women of the Sultan in the Harem. She often told vivid and interesting stories about her travels in dailies and pamphlets. Two of her paintings were inspired by Icelandic themes, one was entitled "An Icelandic woman" [the title Islænderinde was printed in Danish in the Icelandic article], and the other symbolized Hellgerður Langbrók. The first painting was bought by Queen Victoria of Britain.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, March 2017
Íslenskir kvenbúningar | Breytt 13.3.2017 kl. 05:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mansal
23.10.2016 | 09:02
Íslenskar konur hafa heldur mikið farið kaupum og sölum á hinum síðustu og verstu tímum. Sér í lagi undirgefnar konur í þjóðbúningum í upphlut með silkisvuntu og skúfhúfu. Þannig var þeim pakkað inn áður en kvenréttindi voru viðurkennd að nafninu til. Erlendis lýsa menn ólmir eftir íslenskum konum af þessari klassísku gerð og sækjast eftir postulínshúð þeirra og brothættri sál og greiða mætavel fyrir.
Nýverið voru tvær slíkar boðnar upp í Danmörku og vildu augsýnilega margir eignast þær. Ég hefði hugsanlega keypt eina þeirra, sem meira var í varið, hefði ég heyrt tímanlega af uppboðinu. En hún hlaut hæsta boð einhvers dansks dóna, sem mun þukla hana og stöðum sem engan getur dreymt um nema einhverri forsetaefnisómynd í Bandaríkjunum.
Ég er sér í lagi að tala um konuna sem ber nafnnúmerið 12164 undir iljum sér, en við gætum bara kallað hana Guðríði. Hún var upphaflega framleidd í Konunglegu Postulínsverksmiðjunni í Kaupmannahöfn á fyrsta fjórðungi 20. aldar.
Hún var hluti af röð þjóðbúningastytta sem danski listamaðurinn Carl Martin-Hansen (1877-1941) hannaði fyrir Kgl. Porcelæn á árunum 1906-1925 og sem báru heitið Danske Nationaldagter. Þetta voru styttur af fólki í þjóðbúningum dansks Konungsríkisins, dönskum, færeyskum, íslenskum og grænlenskum. Bjó Carl Martin-Hansen til myndir af fullorðnu fólki jafnt sem börnum, en ekki er þó vitað til þess að íslensk börn eða karlar hafi farið kaupum og sölum. Stytturnar af fullorðna fólkinu voru jafnan 30-34 sm háar og vel gerðar. Einn hængur var þó á listaverkum þessum, sem fólki gafst færi á að prýða stássstofu(r) sína með. Andlitin voru svo að segja öll eins. Stytta af konu frá Amákri (Amager) var með sama andlitið og konan frá Íslandi og börnin voru öll með það sem Danir kalla ostefjæs, nema grænlensku börnin sem eru iðuleg hringlaga í fasi án þess að hægt sé að tengja það sérstaklega osti.
Fölsk kerling sem seld var á 10.700 krónur árið 2014.
Ef einhver á svona styttu á Íslandi,sem er ósvikin og ekta (því heyrt hef ég að þjóðbúningastyttur Martin-Hansens sé farið að falsa í Kína), þá hafa þær farið á allt að 10.700 krónur danskar. Það gerðist árið 2015 á Lauritz.com netuppboðsfyrirtækinu danska (sjá hér), þar sem oft hefur reynst mikill misbrestur á heiðarleika í sölumennskunni og kunnáttu starfsmanna á því sem þeir reyna að selja. Styttan sem seld var af þessu undarlega fyrirtæki á þessu uppsprengda verði hafði ekki einu sinni nauðsynlega stimpla og málaramerki konunglegu Postulínsverksmiðjunnar, máluninni á styttunni var sömuleiðis ábótavant miðað við styttu sem seld var fyrr á uppboði Bruun Rasmussen fyrir miklu lægra verð en sú var með alla nauðsynlega stimpla og merkingar.
Bið ég lesendur mína að taka eftir tímasetningunum á boðunum og hvenær menn bjóða á nákvæmlega sama tíma sólahrings, og hvernig mótframboð stangast á í tíma (sjá hér).
Spurningin sem gæti vaknað í hugum gagnrýninna manna er, hvort menn sem láta framleiða eftirlíkingar í Kína afhendi styttur til sölu hjá uppboðshúsum og láti mismunandi aðila, þ.e.a.s. vitorðsmenn sína, bjóða í hana til að hækka verðið og lokki þannig ginkeypta Íslendinga sem vilja hafa styttu af ömmu æsku sinnar uppi í hillu til að kaupa hana á hlægilega uppsprengdu verði. Í Danmörku er nefnilega mikið til af fólki sem gjarna selur ömmu sína. Á Íslandi eru aftur á móti til margir sem eiga skítnóg af peningum og vita jafnvel ekki aura sinna ráð.
Lauritz.com stundar þá iðju að halda uppboð á netinu og er fyrirtækið misfrægt fyrir. Vefssíðan Kunstnyt.dk hefur vígt starfsemi sína því að koma upp um vanþekkingu og hugsanlega sviksemi uppboðsfyrirtækisins lauritz.com. Af nógu er greinilega að taka. Hér er t.d. dæmi starfsemi þeirra og aðstoðarmenn vefsíðunnar hafa t.d. fundið málara í París sem framleitt hefur fölsuð málverk fyrir uppboðsfyrirtækið. Lögreglan í Danmörku gerir svo að segja ekkert í svikamálum fyrirtækisins, enda vinna þar fábjánar fyrir það mesta. Danska Dagblaðið Berlingske Tidende skrifar gagnrýnar greinar um Lauritz en fólk heldur áfram að láta snuða sig og aðaleigandi fyrirtækisins keypti sér nýlega stóra vínhöll í Frakklandi áður en fyrirtækið sem einnig starfar á hinum Norðurlöndunum og á Spáni var skráð á verðbréfamarkaðnum í Kaupmannahöfn.
Varið ykkur landar sem kaupið sögu ykkar í postulíni. Konan í upphlutnum eftir Carl Martin-Hansen, er ekki öll þar sem hún er séð. Kaupið þið hana á 10.700 DKK, gætuð þið alveg eins verið að kaupa kerlingu sem er gul á húð undir farðanum og postulínsbrosinu og sem eldar chop suey í stað saltkjöts og bauna. Það þarf meðal annars að líta aðeins upp undir pilsfaldinn á henni til að sjá hvers kyns hún er. Skúfurinn kemur einnig upp um þá kínversku og balderingarnar á vestinu. Eðlilegt verð fyrir ekta styttu er 2-2500 DKK. og ekki krónu meir.
Tvær efstu myndirnar eru af ófalsaðri framsóknarmadömmu Konungslegu Postulínsverksmiðjunnar í Kaupmannahöfn, en hinar eru myndir af svikinni vöru.
Kínverjar þekkja ekki balderingarnar á upphlut þegar þeir falsa íslenskar hefðarkonur og fá þeir greinilega lélegar ljósmyndir frá þeim sem panta verkið og sjá því ekki smáatriðin.
Hér má lesa færslu Fornleifs um aðra ömmu æskunnar sem óprúttið fólk lét búa til úr stolinni "hugmynd" og var það meira að segja verðlaunað fyrir. Þá kom makalaus athugasemd frá Gústafi Níelssyni fv. súludansstaðareiganda og Gretti íslenskra stjórnmála.
Ísland í töfralampanum: 4. hluti
26.5.2016 | 15:20
Unga konan á myndinni hér fyrir ofan var rangleg talin norsk þar til fyrir skemmstu. Hún, eða öllu réttara myndin af henni, var til sölu sem hvert annað aflóga rusl á eBay, og hún var í söluefni dæmd til að vera Norsari, eða þar til Fornleifur fann hana og gerði henni hærra undir höfði.
Nú er sömuleiðis komið í ljós, að myndin er mjög sjaldgæf. Hún er ekki til í söfnum og þangað til að þetta eintak fannst var myndin af þessari hárfögru kona aðeins nefnd í sölulistum fyrir glerskyggnur með myndum frá Íslandi frá 19. öld.
Ekki er hægt að búast við að fáfróðir Bretar viti hvaðan háeðalborin íslensk kona kemur, þegar hún er nefnd til sögunnar sem "Woman wearing Hufa". Það stendur svart á hvítu á mjóum límmiða á kantinum á skyggnumyndinni. Það var einmitt titill skuggamyndar nr. 13 í syrpunni England to Iceland sem upphaflega kom út hjá Riley bræðrum í Bradford um miðbik 9. áratugar 19. aldar.
Fyrir utan húfuna góðu, ber búningur hennar og skreyti öll einkenni íslensk upphlutar. Hún, blessunin búlduleit, er á sauðskinnsskóm þar sem hún rakar á fullu á ljósmyndastofu í Reykjavík. Greinilegt er að þetta var hefðarpía úr bænum, því svona héldu ekta sveitakonur ekki á hrífu, þó svo að rakstur hafi ávallt tengst rómantík og lír. Væntanlega hafa útlendingar sem horfðu hugfangnir á syrpuna England to Iceland haldið að íslenskar konur trítluðu út á tún eða út í mýri í sparifötunum. Af þessu má einnig sjá að landkynningarstarfssemi hefur í árdaga sem síðar verið eintóm lygi og glansmyndagerð, eins og svo oft síðar. Fyrst komu vitaskuld Landnáma og Íslendingabók.
Þetta eintak af syrpunni England to Iceland af nr. 13. "Woman wearing Hufa" var selt af E.G. Wood í Lundúnum, sem á einhverju stigi keypti réttinn til að selja Íslandsskuggamyndir Riley Bræðra og kallaði hana A travel to Iceland. Eins og hægt er að lesa á miðanum í efra vinstra horninu var E.G. Wood til húsa á 1 & 2 Queen Street i Cheapside í London. Heimilisfangið gefur til kynna hvenær myndin hafi verið framleidd. Þetta var heimilisfangs E.G.Wood árin 1898-1900. Myndatakan, sem eignuð verður Sigfúsi Eymundssyni fór hins vegar fram í byrjun 9. áratugar 19. aldar og jafnvel fyrr.
Garðahúfa einnig kölluð Kjólhúfa
Húfan sem konan ber, er heldur ekki hvaða húfa sem er. Þessi húfa kallast Garðahúfa en einnig kjólhúfa og eru nokkrar þeirra til á Þjóðminjasafni. Ein þeirra er nauðalík húfunni sem unga konan á myndinni er með. Þetta vissi Fornleifur ekki fyrr en nýlega, því greinilega hefur Garðahúfunni/kjólhúfunni ekki verið gert hátt undir höfði í yfirreið um sögu íslenskra Þjóðbúninga. Þetta höfuðfat íslenskra kvenna á 19. öld hefur heldur ekki ekki hlotið náð hjá hávirðulegri þjóðbúninganefnd, en formaður nefndarinnar Lilja Árnadóttir safnvörður á Þjóðminjasafni Íslands upplýsti Fornleif að garðahúfur og kjólhúfubúningur séu ekki "löglegur" þjóðbúningur.
Er eitthvað samsæri í gangi gegn þessu höfuðfati? Hér með stofnar Fornleifur vinafélag Garðahúfunnar/kjólhúfunnar í von um að þetta séríslenska höfuðfat, sem notað var á 19. öld, og hugsanlega fyrr, verði gert hærra undir höfði.
Ein af nokkrum Garðahúfum/kjólhúfum á Þjóðminjasafni Íslands. Hún var skráð og varðveitt í Nordiska Museet i Stokkhólmi og hefur safnnúmerið NMs-38809/2008-5-130, en er nú (síðan 2008) í varanlegri varðveislu Þjóðminjasafns. Húfunni er lýst sem: "Kvenhúfa (kjólhúfa). Efni svart flujel. Gullvírsborði, 1,7 að br., efst og marglitur, rósofinn silkiborði næst, br. 2 cm. Tvöfaldur kross af þeim á kolli: (hér er teikning). Á jöðrum efst eru bryddingar, með rauðu silki innst og svörtu flujeli ytri: Baldýruð stjarna eða 5 blaða blóm er á hliðum efst. Silkiskúfar, grænir og rauðir að aptan og framan efst. L. 27, samanl., h. 16 í miðju, 9 við enda, br. um miðju 17,5 cm. Gefin af R.A. Fóðruð með hvítum striga." Þó það komi ekki fram í skráningu, held ég að þetta sé lýsing Matthíasar Þórðarsonar sem skráði íslenska gripi í Nordiska Museet.
Uppruni Garðahúfunnar/kjólhúfunnar eða "Tyrknesku húfunnar"
Uppruni Garðahúfunnar er einnig mjög á huldu. Í grein sem Daniel Bruun skrifaði í Eimreiðina árið 1905, er þetta upplýst um Garðahúfuna, og þar birtist einnig brot af sömu myndinni og notuð var í skuggamyndina hér að ofan:
Sérstök tegund var »garðahúfan« eða »tyrkneska húfan« (22. og 23. mynd), sem óefað er mjög gömul á Íslandi. Hún minnir á fald þeirrar konu, er stendur framar á 1. mynd; en sú mynd er frá lokum 16. aldar. Jafnvel brúðir hafa borið slíkar húfur fram að 1868. Yfirleitt virðist smekk kvenna að hafa verið varið á þann hátt: Jafnhliða eftirsókninni eftir háa faldinum var og eftirsókn eftir fallega skreyttum húfum.
Hvaðan heitið tyrkneska húfan kemur, skrifar Daniel Bruun ekkert um.
Ein af garðahúfum þeim sem Daniel Bruun birtir myndir af í grein sinni í Eimreiðinni árið 1904.
Garðahúfunni/kjólhúfunni hefur svo um munar verið rutt út af síðum sögunnar. Getur hugsast að þessi húfa sé síðbúinn ættingi falda sem voru margs konar á Íslandi frá því á miðöldum? (Sjá hér). Mest af öllu líkist þessi húfa höfuðfati karla í Serbíu, sem kallast sajkaca. Sá hattur varð síðar betur þekktur í annarri gerð sem Titovka, og var slík húfa notuð af flokksmönnum Josip Broz Titos sem börðust vasklega gegn nasistum. Vitaskuld eru engin tengsl þarna á milli frekar en við svarta kjólhúfu Dorritar Moussaieff sem hún bar þegar hún heimsótti fyrrverandi páfa ásamt eiginmanni sínum (sjá hér).
Eins er víst að konan á myndinni er hálfgerð huldukona, og þæði Fornleifur allar upplýsingar um hana (þó ekki símanúmer hennar). Er hún formóðir einhvers í hinum gríðarstóra lesendaskara Fornleifs, þá hafi þeir vinsamlegast þegar samband við Fornleif, einn í einu. Fornleifur leyfir sér þó að detta í hug, að konan sé engin önnur en hin ævintýralega Sigríður E. Magnússon, kona Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge (sjá hér). Fornleif grunar að neðanstæð mynd Sigfúsar af konu í peysufötum með gítar sýni sömu konu og þá sem ber garðahúfuna á skuggamyndinni. Þá er nú ekki langt í að maður láti sér detta í hug að húfan hafi verið ein af mörgum hönnunarverkum hinnar litríku Siggu. Ekkert skal þó fullyrt, því svipaðar húfur þekkjast úr Flatey, Vopnafirði, Reykjavík og frá. Kannski var þetta höfuðfat algengara en við höldum.
Sigríður E. Magnússon á yngri árum? og á eldri árum.
Garðahúfan/Kjólhúfan er frægari en menn halda
Þó að æðstaráð þjóðbúninganefndar hafi stungið 5 tommu nálum í allar óskir um að garðahúfan/kjólhúfan sé löglegur hluti íslensks þjóðbúnings, þá var kjólhúfan nokkuð þekkt í þeim hluta Evrópu þar sem menn keyptu og notuðu súpukraft í matargerð sína. Súpukraftfyrirtækið Liebig hafði það fyrir sið að setja fræðsluefni á lítil spjöld í pakka eða við dósir með súpukrafti. Oft voru þetta litríkar myndasyrpur um lönd og þjóðir. Þýskur, sjálfmenntaður efnafræðingur Justus Freiherr von Liebig (1803-1873), hóf um miðja 19. öld að framleiða þurrkaðan kjötkraft með alls kyns "bætiefnum" til að bæta heilsu vina sinna sem hríðdrápust úr kóleru og alls kyns magakvillum (efnaeitrunum og geislun).
Fullvinnsla á dýrahræjum fyrir súpukraft var fljótlega flutt til Uruguay og síðar til Argentínu, þar sem þýskir innflytjendur og nautgripahjarðir þeirra eyddu landgæðum með ofbeit svo Evrópubúar gætu fengið ódýrt, þurrkað kjötsoð. En þrátt fyrir meira eða minna ómeðvitaða landeyðingu var fyrirtæki Liebigs Fríherra í mun um að fræða fólkið sem keypti kraftinn í teningum (sem einnig gengu undir heitinu OXO) eða sem duft í dós. Þetta var því miklu menningarlegri kraftmiðstöð en t.d. Maggi og Knorr sem sérhvert mannsbarn á Íslandi þekkir og sem aldrei hefur nokkuð barn frætt. Frá og með 1875 og fram á 8. áratug 20. aldar sendi fyrirtækið Liebig/OXO frá sér um 11500 myndir á 15 tungumálum.
Tvær seríur með myndum með íslensku efni voru settar í pakka með kjötkrafti frá Liebig (sjá meira um þær síðar) og í einni þeirra var mynd sem grafin hafði verið eftir myndinni af konunni með kjólhúfuna sem upphaflega seld var í sem skuggamynd hjá Riley Brothers og E.G. Woods. Konan með hrífuna og Garðahúfuna var því með þekktari íslenskum konum áður en Björk sönglaði sig til frægðar og Vigdís varð forseti - og aldrei hafa þær stöllur sett svo mikið sem tána í súputeningapakka. Liebig syrpan með sex myndum sem Kjól-/Garðahúfu-konan birtist í kallaðist á þýsku Liebig Bilder Serie 846 "Island, das Land der Edda" og var fyrst gefin út árið 1911-1912.
Manni leyfist líklega að spyrja: Hvers á þessi fræga garðahúfaeiginlega að gjalda, þá er hún ekki má teljast til búnaðs íslenskra þjóðbúninga?
Fáni Dana, Rødgrød med fløde, var enn notaður á Íslandi þegar Garðahúfan var upp á sitt besta, en ekki er hún ættuð úr Danaveldi.
Höfundur myndarinnar og aldur
Myndasmiðurinn sem tók myndina af konunni með Garðahúfun var vafalaust Sigfús Eymundsson. Það er auðséð á handmálaða tjaldinu á bak við hana sem einnig sést á nokkrum pappírskópíum eftir Sigfús sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni Ísland, sem sjá má á Sarpi. (sjá t.d. hér, hér, hér, hér og hér). Sá möguleiki er einnig fyrir hendi, að einhverjir hafi fengið stúdíó Sigfúss Eymundarsonar að láni, en þá mynd nafns síns notaðist hann lengi á ljósmyndir sínar. Það verður ekki útilokað hér að aðrir hafi fengið að nota stúdíótjöld Sigfúsar - eða jafnvel að Sigfús hafi tekið myndir fyrir Burnett og Trevelyan (sjá 3. hluta).
Myndin hefur að öllum líkindum verið tekin í byrjun 9. áratug 19. aldar um 1881-83. Myndin er skömmu síðar nefnd í sölulistum Riley Bræðra og síðar í lista E.G. Woods.
Undirskriftasöfnun til stuðnings Garðahúfunni/Kjólhúfunni
Þeir sem vilja hefja Garðahúfuna aftur til vegs og virðingar, líkt og þegar hún var stjarna á kjötkraftsmyndum, mega vinsamlegast setja nafn sitt hér í athugasemdirnar. Konur og menn og aðrir sem vilja sauma sér slíkar húfur geta ugglaust fengið frekari upplýsingar á Þjóðminjasafni Íslands. Skammt er í Gleðigöngur og hvað er meira tilvalið fyrir menn sem ganga í kjól en kjólhúfa. Skúfhúfan, skotthúfan, spaðafaldurinn, sér í lagi krókfaldurinn, skildahúfan, skarðhúfan og skautið ættu að fara að vara sig. Konur eru fyrir löngu farnar að að kasta skúfhúfunni. Það er orðinn löglegur réttur heimavinnandi karla að ganga með þessa hatta, líkt og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkurþorps sýndi okkur, en slík apparöt eru nú ef til vill einum of nýmóðins fyrir Fornleif. Setjum því brúna punktinn hér.
Auglýsing árið 1919 í Þjóðólfi. Aldrei tapaði neinn Garðahúfu.
Upplýsingar um garðahúfur/kjólhúfur á Þjóðminjasafni Íslands:
Þjms. 279 ; Kölluð garðahúfa
Þjms. 2052 ; Garðahúfa frá Hofi í Vopnafirði.
Þjms. 2457 ; Garðahúfa frá Reykjavík.
Þjms. 4509 ; Garðahúfa frá Reykhólum í Reykhólasveit.
Þjms. 4642 ; Skráð sem kjólhúfa. Frá Heydalsseli í Strandasýslu.
Þjms. 9206 ; Garðahúfa úr Flatey á Breiðafirði. (Sjá mynd hér fyrir neðan).
Og loks sú sem var meðal gripanna sem komu frá Nordiska Museet 2008.
2008-5-130; Skráð sem kjólahúfa. Sjá mynd ofar
Þakkir fær Lilja Árnadóttir fyrir að veita upplýsingar um garðahúfur Þjóðminjasafns. Húfurnar hafa því miður ekki allar verið ljósmyndaðar enn, og þess vegna er ekki hægt að sýna þær hér.
Fyrri kaflar
Ísland í töfralampanum 1. hluti
Ísland í töfralampanum 2. hluti
Ísland í töfralampanum 3. hluti
Íslenskir kvenbúningar | Breytt 14.5.2021 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)