Mannvist - ritdómur

Mannvist

Falleg og mikil bók um fornleifar og fornleifafrćđi kom út í lok síđasta árs. Ţetta er hin 470 blađsíđna bók Mannvist, sem forlagiđ Opna gaf út. Birna Lárusdóttir hefur ritstýrt. Ţetta er eiguleg bók, en mjög dýr. Kostađi hún heilar 8.590 krónur hjá ódýrustu bóksölunni á Íslandi í febrúar í ár ţegar ég festi kaup á henni.

Bókin er mjög fallega unnin, fjölmargar ljósmyndir eru í henni, misgóđar ţó, en hönnunarvinnan er til sóma. Bókaútgáfan Opna og Anna C. Leplar, sem sá um hönnun bókarinnar, eiga skiliđ hrós fyrir.

Flagđ er undir fögru skinni  

Eins fögrum orđum get ég ómöguleg fariđ um vinnu sumra ţeirra höfunda sem skrifađ hafa í ţessi 1,985 kílógrömm af pappír, sem hefđi veriđ betur nýttur hefđu menn setiđ ađeins lengur yfir ţví sem ţeir skrifuđu, eđa látiđ sér fróđari sérfrćđinga líta á textann áđur en hann var birtur.

Ekki ćtla ég ađ elta ólar viđ stafsetningarvillur og málfar, enda ekki rétti mađurinn til ţess. Nei, bókin er nógu full af ţví sem kallast má vöntun á grundvallarţekkingu, fornleifafrćđilegum rangfćrslum, vangavelturugli og tilvitnanafúski. Skođum nokkur dćmi:

Mannvist1 

Bls. 63

Perla úr kumli á Vestdalsheiđi ofan viđ Seyđisfjörđ sem fannst sumariđ 2004. Í kumlinu fundust yfir 500 perlur. Á myndinni í Mannvist má sjá sexstrenda, af langa perlu úr (neđst). Ţađ furđar ţó, ađ ţegar menn finna 500 perlur í kumli, ađ ekki sé enn búiđ ađ greina efniđ í ţeim og uppruna ţeirra. Í myndtexta er upplýst, ađ „sú eldrauđa og dumbrauđa [sem er perlan sum um er ađ rćđa], eru úr glerhalli og gćti efniviđurinn veriđ kominn alla leiđ frá Asíu."  Dumbrauđa perlan ber öll einkenni karneóls, sem ekki er glerhallur í skilgreiningu íslenska orđsins, sem á viđ um hvíta steina. Ţađ sem kallađ hefur veriđ glerhallur (draugasteinn, holtaţór), nefnist öđru nafni kalsedón (Enska: Chalcedony).Kalsedón er dulkornótt afbrigđi af kvarsi (SiO2) og er ţétt sambreiskja örsmárra kristalla. Glerhallur á Íslandi, sem t.d. finnst í Glerhallavík í Skagafirđi er hvítur. Karneól, (kjötsteinn), er vissulega ćttađur úr Asíu, nánar tiltekiđ frá Indlandi, Íran eđa Arabíu. Karneól er hins vegar rautt afbrigđi af kalsedóni. Ţetta kjötrauđa kalsedón er ekki rétt ađ kalla glerhall á íslensku.

Vitnađ er í munnlega heimild viđ myndatextann í Mannvist. Auđveldara hefđi veriđ ađ tala viđ steinafrćđing eđa gullsmiđ sem hefur lćrt eđalsteinafrćđi (gemmologíu) til ađ fá upplýst hiđ rétta um karneólperluna. Einnig eru til fornleifafrćđingar sem hafa leitađ sér sérţekkingar um perlur. Vissuđ ţiđ t.d. ađ fleiri perlur finnast í heiđnum kumlum karla á Íslandi en í kumlum frá sama tíma á hinum Norđurlöndunum eđa á Bretlandseyjum? Perlur úr Karneóli hafa áđur fundist í kumlum á Íslandi.

Mannvist 2
 

Bls.169

Skeri af arđi, sem fannst á Stöng Ţjórsárdal. Í myndatexta er ranglega sagt ađ annar "hnífurinn" sé frá uppgreftri í Ţjórsárdal. Ţar er rangt. Skerinn til vinstri á myndinni, sem búiđ er ađ setja ofan á teikningu af hlutfallslega allt of litlum arđi fannst ekki viđ fornleifarannsóknir. Ferđamađur sá áriđ 1949 titt standa upp úr gólfinu međfram ţröskuldi inn í skála yngstu rústarinnar á Stöng. Togađi hann í járniđ sem hann hélt ađ vćri eitthvađ járnarusl, en dró ţá upp plógskerinn úr gólfinu . Greint hefur veriđ frá arđi ţessum í greinum eftir ţann sem ţennan ritdóm skrifar, sem einnig mun hafa veriđ sá sem fyrstur benti á ađ leifar af plógum/örđum hefđu fundist á Íslandi. Ţađ gerđi ég fyrst á bls. 170-71 í kandídatsritgerđ minni sem ég afhenti í desember 1985.

Einnig má lesa um skerinn og sjá mynd af honum í  alţjóđlegri sýningaskrá farandsýningarinnar From Vikning to Crusader (1992-393). Ţar er hann í sýningarskrá sem gripur 591 a, bls. 384. Ekkert er minnst á ţađ, engan er vitnađ í. Ţvílík og önnur eins vinnubrögđ! En svona vinnubrögđ eru ekki nýtt fyrirbćri  í útgáfum Fornleifastofnunar Íslands, sjá hér .

Mannvist 3
 

Bls. 335

Varđa. Ţađ slćr út í fyrir fornleifafrćđingunum á Fornleifastofnun Íslands er ţeir greina frá vörđu sem ţeir telja sig hafa fundiđ í landi Hamra í Reykjadal í Suđur Ţingeyjarsýslu.; Vörđurúst undir garđlaginu, afgerandi grjóthrúga, „og var hćgt ađ aldursgreina hana, enda var garđlagiđ greinilega eldra en gjóskulag frá 1158 og varđan ţví áreiđanlega eldri en ţađ. Ţetta er elsta varđa sem vitađ er um á Íslandi.."

Á ljósmynd međ ţessari yfirmáta glannalegu yfirlýsingu má sjá 9 steina, sem ekki er hćgt ađ sjá stćrđina á, ţví enginn mćlikvarđi er á myndinni. En út frá gróđri sést, ađ steinarnir eru ekki sérstaklega stórir og ekki neinn efniviđur í vörđur eins og viđ ţekkjum ţćr annars frá síđari öldum. Mikiđ vćri vel ţegiđ, ef fornleifafrćđingarnir sem fundu „vörđuna", gefi alţjóđ skýringar á ţví hvernig menn geta vitađ ađ 9 steinar í hröngli undir garđlagi úr úr streng sé varđa. Yfir viskutunnuna flýtur, ţegar vörđuspekingar FSÍ skrifa"Hugsanlega hefur ţessi tiltekna varđa veriđ hlađin sem viđmiđ áđur en garđurinn var reistur, en hún gćti lík veriđ leifar af eldra kerfi kennileita sem garđarnir leystu af hólmi". En hvar er ţessi hleđsla sem menn sjá. 9 steinar á dreif eru ekki hleđsla! Ekkert vantar á hugmundaflugiđ. Kannski er ţađ kennt sem hjálpagrein í fornleifafrćđi viđ HÍ?

1 lille

Brot af diski úr hollenskum fajansa úr flaki Het Melckmeyt í Flateyjarhöfn. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 

Bls. 393

Alvarlegasta villan í bókinni er sett fram af gestahöfundi, fornleifafrćđingi sem hvorki vinnur eđa hefur unniđ hjá Fornleifastofnun Íslands, sem stendur á bak viđ bókina. Dr. Bjarni Einarsson, sem rekur sína eigin fornleifastofnun, skrifar um skipsflök. Hann rannsakađi fyrir löngu undir stjórn minni (ég hafđi rannsóknarleyfiđ), og međ ágćtum, leifar hollenska kaupfarsins Het Melckmeyt(Mjaltastúlkan) í höfninni í Flatey á Breiđafirđi. Skipiđ sökk ţar áriđ 1659. Ţar sem ég hef í árarađir reynt ađ fá fjármagn til ađ rannsaka nokkuđ mikiđ magn af leirmunum sem fundust í flaki Het Melckmeyt, hef ég mikla ţekkingu á leirkerum ţeim sem fundust í flakinu. Ţađ hefur greinilega fariđ framhjá Bjarna. Bjarni skrifar:

„Viđ rannsóknina í Höfninni fundust um 300 keramikbrot í Mjaltastúlkunni og er ţađ stćrsta samtímasafn leirkera frá 17. öld frá einum stađ á Íslandi. Ađeins er um eina tegund leirtaus ađ rćđa í flakinu, svokallađan tinglerađan jarđleir, en honum má skipta í maiolica leirtau og faiance leirtau. Báđar gerđirnar voru til stađar, en einkum maiolica leirtau međ fallegum bláum skreytingum af ýmsu tagi, svo sem dýra og blómamyndum. Nćr mikilvćgi safnsins út fyrir Íslands vegna ţess ađ nokkrum árum eftir ađ Mjaltastúlkan sökk var komiđ á laggirnar leirkeraverksmiđju í Ţýskalandi sem framleiddi ţví sem nćst eins leirtau og í Mjaltastúlkunni, en ţađ var hollenskt. Fundurinn frá Flataey gćti veriđ lykilfundur til ađ ađskilja og aldursgreina ţessi leirker í framtíđinni en ekki er algengt ađ finna safn leirkera sem er jafn samstćtt og vel afmarkađ í tíma". 

Vitnar höfundur međ ţessum upplýsingum sínum, sem eru meira eđa minna rangar, í bók dr. Guđrúnar Sveinbjarnardóttur, Leirker á Íslandi,  frá 1996,  bls. 32. Á blađsíđu 32 í bók Guđrúnar Sveinbjarnardóttur stendu ekkert ađ (né annars stađar í bókinni). Í bók Guđrúnar er reyndar einnig greint rangt frá leirkerunum sem fundust í flaki Het Melckmeyt í Flateyjarhöfn.

Nú er ţađ svo, ađ leirkerin í Melkmeyt eru öll svokölluđ faiance leirker, eđa ţađ sem Bretar og Bandaríkjamenn kalla Delft-ware. Faiance eđa fajansi, sem er ágćtt íslenskt heiti, dregur nafn sitt af leirkeraframleiđslu í Faenca á Ítalíu og Maiolcia fćr nafn sitt frá Spáni. Sérfrćđingar í dag kalla venjulega hvít og blá afbrigđi Faienca, og skálar, ker og önnur ílát međ marglitri skreytingu (polychrome) skilgreina menn sem tegundina Maiolicu.

Ţ.e.a.s. blátt og hvítt (eđa alveg hvítt/pípuleir og tinglerungur) í skreyti er fajansi, en hvítt, blátt og ađrir litir skilgreinist sem maiolica eđa majolica. 

Hollendingar sem fluttu til Frankfurt am Main hófu framleiđslu á fajansa áriđ 1660 og nćstu árin ţar á eftir. Ein gerđ leirskála sem fundust í flaki Het Melckmeytvar lengi talin hafa orđiđ til eftir 1660 í Frankfurđu. Ţar sem ţessi tegund finnst í  flaki hollensks skips sem sökk áriđ 1659 er afar ólíklegt ađ gerđin hafi orđiđ til í Ţýskalandi. Hún er hollensk. Bjarni hefđi betur haft ţađ rétt eftir mér og spurt mig í stađ ţess ađ skila frá sér svona rugli. 

31 b (2)

Fajansi sem fannst í Het Melckmeyt og sem ćttađur er frá Frakklandi. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 

Til upplýsingar má bćta viđ, ađ óskreyttar skálar, hvítar međ bylgjuđum kanti/ börđum, sem ég fór međ prufur af til Hollands á 10. áratug síđasta aldar, eru ekki ítalskar eins og fornleifafrćđingar ţá héldu fram. Ungur hollenskur sérfrćđingur hefur nú sýnt fram á ađ fornleifafrćđingur sá sem ég hafi samband viđ í Amsterdam „gaf sér" einfaldlega ađ ţessi gerđ skála sem finnst í miklum mćli í Niđurlöndum hafi veriđ framleiddar á Ítalíu. Sá gamli, Jan Baart, sem var yfirfornleifafrćđingur Amsterdamborgar rannsakađi ţađ hins vegar aldrei. Ţegar fariđ var ađ gćta ađ ţví hvađ var til af sams konar diskum kom í ljós, ađ á Ítalíu könnuđust menn ekkert viđ ţessa gerđ diska. Ţeir eru hins vegar frá Norđur-Frakklandi, frá borgunum Nevers og Rouen viđ Leirubakka (Loire) og nánasta nágrenni. Hávísindalegar rannsóknir hafa nú sýnt fram á ţađ.

Ţetta voru ađeins fáein dćmi um frekar lélega frćđimennsku í annars fallegri bók, en oft er flagđ undir fögru skinni eins og skrifađ stendur.

En margt er einnig gott í bókinni, sérstaklega ljósmyndir frá einstaklega fallegum uppgröftum Bjarna Einarssonar. T.d. myndin frá Ţjótanda viđ Ţjórsá á bls. 110, eđa fjárborgin í Hagaey í Ţjórsá á bls. 156, sem bera vott um falleg og vönduđ vinnubrögđ Bjarna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband